Tíminn - 28.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1944, Blaðsíða 2
290 TÍMINrV, föstudaginn 28. Júlí 1944 73. nlað Föstudagur 28. jjúlí Rafmagnsmálín Bráðabirgðaáætlanirnar, sem milliþinganefndin í raforkumál- um hefir látið birta undanfarið um landsrafveituna, Vestfjarða- rafveituna og Austfjarðarafveit- una, hafa vakið mikla og óskipta athygli um land allt. Áætlanir þessar hafa sýnt það svart á hvítu, að það er vel framkvæm- anlegt að veita nær öllum lands- mönnum afnot raforku, en hing- að til hafa ýmsir vilja draga það í efa, vegna of mikils kostnað- ar. Áætlanir þessar sýna, að með núverandi verðlagi og kaupgjaldi myndi öll þau mannvirki, er gera þarf til viðbótar þeim, sem fyrir eru, kosta um 192,1 millj. kr., ef koma ætti raforkunni til þeirra rúmlega 100 þús. manna, sem ætlað er að hafa not af þessum þremur rafveitukerfum. Er þá reiknað með nýjum virkj- unum og ¦ öllum leiðslum og spennistöðvum í sambandi við dreifinguna. Kostnaður þessi skiptist þannig: Landsrafveitan 162,6 millj. kr., Vestfjarðaraf- veitan 14 millj. kr. og Aust- fjarðarafveitan 15,5 millj. kr. Rafmagnsverðið myndi verða í samræmi við þennan stofnkostn- að og annan kostnað, hjá lands- rafveitunni 7,7—9,6 aurar á kíló- wattstundina, miðað við 4000— 5000 klst. notkun, hjá Vestfjarða rafveitunni 8,5—10,7 aurar og Austfjarðarafveitunni 12,2—15,3 aurar. Til samanburðar má geta þess, að 1943 kostaði kílówatt- stundin í Reykjavík, miðað við nær 5000 klst. notkun, rúma 11 aura. Þess ber vel að gæta, að hér er aðeins miðað við stríðsverð á öllum stofnkostnaði. Ef reikn- að er með helmingi lægra verði á efni og fjórðungslækkun á vinnulaunum, en þetta hvort tveggja ætti ekki að vera reikn- að of hátt eftirstríðsverð, þá mun allur kostnaður umræddra framkvæmda nema 117,1'millj. kr. er skiptist þannig: Lands- rafveitan 99,3 millj. kr., Vest- fjarðarafveijan 8,5 millj. kr. og Austfjarðarafveitan 9,3'millj. kr. Rafmagnsverð yrði þá á kíló- wattstund, miðað við 4000—5000 klst. notkun, hjá Landsrafveit- unni 5,3—6,7 aurar, hjá Vest- fjarðarafveitunni 5,7—7,2 aurar og Austfjarðarafveitunni 7,4— 9,3 aurar. Sé haft jafnaðarverð fyrir allt landið verður það 5,5 —6,8 aurar. Það sést fullkomlega á þessum tölum, sem telja má nokkurn veginn áreiðanlegar, að þessar stórfelldu framkvæmdir eru vel framkvæmanlegar og ættu að geta orðið fjúrhagslega traust fyrirtæki, án þess að leggj ast of þungt á almenning. Þægind- in fyrir fólkið og efling atvinnu- lífsins, sem af þeim hlyti að leiða, .verða líka aldrei metin til fulls. Ýmsum kann að virðast 117 millj. kr. stór upphæð, en eins og högum okkar er nú háttað, ætti engum að þykja það neitt svimandi og fjarstæð upphæð, þegar um jafn mikilsverða fram- kvæmd er að ræða og hér. Menn hafa tekið því með jafnaðargeði, að nú er. verið að byggja litla raforkustöð, sem vart fullnægir einum minnsta kaupstaðnum, fyrir 10 millj. kr. eða vel það, og allir hafá getað orðið hjartan- lega sammála um það. Hvað eru þá 117 millj.'kr. fyrir raf- magn á svo að segja nær öllum heimilum landsins? Ýmsir kunna nú að segja: Það verður ekkert úr framkvæmdun- um samt. Allir flokkar keppast um að lofa okkur rafmagni, Það er sýnt fram á með áætlunum, að það sé vel hægt, en svo ger- ist aldrei neitt. Það er búið að lofa okkur rafmagninu ár eftir ár og aldrei kemur það. Þessu er því að svara, að málið er nú fyrst komið á þann rek- spöl, að það er vel framkvæm- anlegt og þjóðinni fjárhagslga kleyft. Þess vegna ætti tími von- brigðanna að vera liðinn. Úr því mun líka verða skorið og vænt- anlega ekki síðar en á næsta þingi, hverjir það eru, sem hafa Úr erindi Jóhannesar Bjarnasonar: Áukín kornrækf, sykurrófnarækt og frysting grænmetís Möguleikar til að auka fjölbreytni landbúnaðarframleiðsl- unnar eru hér vafalaust margir og miklir, þó að enn séu þeir ekki kannaðir til hlíta*. Nýlega var minnst á möguleikana fyrir heymjölsvinnslu. í útvarpserindum, sem Jóhann Bjarnason vél- fræðingur flutti í vor, minntist hann á möguleika fyrir stórfellda kornrækt, sykurrófnarækt og stóraukna grænmetisrækt, sem byggist á því, að grænmetið verði geymt fryst. Þurrkun græn- metis, sem nú er verið að reyna við Garðyrkjuskólann, getur einnig haft mikla þýðingu fyrir þá atvinnugrein. Tíminn flytur hér á eftir þann kafla úr erindi Jóhannesar, sem fjallaði um þessi efni: Kornræktin. # Árlega flytjum við inn íóður- bæti fyrir hundruð þúsunda króha. Eins og fyr var sagt, er lítill efi á því.-að við getum með góðu móti framleitt allan þann fóðurbætir hér á landi, sem við þurfum á að halda. Það hefir verið fullsannað á undanförnum árum, að korn þrífst hér alltaf, að minnsta kosti það vel, að hægt sé að nota það, sem fóður- bæti og að líkindum til mann- eldis líka. Við þyrftum tiltölulega fáar vélar, en töluvert landssvæði til þessarar framleiðslu. Það myndi auk þess skapa vinnu í landinu, því að fólk þarf til að lofað og lofað og vilja svo ekki standa við loforðin. Ef slíkir menn eða flokkar eru til, ættu þeir ekki að eiga undankomu lengur. Þjóðin verður síðan að gera sínar ráðstafanir til þess að láta ekki tefja málið lengur. Fólkið, sem býr víðsvegar um allt land, þarf ekki aðeins raf- magh til að gera híbýli sín bjart- ari og hlýrri, það þarfnast raf- magnsins líka til að efla at- vinnulíf' sitt, sjávarútveg, land- búnað og iðnað. Reykjavík sjálf þarfnast líka miklu meira raf- magns á komandi árum, en hún hefir nú. Loks þarf að skapa hér mikla atvinnu, þegar stríðsá- standinu linnir. Rafvirkjan- irnar myndu - veita stórkost- lega atvinnu. Vinnulaun eru langmestur þáttur kostnaðarins. Það ber því allt að þeim brunni, að við megum ekki sleppa því stóra tækifæri, sem við höfum á næstu árum til að lýsa og hita upp heimilin og efla atvihnu- lífið með þeirri orku, sem landið sjálft lætur í té. Þ. Þ. stjórna vélunum, bæði við rækt- unina, uppskeruna og mölunina. Þetta yrðu vitanlega ekki al- veg sömu blöndur og nú eru notaðar, en hægt væri að gera þær jafn góðar eða betri, því Hér fengjum við þær nýrri. SUmir furða sig ef til vill á hvað þetta komi við vélanotkun landbúnaðarins, en það eru ein- mitt hin stórtæku kornyrkjuá- höld Bandaríkjamanna, sem myndu gera okkur kleift að framleiða - fóðurbætinn fyrir nógu lágt verð, til að standast keppnina við þann innflutta. Kornyrkja hefir fram að þessu aðeins verið á tilrauna- stigi, en nú eru nægar sann- anir fengnar fyrir möguleikum hennar, að rétt er að byrja á stórrekstri hennar með full- kdmnustu vélum. Sama er að segja um korn- rækt til manneldis. Sömu vél- arnar myndu notaðar þar. Þó ég hafi talað hér um kornrækt al- mennt, þá á ég þar bæði við bygg, hafra, akurertur og fleiri tegundir, sem hér má rækta. Miljóna króna virði er árlega flutt inn af þessum vörum. Sykurrófnarækt. Nýjungar í vélum munu gera oss fæ'rt að byrja margar nýjar iðngreinar. Má þar nefna syk- uriðnað, sem eitt dæmi. Sykur- rófur hafa verið reyndar hér lít- ilsháttar, sem mér er kunnugt um og þrífast sæmilega. Jafnvel þó sumarið reyndist of stutt, væri hægt að sá þeim í vermi- reiti snemma að .vorinu, og planta þeim út þegar farið er að sumra. Til eru vélar, sem planta út um 10,000 plöntum á klukku- stund, og væri tiltölulega lítið verk að planta í heilan akur. Sykurrófnaræktin átti lengi erfitt uppdráttar í samkeppn- inni við sykurreyrinn. Hann er framleiddur með ^ódýru eða nærri verðlausu vinnuafli svert- ingja og Indíána í hitabeltis- löndunum. Vinnan við sykur- rófuakrana var mikil og vinnu- launin hærri. Þau lönd, sem framleiddu sykur úr rófum, urðu því að vernda hann með tollum gegn reyrsykrinum. En nú, 3—4 síðustu árin, hafa orðið geysimiklar framfarir í sykurrófnarækt Bandaríkjanna. Ekki hafa aðeins verið fundnar upp vélar, sem annast svo að segja alla ræktun og uppskeru, svo vinnan er orðin hverfandi lítil, heldur hefir fræunum verið breytt. Venjulega koma 3—4 plöntur úr hverju fræhulstri, sy* grisjun var nauðsynleg, og vár það geysimikil vinna. Nú hefir verið fundið upp á- hald, sem klýfur hulstrið þann- ig, að aldrei kemur nema ein planta úr hverju, og öll grisjun sparast. Að þessum öllum framförum og vélum athuguðum, tel ég það mjög líklegt, að við gætum fram- leitt sjálf allan þann sykur, sem við notum í landinu. Verksmiðj- ur þær, sem framleiða sykurinn úr rófum, eru venjulega stórar, ög jafnvel þær minnstu fram- leiða meira en okkar árlega neyzla nemur. En þetta er það mikið nauðsynjamál, að sjálf- sagt er að nánari athuganir á máli þessu fari fram sem fyrst. Grænmetisrækt. Niðursuða grænmetis og á- vaxta hefir verið stór atvinnu- grein víða erlendis. En þetta hefir breyzt mikið á síðari ár- um, síðan kæliskápar og frysti- klefar urðu almennings eign. Nýr stóriðnaður hefir risið upp, sem er frysting grænmetis og ávaxta. Með frystingu er matur- inn bæði hollari og bragðbetri og mikið útgengilegri vara. Frystun grænmetis hefir fleygt svo fram, að það er mikið að útrýma niðursoðnu grænmeti. Möguleikarnir fyrir islenzka garðrækt eru því ótakmarkaðir. Á okkar stutta sumri gætum við framleitt nægilegt grænmeti til neyzlu allt árið. Koma þarf upp pökkunar- Eftir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóii ísafold og Vörður þirtir hinn 27. maí þ. á. grein upp úr Lækna- blaðinu. Hún er eftir Ólaf Ó. Lárusson lækni og er um slysið mikla í Vestmannaeyjum í fyrra, þegar 9 menn létust af áfengis- eitrun og sá 10. varð örkumla- maður. Læknirinn segir frá þess- um hörmulegu atburðum. Þorri þeirra manna er létust, voru á bezta aldri, sumir hraustmenni, sem sjaldán eða aldrei varð mis- dægurt og síður en svo óreglu- menn segir hann. Hann ræðir um það hve eitrið sé hættulegt og illt að koma lækningum við til gagns. „Vörnin gegn þessari ólyfjan er í því falin að leggja sér hana aldréi til munns," segir læknir- inn síðan. Þetta eru sönn orð, sem vert er að taka undir og stöðvum, sem pakka og frysta grænmetið í hæfilega stóra pakka til sölu beint úr frysti- húsinu. Eru það mikil þægindi jafnt fyrir neytendur sem fram- leiðendur. Framleiðendur þurfa ekki að óttast að-það, sem ekki selst á sumrin og haustin af grænmeti, skemmist og þurfi að kasta, því að það er fryst þangað til markaður er fyrir það. Hins vegar fær neytandinn hollt grænmeti allan ársins hring. Mun það lýsa sér í bættu heilsufari alþjóðar. Það þarf því að koma upp nokkrum hraðfrystihúsum i þeim hverfum og sveitum, sem bezt eru fallin til garðræktar og auka þar garðræktunina eins og hægt er. Síðan má flytja vör- una frysta á markaðinn eftir hentugleikum. Þó ég hafi hér talað mest um frystingu á grænmeti, þá gildir það sama um frystingu á kjöti og fiski og fleiri matvöru. Frystitækninni og meðferð matar til frystingar hefir fleygt • syo fram á síðari árum, að fryst- ingin er orðin lang vinsælasta matargeymslu aðferðin. Frystitækin sjálf hafa lækkað í I verði og eru nú smíðuð í stærð- um, sem hentar heimilum, sem vilja koma sér upp smá kæli- klef um, eða kæliskápum, sem eru smærri, en hentugir mjög og einnig orðnir almenningseign í Bandaríkj unum. Reksturskostnaður þessara véla er hverfandi lítill, einkum þar, sem rafmagn er fáanlegt. Hægt er að gera hvaða herbergi sem er að kæliklefa. Oft er smá kjallaraherbergi hentugast. Þá þarf að einangra þau og koma fyrir kælitækjum, sem eru lítil fyrirferðar. leggja áherzlu á. En þá má ekki sjást yfir hitt, að löngunin í tré- spíritus o. þ. h. kemur ekki til sögunnar fyrri en eftir það, að menn hafa lært að drekka. Það er sannmæli, sem Ólafur Lárus- son segir fyrr í grein sinni: „Gjafari gleðinnar, sem þeir hafa ætlað að dýrka að þessu sinni, eins og oft áður, var snöggur að taka hamskiptum." Þeir, sem fórust með svo hörmu- legum hætti höfðu oft dýrkað vínguðinn áður. Það er sjálfsagt rétt hjá lækninum eins og ann- að og það er kjarni þessa máls. Vörnin gegn þessari hættu er því sú, að byrja aldrei að dýrka vín- guðinn, — leggja sér aldrei áfengi til munns. Það er áreiðanlegt að alls stað- ar þar, sem áfengisnautn er svo almenn sem hér á landi nú, verð- ur drykkjuhneigð svo alvarleg og sterk hjá einhverjum, að þeir leggja sér til munns sjórekið áfengi o. fl. þ. h., sem engin trygging er fyrir að ekki sé ban- vænt. Bindindismenn einir eru þar ekki í néinni hættu. Um þetta má nefna fjölmörg dæmi, þó að það sé ekki gert hér. En þegar hvert blaðið af öðru birtir grein um þetta átakanlega stór- slys, þá er rétt að benda á upp- tökin, sem víðast og rækilegast. Jafnframt má svo minna Slysa- varnafélag íslands á það, að áfengisnautn fylgir mikil og margháttuð slysahætta á ýms- an veg, sem alltaf er óþörf, og ættu því þau félagssamtök að styðja starfsemi okkar bindind- ismanna. Læknirinn í Vestmannaeyjum endar grein sína með því að segja, að þótt fórnin þar sé dýr, væri hún eigi til einskis, ef eng- inn íslendingur legði sér þetta eitur til munns hér eftir. Til þess að stuðla að þeirri framför mun grein hans skrifuð og fergóðum mönnum svo jafnan. Ég vil taka undir orð læknisins, en aðeins árétta það skýrar, að það mun seint lánast að kenna drykkju- mönnum undantekningarlaust, að láta áfengi, sem lagt er að fótum þeirra, ónotað. Þegar all- ir, sem ganga um strendur ís- lands, eru orðnir bindindismenn er hættan liðin hjá, en heldur ekki fyrr. Að því ber því að vinna ' að svo verði sem fyrst. Eina slysavörnin, sem hér dugar til full er almenningsbindindi. Það er'fjarlæg hugsjón, en ekki ógöf- ugri vegna þess. Og ef hörmung- ar samtíðarinnar get engan vak- ið til skilnings á þessari þörf, — hvað dugar þá? Halldór Kristjánsson. :C B ókafreg n i r : Rit um búnaðarmál Tímanum hafa nýlega borizt þrjú ársrit, sem öll eru helguð landbúnaðinum á eínn eða annan hátt. Þau hafa öll að vanda mikinn fróðleik að geyma og þyrftu að ná til sem flestra bænda, ásamt Ffey og Búnaðarritinu. Bænd- unum er það nauðsynlegt að geta fylgzt sem bezt með öllu því, sem er að gerast á sviði búnaðarins, og það er hlutverk þessara rita að fræða þá um það. Jafnvel eitt atriði, sem þeir læra af lestri þeirra, getur margborgað margra ára andvirði þeirra, enda er mjög reynt að stilla því í hóf. Hér verður getið aðalgreina þessara rita, en þau eru Árs- rit Ræktunarfélags Worðurlands, Búfræðingurinn og Garð- yrkjuritið. Ársrit Ræktunarfél. Xor ðurlands, Ársrit Ræktunarfélags Norð- urlands, sem er hið 40. í röð- inni, hefst á skýrslum um starf Ræktunarfélagsins og tilranna- stöð þess á síðastl. ári, og lýkur á skýrslu um starfsemi Búnaðar- sambands Eyjafjarðar. Að öðru leyti birtast í því þessar greinar: Ólafur Jónsson, sem er rit- stjóri ársritsins, ritar mjög ít- arlega og rökfasta grein, sem hann nefnir: Söngurinn um öngþveitið í landbúnaðinum. Hann dregur þar saman í stuttu máli helztu árásirnar, sem landbúnaðurinn hefir sætt seinustu missirin, og hre'Kur þær síðan lið fyrir lið af mikilli rök- vísi og þekkingu. Hið fjölþætta efni greinar hans verííur eigi rakið í stuttu máli, en rétt þyk- ir að benda hér á nokkur aðal- atriði. Ólafur sýnir mjög glöggt fram á, hve fjarstætt það sé að tala um kyrrstöðu í landbúnaðinum, „því að sannleikurinn muni sá, að undanfarin 20 ár hafi fram- farir í landbúnaði okkar verið óvenjul. örar, skakkaföll, mistök og sóun verðmæta, vegna forsjár leysis, ódugnaðar og vankunn- áttu minni en á öðrum atvinnu- sviðum þjóðarinnar og félagsleg þróun landbúnaðarins í fastara og skipulagslegra formi en nokkurs annars atvinnuvegar í landinu". Hann segir ennfrem- ur, að skrafið um miðaldaá- stand landbúnaðarins sé næsta furðulegt, þar sem „opinberar skýrslur sýni, að síðustu tvo áratugina hefir ræktað land aukizt um helming, garðyrkjan 4 til 5 faldazt í hverju meðal- ári, stórum og mörgum áveitu- fyrirtækjum verið hrint í fram- kvæmd, sláttuvélar, rakstrarvél- ar og snúningsvélar vel á vegi með að útrýma handvinnuá- höldum í heilum byggðalögum, nærri hver einasti bær reistur frá grunni með nýmóðins sniði í sumum sveitum, framleiðslunni breytt úr sauðfjárrækt í naut- griparækt í heilum héruðum og fjölda sláturhúsa, frystihúsa og mjólkurbúa af nýjustu gerð kom ið á fót." Þrátt fyrir þetta sé að vísu margt ógert enn, en bændur hafi sýnt það seinustu áratug- ina, að þeir munu einnig bæta fljótt úr því, ef eigi verður brugð ið fæti fyrir þá. Þá víkur Ólafur að því, sem sagt hefir verið um verðhækk- un landbúnaðarvaranna undan- farin ár og allar ádeilurnar, sem bændur hafa hlotið fyrir það. Hann sýnir fram á, að verð- hækkanirnar séu eðlileg og ó- hjákvæmileg afleiðing síhækk- andi kaupgjalds, er hafi hækk- að hlutfallslega mun meira en afurðaverðið síðan stríðið hófst. Hann segir, að ekkert sé undar- legt, þótt bændur í Ameríku geti framl. ódýrara smjör en bændur hér, þar sem „kaup landbúnað- arverkafólks í Bandaríkjunum sé sem næst y3—% af kaupi því, sem hér. er greitt". Hann segir, að sagt hafi verið, að lækka mætti vísitöluna um 40 stig, ef flutt tværi inn erient kindakjöt, en þá virtist mun betra „að stemma á að ósi" og flytja inn erlent ódýrt verkafólk, lofa því innlenda að lifa á háa kauptaxtanum, því að þá væri 'sennilega hægt að lækka vísi- töluna um 100 stig eða meira. i Hann sýnir fram á, að verðupp- bæturnar á útflutta kjötið séu aðeins stríðsfyrirbæri, því að allt bendi til, að undir venjulegum viðskiptaaðstæðum muni kjöt ekki ólíklegri útflutningsvara en fiskur, og þess vegna séu þessar uppbætur nauðsynlegar til að framleiðslan dragist ekki óeðli- lega saman. Loks bendir hann á, að uppbætur ríkissjóðs á inn- anlandsverðið séu ekki uppbæt- ur til landbúnaðarins, heldur séu þær greiddar til að lækka vísitöluna, aðallega vegna sjáv- arútvegsins. Ef vísitölunni væri ekki haldið þannig niðri, myndi útflutningur sjávarútvegsins stöðvast og virtist þvi eðlilegast, að fella uppbætur á innanlands- verðið alveg niður og láta það hækka að sama skapi, en greiða svo tilsvarandi fé í uppbætur á útfluttar sjávarafurðir, ef það þætti nauðsynlegt. Fleira væri æskilegt að geta nefnt af rök- semdum Ólafs í þessum efnum, en segja má, að þær beinist all- ar að þeirri höfuðniðurstöðu, að vöntun betra skipulags og full- komnari búnaðaraðferða eigi ekki nema lítinn þátt i hinum mikla framleiðslukostnaði land- búnaðarins í samanburði við kaupgjaldið. Þá minnist Ólafur á þá kenn- ingu, að haganlegra væri að reka hér landbúnað á verksmiðju- grundvelli. Hann telur hana hreinan barnaskap og segir m. a.: „Mér vitanlega hefir slíkt búrekstrarform hvergi héppn- ast, svo vit sé í, nema þar, sem um er að ræða mjög einhliða aku'ryrkjubúskap, sem rekinn er á víðlendum, samkynja og frjó- sömum akuryr kj uf latneskj um. Því erfiðari og breytilegri sem skilyrðin eru frá náttúrunnar hálfu og því meiri stund, sem lögð er á kvikfjárrækt, því frá- leitara er að hugsa sér búskap rekinn með einhvers konar sam- yrkju- og verksmiðjusniði. Þessu til sönnunar má bendá á bú- skapinn í nágrannalöndum okk- ar, Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku. Bændur þessara landa eru ekki taldir neinir búskuss- ar, en reynslan þar hefir sýnt, að það eru tiltölulega smá býli, sem nota aflvélar lítið, en hesta og hestaáhöld mikið, sem bera sig bezt. Stórrekstur- inn ber sig lakar, fæðir færri í hlutfalli við landrými og ræktar jörðina ver". Ólafur segist af þessum og fleirum ástæðum draga það stórlega í efa, að afl- vélanotkun við landbúnaðinn myndi lækka frafnleiðslukostn- að hans, og því væri a. m. k. nauðsynlegt „að þaulreyna þetta rekstursform fyrst og - láta reynsluna skera úr" áður en farið væri að taka það upp al- mennt og tala um það sem fyr- irmynd.. í ályktunarorðum sín- um segir hann: „Ekkert raun- hæft liggur til grundvallar þeirri kenningu, að byggðaskip- un okkar þurfi gerbreytingar eða vélknúinn stórrekstur sé æskilegt búskaparform í íslenzk- um landbúnaði. Hins vegar er sjálfsagt, þar sem hentug skil- yrði eru til framleiðslu, sem krefst lítils landrýmis, að reyna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.