Tíminn - 28.07.1944, Side 3

Tíminn - 28.07.1944, Side 3
73. blað TtolIM. föstudagiim 28. jálí 1944 291 Orðseadíng' til Jóns M. Bjarnasonar á Skarði DANARMIMING: Guðmundur Guðmundsson Stóra-Laugardal Hinn 14. júní þ. á. lézt að ( heimili sínu, Stóra-Laugardal í Tálknafirði, Guðmundur Guð- múndsson bóndi þar og hrepp- stjóri í Tálknafjarðarhreppi. Guðmundur heitinn var fædd- ur að Hvarfsdal á Skarðsströnd hinn 16. desember 1868 og var því 76 ára að aldri er hann dó. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvarfsdal, en reisti síð- an bú sjálfur, fyrst að Krossi á Skarðsströnd og síðar á Innri- Fagradal í sömu sveit. Hann kvæntist Arnbjörgu Jónatans- dóttur, ættaðri af Snæfellsnesi, og átti við henni 2 sonu, er báð- ir lifa föður sinn, Skúla, árið 1890, og Guðlaug, árið 1900. Kona hans er látin. Árið 1905 fluttist Guðmundur að Skápadal við Patreksfjörð og bjó þar til 1911. Þá fluttist hann á kirkjujörðina Stóra-Laugardal í Tálknafirði og bjó þar góðu búi til æviloka. Ég kynntist Guðmundi heitn- um allmikið eftir að ég varð sýslumaður í Barðastrandar- sýslu árið 1926. Hann var frekar hár maður vexti og herðabreið- ur, kraftalegur, nokkuð stór- brotinn í andliti og svipmikill, og karlmannlegur að svip og framkomu, enda lét hann lítt hlut sinn fyrir öðrum, ef því var að skipta. Hann átti um skeið sæti í hreppsnefnd Tálknafjarð- ar, var hreppstjóri í Tálkna- fjarðarhreppi frá 1923 til dauöa- dags og sóknarnefndarformað- ur árum saman. Eðlilega kynnt- ist ég aðallega störfum hans við hreppstjórn, en þau störf innti hann af hendi með prýði. Rit- aði hann mjög skýra og góða rit- hönd og einmitt í sambandi við þann kost Guðmundar er rétt að benda á eitt dæmi, sem sýnir hve óvanalegu viljaþreki hann var gæddur. Á síðustu árum hans fékk hann svo mikla „riðu“, að . engin leið var fyrir hann að skrifa með hægri hönd, svo sem hann var vanur. Hann æfði sig þá að skrifa með vinstri hönd, og náði fljótlega slíkri leikni í því, að ekki mátti á milli sjá, hvort fyrri eða síðari rithöndin var betri. Guðmundur lagði mikla alúð við skýrslugerð- ir allar og var svo reglusamur og duglegur innheimtumaður og öruggur og nákvæmur í fjár- reiðum og lögskilum við hrepp- stjórastarfið, að af bar. Hann var glöggur fjármálamaður, hafði verzlunarleyfi og rak oft- ast einhverja verzlun jafnframt búskapnum. Búhöldur var hann góður og lék mjög hugur á að eignast ábýlisjörð sína Stóra- Laugardal, til þess að geta ör- uggt umbætt jörðina, en það er ein af stærri jörðum þar um slóðir. Þetta tókst þó ekki lengi vel, því Einar skáld Benedikts- son, sem hafði eignarráð jarð- arinnar, ásamt fleiri jörðum, sem henni fýlgdu (Laugardals- torfan), af hendi firmans „British North Westens Syndi- cate Ltd., London“, vildi engan kost gera á sölu, en síðar eign- aðist Sigurður Jónasson, for- stjóri, jarðir þessar og seldi þá Guðmundi heitnum Stóra-Laug- ardal. Bætti Guðm. síðan jörð- ina og húsakost hennar allmik- ið. Er Guðmundur tók að eldast og starfsþróttur að bila, styrkti Skúli sonur hans, sem er af- burðadugnaðarmaðuf, að hverju sem hann gengur, föður sinn með frábærum dugnaði og ósér- plægni. Skúli er ókvæntur, en vinnur sífellt í þágu Stóra- Laugardalsheimilisins. Guðlaug- ur, sonur Guðmundar, hefir líka verið dugnaðarmaður, en heilsu- leysi hefir háð honum. Hann er kvæntur maður og býr eftir föð- ur sinn í Stóra-Laugardal, á- samt Skúla bróður sínum. Ber það af, hversu ástríkt hefir ver- ið með þeim feðgum öllum og sámvinna heil og óbrigðul. Með Guðmundi í Stóra-Laug- ardal er til moldar hniginn mik- ill gerðarmaður, greindur., hag- sýnn, athugull og sjálfmennt- aður maður og höfðingi mikill heim að sækja. Hann hélt lítt á lofti stjórnmálaskoðunum sín- um, en ^ylgdist vel með í þjóð- málum og var öruggur og á- kveðinn fylgismaður Framsókn- arflokksins, því þann flokk ein- an taldi hann traustan vörð bændastéttarinnar. Hafnarfirði, 3. júlí 1944. Bergur Jónsson. FRELSIÐ Loks er komin langþráð stund, lýsir af frelsis degi. Lengi voru lokuð sund, lítils metið okkar pund. f dag er þfóðin frfáls á frama vegi. Aldir liöu — lifðu þó logans földu glóðír. Frelsis andinn aldrei dó, undir hfarta landsins sló. í dag er fylling drauma þinna, móðir. Landið fagra laufi skreytt, land í norður sœnum, með tigið enni bfart og breitt, brúna létt og innra heitt. f dag mun drottinn heyra þig í bœnum. KR. H. BREIÐDAL. Þegar ég að morgni dags, 26. f. m., tók við úr höndum pósts- ins og las grein í Tímanum eftir Jón M. Bjarnason á Skarði, Fyr- ' irspurnir til sauðfjársjúkdóma- | nefndar, datt mér í hug þessi sígilda setning: „Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fengin.“ Er það síður en svo, að ég telji hina hógværu og liðlega stíluðu grein ámælisverða. En hitt virðist mér, að gleggri und- irstöðuþekking 4 sumu því, sem um er spurt, hefði greinarhöf- undur getað fengið hér heima í sínu eigin héraði, heldur en jafn- vel sauðfjársjúkdómanefnd get- ur gefið, að minnsta kosti á þeim tveimur atriðum, er miklu máli skipta og um verður rætt í eftir- farandi línum. Hann segir, að það sé kunnugt, að tvær kindúr hafi farið gegnum girðinguna hér Steingrímsfjarðarmegin og einstaka maður hafi haldið því fram, að kindurnar muni hafa getað farið fyrir framan girðing- una Steingrímsfjarðarinegin á stórstraumsfjöru, þar sem ekki muni dýpra en svo, að hægt sé að fara þar um í klofháum stíg- vélum án þess að upp í þau fari. Greinarhöfundur óskar eftir frá sauðfjársjúkdómanefnd, afdrátt arlausu, hreinskilnu og sönnu svari, sem hann líka hefir feng- ið frá framkvæmdastjóra mæði- veikivarnanna. Er það máske að bera í bakkafullan lækinn, að bæta þar nokkru við, þó skal það” nú gert hér að skýra nánar tvö atriði. Við fyrstu fjársmölun á síð- astliðnu hausti kom fyrir norð- an Staðarár, dilkær með marki búandans á Innra-Ósi. Var lík- iegt talið, að hún væri þaðan og hefði þá einhvern vegin koniizt í gegnum varnarlínurnar, þó sannaðist síðar, að svo var ekki, og skal það skýrt hér í stuttu máli. — Á Rauðamýri í Naut- eyrarhreppi og Innra-Ósi við Steingrímsfjörð hefir um mörg ár átt sér stað sammerkingar með þeim annmarka, er nú skal greina. Á Ósi hefir markið verið notað á hjörð, sem er meðal bú, aftur á móti á Rauðamýri hjá húskonu, sem sennilega hefir átt 2—4 kindur á ári. Var á sínum tíma, að mér er sagt, samið um að markið á Rauðamýri yrði lagt niður, og á síðastliðnu vori var mér tjáð, að svo mundi hafa ver- ið gert. Við réttarhald í Staðar- dal í haust var notuð markaskrá úr Nauteyrarhreppi frá 1936 og er markið ekki þar í. Sýndist þá gefið, að hér væri um staðreynd að ræða, markið hefði verið lagt niður. Siðar héfi ég heyrt sagt, að markaskrá yfir Nauteyrar- hrepp frá 1941 sé til og hvað markið vei’a þar í. Hefir sú skrá . ekki verið send hingað austur !yfir fjallið svo að mér sé kunn- ugt um, — hverra sök er það? Af framan sögðu virtust í fyrstu fyllstu líkur til að um- rædd dilkær væri frá Ósi, enda ekki rauðmáluð, og er það eitt fyrir sig vítaverður trassaskapur. í skemmstu máli sagt, var ærin og lambið lagt inn hjá Ósbú- anda og lungu send morguninn eftir til rannsóknarstofu háskól- ans, til athugunar og sýndi sú rannsókn neikvæða útkomu. Við smölun síðar á heimafé á Ósi kom í ljós að umrædd dilk- ær var ekki þaðan. Var þá strax að því gengið, að réttur eigandi fengi verð kindanna, sem líka vitanlegt var af því fólki, er þar átti hlut að máli. — Verður ekki séð, að meðhöndlun nefndra kinda geri mæðiveikivörnunum nokkurt tjón, þar sem allt réðist vel. HitVer annað mál, að sam- merkingar eru háskalegar, ekki sízt, ef þær eru ekki kunnar al- menningi nema stundum. Verð- ur nú að því gengið, að fyrir- ðyggja þær eftir föngum. Fyrir utan umrædda dilká voru hér austanfjalls 21 kind úr Nauteyr- arhreppi og átta af þeim frá Rauðamýri. Var það fyrir kunn- ugleika og sérstaka glöggskyggni eins manns, að því varð bjargað nógu fijótt, hver réttur eigandi væri að Rauðamýrarfénu, því að sumt var aðkeypt og á því mörk, er ekki fundust í markaskrá, sem fyrir hendi var. Eftir því hafði verið óskað, að fé, sem vestan að var, yrði lagt inn á Hólmavík, og varð það að gerast strax. Er jafnan vandi standa í þess kyns stappi með ófullnægjandi gögn í höndum, og voða mæði- yeikiplágunnar á aðra hlið. Þá er það umjfúnaður varðlín- unnar i fjörunni Steingríms- fjarðarmegin. Vorið 1938, þegar línan var byggð fyrst, velur Jón sál. frá Laug henni legu í-sjó á heppilegasta stað, sem föng voru á á þessum slóðum, eftir því sem aðstaða við notkun hefir sýnt síðan. Á því var þó sá galli, að of skammt var byggt út í sjóinn, virtist of grunnt um stórstraum við yzta búkka. Úr því var svo bætt síðar og búkki byggður nokkrum metrum framar. Hefir hann staðið síðan og gert sitt gagn, þó að nú sé hann að verða svo úr sér gengin, að nýbygging verði að gera á honum áður en varzla byrjar í ár. Er óhætt að fullyrða, að fyrir framan þennan (Framh. á 4. síðu) byggðahverfáskipun og jafnvel samyrkjubúskap, án þess að veikja aðstöðu dreifbýlisins eða draga úr stuðningi til nýbýla, er þar verða reist. Að svo miklu leyti, sem draga má ályktun af reynslu þeirra þjóða, sem okkur standa næst í búnaðarháttum, má telja fullvíst, að íslenzk- um bændum verði hentugast og ódýrast að nota hesta og hesta- verkfæri sem mest á búum sín- um, en ekki mótorknúnar vélar. Ö'ðru máli gegnir, þá er búa skal stór, samfelld lönd undir ræktun“. Freistandi væri að nefna fleiri atriði úr þessari skilmerkilegu ritgerð Ólafs, sem er með því allra bezta, er um þessi mál hef- ir verið ritað á seinni árum, og þar sem höfuðatriði umræddra deilumála eru samandregin í greinilegasta heild. Bændur mega vera Ólafi þakklátir fyrir ritgerð þessa og er hún vel þess verð, að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að koma henni enn betur fyrir almennings- sjónír. Ólafur Jónsson á aðra mjög athyglisverða grein í ársritinu, sem fjallar um nýbýli. Þar er einkum rætt um stofnun býla- hverfa og tejur Ólafur að mögu- leikar fyrir stofnun þeirra verði ekki sízt að vera fólgnir í fjöl- þættari framleiðslu landbúnað- arins og nefnir hann þar til kornyrkju í stórum stíl, stórlega aukna greænmetisræktun og heymjölsframleiðslu. Þó telur hann, að hinar eldri fram- leiðslugreinar landbúnaðarins geti enn stórlega aukizt, „svo framarlega sem við skiljum nauðsyn þess, að haga verðlagi innanlands og verðmæti pen- inga út á við þannig, að land- búnaðarafurðir okkar, sem er umfram neyzlu þjóðarinnar, sé seljanlegur fyrir framleiðsluverð á erlendum markaði og sam- keppnisfærar við innfluttar neyzluvörur innanlands“. Ólaf- ur bendir á ýmsar mismunandi aðferðir við stofnun nýbýla- hverfa og starfrækslu þeirra. Hann telur að ríkið verði að veita öfluga aðstoð við að koma þeim á fót, en síðan geti verið rétt að hafa frjálst val um það hvort þau verði í ríkiseign eða sjálfsábúð. Hann álítur, að hverfisbændur geti haft marg- víslega aukna samvinnu sér til styrktar, en telúr hins vegar sameiginlegan stórbúskap vafa- saman. „Ég þekki ekki neitt“, segir hann, „er afsannar þá margra áratuga reynslu frá ná- grönnum okkar^á Norðurlönd- um, að vel rekinn smábúskapur getur hagfræðilega séð, fullkom- lega keppt við vélrænan stór- búskap, notar landið mun bétur og getur því, miðað við land- stærð, veitt miklu fleiri fjöl- skyldum lífvænlega afkomu“. Aðrar greinar í ritinu eru: Hvað kostar bygging áburffar- geymslu? eftir E. B. Málmqvist, fróðleg grein, Borgar sig fyrir bændur aff færa búreikninga? eftir Guðmund Jónsson á Hvanneyri, mjög athyglisverð grein fyrir bændur, og Hvernig á aff setja niffur kartöflur? eftir Ármann Dalmannsson, og er þar sagt frá aðferð, sem not- uð hefir verið hjá Ræktunarfé- lagi Norðurlands og þótt hefir gefast vel. Búfræðmguriiiii. Aðalgrein Búfræðingsins að þessu sinni er Jarffvegsfræði eft- ir Jakob H. Líndal á Lækjamóti. Þetta er öllu frekar rit en rit- gerð, rúmar 120 bls., enda mun það koma út sérprentað. Það virðist þó elíki vera nema þátt- ur í stærra ritverki, sem höf- undur hefir í smíðum og mun í framhaldinu eiga að fjalla m. a. um jarðvegsfræðina með til- liti'til beinna ræktunaraðgerða. Jakob Líndal hefir kynnt sér þessi mál af mikilli elja og afl- að sér mikils fróðleiks og ætti að styrkja hann enn betur í þessu starfi. Það er margt, sem bendir til þess, að jarðvegsrann- sóknir muni á komandi árum verða talin eitthvert þýðingar- mesta undirstöðuatriði land- búnaðarins. Sú stefna ryður sér æ meira til rúms, að það sé ekki aðalatriðið að þenja ræktunina yfir sem stærst landsvæði, held- ur að fá sem mestan arð af því landi, sem ræktað er, en til þess þurfa menn að þekkja jarðveg- inn til hlítar og vera fullljóst hvaða efna hann þarfnast og hvaða efni hann þarf að losna við. Englendingar hafa komizt ótrúlega langt í þessum efnum, enda eiga þeir einna færasta vísindamenn á þessu sviði. í þessum málum erum við íslend- ingar enn skammt á veg komn- ir og bíður okkar hér mikið verkefni. Áðurnefnd grein Jak- obs veitir almenningi nauðsyn- lega undirstöðuþekkingu um þessi mál. Önnur lengsta greinin í Bú- fræðingnum er eftir Kristinn Guðlaugsson á Núpi og nefnist: 50 ára cndurminning frá Núpi. Kristinn var nemandi á Hólum fyrir 50 árum, í skólástjóratíð hins merkilega manns Her- manns Jónassonar. Greinin er fróðleg og skemmtileg aflestrar. Skemmtileg og athyglisverð í senn er t. d. frásögnin af ræðu Hermanns skólastjóra, þegar piltarnir gerðu baunaverkfallið. Gísli Magnússon skrifar um Stefnumörk í Saufffjárrækt, vel samda og eindregna hvatningar- hugvekju um að efla kynbætur sauðfjárins, því að framtíð sauðfjárræktarinnar sé mjög undir því komin. Grein Gísla er bæði fróðleg og hvetjandi. Þá er grein um Tamningastöð Skagfirðinga, eftir Ó. H. J. og um byggffasöfn, eftir Árna Sveinsson. Loks er skýrsla frá bændaskólunum, aðallega frá Hólum. „Hólamannafélag“ hefir séð um útgáfuna þetta ár, og Gunnlaugur Björnsson annazt ritstjórnina, en Búfræðingur- inn er gefinn út af Hólamönnum og Hvanneyringum og sjá þeir um ritið sitt árið hvor. Garðyrkjuritið. Garðyrkjuritið 1944 kom út nokkru fyrir 17. júní og ber þess líka nokkur merki. Á kápu þess er ágætlega prentaður íslenzk- ur fáni og þaö hefsti á laglegu ljóði og lagi um íslenzka fánann, (Framh. á 4. síðu) Samband ísl. samyinnufélaga, S AM VINNUMENN! Dragiff ekki aff brunatryggja innbú yffar. Biffjið kaupfélag yffar aff annast vátryggingu. Tílkynning írá Vatnsveitu Reykjavíkur Athygli bæjarbúa skal vakin á því, að bannað er að nota vatnsveituvatn á þann hátt, að því sé sprautað úr slöngum við gluggaþvott, húsþvott, gangstéttaþvott, bifreiðaþvott og við vökvun garða. Við slíkan þvott má nota fötur eða önnur hæf ílát, en bannaff er að láta sírenna í þau vatnsveituvatn. Einnig er bannað að láta vatn sírenna við afvötnun og kælingu matvæla. Þá er brýnt fyrir fólki, að takmarka eftir föngum vatns- notkun við þvott á fatnaði. ‘ Þeir, sem gerast brotlegir við þessi fyrirmæli eiga það á hættu, að lokað sé fyrir vatn í húsum þeirra um lengri eða skemmri tíma. Vatnsveita Reykjavíkur ÓDÝRAR BÆKUR Eftirtaldar bækur Menníngar- og Fræðslusambands Alþýðu verða seldar næstu daga með gamla lága verffinu meðan upplög endast. GUNNAR GUNNARSSON: Svartfugl kr. 8,00. STEFAN ZWEIG: Undir örlagastjörnum, Magnús Ásgeirsson ís- lenzkaði. Verð kr. 4,50. RÓMAIN ROLLAND: Ævisaga Beethovens, Símon Jóh. Ágústsson íslenzkaði. Verð kr. 5,50. GUNNAR GUNNARSSON: Heiðaharmur, innb. 16,00. DOUGLAS REED: Hruna’dans heimsveldanna. Verð kr. 12,75. HERMANN RAUSCHNING: Hitler talar. Verð kr. 13,00 heft, kr. 16,00 innb. CARL HAMBRO: Árásin á Noreg, heft kr. 6,00, ib. kr. 10,00. ÖRN ARNARSON: Illgresi, innb. kr. 30,00, skinnband kr. 55,00. Aðeins örfá eintök óseld af suinum bókunum. Bókabúð Braga Brynjóllss. Hafnarstræti 22. — Sími 3223.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.