Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 4
* 316 TÍMIM, föstiidaginn 18. ágúst 1944 79. blað ÚR B/ENIIM Hestamannafélagið Fákur efnir til síðari kappreiða sinna á sunnudaginn kemur. Fara þær fram á skeiðvellinum við Elliðaár og hefjast klukkan 3. Keppt verður í 350 metra hlaupi, 300 metra hlaupi og 300 metra skeiði. í stökkkeppninni verða fimm hestar á hvorri vegalengd, en á skeiði verða reyndir þrír. Leikhúsmál, 2.—3. tölublað 4. árgangs, er nýkomið út. Efni þess er: Guðrún Indriðadóttir eftir Lárus Sigurbjörnsson, íslenzk leik list VIII. eftir Harald Björnsson, Vopn guðanna eftir H. Bj., Pétur Gautur eftir Gísla Ásmundsson, Gullna hlið- ið á Akureyri eftir H. Vald., í álögum eftir Sturlu Sigurðsson, Útvarpsleik- ritin eftir Kr. Gunnarsson, Endur- minningar um Max Reinhardt eftir Melittu Urbantschitsch, Kvikmyndir eftir Klemenz Jónsson, Leiklist á Sauð- árkróki eftir Helga Konráðsson, Að- alfundur Leikfélags Reykjavíkur og fleira. — Eigandi og útgefandi ritsins Leikhúsmál, er Haraldur Björnsson leikari. Sjómannablaðið Víkingur, ágústhefti er komið út. Efni: Sjálf- stæði í orði — sjálfstæði á borði (Ás- geir Sigurðsson), Skipasmíðar (Guð- finnur Þorbjörnsson), Botnvörpuskip framtíðarinnar (H. J. ),Sigur, Svíþjóð- arbátarnir (Haraldur Jónsson), Blik- uðu segl er byrinn þandi, kvæði (Sig- urður Ingimundarson), Ingvar Guðjóns- son (F. H. Berg), Man nú enginn Grænland (Henry Hálfdánarson), smá- saga eftir Guy Maup’assant, Á lejð til sjávar (Þorst. Steinsson), Jafet Sig- urðsson skipstjóri sjötugur og ýmislegt fleira. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) FORTÍÐIN ER EKKI GLEYMD. Þá er fróðlegt að sjá, hvernig Gáinn forðast að minnast á Sjálfstæðisflokkinn sem fyrr- verandi stjórnarflokk, en þó hef- ir hann verið riðinn við stjórn frá 1939—1942. — Halda menn, að þetta sé af tilviljun? Auðvitað ekki. Þetta er skemmtilegt tákn þess, að Gáinn skammast sín fyrir að minnast á stjórnarferil Sjálfstæðisflokksins, og það eru fleiri en Gáinn, sem þannig hugsa. Honum er sannarlega vorkunn. — Aðferðin, sem hann hefir til þess að komast hjá því, að minnast þessara endema, er þá einnig mjög einföld. Það er ekkert annað en að strika bara út allt, sem hefir gerzt á árun- um 1939—1942. Þetta gæti verið hagstætt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, en ég er ekki viss um, að aðrir télji allt mega gleymast, sem gerðist á þessum árum. FÁVÍSLEG RÖK. Ein rök Morgunblaðsins því til sönnunar, að sala Kveld- úlfstogaranna sé ríkinu og þjóð- inni óviðkomandi, er, að salan sé sambærileg við það, að sam- vinnumenn við Eyjafjörð hafa með tilstyrk félagssamtaka sinna, K. E. A., reist gistihús á Akureyri, er þeim var brýn nauð- syn að eiga vegna marghátt- aðra erinda, er menn úr hérað- inu eiga iðulega á Afcúreyri, og stundardvala þeirra þar. Segir Morgunbl., að gistihúsið muni byggt fyrir stríðsgróða og féð dregið út úr rekstri K. E. A. Hér er mjög málum blandað hjá Morgunblaðinu. Kveldúlfur hefir selt aðalframleiðslutæki sín, og enginn veit, hvert fara á með peningana. Hins vegar hafa menn ekki heyrt þess getið, að K. E. A. hafi selt verzlunar- búðir sinar, sláturhúsið né mjólkurstöðina til þess að fá fé í gistihúsrekstur og því síður að fé hafi verið dregið út úr nauð- synlegri starfsemi með slíkum sölum til þess að byggja lúxus- villur yfir kaupfélagsstjórann. En hvaðan eru komnir pening- arnir, sem Kveldulfsbræður nota til þess að byggja nýjar sumar- villur fyrir of fjár við Þingvalla- vatn, ofan á allar sumarvillurn- ar við Haffjarðará? ÓSKAMMFEILNI. ^ Það má kallast óskammfeilni á háu stigi, þegar borin eru á borð fyrir lesendur önnur eins rök og þetta: Vegna þess, að K. E. A. lætur reisa gistihús til þess að fullnægja brýnni þörf er rétt- mætt, að Kveldúlfur selji togar- ana og ráðstafi andvirðinu eftir geðþótta. Það er líka í mesta máta ógeðfellt, þegar fyrirtæki, sem var skuldugast allra fyrir- SAGA TIL AÆSTA BÆJAR. (Something to Shout About) För forseta ftíl Vesftm.- eyja og Austurlands Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, kom meff Ægi til Reykjavíkur á miffvikudaginn úr för sinni til Vestmannaeyja og Austurlands. Var honum hvarvetna tekiff meff kostum og kynjum, þar sem hann kom. Kom glöggt í Ijós, hvílíks trausts hinn fyrsti innlendi þjóffhöfðingi íslendinga nýtur meffal þegna TJARNARBÍÓ Skemmtileg og íburðar- mikil söngva- og dans- mynd. sinna. Forsetinn lagði af stað frá Reykjavík síðdegis á föstudag í síðastliðinni viku og kom til Vestmannaeyja árdegis á laug- ardag. Sigfús Johnsen bæjarfó- geti- og Hinrik Jónsson bæjar- stjóri tóku þar á móti honum og buðu 'hann velkominn, og þakkaði forseti árnaðarorð þeirra í stuttri ræðu. Snæddi forseti síðan í samkomuhúsinu og flutti eftir það ræðu á svöl- um þess. Síðan var haldið inn í Herjólfsdal, og þar var honum sýnt bjargsig. Þegar forseti gekk til bryggju, fylgdi honum mikill mannfjöldi, er kvaddi hann með húrrahrópum, en Vestmanna- kórinn söng. . __ Frá Vestmannaeyjum hélt for- seti viðstöðulaust til Neskaup- staðar í Norðfirði og kom þang- að miðdegis á mánudag. Sigldu bátar þeir, sem heima voru, til móts við Ægi og fylgdu honum til hafnar. Jónas Thorodd- sen bæjarfógeti fagnaði for- setanum á bryggjunni, og var gengið þaðan heim til bæjar- fógeta. íþróttamenn stóðu heið- ursvörð á bryggjunni. Stundu síðar ávarpaði forseti bæjarbúa og aðra, er þar voru saman- komnir, í skrúðgarði bæjarins, litil telpa rétti honum blómvönd og kór söng. Bæjarstjórn Nes- kaupstaðar hélt forseta síðan kaffisamsæti í barnaskólahús- inu og voru þar fluttar allmarg- ar ræður. Eftir það fylgdi mann- söfnuðurinn forseta til skips og kvaddi hann á bryggju með söng og árnaðarhrópum. Til Seyðisfjarðar kom forset- inn á sunnudagskvöldið. Var fyrst gengið að húsi Hjálmars Vilhjálmssonar bæjarfógeta, þar sem Erlendur Björnsson bæjar- stjóri flutti ræðu, en kór söng. Forseti þakkaði. Eftir þetta gekk forseti í hús bæjarfógeta. Um kvöldið sat hann veizlu bæj- arstjórnar Seyðisfjarðar og sýslunefndar Norður-Múlasýslu. Þar fluttu ræður bæjarfógeti, bæjarstjóri, Karl Finnbogason skólastjóri, frú Vilhelmína Ingi- mundardóttir, Björn Hallsson bóndi á Rangá, Gunnar Gunn- arsson rithöfundur á Skriðu- klaustri, Gísli Helgason bóndi í Skógargerði, Halldór Jónsson og Gunnlaugur Jónsson, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, en Jóhannes Arngrímsson sýslu- skrifari flutti forseta kvæði. Frá Seyðisfirði fór forseti ár- degis á mánudag landleið upp á Fijótsdalshérað, að Hallorms- stað. Þar þáði hann hádegisverð i boði sýslunefndar Suður-Múla- sýslu. Þar fluttu ræður Kristinn Júlíusson sýslumaður, Gunnar Gunnarsson rithöfundur, Gutt- ormur Pálsson skógarvörður, Sveinn Jónsson bóndi á Egite- stöðum, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri, Leifur Bjö'rns- son, Skúli Þorsteinsson skóla- stjóri og frú Sigrún Blöndal skólastýra, auk forseta. Að máls- verð loknum var skoðuð gróðr- tækja fyrir stríð, talið verst stjórnað og haldið á floti með því að leggja sjötta hluta alls sparifjár landsmanna í hættu, er nú, er það hefir um skeið ekki komizt hjá því að raka saman fé fremur en önnur togarafélög, að bera sig saman við K. E. A. Annað er fyrirtæki fjölskyldu- sjónarmiðanna, nokkurn veginn það óheilbrigðasta, sem þekkist í íslenzku fjármála- og athafna- lífi og ,éetti að vera til ævarandi viðvörunar. Hitt fyrirtækið hefir vaxið upp og þróazt á grund- velli félagsþroska og samvinnu — þeirrar hreyfingar, sem ýmsir merkustu stjórnmálamenn telja líklegasta til þess að ráða bót á vandamálum mannkynsins eftir þessa styrjöld. Það hefir lyft fjölmörgum félagslegum grettistökum og jafnan verið rekið á hinum heilbrigðasta og traustasta grundvelli. Slík fyrir- tæki ætti engum að haldast uppi að leggja að jöfnu. arstöðin á Hallormsstað og síðan ekið yfir Fagradal til Reyðar- fjarðar. Átti forseti þar skamma viðdvöl, og ávarpaði Þorsteinn kaupfélagsstjóri hann í skrúð- garðinum á Búðareyri, en forseti hélt ræðu til fólksins, er þar var samankomið. Eftir þar var hald- ið'til Eskifjarðar, þar sem for- seti snæddi kvöldverð hjá sýslu- mannshjónunum. Um kvöldið ávarpaði forseti íbúa Eskifjarð- arkauptúns, en séra Þorgeir Jónsson svaraði fyrir hönd Esk- firðinga. Steig forseti eftir það á skipsfjöl. Til Hafnai' í Hornafirði kom forseti á þriðjudagsmorgun og tók Þorleifur Jónsson, fyrrver- andi alþingismaður, í Hólum þar á móti honum. Var ekið upp í Almannaskarð, en þaðan er út- sýn unaðsfögur, svo að vart get- ur aðra fegurri á landi hér, og síðan haldið að Hvömmum. Þar bauð Þorleifur í Hólum for- seta velkominn í héraðið með ræðu fyrir utan barnaskólahús- ið. Forseti ávarpaði síðan fólk- ið. Þar flutti og ræðu séra Ei- ríkur Helgason í Bjarnanesi. Var síðan ekið til Hafnar og setzt að kaffidrykkja hjá Bjarna Guð- mundssyni kaupfélagsstjóra. Ráðherrabúsfaðrínn Forsætisráðherrabilstaðurinn við Tjarnargötu hefir verið af- hentur utanríkisráðuneytinu til umráða. Hefir gagngerð viðgerð verið látin fara fram og nokkr- ar breytingar gerðar á húsinu. Húsið var í upphafi bústaður ráðherra íslands, eftir að stjórn- in var flutt inn í landið, og varð það síðar bústaður forsætisráð- herra, þegar ráðherrum fjölgaði. Hafði þá forsætisráðherra sem æðsti embættismaður þjóðarinn- ar að sjálfsögðu á hendi alla risnu af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Nú eru stjórnarhættir breytt- ir, og innlendur þjóðhöfðingi hefir að miklu leyti tekið við þeirri risnu, sem forsætisráð- herra hafði áður á hendi. Með því að ísland hefir t,ekið í sínar hendur utanríkismál sín hefir risna ríkisstjórnar^gagnvart er- lendum mönnum af eðlilegum ástæðum færzt yfir á utanríkis- ráðherra, og með tilliti til þessa hefir þessi fyrirkomulagsbreyt- ing verið gerð. — Héldu utan- ríkisráðherrahjónin fyrsta síð- degisboð sitt í húsinu á þriðju- daginn. Meðal gesta voru for- setafrúin, ráðherrar og konur þeirra, erlendir sendiherfar, konur þeirra og starfslið, yfir- menn hers og flota, blaðamenn o. fl. - Héraðsháftíðir . . (Framh. af 1. síðu) í skálum, sem félögin hafa keypt á Hrafnagili, og eru með rúmbeztu samkomusölum lands- ins. Eru þar með sköpuð skil- yrði til þess að halda mjög fjöl- mennnar samkomur, hvernig sem veður er. Hafa félögin i hyggju að fegra þenna sam- komustað sinn og hefir hann öll skilyrði til þess að verða einn hinn ákjósanlegasti þar um slóðir. Héraðshátíð Framsóknarfé- laganna í Austur-Húnavatns- sýslu var haldin á Blönduósi, og hófst hún kl. 4 í samkomuhús- inu, sem var þéttskipað sam- komugestum. Hannes Pálsson á Undirfelli, formaður Framsóknarfélags Austur-Húnvetninga, setti sam- komuna með ræðu og stjórnaði henni. Runólfur Björnsson á Kornsá mælti fyrir minni sam- vinnuhreyfingarinnar, í tilefni af aldarafmæli hennar. Þá sýndi Guðmundur Tryggvason kvik- myndir ýmsar, bæði fræðslu- og skemmtimyndir. Síðan fluttu ræður Jens Hólmgeirsson fram- kvæmdastjóri og Pálmi Hannes- JANET BLAIR DON AMECHE JACK OAKIE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hvítar BLÚSSUR úr Satini og prjónasilki * komnar aftur. H. Toft Skólavörffustíg 5. Sími 1035. PYRINATE Nýtt amerískt meðal sem eyðir lúsum og nitum þeirra á 15 mín- útum, og er þó hættulaust, líka fyrir börn. 30 gramma glas ..... kr. 5.00 Fílabeinskambar .... — 4.50 Sendum um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. Héraðsskólínn í Varmahlíð í Skagafirði tekur til starfa í byrjun októbermán- aðar n. k. og stendur í 6 mánuði. Kenndar verða sömu náms- greinir sem i 1. bekk í gagn- fræðaskólum með það fyrir aug- um, að duglegir nemendur geti að námstímanum loknum tekið próf upp í 2. bekk í gagnfræða- og menntaskólum. / Skólinn verður jafnt fyrir pilta og stúlkur. Inntökuskilyrði: Gott siðferði, líkamshreysti og fullnaðarpróf frá barnaskóla. Umsóknir um skólaveru send- ast til skólastjórans séra Gunn- ars Gíslasonar í Glaumbæ Jyrir miðjan september n. k. Skólaiiefncliii. Nokkur .falleg rósótt KJÖLAEFNI NÝKOMIN H. Toftt Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Innrás . . (Framh. df 1. síðu) mjög fegnir og reyna hvarvetna að greiða sem mest fyrir þeim og verða þeim að sem mestu liði. Er sú aðstoð vitanlega ó- metanleg. Það er auðráðið, að hersveitir Bandamanna ætla að sækja eft- ir ströndinni vestur að Rón. Er þaðan leið greiðfær upp Rón- dalinn. En þó innrásin hafi gengið mjög að óskum, þá er þess þó. vart að vænta, að þeim takist það næstu daga, því að sjálfsagt eru varnir Þjóðverja á þessari leið allöflugar, auk þess sem það hlýtur að taka land- göngusveitirnar nokkurn tíma að búa svo um sig, að þeim verði kleift að hefja stórsókn langt inn í land. Hins vegar er aftur á móti að vænta, að varnir Þjóðverja í Suður- og Mið-Frakklandi bili fljótt, þegar innrásarherirnir hefja vel undirbúnu sókn á hendur þeim. son rektor. Að lokum var stiginn dans. Samkoman fór hið bezta fram og ríkti mikil ánægja með hana hjá öllum. »—....GAMLA BÍÓ-o—o—<«... ast og' hneykslismál. ROSALIND RUSSEIiL, " WALTER PIDGEON. Sýnd kl. 7 og 9. Henry Aldricli, ritstjjóri. (Henry Aldrich, Editor) JIMMY LYDON RITA QUIGLEY. Sýnd kl. 3 og 5. Bönnuff yngri en 16 ára. i—nýja . FLÓTTAFÓLK Áhrifamikil mynd, gerð eftir hinni frægu bók Nevil Shute: The Pied Piper. MONTY WOOLLEY, ANNE RAXTER, RODDY MACDOWALL. „HI, BUDDY“ klúbburinn. Skemmtileg dans- og söngvamynd, með: HARRIET HILLIARD, ROBERT PAIGE, DICK FORAN. Sýnd kl. 5 og 7. --------- Dráttarvextir Dráttarvextir falla á tehjju- ot/ eignar- shatt ársins 1944 hafi gjjöld þessi ehhi verið fireidd að fullu í síðasta ittt/i föstudaginn 8. septemher nœsthom- andi. A það, sem þá verður ót/reitt, reihn- ast dráttarvextir frá fijjalddafia, sem var 15. jjúní síðastliðinn. Reykjavík, 15. ágúst 1944. T ollsftj óraskrifstofan, Hafnarstræti 5. Töhum upp í tfctty; Amerískar Dragtir Kápur allar stærðir, Kjóla og' Hrengjafrakka. LÍFSTYKK JABÚÐIN Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Vegna vlðgerða verða Þvottalaugarnar lokaðar frá miðvikudeginum 16. ágúst og út vikuna. Ilæjarverkfræðing’nr. Búðarstúlka óskast, helzt vön. Upplýsingar og meðmæli, ásamt kaupkröfu sendist KAIJPFÉLAGI STYKKISIIÓLMS fyrir 1. september. Innritun í Iðnskólann í Reykjavík hefst fimmtudaginn 24. ágúst í Iðnskólanum, kl. 7,30 síðdegis. Námskeið til undirbúnings undir inntökupróf og önnur haust- próf hefst föstudaginn 1. sept. kl. 6,30 síðdegis. Námskeiðsgjald er kr. 50,00 fyrir hverja námsgrein og greiðist við innritun. Skólagjald er kr. 500,00 yfir veturinn og greiðist helmingur þess við innritun. Skólast j ór inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.