Tíminn - 08.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKK'ORINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHFJMTA OG AUGLÝSINGASKRrFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. sept. 1944. 85. blað Landbúnaðar- vísítalan 1944 Aíurðaverðið verður um 10°|0 hærra en í fyrra Hagstofa íslands hefir ný- lokið útreikningi á vísitölu landbúnaðarins fyrir 1944. Samkvæmt honum verður visitalan 9.4% hærri en í fyrra eða 109.4 stig. Aukning- . in stafar nær eingöngu af hækkuðum kaupgreiðslum. Hagstofan hefir byggt út- reikning sinn á þeim grundvelli, sem vísitölunefndin lagði í fyrra en aflað sér þó nokkuð nánari upplýsinga í samráði við nefnd- iria. Þannig var upplýsinga um kaupgreiðslur bænda aflað úr tveimur hreppum úr hverri ' sýslu í stað eins áður og upplýs- inga um tekjur verkamanna úr 11 kaupstöðum og kauptúnum í stað 6 áður. Meðaltekjur verkamanna árið 1943 reyndust í Reykjavík 20.132 kr., í öðrum kaupstjöðum pg kauptúnum með fleirum en 1000 íbúum 14.482 kr. og í kauptún- um með færri en 1000 íbúum 9.968 kr. Meðaltekjur verka- manna í kauptúnum um> allt land urðu þannig 16.812 kr., en það telst í landbúnaðarvísitöl- unni kaup bóndans, þó með þeirri breytingu, sem hlýzt af annari dýrtíðarvísitölu á kaup- tímabili bóndans, en það nær frá september 1943—ágúst 1944, og með 6.45% frádætti, er vísi- tölunefndin var sammála um í fyrra. Þessar tvær breytingar urðu þess valdandi nú, að kaup bóndans er reiknað í vísitölunni 16.031 kr. Hér fer á eftir stuttlegur sam- anburður á landbúnaðarvísitöl- unni nú og I fyrra (talið í kr.): K.- 1943 1944 Kjarnfóður 752 800 Tilb. áburður 374 377 Viðhald fasteigna 582 721 Viðhald verkfæra 356 325 Vextir 900 900 Flutningar 524 524 Lækningar 55 54 Opinber gjöld 48 48 Kaup verkafólks 12.304 13.615 Kaup bóndans 14.500 16.031 Samtals 30.394 33.396 Frá þessu dregst: Selt fóður 1320 1628 Hestavinna 82 89 Styrkir 185 180 Ýmislegt 435 460 Samtals 2022 2357 í fyrra varð þannig kostnað- ur við búreksturinn, sem afurða- verðið þúrfti að bera uppi, kr. 28.377 kr., en verður nú 31.039 kr. Þessi hækkun stafar, eins og sézt á framangreindu, nær ein- göngu af hærri kaupgreiðslum til verkafólks, án þess að gert sé ráð fyrir meiru aðkeyptu vinnu- afli, og af hærra kaupi bóndans, en það stafar af hækkuðu kaup- gjaldi verkamanna, sem það er miðað við. Afiirðaverðið. Samkvæmt þessu hækkar landbúnaðarvísitalan frá því í fyrra um 9.4 stig og verður þá afurðaverðið, sem bændur þurfa að fá, sem hér segir: Mjólk (lítri) kr. 1.34y2, nauta- og alikálfakjöt (kg.) kr. 6.82, kýrkjöt (kg.) kr. 3.30, húðir (kg.) kr. 1.75, kjöt af dilkum, veturgömlu fé og sauðum (kg.) kr. 7.76, kjöt af öðru fé (kg.) kr. 3.95, gærur (kg.) kr. 2.80, ull (kg.) kr. 8.50, kartöflur (tn.) kr. 116.00, hrossakjöt (kg.) kr. 3.28, hrosshúðir (kg.) kr. 1.76. Dýrtíðarírv. stjórnarínnar Það gerir ráð fiyrir níðurfærslu verðlags og kaupgjalds, en læt- ur þó grunnkaupið ó- bundið Eins og skýrt var frá í sein- asta blaði, hefir ríkisstjórnin lagt fram frv. um ráðstafanir vegna dýrtíðar o. fl. Frum- varp þetta er í tveimur köfl- um, fyrri kafli er um verðlag landbúhaðarvara og vísitölu, en síðarl kaflinn um eignar- aukaskatt. Er þar gert ráð fyrir mun minni eignarauka- _^ skatti en í frv. því, sem hefir legið fyrir þinginu undanfar- ið. Af hálfri milj. kr. er skatt- urinn t. d. áætlaður 52 þús. kr. og af einni milj. kr. er hann áætlaður 127 þús. kr. Fyrri kafli frv., sem fjallar um sjálfa dýrtíðina og er því aðal- efni frv., hljóðar svo: „1. gr. Frá 15. september 1944 skulu landbúnaðarafurðir verð- lagðar á þann hátt, að reiknað sé aðeins með 90% af landbún- aðarvísitölu, sem í gildi kemur þann dag, samkvæmt útreikn- ingi Hagstofunnar. Ríkisstjórninni er heimilað, með framlagi úr ríkissjóði til 31. desember 1944, að halda óbreyttu verðlagi á landbúnaðarvörum, eins og það var 1. september 1944. 2. gr. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd með hærri vísitölu en 270 stig. 3. gr. Frá byrjun næsta mán- aðar eftir gildistöku laga þess- ara, skulu laun eða kaup fyrir hvaða starf sem vera skal, eða annað sem dýrtíðaruppbót hefir verið greidd af, reiknuð með að- eins 95% af gildandi fram- færsluvísitölu, þó aldrei af hærri vísitölu en 270 stig, sbr. 2. gr. Næsta mánuð á eftir skal reiknað með 90% af gildandi vísitölu og þar til öðru vísa kann að verða ákveðið. Brot gegn þessu varðar sektum. 4. gr. Fari framfærsluvísitala yfir 270 stig, skal verð landbún- aðarafurða til framleiðenda lækka í sömu hlutföllum og dýr- tíðaruppbót skerðist vegna há- marksbindingar vísitölu í sam- bandi við kaupgreiðslur, sbr. 2. gr. 5. gr. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd af kauphækkunum, sem fara fram á tímabilinu 1. september 1944 til 1. júlfc 1945." Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir jafnri niðurfærslu af- urðaverðs og kaupgjalds, þannig að afurðaverðið er^lækkað um 10% og kaupgjaldið (bæði grunnlaun og dýrtíðaruppbót) um 10%. Hins vegar er eigi tryggt, að þessi niðurfærsla (Framh. á 4. síSu) Myndir þessar eru af Ölfusárbrúnni eftir að hún brast. Fremri' myndin er tekin austan brúarinnar og sést ann- ar bíllinn á flúðunum, sem eru í ánni. Aftari myndin er tekin vestan árinnar. Annar burðarstrengur öifusárbrúar bílar og tvær bíireíðar steypast í ána 011 bifreiðaiimferð mun stöðvast við ána langan tíma Aðfaranótt miðvikudags síðastliðins klukkan um tvö bilaði fest? ing annars aðalburðarstrengs Ölfusárbrúar, er tvær vörubifreiðir frá Kaupfélagi Árnesinga voru á leið yfir hana. Steyptust báðar bifreiðirnar í ána, en bifreiðastjórarnir björguðust báðir eftir mikið volk, annar nokkuð meiddur. Annað fólk var ekki í bifreið- unum. Enn sem komið er hangir brúin uppi- á öðrum burðarstrengn- um, en talið er, að hún muni hrynja alveg, ef hvessir. Öll umferð yfir haha er að sjálfsögðu stöðvuð, en fólk og farangur er ferjað yfir ána skammt fyrir neðan brúna. Eina leiðin, sem nú er fær bifreiðum af Suðurláglendinu austan Hvítár og Ölfusár, er um brúna á Hvítá á Brúarhlöðum. Er sú leið ógreiðfær á köflum og 325 kílómetrum lengri frá Selfossi til Reykjavíkur, en hin leiðin. Að undanförnu hefir Ölfusár- ' reiðin X 47, er Jón I. brú þótt orðin mjög ótrygg. Var :mundsson stýrði, en hin hvort tveggja, að hún var orðin meira en 50 ára gömul og slitin af hinni gífurlega miklu umferð, sem um hana hefir verið alla tíma árs, auk þess, sém hún mun upphaflega alls ekki ,hafa verið gerð með hliðsjón af svo þung- um farartækjum, sem nú eru notuð. Segja kunnugir, að hún hafi jafnvel verið tekin að hallast til muna, og muni sá burðafstreng- urinn, er nú gaf alveg eftir, hafa verið að smáslakna. Á síðastliðnu vori fór fram verkfræðileg athugun á brúnni. Höfðu þá verið settar nýjar og traustari hengistengur á allan miðhluta brúarinnar, en allar hengistengur brúarinnar voru endurnýjaðar í fyrra. Jafnframt setti vegamálastjóri í sumar sér- stakar reglur um umferð um Ölfusárbrú. Var þá meðal ann- ars bannað, að þyngri bifreiðir en sex smálestir færu um hana og mælt svo fyrir, að fólk úr farþegabifreiðum skyldi jafnan ganga hana. Eftirlit mun hins vegar ekki hafa verið haft með því, að þessum fyrirmælum væri hlýtt. Bifreiðir þær, sem brúin bil- aði undir, voru að koma frá Reykjavík. Var önnur þeirra bif- Guð- X 14, sem , Guðlaugur Magnússon stýrði. Hafði sú síðarnefnda bilað hjá Árbæ, sem er nokkuð ofan við Elliðaár,og var bifreiðin X 47 send eftir henni og skyldi draga hana austur. Bifreiðin X 47-var 3,5 smálestir og voru á henni tómir mjólkurbrúsar, en hin 2 smálestir, og var hún hlað- in vörúm. Er talið, að bifreið- irnar hafi til samans verið um 10 smálestir með farmi. Þegar komið var að Ölfusár- brú, námu þeir félagar staðar og ræddu um það, hvort X 47 ættu að leggja á brúna með bil- uðu bifreiðina í eftirdragi. Urðu þeir á eitt sáttir með það, enda ekki annars kostur, ef þeir áttu að koma henni austur yfir ána. Strengurinn, sem milli bifreið- anna var, mun hafa verið um níu faðma langur. Þegar fremri bifreiðin var komin út á vel miðja brúna, fundu mennirnir, að bifreiðirnar köstuðust snögg- lega til og í sömu svipan heyrð- ist buldur og brothljóð. Vissu mennirnir eigi fyrr til en þeir höfðu steypzt niður í ána. Jón Guðmundsson telur, að bifreið hans hafi hrapað á hvolfi niður í ána, en þar eð þarna er straumur allmikill muni hún (Framh. a 4. siðu) TRYGGVI GUNNARSSON, er kom Ölfusárbrú upp fyrir 53 árum. Þórarínn Jónsson á Hjaltabakka látínn JÓN I. GUÐMUNDSSON Þórarinn Jónsson bóndi' á Hjaltabakka, fyrrum alþingis- maður, lézt aðfaranótt 6. þ. m., 74 ára að aldri. Þó'rarinn fæddist 6. febrúar 1870 í Geitagili í Skagafirði. Hann bjó- lengi miklu myndar- búi á Hjaltabakka í Húnavatns- sýslu og var jafnan kenndur við bæ sinn. Hann sat á þingi sem konungkjörinn þingmaður árin 1905—1,907. Þingmaður Hún- vetninga var hann árin 1912— 1913 og 1916—1927. — Þórarinn var atkvæðamikill þingmaður. í sveit sinni gegndi hann fjölda mörgum trúnaðarstörf- um. Með Þórarni er til moldar hniginn einn af atkvæðamestu mönnum íslenzkrar bænda- stéttar. Áður en gengið var til dag- skrár í neðri deild í fyrradag, minntist forseti Þórarins á Hjaltabakka með nokkrum orð- um. Að því búnu vottuðu þing- menn hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Á víðavangi GEFIÐ UNDIR FÓTINN. í aðalritstjórnargrein Þjóð- viljans í gær segir orðrétt: „Sósíalistaflokkurinn hefir alltaf miðað allt sitt umtal og' samninga um þátttöku i ríkis- stjórn við málefni og stefnu, en ekki við menn og flokka. Sósíal- istaflokkurinn hefir frá því j hann var stofnaður haft það á stefnuskrá sinni að vera reiðu- búinn til samstarfs við menn úr hvaða flokk eða stétt sem væri að velferðarmálum fólksins. Ef menn, sem kalla sig „íhalds- menn", eru reiðubúnir til að vinna að velferðarmálum fólks- ins, — en menn, sem kalla sig „framsækna" eða jafnvel há- marxistiska, eru ekki reiðubúnir til slíks, heldur vilja vinna á móti velferð fólksins, — þá er eðlilegt fyrir alþýðuna að reyna samstarf við þá, sem samstarf vilja um hennar hagsmunamál, hvað sem þeir kalla sig." Þessi ummæli Þjóðviljans verða vart skilmn öðru vísi en að hann sé annaðhvort að und- irbúa liðsmenn sína undir full- komna samvinnu við forkólfa Sjálfstæðisflokkinn ellegar að hann sé smeykur um, að þeir séu farnir að þreytast í samstarf- inu um upplausn þjóðfélagsins, sem haldizt hefir milli þeirra og kommúnista að undanförnu, og þess vegna þurfi að gefa þeim rækilega undir fótinn. En hvor sem tilgangur Þjóðviljans held- ur er, þá eru þessi ummæli blaðsins lærdómsrík fyrir alla þá, sem hafa haldið, að komm- únistar berðust fyrst og fremst fyrir vinstra samstarfi og um- bótastjórn. Á SAMVINNUHREYFINGIN AÐ VERA KLOFIN? Nokkrir sérvitringár haf a und- arfarið fengið geðvonzkuköst út af því, að Kaupfélag Reykjavík- ur og Pöntunarfélag verka- manna í Reykjavík og víðar, voru sameinuð í Kron. Samein- ing þessi varð til þess, að sam- vinnuhreyfingin varð öflugt vald í smásöluviðskiptum Reykvík- inga og hefir haft mikil áhrif á smásöluverzlun í bænum æ síð- an til ómetanlegs hagræðis fyr- ir alla bæjarmenn. Að þessari sameiningu stóðu samvinnu- menn úr Kaupfélagi Reykjavík- ur, sem ekki vildu klofna sam- vinnuhreyfingu. Þessari samein- ingu voru fylgjandi m. a. Sig- urður Kristinsson, Vilhjálmur Þór, Guðbrandur Magnússon og Eysteinn Jónsson. Jónas Jónsson var einnig með sameiningu. Sérvitringum er ekki of gott að hrósa sér af því, að þeir hafi viljað halda klofinni kaupfé- lagshreyfingunni í Reykjavík. Kannske rætist klofningsdraum- ur þeirra, ef klofningsmenn kommúnista verða nógu sterkir, til þess að kljúfa á ný. GUÐLAUGUR MAGNUSSON Seinustu erL iréttir Sókn Bandamanna á vestur- vígstöðvunum miðar stöðugt vel áfram. Brezki herinn, sem tók Briissel, hefir nú tekið borgirn- ar Antwerpen og Gent í Belgíu og hefir farið yfir hollenzku landamærin. Sunnar er Banda- ríkjaherinn kominn inn í Lux- emburg og er hann kominn fast að borgunum Metz og Nancy, þar sem Þjóðverjar veita harða (Framh. á 4. síðu) I UNDIRLÆGJUSKAPUR ÞJÓÐVILJANS. Þjóðviljinn hefir enn einu sinni sýnt, hve mikill er undir- lægjuháttur hans við Rússa. Öll frelsisunnandi blöð hafa lýst fyllstu samúð sinni með pólska frelsishernum, sem berst hinni hetjulegu baráttu í Varsjá gegn ofurefli nazista og hefir þannig veitt Rússum mikilvægan stuðn- ing. Rússar hafa hins vegar enga aðstoð viljað veita honum vegna þess, að hann er undir yfir- stjórn pólsku útlagastjómarinn- ar í London og hefir honum þvi engin hjálp borizt, nema her- gögn þau, sem Bretar hafa getað sent honum loftleiðis. Hefir þessi harðýðgi Rússa mælst hvar- vetna illa fyrir og fáir orðið til að mæla henni bót, nema yfir- lýst kommúnistablöð. Þjóðvilj- inn hefir undanfarið ekki viljað telja sig það,en nú hefir hann þó enn einu sinni afhjiípað sig. í síðasta miðvikudagsblaði hans (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.