Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 4
336
tJR BÆIVUM
Opinberir starfsmenn
héldu fjölsóttan fund í Sýningarskála
listamanna & föstudagskvöldið. Þar
var samþykkt að kref jast launahækk-
unar pg endurskoðunar á lögunum um
verkfallsrétt opinberra starfsmanna, en
hitt er rangt, sem sagt hefir verið í
dagblöðum bæjarins, að gerð hafi ver-
ið krafa um venjulegan verkfallsrétt.
Septembermót
frjálsíþróttamanna hófst á íþrótta-
vellinum á sunnudaginn var. Sett var
eitt íslandsmet. Það var i 80 m. hlaupi
kvenna, og gerði það Hekla Árnadóttir
úr Ármanni, er rann skeiðið á 11,3 sek.
í 800 m. hlaupi náði Kjartan Jóhanns-
son, í. R. bezta tíma, er náðst hefír
hérlendis, 2 mín. 1,6 sek., en íslands-
metið í þessu hlaupi var sett erlendis.
Yfirleitt náðist góður árangur, þótt
ekki væru fleiri met sett.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Þórný Tómasdóttir frá Hofsósi
og Jón Kjartansson á Siglufirði.
Umferðaslys.
Á miðvikudaginn var ók íslenzk bif
reið á brezkan flugmann skammt frá
mótum Melavegar og Fálkagötu. Féll
hann á götuna og meiddist talsvert,
en bifreiðastjórinn ók brott, án þess
að skeyta um hann. Tekizt hefir þó að
hafa upp á honum. Eru líkur til, að
hann hafi verið ölvaður, er þetta gerð-
ist.
Kveldúlfur selur fjórða
togara sinn.
Nýlega hefir Kveldúlfur losað sig við
f jórða togara sinn, að þessu sinni Gull-
topp. Kaupandi skipsins er Hængur h.f.
(Gfsli Jónsson). Hinn nýi eigandi mun
breyta um nafn á skipinu og verður
nafn þess eftirleiðis Frosti. Hins vegar
t hefir Hængur/h.f. selt togarann Bald-
ur til Bíldudals og verður hann gerður
út þaðan. Kaupandi Baldurs er Njáll
h.f. á Bíldudal.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. siðu)
seinast, þótt ekkert sé meint
með því.
„SIGUR", SEM ÞARFNAST
ENDURBÓTA.
Forustugrein Mbl. á sunnu-
daginn ber þess merki, að-blað-
inu finnst orðið eitthvað bogið
við þann „sigur", er Sjálfstæðis-
menn telja sig hafa. unnið í
verkalýðsfélögunum með því að
hjálpa kommúnistum að slíta
sambandi félaganna við Alþýðu-
flokkínn og skapa þar „skoðana-
frelsi",einsog landsfundur Sjálf-
stæðismanna orðaði það í fyrra.
Mbl. segir orðrétt:
„Þegar fámenn kommúnista-
klíka hefir í hendi sér að segja
upp kaupsamningum án þess að
leita samþykkis verkamann-
anna og þelr eru ekki haf ðir með
f ráðum um samningu uppkasfc$.
að nýjum samningi, og vinna er
loks stöðvuð án þess að álits
þeirra sé leitað, þá er orðið eitt-
hvað meira en lítið bogið við
hlutina. En þannig er nú upp-
lýst að olíuverkfallið er til kom-
ið!
Með slíku atferli staðfesta
kommúnistar það eitt, að þær
grunsemdir, að fyrir þeim vakti
aðeins að skapa glundroða og
upplausn, eru á rökum reistar,
og jafnframt kemur í ljós nauð-
syn þess að~ enn muni þörf að
endurbæta skipulag stéttasam-
takanna."
Já, það er víst áreiðanlegt, að
„sigurinn", sem Sjálfstæðis-
menn hafa unnið í verkalýðs-
félögunum, þarf mikilla endur-
bóta við og æðimikil spurning,
hvort þær endurbætur verða
ekki um seinan.
HVOR STJÓRNIN HEFIR
RUNNIÐ LENGRA?
Morgunblaðið skrifar langa
grein um það síðastl. laugardag,
að núv. ríkisstjórn hafi runnið
frá flestum þeim tillögum i dýr-
tíðarmálunum, sem hún hefir
borið fram, þeg^ar hún hefir
mætt andstöðu.
Tíminn skal ekki deila um
þetta atriði við Mbl., en vel
mætti spyrja eftir því, hvort
núv. stjórn hafi nokkurntíma
runnið eins langt og stjórn Ól-
afs Thors, sem setti metnað sinn
í að framkvæma gerðardómslög-
in en bar svo sjálf fram frv. um
afnám þeirra eftir fáar vikur,
vegna smávægilegrar andstöðu
kommúnista.
Hvenær myndi ekki Sjálfstæð-
isflokkurinn renna þanníg aft-
ur, þótt hann tæki á sig ein-
hverja bráðabrigðarögg eins og
í gerðardómsmálinu?
TÍMINW þrtgjgdagian 5. sept. 1944
84. bla«
Aðalfundur
Læknafélagsins
• (Framh. af 3. síðu)
yfir 40.000 íbúa skuli ekki eiga
neitt sjúkrahús, nema Farsótta-
húsíð, þar til nú nýlega, að hann
tók við .sjúkrahúsi Hvítabands-
ins, sem er raunverulega engin
lausn í málinu.Með tilliti til þess,
að allmargir tiltölulega fá-
mennir kaupstaðir á landinu
hafa komið sér upp myndar-
legum sjúkrahúsum virtist sum-
um fundarmönnum sem Reykja-
víkurbær hefði getað gert betur.
Var sagt 'frá átakanlegum
dæmum þess hér úr Reykjavík,
hvernig stundum hefði gengið
að koma sjúklingum með bráða
sjúkdóma, sem þegar í stað
þurftu læknisaðgerða við (t. d.
botnlangabólgu) í sjúkrahús. —
Hins vegar var það viðurkennt
að forráðamenn þeirra sjúkra-
húsa, sem starfa í" Reykjavík,
gerðu yfirleitt allt, sem í þeirra
valdi stæði, til að leysa vand-
ræðin í hverju einstöku tilfelli.
Allir fundarmenn voru á einu
máli um það, að við svo búið
mætti ekki standa. Samþykkt
var að kjósa 5 manna milli-
þinganefnd í málið. Þessir hlutu
kosningu: Sig. Sigurðsson
berklayfirlæknir, Helgi Tómas-
son dr. med., Guðm. Karl Pét-
ursson yfirlæknir á Akureyri,
próf. Guðm. Thoroddsen og Páll
Sigurðsson.
Þá var samþykkt áskorun um,
að reistur yrði hjúkrunar-
kvennaskóli hið allra bráðasta.
í stjórn félagsins voru kosn-
ir: Magnús Pétursson héraðs-
læknir formaður. Páll Sigurðs-
son ritari. Karl Sig. Jónasson
gjaldkeri. Valtýr Albertsson
varaformaður.
Athyglisverð ummæli
(Framh. uf 1. síðu)
Lögbergi, — hefir eigi talið sér
annað fært en að geta þessara
ummæla hins ameríska stór-
blaðs, en samt með þeirri kurt-
eisi og drengskap, sem því er
lagið. Það birtir öll ummæli
hins ameríska blaðs, nema sein-
ustu málsgreinina. er Tíminn
hefir feitletrað í því tilefni, en
segja má, að hún sé þungamiðja
ummælanna, því að þar kemur
gleggst fram viðurkenning
blaðsins á íslendingum og hin-
um íslenzku gestum. Ef hið
ameríska blað hefði óskað eftir,
að- nokkuð yrði birt íslending-
um af ummælum þess, hefir það
áreiðanlega verið þessi þáttur
þeirra, þar sem þau túlka bezt
hug blaðsins. En.Mbl. sýnir því
kurteisi sína með því að fella
þau niður vegna þess, að í þeim
felst viðurkenning á tveim
mönnum, for'setanum og utan-
ríkismálaráðherranum, sem
nokkrum forkólfum Sjálfstæðis-
flokksins er illa við. Er það meira
en víst, að slik blaðamenríska
muni hafa gagnstæð áhrif við
vesturför forsetans og ráðherr-
ans á álit hins gagnmerka ame-
ríska blaðs á íslendingum, en
það er viðurkennt fyrir að fylgja
þeirri reglu að láta andstæðinga
sína njóta sannmælis. Má vissu-
lega segja, að allt landkynning-
arstarf Morgunblaðsins, sé* á
sömu bókina lært.
Og hvernig finnst mönnum
horfa um samstarf stjórnmála-
manna, þegar aðalblað stærsta
stjórnmálaflokksins, sem á að
leiða samningaumleitanir, ræðst
þannig gegn áhrifamiklum for-
ustumanni eins og það hefir gert
gegn Vilhjálmi Þór í þessu máli
og það á sama tíma og samning-
arnir standa yfir?
Leiðrétting.
Sæmundur Friðriksson framkvæmda-
stjóri óskar að þetta sé tekið fram:
í viðtali við mig, er birt varí síðasta
blaði Tímans, hafa slæðst inn nokkrar
villur við prentun. Þar segir að allt
svæðið mlHi Jökulsár og Skjálfanda-
fljóts hafi ekki verið tekið fyrir til
fjárskipta, sökum þess að nægi-
leg f járveiting (prentað f járskipti) hafi
ekki fengist. En á það reyndi raunar
ekki á þessu stigi málsins. Ástæðan
var sú að sauðfjársjúkdómanefnd og
atvinnumálaráðherra töldu heppilegra
að taka fyrir minna svæði með tilliti
til öryggis, kostnaðar og möguleika á
að fá líflömb í staðinn.
Þá er ekki rétt með farið að öllum
girðingum verði lokið þarna áður en
fjárskipti hefjist. Þær verða að vísu
langt. komnar.
Nokkru af fénu verður slátrað í
Kelduhverfi og afurðir fluttar til
Kópaskers, en ekki öllu á Húsavík,
eins og ætla mætti eftir birtingu við-
talsins að dæma. Auk þessa voru prent-
villur í greininni. —
9&iíðiné
vesttír og norður til Þórshafnar
síðari hluta þessarar viku. Tek-
ið á móti flutningi til Norður-
landshafna frá Þórshöfn til
Ingólfsfjarðár í dag.
Pantaðir farseðlar óskast sótt-
ir ekki síðar en á morgun.
*„
TJARNARBÍÓ
ÞEGAR KONUR
HITTAST
(When Ladies Meet)
JOAN CRAWFORD,
GREER GARSON,
ROBERT TAYLOR,
HERBERT MARSHALL.
Sýnd kl. 7 og 9.
SJÖUNDA FÓNARLAMBIÐ
(The 7th Victim).
TOM CONWAY,
JEAN BROOKS.
Sýnd kl. 3 og 5.
Bönnuð yngri en 16 ára.
mV
¦GAMLA BÍÓ-
Viðureignin á
N.- Atlantshafi
(Action in the North-
Atlantic)
Spennandi mynd um þátt
kaupskipanna í baráttunni
um yfirráðin á höfunum.
Humphrey Bogart,
Raýmond Massey.
Sýning kl. 4, 6,30 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
? NÝJA EÍÓ-k.
Ástir skáldsins
(The Loves of Edgar Allan
Poe).
Fögur og tilkomumikil
mynd, er sýnir þætti úr
ævisögu skáldsins Edgar
Allan Poe.
Aðalhlutverk:
JOHN SHEPPERD
VIRGINIA GILMORE,
LINDA DARNELL.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
~t
Framtíðarjörð til sölu
og laus til ábúðar í haust eða næsta vor.
Jörðinni fylgir m. a.:
200 hesta tun. 6—800 hesta engi, mest slétt,
auk þess mikið að góðu ræktunarlandi.
Samgöngur eru góðar við öruggan .markaðsstað.
Tilboð óskas^send til Eðvalds Malmquist, Akureyri
og gefur hann allar nánari upplýsingar. — Áskilinn
réttur að taka einu tilboði eða hafna öllum.
Tílkytiníng
írá Frystíhúsinu Herðubreið
Allir, sem eiga, vörur i kæligeymslu hér, verða að
taka þær í þessari viku.
Frystíhúsið Herðubreið.
Aðvörim
Rafmagnseftirlit rikisins vill, að gefnu tilefni, vekja
athygli rafvirkja og annara, er selja rafmagnslampa,
á því að sala Iampa, sem eru með óskrúfuðum Impa-
höldum — Swanlampahöldum — er með öllu óheimil,
nema til notkunar í skipum. Jafnframt eru þeir, sem
lampa kaupa, varaðir við því að taka við lömpum
með slíkum lampahöldum.
Raimagnseitirlit ríkisíns.
Dráttarvextír
Dráttarvextir falla á tekju- og eignarskatt ársins
1944, hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu í síð-
asta lagi föstudaginn 8. september næstkomandi.
Á það, sem verður ógreitt, reiknast dráttarvéxtir frá
gjalddaga, sem var 15. júní síðastliðinn.
Reykjavík, 15. ágúst 1944.
Tollstjóraskrifstoian
Hafnarstræti 5.
liinkaieyfi
Hagnýting íslenzkra einkaleyfa nr. 59, á kælitæki, nr. 60, á
útbúnaði á kælitækjum, og nr. 61, á kælitæki, stendur til boða
áríð 1944.
Lysthafendur semji við:
Frosted Foods Compafty !««.,
250 Park Avenue, New York, U. S. A.
T í M I N N er víðlesnasta auglýslngablaðið!
Innilegustu þakkir fceri ég börnum mínum, tengda-
börnum, systkinum, sveitungum og öllum öðrum, er minnt-
ust mín á 60. fœðingardegi'minum 21. ágúst síðastliðinn,
með heimsóknum, heiilaskeytum og gjöfum.
Knararhöfn^ 1. sept. 1944
HJÖRTUR EGILSSON.
Frá Stýrimanasteólanum:
Námskeið í siglingafræðí
fyrir hið minna fiskimannapróf verður að forfalla-
lausu haldið á Akureyri og í Vestmannaeyjum á vetri
\ komanda. Umsóknir sendist fyrir 15. september, fyrir
Akureyrarnámskeið, Aðalsteini Magnússyni, skip-
stjóra á Akureyri, og fyrir Vestmannaeyjanámskeið
Einari Torfasyni, stýrimanni eða Ársæli Sveinssyni,
útgerðarmanni, Vestmannaeyjum.
Skólítuéjjóri Stýrimannashólans.
Frá Stýrímannaskólanum
Nýir nemendur, sem fengið hafa loforð um skóla-
vist á vetri komanda, verða að gefa sig fram við
undirritaðan eða tilkynna þátttöku sína fyrir 15.
september. Að öðrum kosti mega þeir búast við að
aðrir verði teknir í þeirra stað.
Skólastjóri Stýrimannaskólans.
Tílkynníng
um bæjarhreinsun
Samkvæmt 86. gr. Lögreglusamþykktar Reykjavíkur
er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er
valda óþrifnaði, tálmunum eða óprýði.
Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjar-
svæðinu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og
kostnað eiganda, en óllu því, sem lögreglan* telur lítið
verðmæti i, verður fleygt.
Ennfremur er hús- og lóðareigendum skylt, skv.
.92. gr. lögreglusamþykktarinnar, að sjá um að haldið
sé hreinum portum og annari óbyggðri lóð í kring-
um hús þéirra, eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústum.
Hreinsun af svæðinu, er takmarkast af Garðastræti,
Ljósvallagötu og Reynimel annars vegar og Hring-
braut og vesturhöfninni hins vegar, hefst 8. septem-
ber n. k. Verða þá fluttir af því svæði slíkir munir,
er að ofan getur, hafi þeim eigi verið ráðstafað af
eigendunum áður.
tjöareglustj^rinn í Reykjavík9
. %. sept. 1944.
Austurbæjarskólinn
Skólaskyld í september eru börn 7 til 10 ára að aldri, fædd
1934 til 1937, að báðum árum meðtöldum.
Börn á þessum aldri, sem sókn eiga í Austurbæjarskólann,
komi til viðtals miðvikudaginn 6. þ. m. sem hér segir:
10 ára börn (fæddA1934) kl. 9.
9 ára börn (fædd 1935) kl. 10.
8 ára börn (fædd 1936) kl. 11. \
7 ára börn (fædd 1937) kl. 14.
* Kennarar komi og taki hver á móti sínum bekk.
Skólastjórinn.
/