Tíminn - 22.08.1944, Blaðsíða 4
320
ÍTIt BÆNIIIH
Bæjakeppnl
í íþróttum hefir farið fram milli
Hafnfirðinga og Vestmannaeyinga.
Lauk henni á föstudagskvöldið var og
sigruðu Vestmannaeyíngar. Hlutu þeir
12525 stig en Hafnfirðingar 11324 stig.
Fór fram keppni í 11 íþróttagreinum,
og áttu Hafnfirðingar fyrsta mann í
sex þeirra, en Vestmannaeyingar í
fimm. Hins vegar unnu Vestmanna-
eyingar sjö greinar í stigum en Hafn-
firðingar aðeins 4. í fyrra unnu Vest-
mannaeyingar keppnina* einnig. Eitt
íslandsmet var sett á íþróttamóti þessu.
Það var í stangarstökki, 3,65 m., setti
það Guðjón Magnússon úr Vestmanna-
eyjum, sem sjálfur átti eldra metið,
3,55 m.
íþróttamönnum boðið
tll Þingvalla.
Sl. miðvikudag' bauð bæjarstjórn
Reykjavíkur íþróttamönnum þeim frá
Austfjörðum og Vestmannaeyjum, sem
þátt 'tóku í meistaramótinu, í skemmti-
ferð til Þingvalla. í ferðinni voru auk
þeirra, Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í.,
Jens Guðbjörnsson, formaður Ármanns
Benedikt Jakobsson, íþróttaráðunaut-
ur, o. fl. Fyrst var ekið í Jósefsdal óg
skáli Ármanns þar 'skoðaður, en síðan
ekið að Sogsvirkjuninni og þaðan sem
leið liggur til Þingvalla. Veðrið var
ágætt og ferðin þátttakendum til mik-
illar ánægju.
Svifflugfélag íslands
vinnur að því, að flytja birgða-
skemmu, sem setuliðið hafði á Geit-
hálsi, upp á Sandskeið. Hafizt var
handa um verkið fyrir tæpum þrem
vikum síðan, og er ætlazt til að því
verði lokið fyrir veturinn. Á félagið von
á vélflugu og líklega þrem svifflugum
frá Vesturheimi. Flugskýli það, sem
Svifflugfélagið hefir haft á Sandskeiði,
verður því ekki nægjanlegt, þegar þess-
ar .flugur koma, og var þess vegna
horfið að því ráði að koma upp öðru
flugskýli.
Á afmæli Reykjavíkurbæjar
18. þ. m. hélt bæjarstjórnin veizlu
að Hótel Borg fyrir forseta íslands og
frú hans. Veizluna sátu um 120 inn-
lendir og erlendir gestir. Borgarstjóri
stýrði veizlunni og minntist fósturjarð-
arinnar. Forseti bæjarstjórnar talaði
fyrir minni forsetahjónanna, en forseti
svaraði og mælti fyrir minni Reykja-
víkurborgar.
Kona deyr afi
brunasárum
Það slys vildi til í Bakkabæ í
Ólafsvík síðastliðið miðvikudags-
kvöld, að kona að nafni María
Guðmundsdóttir brenndist svo
mjög, að hún andaðist af bruna-
sárum tæpum sólarhring síðar.
Slysið vildi þannig til, að María,
var að kveikja upp eld í eldavél
og hellti olíu í eldstóna. Varð þá
sprenging og kviknaði við það
í fötum Maríu:
María var að stunda sængur-
konu, er þrem dögum áður hafði
alið barn. Fór sængurkonan
fram úr rúminu og tókst að
slökkva eldinn í fötum Maríu,
en þá var líkami hennar allur,
nema fætur og andlit, skað-
brenndur.
Læknir var kvaddur til frá
Stykkishólmi og kom hann um
nóttina.
Var María þá flutt í bát til
Stykkishólms og lögð í sjúkra-
húsið. Þar andaðist hún um há-
degi á fimmtudag.
Sængurkonunni líður vel eftir
atvikum.
TÍMEVrV, þrigjudaginn 33. águst 1944
80. blað
Nýr próiastur skip-
aður í Færeyjum
Séra Jakob Dahl, prófastur í
Færeyjum, lézt síðastliðið vor.
Var hann gagnmerkur maður,
traustur forvígismaður fær-
eysku kirkjunnar og ötull braut-
ryðjandi á sviði færeyskra bók-
mennta og menningarmála.
Meðal annars þýddi hann mik-
,ið af ritningunni á færeyska
tungu, og ér það eitt ærið afrek.
Nú nýlega hefir prfjfastur ver-
ið skipaður í stað séra Jakobs
Dahls. Varð fyrir valinu séra
Gullak Jakobsson, sóknarprest-
ur í Hvalbæ á Suðurey. Er hann
færeyskur, en um það hafði ver-
ið nokkur uggur, að ekki yrði
færeyskur maður skipaður í
prófastsembættið.
Séra Gullak Jakobsson er 72
ára gamall og mun vera elzti
presturinn í Færeyjum.
Bastílludagurínn í Frakk-
iandí
Bastilludagurinn, 14. júlí. var haldinn hátíðlegur í sumar í þeim hluta
Frakklands, sem Bandamenn höfðu þá nað úr greipum Þjóðverja. Var
það í fyrsta skipti siðan 1940, að hann var þar hátiðlegur haldinn opin-,
berlega. — Á myndinni hér að ofan sést mannþröng fyrir kirkjudyrum
í Cherbourg að lokinni messugerð. Hinn þríliti, franski þjóðfáni blaktir
yfir dyrunum. — Bandamenn tóku Cherbourg af Þjóðverjum 8. júlí.
Þessi mynd var einnig tekin Bastilludaginn. Hún er frá Isigny ,og eru
franskir föðurlandsvinir að hylla líkneskju, sem reist var eftir heims-
syrjóldina fyrri til heiðurs Isignybúum, er þá bbrðust í franska hernum.
Þessi mynd gefur ofurlitla hugmynd um þann sorglega eftirleik, sem óhjá-
kvœmilega hlýtur að eiga sér stað % Frakklandi, eins og víðar, þegar Þjóð-
verjar hafa verið hraktir þaðan brott. í Cherbourg var það einn þáttur
hátíðahaldanna, að franskir fbðurlandsvinir smóluðujað morgni hins 14.
júlí saman stúlkum þeim, sem haft höfðu samneyti við þýzka hermenn
þau fjögur ár, er Þjóðverjar réðu lögum og lofum í borginni. Þœr voru
miskunnarlaust krúnurakaðar, og síðan var þeim ekið um götur borgar-
innar l stórum, opnum vögnum eða reknar á undan skrúðfylkingunum.
Kappreiðar Fáks
Hestamannafélagið Fákur
efndi til veðreiða á Skeiðvellin-
um við Elliðaár á sunnudaginn,
og hófust þær kl. 3 e. h. Keppt
var í 250 m. skeiði og 300 m. og
og 350 m. stökki.
Á skeiðsprettinum stukku allir
hestarnir upp í undanrásinni,
nema Randver Jóns í Varmadal.
Rann hann sprettinn þá á 26,2
sek., en í úrslitaspretti (einsam-
all) á 28.8 sek. Metið á þessari
vegalengd á Sjúss úr Hafnar-
firði á 24.2 sek.
Á 300 m. sprettfæri í stökki
varð Ör úr Dalasýslu fljótust á
23.2 sek., — en Ör mun tvímæla-
laust vera eitt efnilegasta stökk-
hross, sem hér hefir komið fram
í langan tíma. Metið á þessar/
vegalengd á Sleipnir Þórðar
Kristjánssonar á 22.2 sek. —
Næstur Ör varð Þröstur'Sigurð-
ar Hallbjörnssonar, á 24.3 sek.,
og þriðji Sindri Jóhanns Guð-
mundssonar, á 24.9 sek. Báðir
þessir hestar eru að uppruna úr
Borgarf j arðarsýslu.
Á 350 m. sprettfæri í stökki
bar Hörður Finnboga Einarsson-
ar á Melum sigur úr býtum og
hljóp vegalengdina á 26.7 sek.
Næstur varð Léttir Þorgeirs í
Gufunesi, á 27.0 sek., og þriðji
Kolbakur Jóhanns Guðmunds-
sonar, einnig á 27.0 sek. Metið
á þéssari vegalengd á Drottn-
ing Þorgeirs -í Gufunesi á 25.6
sek.
I
TJAENABBÍÓ
STEFNUMÓT
i* í BERLÍN
(Appointment in Berlin)
Spennandi amerísk mynd
um njósnir og leynistarf-
semi.
Marguerite Chapman,
George Sanders.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
-GAMLA BÍÓ-
STJORNUREVYArV
(Star Spangled Rhythm).
BETTY HUTTON,
BING CROSBY,
BOB HOPE,
RAY MILLAND,
DOROTHY LAMOUR o.fl.
.'Sýnd kl. 7 og 9.
Draugaskipið
Sýnd kl. 3 og 5.
Bönnuð yngri en 14 ára.
-nýja ríó-o
~t
HETJUR
HERSKÓLANS
(Ten Gentlemen from
West Point).
Söguleg stórmynd frá byrj -
un 19. aldar.
MAUREEN O'HARA,
JOHN SUTTON,
GEORGE MOTGOMERY.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
¦{ Bönnuð yngri en 12 ára.
Mínníngarathöfn á
Skólavörðuholti
A þessu ári eru þrjár aldir
liðnar síðan Brynjólfur Sveins-
son, biskup í Skálholti, vígði
Hallgrím Pétursson til prests.
Var útiguðsþjónusta haldin á
Skólavörðuholti á sunnudaginn
var til minningar um þenna
atburð. Gengust prestar Hall-
grímssafnaðar, séra Sigurbjörn
Einarsson og séra Jakob Jónsson,
fyrir þessari athöfn.Munu þús-
undir manna hafa verið * við-
staddar.
Athöfnin hófst með því, að
Lúðrasveit Reykjavíkur undir
stjórn Alberts Klahn lék lofsöng
eftir Beethoven. Því næst var
sálmur Hallgrims, „Víst erfcu,
Jesú, kóngur klár," leikinn og
sunginn.
Síðan flutti séra Sigurbjörn
Einarsson ræðu. Minntist hann
þess meðal annars, hve merkur
viðburður í íslen^kri kirkjusögu
það hefði verið, þegar Hallgíím-
ur var vígður til prests. Þjóðin
og kirkjan hefði þegið vígslu af
honum í nærfellt 3 aldir.
Var ræðan hin skörulegasta
og athöfnin öll virðuleg.
Sendiherra Islands í
Washíngton heidraður
Herra Thor Thors sendiherra
íslands í Washington var á
laugardag útnefndur heiðurs-
doktor- í lögum við Rider-háskóla
í Trenton, ásamt herra Walter
Edge, ríkisstjóra New-Jersey.
Erlent yf irlit
• (Framh. af 1. sigu)
uðu á fólk að halda sér í skefj-
um og kváðust mundu bæla nið-
ur allar upþreisnartilraunir af-
fullkomnu miskunnarleysi. Var
sett á umferðarbann í borginni,
og dauðarefsing lögð við hverri
minnstu yfirtroöslu við fyrir-
skipanir, boð og bönn Þjóðverja.
En þessar ráðstafanir munu ekki
hafa borið tilætlaðan árangur,
því að flest bendir til þess, að
allt logi í óeirðum í mörgum
borgarhlutum. Parísarbúar unna
frelsinu og trúlegt er, að erfitt
sé að halda þeim í kreppu, nú
þegar þeir heyra lúðra nýs tíma
dynja við borgarhliðin eftir
fjögurra ára kúgun.
Mælt er, að Þjóðverjar hafi
boðizt til þess að hörfa brott úr
París gegn því loforði franska
heimaliðsins, að brottför þeirra
verði ekki torvelduð. En ótrúlegt
er, að því boði verði sinnt, svo
vígreifir sem Frakkar eru, auk
þess sem það er óvíst, að hve
miklu haldi það kæmi hinu
þýzka setuliði í París, þar eð
héVsveitir Bandamanna streyma
nú yfir Signu beggja megin við
borgina og öðlast sennilega brátt
góða aðstöðu til árása á hinar
helztu undanhaldsleiðir.
Það er að vísu mikill sigur fyr-
ir Bandamenn að ráða niðúrlög-
um Þjóðverja í meginhluta
Frakklands, en þó er það aðeins
undirbúningur að aðalsókninni
— sókninni inn í sjálft Þýzka-
land og til Berlínar. Undanfarin
dægur hefir mikið kveðið að
loftárásum á herstöðvar í Belgíu
og segja sænskar fregnir, er eiga
rót sína að rekja til fréttaþ'jón-
ustu Svenska Dagbladets, að
Þjóðverjar óttist mjög, að þær
séu undanfari nýrrar innrásar,
sem eigi að gera víðs végar á
strönd Belgíu, Hollands, Vestur-
Þýzkalands og jafnvel Danmerk-
ur í sama mund og Rúss-
ar hefja meginsókn sína inn í
Tíl hluthaSa í Kvennaheimilinu
Hallveigarstaðír h.L
Þar eð tillaga hefir komið fram um að breyta félaginu úr hluta-
félagi í sjálfseign, verður kallaður saman hluthafafundur, síðari
hluta septembermánaðar, til þess að taka 'ákvörðun urri þetta at-
riði. Fundurinn verður nánar augiystur síðar. Þess er vænst, að
þeir- hluthafar, er það geta, mæti á fundinum, og'að þeir, sem,
ekki geta því við komið, felli öðrum að fara með atkvæði sitt.
Þarf þá að senda númer hlutabréfsins, ásamt neikvæði eða já-
kvæði við tillögunni. Sþ ekki annað fyrir hendi, má senda þetta
til stjórnar, félagsins. Verði sú niðurstaða fundarins, að heppilegra
sé að breytingin komist á, verða þeim hluthöfum, sem þess óska,
heimilt að fá hlutabréf sín endurgreidd. ~~
Reykjavík, 12. ágúst 1944.
Stjórn KvennaheimilisinsHallveigarstaðir h.f.
Steinunn H. Bjarnason,
Sólvallagötu 14.
Ingibjörg fsaksdóttir,
Vesturvallagötu 6.
Guðrún Pétursdóttir,
Skólavörðustíg 11.
Ragnhildur Pétursdóttir,
Háteigi.
Inga Lárusdóttir,
Sólvallagötu 15.
Anglýsing
frá
atvinnu- og' samgöngumálaráðfuneytinu.
Með skír^skotun til auglýsingar ráðuneytisins, dags.
14. þ. m., um kaup á fiskibátum írá Svíþjóð, tilkynnist
^ hér með að þeir, sem óska að gerast kaupendur bát-
anna verða að senda ráðuneytinu skriflega staðfest-
ingu á fyrri umsókn sinni fyrir 26. þ. m., ásamt grein-
argerð um greiðslumöguleika sína.
Rei/kjcivik, 18. ágúst 1944.
Prússland. Er í þessu sambandi
á það bent, að af 200 þúsund
manna setuliði í Danmörku hafi
helmingurinn verið flutt brott
og eftir séu aðeins dröngir og
rosknir menn, er ekki þyki full-
færir til hermennsku. Af þessu
er dregin sú ályktun, að víðar
kunni varnir að hafa verið
veiktar á vesturströndinni og
þetta muni Bandamenn nota sér.
Á hinn bóginn hafi Þjóðverjar
ekki mannafla til þess að auka
nú liðskost sinn þar, þótt þess
þyrfti við.
Fyrsta njósnarilugift
(Framh. af 2. síðu)
lægt Versölum, og hefir ekki
beðið þess bætur.
En samt sem áður hefir hann
haldið áfrám að starfa að flug-
málum af sama dugnaði og áður.
Einkum hefir hann af mikilli
elju reynt að efla áhuga
franskra æskumanna á flugmál-
um og glæða trú þeirra á ágæti
franskra véla. Árið 1930 fékk
hann því til leiðar komið, að
flugstöðin við Séníu var tekin-til
afnota vegna langflúgstilrauna,
sem þá voru ráðgerðar. Átti
hann þátt 1 að undirbúa ýmis
langflug, einkum þó þeirra
Boussotrot og Rossi, er settu nýtt
met í langflugi og voru lengur
á lofti en áður hafði tekizt. v
Enn í dag er Julien Servién
forseti franska^. flugsambands-
ins í Norður-Afríku. Áhugi hans
er enn jafn ódrepandi og hann
var, er hann var um tvítugt.
Hann segir sjálfur, að hann hafi
séð það fyrir árið 1911, hversu
mikils virði sprengjuflugvélar
myndu verða í hernaði kom-
andi ára, og sú trú hafi stórum
styrkzt síðar, er hann í stríð-
Héradsskólinn
í Varmahlíð í Skagafirði tekur
til starfa í byrjun októbermán-
aðar n. k. og stendur í 6 mánuði.
Kenndar verða sömu náms-
greinir sem í 1. bekk í gagn-
fræðaskólum með það fyrir aug-«
um, að duglegir nemendur geti
að námstímanum loknum tekið
próf upp í 2. bekk í gagnfræða-
ög menntaskólum.
Skólinn verður jafnt fyrir
pilta og stúlkur.
Inntökuskilyrði: Gott siðferði,
líkamshreysti og fullnaðarpróf
frá barnaskóla.
Umsóknir um skólaveru send-
ast til skólastjórans séra Gunn-
ars Gíslasonar í Glaumbæ fyrir
miðjan september n. k.
Skólanefndin.
Kvikmyndavél
<mjófilma) til sölu i Bókabúð-
inni
Klapparstíg 17
Fylgízt med
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
Tímann.
inu gegn Riff-kabýlum varpaði
með höndunum sprengjum yfir
herstöðvár þeirra.
„Þá sá ég fyrst með eigin aug-
um, hve þeir, sem á jörðinni
voru, áttu örðugt með að verjast
hinum hræðilegu vopnum lofts-/
ins", sagði hann nýlega.