Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjutlaginn 15. ágúst 1944 78. blað Erlent yfirlit; Hlutskípti þeírra, sesi særast Styrjaldir krefjast þungra fórna — þyngri heldur en við íslendingar, sem um margar ald- ir höfum lifað í sátt og friði, getum í rauninni gert okkur fulla grein fyrir. Fátt er þó öllu átakanlegra heldur en sá miklr fjöldi manna, sem jafnan kem- ur heim helsærður, og limlestur á ótal vegu úr hverri styrjöld. Er það æviböl, sem þessu fólki er taúið, þyngra en tárum taki. Vitaskuld leggja styrjaldar- þjóðirnar hið mesta kapp á, að sjá særðu fólki, hermönnum og öðrum, fyrir sem taeztri læknis- hjálp og hjúkrun, en aðstaðan er oft erfið, og iðulega er lítið hægt að gera til-bjargar, hversu góð sem aðstaðan er. í meginatriðum er læknis- hjálp og hjúkrun særðra hagað á svipaöan hátt í þessu stríði og var í heimsstyrjöldinni fyrri, en þó hafa á þessu sviði átt sér stað miklar framfarir, og koma þar til greina nýjar læknisað- gerðir, ný lyf óg bætt flutninga- tæki, er gefa gilda ástæðu til þess að ætla, að hlutur hinna særðu, er læknishjálp hljóta í tæka tíð og yfirleitt er unnt að bjarga, sé mun taetri nú en fyrir þrjátíu árum. ' Um það tail tveir þriðjujhlutar þeirra, sem hljóta sár, er eigi eru banvæn, er I skýrslum skipað í þann flokk, sem kallast „litið. særðir". Hinn ágæti sáraumbún- aður, sem mönnum er veittur^ svo fljótt og svo nálægt víg- stöðvunum sem unnt er, ásamt nýjustu lyf jum, kemur í veg fyr- ir, að spilling hlaupi í sárin, og þegar þessir menn komast í sjúkrahús, þar sem þeir njóta hinna fullkomnustu lækninga- aðgerða, fá þeir venjulega fullan bata mjög fljótlega. Einn þriðji hluti þeirra, sem særast, hlýtur hættuleg sár. Mjög mikilvægt er, að þeir fái skjóta læknin'gu á taugaáfalli, og er blóðflutningur algengasta ráðið við því. Vita- skujd hefir blóðgjöfin valdið gerbreytingu í þvi efni að lækna þá* sem eru' mikið særðir. Á sér- hverri sáraumbúnaðar- og lækn- ingastöð á leiðinni frá vígstöðv- unum til hinna fullkomnustu sjúkrahúsa, er blóð eða blóðefni við höndina. Þeir, sem bjargað hefir verið með blóðgjöf í ná- munda við orrustuvöllinn, geta þess vegna fengið viðbótar- skammt" af blóði, eftir því, sem nauðsyn krefur. Skýrslurnar um heimflutning hinna særðu eru greinilegt vitni um þær geisi- legu framfarir, sem orðið hafa .síðan í fyrra stríði, á því sviði. Stórkostlegustu framfarirnar, hvað snertir hjúkrun særðra, eru þó fólgnar í vörnum gegn og lækningu á spillingu' skotsára. Varnir þær, sem fundnar hafa verið gegn krampa, hafa dregið til stórra mmia úr tíðni og strangleika þessa geigvænlega sjúkdóms. Líkast til er mest að þakka* „pencillíninu". Þetta merkilega efni ræður ekki nið- urlögum allra sýkla, en þó hefir hið mikilvæga gildi þess verið sannprófað — t. d. í Afríku og á ítalíu-vígstöðvunum. Og sú raun hefir sýnt, að það læknar mein, sem engin áður þekkt lyf unnu á. Nú eru birgðir af því handbærar -hvarvetna þar, sem gert er að sárum og aðrar,full- komnari læknisaðgerðir ¦ fara fram. Af þeim sökum getur orð- ið mjög fljótt um afturbata að ræða,, jafnvel á leiðinni frá vig- völlunum til hinna fullkomn- ustu sjúkrahúsa í Bretlandi. Því hefir verið haldið fram, að læknisfræðilegur undirbúningur innrásarinnar í Frakkland hafi tekið á þriðja ár. Það er þeg'ar komið í ljós, að sá þátturinn hef- ir ekki borið minni árangur en aðrir þættir undirbúningsins. Sendíherra Sovét- ríkjanna aihendír iorseta Islands embættísskjöl sín S. 1. föstudag tók forseti ís- lands á móti sendiherra Sovét- ríkjanna, herra Alexei Krasilni- koff.í hátíðasal forsetabústaðar- ins að Bessastöðum, og afhenti sendiherrann embættisskjöl sín stíluð til forseta hins íslenzka lýðveldis. Fórust sendiherra við þetta tækifæri orð á þessa leið: „Ég hefi þann heiður að færa yður skilríki þau, er stjórn Æðstaráðs Sovétríkj anna hefir gefið, en með þeim er ég skip- aður sérstakur sendimaður og ráðherra með stjórnarumboði hjá yður. Mér er ánægja að fullvissa yð- ur, herra forseti, um að stjórn mín og ég sjálfur finnum til mikillar ánægju vegna hins vin- samlega sambands, sem góðu heilli hefir á komizt milli ís- lands og Sovétlýðveldanna. Sovétstjórnin efast heldur eigi um, að þetta vinsamlega sam- band milli landa okkar beggja muni í framtíðinni þróast og leiða til hagkyæmrar samvinnu milli þjóða okkar. í eigin^nafni sem sendiherra Sovétríkjanna er mér ánægja að tjá yður, herz-a forseti, ósk mína til að auka og styrkj a eftir beztu getu hin pólitísku, efna- legu og menningarlegu bönd (Framh. a 4. síðu) Nýtt stórfyrirtæki Nú fyrir nokkru var stofnað hér í taænum hlutafélag, sem „Skipanaust" nefnist. Er stofn- fé þess 1 millj. króna. Markmið félags þessa er: 1. Koma upp dráttarbrautum fyrir skip, allt að 2000 smálestir og öðrum nauðsynlegum tækjum í sambandi við þær. Framkvæma upp og framsátur skipa og geymslu á þeim. Framkvæma botnhreinsun, ryðhreinsun, og málningu, hamppéttingu, reiða- og seglagerð á skipum og öðrum hlutum, sem í dráttarbrautina koma. 2. Framkvæma skoðun á skemmdum, gera kóstnaðar- áætlanir, sjá um útboð og hafa eftirlit með alls konar vinnu, sem framkvæmd er á skipum meðan þau eru í vörzlu félags- ins. 3. Verzla með alls konar efni- vöru til skipa og vélaviðgeröa og annað, er æskilegt kynni að þykja í þessu sambandi. 4. Koma upp björgunarskipi og öðrum nauðsynlegum tækj- um til björgunar á skipum og reka kafarastarfsemi. Stjórn félagsins skipa: Ársæll Jónasson, kafari, form., Magnús Guðmundsson, skipa- smiðameistari, Páll Einarsson vélfræðingur,Kristján Guðlaugs son hæstar.málafl.m. og Guð- finnur Þorbjörnsson forstjóri. Bækistöð hyggst félagið að hafa inn við Elliðaárvog, og á það nlí í samningum um það við forráðamenn Reykjavíkur- hafnar, sem á landið þar. Eins og sjá má af stefnuskrá þessa nýja félags, er það meira en lítið, sem það hyggst að fær- ast í fang. En ef vel tekst til um starfrækslu þeirra fyrir- tækja, er það ætlar að starf- rækja, mun verða að því mikill ávinningur fyrir * landsmenn. Meðal annars myndi þeir þá, njóta skipavinnu, sem annar's væri ekki kostur á að fram- kvæma, afgreiðslutími skipavið- gerða styttast til muna, eítirlit með skipum yrði auðveldara en nú og ýmsar nýjar framkvæmd- ir, sem við höfum ekki haft af að segja áður, eru þá tiltölulega auðveldar. Von á tuttngu nyjum land- búnaoarvélum til reynslu Víðtal við Jóhannes Bjarnason vélaverkfræðing Jóhannes Bjarnason vélaverkfræðingur er nýkominn hcim úr Ameríkuför, er hann fór að tilhlutun Vilhjálms Þór atvinnu- málaráðherra til þess að kynna sér, hvað fáænlegt væri vestra af vinnuvélum, sem hentugar væru við landbúnað hér, og festa kaup á slíkunr tækjum til reynslu, svo að hægt sé sem fyrst að fá úr því skorið, að hvaða. gagni þær koma og kaupa þær í stórum stíl, ef þær reynast haldkvæmar. Er hér um mjög mikils vert mál að ræða, er gefa verður fyllsta gaum. Hefir Tíminn haft tal af Jóhannesi og spurt hann tíðinda úr vesturförinni. — Ég lagði af stað frá Reykja- vík 24. júlí og kom til Washing- ton sömu nótt. Hélt ég strax til New York, því að ákveðið var að ég hefði aðalbækistöð mrna í skrifstofu - aðalræðismanns ís- lands þar. Setti ég mig þegar 1 samband við allar þær verk- smiðjur í Bandaríkjunum og Kanada, er framleiða landtaún- aðarvélar þær, sem til greina gátu komið. Eftir nokkrar bréfaskriftir komst ég að raun um, að enn var smíðað nokkuð af mörgum þeim vélum, sem ég hafði hug á. Sumar vélar höfðu þó ekki verið framleiddar síðan stríðið skall á og verið ð*fáanlegar lengi, og leit ver út um útvegun þeirra. Hins vegar vissi ég, að stórar verksmiðjur hlutu alltaf að geta skrapað saman eina eða tvær vélar af hverri gerð í vöru- geymsluhúsum sínum. Fór svo, að ég fékk allar þær vélar, sem ég vildi fá, eftir nokkurt þóf. Naut ég þar greiðvikni og hjálp- ar ýmissa málsmetandi manna,. er mikils voru ráðandi í þessu ljái. efni I Ræsaplógur, sem er áhald, er Vegpa þess, að bezt er fá allar dregið er af dráttarvél og ræsir þær vélar, sem hægt er, frá fram mýrar. sömu verksmiðju, sökum vara Jóhannes Bjarnason vélaverkfrœðingur. Mykjudreifari, sem er nokkurs konar vagn, sem dreifir mykj- unni eftir vild á tún og garða. Dráttarvél, útbúin með sláttu- vélargreiðslu og ljá.plóg og herfi. Vél til að bryna sláttuvéla- hluta og af fleiri ástæðum, ákvað ég.að kaupa allar vélarnar, sem hægt væri að fá, hjá Inter- national Harvester Co., sem er stórt og vel þekkt fyrirtæki. En Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefir einkaumboð á á íslandi á vélum frá þeirri verk- smiðju, svo að ég þurfti að fá leyfi þess að geta keypt þær þar, og veitti Sigurður Kristinsson forstjóri mér það fúslega. Margar vélar þeirra, sem ég festi kaup á, eru tilbúnar til af- greiðslú nú þegar, og er aðeins beðið eftir útflutningsleyfi, er fæst eftir 3—4 vikur. Aðrar verða ekki tilbúnar fyrr en síðar, í haust eða vetur, en ættu að komast til fslands fyrir vorið, svo að hægt verður að reyna þær næsta sumar. Vélar þær, sem væntanlegar eru, eru þessar: Heyhleðsluvél til að hlaða heyi á vagna, vel meðfærileg tveim 'íslenzkum hestum, vegur um 450 kg. Kálplöntunarvél til að planta út káli og öðrum plöntum. Vél til að setja niður spíraðar kartöflur. Vél þessi er að því leyti nýjung, að þetta er eigin- lega sérstök tegund kálplöntun- arvéla, sem ég sá að mundi vera mjög hentug til að flýta fyrir og létta setningu spíraðra kar- taflna. Vél til að setja niður óspírað- ar kartöflur. Vél til að sprauta kartöflur gegn sýki. Vél til að taka upp kartöflur, sem skilur þær eftir í röð í garðinum, ofan á moldina. Vél, sem notuð er í sambahdi við þá fyrrnefndu og tekur við kartö'flunum og skilar , þeim í poka. Vél til að greina og vigta kar- töflur. Hverfiplógur, sem settur er í (Framh. á 4. siðu) Mat á nýjum iiski Námskeið fyrír verk- stjóra og matsmenn í hraðfrystíhúsnm Síðan 7. júní hefir farið fram mat á nýjum fiski, er hr^iðfrysti- húsin hafa tekið til vinnslu. Reglugerð um þetta og opinbert eftirlit með vinnslu í húsunum hefir verið í gildi síðan.Hafa þeir Sveinn Árnason fiskimatsstjóri og Bergsteinn Bergsteinsson, yfirmatsmaður freðfisks, verið að skipuleggja þessi störf. Mats- menn hafa verið skipaðir við öll starfandi frystihús í landinu, eftir tillögum fiskimatsstjóra og fiskimatsmannsins, en þeir hafa á hendi eftirlit með matinu og stjórna því. Hafa þeir að undan- förnu verið í ferðalögum milli frystihúsanna og munu halda því áfram allan næsta mánuð. Siðan 1. júlí hefir einnig ver- ið komið mati á.og eftirliti með öllum nýjum fiski, sem hefir verið keyptur og fluttur út Is- varinn. Fiskimatsstjóri hefir einnig á hendi stjórn og eftir- lit með þessu mati, ásamt yfir- matsmönnum saltfisks, er ann- ast eftirlitið, hver í sínu um- dæmi. Eins og alkunnugt er, hef- ir mat á saltfiski verið lögboðið hér síðan 1910. Hefir það þótt gefa góða raun, og aðrar þjóðir tekið það upp eftir i^lenzkri fyrirmynd. En mat á nýjum fiski er ekki hægt að taka upp með sömu vinnuaðferð, og því verður að fara nokkuð irm á nýjar brautir. Of snemmt er að spá nokkru um, hvort þetta mat gef- ur eins góða raun og saltfisks- matið. (Framh. á 4. siðu) Gjaldeyrisráðstefnan í Bretton Woods Frásögn Svanbjörns Frímannssonar, formanns vídskiptaráðs íslenzka sendinefndin, er sat gjaldeyrisráðstefnuna í Bretton Woods í Banda-ríkjunum í umboði íslands, kom hingað til lands aðfaranótt fimmtudags síðastliðins. Voru í henni tftagnús Sig- urðsson bankastjóri, formaður, Svanbjörn Frímannsson formað- ur viðskiptaráðs og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. 'Tíminn hefir haft til af Svan- tairni Frímannssyni, og sagðist honum svo frá ráðstefnunni og málum þeim, sem fyrir henni lágu: — Ráðstefnan hófst 1. júlí og stóð í þrjár vikur. Áttu þar full- trúa 44 þjóðir í öllum heims- álfum. Hún var undirbúin og kvödd saman af stjórn Banda- ríkjanna, en Bretar og ýmsar aðrar hinna stærri þjóða tóku þátt í undirbúningsstörfum. AU- ar aðrar þjóðir, sem þátt tóku í ráðstefnunni, höfðu fengið með alllöngum fyrirvara útdrætti úr bráðabirgðatillögum, sem leggj- ast áttu fyrir hana. Ráðstefnan var sett af Morgenthau, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er var formaður Bandaríkjanefndarinnar og kos- inn forseti ráðstefnunnar. En aðal talsmaður Bandaríkja- stjórnar var Mr. White, aðstoð- armaður hans í fjármálaráðu- neytinu. Formaður brezku sendinefnd- arinnar var Keynes lávarður, einn þekktasti fjármálasérfræð- ingur Breta. Margt fleira víð- kunnra manna á sviðifjármála og viðskiptalífs sat ráðstefnuna. Aðallega voru það tvö verk- efni, sem fyrir ráðstefnunni lágu: stofnun alþjöðagjaldeyr- issjóðs og stofnun alþjóðabanka. Hlutverk gjaldeyrissjóðsins á að vera að y.eita lán til þeirra þjóða, sem á því kunna að þurfa að halda og þátt tóku í sjóð- stofnuninni, til þess að festa eða halda uppi stöðugu gengi gjald- eyris síns. Hlutverk bankaris er að veita lán þeim þjóðum, er þurfa á lánsfé að halda til viðreisnar og eflingar atvinnuvegum sínum, og þó sérstaklega þeim, sem harðast hafa orðið úti í stríð- inu. Svo er til ætlazt, að þessar stofnanir starfi saman að al- heimsgjaldeyrismálum og hafi hönd í bagga með þróun gjald- eyrismála I heiminum yfirleltt eftir stríðið. Voru samþykktir gerðar um báðar þessar stofn- anir, en ekki er til þess ætl- azt, að þær komi til fram- kvæmda fyrr en þær hafa verið staðfestar af hlutaðeigandi rík- isstjórnum, þar eð fulltrúar (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi RÓGUR ÍHALDSINS. Morgunblaðið og íhaldsliðið hélt uppi persónulegum árásum og brigslum á hendur Hermanni Jónassyni um mörg ár — þótt árangurinn yrði öfugur við til- ganginn. Árni frá Múla skýrði frá því í blaði sínu, að Sjálfstæðisflokk- urinn teldi beinar árásir óhent- ugar bardagaaðferðir. Þeim er hægt að mæta, á þeim er hægt að taka, þær er hægt að reka öfugar ofan í ósannindamennina Árni sagði, að íhaldið teldi slef- sögurnar miklu þægilegri bar- dagaaðferð. Stundum er þeim dreift mann frá manni, en stundum tæpa flokksblöðin á róginum * hvað eftir annað, og síðan fullkomna slefberarnir sögur og bera þær manna á með- al.. Árni þekkir sína, og hann sagði I blaði sínu, að hann teldi sér nauðsynlegra en allt annað að komast á snoðir um róginn, er settur væri í gang um sig, og hnekkja honum i blaðinu. SKATTAR HERMANNS Eitt af því, sem Mbl. hefir ánægju af að smjatta á-og glósa með, eru skattgreiðslur Her- manns Jónassonar. Einkum er það hinn lági eignarskattur Hermanns Jónassonar, sem þyk- ir hentugt rógsefni. Sleppum því' nú alveg, hve trú- legt það er, að menn svíkji eign- arskatt, ekki hærri en hann er. En hitt er aðalatriðið, að ef hér er ekki á ferðinni einstök fávísi, hlýtur að vera blásið að rógnum í þeirri trú, að fólk almennt átti sig ekki á ákvæðum skatta- laganna. Þar er lögboðið að telja fasteignir fram með fasteigna- mati. Ef skattþegn á margar fasteignir og skuldar sömu upp- hæð og eignirnar eru metnar á, að fasteignamati, á skattþegn- inn nákvæmlega ekki neitt, sam- kvæmt réttu skattaframtali. Þessi skattþegn getur verið, og er nú, sterkefnaður. í skatt- skránni eru af þessum ástæðum hundruð manna, og jafnvel þús., er borga mjög lágan eða engan eignarskatt, þótt þeir hafi talið rétt og samvizkusamlega fram og séu í rauninni ríkir menn. Einn slíkur maður seldi fast- eignir sínar síðastliðinn vetur, gaf síðan hundruð þúsunda og átti stóreignir eftir. Og það er ekkert leyndarmál, hvað sem efnum Hermanns Jónassonar annars líður, að eignir hans eru fasteignir, lágt metnar. GÓB RÁÐ. Þessar skýringar munu nægja flestum,- enda auðskiljanlegar, og menn hafa dæmin fyrir fram- an sig á mörgum stöðum. En setjum svo, að Morgunblaðinu nægi ekki þessi skýring, og hin- ar þrálátu áhyggjur þess út af eignum Hermanns Jónas- sonar haldi áfram að striða á það — væri þá ekki ráð að benda Sjálfstæðismeirihlutanum í nið- urjöfnunarnefnd Reykjavíkur eða fulltrúunum í yfirskatta- nefnd á þessar eignir. Það ætti þá einnig að voga að bera þetta á Hermann Jónasson berum orð- um, í stað þess aðheita dylgjum og glósum, og sjá, hvort hann þorir að láta málið fara fyrir dómstólana. Þetta væri gott ráð til þess að fá málið upplýst á óyggjandi hátt. En kannske hér sé aðeins á ferðinni ein af þessum íhalds- slefsögum, sem ekki er ætlazt til, að hægt sé að henda reiður á, — ein af þeirri tegund eftir- lætisvopna Sjálfstæðisflokksins, sem Árni frá Múla lýsti svo eft-- irminnilega. HERNAÐARAÐFERÐIR ÍHALDSINS. Menn leiða af sér grun með ýmsum aðferðum. Hvernig stendur á því, að inneignir er- lendis og margt fleira bendir (Framh. á 4. síðu) ¦ í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.