Tíminn - 11.08.1944, Side 3

Tíminn - 11.08.1944, Side 3
77. bla» TÍMIXX. föstmlaginn 11. ágnst 1944 307 75 ára: Tómas P. Magaússon, Eskiiirði Þann 19. febrúar s. 1. varð Tómas P. Magnússon á Eskifirði 75 ára. Hann er fæddur á Hólm- um í Reyðai'firði og voru for- eldrar hans hjónin Magnús Hemingsson og Sigríður Finn- bogadóttir, er lengi bjuggu í Bakkagerði á Reyðarfirði. Þann 6. júní 1896 kvæntist Tómas ÞuríðiEiríksdóttur bónda íValla- nesi Þórðarsonar. Varð þeirn 7 barna auðið og eru 3 þeirra á lífi, öll búsett á Eskifirði, Óskar skipaafgreiðslumaður, Sigríður ráðskona og Elísabet gift. Þá hafa þau hjón alið upp tvær fósturdætur. Auk þessa á Tómas son, Kristján verzlunarmann á Eskifirði. Enda þótt Tómas nyti ekki skólagöngu er hann ágætlega sjálfmenntaður og hafir lagt á margt gjörva hönd um dagana. Hann hefir stundað síldarútgerð, verzlunarstörf, landbúnað og verið kjötmatsmaður á Eskifirði síðan kjötmat var tekið upp. Hann var í rúm 30 ár fastur starfsmaður hjá verzlun Thor E. Tulinius á Fáskrúðsfirði, Eski- Sjötugnr s firði og Akureyri og einatt nóta- bassi á síldveiðum. í hreppsnefnd Eskifjarðar- hrepps átti hann sæti í sam- fleytt 18 ár og var oddviti um skeið og lengi varaoddviti. Hann hefir jafnan verið áhugasamur um öll atvinnu- og framfaramál og sjálfur sístarfandi, enda kappsamur dugnaðarmaður og vel metinn borgari. X. f Hannes Gíslason í Armúla 1. ágúst síðastliðinn varð Hannes Gíslason bóndi á Ár- múla sjötugur. Hannes er fæddur aö Reykj- arfirði í Reykjarfjarðarhreppi þjóðhátíðarárið 1874 og er sjö- tugur lýðveldisárið 1944. Hannes er því óskabarnið, sem fæðist á degi árroðans í frelsis- sókn þjóðar sinnar, óg sjötugur er hann þegar hann og öll þjóð- in öðlast hið langþráöa frelsi og sjálfstæði, og lýðveldi er stofnað á íslandi. Foreldrar Hannesar voru Gísli Kristjánsson ættaður úr Önund- arfirði og Salóme Kristjánsdótt- ir dannebrogsmanns í Reykjar- firði. . Hannes ólst upp hjá foreldrum sínum fram til tvítugs, en inn- an fermingar var hann farinn að stunda sjó með föður sínum, og um tvítugt gerist hann for- maður á útveg Gunnars Hall- dórssonar alþingismanns í Skálavík. En skömmu síðar eign- ast hann skip sjálfur og er fyrir því alla tíð meðan hann stund- ar sjó, en það mun hafa verið í fullan aldarfjórðung, og lengst af í Bolungarvík. Hannes tók þanhig þátt í hinu þróttmikla athafnalífi sjómennskunnar á áraskipaöldinni, þegar sjósókn- in var rekin af mestu kappi og listfengi á áraskipum, frá Bol- ungarvík sem Jóhann Bárðar- son hefir svo prýðilega lýst, og skrásett í bók sinni Áraskip. Hannes var heppinn og ötull sjómaður, og aflasæll meðan hann stundaði sjóinn á áraskipi. En hann var einn með. þeim fyrstu.er eignaðist vélbát til sjó- sóknar, en þá fór fyrir honum sem mörgum öörum að' ham- ingjuhjólið virtist snúast honum örðugt, hvað aflasæld snerti. Þessum gömlu sægörpum fannst þeir rótslitnir, þegar höndin hætti að halda um árahlumm- inn, önnur og grófari veiðitæki, ábyrgðin minni, og óhugnanlegt vélaskrelt, allt þetta var þeim annarlegt, og óvissan hvort vél- ín dygði, olli óþekktum kvíða. Það fór og svo meö Hannes,. hann sneri baki við sjósókn. Eft- ir, að hafa .stundað sjó á vélbát nokkur ár hvarf hann frá því starfi. Og 1913 kaupir hann % hluta Ármúla og byrjar búskap þar á móti héraðslækni Sigvalda Kaldalóns, en 1921 kaupir hann einnig part Kaldalóns og er síð- an sjálfseignarbóndi á Ármúla. Eins og áður er sagt hóf Hannes búskap á Armúla 1913. Þrátt fyrir harðfengi og dugnað við sjósókn og oft mikinn afla, þá varð síðari þátturinn þannig erfiður, aö gull úf greip- um ægis fékk hann ekki á land til nýrra athafna. Með búskapnum varð hann því fertugur að aldri, og óvanur þeim störfum, efnalítill að hefja 1 öfluga sókn til efnalegs sjálf-! stæðis. En þetta tókst með ágæt- [ um. — Á þeim 31 ári, er hann hefir búiö á Ármúla, hefir hann stórum bætt og aukið túnið, sem nú gefur af sér 4—500 hesta. Endurbætt íbúðarhúsið, og breytt því svo það má teljast mjög gott og hagkvæmt. Byggt öll peningshús úr steinsteypu. Það er hús og hlöðu fyrir 200 fjár ásamt hesthúsi yfir 8 hesta. Fjós yfir 10 kýr ásamt hlöðu og votheysgryfjum og safnþróm. — Öll eru húsin vönduð og vel frá gengin. — Oftast mun nú á fóðr- um 270 fjár, og 10 kýr og 6—8 hestar. Hannes er kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, ættaðri úr DqI- um syðra, hinni mestu myndar- konu, sem stutt hefír mann sinn í hinu mikla athafnalífi og verið honum mjög samhent um allt er til framfara og hagsbóta horfði á heimilinu. Þau hjón hafa eignazt fjóra mannvænlega syni, Gísla, Sig- urð, Kristján og Ásgeir. Gísli og Ásgeir eru sjómenn, en hinir eru heima í föðurgarði ,og bera uppi eflingu og viðhald búsins með hinni mestu prýði, og öllum er þeim bræðrum kær sinn heima- arinn, enda er faliegt á Ármúla, staðarlegt mjög og svjpmikið umhverfið, og útsýnið vítt og breitt til hafsins, en Dranga- jökull að baki. Það sem einkennir bóndann sjötuga á Ármúla, er hinn mikli áhugi og stælti viljakraftur, sem elriíert fær bugað, enda fleytt honum yfir sollinn sæ og erfið lífskjör fyrstu búskapar- áranna að Ármúla. Það er gott hverju byggðar- lagi að eiga slíka athafnamenn sem Hannes á Ármúla. Hannes var sem aðrir ungling- ar á þeim tíma alinn upp við kröpp kjör og enga linkind, og mikils af honum krafist. Þeir unglingar, sem stóðust þá raun, urðu máttugir í lífsbaráttunni og kunnu sér lítið hóf um af- köstin, Hannes er einn þeirra. Hannes hefir lítið fengist við opinber störf. Sat þó í hrepps- nefnd Nauteyrarhrepps um nokkurt skeið. — Bókhneigður er Hannes og les mikið. Áhuga- samur um félagsmál og skil- ur styrk þeirra og menningu. Við vinir og grannar hans óskum honum langra lífdaga og hægrar elli. Jón H. Fjalldal. Hræsni (Framh. af 2. síðu.) koma í veg fyrir, að hann sé skattlagður eins og umbótamenn vilja. Þeir tala um nauðsyn á þingræðisstjórn, en koma í veg fyrir það, að á Alþingi verði sam- tök urn stjórn. Þeir tala um það, hve núverandi stjórnarásig- komulag sé hættulegt, en áttu sjálfir frumkvæði að því, að nú- verandi stjórn var mynduð, (sbr. yfirlýsingu Þjóðviljans um það 8. des. 1942). Þetta eru vinnubrögð þeirra, sem vilja að allt gangi á tré- fótum, unz baráttan getur öðl- azt „nýtt inntak,“ — þeirra, sem ráða í Sósialistaflokknum. Svo er flokksmaskínan látin reka áfram rolurnar, sem ekki eru ánægðir með þessa „umbóta- stefnu.“ Vinnubrögð Sósíalistanna hafa orðið til þess, að umbótamenn í landinu hafa glataö tækifæri, sem mun aldrei koma aftur. Kosningaloforð Sósíalistanna 1942 og vinnubrögð þeirra á Al- þingi, eiga eftir að verða dýr alþýðu þessa lands, en stríðs- gróðamennirnir geta hrósað happi, enda hafa forkólfar kommúnista fengið launin í bitlingastöðum, sem Sjálfstæðis- menn hafa kosið þá í. Það er orðið tímabært, að umbótamenn í landinu myndi traust samtök sín á miili gegn niðurrifsstarfi kommúnista og stríðsgróða- manna. Þeir verða að eyða á- greiningi um einstök mál, finna deilumálum sínum úrlausnir og sameinast um djarfhuga um- bótastefnu. Bókin, sem pér skulud lesa Samband ísl. satnvinnufélaffa. SAMVINNUMENN! Dragiö ekki aö brunatryggja innbú yöar. Biöjiö kaupfélag yðar aö annast vátryggingu. Tíðindí írá 7. ilokksþingi F ramsóknar manna ásamt greinargerð eftir Hermamt Jónassou formann Framsóknarflokksins og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhús- inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00. Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit. Op*i Rœstiduft er fyrir nokkru komiS á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir álla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjog drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. XotiS O P A L rœstiduft niður tunguna að sveltinu. Efst í brúninni yfir sveltinu var rák, sem við gengum eftir í grasi gróinn slakka. Þar urðum við að fara niður klettabelti, er okkur sýndist þó vera sæmilegt yfirferðar. Þar fyrir neðan var æði brött rák, og síðan kom ann- að belti, sem sýndist vera um 214—3 metrar á hæð. Virtist það vera standberg eða slúta fram yfir sig. Þar fyrir neðan var svo sjálft sveltið, — lítill grámosa- bás og lágur skúti upp við kletta- beltið. Beggja megin við sveltið voru klettaranar, annar alveg þverhníptur en við hinn endaði sveltið í tæpri rák. En fyrir neð- an var margra mannhæða hátt standberg og jökullón eða stöðu- vatn undir. Þar flutu nokkrir borgarísjakar, sem rákust hver á annan með braki og brestum, þegar einhver hreyfing komst á vatnið. Það varð að þegjandi samkomulagi að reyna að bj arga lombunum úr sveltinu. Okkur var þó öllum ljóst, hvern endi þetta mundi fá, ef einhver mis- tök yrðu. Engan streng höfðum við með okkur tjl að draga lömb- in upp á, og var þó venja reyndra gangnamanna að hafa snæri bundið um öxl, ef á skyldi þurfa a.ð halda. Máltækið segir: „Ekki er bagi að bandi n£ byrðarauki að staf.“ En við vorum ungir og óforsjálir og höfðum ekki til- einkað okkur fyrirhyggju hinna eldri í þessu efni. Við tókum það ráð, að leysa snærin úr broddum þeim, er við höfðum til að ganga á á jöklinum, og hnýttum þessa spotta saman og gengum eins vel frá hnútum og okkur var auðið. En bandið varð ekki nógu langt.þá hnýttum við í það ullar- treflum okkar. Það varð að duga. Síðan fórum við allir niður fyrir efra klettabeltið og gekk það greiðléga. — Nú fórum við að athuga neðra beltið. í því miðju reyndist vera mosató, er virtist mega fóta sig á. Lagði ég nú af stað niður í beltið á þann hátt, að ég fann mér eins góða hand- festu og hægt var á bergbrún- inni og lét mig síga niður á mosatóna. Þar náði ég fótfestu, en erfitt var að forðast, að berg- ið kastaði mér frá sér, er ég var að komast niður af tónni og of- an í sveltið. En líkaminn var grannur og sveigjanlegur í þá daga, svo að þetta tókst. Síðan kom Guðmundur á eftir á sama hátt, en Ólafur rétti okkur broddstengurnar. Nú var að handsama lömbin. Þau höfðu hlaupið inn í skhtann, og þótti okkur tiltækilegast að reyna að klófesta þau þar. Þó tókst okkur ekki aö ná nema öðru, hitt slapp framhjá okkur vestur í rákina. Bundum við lambið, sem við náðum, með vasaklút og lögðum það inn í skútann, fórum síðan á eftir hinu lambimi út í rákina, unz ég náði til þess með stönginni. Lagði ég hana á herðakamb þess og sneri henni síðan þannig, að ullin vafðist um broddinn. Dró ég lambið síðan til mín, því að veðrarnir vörnuðu þess, að stöngin losnaði úr ullinni. En ekkert mátti þó gefa eftir með snúninginn, því að þá var lamb- ið laust og hvínandi hengiflug- ið fyrir neðan. Studdi ég bakið við bergið og hélt mér með ann- arri hendi. Tók Guðmundur við lambinu og batt það, og lögð- um við það síðan einnig inn í skútann hjá hinu. Þessu næst hjálpuðum við Ólafur Guðmundi til þess að komast upp. Létu þeir síðan síga niður festina, sem við höfðum búið til, og á henni drógu þeir bæði lömbin upp. Nú var ég orðinn einn eftir í sveltinu. Vík ég mér inn í hellis- skútann og tek þar upp minja- gripi, sem ég mun síðar nefna, klifra síðan upp á mosasilluna og rétti Ólafi stöng mína, en Guðmundur gætti lambanna. Síðan seildist ég upp á bergbrún- ina og með guðs hjálp og Ólafs tókst mér að vega mig upp. Er mér í minni, hve fast Ólafur þreif i handlegginn á mér, er hann náði taki á mér, enda var hann maður harðsterkur. Síðan roguðumst við með lömbin upp á brúnina. Þar lögðumst við í grasivaxna laut og hvíldum okk- ur eftir alla áreynsluna og spenninginn. Og nú er sjálft ævintýrið á enda. En svo er hér dálítill eftir- máli, sem tæplega má tapast úr frásögninni. Við leystum í sundur festina, sem hafði dugað okkur vel, settum snærin í brodd ana og bundum þá á fætur okkar, tókum lömbin á bakið og lögðum af stað fram jökul, fram í Sandmérkii og fundum þar hestana &g riðum heim og vor- um glaðir yfir þessu afreki okk- ar. Nú er við hittum menn að máli, vorum við spurðir frétta úr tungunum, og sögðum við frá eins og allt gekk til.. En gömlu gangnamennirnir sögðu: „Að ykkur skuli nú detta það í hug, strákar, að vera að ljúga því, að þið hafið fariö í þetta svelti, sem enginn hefir getað farið í og er bókstaflega alveg ófært.“ Það var ekki gaman að verða fyrir þessari tortryggni, en við höfðum sönnunargögnin — minjagripina úr sveltinu: horn- in af sauðunum tveim, sem þarna höfðu dáið. Þá voru brennimerki að visu ekki algeng hér, en gömlu mennirnir þekktu hornin, og í hendur okkar gátu þau ekki hafa komizt, nema við hefðum farið niður í sveltið og í skutann, þar sem beinahrúgan var. En er við höfðum hrakið þessa mótbáru, byrjuðu ásakan- irnar. — Mér er minnisstæðast hvað vinur minn, Magnús Ó- feigsson á Rauðabergi^ sagði við mig, er við hittumst eftir þessa frægu ferð. Er hann hafði heils- að mér með mesta innileik eins og oft áður, hörfði hann fast á mig og sagði: „O-o-o-o skamm- astu þín. Hefði ég átt þig, þá hefði ég rassskellt þig, þ^gar þú komst úr sveltinu í tungunum.“ Ég hló. Ég vissi, að hann hafði mikið dálæti á mér, þótt hann segði nú þetta Síðan þetta gerðist eru nú liðin 45 ár, og í þetta svelti háfa einu sinni farið kindur síðan. Það voru tvær kindur vetur- gamlar. Það hefir verið um 1910. Ég var þá bóndi í Holtaseli. Þeg- ar um þessar kindur fréttist þar, var ég beðinn að koma á vett- vang. Viö fórum svo inn í tung- ur, ég og Guðjón Gíslason i Við- borði, bróðir Ólafs, er var með (Framh. á 4. síðu) Víiilr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Vinnfð ötullega fgrir Títnann. GÆPAN fylgir trúlofunarhringunum írá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendlð nákvæmt mál. Útbreiðið Timaint!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.