Tíminn - 08.09.1944, Page 2

Tíminn - 08.09.1944, Page 2
338 TÍMIM, föstiidagiim 8. sept. 1944 85. blað Föstudatfur 8. sept. Opínberírstarfsmenn og verkfallsrétturínn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að opinberir starfs- menn eru sú stétt þjóðfélagsins, sem,hlotið hefir minnstan skerf af kjarabótum styrjaldará- standsins. í kapphlaupi því, sem átt hefir sér stað milli kaup- gjalds og afurðaverðs, hafa þeir dregizt fullkomlega aftur úr. Meðan margir láglaunamenn hjá ríkinu hafa fengað grunn- kaup sitt hækkað um 25%, hafa flestar aðrar stéttir fengið grunnkaup sitt hækkað um 50— 100%. Þótt slíkar hækkanir verði eigi að öllu leyti teknar til fyrir- myndar, virðist það vera eðlilegt réttlætismál, að opinberfr starfs- menn komist til samræmis við aðrar stéttir áður en hafist verð- ur verulega handa um að klifra niður dýrtíðarstigann, svo að ósamræmi og ranglæti, sem hef- ir skapazt milli stéttahópanna á stríðsárunum, valdi ekki óþarfri úlfúð og' togstreitu við almenna niðurfærslu. Setning nýrra laga um launa- kjör opinberra starfsmanna er einnig þörf af fleiri ástæðum. Það ástand, sem nú ríkir í launa- málunum, er með öllu óþolandi. Misræmið i launagreiðslum er hið stórkostlegasta. Mörg störf eru uppbætt með ýmiskonar aukagreiðslum og bitlingum. Vinnutími og hlunnindi hjá hinum ýmsu stofnunum er mjög mismunandi. Þetta og margt fleira - þarfnast réttláts sam-- ræmis og endurbóta. Páum mun það augljósara en sveitafólkinu, hve slæmar af- leiðingar geta af þVí hlotizt, ef þannig verður búið að opinber- um starfsmönnum til langframa. Mörg læknishéruð eru nú lækn- islaus, mörg prestaköll prests- laus og kennara vantar í margar sveitir landsins. Pátt er þó mik- ilvægara fyrir sveitirnar en að eiga mikilhæfa og trausta emb- ættismenn, enda hefir reynslan sýnt, að úr hópi þeirra hafa þær fengið marga sína beztu fyrirliða. Hins vegar er ekki hægt að ætlast til þess, að sveitirnar eignist góða embætt- ismenn í framtíðinni meðan launakjörin eru svo léleg þar, að það borgar sig stórum betur að vera óbreyttur verkamaður í höfuðstaðnum. Fyrir atbeina fjármálaráð- herra liggja nú fyrir tillögur um breytingar á launaákvæðum launalaganna. Þær gera ráð fyr- ir nokkurri heildarhækkun launagreiðslna ríkisins, og stafar ríflegur meirihluti þeirrar hækkunar af fyrirhugaðri launahækkun hjá opinberum starfsmönnum í dreifbýlinu, því að ýmsir starfsmannahópar í höfuðstaðnum hafa verið Ötulli við að afla sér ýmsra auka- greiðslna utan launalaganna. Það er nokkur galli við þenn- an launalagandirbúning fjár- málaráðherrans, að hann nær aðeins til launaákvæðanna, en rétt hefði virzt að láta hann einnig ná til réttinda og skyldna opinberra starfsmanna almennt. Launin eru ekki nema eínn þáttur samkomulagsins milli launamanna og ríkisins, en þann þátt virðist erfitt að ákveða endanlega, nema vitað sé um önnur hlunnindi og þá vinnu, sem krafizt er fyrir laun- in. Ætti það að vera tiltölulega auðvelt verk að undirbúa þessi ákvæði nýrra launalaga. í á- framhaldi af slíkum úndirbún- ingi, kæmi svo athugun á því, hvort eigi mætti draga úr hinu mikla starfsmannahaldi ríkisins, sem er áreiðanlega orðið því of- vaxið á venjulegum tíma, og hvað væri hægt að gera fyrir þá starfsmenn, sem ríkið hefði ekki lengur þörf fyrir. Sú stefna rík- isins, að -hafa of marga starfs- menn, hlýtur alltaf að enda með því, að þeir verða lakar laun- aðir en ella, og því er það sam- eiginlegt hagsmunamál begga aðila, ríkisins og opinberra starfsmanna, að starfsmennirn- Samvinna í stjórnmálum og gagnkvæmt traust I. Einkennlleg viimii- lirögð. „Undirstaðan und-ir samvinnu þjóðanna verður að vera gagn- kvæmt traust“. Um víða veröld er þannig talað. Mönnum er ljóst, að til þess að heilbrigð samvinna hefjist milli þjóðanna, þarf að endurreisa hið gagn- kvæma traust eftir tímabil svik- semi og þeirrar tortryggni og úlfúðar, ^em hefir verið milli þjóðanna. Samstarf milli stjórn- málamanna um stjórn eða ann- að, hvort sem er á íslandi eða annars staðar, verður og aldrei viðunandi og kemst jafnvel ekki á, nema gagnkvæmt traust sé til staðar. Það mætti því vera flestum mönnum undrunarefni eftir það, sem á undan er gengið, að Jón Pálmason er nú í annað sinn, í ofanálag á skrif Gáins, sendur fram í Morgunblaðinu til að skrifa rætni um andstæð inga Sjálfstæðisflokksins, — náttúrlega að undanskildum kommúnistum, — í sambandi við tilraun til stjórnarmyndunar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir beitt sér fyr.ir að undanförnu og enn stendur yfir. Ekki sízt er þetta undrunarefni þegar vit- að er, að um það var talað milli flokkanna, að meðan þessi til- raun til stjórnarmyndunar stæði yfir, skyldi ekki um hana rætt í áróðurs- og ásökunartón milli flokkanna. Þetta verður því að telja harla einkennileg vinnubrögð hjá flokki, sem vegna stærðar sinnar ætti að hafa forustuna um stjórnar- myndun og er samkvæmt því lögmáli að reyna að mynda stjórn þessa dagana, því að ef ekki er hægt að halda loforð, sem gefin eru meðan á stjórnar- myndun stendur, þá er það ekki sérstaklega til þess fallið að vekja það traust milli flokkanna, sem leitt gæti til stjórnarmynd- unar. II. Fagnrt talað. Jón á Akri segir, að Sjálfstæð- isflokkurinn vilji koma á „allra flokka rikisstjórn", og þetta ættu nú landsmenn sannast að segja aö vita, því að ekki hefir það svo sjaldan verið sagt í Morgunblaðinu og þetta er nú líka þriðja tilraunin, sem Sjálf- stæðisisflokkurinn gerir til að koma á allra flokka ríkisstjórn. Ennfremur segir Jón: „Flokks- deilur um mismunandi stjórn- málastefnur skyldu~hins vegar geymdar þar til stríðið er búið og þjóðarskútan getur aftur siglt á sléttum sjó“. Þannig hefir Verið talað oft áður og ^im þetta hefir verið samið. En hver gerðist svo til þess að slíta því samstarfi með kjördæmabreytingunni 1942 og skapa þannig þaö' ástand, sem nú ríkir í íslenzkum stjórnmál- um og lýst er i Morgunblaðinu daglega? En sleppum því að svo komnu máli. j Aðalinnihaldið í grein Jóns ; er að afsaka það, að Sjálfstæð- isflokkurinn gerir nú tilraun til þess í þriðja skipti að mynda stjórn allra flokka, og hann segir j að það sé alveg ólíku saman að jafna og tilraun Framsóknar- flokksins til að mynda stjórn með kommúnistum 1942. Það er að vísu rétt hjá Jóni, j að það er ólíku saman að jafna, því að kommúnistar lýstu því yfir í kosningunum 1942 og lof- uðu kjósendum því alveg af- dráttarlaust, að þeir ætluðu sér 1 að vinna með Framsóknarfl. og jafnaðarmönnum eftir kosning- I ar. Þegar árangurslaust hafði iverið lokið við fyrstu' tilraun- ina4 til að koma á stjórn allra flokka, voru þaö kommúnistar, 1 sem sneru sér til Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins og óskuðu eftir samtali um stjórn- armyndun, og vitanlega var úti- iokað, að Framsóknarflokkurinn gæti neitað því að verða við slíku "samtali við réttkjörna þing- menn. En eftir að hann hafði prófað Kommúnistaflokkinn með samtölum, lagt fram ná- kvæmt og sundurliðað samn- ingstilboð, og þegar það sýndi sig, að Kommúnistaflokkurinn vildi ekki starfa á umbóta- 1 grundvelli, sleit Framsóknar- flokkurinn samtölunum. En ár- angur samtalanna varð sá, að sannað var, að Kommúnista- flokkufipn var ekki umbóta- 1 flokkur, eins og hann hafði haldið fram við kjósendur í kosningunum 1942. III. Samstarf S.jálf- stæðisflokksins og kommipiiista. Um Sjálfstæðisflokkinn hefir verið öðru máli að gegna, Hann hefir leitað eftir samstarfi við kommúnista þrisvar sinnum, en því hefir heldur aldrei verið haldið fram af hálfu Sjálfstæð- ismanna, að kommúnistar hafi skrifað þeim og beinlínis J3eðið þá um samtöl. En grein Jóns virðist vera skrifuð til að af- saka þessar þrjár tilraunir Sjálf- stæðismanna til að fá kommún- ista í stjórn, og fer þá eins og oftast, að í hverri afsökun er ásökun. Annars þarf Jón ekki að vera neitt hræddur við það, þótt Sjálfstæðisflokkurinn ræði ir séu sem fæstir, en vel laun- aðir. Opinberir starfsmenn hafa nú hafizt handa um að fá hlut sinn réttan til samræmis við aðrar stéttir. Um það er allt gott að segja og sjálfsagt að taka þeim með velvilja og skilningi. Op- inberir starfsmenn, sem er sæmilega búið að, hafa víðast reynzt ein bezta kjölfesta þjóð- félagsins, ásamt bændum og öðrum smærri framleiðendum, gegn niðurrifi og upplausn öfgastefna. Það væri háskalegt, ef þannig væri haldið á málum, að þeim væri kippt úr þessum farvegi og látnir verða vatn á myllu æsingamanna. Séinustu mánuðina hefir einn stjórnmálaflokkur landsins lát- izt vera sérstakur merkisbefi opinberra starfsmanna. Það er Kommúnistaflokkurinn. Hann hefir samt ekki þurft langan tíma til að afhjúpa það, að fyrir honum vakir annað með þessum bægslagangi sínum en að bæta fyrir málsstað opin- berra starfsmanna. Liðsmenn þeirra innan samtaka opinberra starfsmanna hafa unnið að því, að krafan um verkfallsrétt yrði sett á oddinn á undan kröfunni um leiðréttingu launalaganna, Hefir þeim tekizt að koma þess- ari ár sinni svo vel fyrir borð, að almennt mun svo álitið, að verk- fallsrétturinn sé orðinn aðal- krafa opinberra starfsmanna. En þetta er mikill misskilningur. Allur meginþorri opinberra starfsmanna mun líta á kröfuna um verkfallsrétt eins og firru og upplausn þjóðfélagsins, enda þekkist slíkur réttur hvergi annars staðar. Þeim er ljóst, að færu t. d. dómarar og löggæzlu- menn í verkfall, hætti þjóðfé- lagið að vera til, og frumstæð- asta mannúð væri líka úr sög- unni, ef læknar gerðu verkfall. Þessum stéttum mun vissulega ekki koma til hugar að sýna slíkt þegnskaparleysi, en þær munu líka vænta þess, að þjóð- félagið meti störf þeirra rétti- lega. Það er vissulegt, að takist kommúnistum að láta líta svo út, að krafan um verkfallsrétt- inn sé aðalmál opinberra starfs- manna, mun það vekja gegn þeim tortryggni og andúð, sem spillir áliti þeirra og torveldaði framkvæmd annara mála. Opin- berir starfsmenn myndu því gera það hyggilegast að losa sig undan hinni kommúnistisku niðurrifsforustu og hætta að stofna virðingu sinni og réttlæt- ismálum í hættu; með því að skipa sér fyrir vagn kommún- istisks upplausnarmáls, eins og þessi krafa um verkfallsréttinn er. Þ. Þ. við kommúnista um stjórnar- myndun, því að það út af fyrir sig er ekkert saknæmt, heldur eðlilegt, að allar leiðir séu próf- aðar. En fyrst Jón telur slíkt sérstakt ádeiluefni gegn Fram- sóknarflokknum og skrifar um það langar greinar, verður ekki komizt hjá því að benda á, að Sjálfstæðisflokkinn hefir hent annað margfalt verra, en sem aldrei hefir komið fyrir Fram- sóknarflokkinn, og það er að hafa samstarf við kommúnista, er næstum allt hefir miðað að niðurrifi og er meginorsök þeirr- ar upplausnar, sem nú er ríkj- andi. Þetta samstarf hófst 1937 í verkalýðsfélögunum með verk- föllum og ofbeldi í Hafnarfirði, þar sem kommúnistar voru ör- fáir, og Sjálfstæðismenn hjálp- uðu þeim til að reka alla aðal- foringja Alþýðuflokksins úr verkamannafélaginu Hlíf. Sam- eiginlega hafa svo Sjálfstæðis- menn og kommúnistar kosið Hermann Guðmundsson sem formann verkamannafélagsins Hlífar og báðir telja Hermann þennan vera sinn flokksmann. Svo náið er samstarfið. Þetta samstarf, sem hófst í Hafnar- firði, hélt áfram á Norðfirði, í ýerkamannafélaginu Dagsbrún og Alþýðusambandinu. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu um það að fara í þjóðstjórn 1939, var sérstaklega um það samið, að Sjálfstæðismenn slitu sam- starfi við kommúnista í verka- lýðsfélögunum. Þetta var loforð, sem þeir gáfu Alþýðuflokknum. En þetta loforð var 'svikið og hefir samstarfið milli kommún- ista og Sjálfstæðismanna stöð- ugt haldið áfram í verkalýðsfé- lögunum síðan. Árið 1942 náði þetta samstarf hámarki sínu, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn myndaði stjórn með stuðningi kommúnista. Síð- an hefir formaður Sjálfstæðis- flokksins ekki getað hugsað sér neina stjórn, nema kommúnist- ar taki þátt í henni og hefir ge'rt þrjár tilraunir, sem fyr greinir, til að fá þá í stjórn. Þá hafa kommúnistar stjórn- að Reykjavíkurbæ með Sjálf- stæðismönnum og haldið vernd- arhendi' yfir Bjarna Ben. í borg- arstjórastöðunni meðan Árni frá Múla var reiðubúinn til að hrekja hann þaðan. Sjálfstæðismenn kusu kom- múnista í þrjár trúnaðarstöður á síðas^a þingi (m. a. í síldar- útvegsnefnd) og spörkuðu það- an jafnaðarmönnum. Þegar Framsóknarflokkurinn hefir flutt mál á Alþingi, sem kommúnistar voru andvígir, eins og t. d. um 10 ára ræktun- aráætlunina, hafa nokkrir Sjálfstæðismenn jafnan hjálp- að kommúnistum til að drepa þau. í staðinn hafa svo kom- múnistar hjálpaö Sjálfstæðis- flokknum til að stöðva ýms skattafrv. Hefir samvinna þess- ana flokka í þinginu þannig verið hin nánasta. Öllum landslýð er það og vit- anlegt, að það stóð lengi í makki milli Sjálfstæðismanna og kom- múnista í vor að kjósa sameigin- lega ríkisforseta, sem setti núv. stjórn af og skipaði stjórn, sem væri vinveitt kommúnistum og Sjálfstæðismönnum, en viö þetta var hætt af því, að nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins gerði upp- reisn og hafði í hótunum. í bræði sinni út af þessu skilaði helmingur þingmanna Sjáif- stæðisflokksins auðum seðlum, ásamt kommúnistum, eða kaus annan mann en Svein Björnsson. Sama er að segja um ásakan- irnar í garð forseta og utanrík- ismálaráðherra . í sambandi við vesturförina. Þar er einnig sam- spil milli Sjálfstæðismanna og kommúnista. Samstarfið milli Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista jafn- gildir því opinberri trúlofun, þar sem skötuhjúin hafa þegar sett upp hringana, enda er það aug- ljóst mál, að í blöðum þessara flokka er nú aldrei nokkur minnsti broddur í deilunum. Ef Morgunblaðið deilir á kommún- ista, liggur það alltaf milli lín- anna strax á eftir, að beðið er afsökunar á því. Öll áherzla hef- ir verið lögð á það síðustu ár og í sumar síðan talað hafði verið um stjórnai’myndun, að rægja Framsóknarmenn bæði í sjálf- stæðis- og kommúnistablöðun- um. Er því bersýnilega samvinna um þetta atriði. IV. Xiiverandi ástand. Það mætti vera öllum ljóst, að það er þetta samstarf, sem hófst milli Sjálfstæðismanna og kommúnista 1937 og alltaf hef- ir snúizt um upplausn og eyði- leggingu, er veldur því ástandi, sem nú ríkir í íslenzkum stjórn- málum. Það keyrði fyrst um þverbak, er þessir tveir flokkar stóðu að ríkisstjórn 1942 og Öl- afur Thors samdi þannig við kommúnista, að hann mætti e.kki, méðan hann væri ráðherra, gera ágreining í neinum stór- um málum, sízt af öllu í dýr- tíðarmálunum. Kommúnistum var því fengið vald til þess, þeg- ar s.tjórnin var mynduð vorið 1942, að skapa það ástand, sem orðið er, og þeir hafa unnið að markvíst síðan þeim var fengin þessi aðstaða. Það er auðsætt mál, að til þess að stjórnarsamvinna geti haf- izt, verður að minsta kosti að stöðva dýrtíðina og helzt að lækka hana. Ef dýrtíðin verður látin aukast, er hrun framundan og er meira en þýðingarlaust að mynda stjórn upp á þær spýtur. En hvernig er hægt að stöðva dýrtíðina? Það er framkvæman- legt með tvennum hætti. Önnur leiðin er að gera það með vald- boöi, þ. e. gerðardómi, en þeirri leið eru kommúnistar auðvitað andvígir, jafnaðarmenn einnig og væntanlega Sjálfstæðisflokk- urinn, sem afnumdi þessa lög- gjöf á sínum tíma, þegar miklum mun hefði verið auð- veldara að framkvæma hana en nú. Það eru því engar líkur til að þessi leiö verði farin að svo komnu. Þá er aðeins eftir sú leið að semja við verkalýðinn að hætta verkföllum, og þá kem- ur að því að það verður að sækja það undir kommúnista, sem eru í stjórn verkalýðsfélaganna, fyr- ir tilstilli Sjálfstæðismanna, hvort þeim mundi þóknast að hætta við að láta þjóðfélagið hrynja í mola. Það er því sama hvar litið er. í stjórnmálum og verklýðsmál- um hafa kommúnistar eflst svo fyrir samvinnu og tilstilli Sjálf- stæðisflokksins, að hann treyst- ir sér ekki til að gera neitt án þeirra. Það hefir átt að vera tilgang- urinn 1937 hjá Sjálfstæðis- flokknum að eyðileggja Alþýðu- fl. í verklýðsfélögunum með því að efla kommúnista, til þess að Alþýðuflokkurinn yi’ði ekki nógu sterkur til að hafa meiri hluta á Alþingi með Framsókn arflokknum. Sömu stefnu fylgdu Sjálfstæðismenn, er þeir gerð- ust fylgjandi breytingu á kjör- dæmaskipuninni 1942. Þó að kommúnistar einir græddu á þeirri breytingu, en Sjálfstæðis- flokkurinn ekki neitt, þá vildi Sjálfstæðisflokkurinn samt sem áður vinna það til að slíta öllu samstarfi og fylgja kjördæma- málinu til að' geta fækkað þing- mönnum Framsóknarflokksins. Nú munu æði margir jafnað- armenn hugsa sem svo: Það er nú bezt, að Sjálfstæðisflokkur- inn, þingmenn hans og atvinnu- rekendur, eigi nú við þá stjórn á Alþýðusambandinu og verka lýðsfélögunum, sem þeir hafa sjálfir skapað með samstarfi sínu við kommúnista. V. Forusta Sjálfstæðis- flokksins. Eftir allt þetta skyldi maður ætla að það yrði ekki Sjálfstæð- isflokkurinn, sem gerðist til þess, þrátt fyrir gefin loforð í gagnstæða átt, að hefja deilur um þá tilraun til stjórnarmynd- unar, sem unnið hefir verið að um skeið. Það er ekki beinlínis til þess að vekja tiltrú, sem er þó ekki sízt þörf, því þótt erfið- leikar séu miklir á stjórnarsam- starfi, er það fullvíst, að það er ekki sízt vöntpn á tiltrú, sem að miklu leyti stendur í vegi fyrir góðu samstarfi. En auk þess sem Jón á Akri er tvisvar sendur fram til að skrifa í áður greindum dúr, skrifar einn af stjórnmálaritstjórum Morgun- blaðsins, Gáinn, á þessa leið: „Annars er það vitað mál, að það sem Framsóknarflokkurinn stefnir að og þráir heitast, er að komast aftur í flatsængina með kratabroddunum, svo að hér megi aftur upp renna „sælu- tími“ „stjórnar hinna vinnandi stétta“, til þess að foringjaklík- ur þessara tveggja flokka fái aftur notið forréttinda- sinna vaðið í bitlingum og bruðlað með ríkisfé eins og sína eigin flokks- sjóði. Sem betur fer, kemur skip- an Alþingis, eins og hún er nú, í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. En Alþingi verður að rækja þá fyrstu og æðstu skyldu að mynda starfhæfa ríkisstjórn, eða koma sér saman um stuðning við þá stjórn, sem nú situr. Þjóðin get- ur ekki til langframa unað nú- verandi ástandi. Það hlýtur að reka að því, að henni finnist þingið verá óþörf stofnun í landinu, þar sem fulltrúar henn- ar þar geta aldrei orðið sam- mála um lausn neinna vanda- mála. Kráfa þjóðarinnar nú er sú, að þeir tveir' flokkar, sem mynda meirihluta Alþingis í stað stjórnarflokkanna áður, hafi forustu um stjórnmyndun enda þótt ekki sé óeðlilegt að hinir fái líka að vera með til að bæta fyrir sínar mörgu gömlu syndir. Takist slíkt ekki, verður þjóðin að fá kost á að kveða upp dóm sinn yfir Alþingi og að- gerðum þess — eða öllu.heldur aðgerðaleysi — hið allra fyrsta.“ Hvað hugsa menn írú um for- ustumenn -þieirrar stjórnmynd- untilraunar, sem lofa því að láta ekkert skrifa um hana meðan hún stendur yfir, en senda síðan hinum flokkunum tóninn í þess- um dúr í aðalmálgagni flokks- ins? Hér er það beinlínis sagt af aðalmálgagni Sjálfstæðisflokks- ins, að ætlast sé til að aðalsam- starfið verði milli kommúnista og Sj álfstæðisflokksins, hinir flokkarnir fái svona að vera með. Það skal raunar játað, að stj órnarsamstarf þessara tveggj a flokka, Sjálfstæðisflokksins og kommúnistaflokksins, væri ekk- ert óeðlilegt, því að sameiginlega hafa þeir skapað það ástand, sem í’íkjandi er. En fyrst Sjálf- stæðisflokkurinn treystir sér ekki til eða vill ekki hverfa aðþví ráði og leitar eftir samstarfi við hina flokkana, þá mætti honum vera ljóst að slík skrif verða ekki til að skapa það gagnkvæma traust, sem væri nauðsynlegur grundvöllur slíkrar samvinnu, og hjálpar vart til að skapa þá tiltrú til Sjálfstæðisflokksins, að þessar tilraunir hans séu gei’ðar af einlægum hufea. Aðalíundur Presía- félags Suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suö- urlands var haldinn að Þjórsár- túni dagana 27. og 28. ágúst síðastl. Fyrri fundardaginn (sunnu- daginn) dreifðu prestar sér, svo sem ávalt hefir verið venja í sambandi við þessa fundi, og þjónuðu tveir og tveir við hverja kirkju nágrennisins. Var því að þessu sinni hagað þannig: Kálfholtskirkja: Séra Jakob Jónsson og séra Garðar Svavarsson. Marteinstungu- kirkja: Séra Guðmundur Ein- arsson og séra Bjarni Jónsson. Hagakirkja: Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson og séra Árelíus Níelsson. Skaröskirkja: Séra Hálfdán Helgason og séra Helgi Sveinsson. Árbæjarkirkja: Séra Ólafur Magnússon og séra Ragn- ar Benediktsson. Hábæjar- kirkja: Séra Brynjólfur Magn- ússon og séra Sigurbj. Á. Gísla- son. Voru messur þessar sérlega vel sóttar. Á mánudagsmorgun kl. 9 hófust fundarstörfin. Var aðal- umræðuefni fundarins altaris- sakramentið. Frummælendur voru séra Sveinn Ögmundsson í Kálfholti og séra Jón Guðjóns- son í’ Holti. En kvöldið áður hafði séra Ófeigur Vigfússon pr'ófastur í Fellsmúla flutt er- indi um sama efni. Urðu umræður langar. Þá urðu umræður um van- helgun þá á Þingvöllum, er orðið hefir í sumar af völdum ís- (Framh. á 4. síðuj t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.