Tíminn - 12.09.1944, Page 1

Tíminn - 12.09.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Slml 2323. 28. árg. Reykjavxk, þriðjiidagixm 12. sept. 1944. 86. blað Erlent ylirlit: Styrjoldín um „innra virkið“ í byrjun ágústmánaðar síð- astliðins lagði eitt enska blaðið þá spurningu fyrir ýmsa þekkta stj órnmálamenn, hvenær styrj- öldinni í Evrópu yrði lokið. Svör allra þeirra, sem nefndu tiltek- inn tíma, voru á þá leið, að henni yrði í seinasta lagi lokið fyrir næstu áramót. Margir tóku það samt fram, að þeir ættu þó aðeins við meginstyrjöldina, en hins vegar mætti gera ráð fyrir smáskæruhernaði víða í Þýzka- landi alllengi eftir að formlegt vopnahlé væri komið á, því að æstustu nazistarnir myndu verj - ast eins lengi og þeir gætu. Síðan þessu var spáð, hefir rás styrj aldaratburðanna orðið mun hraðari en flesta mun þá hafa órað fyrir. Frakkland er nær allt gengið Þjóðverjum úr greipum og meginhluti Belgíu. Svipað er að segja um Rúmeníu og Búlg- aríu. Styrjöldinni er lokið um „ytra virkið“, en svo nefndu Þjóðverjar Atlantshafsströndina og víglínuna að austan, eins og hún var í vor. Styrjöldin um „innra virkið“ er að hefjast, en „innra virkið“ hafa Þjóðverjar nefnt Siegfriedlínuna, Alpafjöll- in, Karpatafjöllin, austurlanda- mæri Austur-Prússlands og At- lantshafsströnd Suður-Noregs, Danmerkur og Þýzkalands. Þjóðverjar telja, að baráttan um „ytra virkið“ hafi aðallega verið háð til að fá ráðrúm til að styrkja varnir „innra virkis- ins“, og séu þær nú orðið ram- byggilegar. Líklegt er þó, að þetta sé helzt til borginmann- lega mælt, en ekki er samt ó- sennilegt, að Þjóðverjar geti enn, þrátt fyrir skakkaföll þau hin miklu að undanförnu, varizt í „innra virkinu" í 3—4 mánuði. Eftir því, sem flutningaleiðirnar lengjast, tekur það Bandamenn lengri tíma að undirbúa hverja sókn, en varnir Þjóðverja auð- veldast að sama skapi. Það er eigi ólíklegt, að nokkur keppni sé um það milli Rússa og Bandamanna, hvorir geti orðið fyrr i til að rjúfa varnarlínur „innra virkisins". Rússar hafa um nokkurra vikna skeið undir- búið stórsókn inn í Austur- Prússland, og getur hún hafizt (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréfttir Bandamenn hafa tekið borg irnar Liege og Ostende í Belgíu og höfuðborg Luxemburgrikis ins. Þeir hafa brotizt yfir Albert skurðinn í Belgíu og sækir nú bæði brezkur og amerískur her fram til þýzku borgarinnar Achen og eru aðeins 12—14 km. frá borginni. Á vígstöðvunum við Mets, Nancy og Belfort hafa litlar breytingar orðið, vegna harðrar mótspyrnu Þjóðverja. Þjóðverjar verjast enn í Brest, Lorient, Le Havre, Boulogne Calais og Dunkirk. Churchill er kominn vestur um haf til fundar við Roose- velt. Munu þeir ræða um friðar skilmála þá, er Þjóðverjum verða settir, og styrjöldina við Japani. Rússar hafa samið um vopna hlé við Búlgara og hefir ný stjórn í Búlgaríu sagt Þjóð verjum stríð á hendur. Rússar hafa tekið helztu hafnarborg irnar í Búlgarím Rússneskur og enskur her sækir nú inn í ..ansylvaníu. Model hershöfðingi hefir ver- 'F ^kipaður yfirhershöfðingi v i ja á vesturvígstöðvun um. Talið er, að von Kluge, sem áður gegndi því starfi, sé dauð- ur. Ræktunarfrv. Framsóknar- ilokksins Frv. heSír veríð lagi fram í neðri deild Frumv. Framsóknarflokks- ins um breytingu jarðræktar- laganna í þá átt, að bændum verði gert kleift að koma öll- um heyskap sínum á véltækt land, hefir nú verið lagt fram í neðri deild. Flutningsmenn eru Páll Zóphóníasson og Sveinbjörn Högnason. Frv. þetta var lagt fyrir efri deild síðastl. vetur og var þá efni aess ítarlega rakið hér í blaðinu. Því var þá vísað frá með rök- studdri dagskrá með þeirri for- sendu, að „núgildandi jarðrækt- arlög væru nægileg 10 ára áætl- un“ og stóðu að henni meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins og kommúnistar. Þess ber að vænta, að frv. Detta njóti meiri skilning þings- ins nú en síðastl. vetur, því að sá skilningur fer óðum vaxandi, að verði ekki sveitirnar studd- ar til öflugri ræktarfram- kvæmda, hljóti landbúnaðurinn stórlega að dragast saman. Jaf nvel Reykj avíkurbréf ritari Mbl. lætur svo ummælt síðastl. sunnudag: „Ég fæ ekki betur séð, en á næstu árum þurfi að renna yfir sveitir landsins hraðstígari framfarir á sviði ræktunar en hér hefir áður þekkzt. Því það sé lífsskilyrði fyrir sveitabúskap okkar, að framleiðslan verði ekki eins vinnufrek og hún hefir ver ið. Þeir, sem ætla sér að halda fram að framfleyta búi sínu með útengjaheyskap, eftir gamla laginu, hljóti áður en varir að flosna upp, og þær sveitir, sem verða aftur úr í kapphlaupinu um aukna nýrækt, leggist brátt áfram í eyði, að minnsta kosti um tíma, þangað til þær verði numdar að nýju.“ Hér er vissulega sagt rétt frá. Ef það er því ekki ætlun Sjálf- stæðisflokksins að stuðla að þeirri öfugþróun í sveitunum, sem lýst er í þessum bréfkafla, verður hann að leggja niður samvinnuna við kommúnista þessu máli og veita frv. Fram- sóknarflokksins fullkominn stuðning. Það er ekki nóg að skrifa sanngjarnlega um þessi mál, heldur verða líka verkin að vera í samræmi við það. Enginn, sem til þekkir, efast um, að bændur geri ekki allt, sem þeir geta gert til að ná áður greindu markmiði. En það er of umfangsmikið og fjárfrekt til þess, að þeir geti innt það af höndum hjálparlaust. Þess vegna er það skylda þjóðfélags- ins að koma þeim til hjálpar og gera þeim mögulegt að ná þeim árangri, sem tryggir framtíð landbúnaðarins. Vcrklöllin við olíuvcrzlanirnar: SvikamyUa kommúnísta til að knýja fram hærra kaup Kauphækkun hjá mánaðarkaupsmönnum olíuSélaganna á að vera upphaí allsherjar kauphækkana Allar líkur benda til þess, að fólks- og vöruflutningar með bif- reiðum muni stöðvast allra næstu dagana. Stjórn verkamanna- félagsins Dagsbrún hefir nú lýst yfir samúðarverkfalli hjá Nafta frá 14. þ. m., en það var eina olíuverzlunin, sem strax gekk að kröfum Dagsbrúnar og hefir hún því verið ein um benzínsöluna undanfarið. Þegar samúðarverkfallið hefst hjá Nafta, stöðvast benzínsalan alveg og hlýtur það að verða til þess, að allir bif- reiðaflutningar stöðvast fljótlega, Vandræðin, sem af því hljótast, munu liggja öllum í augum uppi. Veiðariærakaup Nýlega fóru til Bretlands á vegum ríkisstjórnarinnar þeir Finnur Jónsson alþingismaður og Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri, í þeim erindum að semja um aukinn skammt af veiðar færum og efni í þau. Skammt- ur sá, er hingað hefir fengizt undanfarið, er algerlega ófull- nægjandi og fyrirsjáanlegt, að ekki verða til nægileg veiðar færi fyrir næstu vertíð, ef skammturinn fæst ekki aukinn. (Samkv. fregn frá viðskipta málaráðuneytinu). Forsaga þessa stórfellda flutn- ingaverkfalls, sem nú virðist vera að hefjast, er í aðalatriðum iessi: Þegar Dagsbrún gerði samn- inga við atvinnurekendur síð- astliðinn vetur, var samið um kaupgjald fyrir alla daglauna- menn og alla verkamenn og bif- reiðastjóra, sem hafa^ fasta vinnu hjá atvinnurekendum, að olíufélögunum einum undan- skildum. Við þau var ekkert samið um mánaðarkaup bif- reiðastjóra eða annara vei’ka- manna, sem hafa mánaðarlaun. Þetta hafði þær afleiðingar, að bifreiðastjórar olíufélaganna ui'ðu heldur kauplægri en bif- reiðarstjórar hjá öðrum at- vinnurekendum, en verkamenn- irnir, sem vinna hjá olíufélög- unum fyrir mánaðarkaup, höfðu hins vegar sömu laun og mánað- arkaupsmenn hjá öðrum at- vinnurekendum, samkv. samn- ingunum í vetur. Þegar Dagsbrúnarsamning- Oliufélögin höfnuðu þessari kröfu, nema Nafta. Dagsbrún fyrirskipaði þá verkfall hjá þeim, sem hefir nú staðið um nokkurra vikna skeið, en Nafta hélt verzlun sinni áfram og hefir því ekki komið til verulegi’ar flutningastöðvunar enn, vegna þessa verkfalls. Eins og skýrt hefir komið fram í bréfi, sem nokkrir þess- ara starfsmanna olíufélaganna hafa skrifað Dagsbrúnarstjórn- inni, voru umræddar kaupkröf- ur gerðar og verkfallið hafið, án þess að leitað væri samþykkis meirahluta umræddra verka- manna hjá olíufélögunum. Nokkru eftir að verkfallið við olíufélögin hófst, bar sáttasemj- ari fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Aðalatriði ' hennar var á þá leið, að bílstjór- arnir fengju hækkun til sam- j ræmis við kaup fastlaunaðra bifreiðastjóra hjá öðrum at- vinnurekendum, og aðrir mán- aðarkaupsmenn hjá olíufélög- arnir voru gerðir í vetur, þótti ^ unum fengu einnig svipað kaup mörgum undax-legt, að ekki og er hjá öðrum atvinnurekend- skyldi' jafnframt samið fyrir j um, samkv. Dagsbrúnarsamn- starfsmenn olíufélaganna, en ingunum í vetur. það er nú komið í ljós, hvað þar hefir legið undir steini. Dagsbrúnarstjórnin lét þetta mál liggja i kyrþey, þar til kom- ið var -fram á mitt sumar. Þá sneri hún sér til olíufélaganna og gerði kröfur um kauphækkun fyrir þessa starfsmenn. Kröfur hennar voru það miklar, að hefði verið að þeim gengið, myndu þessir starfsmenn hafa orðið talsvert launahærri en mánaðarkaupsmenn hjá öðrum atvinnurekendum, samkv. Dags- brúnarsamningunum í vetur. Þessi miðlunartillaga sátta- semjara var samþykkt af olíufé- lögunum, en felld af verkamönn- unum, eftir að nokkrir þeirra höfðu verið úrskurðaðir frá þátttöku i atkvæðagreiðslunni, þar sem þeir væru ekki í Dags- brún, og eftir strangan áróður meðal þeirra verkamanna, sem atkvæði greiddu, fyrir því að greiða atkvæði á móti miðlunar- tillögunni. Er af þessu ljóst, að kommún- istar berjast hér ekki fyrir sam- (Framh. á 4. síðu) Frægir fjármálaráðherrar Onnur svika- mylla í Hafn- arfirði lllíf lielmtai* hærra kaup en Dagsbrún. Síðastl. sunnudag hófst verkfall við alla verkamanna- vinnu í Hafnarfirði sam- kvæmt fyrirskipun stjórnar verkamannafélagsins Hlífar. Verkfall þetta er af sama toga spunnið og verkfall Dags- brúnar hjá olíufélögunum hér þ. e. a. s. tilgangur þess er að knýja fram hærra kaup á ein- um stað en sambærilegir starfsmenn hafa annars stað- ar, svo að þeir geti komið á eftir og heimtað samræm- ingu, og kauphækkunarskrið- an haldi þannig stanzlaust á- fram. Á síðastl. vetri sagði Dagsbrún upp kaupsamningum með þeirri foi’sendu, að kaupið væri lægra í Reykjavík en í Hafnar- firði. Lauk þeirri deilu þannig, að Dagsbrún fékk atvinnurek endur til að fallast á svipað kaup og í Hafnarfirði. Þetta leiddi til þess, að verkamanna- félagið Hlíf í Hafnarfirði sagði upp samningum í sumar.*Þegar til samningsviðræðna kom, buðu atvinnurekendur í Hafnarfirði upp á nákvæmlega sama kaup og kjör og Dagsbrúnai’menn hafa í Rvík. Stjórn Hlífar neit aði að ganga að þessu tilboði og gerði kröfur um ýmsar breyting- ar, m. a. að kaffihlé yrði 30 mín. í stað 20 mínútum, næturvinna byrjaði kl. 7 í stað kl. 8 o. fl. At- vinnurekendur höfnuðu þessum kröfum og fyrirskipaði þá stjórn Hlífar verkfall. Það má telja víst, að yrði geng- ið þessum kröfum Hlífar, myndi Dagsbrún fara strax af stað næsta vetur, heimta sams konar breytingar og Hlíf hefði fengið og einhverjar fleiri, og þegar það væri fengið fram, myndi Hlíf fara aftur á stúfana og heimta sömu kjarabætur og Dagsbrún hefði fengið og eitt hvað nýtt til viðbótar. Þaning myndi svikamyllan í kaupgjalds málunum halda áfram viðstöðu- laust. Ef atvinnurekendur standa ekki vel á verði gegn þessum starfs- háttum kommúnista nú, bæði olíudeilunni, Hlífardeilunni og svipuðum deilum, geta þeir kennt sjálfum sér um afleiðing arnar, sem af því munu hljótast Á mynd þessari sjást tveir helztu fjármálaráðherrarnir, er sátu gjaldeyris- ráðstefnuna, sem lialdin var í Bretton Woods í Bandaríkjunum fyrir skömmu og íslendingar tóku þátt í. Þeir eru Kung fjármálaráðherra Klna og Morgenthau fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Ferðalag fiorsefta Forseti íslands hefir verið ferð um Suðurlandsundirlendið um helgina og voru helztu við komustaðir hans Vík í Mýrdal Stórólfshvoll og Selfoss. For ráðamenn sýslufélaganna tóku allsstaðar á móti honum og voru honum haldin vegleg samsæti. dag og á morgun mun forset inn heimsækja Hafnarfjörð og Gullbringu- og Kjósarsýslur. Á víðavangi GAMALL RÓGSÖNGUR KYRJAÐUR ENN. Morgunblaðið er enn einu sinni byrjað að kyrja hinn gamla áróðurssöng sinn, að Framsókn- armenn séu fjandmenn Reyk- víkinga og hafi reynt á stjórnar- árurn sínum að gera þeim allt til miska. Þeir hafi einnig feng- ið Alþýðuflokkinn til að vinna á sama hátt og þess vegna hafi hann tapað fylgi sínu hér í bæn- um. Það skal látið liggja milli hluta, hvort þetta söngl Mbl. stafar heldur af því, að það hyggst að bæta sambúðina milli Sj álfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins eða ætlar að af- saka aukna samvinnu við kommúnista. Hitt er aftur á móti greinilegt, að Mbl. hefir ekki enn týnt því trúaratriði nazista, að ósannindin gefist því betur, sem xau eru oftar endurtekin. Fátt sýnir betur, hversu fjarri sannleikanum þessi ummæli Mbl. eru, að það forðast nú eins og endranær að nefna ákveðin dæmi til sönnunar. Reynsla xess er nefnilega sú, að hafi það nefnt ákveðin dæmi, hefir reynzt auðveldara að afhjúpa ósann- indi þess. Það er t. d. kunnugt, að Mbl. átaldi Framsóknarmenn fyrir, að ekki hefði vei’ið byggt nógu mikið í Reykjavík fyrir stríðið. Borgarstjórinn í Reykjavík hefir nýlega hrakað þennan óhróður, xar sem hann lét eftirfarandi orð falla á seinasta bæjarstjórn- arfundi, samkv. frásögn Mbl. sjálfs: „Siðustu tiu árin fyrir stríð voru byggðar að meðaltali 230 íbúðir á ári. Þetta fullnægði það vel þörfinni að erfitt var þá að leigja íbúðir í gömlum timbur- húsum.“ Svona mætti nefna mörg fleiri dæmi, þó að því verði sleppt nú. En að endingu skal enn einu sinni skorað á Mbl. að nefna ákveðin dæmi, er sanni fjand- skap Framsóknarflokksins við Reykvíkinga, ef það vill ekki góðfúslega viðurkenna, að þetta fleipur þess er fullkomin firra og staðleysa. BRAGÐ ER AÐ, ÞÁ BARNIÐ FINNUR. Alþýðublaðið gerir verkfallið í Hafnarfirði að umræðuefni síðastl. sunnudag, og fordæmir það harðlega. Jafnframt segir blaðið: „Það er bersýnilegt, að hér er aðeins barizt fyrir því að geta komið á vinnustöðvun, en þessi viðleitni sýnir sig í fleiri deil- um, sem nú eru uppi, eins og t. d. því, að Dagsbrún ætlar að stöðva alla benzínsölu hjá Nafta, sem félagið hefir þó fulla samn- inga við — og stöðva þar með allar bifreiðar í bænum og svifta hundruð og jafnvel þús- undir manna atvinnu vegna\ deilu, sem rúmlega 20 menn eiga í við tvö olíufélög. Og með hliðsjón af hinni fá- ránlegustu Iðjudeilu — má segja að kommúnistar hafi efnt til samræmdra hernaðaraðgerða, ekki fyrst og fremst gegn at- vinnurekendum, heldur fyrst og fremst gegn verkafólkinu, sem þeir fara með eins og leiksoppa. Sýnir framkoma kommúnista i stjórn Hlífar þetta ljóslega. Upphaf og allt skipulag þess- ara deilna kemur öllum þeim verkalýð, sem byggt hefir upp íslenzk verkalýðsfélög á óvart. Hann kannast ekki við þessar aðfarir, enda hefir þeim ekki verið beitt fyrr.“ Alþýðublaðinu hefir jafnan þótt sér skylt að standa með kröfum verkalýðsfélaganna, þó að þær hafi stundum verið ó- fyrirleitnar, en samt er svo kom- ið, að það treystir sér ekki til að mæla bót þeim ofsa, sem nú er sýndur. Má um það segja, að bragð er að, þá barnið finnur. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.