Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 4
312 TtMKVN, þriðjBdagmn 15. ágást 1944 78. blað ÚR BÆIVUM Sumardvöl mæðrastyrksnefndar. Mæðrastyrksnefnd býður konum, eins og undanfarin ár, til vikudvalar að Laugarvatni um mánaðamótin ágúst- september. — Konur, sem ekki hafa verið á vegum nefndarinnar áður, verða látnar ganga fyrir. Þær konur, sem vilja sinna þessu, snúi sér til skrifstofu mæðrastyrksnefndar, Þingholtsstr. 18, frá 14.—20. þessa Ulánaðar alla virka daga milll kl. 3—5 siðdgis. Orðrómur hefir að undanförnu gengið um það, að elds hefði orðið vart í Kötiu og var jafnvel svo frá skýrt í sumum blöð- um bæjarins. Ekki mun þó þetta á rökum reist. Gúmmískófatnaður hefir komið í sumar skóverz-lanir bæj- arins síðustu dagana. En allt heiir selzt upp svo að kalla samstundis og opnað var, enda lengi verið mikil þurrð á gúmmískófatnaði Var ösin gífurleg í skóbúðunum og varð að leita lög- regluaðstoðar. Alls munu hafa komið til landsins 10.000 pör karlmannaskó- hlífa, auk skóhlífa á börn og unglinga og nokkuð af gúmmístigvélum. Einna mest mun eftirspurnin hafa verið eftir gúmmískófatnaði á börn. Slys við vinnu. Það slys vildi til á föstudaginn, að maður nokkur meiddi sig mikið á hendi. Brotnuðu þrír fingur á annarri hönd hans, og var það mesta mildi, að ekki skyldi meira slys hljótast af, eftir því hvernig þetta bar að. Slysið vildi til með þeim hætti, að menn voru að taka full olíuföt ofan af bifreið inni við verksmiöju Fiskimjöls h.f. að Kletti. Fóru þeir þannig að, að þeir létu fötin renna á fleka niður af palli bifreiðar- innar og voru fleiri en eitt fat á flek- anum í einu. Maður sá, er meiðslin ,hlaut, hélt í lögg eins fatsins og lét það renna niður eftir flekanum, en þá rann annað fat, sem ofar var, niður flekann og klemmdist hönd manns- ins milli fatanna. Við það brotnuðu þrír fingur á hægri hönd mannsins, eins og fyrr segir. Maðurinn var flutt- ur á Landspítalann og var þar gert að meiðslum hans. Bráðdauði í kúm (Framh. af 2. síöu) f óðurblöndur: Síldar-mél, maís og rúgmél. Síldarmél að einum þriðja eða jafnvel til helminga. Fiskmél og beinamél er notað einnig, einnig fiskur, fiskhausar og hrogn. Af þessu þungmelta fóðri er svo þessum jórturdýrum gefin 2—3—4 kíló á dag, þar sem vanhöld hafa einkum átt sér stað, 5—6 kíló hafa ver'ið gefin á nokkrum heimilum og eins dæmi mun það ekki, að kúm hafi verið gefin 8 kílcTaf fóðurblöndu á dag. Við þessa miklu matar- gjöf trénast kýrnar upp á þurr- heyinu og öll eðlileg melting fer meira og minna út um þúfur. Ætti hver maöur að geta skilið það, að eitthvað hlýtur að trufl- ast og ganga úr skorðjim í melt- ingarkerfi jórturdýra, sem kýrn- ar eru, þegar trOðið er i þau daglega og mestan hlut£ ársins í kílóatali jafn eggjahvíturíku fóðri og síldarmélið og annan sjófang. En í síldarméli og öðru fiskiméli eru hvorki meira eða minna en rúmlega 50% eggja- hvítuefni (hráprotein). — Þessi hóflausa matargjöf kúnna getur ekki haft góðri lukku að stýra. Þvi er það ráðlegast að draga til muna úr slíkri matargjöf og þá einkum síldarmélsgjöfinni, ef menn vilja forðast stórfelld van- höld 1 kúastofni sínum í fram- tíðinni. Áður fyrr var doði mjög sjaldgæfur, flogadoði með öllu óþekktur hér á landi, og sama er að segja um þennan bráð- dauða. Og enn er það svo, að þar sem kýr eru fóðraðar á góðu heyi eingöngu, eða þvi sem næst, eru þessi sjúkdómsfyrirbrigði óþekkt sjaldgæf eða lítt þekkt nema af afspurn. Af því, sem hér að framan hefir verið sagt, tel ég vafalaust, að of megnri fóðrun sé starf- semistruflun vakakirtlanna að kenna og þar með vanhöld þau í kúastofni vorum, sehi hér er átt við. Reykjavík, 11. júlí 1944. Sigurður E. Hlíðar yfii-dýralæknir. Fylgízt med Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Von á tuttugu nýjum landbúnaðarvélum (Framh. af 1. síðu) samband við dráttarvél og tæt- ir yfirborðið. Er hentugur til að slétta smáþýft tún og móa. Stálvagn; það er fjórhjólaður vagn með stálgrind og hjólum, en léttur. Ráfmagnsgirðingastjóri. Á- hald til að stjórna rafstraúmi á rafmagnsgirðingum, sem gerir þær alveg hættulausar. Sáningarvél, notuð til að sá höfrum og grasi og sáldra áburði Mjög létt og ódýr og er sett í gaflinn á venjulegum vagni og er snúið með keðju, sem er drif- in frá hjólinu. Vél, sem herfar og sáir korni um leið. Vél til kornuppskeru og þresk- ingar. Vél til að snú og þurrka korn. Fóðurmylla. Lítil mylla til að mala hafra og annað kornmeti. Mjaltavélar af nýrri gerð, sem ég var beðinn að útvega handa nokkrum bændum. Fyrir öllum þessum vélum fékk ég aukaútflutningsleyfi, svo að þessi vélakaup skerða á engan hátt kaup á öðrum land- búnaðarvélum, sem okkur voru leyfð í Bandaríkjunum. En þau var ekki hægt að fá aukin frá því, sem nú er, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir mínar. Hins vegar mun möguleiki á, að fá til viðbótar eitthvað af vélum frá Kanada, þar sem framleiddar eru flestar þær tegundir véla, sem hér eru mest notaðar og jafn góðar og jafnvel sömu gerðir og hér þekkjast, því að International Harvester Co. rekur einnig verksmiðjur þar. Eins og marka má af frásögn Jóhannesar Bjarnasonar hefir för hans vestur um haf orðið hin bezta. Hann kemur heim með um tuttugu nýjar vélar, sem líklegt er að geti að meira eða minna leyti orðið íslenzk- um búnaði til gagns og hags- bóta, þegar reynsla er komin á um notkun þeirra. Er þó við mikla og óvenju- lega erfiðleika að stríða nú um útvegun véla, þegar starfsorku þjóðanna er nær einbeitt í hern- aðarþágu. Á hinn bóginn verður okkur íslendingum lífsnauðsyn að nota eftir stríðið miklu meira fljót- virkar vélar við búnaðarstörfin heldur en við höfum enn kom- .izt upp á lag með. Getur þá þetta undirbúningsstarf orðið notadrjúgt. Gjaldeyrísráðstefna (Framh. af 1. síðu) þeirra þjóða, sem þarna voru, höfðu ekki umboð til þess að skuldbinda þjóðir sínar til á- kveðinnar þátttöku. Búizt e£_við, að Bandaríkin, sem verða stærsti aðilinn að báðum þessum stofnunum, leggi samþykktirnir fyrir Bandaríkja- þing eftir forsetakosningarnar, og síðan muni aðrar þjóðir, er hlut eiga að máli, taka sínar ákvarðanir um það, hvort þær eru tillögum ráðstefnunnar fylgjandi. Ráðgert hefir verið, að tillag íslendinga til þessara stofnana verði ein miljón dollara til hvorrar fyrir sig. Af þessari upp- hæð er þó ekki ætlazt til, að innborgaður verði nema nokkur hluti, þegar þær taka til starfa. Ýms blöð í Bandaríkjunum, og þó sérstaklega í New York, tóku ráðstefnunni og afgreiðslu mála þar heldur þunglega. En afstaða þeirra virtist yfirleitt ekki hafa nein áhrif á framgang mála né niðurstöður. Störf ráð- stefnunnar gengu eins greiðlega og framast var hægt að búast við. Meðal fulltrúanna ríkti und- antekningarlaust fullur vilji á að leysa þau mál, sem þarna voru til athugunar, í bróðerni og með samvinnu allra þjóða. Sá skilningur vi/tist ríkjandi, að þau væru óumdeilanlega éin hin veigamestu þeirra alþjóða- mála, sem leysa þyrfti eftir styrjöldina, og ef vel tækist til um lausn þeirra, þá myndi auð- véldara en ella að greiða fram úr öðrum smærri vandamálum. Innan skamms mun sendi- nefndin senda íslenzku ríkis- stjórninni skýrslu um för sína og gang málanna á ráðstefn- unni. Kappreíðar í 0xar- fírðí Hestamannafélag Öxfirðinga efndi til kappreiða sunnudaginn 23. júlí s. 1. og fóru þær fram á sama stað og að undanförnu, nálægt Klifshaga. Bezti töðu- þurrkur var þennan dag, svo að þátttaka var mun minni en ann- ars hefði oröið. Alls voru reyndir 10 hestar á 300 m. sprettfæri og varð árangurinn betri en að undanförnu. Úrslit urðu þessi: 1. varð Þytur (skolbrúnn 7 vetra). Eigandi Kolbeinn Árna- son, bóndi Austara-Landi. Vann fyrstu verðlaun (23,2 sek) og flokksverðlaun (24,2 sek.). 2. Blesi (rauðblesóttur 12 vetra). Éigandi Jón Grímsson, bóndi, Klifshaga. Vann hann 2. verðlaun (23,8 sek.) og flokks- verðlaun (24,2 sek.). 3. íri (grár 9 vetra). Eigandi Kolbeinn Árnason, bóndi, Aust- ara-Landi. Vann 3. verðlaun(23,9 sek.). og auk þess flokksverðlaun (23,9 sek.). 4. Glófaxi (rauður 11 vetra). Eigandi Benjamín Sigvaldason, bóndi á Gilsbakka. Vann flokks- verðlaun (24,3 sek.). 5. Brúnn (9 vetra) frá Gilhaga, varð jafnfljótur að marki, en hljóp þó nokkurn krók, svo að líklegt er að þetta sé fljótasti hesturinn í sveitinni.' — Annars eru margir fleiri ágætir hlaupa- hestar í sveitinni. Sendíherra Sovét- ríkjanna . . (Framh. af 1. síðu) milli Sovétsamveldanna og ís- lands, til hagsbóta fyrir og í þágu þjóða landanna beggja. Leyfi ég mér að láta þá von í ljós, að þér, herra forseti, svo og stjórn íslenzka lýðveldisins, látið mér í té þá aðstoð, sem unnt er í starfi mínu.“ Þessari ræðu sendiherra svar- aði forseti á þessa leið: „Mér er það mikil ánægja að veita viðtöku frá yður skjölum þeim, er stjórn Æðstaráðs Sovétríkjanna hefir út gefið, þar sem þér eruð skipaður sérstakur sendimaður og ráðherra með stjórnarumboði hjá mér sem for- seta hins endurreista lýðveldis á íslandi. Ég skoða þetta nýjan vott um vinsemd Sovétríkjanna í garð íslands og er yður sammála um að á því leiki enginn vafi, að hin vinsamlegu samskipti milli beggja landa okkar muni í framtíðinni þróast og leiðá til hagkvæmrar samvinnu milli þjóðanna. Ég get fullvissað yður úm, að ég og ríkisstjórnin munum hér eftir sem hingað til veita yður alla aðstoð, sém unnt er til að þér megið leysa af hendi sendi- störf yðar, og það er einlæg ósk mín að stjórnmála-, fjármála- og menningarbönd milli íslands og Sovétríkjanna megi styrkj- ast til varanlegrar hagsældar og heilla fyrir bæði löndin. Ég ber yður beztu óskir um áframhaldandi sigra fyrir land yðar og þjóð og beztu heillaóskir til handa Æðstaráði Sovétríkj- anna og yður sjálfum.“ Utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór var viðstaddur þessa athöfn. Síðan, bauð forseti til hádeg- isverðar, og voru meðal gesta utanríkisráðherrahjónin, sendi- herrahjónin og sendiráðsritarar Sovétsendiráðsins. Mat á nýjum fiski (Framh. af 1. síðu) í sambandi við þessa nýskipun matsins var haldinn fundur og námskeið hér í Reykjavík í síð- astliðinni viku. Tilefni þessa fundar var upphaflega það, að nokkrir verkstjórar hraðfrysti- húsanna boðuðu til hans á síð- astliðinni vetrarvertíð og hugð- ust að bindast samtökum um betra samræmi um vöruvöndun og vinnslu í húsunum. En nú hefir mati og eftirliti verið skip- að eins og fyrr var sagt, og varð það þá samkomulag með fund- arboðendum og stjórnendum matsins, að fundurinn yrði um leið námskeið í þágu matsins. Á móti þessu mættu á fjórða tug verkstjóra og matsmanna hraðfrystihúsanna. Fræðsluer- indí fluttu þeir Bergsteinn Berg- steinsson, Sveinn Árnason, Sig- urður Pétursson gerlafræðingur og Björgvin Fredriksen vélfræð- ingur. TJARNARBÍÓ ~» SAGA TIL ISVESTA BÆJ AR. (Something to Shout About) Skemmtileg og íburðar- mikil söngva- og dans- mynd. JANET BLAIR DON AMECHE JACK OAKIE. Sýnd kl. 5, 7 og 9: JAMLA BÍÓ« Lokavlðureignln (The Round Up) RICHARD DIX PATRICIA MORISON PRESTON FORSTER. Sýnd kl. 7 og 9. Henry Aldrlch, ritstjóri. (Henry Aldrich, Editor) JIMMY LYDON RITA QUIGLEY. Sýnd kl. 3 og 5. Bönnuð yngri en 16 ára. ► nýja r:ó« FLÓTTAFÓLK Áhrifamikil mynd, gerð eftir hinni frægu bók Nevil Shute: The Pied Piper. Aðalhlutverk: MONTY WOOLLEY, ANNE RAXTER, RODDY MACDOWALL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bólusetnmgar- sprautur (20 kinda) Vönduð og hentug gerð með 2 nálum kr. 22,00 varagler .... — 3,00 auknál .. — 1,50 Sendum um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. PYRINATE . Nýtt amerískt meðal sem eyðir lúsum og nitum þeirra á 15 mín- útum, og er þó hættulaust, líka fyrir börn. 30 gramma glas . kr. 5.00 Fílabeinskambar . r— 4.50 Sendum um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. Tílkynníng ríkisstjórnínní Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái endurnýjuð, eins fljótt og hægt er eftir 1. september 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice- konsúlnum. Atvinnu- o</ samgönfiumálaráðtmetitið 11. átgúst 1944. FRANZ WERFEL r ___ Oður Bernadettu Óður Bernadettu er falleg saga. Hún býr yfir þeirri sterku og heillandi fegurð, sem sprottin er af sönnum skilningi á óendan- legum margbreytileika manns- sálarinnar og sameiningunni við hana. Hún myndi vera dásam- leg á öllum tímum. Á þessum tímum býr hún yfir töframætti. Enskur bókmenntafræðingur, sem skrifaði um bókina, er hún var nýkomin út, sagði meðal annars: „Franz Werfel hefir hér ekki aðeins skrifað óvenjulega bók, heldur, eftir því, sem ég bezt veit, bók, sem á sér ekkert fordæmi. Það má segja, að bók þessi sé hið undraverð- asta af undrunum í Lourdes.“ — Óður Bernadettu nær til hjarta hvers einasta manns. Bókaverzlun ísaioldarprentsmiðju Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) til þess, að margir tugir miljóna króna komi ekki fram við fram- töl? Hvernig stendur á því, að menn safna stórfé og setja í eitt og annað, þótt slík auðsöfn- un ætti að vera óframkvæman- leg við núgildandi skattalöggjöf? Allt útlit er til, að þegar eigna- jöfnun verður hér framkvæmd, þurfi að koma á skattadómstóli, sem rannsaki margt það, sem gerzt hefir í þessum málum á undanförnum árum. Verða þessi mál sjálfsagt tekin til meðferð- ar á næsta þingum. Þá mun margt kynlegt koma fram í dags- ljósið, en þangað til má. Morg- unblaðið gjarna reyna að leiða grun frá sínu fólki með því að dylgja um sekt annarra, með hálfyrðum, sem ekki er hægt að taka á. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Útbreiðið Tímaim! Gerist áskrifendur, séuð þið það ekkl ennþá. Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.