Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 3
84. blað TÍMINN, jirlðjudagiim 5. sept. 1944 335 Um suliu úr rabarbara og’ berjum Algengasta aðferðin við að sulta rabarbara, er að skera hann i bita og sjóða síðan með sykrinum, þar til bitarnir eru komnir í mauk. Þessi aðferð er mjög fyrirhafnarlítil, og þótt skemmtilegt sé, að tilreiða ra- barbarann á mismunandi vegu, þýðir lítið fyrir húsmæður með þeim vinnukrafti, sem þær nú hafa, að hirða um aðrar aðferð- ir en þær, sem fljótlegastar eru, en þó jafnframt góðar, ef rétt er að farið. Margir hafa þann sið, að láta rabarbarann sjóða mikið og svo lengi að sultan verður brún og mjög þykk. Það er ekki heppi- legt. í 1. lagi verður rnihna rabar- barabragð af sultunni en ella. í 2. lagi er hættara við að sultan brenni við, og svo er það hita- eyðsla, sérstaklega þar sem not- að er gas eða rafmagn. Rabar- barasultan verður mikið betri ef hún er soðin við svo lítinn hita, að aðeins kraumi í pottin- um, og þannig þarf hún að sjóða í %—1 klst., eftir því hve ra- barbaraleggirnir eru gildir. Ennþá betra er þó að láta syk- urinn liggja á bitunum yfir nótt eða svo, áður en soðið er. Við það linast þeir svo mikið, að y2—% klst. suða nægir. Sulta, sem nota á í kökur, þarf að vera nokkuð þykk, og má þá sjóða hana lengur í því tilfelli. En gætið þess að láta sultuna ekki sjóða of mikið. Sulta úr rauðum rabarbara (vínrabarbara) er falleg og rauð, en hún verður bragðmeiri ef blandað er saman grænum. og rauðum rabarbara. Ef sultan er ekki falleg á litinn, er sjálfsagt að láta í hana rauðan ávaxta- lit. Hversu mikill sykur er notað- ur í rabarbarasultu fer eftir smekk og ástæðum hvers ein- staks og hve súr rabarbarinn er, en algengast er að hafa ca. 800 gr. af sykri á móti 1 kg. rabar- bara. Með rabarbara í sultu er á- gætt að hafa ber, svo sem kræki- ber eða ribsber. Víðast hvar á landinu er hægt að. fá krækiber og þótt langréttast sé að búa til sem mest af hrárri kræki- berjasaft úr krækiberjunum, þá er gott til tilbreytingar að nota þau með rabarbara í sultu. Hæfilegt er að hafa krækiber að hálfu móti rabarbara, má annars hafa það breytilegt, og jafnmikið af sykri og rabarbara. Bezt er að láta sykurinn liggja á berjunum og rabarbaranum yfir nótt, hafa rabarbarann neðst og sjóða síðan við hægan hita í V2—% klst. Ef bláber eru notuð með ra- barbara, þurfa þau aðeins að sjóða með í siðustu 10 min. Hafa sömu hlutföll í rabarbarakræki- berjasultunni, en þó öllu meira af bláberjum í hlutfalli við ra- barbarann. Til þess að sulta geymist vel og eins lengi og þörf er á, þarf nákvæmni og mikið hreinlæti við gerð hennar. Áður en rabarbarinn og berin eru notuð til sultugerðar, verð- ur að sjálfsögðu að þvo hvort- tveggja mjög vel. Rabarbara- leggina er gott að bursta með stinnum bursta, en alls ekki skafa þá. Skefst þá rauði litur- inn af þeim og rabarbarinn verður bragðminni. Krukkurnar verða að vera vel hreinar. Bezt að þvo þær upp úr sódavatni og þurrka vel, skola síðan, um leið og látið er í þær, upp úr upplausn úr ben- zósúru natróni eða betamoni, sem hvorttveggja eru rotvarnar- efni. Sultuna á að láta í krukk- urnar, sem fyrst eftir suðuna, en ekki að láta yfir þær fyrr en hún er alveg köld. Þá er smjörpappír eða cellophan- pappír, klipptur eftir opinu á krukkunni, vættur úr annari hvorri upplausninni og látinn ofan á í krukkuna og lokið skrúfað fast á. Lok má ekki nota sé það ryðgað, en i stað þess má nota smjörpappír eða cellophan- pappír. Hafa skal hann tvöfald- an, bleyta með upplausn eða bara vatni, auðveldara er að setja hann á með því móti, og binda fast með seglgarni eða gúmmiteygju, ef til er. Ef tími vinnst til, er sjálfsagt að skrifa á krukkurnar hvert innihaldið sé og hvenær útbúið. Krukkurnar verður að geyma á köldum stað, samt ekki svo, að hætta sé á að í þeim frjósi, loft- góðum, en ekki í mikilli birtu. Ath. Er benzosúrt natrón eða betamon er ekki til á heimilinu, má nota edik eða áfengi til að skola krukkur og flöskur úr. Rabarbara er hægt að geyma í vatni með benzosúru natróni (b. n.), fram á vetur og nota í grauta og súpur. Leggirnir eru lagðir i ílát, krukku, stútvíða flösku o. fl. í eins stórum bitum og hægt er. Vatnið, sem látið er á bitana, þarf að vera soðið og kælt. Ben- zosúrt natron, sem leyst er upp í dálitlu heitu vatni, er látið saman við vatnið áður en því er hellt yfir bitana. 1 gr. af b. n. er hæfilegt í 1 1. af vatni. Vatn- ið þarf að fljóta vel yfir bitana. Ef krækiber eru til, er tilval- ið að leggja þau niður með ra- barbaranum. Þ. Aðalíundur Læknafélagsins Aðalfundur Læknafélags ís- lands hófst í 1. kennslustofu Háskóla íslands hinn 25. ágúst og lauk 27. ágúst. Þessi voru helztu mál, . sem tekin voru til meðferðar á fund- inum: Kjör héraðslækna og annarra embættislækna. Var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Læknafélags ís- lands 1944 skorar á Alþingi að taka til meðferðar og afgreiðslu þegar i stað breytingar á launa- kjörum embættismanna og ann- arra starfsmanna ríkisins, þar sem hann telur núverandi fyrir- komulag algerlega óviðun- andi og að til vandræða horfi, ef ekki verður úr bætt. Jafn- framt felur fundurinn stjórn Læknafélags íslands að koma á framfæri og framfylgja tillögum þeim um kjarabætur, sem fund- urinn þegar hefir samþykkt.“ Berklavarnir. Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir flutti erindi um berklasmitun á íslandi. Sýndi hann mörg línurit frá ýmsum landshlutum og gerði saman- burð á berklasmitun í ýmsum sveitum og bæjum. Eitt línu- ritið var frá mjög afskekktri sveit, Öræfum í Skaftafellssýslu, er sýndi mjög litla berklasmitun. Þeir fáu, sem fundust smitaðir þar, höfðu flestir dvalið utan- sveitar. Nýskipun læknisliéraða og læknaskorturinn í sveitahéruð- um. Þessar tillögur voru sam- þykktar: a. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1944 telur æskilegt að fram fari, sem fyrst nákvæm endurskoðun á skipun læknis- héraða á íslandi og telur það hlutverk milliþinganefndarinn- ar um læknaskipun og læknis- héruð, sem nú starfar, að sjá um að svo verði gert“. b. „Að gefnu tilefni vill aðal- fundur Læknafélags íslatids 1944 lýsa yfir því, að hann tel- ur mjög varhugavert að Alþingi samþykki tillögur um breyting- ar á læknishéraðaskipun lands- ins, sem stundum virðast bornar fram að órannsökuðu eða litt rannsökuðu máli og án þess að leitað hafi verið álits allra við- komandi héraðsbúa, landlæknis og Læknafélags íslands, enda telur hann sum þau læknishér- uð, sem þannig hafa verið stofn- uð eiga lítinn tilverurétt og myndun einstöku þeirra fjar- stæðu eina.“ Sjúkrahúsaskortur og sjúkra- húsaþörf. Um mál þetta urðu miklar um- ræður. Kom fram, hvílíkur vansi það er, að Reykjavíkurbær með (Framh. á 4. siðu) Knúts saga Rasmussens FRAMHALD „Ég hnoða, skal ég segja ykkur, alltaf brauðdeigið sjálfur. En eins og þið sjáið vaxa þessar ferlegu vörtur á höndunum á mér, og ef ég snerti við einhverju, fer strax að blæða úr þeim. Blóðið bókstaflega fossar úr lúkunum, þegar ég byrja að hnoða deigið, en sjáið þið til: Eftir nokkra stund hættir alveg að blæða. Það er deigið, sem stöðvar blóðrásina. — Gerðu svo vel að fá þér brauðsneið, Knútur.“ Pétur smjattaði á skipskexinu og reyndi að kæfa niður hlát- urinn. En Knútur hafði misst lystina á rúgbrauði nýlendustjór-^ ans og afþakkaði boðið. En hér stoðuðu engin undanbrögð. Hús- bóndinn var maður gestrisinn og hafði tekið eftir því, að Knúti þótti rúgbrauðið gott. Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði komið þrem sneiðum til viðbótar ofan í Knút. Þegar til íkerasak .kom, sendi Jens Fleischer undir eins sleða í allar áttir til þess að safna saman helztu kunningjum sínum. Hann hafði stofnað söngflokk, er syngja skyldi fagnaðarljóð, er ort höfðu verið Knúti frænda hans til heiðurs. Klukkan fjögur um nóttina voru allir söngmennirnir komnir, og þá lét Jens vekja alla byggðarmenn. Varð það mikil skemmtun og góð og stóð með söng og dansi og óhófsáti til jafnlengdar nóttina eftir. Jafnskjótt og til Danmerkur kom, settist Knútur við skriftir. Hin langa og stranga útivist, virtist hafa sefað ferðaþrá hans um sinn, og hann kunni hið bezta lífinu heima hjá konu sinni og dætrum þeirra tveim, Ingu og Hönnu. Hins vegar var svo ráð fyrir gert, að Pétur skyldi skjótlega fara aftur til Grænlands, ásamt Eskimóanum Ajagó, er verið hafði í Danmörku, og taka sér far með skipinu „Jórvíkurhöfða“ í ívigtút í Suður-Grænlandi norður til Týli. En sú áætlun fór þó út um þúfur, því að vél skipsins bilaði og því seinkaði mjög frá þvi, sem vænzt hafði verið. Þetta olli Pétri miklum töfum. Hann reyndi þó að komast á- leiðis norður með ströndinni, eftir því sem ferðir féllu. En ferðin gekk grátlega seint. Loks komst hann þó til Egedes- minni á vesturströndinni miðri. Eina nóttina vaknaði hann við raikla háreysti. Knútur Rasmussen var kominn. Pétur ætlaði að varla að trúa þessu. En það var ekki um að villast. Hann hafði tekið sér far með gufuskipi og komið til ívigtút í þann mund, er þeir F. H. Koch og Wegener voru að leggja af stað heim úr leiðangri þeirra 1913. Hann festi kaup á vélbát, sem þeir áttu, og hafði farið á einni viku sömu vegalengd og tekið hafði Pétur meira en mánuð að komast. Þeir félagar héldu nú saman norður á bóginn. í Tassíussak bárust þeim loks spurnir af „Jórvíkurhöfða“, er komst þangað um síðir eftir stranga útivist og margar tafir. Farmurinn var borinn á land, því að um það var ekki að ræða, að skipið færi lengra, og kirkjuloftið fyllt af margvíslegum varningi. Nú var það eftir, sem var þyngri þrautin: að koma öllu þessu norður til. Týli. Pétri virtist það frágangssök. Knúti sýndist það leikur einn. Svo voru flutningarnir hafnir á litlum vélbát. Gekk slysalítið að koma öllu norður til Bjarnarborgar, er svo er kölluð, en lengra .varð ekki komizt á sjó sökum íss. Þar hrepptu þeir aftakaveður í einni ferð og náðu ekki landi fyrr en eftir tvær vikur. Allir töldu þá af. Eskimói einn, Póló að nafni, var með þeim. Aðkoma hans var ill, því að erfingjarnir höfðu skipt öllum eignum hans á milli sín, og bróðir hans hafði lagt konu hans í sæng hjá sér. Hann fékk hana aftur tiltölulega lítið spjallaða, en. annað ekki. Þegar þeir félagar komust loks heim til Týli, bárust þeim þau tíðindi til eyrna, að flokkur hvítra manna hefði setzt að í Eta, norðan við Talbotflóa. Þetta var Bandaríkjamaðurinn MacMillan og leiðangursmenn hans, Komu þeirra fylgdi bæði aukin fyrir- höfn og aukin ánægja. Eitt dæmi um það er þessi saga: Á þessum slóðum voru á sveimi gamlar sagnir um loftstein, sem fallið hefði eigi fjarri Jórvíkurhöfða. Róbert Peary hafði á sínum tímum flutt til Nýju-Jórvíkur tvo gríðarstóra loftsteina, er Eskimóar höfðu áður fengið úr efni í hnífa og önnur eggjárn. En steinninn við Jórvíkurhöfða átti enn að vera þar óhreyfður. Þeir Knútur höfðu varið miklum tíma til þess að leita að þessum steini, en það bar ekki árangur. Nú létu þeir þau boð út ganga, að hver, sem gæti vísað á hann, skyldi fá nýja byssu að launum. Dag nokkurn kom maður, sem Kritlúgdók hét, á fund þeirra og kvaðst hafa fundið steininn og krafðist verð- launanna, sem innt voru af höndum, er hann hafði vísað á hann. Fregnin um fundinn flaug nú um byggðina eins og eldur í sinu, og eigi leið á löngu, unz McMillan og fylgdarliði barst til eyrna þessi saga. Einn leiðangursmanna, Elmar Ekblaw, var þegar gerður út til þess að leggja eignarhald á steininn. En hann kom of seint á vettvang. Þeir Knútur voru búnir að helga sér hann. Þessi heimsókn var hálf-óþægileg, ekki sízt Pétri, sem hafði matreiðsluna með höndum. Lítið sem ekkert af matvöru hafði verið meðal varnings þess, sem þeir höfðu með sér norður eftir, og kjötbirgðir þeirra voru orðnar naumar, því að þeir höfðu haft annað að starfa um sumarið en að sinna veiðum. Sjálfir höfðu þeir ekkert matazt daginn, sem Ekblaw kom, en biðu óþreyjufullir eftir sleða, sem sendur hafði verið eftir mat til næstu kjötgrafar. Allt, sem þeir áttu matarkyns heima, var eitt úldið hvalbægsli. Pétur lagði það til, að gestinum yrði sagt eins og satt var um matarforða þeirra. Það vildi Knútur alls ekki. „Láttu mig sjá fyrir þessu,“ sagði hann. Síðan hraðaði hann sér til gestsins, sló út hendinni og mælti: „Hvílík heppni að fá yður hingað einmitt í dag. Við erum svo vel á vegi staddir að eiga sérstaklega ljúffengt léttkæst hval- bægsli, sem okkur er ánægja að bjóða yður að snæða með okkur.“ Ekblaw sagðist aldrei hafa bragðað kæst kjöt. „Því meiri er okkar ánægja," sagði Knútur, „að geta fyrstir manna gefið yður að bragða á þess,u lostæti." Knútur lét nú bera inn frosið kjötflykki, sem óðar fyllti húsið hinum megnasta þef. Síðan tók hann stóra öxi og valdi „bezta“ bitann handa gesti sínum og rétti honum. „Ég get fu>lvissað yður um, að þetta er biti, sem engan svíkur. Það þarf ekki annað en finna lyktina,“ sagði hann. Síðan lýsti hann með mörgum og fögrum orðum ágæti þessa matar, og vesalings Bandaríkjamaðurinn kom engu orði að, nema ef hann gat sagt já og nei við mælgi Knúts. Loks baðaði Knútur út höndunum og sagði: „Það er dásamlegt að veita gestum, sem kunna að virða og meta þann beina, sem þeim er veittur. — Má ég ekki bjóða yður annan bita?“ Samband ísl. sumvinwufélaga. SAMVINNUMENN! / Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Orðsendfng; tll fimlicimtumaima Tímans. Þar sem nú er alllangt liðið frá gjalddaga Tímans (1. júlí), þá eru þeir innheimtumenn blaðsins, sem ekki hafa ennþá sent skilagreinar, vinsamlega beðnir að gera það hið allra fyrsta. Inuheimta Tímans. O P A L Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og heíir þegar hlotið hið* mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft heflr alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstiduft The World’s News Seen Through The Christian Soknce Monitor An International Daily Newsþaþer it Truthful—Constructive—Unbiasad—Frea fratn Sensatienal- istn — Editorials Are Timcly and Instructive adO Its Daily Features, Together with the Weefcly Magazine Section, Mafca the Monitor an Ideal Newspaper for the Hame. The Christian Science Publishing SocieCy One, Norway Strect, Boaton, Massachusetts Price Í12.00 Yearly, or Jl.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, JÍ2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Csncs. SAMPLE GOPY ON RBQUEST Unglinga vantar til að Iiera Tíinauu lít til áskrifenda í Austur- bænum, frá 1. sept. n. k. Talið við afgreiðsl* una, Iiindargötu 9 a. Sími 3333. Tólg og lör fæst emi. Sendum heim ef tekin eru 10 kg. eða meira. Frystíhúsið Herdubreið Sími 3678. Raítækjavinnustofan Selfossi framkvæmir allskouar rafvirkjastörf. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.