Tíminn - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1944, Blaðsíða 3
83. blað TlMEVlV, föstadaglim 1. sept. 1944 331 Athugasemd víð greínína „Nýju iotin keisaransct Grein með ofangreindri fyrir- sögn eftir Þórð Þorsteinsson á Grund, birtist í 76. tbl. Tímans þ. á., sem ádeila á ríkisskatta- nefnd, vegna þess að hún fyrir- skipi bændum að telja til tekna fóður sauðkinda, er þeir kaupa að haustinu til ásetnings og fóðra sj£lfir. Finnst grei'narhöf- undi þetta vera fjarri lagi og hefir um það mörg orð. Að vísu liggur í augum uppi að ríkis- skattanefnd hlýtur að ætlast til að þetta sé gert, en tilfærð skýr- ingardæmi, sem höfundur er að glíma við í fyrri helming grein- ar sinnar,,og fær út úr sitt af hverju með sínum aðferðum, eru samin og send út af yfirskatta- nefnd Húnavatnssýslu, sem ein ber ábyrgð á þeim, en ekki ríkis- skattanefnd. Er þessa getið, til þess, að greinarhöfundur geti snúið sér að réttum aðila með ásakanir sínar. Það er hvorttveggja að ekki er unnt í stuttri athugasemd að rekja í sundur og svara til hlítar grein hins efnilega, unga bónda. Þórðar Þorsteinssonar, enda er þess engin þörf. Ágreiningsatrið- ið er aðeins eitt, þrátt fyrir allar umbúðirnar, og er miklu eldra en ríkisskattanefndin. Og grein- arhöfundur er vissulega ekki sá eini, sem við fyrstu yfirsýn hefir fundist réttara að haga framtali fóðurtekna á móti fóðuröflunar- kostnaði á annan veg en yfir- skattanefnd Húnavatnssýslu hefir talið að vera ætti. En reyndin hefir þó orðið sú, að menn hafa að lokum nær undantekningarlaust fallizt á skoðun nefndarinnar. Skal nú enn sett fram einfalt dæmi, er sýnir í hverju ágreiningurinn felst, dæmi er mætti varða greinarhöfund sjálfan. Setjum svo að hann í haust hugsi sér að setja á vetur nákvæmlega sömu tölu og tegundir búfjár’.sem síð- astliðið haust, og með því móti hefði hann 4000 króna hreinar tekjur af búi sínu. Bústofns- aukning eða bústofnsrýrnun komi þá ekki til greina. Gerum svo ráð fyrir að hann* breyti á- ætlun sinni þann veg að hann kaupi 50 lömb i haust til ásetn- ings á 150 kr. hvert,- samtals fyr- ir 7500 krónur..Nú hefir hann heyjað vel og getur sjálfur fóðr- að lömbin. Látum hann enn- fremur hafa sína aðferð við skattframtalið næsta vetur. Hann færir þá vinstra megin á búpeningsskýrslueyðublaðið kaupverð lambana, kr. 7500,00, en hægra megin koma á móti því 50 framgengnir gemlingar á 70 kr. hver, samkvæmt ákvörð- un ríkisskattanefndar, eða kr. 3500,00. Lambakaupið veldur því 4000 króna bústofnsrýrnun, m. ö. o. etur upp allan hagnað greinarhöfundar af búi hans. Þetta telur yfirskattanefnd Húnavatnssýslu ekki vera rétt- mætt. Hún lítur svo á, að til- gangurinn með hinu sérstalca búfjármati til eignar, sé vissu- lega ekki sá að hjálpa mönnum til þess að fela tekjur sínar, heldur sá einn að halda hóflegu verði á þessum sérstaka eignar- lið, sem fyrir lítið breytt atvik kynni að falla mjög verulega í verði. Eitt atriði í grein' höfundar verður að minnast á sérstaklega, því það er það sem villir honum sýn. Hann hefir komið auga á, sem raunar fleiri hafa séð, að ef bóndi fjölgar fé sínu af eigin stofni, þá kunna að falla tekjur hjá honum undan skatti það ár. Sé hér um veilu að ræða í nú- verandi skattalöggjöf og fram- talsreglum, lægi næst að leið- rátta hana ef unnt er. En hitt tekur ekki -nokkru tali, að fara að færa fullkomlega rökréttar framtalsreglur til samræmis við veilur eða villur, sem fram kynnu að geta komið í framtali. Er þessu skotið fram í allri vin- semd til athugunar fyrir grein- arhöfund, en er ekki tillaga .frá mér um laga- eða. reglugerðar- breytingu, varðandi það átriði, sem á var drepið. Slík tillaga yrði að byggjast á nákvæmri íhugun margra atriða, er til greina koma. Störf mín í yfir- skattanefnd hafa fram að þessu ekki gefið mér verulegt tilefni til heilabrota um þessi atriði. En grein Þórðar Þorsteinssonar ger- ir það að vissu leyti. Það ér ó- æskilegt að mönnum geti fundizt að þeir séu órétti beittir. Guðbr. ísberg. arafélags Eyjafjarðar. Hér er mikið og aðkallandi verkefni fyrir höndum. Almenna uppeld- islega fræðslu verður ‘að leiða um byggð og borg eins og raf- orkuna. Hvort tveggja verður að lýsa og ylja heimilin og sálir barnanna, sem þar eru að alast upp, og eftir þennan tiltölulega langa formála fyrir stúttu máli, vil ég þá koma að höfuðefni þessarar greinar, sem eru þá um leið eins konar tillögur um meiri og fullkomnari almenna upp- eldisfræðslu. Ríkið stofni eins konar upp- eldismálaráð, er hefði með höndum yfirstjórn uppeldismál- anna — þó ekki skólanna —. í því gætu átt sæti t. d. væntan- legur prófessor í uppeldisfræði við háskólann, fræðslumála- stjóri, skólastjóri kennaraskól- ans, formaður Sambands ís- lenzkra barnakennara og stjórn- skipaður formaður með uppeld- isfræðilega menntun. Stofnun þessi gæti svo starfað í sam- bandi við fræðslumálaskrifstof- una, verið ein deild hennar með 1—3 uppeldisfræðingum í þjón- ustu sinni, er störfuðu á svipað- an hátt og íþróttafulltrúinn gerir nú. Starf uppeldismála- ráðsins yrði ekki mikið, aðallega að ráða í þjónustu sína sérfræð- inga í uppeldismálum, setja þeim starfsreglur o. s. frv. Hlutverk uppeldisfræðinganna væri aftur það, að skipuleggja uppeldisfræðsluna í skólum landsins, ekki aðeins í öllum kvennaskólum og kennaraskól- anum, h'eldur einnig í gagn- fræða- og héraðsskólum. Enn- fremur myndu þeir efna til námskeiða út um land í hag- nýtri uppeldisfræði, heilsuvernd barna o. fl., einig annast fræðslu í sérstökum útvarps- þáttum og prentuðu máli. Þeir þyrftu að ferðast á milli skól- anna, leiðbeina og hvetja. Þá gætu þeir unnið mikilvægt starf fyrir barnaskólana með því að semja og gefa leiðbeiningar um gáfnapróf, og jafnvel haft á hendi athuganir og leiðbeining- ar um stöðuval unglinga o. s. frv. Verkefnin eru óteljandi, og ég efa ekki, að ungir og áhugasamir uppeldisfræðingar myndu vinna uppeldismálunum í landinu ó- metanlegt gagn, ef þeim væri sköpuð einhver slík aðstaða, sem hér er minnst á. Við eigum nokkra slíka menn og aðrir eru að mennta sig ytra í þessari grein. Þeim mönnum þarf að fá verkefni, þar sem kunnátta þeirra og hæfileikar fá að njóta sín. Búnaðarfélag íslands hefir ráðunauta f sauðfjárrækt, naut- griparækt, hrossarækt, loðdýra- rækt og' fiskirækt. íslenzka lýð- veldið hefir engan ráðunaut í mannrækt, eins og það skipti svo miklu minna með uppeldi barnanna í landinu en nytjadýr- anna. Bændurnir læra allar teg- undir búvísinda, konurnar læra hannyrðir og matargerð, hvort tveggja nauðsynlegt, en fæstir fá þær nokkra verulega fræðslu í barnauppeldi, barnasálarfræði, meðferð ungbarna, og andlegri og líkamlegri heilsuvernd þeirra. Ég þykist hafa veitt því at- hýgli, að stofnun iþróttafull- trúastarfsins í sambandi við fræðslumálaskrifstofuna hafi markað tímamót í sögu íþrótta- iðkananna í skólum landsins, svo mjög hefir þeim fleygt fram síðan þessi maður hóf starf sitt. Ég þykist vera þess viss, að hið sama myndi gerast, ef ungir uppeldisfræðingar féngju að neyta krafta sinna og hæfileika við svipuð skilyrði. En auk þessa á svo að stofna deild uppeldis- vísinda í háskólanum og þangað eiga helzt allír barnakennarar að sækja uppeldisfræðilega þekkingu í viðbót við það, sem þeir nema í kennaraskólanum, og þar með verða hæfir til leið- (Framh. á 4. síðu) Knúts saga Rasmussens FRAMHALD , - [Um tveggja mánaða skeið hefir orðið hlé á því, að Tíminn flytti síðari hluta þáttarins um Knút Rasmussen. Hér er nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið. Lýkur frásögninni væntanlega nálægt næstu mánaðamótum. — Þessi þátturinn er, eins og áður hefir verið tekið fram, byggður á bók hins kunna danska rithöfundar, Péturs Freuchens, „Knud Rasmussen som jeg husker ham.“ En Pétur-var nánasti vinur og samstarfsmaður Knúts um langt skeið, eins og fram kemur í frá- sögninni. — Sögunni var þar síðast komið, er þeir voru á heimleið vestur yfir GrænlandsjökulJ Dag einn varð hópur sauðnauta á leið þeirra félaga, alls níu dýr. Kjötbirgðir þeirra voru mjög til þurrðar gengnar, og það, sfem verra var: þeir áttu aðeins sjö skot í eigu sinni. Með þeim tókst þeim að fella fimm dýr. Þau fjögur, sem uppi stóðu, voru kvígur, sem þeir reyndu nú að hrekja brott. En það tókst ekki. Kjötið urðu þeir á hinn bóginn að fá, úr því að þeir voru búnir að eyða síðustu skotum sínum á dýrin, svo að nú voru góð ráð dýr. Eftir nokkra umhugsun tók Knútur það til bragðs, að hann batt sveðju, er hann bar jafnan við belti sér, framan á hlaupið á byssu sinni og réðist síðan gegn kvígunum með þetta að vopni. Gerði hann snarpa atlögu að þeim og tókst að leggja þær allar að velli á svipstundu. Þurfti þó til þess mikinn fimleik, því að vopnið var lélegt, en sauðnaut ill viðureignar, þegar á þau er sótt. Meðan þeir slógu tjöldum eftir þessa mannraun varð þeim tiðrætt um mat. Knútur spurði: „Hvaða mat myndirðu nú óska, að þú fengið í kvöld, ef þú mættir kjósa?“ „Ja, nú er vandsvarað," anzaði Pétur Freuchen. „Hvað segirðu um fallegan bita af sauðnautaketi?“ spurði þá Knútur. „Geturðu eiginlega látið þér detta nokkuð betra í hug?“ „Nei, það get ég raunar ekki,“ sagði þá Pétur Freuchen. Þetta lýsir hvort tveggja vel, sauðnautakjötinu og Knúti. En svo fóíu erfiðir tímar i hönd. Knútur fékk illt fótarmein. Hann barðist lengi gegn sjúkleika sínum, en versnaði skjótt. Varð hann þá að liggja alveg fyrir og var mjög þjáður. En þrátt fyrir þjáningarnar var hugur hans allur við ferðalagið, og einn daginn kvað hann upp úr með það, að hann teldi óhjá- kvæmilegt, að Pétur héldi áfram með annan Eskimóann, en sjálfur hugðist hann að hafa vetursetu þar sem hann var kom- inn, ásamt hinum Eskimóanum. Gerði hann ráð fyrir að komast heim til Týli með vorinu, en Pétur skyldi koma uppdráttum og dagbókum leiðangursins til mannabyggða. Og það fylgdi hugur máli, þegar Knútur afréð eitthvað. Pétur Freuchen setti sig þó upp á móti'þessari ákvörðun, því að hann sá gerla, i hvílíka hættu Knútur var hér að stofna sér. Niður- staðan vár sú, að. framkvæmdum var frestað um vikuskeið. Ef allt sæti þá við sama, skyldi Pétur yfirgefa Knút. En nú brá svo við, að Knúti fór að batna, og að viku liðinni átti að heita að hann væri orðinn ferðafær. Þó var hanp mjög þungt háldinn, og sögðu félagar hans, að sjaldan hefðu þeir séð andlit manns jafn herpt af þjáningum. Þeir höfðu aðeins tvo sleða og þrettán hunda. Pétur Freuchen gekk á undan á skíðum. Síðan kom annar Eskiihóinn, Uvdlúríak — Stjarnan —, með Knút á sleða, sem þeir beittu sjö hundum fyrir, en hinn fylgdarmaðurinn, Inúkitók, rak lestina á sleða, er hinir hundarnir sex drógu. Knútur lá á bakinu með lokuð augu, náfölur í framan. Oft urðu jökulsprungur og aðrar tor- færur á leið þessara bágstöddu ferðalanga, er þá áttu oft fullt í fangi með að komast leiðar sinnar með sleðana. Sætti Knútur þá oft annari aðbúð en sjúklingi hentaði. En það heyrðist aldrei nokkur stuna líða frá vörum Knúts, á hverju sem gekk. Einu sinni valt sleðinn, sem Knútur var á, og hann slengdist á grúfu í fönnina. Hann skreiddist á fjórar fætur og sagði: „Þetta var ekki meira en svo þægilegt." En þrátt fyrir erfiðleika ferðalagsins fór honum heldur batn- andi, og þegar þeir komu loks til vesturstrandarinnar eftir 25 daga útivist, var hann orðinn svo hress, að hann gat gengið síðustu 20 kílómetrana heim að Týli. En þótt þeir félagar allir væru fegnir ferðalokunum, fór samt fjarri, að hátt væri á þeim risið, er eigi var heldur von eftir alla þá hrakninga, sem þeir höfðu þolað. Aðeins fimm hundar komu með þeim úr þessari svaðilför. Hinir voru allir dauðir — og suma höfðu þeir néyðst til þess að leggja sér til munns eða gefa hinum hundunum, til þess að halda lífinu í þeim síðustu. Fögnuði manna í Týli verður ekki með orðum lýst. Margir höfðu verið farnir að örvænta um það, að þeim Knúti og föru- nautum hans myndi verða afturkomu auðið. Allir, sém einhverju höfðu að miðla, komu og færðu þeim að gjöf bezta matinn, sem þeir áttu í búi sínu: hvalspik og húðarlengjur og grænúldna æðarfugla. Knútur lék við hvern sinn fingur, þótt aðþrengdur væri, og sagði langar og skemmtilegar sögur af ferðalaginu. Kvenfólkið veinaði af hlátri, er hann lýsti aðförum þeirra fé- laga, þegar þeir voru að bæta skóna sína og gera við fötin. Þetta ár voru ísalög mikil, og ekkert skip komst til Týli um sumarið. Knútur varð að takast á hendur nýja sleðaferð — að þessu sinni suður yfir Melvilleflóa til Holsteinsborgar — til þess að geta komizt yfir hafið til Danmerkur. Pétur réðst einnig til heimferðar með honum. Varð þettá hin skemmtilegasta ferð, og gerðust mörg ævintýri, er síðar var gott að minnast. Við Melvilleflóann elti Knútur til dæmis ís- björn út á veikan nýís, og lauk þeim eltingaleik þannig, að ís- inn brotnaði og báðir fóru í sjóinn og missti Knútur byssu sína. Busluðu þeir um hríð í sömu vökinni, björninn og maðurinn. Þá bar að Eskimóann. Hann varð mjög óttasleginn og ætlaði að skjóta á björninn. Þá varð Knútur reiður. Hann greip báðum liöndum í skörina og öskraði: „Heldurðu, að ég hafi lagt það á mig að elta björninn og detta hér í vökina til þess að láta svo óvalinn dóna skjóta dýrið fyrir augunum á mér? — Fáðu mér byssuna þína, segi ég, þvi að þetta er minn björn.“ Eskimóinn varð ennþá hræddari við Knút en björninn. Hann dró hann í skyndingu upp á skörina, og Knútur þreif byssuna umsvifaláust af lífgjafa sínum og skaut björninn. Á þessu ferðalagi komu þeir við hjá nýlendustjóra einum í smá- þorpi norðarlega á vesturströndinni. Hann tók eins vel á móti gestunum og hann kunni, en heldur var þó fáréttað á matborð- iriu. Það, sem nýlendustjórinn hafði bezt að bjóða, var rúgbrauð, en þó aðeins af skornum skammti. Pétur Freuchen mataðist nær eingöngu á skipskexi, er nóg virtist til af.' Knútur hámaði aftur á móti í sig rúgbrauðið. Húsbóndinn var viðræðugóður, og einkum gerði hann tíðrætt um blæðingar. Loks bar hann fram þá óvæntu staðhæfingu, að ekkert væri jafn vel fallið til þess að stöðva blóðrás og deig. Samband ísl. smntnnnufélaga. ' SAMVINNUMKNN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. O B A 1 Rœstlduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. O P A L rœstiduft Samkv. 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er óheimilt að skilja e'ftir á almannafæri muni, er valda óþrifnaði, tálmunum eða óprýði. Hreinsun og þrott- flutningur slíkra muna af bæjarsvæðinu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og kostan eiganda, en öllu því, sem lögreglan telur lítið verðmæti í, verður fleygt. Ennfremur er hús- og lóðaeigendum skylt, skv. 92. fr. lögreglusamþykktarinnar, að sjá um að haldið sé hreinum portum og annarri óbyggðri lóð í kringum hús þeirra, eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústum. Hreinsun á götum og lóðum í Rauðárholti og Höfða- hverfi hefst 1. sept. n. k. Verða fluttir af því slíkir munir, er að ofan getur, hafi þeim eigi verið ráð- stafað af eigendunum áður. Löfireylustjjórinn í Reyhjjavík. Tílkynníng um kartöiluverð. Verðlagsnefnd garðávaxta hefir tilkynnt ráðuneytinu að hún hafi ákveðið að heildsöluverð á kartöflum skuli frá og með 30. þessa mánaðar verá kr. 138,00 hver 100 kg. og smásöluverð frá sama tíma kr. 1,70 hvert kg. og gildir hvort tveggja fyrst um sinn þar til öðru vísi verður ákveðið. Ráðuneytið hefir í tilefni þessa ákveðið, samkvæmt heim- ild í lögum nr. 42 1943 um dýrtíðarráðstafanir, að smá- söluverð á kartöflum skuli ekki vera hærra fyrst um sinn en kr. 1,30 hvert kg. og heildsöluverð kr. 104,00 hver 100 kg. Jafnframt hefir ráðuneytiö falið Grænmetisverzlun ríkis- ins að kaupa eftir þvi sem markaðsástand og aðrar ástæður leyfa, eða semja við aðra um að kaupa þær kartöflur, sem framleiðendur í landinu kunna að vilja selja af þessa árs .uppskeru. Grænmétisverzlunin getur sett nánarai ákvæði um vöru- gæði, móttöku og annað, er við Kemur kaupum á kartöflum. Atvinnu- o<y saniqöitpntálaráðunet/íið, 29. ágást 1944.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.