Tíminn - 08.09.1944, Side 4

Tíminn - 08.09.1944, Side 4
340 TÍ>II\jV, föstudaginm 8. sept. 1944 85. blað tTR BÆNIIM Embætti borgardómara og borgarfógeta veitt. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var í dag, var Árna Tryggvasyni veitt em- bætti borgardómara, en Kristjáni Kristjáns»yni embætti borgarfógeta. Hafa báðir þessir lögfræðingar, sem áður voru fulltrúar lögmanns, gegnt þessum embættum, sem settir síðan lögmannsembættinu var skipt um síð- astliðin áramót. Silfurbrúðkaup eiga 10. þ. m. Sigríður og Sigmar Þormar á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Þau verða þá stödd á Lögbergsgötu 5, Akureyri. Hlutafélagið fsaga varð nýlega 25 ára gamalt. Hefir það, sem kunnugt er, haft með höndum framleiðslu gass, er notað er til log- suðu, logskurðar og ljósa í vita. Er slík frámleiðsla byggð á uppfinningum hins sænska vísindamanns, dr. Gustavs Dalén, sem hlaut Nóbelsverðlaun- in og stofnaði AGA-verksmiðjurnar. Aðalhvatamaður stofnunar ísaga var Þorvaldur Krabbe, er var fram- kvæmdastjóri þess frá byrjun til 1937, en þá varð Valgeir Björnsson, núver- andi hafnarstjóri, framkvæmdastjóri og hefir verið það síðan. Árið 1926 hóf ísaga framleiðslu súr- gass, en það er unnið úr venjulegu andrúmslofti. Hafði það áður verið flutt inn frá útlöndum. í stjórn ísaga eru nú þelr: Guð- mundur Hlíðdal póst- og símamála- stjóri, Geir G. Zoéga vegamálastjóri og Hjalti Jónsson ræðismaður. Fram- kvæmdastjóri er Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Bátur breonur Vélbáturinn Elliði frá Suöur- eyri brann til kaldra kola síð- astl. þriðjudag. Varð sprenging, í vélarrúmi skipsins og breiddist eldurinn svo hratt út, að við ekkert varð ráðið, og slapp vélamaðurinn með naumindum frá vélinni. Er talið, að kviknað hafi í ben- zíni af neistaflugi frá vélinni. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjunni, sem báturinn lá við, þegar hann brann. Samúðarvínnustöðv- un hjá Naíta Stjórn Dagsbrúnar tilkynnti h.f. Nafta síðdegis í fyrradag, að samúðarvinnustöðvun yrði haf- in hjá fyrirtækinu frá og með 14. þ. m. og myndi hún vara, þar til samningar um kaup og kjör verkamanna hjá öðrum olíufé- lögum hefði tekizt. Dýrtiðarírumvarpið (Framh. f 1. síðu) komi að gagni, nema á afurða- verðinu, þar sem það er bundið, en grunnkaupið er látið óbundið. Verkalýðsfélögin gætu því unn- ið það upp með nýjum kaup- hækkunum, er verkamenn töp- uðu vegna ákvæða frv., ef það yrði samþykkt í þessu formi. Á víðavangi. '(Framh. af 1. síðu) er 'frelsishreyfingin í Varsjá hrakyrt á hinn versta hátt og þess óskað, að hún bíði endan- legan ósigur. Eru slík ummæli íslenzks blaðs um frelsisbaráttu kúgaðrar þjóðar sannarlega stór svívirða fyrir íslendinga og ætti að vera þeim ný viðvörun um að varast þá menn, sem eru háðir jafn blindri þjónkun við yfir- gangssamt erlent stórveldi og þessi blaðaskrif þeirra bera ó- rækt merki um. Síðustn fregnir. (Framh. af 1. síðu) mótspyrnu. Þýzkur her verst enn í hafnarborgunum Boulogne, Calais og Dunkirk, en þær eru nú umkringdar. Setulið Þjóð- verja í Brest og Le Havre verst enn. Rússar hafa sótt inn í Búlg- aríu og Júgóslavíu á allstóru svæði. Þeir hafa sagt Búlgörum stríð á hendur, þar sem þeir telja þá enn veita Þjóðverjum óbeina hjálp. Áður áttu Búlgar- ar í stríði við Bandaríkjamenn og Breta. Hófu Búlgarar. friðar- samninga við þá fyrir skemmstu, en hafa þó alltaf dregið þá á langinn. Lýðveldis Sagnað- ur íslendinga í Danmörku Hinn 17. júní bárust sendiráði íslands í Kaupmannahöfn kveðjur frá nokkrum mönnum og blómagjafir í tilefni af stofn- un lýðveldisins íslands. Nafn- spjöld með árituðum hamingju- óskum sendu t. d. forstjóri ut- anríkisráðuneytisins, deildar- stjóri forsætisráðuneytisins og sendiherra Finna í Kaupmanna- höfn, en hann er aldursforseti fulltrúa erlendra ríkja þar. Dagskrá hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní var íslend- ingum í Danmöfku kunn af sím- skeyti Ríkisútvarpsins til sendi- ráðs íslands í Stokkhólmi. Sam- kvæmt beiðni sendiráðsins ^ í Kaupmannahöfn tilkynnti ís- lendingafélagið bréflega um 700 manns, að útvarpa ætti hátíða- höldunum á Þingvöllum. Eigi •var hægt að tilkynna í danska útvarpinu, að útvarp ætti að fara fram heima, og því síður gat orðið um endurútvarp þar að ræða, enda eigi um það beðið. í stóra samkomusalnum í Stu- denterforeningen, þar sem ís- lendingar ætluðu að halda dag- inn hátíðlegan, var komið upp útvarpstæki af beztu gerð, og var öllum gefinn kostur á að hlýða á útvarpið um eftirmið- daginn, en ekkeit heyrðist, og fór svo víðast hvar annars stað- ar á venjuleg tæki. Engu að síð- ur bárust fréttir af því,sem gerzt hafði heima, nógu snemma til þess að hægt væri að segja frá því um kvöldið. íslendingafélagið og Félag ís- lenzkra stúdenta stóðu að há- 'tíðahöldunum, og Var þátttaka mikil, um 250, enda þótt sumir sætu heima. Formaður íslendingafélagsins, Martin Bartels bankafulltrúi, setti . hátíðina. Aðalræðuna, minni fslands, flutti Jón Helga- son prófessor. Að ræðunni lok- inni var lesinn texti að heilla- óskaskeytum til forseta og for- sætisráðherra. Heillaóskaskeyti konungs til ríkisstjórnarinnar var eigi birt í blöðum í Kaup- mannahöfn fyrr en 18. júní, en Jón Krabbe sendifulltrúi var lát- inn vita um skeytið 16. júní og hafði fengið leyfi til að lesa það upp á samkomunni 17. júní. Fögnuðu menn símskeyti kon- ungs. Bar Jón Krabbe fram til- lögu um, að samkoman sendi konungi Dana kveðju símleiðis og var það gert. Síðan sagði Gunnlaugur Pétursson ritari í utanríkisráðuneytinu frá því, er frétzt hafði um hátíðahöldin á Þingvöllum, einnig útdrætti úr ræðunum, og hlustuðu menn á fréttirnar með mikilli athygli. Þá söng söngkórinn íslenzki undir stjórn Axels Arnfjörðs, og lék Axel auk þess íslenzk og útlend tónverk á hljóðfæri. Allir, sem tóku þátt í skemmt- uninni, settust síðan að sam- eiginlegu borðhaldi, og voru ís- lenzkir söngvar sungnir yfir borðum og ræður fluttar. Jakob Benediktsson bókavörður flutti minni Danmerkur, Kristján Al- bedtsson iektor minni Norður- landa og Tryggvi Sveinbjörnsson minni Sveins Björnssonar for- seta. Samkoman var hátíðleg og fór mjög vel fram. ---------1------------------ Aðalfundur (Framh. af 2. síðu) lenzkra gleðikvenna og erlendra hermanna, sem þangað hafa sótt. Var stjórn félagsins falið að rita Þingvalanefnd og „mæl- ast til þess við hana, að hún taki fyrir það, að Þingvöllum sé misboðið með ósæmilegri hegð- un, eins og átt hefir sér stað á þessu sumri“. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: síra Hálf- dán Helgason prófastur, for- maður, og meðstjórnendur síra Sigurður Pálsson og síra Garð- ar Svavarsson. Finnsk samninganefnd er far- in til Moskvu. Forsagtisráðherr- ann er formaður hennar. Sænska stjórnin hefir lýst yfir yfir því, að hún muni ekki taka við pólitískum flóttamönnum, er ásakaðir eru um stríðsglæpi. Verða þeir gerðir afturreka til heimalands síns. Um OlSusárbrúna (Framh. af 1. siðu) hafa snúizt við og stöðvazt á hjólunum á kafi í vatninu. Er dýpi þar talið vera um átta metrar. Hláut Jón sár á höfuðið í fallinu, að hann heldur. Reyndi Jón nú fyrst áð brjóta framrúðuna, en tókst það ekki. Sneri hann sér þá að rúðunni, er á hurðinni var, og þar heppnað- ist honum með einhverjum hætti að brjótast út. Þegar honum skaut upp á yf- irborðið, sá hann mjólkurbrúsa á floti hjá sér og náði taki á honum. En brúsinn valt mjög í straumkastinu og veittist mann- inum erfitt að halda sér uppi á honum. Vildi nú svo til, að hjól- barði, sem hafði verið til vara og legið á vörupalli annarrar bifreiðarinnar, flaut framhjá honum. Sleppti hann þá brús- anum og synti að hjólbarðanum og náði góðu taki á honum. Barst hann síðan með straumn- um niður ána. Lenti hann í hörðum strengjum, og kastaðist hjólbarðinn þá til á ýmsa vegu, svo að maðurinn var ýmist und- ir honum eða ofan á. Saup hann þá talsvert vatn. Nokkru neðar barst hjólbarð- inn inn í lygnu, svo að ráðrúm vnnst til þess að svipast um. Var tunglsljós, og virtist Jóni hann vera á miðri ánni. Tók hann þá það ráð að freista þess að synda að eystri bakkanum. En eigi sleppti hann þó taki um hjólbarðann. Tókst' honum að ná þar landi á sandeyri. Hafði hann þá borizt meira en 1000 metra með straumnum og verið á að gizka hálfa klukkustund í ánni. Gekk hann síðan heim aS bænum Selfossi og hitti þar mann á hlaðinu og sagði honum af sínum ferðum. Háttaði hann þar niður í rúm og drakk heitt kaffi og brennivín. Kom læknir á vettvang stundu síðar og gerði að meiðslum hans. Um morguninn fór hann heim til sín, að Keldnakoti við Stokkseyri. Þykir Jón hafa sýnt harðfengi mikið í þessari válegu för. Hann er aðeins tvítugur að aldri, son- ur hjónanna í Keldnakoti, Guð- mundar Eiríkssonar og Þórunn- ar Jónsdóttur. Guðlaugur Magnússon, er stýrði biluðu bifreiðinni, segir svo frá, að sín bifreið hafi snú- izt heilhring í loftinu og hafi farangurinn, er á henni var, þeytzt í allar áttir á fallinu. Kom hún niður á hliðina, en kastaðist síðan til, þannig að hún staðnæmdist á hjólunum. Var vatnið þar svo grunnt, að eigi rann inn í bifreiðina. Hann hyggur, að hann hafi misst með- vitund um stund, og man það fyrst eftir sér, að hann lá tvö- faldur á gólfinu í stýrishúsinu. Þegar hann hafði jafnað sig nokkuð, fór hann að reyna að gera vart við sig, því að honum þótti líklegt, að fólk í Selfoss- þorpinu hefði orðið vart við slysið. Reyndi hann að tendra blys, en tókst það ekki. Þá hvarflaði að honum að freista þess að synda til lands, en í þeirri svipan var bifreiða- ljósum beint út á ána. Litlu síð- ar sá hann menn við brúna. Komu þeir yfir ána á báti. Tókst þelm að vaða út að bifreiðinni, er eigi stóð mjög fjarri landi að norðanverðu, festu í hana kaðal og fikruðu þeir sig síðan allir á honum til lands aftur. Fluttu þeir Guðlaug síðan á bátnum austur yfir ána. Ölfusárbrúin var vígð fyrir réttum 53 árum, 8. september 1891. Var henni komið upp fyrir harðfengi Tryggva Gunnarsson- ar eftir langt þóf, og var mest mannvirki á íslandi á þeirri tíð. Hún var hin ágætasta sam- göngubót, og mun auk þess hafa eflt mjög trú fólksins á framfar- ir og aukna menningu í land- inu. Það hefir vitaskuld í för sína stórfelldan skaða, að Ölfusár- brúin skuli nú vera orðin ónot- hæf, ekki sízt fyrir bændur á Suðurláglendinu, er koma þurfa afurðum sínum á markað vest- an heiðar, og neytendur við Faxaflóa, sem þurfa á þessum afurðum að halda. Bifreiðar eiga nú ekki aðra leið færa austur um sveitir en yfir brúna á Hvítá hjá Brúar- hlöðum. En sú leið er mjög löng og ógreiðfær á köflum og gæti með mikilli umferð orðið nálega o—o TJARNARBÍÓ Víd erum ekki ein (We Are Not Alone) Hrífandi sjónleikur eftir hinni víðfrægu skáldsögu James Hiltons. PAUL MUNI JANE BRYAN FLORA ROBSON Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þakkarorð Hjartkær þökk sé tjáð öllum,’ fjær og nær, er sýndu mér vin- áttu sína á sjötugsafmæli mínu 13. ág. síðastliðinn, með heim- sókní gjöfum og hamingjuósk- um í óbundnu og bundnu máli. Eiginkona mín, Elín Þórðar- dóttir, er tekið hefir sinn virka þátt í lífskjörum mínum, innir sína hjartans þökk þeim er gerðu mér daginn ógleymanleg- an. — Drottinn gleðji ykkur með blessan sinni. Seljum, 15. ág. 1944. GUÐLAUGUR JÓNSSON. Grettislaug opnuð tíl ainota Sunnudaginn 3. sept. s. 1. vaí sundlaug Umf. Grettis í Mið- firði í V.-Húnavatnssýslu tekin til. afnota. Sundlaugin er byggð austan við samkomuhús félagsins með skjólvegg móti norðri. Stærð laugar er 16,67X7 m. og kring- um hana steinsteyptar stéttir, en böð og búningsklefar verða áfastir samkomuhúsinu og undir leiksviði þess. Öllu er snyrtilega fyrirkomið og fylgt fyllstu kröf- um um vistleika og hreinlæti. Kostnaðarverð laugarinnar mun vera um 57 þúsundir, en fjár- styrkir hafa fengizt frá íþrótta- nefnd ríkisins, kr. 16,000,00, sýslusjóði kr. 5000,00, ung- mennasambandi V.-Hún., 2700,00 og hreppsnefnd kr. 15 þús. Einstaklingar hafa gefið fé og vinnu og sumir þeirra lagt allmikið á sig. Fólk í Reykja- vík, sem ættað er úr Miðfirðin- um, hefir einnig hjálpað til. Samkoma, sem fór fra,pi við opn- un laugarinnar^var sett af for- manni félagsins, Sigurði Dan- íelssyni, en Benedikt Guð- mundsson lýsti mannvirkinu og skýrði frá sögu mannvirkisins. Þá syntu 3 drengir. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi flutti ræðu. Minntist hann í ræðu sinni tveggja sundkappa úr byggðum V.-Húnavatnssýslu, þeirra Grettis Ásmundssonar og Gests Bjarnasonar, sem kallað- ur var Sund-Gestur og kenndi sund víða um land um 1860. Þá sýndu 4 piltar sund. Að lokum voru kvikmyndasýningar og dans. Samkomuhúsið og um- hverfi laugarinnar var fagurlega skreytt. Samkomugestir voru um 400. Ákveðið hefir verið að nefna laugina Grettislaug til minning- ar um Gretti Ásmundsson. ófær í rigningatíð, þótt að vísu hafi bráður bugur verið undinn að því að bæta hana svo að til slíks komi síður. Fyrst í stað verður reynt að ferja fólk og varning yfir Ölf- usá rétt neðan við brúna, og munu lendingar verða bættar til þess að auðvelda ferjustarfið. En samt sem áður er slíkt fyrir- komulag aðeins neyðarúrræði, er í senn verður dýrt, óþægilegt, ótryggt og jafnvel hættulegt. Jafnframt verður einnig reynt að lyfta brúnni og styrkja hana svo, að unnt verði að nota hana sem göngubrú um sinn. Er lík- legt, að þetta takist, ef engin sérstök óhöpp koma fyrir. En vafalaust þyldi hún ekki mik- inn storm, eins og hún er nú á sig komin. En það, sem mestu máli skipt- ir, er auðvitað, að hafizt verði þegar í stað handa um smíði nýrrar og traustrar brúar. Eru áæltanir um slíka brú og upp- drættir að gerð h^nnar til, frá því þetta brúarmál var á döf- *ínni haustið 1941, en var illu heilli látið niður falla þá. -GAMLA BÍÓ- Huldi ijársjóð- ur Tarzans (Tarzan’s Secret Treassure) JOHNNY WEISSMÚLLER MAUREEN O’SULLIVAN JOHN SHEFFIELD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA EÍÓ* Ástir skáldsins (The loves of Edgar Allan Poe) Aðalhlutverk: JOHN SHEPPERD / VIRGINIA GILMORE LINDA DARNELL Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 11. Innilega þakléa ég hreppsbúum mínum og öðrum sýslubúum hér, er tóku þátt í fjölmennu samkvcgmi og sœmdu mig miklum gjöfum á áttrceðisafmœli minu, svo og öllum hinum mörgu nœr og fjœr, er sendu mér ávörp og heillaóskir, eða minntust mín á annan hátt. Bið ég öllu þessu fólki blessunar drottins, og að hann launi ylckur öllum. Hólum 23. ágúst 1944. ÞORLEIFUR JÓNSSON. i---— -------——----------— ---------—-———.—---------——^ um kennslu og einkaskóla Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. \ Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili, eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti og vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína í skrifstofu mína, hið allra fyrsta og mega þau ekki vera eldri en mánaðar gömul. Þá er ennfremur svo fyrir mælt í ofan greindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heim- ilinu« né neinn nemendanna sé haldnir smitandi berklaveiki". Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglu- stjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir„um slíka einkaskóla utan lögsagnarum- cpemis Reykjavíl^ir, en innan takmarka læknishéraðs- ins, má senda í skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 4. sept. 1944. Magnús Pétursson Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhás. — Frystibús. Niðnrsaðnverksmiðja. — Rjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og áUs- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Fggjasölusamlafgi Reykjaviknr. TÍMINN er víðlesnasta auglýslngablatllð!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.