Tíminn - 22.08.1944, Blaðsíða 3
80. Mað
TÍMHVÍV, þrigjndaginn 33. ágnst 1944
319
Nýjju vélarnar . . .
(Framh. af 2. síðu)
enn notaðar þar. Á Jódísarstöð-
um í Eyjafirði og Sétbergi við
Hafnarfjörð hafa sams konar
vélar verið notaðar árum sam-
an. Með 5 af þeim dráttarvélum
frá I. H. C, sem S. í. S. flutti inn
í fyrra, fylgdu viðbyggðar sláttu-
vélar. Af ýmsum ástæðum urðu
þær ekki reyndar fyrr en í ár,
en hafa reynzt ágætlega. í ár
hefir S. í. S. flutt inn 13 léttar
dráttarvélar með viðbyggðum
sláttuvélum. Ætlunin var- að
kaupa þær frá I. H. C, en af
stríðsástæðum fengust vélarnar
ekki afgreiddar frá þessu firma
og voru því keyptar frá öðru
kunnu félagi. — Þetta er mér
kunnugt um, að J. B. veit fullvel
um og vissi áður en hann var
sendur vestur. S. í. S. á nú 50
léttar dráttarvélar með við-
byggðum sláttuvélum (og plóg-
um) í pöntun og er góð von um
að 'þær fáist afgreiddar frá I.
H. C af þeirri gerð, sem ætlunin
var upphaflega að. fá í ár. Senni-
lega er dráttarvél sú, er J. B.
flytur nú inn fyrir ráðuneytið
„með sláttuvélargreiðu og ljá"
nákvæmlega sama gerð og vélar
þær, er S. í. S. flytur inn.
¦ Sem glöggt dæmi, um hið
breytta viðhorf bænda og getu á
þessu sviði má nefna það áð
bróðurparturinn af þessum 50
vélum, sem S. í. S. á'von á næsta
ári, er nú lofaður.
3. Vélar, sem búnaðarmönnum
hérlendis hafa verið vel kunnar
og vita að geta komið hér að
gagni, þegar aðstaða er fyrir
hendi til þess að nota þær, en
um þá aðstöðu hefir hins vegar
ekki verið að ræða til þessa,
og hafa þær því ekki verið flutt-
ar til landsins. Sem - dæmi um
þessar vélar má nefna mykju-
dreifarann og heyhleðsluvélina.
Mykjudreifarar hafa að sönnu
verið notaðir hér á nokkrum bæj
um. Það hafa eingöngu verið
litlir tvíhjólaðir dreifarar, sök-
um þess, að stærri fjórhjólaðir
dreifarar eru ekki drægir 2—3
íslenzkum hestum. Til þess að
bóndinn geti haft not af þessum
fjórhjóluðu dreifurum þarf hann
að eiga dráttarvél með gúmmí-
hjólum til þess að beita fyrir
dreifarann. Fram að þessu hafa
nær allar dráttarvélar í sveit-
unum verið félagseign og notað-
af til umferðavinnu. Það er ekki
fyrr en lítilsháttar í fyrra, og
í ár, að einstakir bændur eign-
ast dráttarvélar til heimilisnota.
Möguleikar til þess að nota betri
og stærri mykjudreifara en áður
hafa verið notaðir, eru því að
verða fyrir hendi, þótt í smáum
stíl sé, en hafa ekki verið það
fyrri en nú.
Svipað er að segja um hey-
hleðsluvélina. Slíkar vélar hafa
ekki verið notaðar hér af þeirri
'einföldu ástæðu, að það er lang-
samlega ofviða fyrir 2 ísl. hesta,
að draga stóranfjórhjólaðanhey-
vagn, sem heyhleðsluvél er tengd
aftan í. Það munu ekki vera
nema 5—6 bændur á landinu,
sem eiga hæfa heyvagna til þess-
ara nota og enginn þeirra hefir
til þessa átt dráttarvél, er henti
að beita fyrir þá; um nötkun
heyhleðsluvéla hefir því ekki
verið að ræða. Nú mun þetta
breytast, bændur þeir, sem eign-
ast dráttarvélarnar geta komið
sér upp hentugum vögnum og
þá er engum örðugleikum háð
að útvega þeim heyhleðsluvél-
arnar. Hitt er fjarstæða ein að
450 kg. þung heyhleðsluvél sé
„vel meðfærileg tveim íslenzk-
um hestum", þegar hún er kom-
inaftan í viðeigandi heyvagn.
í þessu sambandi er svo enn
eitt óathugað: eigum vér að
stefna að því að hirða hey( í
hlöður úr flötu, eða eigum vér
að setja það saman úti í sæti
til þess að fullþurrka það áður
en flutt er í hlöður.
4. Vélar, sem hafa verið reynd-
ar hér og reynzt þannig að ekki
hefir þótt ástæða til þess að
vinna að útbreiðslu þeirra. Af
þessum vélum má nefna ræsa-
plóginn og vél til að setja ó-
spíraðar kartöflur. Hvorutveggja
er reynt og hefir ábyrgum
mönnum ekki þótt ástæða til
þess að bjóða heim mjög lélegri
framræslu með því að efna til
notkunar ræsaplóganna, og ekki
þykir vænlegt til eflingar kart-
öfluræktinni að örfa til þess að
setja niður óspíraðar kartöflur.
5. Vélar, sem engir hagkvæm-
ir né fræðilegir möguleikar eru
fyrir, til þess að nota hér á landi.
Verður S.I.S. né Verkfæranefnd
síst láð, þótt lítið hafi verið
unnið að útbreiðslu slíkra véla.
6. Loks eru á meðal hinna 20
nýjú véla nokkrar, vélar, sem
eru alger nýjung hér á landi, og
sem vonandi er, að geti orðið
að gagni þótt.notkun þeirra séu
þröngar skorður settar, en fari
svo, að notkun þeirra reynist
ekki hagkvæm, er ekki nema vel
farið, þó þær séú reyndar og
skorið úr um nothæfi þeirra.
Að endingu vil ég nefna mjalta-
vélarnar. Hér á árunum voru
á vegum Samb. ísl. samvinnufél.
lagðar mjaltavélalagnir í nokk-
ur fjós og farið að nota mjalta-
vélar frá; A/B Separator, sem
ætíð hefir verið í fararbroddi
um framleiðslu og gerð mjalta-
véla..Notkun vélanna lagðist nið-
ur alls staðar nema á einu mynd-
arbúi, þar eru þær alltaf not-
aðar með ágætum árangri. Or-
sökin var ekki sú, að vélarnar
væru ekki góðar, ég fullyrði, að
vélar þær, sem nú á að flytja
inn frá Ameriku, eru engu betri.
Það eru fyrst og fremst vissar
veilur í f jósamenningu vorri, sem
valda því, að notkun mjaltavéla
hefir ekki náð fótfestu hér á
landi.Vonandi er, að þetta sé nú
smámsaman að lagast, og hin
miklu vandræði að fá kýr mjalt-
aðar munu verða til þess að
notkun mjaltavéla verður tekin
upp aftur. Eins og sakir hafa
staðið undanfarin stríðsár, hefir
það ekki verið hægt sökum þess_,
hve afar torvelt hefir verið að
fá slitstykki úr gúmmí til vél-
anna, en af þeim eyðist alltaf
allmikið. Að stríðinu loknu munu
verða fluttar inn sænskar
mjaltavélar af 1. flokks gerð og
gæðum — en Svíar hafa alla tíð
haft forustuna á þessu sviði —
virðist tilgangslíjið, að „inn-
leiða" að ýmsu leyti vafasam-
ari amerískar vélar þangað til
innflutningur fæst frá'Svíþióð.
Um þetta væri ástæða til að rita
nánar, og verður gert á öðrum
stað. Þegar farið var til Ameríku
hraðferð að kaupa „nýjar" vélar,
varð'ofan á^að snúa sér til þess
búvélafirma, er S.Í.S. hefir skipt
mest við. Spá mín er, að þegar
mjaltavélanotkunin kemur aft-
ur til sögunnar, verður á sama
hátt hagkvæmast að snúa sér til
A/B Separator í Stockhólmi, sem
S.Í.S. hefir einnig umboð fyrir,
eða til einhvers jafngóðs sænsks
firma.
Með greinargerð þessari þyk-
ist ég hafa svarað nokkurn veg-
inn spurningum þeim, er til mín
hefir verið beint viðvíkjandi við-
horfi Búnaðardeildar S.Í.S. og
Verkfæranefndar til hinnar á-
berandi útvegunar landbúnaðar-
véla til reynslu, sem Atvinnu-
málaráðuneytið hefir efnt til.
Það skal að lokum tekið fram,
að ég hefi öll stríðsárin talið
það miður farið, að ekki skuli
hafa verið sendur maður til
Ameríku, til þess að greiða fyrir
kaupum búvéla, jafntítt eins og
það hefir verið, að sérstakir
menn hafa verið sendir í ýms-
um mjsjafnlega þörfum verzlun-
arerindum, en að sjálfsögðu hefi
ég gert ráð fyrir, að það yrði
gert í fullu samráði við S.Í.S. og
aðra þá aðila, er mest hafa um
þessi mál fjallað. Ég tel illa far-
ið, hvernig nú hefir verið á þessu
máli tekið, þótt það sé vonandi
frekar gert af fljótfærni og ó-
kunnugleika á málinu, heldur
en af beinum ásetningi, að gera
úr hófi fram lítið úr því, sem
áður hefir verið gert eða jafnvel
að strika það alveg út sem eins-
kisnýtt. Ég skal ekki dylja það,
að mér hefir oft á undanförnum
árum þótt búvélaverzlun S.Í.S.
of lágreist, pg ekki hefi ég latt
þess að nýjar vélar væru reynd-
ar, en ég vil byggja framsóknina
og framhaldið á því, sem áunn-
izt hefir, byggja hana á jörð-
inhi og staðreyndunum, en ekki
gera málið að „reklama" með
vondu Vesturheimssniði.
Þótt búbélaverzlun S.Í.S. hafi
verið áfátt um margt, er full-
kunnugt, að það hefir ekki gert
sig sekt um óheilbrigðan sölu-
áróður til þess að koma út vafa-
sömum vélum. Einnig má segja
með sanni, að I. H. C hef ir aldrei
gert minnstu tilraun til þess á
nokkurn hátt, að selja hingað
aðrar vélar en þær, sem báðir
aðilar, sérfræðingar þeirra og
þeir, sem hafa annast vélakaup
fyrir S.Í.S., hafa verið sammála
um að væru vel við vort hæfi.
En nú virðist að þvi stefnt, að
aðrir hættir verði upp teknir
við innflutning búvéla.
Fimmtngnr;
Sigurður Sigurðsson
Ytri-Skeljabrekku
Sigurður Sigurðsson bóndi á
Ytri-Skeljabrekku verður fimm-
tugur þ. 24. ágúst n.k.
Hann er sonur hjónanna Ingi-
bjargar Sigurðardóttur og Sig-
urðar Þórðarsonar, er lengst af
bjuggu í Árdal i Andakílshreppi.
Ólst Sigurður þar upp hjá for-
eldrum sínum. Snemma bar á
dugnaði hans, athafnalöngun
og útþrá, er leiddi til þess m. a.,
að hann tók óvenjulega ungur
að stunda sjóróðra á vetrarver-
tíðum í verstöðvum við Faxaflóa,
og hélt því fram allt þar til hann
hóf búskap, þó að undantekmim
námstíma sínum á Hjarðar-
holtskólanum. Síðustu veturna
var hann á togurum, en jafnan
stundaði hann landbúnaðarstörf
á sumrum.
Sigurður var mjög eftirsóttur
bæði sem heyskapacmaður' og
sjómaður, svo mjög bar hann af
um kunnáttu, dugnað og trú-
mennsku í þessum störfum.
Strax í æsku mun Sigurður
hafa sett í sér það takmark, að
verða fremur veitandi en þiggj-
andi fjárhagslega, og gagnvart
þeim, er hann vann fyrir eða
umgekkst. Vegna ráðdeildar og
dugnaðar græddust honum þó
vonum framar fjármunir.
Árið 1925 kvæntist Sigurður
Guðrúnu Salomonsdóttur. B j uggu
þau hjónin fyrst í Hafnarfirði,
en 1926 keypti Sigurður jörðina
Ytri-Skeljabrekku í Andakíls-
hreppi og byrjuðuþau hjónin
búskap þar wn vorið, og hafa
búið þar síðan eða full 18 ár.
Hafa þau verið samtaka í því,
að „gera garðinn frægan" með
prýðilegri umgengni úti og inni
og sérstakri risnu við þá er að
garði bar. Sigurður hefir reynzt
Samband ísl. santvinnufélaaa.
SAMVINNUMENN!
Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar.
Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu.
sérstaklega góður bóndi. Hefir
þar farið saman dugnaður hans
við heyöflun og góð meðferð á
öllum búfénaði, ásamt áhuga
fyrir að bæta búfjárstofninn.
Þessir búmannshæfileikar, sam-
fara hagsýni hafa skipað Sig-
urði sess meðal hinna beztu
bænda, varnað honum frá fjár-
hagslegum þrengingum land-
búnaðarins á árunum 1930—
1938, og nú skapað honum góðan
efnahag á bænda mælikvarða.
Sigurður hefir verið góður
þegn síns þjóðfélags og hrepps-
félags, og verið í höpi þeirra, er
mestu guldu til sameiginlegra
þarfa sinnar sveitar nú um langt
skeið. Þau trúnaðarstörf, er hon-
um hafa verið falin, hefir hann
unnið með sömu prýði og annað.
Um leið og ég samgleðst Sig-
urði á þessum tímamótum ævi
hans með mikinn og góðan
árangur af starfi sínu, óska ég
honum alls velfarnaðar á ó-
komnum árum.
G. J., Hvítárbakka.
P A L
Rœstiduft —
er fyrir nokkru komlð á
markaðinn og heíir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, því
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
lVotíð
P A Ii rasstiduft
AðTöriin
Að gefhu tilefni eru menn varaðir við því að kaupa
hermannaskálá í lögsagnarumdæmi bæjarins, í þeirri
von að þeir fái að standá áfram', eða að reisa megi þá
á öðrum stað í umdæminu. '
V Hvorugt verður leyft, heldur mun stefnt að því, að
hermannaskálarnir verði teknir í burtu svo fljótt sem
verða má.
Jafnframt skal tekið fram, að bæjarstjórnin hefir
enga líermannaskála til ráðstöfunar og er því tilgangs-
laust að snúa sér til borgarstjóra, bæjarver-kfræðings
eða annarra bæjarstarfsmanna varðandi kaup eða leigu
á hermannaskálum.
Reykjavík, 17. ágúst 1944.
Borgarstjórinn
Húsmæðrakennara-
skóli Islands
getur enn tekið tvo nemendur í skólaeldhúskenn
aradeildina.
Kennsla hefst 15. sept. n. k., en námstími er
mánuðir.
Inntökuskilyrði: Kennarapróf frá Kennaraskól-
anum. *
Skólastjórinn.
Tílkynníng
Hér með tilkynnist viðskiptavinum mínum á íslandi, að
ég hefi, ásamt Mr. Arthur Smith, skipamiðlara og útgerðar-
manni, stofnsett í Grimsby skipaafgreiðslufirma, skrásett
undir nafninu „THE HEKLA AGENCIES, LTD." skrifstofa,
79, Gleethorpe Road (rétt við höfnina). Við munum taka
að okkur afgreiðslu flutnings- og fiskiskipa að öllu leyti,
upp- og útskipun o. s. frv. Við viljum einnig benda hátt-
virtum skipstjórum og útgerðarmönnum á, að í sambandi
við skipaafgreiðsluna höfum við löggilta tollsölu á tóbaki,
vindlingum, áfengi og öllum tollvörum til skipa og höfum
undanfarið afgreitt íslenzk skip með tollvörur, ásamt
mörgum brezkum stjórnar og fiskiskipum.
Ég vil geta" þess, að Grimsby firmað er óskylt Oddsson
& Co. Ltd., Hull, sem ég verð framkvæmdarstjóri fyrir eftir
sem áður.
Með von um að verða aðnjótandi viðskipta íslenzkra út-
gerðarmanna og skipaeiganda munum við gera allt, sem
í okkar valdi stendur til að viðskiptin verði sem ánægju-
legust í alla staði.
Virðingarfyllst,
Gnðmundur Jörgenssoa
Alveg sérstaklega harma ég
það, að þegar Jóhannes Bjarna-
son er kominn heim að loknu
löngu námi, skuli þekking hans
og starfskraftar misnotast á
þann hátt, sem gert" hefir verið
með hinni fljótfærííislegu véla-
ferð til Vesturheims. Hér eru
sannarlega nóg verkefni fyrir
hendi fyrir hann að vinna að á
hagnýtan hátt, veri hann vel-
kominn til slíkra starfa. En ham-
ingjan hjálpi oss frá því, að
beina hinum ungu, dýrt mennt-
uðu mönnum, er heim koma að
vestan, inn á brautir yfirborðs-
mennskunnar.
17vágúst 1944
Árni G. Eylands.
ORÐSENIÍIIVG
til kaupenda Tímans.
Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beðnir að snúa
sér STRAX til
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR,
afgreiðslumanns,
í sfma 2323, helzt kl. 10—12 f.
hád. eða kl. 3—5 e. hád.