Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 3
82. blað TÍMINN, priojiidagiim 29. ágúst 1944 327 Atliiigasemclip vid svar EimskipaSélagsins vid greinargerð Viðskiptaráðs um filutningsgjaldalækkunina 9. maí 1944 Síðast í júlímánuði birti Eim- skipafélag íslands h.f. svar við greinargerð Viðskiptaráðsins um lækkun flutningsgjalda þess 9. maí s. 1. Viðskiptaráðið hefir margt við skýrslu þessa að at- huga, og yrði það of langt mál, «f sérhverju atriði hennar væri svarað. Mun hér því aðeins rætt um það, sem telja verður mestu máli skipta. í hinu langa svari sínu leiðir félagið í rauninni alveg hjá sér eitt aðalatriðið ¦ í greinargerð ráðsins, sem sé, að félagið varð ekki við margítrekuðum tilmæl- um um að láta ráðinu í té skýrsl- ur um reksturinn og afkomuna á síðari hluta ársins 1943 og að það með því að beita sér mjög eindregið gegn fyrirhugaðri lækkun flutningsgjaldanna í desemberbyrjun gaf ákveðið til kynna, að afkoman mætti ekki við neinni slíkri lækkun. Stað- hæfingar ráðsins um framkomu félagsins að þessu, leyti standa því óhaggaðar. Félagið hyggst sýna fram á, að skýrslur þær og áætlanir, sem það lét ráðinu í té í marz 1943, hafi verið algerlega ábyggilegar, með því, að ráðið játi, að „sam- kvæmt skýrslum þeim, sem fyrir liggi" hafi „reksturinn á fyrstu mánuðum ársins gefið tilefni til hækkunar á flutningsgjöldun- um"." Félagið fór í marz 1943 fram'á hækkun, sem nam 55%, 85% og 200% eftir vöruflokk- um, og rökstuddi þá kröfu með umræddum skýrslum. Ráðið komst við athugun að þeirri nið- urstöðu, að með tilliti til rekst- ursafkomunnar á fyrstu mánuð- um ársins væri 50% hækkun nauðsynleg á öðrum vörum en matvörum og ýmsum fleiri nauðsynjavörum, og er vandséð, hvernig í því á að felast viður- kenning á umræddum áætlun- um félagsins. Annars er auð- veldast að mynda sér skoðun á kröfum félagsins í marz 1943 og þeim áætlunum, sem þá fylgdu til rökstuðnings, með því að minnast þess, að ef málaleitun félagsins hefði verið sinnt og byggt að öllu leyti á áætlunum félagsins, hefði ágóðinn í síðasta ársreikningi orðið 33—34 miljón . krónum hærri en hann varð. Þá telur félagið það óbilgirni að krefjast af því upplýsinga, sem ráðið sjálft telji sig ekki geta látið • lóggiitan endurskoð- anda sækja í bækur þess, þar eð nokkur hluti reikningshalds- ins fari fram í New York. Það ætti þó vissulega ekki að þurfa að skýra það, að þótt ráðið geti á skömmum tíma sent endur- skoðanda í skrifstofu félagsins í Reykjavík, á það ekki við um skrifstofuna í New York. Aðal- skrifstofan hér getur auðvitað hvenær sem er fengið upplýs- ingar í bréfum og símskeytum frá útibúi sínu, en fara má nærri um, hvern árangur það hefði borið, að ráðið hefði krafið úti- búið í New York um skýrslur, ef minnst er undirtekta aðal- skrifstofunnar hér í Reykjavík undir slíkar málaleitanir síðari hluta ársins 1943. Félagið telur það stefnubreyt- ingu hjá ráðinu að hafa lækkað flutningsgjöldin svo mikið í vor, að ékki séu líkur til þess, að um ágóða verði að ræða á þessu ári, . því að það hafi áður viðurkennt nauðsyn þess, að félagið endur- nýjaði og yki skipastól sinn. Sú ákvörðun, að lækka flutnings- gjöldin svo rækilega, að ekki væru líkindi til ágóða á þessu ári, var byggð á því, að ágóði ársins 1943 hefði verið óeðlilega mikill og að féiagið mætti því vel við því nú, að græða lítið eða ekkert. Þótt viðurkennt sé að aukning skipastólsins sé nauð- synleg, er auðvitað fjarstæða, að í því sé fólgið samþykki á því, að Eimskipafélagið megi græða nær ótakmarkað á óeðlilega háum flutningsgjöldum. Ráðið hafði getið þess, að meðan þjóðin ætti hundruð miljóna í erlendum gjaldeyri, ætti ekki að þurfa að örvænta um eflingu flotans. Fé- lagið skopast að þessari stað- hæfingu og telur ráðið ekki geta ávísað þvi á þessar. inneignir. LAUNAMÁLIÐ Það hlýtur að vekja furðu, að forráðamenn Eimskipafélagsins skuli bresta skilning á því, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði er efling skipastólsins fremur kom- in undir gjaldeyriseign þjóðar- innar en sjóðum í íslenzkum krónum, og það þótt gildir séu, og mætti Eimskipafélagið^ vissu- lega muna, að það var gjald- eyrisskortur fyrst og fremst, sem hamlaði eflingu skipastóls fé- lagsins fyrir styrjöldina, en ekki bágur hagur þess sjálfs. í svari sínu segir félagið, að ráðið hafi veitt innflutnings- leyfi og skiprúm fyrir miklu meira af vörum með háum farm- gjöldum en gert hafi verið ráð fyrir og hafi það haft í för með sér 10 miljón króna hækkun á ágóða félagsins. Það er rangt, að veiting innflutningsleyfa á árinu 1943 hafi hér haft þá þýð- ingu, sem félagið gef-ur í skyn, þar eð mestur híuti þeirra vara, sem fluttar voru inn síðari hluta ársins, var ýmist þegar keyptur, eða jafnvel lá tilbúinn í vöru- geymslum erlendis í byrjun árs- ins, og er félaginu auðvitað jafn- kunnugt um þetta og ráðinu. Því.er og kunhugt um, að ekki fékkst keýpt allt það magn af „lágtaxtavöru" (fóðurvöru), sem gert. hafði verið ráð fyrir, og var þá auð'vitað „hátaxtavara", sem beið flutnings, flutt í staðinn, en auk þess voru farnar fleiri ferðir en búizt hafði verið við, og aukning flutningsmagnsins varð þá auðvitað eingöhgu á „hátaxtavöru", þar eð „lágtaxta- vörunni" allri hafði áður verið ráðstafað. Það er því vægast sagt villandi að tala í þessu sambandi um „stefnubreytingu" hjá ráðinu. Viðskiptaráðið gerði sér auðvitað ljóst, að þetta myndi hafa áhrif á afkomu fé- lagsins til batnaðar, en það gat ekki vitað, hversu miklu hagn- aðaraukinn næmi án skýrsma frá félaginu. Einmitt þess vegna krafðist ráðið hvað eftir annað upplýsinga um reksturinn og af- komuna og einmitt þess vegna ætlaði ráðið seint á árinu að lækka flutningsgjöldin, jafnvel þótt enga.r skýrslur hafi fengizt frá félaginu, þótt sú lækkun hafi dregizt til áramóta og orðið minni en fyrirhugað var, sökum mjög eindreginnar**andstöðu fé- lagsins gegn henni. Sem dæmi þess, hversu erfitt það hlaut að vera fyrir ráðið, án nýrra upp- lýsinga frá félaginu, að mynda sér rétta skoðun á því, hversu mikla þýðingu þessi breyting á flutningsmagninu hefði fyrir af- komu félagsins, má geta þess, að í skýrslum félagsins í marz 1943 kemur það fram, að meðal- flutningsgjald á „ýmsum vörum'- (þ. e. a. s! öllum öðrum vörum en matvöru, fóðurvöru, áburði og timbri) hefir verið áætlað um 600 kr'ónur, eða um 900 krónur miðað við hækkun þá, sem leyfð var, en það reyndist um 1200 krónur. Vegna þessa eina atriðis munar því um 6 miljón- um króna, á þessari áætlun og því, sem raun varð á, eða um þriðjungi bókfærðs ágóða fé- lagsins á árinu. Þá telur félagið þá staðhæf- ingu ráðsins ranga, að í skýrsl- um þess og áætlunum hafi rekstrarkostnaður verið talinn hærri en hann varð. í áætlunum félagsins í marz 1943 er gert ráð fyrir, að meðalflutnings- kostnaður á smálest verði um 800 krónur, en samkvæmt reikn- ingi félagsins hefir hann orðið um. 540 krónur og hefir kostnað- urinn þannig verið áætlaður nær 50% hærri en hann hefir reynzt. Þess ber þó að gæta, að á árinu var flutt mun meira en áætlun félagsins gerði ráð fyrir, en kostnaðurinn vex ekki að sama skapi, og á þessi stórkostlegi munur að nokkru leyti rót sína að rekja til þessa. í svari sínu ræðir félagið um áhrif flutningsgjaldalækkunar- innar á vísitöluna. Þótt ráðið telji það, sem félagið segir um þetta mál, mjög villandi, sér það ekki ástæðu til þess" að ræða það nánar hér, en sambandið milli flutningsgj aldanna, og dýrtíðar- (Framh. af 2. síSu) urlægingarinnar er og til önn- ur hætta, sem er engu síður alvarleg. En hún er sú, að með mjög lágum launum er loku fyr- ir það skotið, að menn geti hald- ið áfram að mennta sjálfa sig með bókakaupum eða utanferð- um. Þá er sveigt inn á braut, sem stefnir inn í beinan voða. Þegar prestar, kennarar eða héraðslæknar eiga að fara að láta sér nægja þá menntun eina, sem þeir hafa hlotið, er þeir tóku við embættunum og þurfa að snúa sér undan, ef þeir sjá fræðibækur í búðargluggum, má nærri geta hvort menntastig stéttanna hækka. Sannleikurinn er sá, að íslenzkir menntamenn hafa gert vinnuveitanda sínum skömm til, þegar á það er litið, hve sæmilega þeir fylgjast með tímanum. Loks kem ég að einni hættu, sem hlýtur að leiða af lágum lauhum. Hún er sú, að menn fari'að verja megintíma sínum og orku^ til annarra hluta. Sum- ar starfsgreinar eru með þeim hætti, að þar er hægt að stunda þær lengi að nafninu til, án þess að unnt sé að bera mönn- um beina vanrækslu á brýn. En jafnvel samvizkusömustu menn mega nú orðið til að vanrækja sitthvað, sem þeir annars mundu vilja vinna, beinlínis af því að þeir eru knúðir til að hafa „að- alstörf" sín í hjáverkum. Auð- vitað geri ég ráð fyrir, áð marg- ir prestar, kennarar og aðrir- slíkir starfsmenn hafi yfir ein- hverjum tómstundum að ráða, en það er hart að þurfa þá að eyða öllum sínum tómstundum í einhver fjarskyld verk, aðeins vegna peninganna, í stað þess að inna af hendi ýmislegt, sem er ólaunað, en kemur þó þjóð- félaginu að notum. Það má ef til vill með nokkrum sanni segja, að hægt væri að hagnýta betur starfskrafta opinberra starfs- manna og hafa þá um leið færri. Frá þvi að ég man eftir mér, hefir t. d. átt að.bæta kjör prest- anna með því að slá af nokk- urn hluta þeirra, og nota það fé, sem þannig sparaðist, til þess að launa afganginn svo vel, að þeir gætu átt bila. Þetta er auð- vitað afar-viturlegt, ef gengið er- út frá því, að í afskekktum prestaköllum sé nauösynlegra að íauna bíl í 3—4 mánuði heldur en prest allt árið. Nú eru menn, sem betur fer, hættir að sjá vís dóminn í slíkum ráðstöfunum. í þess stað 'tala einstaka menn um fækkun kennara, og ætla þá líklega að láta bíla eða önnur verkfæri kenna böfnunum í staðinn. Ekki hefi ég trú.á'því, frekar en hinu. Hitt er ef til vill skynsamlegfa, sem ýmsir góðir uppeldisfrömuðir tala um, að sameina .betur starfskrafta presta og kennara yið heima- vistarskóla. Þeim skólum mun nú fara fjölgandi, og ég hygg, að kennararnir séu nú að komast að þeirri niðurstöðu, áð ó- heppilegt sé að hafa aðeins einn mann við slíka skóla. Annars vil ég vara menn alvarlega við þeim hugsunarhætti, að hægt sé að bæta aukastörfum á prestana von úr viti. Það má ekki gleym- ast, að sú kynslóð, sem nú ræður rík-jum á íslandi, hefir vanið sig á að láta ónotaða krafta pre- dikara sinna, skriftafeðra og andlegra ráðunauta, en þeir tímar eru í nánd, að æ meiri innar er vissulega mun nánara og með öðrum hætti en félagið vill vera' láta. Af því,. sem hér hefir verið sagt, er ljóst, að Eimskipafélag- ¦ið hefir ekki í svari sínu haggað neinu í hinni fyrri greinargerð ráðsins. Það er óhrakið, að fé- lagið varð ekki við margítrek- uðum tilmælum um að veita upplýsingar um rekstur þess og afkomu síðari hluta ársins 1943, upplýsingar, sem voru skilyrði þess, að hægt væri að gera sér í hugarlund hverju fram yndi um afkomu félagsins, — að það beitti sér af alefli gegn lækkun flutningsgjaldanna síðast á ár- inu 1943, þótt því hlyti þá að vera orðið kunnugt um hina ó- venjulegu afkomu ársins, — og að rekstrarniðurstöður ársins 1943 eru all frábrugðnar þeim skýrslum og áætlunum, sem ráðið hafði fengið frá félaginu í marz 1943. kröfur verða gerðar til starfs- krafta prestsins „sem prests", eins og komist er að orði. Við eigum áreiðanlega merkilega tíma fram undan. Og framtíð hins íslenzka lýðveldis er mest undir því komin, að kirkja og skóli hafi þeim kröftum á að skipa og búi við þau starfsskil- yrði, að siðmenning landsins eigi þar traust og hald? Hvernig skipulag sem verður á þéim hlutum í framtíðinni, þá er eitt víst, að núverandi launakjör eru-svo-hörmuleg, að hækkunin má ekki bíða eftir öllum þeim smábreytingum, sem hugsan- legar eru á embættaskipun í landinu. Ég veit, að ein athugasemd er stundum borin fram, þegar tal- að er um launahækkun presta. Hún er sú, að sumir prestar búi nú við-afbragðs kjör sem bænd- ur og hafi stórgróða af búskapn- um. Til þess að þessir menn fái ekki of mikið, er talið nauðsyn- legt að svelta allan þorra stétt- arinnar. Mikið skal í sölurnar lagt. Það er sjálfsagt að taka svona viturlegar skoðanir til al- varlegrar umhugsunar. Segjum nú syo, að einstaka prestur hafi komizt í sæmileg efhi, vegna sérstakrar aðstöðu á seinni ár- um, þá er samt hvorki fram tek- ið» hve lengi sú aðstaða helzt, né heldur hve mikið þessir til- tölulega fáu menn hafa þurft fyrir því að hafa að notfæra sér aðstöðuna. Ég veit t. d. um presta, sem hafa getað notað sér sæmiléga stórar bújarðir, en liggur við að gefast upp vegna þess, að þá vantar vinnukraft. En prestur, sem er einyrki á stóru búi, getur varla, svo að í lagi sé, gegnt störfum sínum í stórum prestaköllum,. við mess- 'ur, prestsverk í heimahúsum, húsvitjanir eða sjúkrávitjanir, hvað þá staðið framarlega í fé- lagsmálum sýslu eða hrepps. Eigi presturinn hins vegar að vera tómthúsmaður í miðri sveit, er hætta á því, að þau tengsl, sem sameiginleg lífsbarátta myndar miili hans og sóknarbarnanna, verði úr sögunni. í framtíðinni verður að ganga þannig frá hnútunum, að prestarnir eigi kost á hvoru sem er, að hafa stór bú eða lítil,~eftir því sem aðstaða og hæfileikar eru fyrir hendi. Það má þVí ómögulega ganga út frá því og miða launa- kjöri'n- við það, að prestarnir hafi yfirleitt gróðavænleg stór- bú. Sé hins vegar gengið út frá hinu, sem rétt er? að aðstaða til búskapar eða'annara hlunninda sé misjöfn, þá liggur í hlutar- ins eðli, að fyrst á að ákveða hin almennu launakjör, en síðan að kveða á um þær breytingar, sem kunna að vera æskilegar í ein- stökum prestaköllum. Það má því með engu móti láta ný launalög bíða þangað til búið er að ákveða til eilífrar fram- búðar.hvort í hverju prestakalli fyrir sig á að vera frádráttur frá meginstofni eða (ef til vill) uppbót. Nú kemur nýtt launalaga- frumvarp fyrir næsta þing. Það þarf engan spámann til að sjá fyrir, að verði ekkert af ræki- legum umbótum í þetta'sinn, þá mun það vekja óheyrilega gremju meðal allra þeirra stétta, sem eiga örlög sín undir rikis- valdinu. Eigi ríkið ekki að geta búið að starfsmönnum sínum svipað því sem einstök fyrirtæki gera, hljóta ýmsar spurningar að vakna, sem mörgum mundi þykja óþægilegt að þurfa að svara. Og því skyldu menn held- ur ekki gleyma, að þeim mönn- um er líka greitt úr þjóðarinnar vasa, sem nú bera úr býtum margföld embættislaun fyrir ó- nauðsynlegt gróðabrall. Það er enginn vafi á því, að margir al- þingiskjósendur munu nú fylgj- ast rækilega með gerðum þing- manna sinna í þessu máli — og það gæti komið sú stund, að þeir þingmenn, sem nú kynnu að vilja troða niður sjálfsvirð- ingu opinberra starfsmanna, færu að hlusta eftir því, sem öreigalýðurinn á vegum ríkis- valdsins leggur til málanna um sín eigin kjör. ÍSamband ísl. samvinnuféluga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. » ()p AL er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal rœstiduft hefir alla þfr kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið P A L rœstiduft Akveðið hcf li* verið að verð á síldarmjöli á innlendum markaði verði kr. 52.19 per. 100 kg., frítt um borð, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. seþtember nægtkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið" fyrir 15. september næstkomandi, bætast frá þeim tíma vextir og brunabótatryggingarkostnaður við mjölverðið. Sé hins vegar mjölið greitt íyrir 15. september en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins brunatryggingarkostn- aður við mj ölverðið, ef kaupandi hefir ekki tilkynnt Síldar- verksmiðjum ríkisins fyrir þann tma, að hann hafi sjálfur vátryggt mjölið á fullnægjandi hátt að dómi Síldarverk- smiðjanna. Sama ákvæði viðvíkjandi brunatryggingu gildir einnig fyrir það mjöl, sem ekki er greitt né tekið fyrir 15. septefhber næstkomandi. Allt mjöl verður þó að vera pantað fyrir 30. september næstkomandi og greitt að fullu fyrir 10. nóvembfer næst- komandi. — Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst. Siglufirði, 24. ágúst 1944. Síldarverksmiðjur ríkísins Vínir Tímans Útvegið sem f lestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og.lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Tílkynníng Að gefnu tilefni er því beint til allra Reykvikinga, sem hug hafa á að eignast fiskiskip þau, sem tilboð hefir bor- izt um frá Svíþjóð fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar, að snúa sér um það beint til ríkisstjórnarinnar og Fiskifélags- ins, vegna þess að enn er óráðið hvernig háttað verður fyrirgreiðslu bæjarstjórnarinnar um útvegun nýrra fiski- skipa í bæinn. Borgarstjóríim í Reykjavík. Starfsstúlkur vantar á Kleppsspítalaim mi þegar eða 1. sept- ember. —— Uplýsingar hjá yfirhjúkruiiarkon- uniii. — Sími 2319. Raítækjavinnustoían Selfossí framkvæmir allskonar rafvirkjastörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.