Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 1
Aukablað TÍMIrVIV, frriðjudaginn 15. ágHSt 1944 Aukablað Gudjón F. Teitsson: Ulrii í nágrannalöndum vorum standa fyrir dyrum miklar þjóð- félagslegar breytingar. Ekki til að gefa fjármagni fárra ein- staklinga meira vald en áður yf- ir almenningi, heldur til hins að jafna kjór manna og efla frelsi, jafnrétti og bræðralag, sam- kvæmt kjörorðum lýðræðissinn- aðra manna síðan á dögum stjórnbyltingarinnar miklu í Frakklandi seint á 18. öld. Fyrir þúsund árum voru ís- lendingar á undan nágranna- og frændþjóðum sínum um fé- lagslega skipan og menningu. En fyrir nálega 7 öldum síðan glat- aðist sjálfstæðið, og þjóðin komst um margra kynslóða skeið í hina hörmulegustu nið- urlægingu sakir kúgunar af völdum erlendrar stjórnar. Sjálfstæðið hefir verið endur- heimt smátt og smátt síðustu áratugina, og innan fárra daga eru vonir um, að hinn langþráði draumur rætist, þjóðin öðlist aftur fullt sjálfsforræði sinna mála og endurreisi hið þúsund ára gamla lýðveldi. Söguleg fortíð leggur íslend- ingum á herðar miklar skyldur á þessum merku tímamótum, og þessar skyldur eru í því fólgnar, fyrst og fremst, að koma hér á þjóðskipulagi í löggjöf og fram- kvæmd, sem standi jafnfætis eða framar því bezta, sem þekkist með öðrum þjóðum. Um þetta geta allir íslendingar verið sam- mála. En menn greinir á um leiðir að markinu. Sumir virðast líta svo á, að hér sé þegar svo^ góð skipan mála, að lítilla breyt- inga sé þörf. Nú skuli með íhaldssemi viðhaldið hinu ríkj- andi skiplagi. En meðan nokkrir menn hugsa á þessa lund hér á íslandi, er meðal annars að skapast almenningsálit um eft- irfaranda í voldugum nágranna- ríkjum: 1. Að stórfelld misskipting eigna eigi að hverfa. 2. Hráefnum og auðlindum jarðar eigi að skipta sem jafn- ast til hagsældar" öllum mönn- um. 3. Öll börn eigi að hafa jafn- an rétt til menntunar. 4. Atvinna skuli tryggð öllum, sem vilja vinna og geta unnið. 5. Sómasamlegt lífsuppeldi skuli tryggt hverjum þeim, sem innir af hendi hæfilegt starf. 6. Komið skuli á víðtækum persónutryggingum fyrir alla, og skulu þessar nefndar: " a. Ellilaun við starfslok. b. Atvinnuleysistrygging. c. Vanhæfisbætur. d. Ekknalaun. . e. Jarðarfararstyrkur. f: Giftingarstyrkur. g. Sængurkonueyrir og styrk- ur til kvenna eftir barns- ' burð. h. Víðtæk heilsugæzla. i. Ómagastyrkur. Samanburður. Hugsandi menn hljóta að bera nefnd dagskrármál annarra þjóða saman við ástandið hér, og verður það þá fyrst fyrir, að misskipting eigna á milli lands- mapna hefir aldrei verið slík sem nú. Þessi misskipting hefir auluzt og margfaldazt einmitt síðustu árin, styrjaldarárin. Ein- staklingar og- einstakar fjöl- skyldur hafa grætt miljónir og jafnvel tugi miljóna króna á þessum> árum, og er nefndur gróði í mjög mörgum tilfellum byggður á því, og því einu, að hlutaðeigendur fengu fyrir op- inbera fjármálastjórn að fara með sparifé þjóðarinnar, það er afrakstur af langri iðju og vara- sjóð mikils hluta allra vinnandi manna í landinu. Heilbrigt hefði verið að láta sparifjáreigendurna' verða að einhverju leyti aðnjótandi hins mikla arðs, sem því reyndist samfara að nota fé þeirra. En sú varð framkvæmdin hér, að á sama tíma, sem spariféð marg- faldaðist í höndum notenda, voru vextir til hinna raunveru- legu eigenda fjárins lækkaðir niður í 2—3 af hundraði. Rang- látast er þó, að það hefir verið látið viðgangast, og sumpart beinlínis verið að því stuðlað af hálfú opinberra stjórnarvalda, að umrætt stofnfé (sparifé), sem til var fyrir stríð, yrði, meðfram vegna arðgæfis síns, margfalt verðminna en það áður var gagnvart raunverulegum verð- mætum. Til að skýra ofangreint nokkru nánar, vil ég taka eftirfarandi dæmi: 500 menn höfðu fyrir stríð með 15 ára starfi safnað 10 þús. kr. hver og ætlað til byggingar lítillar ibúðar, sem þá kostaði í kringum 20 þús. kr. Nefnt sparifé, samtals 5 milj. kr., stóð inni í banka, en bank- inn hafði aftur lánað það 5 mönnum til einkaatvinnurekst- urs. Lá féð bundið i tækjum, fasteignum og rekstri þessara aðila. Nú stendur dæmið þannig, að umrætt sparifé, hvers af hinum 500, er með vöxtum og vaxtavöxtum orðið kringum kr. 11.600,00, ef það hefir ekki ver- ið hreyft síðan í árslok 1941, en byggingarkostnaður hefir sex- faldazt frá því fyrir stríð, og nægir því nefnd fjáreign tæp- lega til að greiða 1/10 (einn tí- unda hluta) af kostnaði við byggingu íbúða, eins og nefnd- ir höfðu hugsað sér að reisa. Áð- ur var stofnfjáreignin (10 þús. kr.) næg til að greiða helming byggingarkostnaðarins, nú næg- ir hún aðeins til að greiða 1/12. En hvernig er þá farið fjárhag 5-menninganna, sem höfðu um- rætt sparifé að láni? Honum er þannig farið, að þeir hafft, að meðaltali ekki minna en sex- faldað lánsféð á stríðsárunum, og hafa þannig fengið sem eigin fé 25 milj. kr., út á það að hafa nefndar 5 milj. kr. að láni. Enda þótt ofanritað dæmi sé ekki miðað við ákveðna aðila, hygg ég, að það sé fullkomlega heimfæranlegt upp á íslenzkt fjármálaástand. Ég hefi tekið dæmi af mönnum, sem með langri iðju hafa safnað fé til að eignast sjálfir þak yfir höfuðið. en engu síður má nefna sparifé þeirra, sem á sama hátt hafa safnað því, til að mæta elli, slys- um, vanheilsu eða sem varasjóði til menntunar barna sinna o. s. frv. Sjálfbjargarviðleitni sú, sem liggur til grundvallar ofanrit- uðum sparnaði, er lífsnauðsyn- leg hverju þjóðfélagi, sem vel á að farnast, og það er ein af höfuðsyndum í opinberri fjár- málastjórn, að hnekkja eða eyðileggja nefnda sparnaðar- og sjálfsbjargarviðleitni. Þegar hið opinbera tekur að sér og er trúað fyrir sparaðri iðju, þá ber því skylda til að varðveita verð- gildi hennar, svo framarlega sem þjóðarbúskapurinn leyfir það. Og hér á íslandi hefir þjóð- arbúskapurinn á stríðsárunum sannarlega leyft það, að hið sparaða verðgildi fyrri iðju væri varðveitt og ávaxtað. enda hefir þvl verið haldið fram, að peningagengið yrði að byggj- ast á gengi fasteigna og atvinnu- tækja landsmanna með tilliti til gengis framleiðslunnar til lands og sjávar. Og vitanlega er það alveg rétt, að þetta á að tryggja gengi peninganna á hverjum tíma. En hér hafa átt sér stað stórkostlegar vanefndir af hálfu þeirra, er þjóðarbúinu hafa stjórnað, og skal aftur vikið að hliðstæðu dæmi og áður. Maður afhendir opinberri peningastofnun fyrir stríð and- virði hálfrar lítillar íbúðar, en peningastofnunin framselur aftur þetta verðmæti til annars aðila, sem notar það til bygging- ar. Ef fjáreigandinn hefði verið raunverulegur hluthafi í bygg- ingu lánþega, hefði hann hald- ið áfram að eiga hjá notanda fjárins andvirði hálfrar íbúðar enda þótt gengi peninganna hefði breytzt. En fyrir milli- göngu hinnar opinberu peninga- stofnunar verður fjáreigandinn aðeins óbeinn hluthafi í bygg- ingu notanda fjárins og afleið- ingin verður sú, að hann á nú aðeins 1/6 af andvirði þess verðmætis, sem áður var miðað við, 5/6 eru orðnir eign lántakanda, • án sérstaks tilverknaðar af hans hálfu. Tökum annað dæmi. Maður hafði fyrir stríð lagt til hliðar verðmæti sparaðrar iðju í 20 ár, til þess að geta keypt sér til svarandi iðju annarra manna til umönnunar sér, ef : með þyrfti, í 20 elliár. Fé þessa manns stóð inni í banka, en bankinn hafði aftur ráðstafað því, eins og yfirleitt öllu sparifé, í fast- eignir, tæki eða vörubirgðir. Hjá notendum þessa fjár hefir það á stríðsárunum borið mikinn arð, og verðmætið, sem féð stóð í, hefir í sjálfu sér margfaldazt í verði til jafns við það, sem pen- ingaverðið hefir rýrnað á móti raunverulegum verðmætum. En viðhorf þess, er upphaflega skapaði þetta verðmæti, er nú það, að hann getur ekki keypt sér tilsvarandi iðju af öðrum mönnum, eins og hann sjálfur sparaði og fól hinu opinbera til vafðveizlu. Af 20 ára starfi hef- ir raunverulega verið eyðilagt fyrir nefndum manni 15 ára starf, að því leyti sem hann þarf að nota verðgildi hins spar- aða til þess að kaupa sér fæði, en allt að 17 ára starf hefir verið eyðilagt fyrir honum, að því leyti sem hann þarf verð- mætið til þess að kaupa sér fyr- ir húsnæði í nýju húsi. Peningarnir og veðin. Siðferðisleg krafa. Mér er það ljóst, að umræddir sparifjáreigendur eiga ekki lög- mæta (juridiska) kröfu á not- endur fjárins, á sama hátt. eins og þeir hefðu verið formlegir hluthafar í þeim rekstri, þar sem féð var eða er notað, en þeir eiga fullkomlega siðferðislega kröfu á notendur fjárins. Má minna á það í þessu sambandi, að gangi aðalatvinnuvegir landsmanna illa.þá er hluthafaaðstaða spari- fjáreigandans ósjaldan viður- kennd með því að lækka gengi hins ísl. gjaldmiðils gagnvart er- lendum gjaldmiðli, og er mönn- um enn í fersku minni slík gengisbreyting, sem gerð var hinn 4. apríl 1939. Einu sinni var svo til ætlazt, að allir seðlar væru gulltryggð- ir, en fyrir* löngu er horfið frá þessu vegna ónógs gullforða, Fæstir þeir, sem órétt hafa þolað samkvæmt framanrituðu, munu gera sér fulla grein fyrir því, sem gerzt hefir. Þeir munu álíta rás viðburðanna óviðráð- anlega og jafnvel eðlilega. Gam- all maður og gömul kona, sem tapað hafa 4/5 af óeyddu 20 ára starfi yfir í vasa annarra manna, sakast ekki um orðinn hlut, af því að þau álíta, að um forlög sé að ræða, að þau álíta, að það sé eðlilegt, að störf á liðna tíman- um séu svona lítils virði í nú- tíðinni. Hinn dularfulli pening- ur, sem sleginn var til þess að hjálpa fólki í lífsbaráttunni, en ekki til að blekkja það og svíkja, hefir villt umræddu fólki sýn. En á það skal bent, að það voru ekki peningar, sem þetta fólk skapaði með hinu óeydda starfi sínu umxXfjölda ára. Aðeins myntsláttu-mennirnir, og þeir munu engir vera til á íslandi, sköpuðu peninga með starfi sínu. Að því er sparifjáreigend- urna snertir, þá fengu aðrir fyrir milligöngu hins opinbera að- stöðu til að nota þau varanleg verðmæti, sem þeir sköpuðu. Þessi verðmæti lágu bundin í ræktun, í byggingum, í skipum, í verksmiðjum og öðrum tækj- um og mannvirkjum í landinu. St^rfandi fólk í öllum stéttum til sjávar 'og sveita átti sinn þátt í að skapa þessi verðmæti. í upphafi hafði hið opinbera, fyrir hönd sparifjáreigenda, fullt veð í hinum raunverulegu verðmætum, sem féð lá bundið í, og þannig gerði hið opinbera sig líklegt til að skila aftur hinu raunverulega verðmæti, þegar þess yrði óskað. En nú hafa veð- böndin verið leyst, og hið opin- bera heldur ekki lengur veð- unum, en býður upp á að skila hinum raunverulegu eigendum fjórða eða sjötta hluta af verð- gildi veðanna. Þetta er það, sem gerzt hefir. Ummæli . íj ármálamanns. Ég hefi nýlega heyrt valda- mikinn fjármálamann halda því fram með allmiklum myndug- leik á fjölmennum fundi, að ómögulegt væri að forða þeim, er sparifé áttu fyrir stríð, frá miklu fjárhagslegu tjóni, vegna þess hvatJ sparifé þeirra hefði verið mikið. En þetta eru al- gerð falsrök, hliðstæð því, ef fullyrt væri, að síður væri hægt að láta 10 hestburði af heyi úr fullri hlöðu en hálfri. Peningarnir eru ekkert annað en ávísun á þau raunverulegu verðmæti, sem þjóðin á, en þau hafa stórlega aukizt á sama tíma, sem verðgildi peninganna hefir rýrnað hin síðustu ár. Sézt þetta bezt á því, að þjóðin á nú' innistandandi hjá erlend- um bönkum hátt á 5. hundr. milj.' kr., í stað skulda einna, upp á nokkra tugi milj. kr., fyrir stríð. Og^þrátt fyrir þessa fjár- söfnun erlendis hafa raunveru- leg verðmæti einnig aukizt mjög verulega í landinu sjálfu, því að nýbyggingar húsa, fiskiskipa úr tré og ýmsar stórframkvæmdir, svo sem hitaveita Reykjavíkur, virkjun Laxár og Skeiðfoss, ^tækkun Sogsvirkjunarinnar o. fl., sem greitt hefir verið að fullu út á við, nemur mun meira en því, að verðmæti, sem eldri eignir og tæki hafa fyrnzt á styrjaldartímanum. Enda hefir mörgum af hinum eldri eignum verið mjög vel viðhaldið á nefndum tíma. Sami fjármálamaður og vitn- að er til hér að framan hélt því fram, að eina leiðin til þess að leiðrétta nokkuð það misrétti, sem sparifjáreigendur hafa orð- ið fyrir, væri sú, að vinna að almennri niðurfærslu kaup- gjalds og verðlags í landinu. En ókostir nefndrar aðferðar eru þessir: v 1. Á þennan hátt verður spari- fjáreign, sem myndazt hefir á skömmum tíma undanförnum, fyrir litla vinnu og með ýmis- konar æfintýralegu móti, jafn rétthá gagnvart baktrygging- unni, þióðareignunum, eins og sparifé þess, sem hefir safnað "bví með mikilli vinnu á heilli starfsæfi. Og þar sem peninga- veltan á stríðsárunum hefir auk- izt stórum meir en nemur raun- verulegri aukningu þjóðarauðs- ins, er ekki hægt að endurreisa hið rétta verðgildi gamalla sparifjárinnistæðna á þennan hátt. 2. f öðru lagi þarf allt af nokk- ur hluti sparifjáreigenda. að nota fé sitt árlega, og hefir hér verið gerð ljós grein fyrir mis- rétti því, sem það fólk verður fyrir, er nú á ófriðarárunum og meðan svipað ástand ríkir, þarf að grípa til gamals sparifjár sér til lífsframfæris. ¦ 3. í þriðja lagi er algerlega ó- víst, hversu langan tíma það tekur, eða hvort það tekst yfir- leitt nokkurn tíma, með líkri framvindu og við blasir, að koma verðlagi í samt lag, eða iafnvel í nánd við það, sem var fyrir stríð. Þar koma til greina atriði, sem vér íslendingar eig- um^erfitt með að ráða við, svo sem verðlagsbreytingar í helztu viðskiptalöndum vorum o. fl. Eg skal ekki ræða nánar um þann siðferðislega grundvöll, sem hin fyrrnefndi strlðsgróði hvíllr á, en aðeins segja það, að sé hann réttlætanlegur, þá byggist það á því einu, að íslendingar séu svo fáir og fá- tækir eftir margra alda kúgun, að þeim veiti ekki af þessari hlutarbót. Síðar nefnd tegund stríðs- gróða, sú sem byggist eingöngu á millifærslu eigna á milli lands- manna sjálfra, mun samt vera fullt eins áberandi og hin. Og flestir, sem hlotið hafa þennan gróða, eru jafn ánægðir með tilveruna og hinir. Ef þessir menn væru aðspurðir, hvort þeir teldu heiðarlegt að' draga sér t. d. 4/5 af varasjóðum nokkurra gamalmenna, ekkna og munað- arleysingja og gerast ríkir af, mundu þeir yfirleitt bregðast stórreiðir við og segja, að slíkt fé vildu þeir aldrei hafa. En svona er nú samt hinn gómsæti stríðsgróði, sem menn tala um, að töluverðu leyti til kominn. Hér hefir átt sér stað hin stór- kostlegasta fjárhagsbylting fyr- ir- vanstjórn þjóðfélagsins. En samkvæmt skilningi sumra manna er þetta góð og heilbrigð bylting. Bylting í rétta átt, að gera hina ríku ríkari og fátæku fátækari. Svona bylting er ekki athugaverð. Hún er til að leggja heilbrigðan grundvöll undir at- vinnulífið í landinu!! Tveimskonar stríðsgróði. Stríðsgróði sá, sem safnazt hefir hjá einstaklingum og fé- lögum í landinu, er tvennskon- ar. Annars vegar er gróði, sem einkum hefir til orðið vegna við- skipta við aðrar þjóðir. Hins vegar er sá gróði, sem mynd- azt hefir aðeins fyrir færslu á gömlum eignum á milli lands- manna sjálfra. Auglýsing Land sbankans. í beinu framhaldi af þessu birtir svo Landsbankinn, hin leiðandi stofnun í fjármálum þjóðarinnar, heilsíðu auglýsing- ar i næstum hverju timariti og ritlingi með fyrirsögninni: „Græddur er geymdur eyrir", og áframhaldandi: „Tryggið framtíð yðar og þjóð- félagsins með því að spara sem mest af tekjum yðar og ávaxta spariféð í tryggum vaxtabréfum. Þeim fjölgar stöðugt, sem not- færa sér þau hlunnindi, sem fólgin eru í því að ávaxta fé í 1. flokks vaxtabréfum. Ba,nkavaxtabréf Landsbank- ans hafa nú í meira ei} 40 ár ver- ið viðurkennd ein bezta og tryggasta eign, sem völ er á. Bankavaxtabréf Landsbank- ans eru tilvalin til tækifæris- gjafa handa börnum óg ungu fólki, vegna þess að þau veita gjafarmóttakandanum aukna öryggistilfinningu og glæða skilning hans á gildi peninga. • Bankavaxtabréf Landsbank- ans- eru fyrtrliggjandi í stærð- um allt niður í 100 kr. Auk bankavaxtabréfa eru oft- ast fáanleg önnur trygg vaxta- bréf, útgefin af opinberum að- ilum". Ég vil nú spyrja: Er hægt að sýna öllu meira blygðunarleysi og storka almenningi á öllu frekari hátt en gert er í auglýs- ingu þessari? Og ætlar þjóðin að þola svona framkomu og svona stjórn peningamálanna í fram- tíðinni? Ásakanir. Sumum mönnum hættir við að túlka það svo, að verkafólk við sjávarsíðuna beri alla ábyrgð á þeirri röskun verðlags og þar með peningaverðgildis, sem átt hefir sér stað í landinu. Öðrum hættir við að skella sökinni að verulegu leyti á sveitabændur. Upp úr þessu koma svo þær kenningar, að hefðu nefndir að- ilar ekki kraf izt hækkaðs kaups, beint og óbeint, þá væri allt hér í bezta lagi og jafnvægi. En þetta eru kenningar, sem að sumu leyti eru algerlega rang- ar og að öðru leyti mjög 'at- hugaverðar. Það er t. d. kunnugt, að vísi- talan var komin upp í 183 stig á árinu 1942, áður en nokkrar almennar grunnkaupshækkanir áttu sér stað. Og þessi aukning dýrtíðarinnar stafaði að veru- legu leyti af verðhækkun er- lendra vara. En þá er komið að þeim þátta- skiptum í dýrtíðarmálunum hér á landi, sem mestar deilur hafa risið um. Þessi þáttaskipti eru fólgin í grunnkaupshækkunum og-fylgjandi verðhækkun inn- lendra framleiðslvara, sem átti sér stað haustið 1942. Menn hafa kastað þungum steinum að verkalýðnum í landi fyrir að 'hefja umræddan leik og knýja fram grunnkaups- hækkanirnar, en mér finnst verkamenn eiga mikla afsökun í þessu efni, eins og _ég mun leitazt við að sýna nánar fram á. Félagslegt öryg"gi og skuldágreiðslur. Þær umræður, sem fram fara í nágrannalöndum vorum um aukið félagslegt öryggi til handa alþýðu manna eftir styrjöldina, hafa vitanlega ekki farið alger- lega'fram hjá alþýðu manna á íslandi. Hún á líka sína drauma um bætt kjör, bætt skipulag og aukið öryggi. En ég hygg, að fólki hér hafi þótt seinka alvar- legum aðgerðum af þálfu stjórn- ar þjóðarbúsins í þ"á átt að búa almennt í haginn fyrir framtíð- ina. Vil ég nefna hér nokkur dæ'mi, sem ég hygg, að sýni, að þessi óánægja íslenzkrar alþýðu var ekki og er ekki með öllu á- stæðulaus. Vinnandi alþýða manna í landinu hefir réttilega fundið, að hin mikla eignaaukning þjóðarbúsins á styrjaldartím- anum, sem að er vikið hér að framan, er í raun og veru sam- eign ^llrar þjóðarinnar, en ekki séreign tiltölulega fárra manna, sem ákveðið geta eftir geðþótta og duttlungum, hvernig með skuli farið. Alr^enningur í land- inu hefir því fljótlega, eftir að efnahagur þjóðarbúsins fór sýnilega að batna til muna, bú- izt við að brydda færi á ráðstöf- unum af hálfu stjórnar þjóðar- búsins, sem tvímælalaust horfðu til almenningsheilla pg til þess að tryggja almennt öryggi eftir styrjöldina. Búizt var við þvi, að sú gullvæga meginregla allra sæmilegra búenda, að greiða upp gamlar skuldir og safna í sjóði á veltiárum, yrði einnig upp tekin hjá líinu opinbera. En þessi von hefir brugðizt að mestu. Erlendar skuldir ríkisins námu enn við árslok 1943 nær 30 milj. kr., innlend föst lán 14 milj. kr. og innlendar lausa- skuldir kringum 6 milj. kr. Sam- tals námu því þessar skuldir við árslok 1943 nálægt 50 milj. kr., og er það lítil lækkun frá því fyrir stríð. Tollar og verzlunar- álagning. Mestum hluta ríkisteknanna hefir löngum verið aflað hér á landi með neyzlusköttum, aðal- lega tollum af erlendum, inn- fluttum vörum. Tollalöggjöfin er mjög ágeng, jafnvel við hina fátækustu menn og sparsöm- ustu, og er það skoðun mín og margra annarra, að hvergi muni, þekkjast annars staðar í sið- menrifhgarlandi sambærilegir neyzluskattar. Vil ég nefna eftirfarandi dæmi um verðtoll á ýmsum vörum, sem yfirleitt verða að teljast almennar nauðsynjavörur: Verðtollur Vörutegund ^ % Skófatnaður, venjulegur, úr leðri 40 Skóáburður ................... 30 Skóreimar .................... 50 Sokkar, ull.................... 30 Sokkar, bómull................ 25 Nærföt og milliskyrtur, ull..... 40 Nærföt og milliskyrtur, bómull . 25 Axlabönd..................... 50 Tilbúin jakkaföt .............. 50 Fataefni, öll venjuleg.......... 30 Tólur ......................... 40 Hálsbindi ..................... 60—70 Vasaklútar .................... 50 Halsklútar ................. 50 Höfuðföt karla og kvenna ___ 50^—70 Hárgreiður.................... 35 Sjálfblekungar ................ 30 Úr............................ 50 Gleraugu..................... 30—50 Handklæði .................... 50 Rúmábreiður ................ 50 Borðdúkar..............._..... . 50 Borðbúnaður, svo sem diskar og bollapör úr leir, skeiðar, borð- hnífar og gafflar úr ódýrum málmum ðg margskonar "slík almennt nauðsynleg búsáhöld 30 Hreinlætistæki í hús, svo sem baðker, vaskar, salerni, vatns- kranar o. fl................. 30 Verzlunarálagning kemur of- an á t'ollana, og er því^ljóst, hvern þátt þeir eiga í dýrtíð- inni. Skal hér til nánari skýr- ingar birtur venjulegur verð- reikningur yfir 1 handklæði og sýnt, hvað innkaupsverðið og hver liður, sem á það leggst, er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.