Tíminn - 22.08.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 22.08.1944, Qupperneq 1
\ RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, þrlðjudaginn 22. ágúst 1944 80. blað Flngfélakostnr landsmanna eykst hægt og sígandl Attraeðnr: Þorleifur í Hólum Á víðavangi BARÁTTUAÐFERÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA. Flugfélag íslands á nú þrjár flug- vélar og Loltleiðir h.f. eina Um allt land ríkir nú hinn mesti áhugi um flugmál og flug- samgöngur hér að stríðinu loknu, enda er það vart að efa, að flugtæknin mun valda stórfelldri byltingu í samgöngumálum þjóðarinnar mjög bráðlega. Munu með þeirri samgöngubót opnast margvíslegir möguleikar til greiðari samskipta og þróttmeira at- hafnalífs en verið hefir, auk stóraukinna þæginda, tímasparnaðar og daglegra póstsamgangna. Er hér vissulega fyrir hendi nóg verk- efni handa hinum ungu mönnum, sem stundað hafa flugnám Erlent yfirlit: iltrðirnir í fraktlai Síðustu viku hefir sókn Banda- manna á hendur Þjóðverjum í Frakklandi, bæði að vestan og sunnan, vakið mesta athygli allra þeirra tíðinda, er borizt hafa af stríðinu. Hefir vörn Þjóðverja reynzt veikari og at- burðarásin öll orðið skjótari heldur en þeir áttu von á, er fylgdust með viðureigninni úr fjarlægð. Enn sem komið er, er þó all- óljóst, hvar Bandamenn hafa náð yfirtökunum og hvar Þjóð- verjar kunna enn að hafa yfir- höndina, enda er víða ekki um neina samfellda víglínu að ræða. Leifar hinna miklu þýzku herja, er kúgað hafa Frakka undan- farin ár, eru mjög víða aðeins dreifðir herflokkar, umkringdir óvinum, og bíða aðeins örlaga sinna. Bætist það við hina miklu og þungu sókn innrásarherj- anna, brezkra, amerískra og franskra, að heimalið franskra frelsisvina hefir mjög víða gert uppreisn og berst af mikilli grimmd gegn þýzka setuliðinu og sveitum Vichystjórnarinnar yíða um land. Hafa uppreisnar- menn allvíða náð yfirtökunum, og jafnvel hermt, að þeir séu nú orðnir mikils ráðandi í Vichy, sjálfum höfuðstað hinnar frönsku stjórnar, sem starfað hefir í skjóli Þjóðverja. Hefir manntjón Þjóðverja orðið mikið, enda tókst Bandamönn- um á einum stað að slá hring um 100 þúsund manna þýzkt lið. En margir herja þeirra, sem hörfað hafa í tæka tíð og um- flúið innilokun eru samt svo illa leiknir, að þeir verða Þjóðverj- um að litlu liði næstu vikur. Þrátt fyrir þá ringulreið, sem ríkir í Frakklandi þessa örlagaríku og sögulegu daga, þá er það sýnt, að yfirráðum Þjóð- verja á franskri grund er í þann veginn lokið, nema þá ef til vill í nyrztu héruðunum. Þar má vitaskuld gera ráð fyrir, að .þýzki herinn verjist af mestu grimmd, líkt og við prússnesku landamærin, því að máttur þýzka hersins er sjálfsagt enn gífurlega mikill. Öll þýzka þjóð- in gerir sér það auðvitað fylli- lega ljóst, að hennar bíða sigr- aðrar engin sældarkjör, enda hafa ýmsir forráðamenn Banda- manna látið það ótvírætt í Ijós, að nú skuli kné fylgja kviði, en á hinn bóginn virðist sem þ’órri Þjóðverja sjái það ekki enn, að ósigur þeirra er orðinn óum- flýjanlegur. Meðan svo er ástatt er ekki annars að vænta en hins vaskasta viðnáms af háífu Þjóð- verja, er verður því harðara og örvæntingarfyllra, sem leikurinn færist nær þeim, — unz boginn brestur. Sú stund virðist nú ekki fjarri, að París — hin sögufræga vagga frelsisins, hjarta Frakklands — losni úr helgreipum Þjóðverja. Herma fregnir, að framsveitir Bandamanna séu þegar komnar inn í úthverfi borgarinnar að suðvestan og eigi það í orustum við þýzkt lið. í sjálfri borginni hafa einnig verið blóðugir bar- dagar víða síðan á sunnudag, að hópar borgarbúa risu upp gegn setuliði Þjóðverja og lögðu til atlögu gegn því og létu sér að vopni verða hvaðeina, er til náð- ist. Gerðu Þjóðverjar sjálfir uppskátt um þessa uppreisnaiv tilraun á sunnudagskvöld, skor- sfFramh. á 4. síSu) undanfarin ár. Það er og fagnaðarefni, þegar flugvélakosturinn eykst. Nú ný- lega hefir Flugfélag íslands tek- ið til afnota nýjustu flugvél sína, T.F. 150, brezka flugvél frá De Havillandverksmiðjunum svo- nefndu, er meðal annars fram- leiða hinar frægu Mosquito- hernaðarflugvélar. Er þetta tví- þekja, knúin tveim hreyflum, er hvor hefir 200 hestafla orku. Getur hún flogið sex klukku- stundir með sex farþega og flutning, án þess að taka nýjan forða eldsneytis. En á stuttum leiðum getur hún borið átta far- þega. Öll er vélin búin nýtízku tækj - um, stólar allir klæddir gráu skinni og loftræsting mjög góð og getur hver farþegi temprað hana eftir vild. Vélamenn og aðrir starfs- menn flugfélagsins unnu að samsetningu véiarinnar hér, og tók það starf þá hálfan mánuð. Svo senr kunnugt er, ej Örn Johnson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, nú í Bandaríkjunum. Vinnur hann að kaupum á sjó- flugvél eða flugbáti, en félagið á nú enga sjóflugvél. Ekki er enn vitað um, hversu stór vél þessi verður, en vonazt er til, að vél þessi geti komið hingað til lands- ins á komandi hausti eð'a þá snemma í vetur. Takist Erni að kaupa slíka vél, er hugmyndin að hún haldi uppi ferðum til Austfjarða og Vest- fjarða, en þar eru aðstæður allar til byggingar flugvalla mjög erf- iðar. Flugfélag íslands á nú þrjár flugvélar. Eru þær allar tví- hreyfla. Hve þegar kveður mikið að flugsamgöngum hér á landi má nokkuð marka af því, að í júlí- mánuði einum fluttu flugvélar Flúgfélags íslands 850 farþega, auk 225 kg. pósts og nokkuð af öðrum flutningi. Voru þær alls á lofti 190 klukkustundir. Skiptast ferðir þeirra svo, að til Horna- fjarðar var flogið 4 sinnum, til Akueyrar 58 sinnum og 10 sinn- um upp í Borgarfjörð. Því miður hefir blaðið ekki fyrir hendi hliðstæðar tölur um ferðir og flutninga Loftleiða h.f., sem starfað hefir mjög ötullega að flugmálum hér síðan þaö var stofnað síðastl. vetur eftir heim-- komu* nokkurra ungra flug- manna, er þá komu vestan um haf að nýloknu námi. Það hefir þó aðeins á að skipa 1 sjóflug- vél enn sem komið er, en mun vera búið að festa kaup á tveim til viðbótar vestan hafs, og er önnur þeirra landflugvél, en hin á að geta lent bæði á landi og’ sjó eftir vild. Munu báðar þessar flugvélar væntanlegar til lands- ins innan skamms. En jafnframt því, sem flug- vélakostur landsmanna er auk- inn, þarf að gera ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að auka þau afnot, er landsmenn geta haft af flugsamgöngunum og gera þær tryggari og öruggari. Koma þar ekki aðeins til greina nýir og bættir flugvellir víða um land, heldur og miðunarstöðvar, sem að sínu leyti eru jafn nauðsyn- legar flugsamgöngunum og vitar og sjómerki eru sjófarendum í myrkri og, dimmviðri. En það starf er ekki hægt að ætlast til að einstök félög eða fyrirtæki leysi af hendi, heldur verður ríkið að koma þar til skjalanna á sama hátt og það greiðir fyrir öðrum samgöngum, bæði á sjó og landi. Gildir þar 'einu hvort heldur flugsamgöngurnar verða látnar halda áfram að þróast með þeim hætti, sem nú er, eða rikisvaldið grípur þar inn í og sameinar starfskraftana og tryggir sér viss ítök um skipu- lag og rekstur hinna byrjandi flugsamgangna, þannig að þær verði miðaðar við þjóðarþörf en ekki innbyrðis samkeppni milli félaga eða fyrirtækja. Forseli íslands fer á fund Roosevelts Forseti íslands fer í þessari viku stutta ferð til Bandaríkj- anna. Mun hann sitja boð Roose- velts' forseta í Hvíta húsinu í Washington og verða gestur Bandaríkjastjórnar meðan hann dvelur þar í landi. Utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór verður í för með forseta og auk hans Pétur Eggerz forseta- ritari og Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi. Af þessum sökum verður för forseta íslands um Suðurland, sem ráðgerð hafði verið, frestað fram í næsta mánuð. Alþingí kvatt saman Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, var gefið út forsetabréf, _er stefnir Alþingi saman til framhalds- funda laugardaginn 2. septem- ber næstkomandi klukkan 1,30 eftir hádegi. Verzlunarföfnuð- urinn óhagstæð- ur um 4,9 milj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn varð ó- hagstæður um 4,9 miljónir króna fyrri helming þessa árs. Alls hefir verið innflutt sjö fyrstu mánuði ársins fyrir 137,4 milj. króna, en út fyrir 132,5 miljónir. Á sama tíma í fyrra voru vör- ur fluttar inn fyrir 137,9 milj. króna,' en út fyrir 139,8 milj. kr. og hefir verzlunarjöfnuðurinn þá verið hagstæður um tæpar 2 milj. kr. í júlímánuði þessa árs varð verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 5,8 milj. kr. Nam inn- flutningurinn í þeim mánuði 22,8 milj. kr., en útflutningurinn 17,0 milj. kr. Þorleifur Jónsson í Hólum i Hornafirði, fyrrverandi alþingismað- ur Austur-Skaftfellinga, varð áttrœður í gœr. Hann fœddist l Hólum, þar sem foreldrar hans bjuggu, hinn 21. ágúst 1864. Ólst % hann þar upp, en fór ungur til náms í Möðruvallaskóla, 1881—1882. Eftir það stundaði hann um hríð barnakennslii i Nesjum, en hóf búskap í Hólum árið 1890, þá nýlega kvœntur Sigurborgu Sigurðar- dóttur frá Krossbœjargerði í Nesjum. Lézt hún árið 1935. Þeim Þcrleifi og Sigurborgu varð sjö barna auðið. Voru þau: Þorbergur alþingismaður og bóndi í Hólum, er lézt árið 1939, á bezta aldri, Jón listmálari í Reykjavik, Anna húsfreyja í Hólum, Þötbjörg húsfreyja á Akureyri, Páll sóknarprestur á Skinnastað í Öxarfirði, Hauliur skrifstofustjóri í Búnaðarbankanum og Rósa húsfreyja og listbókbindari á Akureyri. Þorleifur. í Hólum var þingmaður Austur-Skaftfellinga rúmlega c.ldarfjórðung (1908—1934). Hann skýpaði sér framan af í fylk- ingar hinna gömlu Sjálfstœðismanna, en varð síðar. einn af stofn- endum og ótrauðustu frumherjum Framsóknarflokksins og óhvik- ull baráttumaður hans œ síðan. Þorleifur var. skipaður hreppstjóri Nesjahrepps þegar fyrsta bú- skaparár sitt, 1890, og hefir gegnt því starfi í 54 ár. Sýslunefnd- armaður hefir hann verið í 45 ár og formaður stjórnar Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga frá stofnun þess, 1919. Þá hefir hann og verið formaður fasteignarhatsnefndar og umboðsmaður jarða í rikiseign austur þar, og mörgum fleiri trúnaðarstörfum hefir hann gegnt, sem of langt yrði upp að telja. Þorleifur l Hólum hefir jafnan notið óskoraðs trausts og mik- illa vinsœlda, bœði meðal samherja og andstœðinga, og ber. margt til þess. Hann er gáfaður maður og réttsýnn, samvizkusamur og vandvírkur svo af ber. Að eölisfari er hann mjög hlédrœgur, en óvenjulegir mannkostir hafa leitt hann til sjálfsagðrar forustu í málefnum héraðsins og margvíslegrar þjónustu við land og þjóð. Hefir hans leiðsögn jafnan gefizt vel og verið gott að hlíta ráðum hans. Þorleifur í Hólum hóf þjóðmálastarf sitt í hita sjálfstœðisbar- áttunnar 1908 og skipaði sér þá við hlið þeirra, er gerðu harðastar. kröfur í frelsismálum þjóðarinnar. Þegar sá þáttur viðreisnarbar- áttunnar var að enda, kaus hann sér stöðu í fylkíngarbrjósti þeirra manna, sem áttu mestan hlut l því að skapa glœsilegasta framfaratimabilið í sögu þjóðarinnar. Hélt hann þar vel á öllum málum og ávallt drengilega, hversu hörð sem baráttan var. í sumar kom það í hlut han's, að stjórna atkvœðagreiðslunni um lýðveldisstofnunina l héraði sínu og síðar að taka á móti fyrsta forseta íslands fyrir hönd héraðsbúa. Hefir það hvort tveggja verið í ánœgjulegu samrœmi við œvilanga þjóðmálabaráttu hans og sívakandi áhuga um hag og heill þjóðarinnar. Þótt Þorleifur í Hólum sé nú orðinn áttrœður að árum, er hann enn jafn ungur í anda, frjálslyndur og sókndjarfur sem fyrr. Tíminn og Framsóknarflokkurinn þakka honum tíbi miklu og margvíslegu störf, er hann hefir á sig lagt, alþjóð til heilla, og árna honum alls velfarnaðar á komandi árum. Undír það munu margir taka. Heill hinum áttrœða forvígismanni í frelsis- og framfarabar- áttu íslendinga. Morgunblaðið hefir að undan- förnu haldið uppi þrálátum rógi og slúðri um Vigfús Guðmunds- son gestgjafa og veitingaskála hans að Hreðavatni. Fyrst í stað beitti það þó dylgjum einum og nefndi engin nöfn, enda er það í samræmi við hina frægu lýs- ingu Árna frá Múla á baráttu- aðferðum Sjálfstæðisflokksins, er hann segir, að hafi meiri trú á j rógi, dylgjum og glósum, bæði leynt og ljóst, heldur en rök- studdum ádeilum á andstæðing- ana. Hefir Morgunblaðið enn einu sinni sýnt og sannað, að þessi lýsing Árna á við rök að styöjast. En þótt nafn Vigfúsar Guð- mundssonar væri hvergi nefnt í fyrstu níðgrein Morgunblaðsins, voru innan um dylgjurnar setn- ingar, sem sýndu ljóslega við hvern var átt. Þannig var talað um gestgjafa, serft-væri „ein af höfuðstoðum eins umbótaflokks- ins í landinu“, einn af „stafn- búum“ hans og „frægur æsku- lýðsleiðtogi". Eftir þetta þykist Mbl. undrast það, að menn skilji við hvern sé átt í slúðursögum þess. Nú eru þessar slefsögur komnar í ísafold líka, og er helzta ráðningin á því sú, að reyna eigi m. a. að berja í brest- ina fyrir ritstjóra ísafoldar, Jón Pálmason, sem mestar hrakfar- irnar fór fyrir V. G. s. 1. vetur. ÖFUNDSÝKI? En einnig virðist Morgunblað- ið ákaflega öfundsjúkt yfir þeim vinsældum, er V. G. nýtur, ekki sízt meðal æskulýðsins, og ger- ist grátt af öfund yfir þeirri miklu aðsókn, sem er að hinum fagra ferðamannastað, Hreða- vatni. En Mbl. og ísafold þurfa áreiðanlega að teygja betur úr rógstungum sínum, ef þær eiga að hafa áhrif á vinsældir V. G. og aðsókn að veitingastað hans, Hreðavatnsskála. En innrætið leynir sér ekki. Á VILLIGÖTUM. Annars kann fleira að valda því, að Morgunblaðinu og ísa- fold ’ finnst sérstök ástæða til þess að leggja Vigfús Guð- mundsson í einelti með níði og dylgjum. Vigfús gekk ungur í flokk þeirra manna, sem vilja skapa á þessu landi betri lífs- kjör, meiri menningu og bjart- ari framtíð alþjóð til handa. Hann hefir verið hugsjónum sínum trúr, þótt annað hefði sjálfsagt oft verið þægilegra og gróðavænlegra. Það hefir aldrei neinu umþokað, hversu eitru? skeyti sem íhaldsliðið hefir sent honum, og munu þessar stung- ur Morgunblaðsritstjórans nú litlu áorka í því efni. En Valtýr hóf aftur á móti landsmálaferil sinn með því að ganga á mála hjá peningavald- inu í landinu. Þar hefir sjálfsagt verið vel borgað, og stríðsgróða- mennirnir frá fyrra stríði þurftu viðvikalipran þjón til þess að verja sérréttindi sín. Nú líta þeir, sem hófu afskipti af þjóðmálum eftir heimsstyrj- öldina fyrri, yfir farinn veg. Svipaðir tímar eru komnir í annað sinn. En hú er orðið of seint fyrir þá, sem fyrir tuttugu árum kusu heldur peninga en hugsjónir, að snúa við. En þá gerir ekki nema illt verra að níða og rægja þá, sem ekki létu ginnast til þess að verzla með hugsjónir sínar. Það er ekki ein- kenni sannrar iðrunar, heldur gremjuþrunginnar mannvonzku, og má ritstjóri Morgunblaðsins enn um sinn vorkennast á villi- götum sínum undir sinni gömlu syndabyrði. \

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.