Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 2
I Aukablað TÍMINIV, l>riðjudaginn 15. águst 1944 Aukablað mikill hundraðshluti af útsölu- verðinu: %af útsölu- verði: lnnkaupsverð í U. S 2.23 32.65 Innkaupsumboðslaun ... 0.11 1.61 Flutningsgjald 0.44 6.45 Vátrygging y... 0.14 2.50 Þungatollur 0.05 0.73 Verðtollur 1.34 19.62 Gjald fyrir innfl.leyfi ... 0.02 0,29 Bankakostnaður (2%%) . 0.06 0.88 Uppskipun og hafnargjald 0.02 0.29 Álagning fyrir: a. símakostnaði, 1% af cif. verði 0.03 0.44 b. vöxtum, 1% af yfirf. upphæð .. 0.02 0.29 c. akstri í hús heildsala 0.02 0.29 Heildsöluálagning 12% .. 0.54 7.91 Smásöluálagning 36% ... 1.81 26.50 Útsöluv. á stk. í smásölu kr. 6.83 100 % Dregin saman í fjóra liði er verðmyndunin þessi samkvæmt ofangreindum verðreikningi: % 1. Verzlunarálagning 37.04 2. Innkaupsverð erlendis 32.65 3. Tollar og opinberar álögur 21.52 4. Flutningsgjald, vátrygg- ing og uppskipun 8.79 Samtals % 100 Hér kemur það í ljós, að inn- kaupsverð á einu handklæði er- lendis er tæplega 1/3 (einn þriðji) af útsöluverðinu hér, og tollar og álögur hins opinbera, ásamt verzlunarálagningu af þeim, er um það bil eins stór liður í útsöluverðinu eins og innkaupsverðið sjálft. En af ein- stökum liðum, sem mynda út- söluverðið, er verzlunarálagn- ingin þó stærsti liðurinn. Fyrir stríð var talið, að hinar þungu byrðar af ríkisskuldun- um gerðu það að verkum, meðal annars, að ríkið yrði að inn- heimta hina geysihá-u tolla, sem nú hefir lauslega verið að vikið. Ef ríkisskuldirnar hefðu verið greiddar upp, þá hefði jafnhliða skapazt nokkur ástæða til að leiðrétta hina ranglátu tollalög- gjöf, en eins og áður greinir hefir lítið verið greitt af ríkis- skuldunum, og litlar leiðrétting- ar hafa verið gerðar á tollalög- gjöfinni. Mitavcltan. Fyrir stríð var búið að ákveða að byggja hitaveitu Reykjavík- ur, og höfðu þá þegar verið fest kaup á öllu nauðsynlegu erlendu efni til þessa mannvirkis, sem áætlað var, að kostaði 7—8 milj. kr. uop komið. Nú fór það svo, að aðeins nokkur hluti þess erlends efnis. sem búið var að festa kauo á til hitaveitunnar, komst heim til Íslands áður en samgöngur tenntust við Danmörku, en það- an átti mest af hinu erlenda efni að koma. í staðinn var svo keypt efni frá Ameríku með mjög háu verðlagi, og hitaveitan byggð við svo óhagstæð skilyrði á styrjald- artímanum, að líklegt er talið að hún kosti fullgerð nokkuð yfir 30 milj. kr. Reynsla er ekk' fengin um rekstur hitaveitunn- ar, en fyrir ekki löngu síðan voru þær unnlýsingar gefnar, að með því að miða verð heita vatns- ins við 180 kr. kolaverð nr. tonn, væri gert ráð fyrir, að fyrirtæk- -ið skilaði 2i/2 milj. kr. reksturs- afgangi á ári, til afborgunar á stofnkostnaðinum. Reynist nefndar upplýsingar réttar, virðist það muni taka 10 ár með núverandi verðlagi að afborga hitaveituna niður í það verð, sem í upphafi var áætlað, að hún myndi kosta. En það er allt annað en glæsilegt fyrir al- þýðu manna, með óvissa atvinnu fram undan, að láta leggja á sig þær byrðar, að greiða sem svar- ar 180 kr. kolaverði til upphit- unar íbúða sinna næstu 10 árin. Núverandi borgarstjóri hefir að vísu nýlega gefið yfirlýsingu um það, að aldrei muni verða innheimt hærra gjald af fólki fyrir heita vatnið en sem svar- ar kolaverðinu á hverjum tíma. En meðan bæjarstjórnin hefir ekki aflað tekna til þess að gera fært að afskrifa hitaveit- una niður í það verð, sem í upp- hafi var áætlað, að hún myndi kosta,#mun almenningi* þykja sem hina raunverulegu trygg- ingu vanti fyrir því, að staðið verði við áðurnefnda yfirlýs- ingu, ef kolaverðið skyldi skyndilega lækka mjög verulega. Mun tortryggni manna í þessu efni vera meiri vegna þess, að fyrir stríð hafði opinberlega verið látinn í Ijós nokkur efi um það, að mikill beinn hagn- aður yrði á rekstri hitaveitunn- ar, með því að miða verð heita vatnsins við þáverandi kolaverð. Það.sem höfuðáherzla var á lögð, var hinn óbeini hagnaður, auk- inn þrifnaður og' heilnæmi í bænum, ásamt fleira góðu í sambandi við þetta ágæta og sérstæða mannvirki. Vanræksla og ofrausn. Ég hefi þá á það bent, að þrátt fyrir mjög góðar ástæður hefir verið ógert látið af hálfu opinberra stjórnarvalda að gera jafn sjálfsagðar öryggisráð- stafanir og hagsbætur fyrir al- menning í landinu í framtíðinni eins og þær, að greiða upp gaml- ar ríkisskuldir og lækka óhæfi- lega tolla á nauðsynjavörum. Stjórn stærsta bæjarfélagsins í landinu hefir á sama hátt látið undir höfuð leggjast að gera þá eðlilegu öryggisráðstöfun fyrir alþýðu manna í bænum, að afla sér tekna til að afskrifa, eða gera sér fært að afskrifa óeðli- legt dýrtíðarverð á hinu annars góða og vinsæla mannvirki, hitaveitunni. Aftur á móti telur aðalmálgagn fjölmennasta stjórnmálaflokksins í landinu, sem jafnframt er aðalmálgagn meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur, að það sé sjálf- sögð ráðstöfun og brýn nauð- syn fyrir hlutafélag, eins og Eimskipafélag íslands, að af- skrifa nú allar sínar fasteignir og tæki niður undir núll. Enn- fremur að afskrifa jafnharðan að fullu sérstakar stórviðgerðir fyrir margar milj. kr. (ca. 6 milj. kr. á tveim árum) á skipum, sem sjálf eru bókfærð á aðeins 5 þús. kr. hvert, og loks telur þetta sama málgagn, að það sé þjóðhagslega rétt og heilbrigt, að Eimskipafélagið skuli, auk þess að bæta hag sinn á fram- angreindan hátt, hafa innheimt hjá þjóðinni kringum 30 milj. kr. í hreinum peningalegum gróða fyrir sig á 5 ársfjórðung- um, 1943—1944. IHutafélagastefnaii. Það er ekki víst, að menn átti sig fullkomlega á þessari mis- munandi afstöðu gagnvart fjár- hag hitaveitu Reykjavíkur ann- ^rs vegar og fjárhag Eimskipa- félags íslands hins vegar, en Þetur að gáð, er málið í rauninni °infalt og auðskilið. Það er úJllt samræmi á milli þess, að r'kisskuldirnar eru ekki greidd- ur, og hins, að dýrtíðarverð hita- ■'æitunnar er ekki borgað niður 4stæðan er sú, að væri þetta -kjótlega gert, þá hlyti það ’fvrst og fremst að rýra hlut ^eirra, sem mest hafa bætt hag -inn á striðstímanum. Það mundi fyrst og fremst rýra gróðe ’-ilutafélaganna. En sú stefna v>efir-orðið ofan á-i stjórn ríkis bæiarfélags Reykjavíkur, að Mutafélögin skuli að striðinu ’oknu geyma sem allra mest af °ienaaukningu þjóðarbú<úns á "tyrjaldartimanum. Og hlutafé- iö<nn skulu helzt fá meira en •^ienaaukningu þjóðarbúsins út á við. Þau skulu líka í gegnum lánastarfsemi bankanna og ''kránineu peninganna fá veru- leean hluta af raunverulegu verðmæti snarifjárins, sem til var fyrir stríð. Þó að þetta fé 'mfi sumnart verið eini vara- sjóður gamalla vinnulúinna manna, ekkna og munaðarleys- ingja, þá er ekki hirt svo mjög um það. Tortryggni. En almenningur er tortrygg- inn á hina góðu og óbrigðulu forsjá hlutafélaganna í framtíð- inni. Fólk veit, að skyndigróði skanar allt annað lífsviðhorf og staðfestu hjá þeim, er hann hlýtur, heídur en gróði, sem safnazt hefir smátt og smátt á langri starfsæfi eða fyrir starf mann fram af manni. Fólk veit, að maður, sem efnazt hefir á sfðargreindan hátt, mun í flest- um tilfellum halda áfram starf- rækslu sinni, þó að móti blási, iafnvel árum saman. En aftur á móti eru miklar líkur til, að hinn maðurinn, sem skyndi- gróðanum safnaði, muni fljót- lega leggja árar í bát, þegar harðnar í ári. Hættan á þessu er því meiri, sem fylgiféð er meira í hlutfalli við það, sem bundið er í atvinnurekstrinum sjálfum og tækjum hans. Menn líta til ráðstafana hins opinbera til varnar gegn nefndri hættu, og óska eftir annarri skipan og öryggisráðstöfunum fyrir fram- tíðina en þeim, sem -felast í hlutafélagastefnunni. Verka- maður segir við félaga sinn: „Úr því að ríkisvaldið notar ekki stórbættar ástæður til þess að tryggja það, að við burfum ekki að greiða 30—50% verðtoll af mörgum hinum brýn- ustu nauðsynjum okkar, og úr því að bæjarstjórnin ekki notar sömu ástæður til að tryggja það, að við þurfum ekki að greiða sem svarar 180 kr. verði fyrir kol til upphitunar íbúða okkar eftir styrjöldina, þegar vísast er, að atvinna verði lítil og stopul, og úr því að látið er ógert af hálfu hins opinbera að framkvæma og undirbúa ýmsar aðrar eðli- legar hagsbætur fyrir alþýðu manna í framtíðinni, þá verð- um við sjálfir að grípa til okkar eigin ráðstafana. Kosti það sem kosta vill. Þó að það skapi síðar hættulega jafnvægisröskun, þá sprengjum við samt upp kaupið, e-ins og við framast getum. Að vísu hækka flestar innlendu framleiðsluvörurnar jafnframt, þannig að við græðum ekki mikið á kauphækkuninni gagn- vart þeim, en útlendu vörurnar hækka ekki tilsvarandi, og eitt- hvað vinnst því við kauphækk- unina. Máltækið segir, að betri sé einn fiskur á landi en tveir í sjó, og þess vegna skulum við verkamenn freista að bæta hag okkar á nefndan hátt, heldur en að eiga allt okkar ráð í hendi hlutafélaganna að stríðinu loknu“. Hér er vitnað í ummæli eins verkamanns í Reykjavík, en í raun og veru birtast í þeim hugsanir mikils fjölda verka- manna um land allt. Og ég hygg, að í þeim megi finna höfuðá- stæðuna fyrir því, að launþegar í landinu hafa sprengt svo upp kaupgjaldið, að af hljóta að leiða, áður en langt um líður, hættulegir árekstrar. Maður, líttu þér uær. Ýmsir menn hafa fyllzt mik- illi vandlætingu yfir umræddri stefnu launþega og ekki fundið fyrir henni neina afsökun. í bessu sambandi hefir verið tal- að um árás af hálfu launþega 4 allt, sem okkur væri helgast 'jg kærast í þjóðfélaginu, er í hinum blinda áróðri hefir verið lúst sem paradís öryggis og rétt- ’ætis. Skorað hefir verið á menn að víkja nú öllum öðrum á- o-reiningsmálum til hliðar og fylkja liði til baráttu gegn laun- begunum. Sumir hafa með lík- um forsendum hvatt til baráttu oægn sveitabændum og þeirra fólki. En vilja nú ekki hinir bar- öagabúnu menn blása mæðinni -tundarkorn og íhuga hið gamla -nakmæli: „Maður líttu þér nær, úggur í götunni steinn“. Mundi akki ríkja hér meiri ró og frið- ur, og mundi ekki minna bera á Nnni hættulegu röskun, sem 4tt hefir sér stað í þjóðfélaginu, ef valdhafarnir hefðu lagt meiri rækt við það en hingað til, að framkvæma og undirbúa al- mennar hagsbætur í landinu á grundvelli bætts efnahags þjóð- arinnar? Hefði ekki verið þörf 4 því, að sumir hátt settir vald- hafar hefðu reynt að sýna meira réttlæti í stjórnarathöfn- um sínum en þeir hafa gert? Hafa ekki hagsmunir stærsta félagsins í landinu, þjóðfélags- ins, í mjög þýðingarmiklu til- felli, að því er utanríkisverzlun- ina snertir, orðið að sitja á hak- anum fyrir sérhagsmunum til- tölulega fárra einstaklinga og minni félagá? Er ekki verðlags- eftirlitið af þessum ástæðum stórlega lamað, einkum síðan megin viðskiptin fluttust til Ameríku? Hafa ekki verið stofnaðar einkasölur fyrir lokaða hringi heildverzlana með öllum ókost- um, sem slíkum einkasölurn kunna að fylgja, fábreytileg- um innkaupum 0. s. frv., aðeins ekki með þeim kostum lands- verzlunar, að þjóðin njóti sjálf hagnaðarins af verzluninni og ráði örugglega yfir sínum gjald- eyrismálum á þessum mestu um- Miiiningarorð r um Helgu Isleifsdóttur irá Miðey Hinn 12. maí síðastl. var til moldar borin ein af merkustu konum Rangárþings, Helga ís- leifsdóttir, fyrrum húsfreyja að Miðey í Austur-Landeyjum. Helga heitin var fædd að Kanastöðum í sömu sveit 10. júlí 1867, dóttir ísleifs Magnússonar og Sigríðar Árnadóttur, sem bjuggu um langt skeið að Kana- stöðum hinum mesta fyrirmynd- ar búskap. Helga var ein úr hinum mann- vænlega hópi Kanastaðasyst- kina, sem munu hafa verið 10. Ég minnist ekki að hafa séð myndarlegri hóp systkina koma saman til kirkju, en þegar þau komu til hinnar fornhelgu Voð- múlastaðakirkju, sem við treg- um að hafa misst. Kanastaða- systkinin báru það með sér, að þau voru af góðu bergi brotin, annars vegar var þa§ „Selja- landsættin", föðurætt hennar, en hins vegar var móðurættin hin alkunna Ármóts og Þorláks- hafnarætt. Sigríður, móðir þess- ara Kanastaðabarna, var Árna- dóttir frá Ármóti Magnússonar, Beinteinssonar í Þorlákshöfn. Og er hvorki rúm né þörf að rekja það frekar hér, ættir þessar eru svo vel kunnar öllum þeim, sem fylgjast með slíkum sögnum sögu vorrar. Það hefir þótt rætast það sem kveðið var um börn Árna heitins á Ármóti: Árna börnin öðlizt lukku og sóma hann Magnús og Hólmfríður Halla, Jón og Sigríður. Helga heitin giftist ung að árum Einari heitnum Árnasyni í Miðey, sem var fyrir stuttu bú- inn að missa fyrri konu sína, Sesselju Hreinsdóttur, hina mestu myndarkonu. Af því fyrra hjónabandi átti Einar eina dótt- ur, Þórunni, konu Oddgeirs Ólafssonar í Eyvindarholti. Það mátti segja um þessi hjón, Helgu og Einar, að þau gerðu garðinn frægan, Miðey varð í höndum beirra að höfuðbóli, enda var bar margt manna og1 mikil /innuafköst. Einar heitinn var framsækinn maður bæði fyrir unn eigin garð og fyrir sveit 'ína líka. — Hann var oddviti /veitar sinnar um margra ára 'keið, og þar af leiðandi for- ustumaður um öll mestu vanda- mál sveitarinnar. Og var því 'afnan vel borgið, sem hann beitti sér fyrir, en eins og Einar var farsæll fyrirliði bæði heima og heiman, var Helga kona hans •’nginn eftirbátur um myndar- !ega hússtjórn, reglusemi og myndarskapur var henni í blóð borinn. Helga var prúð og kurteis 1 allri framkomu, fáorð en gagn- irð, en afkastaði miklum verk- um í kyrþey. Það var umsvifa- mikið, Miðeyjarheimilið í þeirri “■íð, búið stórt, mannmargt og mikill gestastraumur, því marg- !r áttu erindi við Einar bónda. mannssvipnum, sem hún átti í svo ríkum mæli. Maður fann, að af svona fasi og verkum er hollt að læra. — Það er ekki sama með hverjum maður ferðast eða hverjum maður kynnist. Og þar sem Helga batt kunningsskap sinn við, sýndi hún órofa tryggð, sem ei varð um þokað. Miðeyjarhjónum, Helgu- og Einari, varð., 6 barna auðið, 5 drengir og ' 1 stúlka, yngsta drenginn, Magnús að heiti, ■misstu þau uppkominn, mesta efnispilt, en lifandi eru: Árni, fyrrverandi 'bóndi að Miðey nú stöðvarstjóri 4 Hvolsvelli, ísleif- ur, starfsmaður við Kaupfélag Hallgeirseyjar, Ágúst, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri við Kaup- félag Hallgeirseyjar og Halldór, búsettur í Reykjavík og Sigríður, sem á heima í Vestmannaeyjum. Helga sál. var fyrir stuttu flutt úr sveit okkar, Landeyjunum, til barna sinna, sem í Hvolhreppi búa, en dvölin varö þar stutt, því að dagar hennar mátty að heita taldir, þegar hún flutti héðan á braut. Á síðastliðnum vetri fór hún suður til Reykja- víkur að leita sér lækniriga, en því varð ekki við bjargað, og lézt hún þar eftir stutta dvöl og flutt lieim liðið lík, að bústað Árna sonar hennar að Hvolsvelli, og var útför hennar hafin þaðan af börnum hennar með hinni mestu rausn og myndarskap. Og sást þar bezt hver ítök Helga heitin átti í hugum samferða- manna sinna. Ég minnist ekki að hafa komið að fjölmennari jarðarför. Húskveðjuna flutti séra Erlendur í Odda, en kirkju- ræðu að Stórólfshvoli flutti séra Jón Skagan á Bergþórshvoli, og kveðjuorð í Ijóðum flutti og orti Elímar Tómasson kennari. Þessi kveðjuorð voru send frá vinkon- um Helgu sál., sem í Landeyjum búa og kynntust henni þar. Síð- var haldið af stað með þessa stóru líkfylgd niður að Voðmúla- stöðum og þar beið hennar síð- asta hvílurúmið við hlið eigin- manns og foreldra hennar. Ég hygg, að um þessa síðustu á- kvörðun hafi mátt segja: „Röm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til.“ Voðmúlastaðir er næsta jörð við ættaróðal hennar, Kanastaði. Þessar samliggjandi jarðir eru fagrar, það eru sléttar og fagrar grundir milli bæja þessara, en fjallafaðmurinn fag- ur og tignarlegur í baksýn. Ég get vart endað þessu örfáu minningarlínur, að minnast ekki þess, að á síðastliðnu sumri 1943, lézt ein af þessum merku Kana- staðasystrum, Þórunn ísleifs- dóttir, kona Bergsteins Ólafs- sonar oddvita að Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Ég man þá tíð, að Þórunn heitin þótti eiga í rík- um mæli ýmsa þá kvenkosti, er hafa þótt prýða hina merkari tegund kvenna. Þórunn var flug- gáfuð kona, enda var gaman að tala við hana um liðna tíð og liðnar sagnir. Og myndarskap í verkum og reglusemi, sem ég tel hafa verið vöggugjöf Kana- staðasystkina, var Þórunn ekki afskipt. Þau Árgilsstaðahjón, Þórunn og Bergsteinn, skila þjóð sinni 2 efnis mönnum, Gissuri hæstaréttardómara og Ólafi, sem er heima að Árgilsstöðum. Gissurs og ísleifs nafnið hefir lengi lifað í ætt þessari og þótt farsælt, enda herma mér gaml- ar sagnir, að nöfn þessi séu runnin frá hinum merka kirkju- höfðingja Gissuri ísleifssyni, biskupi og þeim merku mönnum. Við, sem vorum samferða þess- um Kanastaðasystkinum mikið af braut ævinnar, bæði við bænastundir kirkjunnar og á ýmsum öðrum stöðum, þökkum því samveruna, þökkum tryggð- ina, sem það sýndi samferða- fólkinu meðan hægt var að ná samfundum. Nú skiljast leiðir smátt og smátt í bili, en handan við hafið mikla hittumst við máske aftur og höldum bæna- stund í því húsi, sem ekki verð- ur frá okkur tekið. í guðsfriði, góðu systur. Guðni Gíslason. Tíðíndi írá 7. ílokksþingí Framsóknarmanna ásamt greinargcrð eftir Dermann Jónasson formann Framsóknarflokksins og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhús- inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00. Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit. Sú húsmóðir, sem hefir alla um- -já á mannmörgu og umsvifa- ■niklu heimili, og mikla gesta- nauð að auki, leysir það allt vel af hendi eins og Helga gerði, er 3f að er gáð, meir en meðalkona til afkasta, enda mátti segja, að verkin lékju í höndum hennar. hvort sem það voru hin algengu heimilsstörf eða hún sneri sér til að sníða og sauma. Og hún "ar svo flínk við þess háttar störf, að hún var eftirsótt meðan heilsan leyfði og hún gat á verki tekið. Það v.ar vandvirknin, sem einkenndi alla hennar vinnu, enda bar hún með sér snyrti- mennskuna hvar sem hún fór. ^egar maður var í návist Helgu var eins og maður væri í skóla. maður gat ekki annað en veitt háttprýðinni eftirtekt, og fyrir- róts- og byltingatímum, sem sögur fara af? Væri ekki rétt að lagfæra margt af því, sem hér hefir ver- ið að fundið, ásamt fleira, og sjá svo, hvort koma þarf til bar- daga á milli fjölmennra stétta í bjóðfélaginu? 14. júní 1944. Guðjón F. Teitsson. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.