Tíminn - 12.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1944, Blaðsíða 2
342 TÍIIIW. þriðjndaginn 12. sept. 1944. 86. lilað Þri&judauur 12. sept. Kaupgjaldið í Bret- landi og verkíöllin á Islandi Styrjaldaratburðirnir seinustu vikurnar virðast benda til þess, að stríðslokin í Evrópu séu ekki langt framundan. Ýmsir hern- aðarfróðir menn hafa m. a. látið uppi þá skoðun, að í vetur verði „björt jól" í Bretlandi, þ. e., að búið verði að aflétta myrkvun- inni . fyrir þann tíma, því að styrjöldinni verði þá lokið. Margar líkur benda til þess, að helztu forráðamenn Breta álíti stríðslokin ekki lengra undan en þetta. Þeir hafa þegar hafizt handa um undirbúning að af- skráningu hermanna og útvegun atvinnu handa þeim, því að þó styrjöldin haldi áfram við Jap- ani, þarfnast Bretar ekki eins mikils herafla og áður, þegar Evrópustríðinu er lokið. Bretar virðast leggja á það sérstaka áherzlu að taeina vinnu- afli því, sem þannig losnar, að framleiðslu þýðingarmestu lífs- nauðsynja og koma þá fiskveið- amar í fremstu röð. Hundruð togara og annara smáskipa, sem hafa verið við hernaðaraðgerðir í Evrópu, verður breytt og þau búin til fiskveiða. Smíði slíkra skipa á stríðsárunum hefir ver- ið-miðuð við það, að tiltölulega auðvelt væri að breyta þeim í fiskiskip. Seinustu fregnir frá Bretlandi herma, að þegar sé hafizt handa um að framkvæma þessar breytingar í allstórum stíl, þar sem bréyttar aðstæður gera mörg þessi skip óhauð- synleg við hernaðaraðgerðir. Það má telja víst, að eftir að brezki fiskiflotinn heldur þannig úr höfn, verði þess eigi langt að bíða, að fiskverðið lækki í Bret- landi. Annars staðar verður þó vart um hagstæðari fiskmark- að að ræða, því að þótt þjóðirnar á meginlandinu vilji kaupa fisk, brestur þær fjármagn til þess, nema hann sé tiltölulega ódýr. Þessi staðreynd ætti vissulega að geta orðið til þess, að íslend- ingar færu að spyrna við fæti í dýrtíðarmálunum og gerðu sér ljóst, að nú er annaðhvort að fara að snúa til. baka eða falla fram af hömrun'um. Þegar setu- liðsvinnan stöðvast alveg, verður það fyrst og fremst útflutning- urinn, er ber þjóðartekjurnar uppi. Þess vegna er annað hvort að gera að reyna að framleiða útflutningsvörurnar fyrir svipað verð og helztu samkeppnisþjóð- irnar eða gefast alveg upp og láta allthrynja saman. Til þess að sjá, hvar við er- um á vegi staddir í þessum efn- um, er fróðlegt að athuga eftir- f arandi: Samkvæmt skýrslum Ministry of Labour í Bretlandi eru nú meðaltekjur verkamanna á viku þar 123 shillingar effa um 160 ísl. kr. Meðaltal þetta nær til bæði ófaglærðra og faglærðra verkamanna og affeins til þeirra, sem eru 21 árs eða eldri, því aff unglingar hafa lægra kaup. Konur eru ekki meðtaldar. Eft- irvinna og næturvinna, sem er talsverff í ýmsum atvinnugrein- um, er talin með í þessum út- reikningi. Hér í Reykjavík mun láta nærri, að meffalvikukaup ófag- lærffra og faglærffra verka- manna sé frekar ofan viff en neðan viff 350 kr., án nokkurrar eftirvinnu effa næturvinnu. Kaupiff hér er því talsvert meira en helmingi hærra en f Bret- landi. Þegar þessi staðreyhd er at- huguð og það jafnframt, að lækkun^fiskverðsins er á næstu grösum pg hernaðarvinnan er að fjara út, þá virtist það eðlileg þróun, að hér væru nú að skap- ast samtök um að byrja á nið- urfærslu verðlags og kaupgjalds, lækkun verzlunarálagningar og öðrum dýrtíðarráðstöfunum. Slíku er þó síður en svo að heilsa. Kommúnistarnir, sem nú ráða verkalyðssamtökunum, hafa hafið þá mögnuðustu verk- fallsöldu, sem nokkuru sinni hefir gengið yfir landið, til þess Svíþjóðarbátarnir Nokkrar athugasemdir frá Fískifélagi íslands í blaðinu „Þjóðviljinn" 31.» ág. birtist grein um bátakaup frá Svíþjóð. ' Þar sem í grein þessari er vikið mjög að Fiskifélaginu og stjórn þess og á mjög óviðurkvæmi- legan hátt, verður ekki hjá þvi komizt að leiðrétta nokkrar verstu firrurnar í greininni og skýra frá gangi þessa máls að svo miklu leyti, sem hann snert- ir Fiskifélagið. Áður en endanlega var gengið frá teikningum og útboðslýsing- um á skipum þeim, sem hér um ræðir, var hvortveggja sent Fiskifélaginu til umsagnar. Ráðunautar félagsstjórnarinnar við athugun á teikningum og út- boðslýsingum voru þeir Þor- steinn Loftsson vélfræðiráðu- nautur og Hafliði Hafliðason skipasmíðameistari. Eftir nokkra athugun á teikningunum var ákveðið að gera tillögur til breytinga á 50 rúml. bátunum. Svo var og send, sem tillaga Fiskifélagsins, önnur teikning af 80 rúml. bátum, þar sem fyrir- komulag var nokkuð öðru vísi en í teikningu þeirri, er atvinnu- málaráðuneytið hafði sent fé- laginu til umsagnar. Það varð svo úr, að breyting sú, er Fiskifélagið lagði til að gerð yrði á 50 rúml. bátnum, var tekin til greina, en það varð til þess, að verð bátanna lækkaði nokkuð og lestar- og þilfarsrúm stækkaði verulega og verður að telja það eigi þýðingarlítið. Hins vegar varð úr, að téikning sú, er ráðuneytið hafði látið gera af 80 rúml. bátnum, skyldi not- uð, þó með smávægilegri fyrir- komulagsbreytingu, sem var hauðsynleg vegna vélarinnar. Er tilboð bárust í smíði bát- anna frá Svíþjóð, voru þau send Fisikifélaginu til athugunar og umsagnar. Stóð þá svo á, að stjórn félagsins gat ekki komið saman á fund, vegna fjarveru stjórnarnefndarmanna úr bæn- um og veikinda fiskimálastjóra. Hinir sömu ráðunautar athug- uðu nú tilboðin og lögðu, að þeirri athugun lokinni, eindreg- ið til að tekið skyldi tilboðum þeim, er síðar var ákveðið að taka, þar sem þau að öllu sam- að knýja fram almennar kaup- hækkanir. Markmið þeirra er bersýnilega það að gera atvinnu- vegina enn óhæfari en þeir eru hú-til að vera samkeppnisfæra við erlenda atvinnuvegi, svo að hrunið og eyðileggingin verði ekki .umflúin og kommúnistum kunni þannig að skapast mögu- leikar til valdatöku. Það er næsta eðlilegt, að ýms- ir, sem sjá og skilja hættuna framundan, séu farnir að þreyt- ast á verkfallsbrölti kommún- ista, og vilji mæta yfirgangi þeirra með sérstökum ráðstöf- unum. En þeir, sem þannig hugsa, mættu gjarnan hugleiða það, að oft er gott að oflátungar falli á eigin bragði. Kommúnist- ar hafa verið sigursælir undan- farið og þeir standa nú á há- tindi sigra sinna, líkt og Hitler við Stalingrad. Hitler taldi sig þá ósigrandi og áleit sér allt fært og eins er það nú með kofnmún- istana. Verkföll geta verið kostn- aðarsöm fyrir þjóðfélagið, en hitt getur þó orðið kostnaðar- samara til lengdar, að láta und- an öllum kröfum eða grípa til vafasamra ráðstafana, sem kommúnistar sjálfir óska helzt eftir fil að bjarga.sér undan þeirri andúð, sem verkfallsstarf- semi þeirra er að skapa meðal hugsandi verkalýðs, eins og glöggt kom fram á ísafirði, þar sem verkamenn óhlýðnuðust þeim fyrirmælum kommúnista, að segja upp samningum. Rétt- asta aðferðin er vafalaust sú, 'sem Bretar beittu í kolanámu- . verkföllum og skipasmíðaverk- föllum í vetur, og hafa oft beitt ( áður, en hún er fólgin í því, að lofa verkalýðnum að reyna það Jtil hlítar, að fyrir þeim, sem hafa ginnt hann út í verkfall, vakir hvorki að tryggja honum | atvinnu eða . örugga afkomu, heldur að nota hann til að eyði- leggja þjóðfélagið með verkföll- um og stöðvun atvinnulífsins. Það er ekki ósennileg tilgáta, að kommúnistum takist um nokkurra mánaða skeið að skapa einskonar allsherjar atvinnu- leysi, þegar allir gætu haft nóg að gera fyrir gott kaup. En slíkt ástand mun aldrei vara lengi,því að skynsemi fólksins mun reyn- ast sterkari áróðri og skemmd- armarkmiði kommúnista, _ og þegar skynsemi þess hefir sigr- að, verður hægt að hefjast handa um að veita atvinnuveg- unum þann aðbúnað, sem ætti að tryggja öllum örugg og góð lífskjör. Þ. Þ. anlögðu væru hin hagkvæmustu af tilboðum þeim er bárust. Er fyrir lá svo ótvírætt álit tveggja mjög hæfra manna um tilboðin, varð það úr að senda ráðuneytinu þetta álit þó eigi tækist áður að halda stjórnar- fund. Stjómarnefndarmenn áttu þess þvi ekki kost, að athuga málið, áður en það var sent ráðuneytinu, nema fiskimála- stjóri, sem fylgdist með störfum hinna tveggja sérfræðinga. Hins vegar bar stjórnin fullt traust til sérfræðinganna, að þeir fyndu þá beztu lausn á málinu, sem og raun hefir orðið á. Skal nú að nokkru vikið að einstökum atriðum fyrrnefndrar greinar og sýnt fram á hversu haldgóðar staðhæfingar þær eru, er þareru fram bornar. Er þá bezt að yíkja fyrst að vélunum, en höfundur eða heimildarmað- ur hans, virðist hafa alveg sér- stakan áhuga fyrir því, að önn- ur vélategund hefði verið valin en raun varð á. Út í það skal eigi farið að þessu sinni, hvaða ástæður liggja til þess áhuga hans fyrir vissri vélartegund. Á s. 1. vetri, er mönnum var gefinn kostur á að sækja um kaup á væntanlegum bátum, gátu allmargir af umsækjend- unum um hvaða vélartegund þeir óskuðu eftir að hafa í bát- unum.-Kom þá í ljós, að allir þeir, er þess gátu sérstaklega, óskuðu eftir dieselvélum, að fjórum undanteknum, sem ósk- uðu eftir miðþrýstivél (June Munktell). Það var því eðlilegt, að í út- boðslýsingunni væri tekið fram, að óskað væri eftir dieselvélum í öll skipin. En enda þótt ekki hefði legið fyrir svo ótvíræður vilji allmargra væntanlegra eig- enda bátanna um gerð vélanna, þá var þó sjálfsagt að taka ein- ungis hið bezta fáanlega í þessi skip. Kom því eigi annað til greina en dieselvélar. Þegar til- boðin svo komu reyndist aðeins eitt þeirra, sem til greina gat komið, vera dieselvélar (frá At- lasverksmiðjunum), en hinar verksmiðjurnar, sem tilboð sendu, gátu einungis boðið mið- þrýstivélar. Nú er það ekkert nýtt fyrir- brigði, að miðþrýstivélar séu ó- dýrari í innkaupi en háþrýsti- vélar (dieselvélar) og þó er munurinn hér mjög lítill og alls ekki tugir þúsunda eins og gefið er í skyn í fyrrnefndri grein. Verðmunurinn á dieselvélinni og ódýrustu glóðarhausvélinni (miðþrýstivélinni), sem til greina gat komið í minna skipið, er sv. kr. 13.680,00, en þá verður að taka tillit til þess að diesel- vélin er 170 hö., en hin vélin að- eins 150, eða 20 hö. minni, svo að raunverulega er verðið ekki sambærilegt. Hinar glóðarhaus- vélarnar, sem boðnar voru, eru enn minni og þó er verðmunur- inn ekki eins mikill. Á vélunum í stærri bátana er verðmunurifln enn minni, eða aðeins sv. kr. 5700,00 á þeirri ódýrustu af miðþrýstivélunum og dieselvélinni, en dýrasta mið- þrýstivélin (June Munktell 225 hö.) er aðeins sv. kr. .1135,00 ódýrari, en dieselvélin, og þó er þar ekki innifalinn kostnaður við klössun og vantar nokkuð af varahlutum, en hvorttveggja þetta hefir dieselvélin. Annað atriði, sem einnig hef- ir mikla þýðingu í þessu sam- bandi, er eldsneytiseyðslan. jEyðsla Polar-dieselvélarinnar er talin 170 gr./ha., en ódýrustu miðþrýstivélarinnar 200 gr./ha. og hinna ýmist heldur meira eða heldur minna. I Minnsta eyðsla, sem gefin er , upp fyrir miðþrýstivélina er að ^vísu 180 gr./ha. (Skandia), en þá er miðað við olíu, sem inni- iheldur 10500 hitaeiningar, en j 170 gr./ha. eyðsla dieselvélar- innar er miðuð við olíu sem inni-' heldur 10000 hitaeiningar. Hér stendur því dieselvélin hinum vélunum langtum framar og smávægilegur munur á inn- kaupsverði er fljótur að jafnast upp þegar olíueyðslan er svo mikið minni, sem hér er raun á. Um vélastærðina má að sjálf- sögðu lengi deila, en sé diesel- vélin of lítil, hvað er þá um hin- ar vélarnar, sem boðnar voru, en þær eru 20—30 hö. minni í 50 rúml. skipin, en Í5—25 hö. minni í 80 rúml. skipin. Ganghraði skipanna með þessum vélum er áætlaður 9—10 mílur fyrir 50 rúml. bátinn, en tæplega 10 míl- ur fyrir 80 rúml. bátinn og mun það teljast full-sæmilegur gang- hraði undir öllum venjulegum kringumstæðum. Óþarft er að fjölyrða um full- yrðingar heimildarmannsins, að vélategund sú, sem ákveðið hefir verið að setja í skipin, „hafi enn aldrei verið sett í einn einasta fiskibát í allri Skandinavíu". Bæði íslenzk fiskiskip og_ norsk fiskiskip, sem hér hafa verið,' hafa haft dieselvélar frá Atlas- verksmlðjum eins og þær, sem hér er gert ráð fyrir. En hvort sem þessu -væri svo varið eða ekki, þá skiptir það ekki máli og er ekki nokkur röksemd fyrir því að vélarnar séu ekki heppilegar. Þessi fullyrðing er þvi algerlega út í bláinn. ^- ' Þá er spurt um skrúfuna og gefið í skyn, að hún eigi að vera úr steypujárni, en hin tilboðin hafi boðið stálskrúfu. Hið sanna er, að Altasverksmiðjurnar buðu hvorutveggja, steypujárn og stál. Að sjálfsögðu var lagt til að skrúfan yrði höfð úr stáli, ef hún fengizt ekki úr bronzi, en alls ekki úr steypujárni. Þá er talað um að vélarnar séu „snar- vendar". Verksmiðjurnar bjóða að vísu vélarnar þannig, en lagt er til að minni vélin verði höfð með „backgear". Þetta verður að nægja um vél- arnar. Heimildarmaðurinn heldur þvi fram, að bátarnir samræmist ekki íslenzkum smíðareglum í mjög veigamiklum atriðum og er þar vafalaust átt við kjölinn. Hið sanna er, að í tilboði því, sem tekið var, er spurzt fyrir um, hvort leyft yrði að hafa kjölinn samkvæmt sænskum reglum, en þar er svo ákveðið, að hann skuli vera í eins fáum hlutum og unnt er. Stafar þessi beiðni af því, að nokkrir erfiðleikar munu vera á því að útvega í Svíþjóð nægilega stór tré til þess að hafa kjölinn samkvæmt íslenzk- , um reglum, þ. e. ekki meira en í tveimur hlutum. Að sjálfsögðu var þess krafizt að hér væri haldið við hinar íslenzku regl- ur. Enn er talað um frumstæðan stýrisútbúnað. Lagt hefir verið til að fengin yrði vökvastýris- vél. Um'tog- og dragnótavinduna, sem sögð er ófullnægjandi, er það að segja, að upplýsingar þær, sem fylgdu um hana, svo og um aðrar hjálparvélar á þil- fari, voru ekki það nákvæmar, að unnt væri að ákveða hvort þær skyldu teknar eins og þær voru boðnar. Fiskifélagið hefir þvi ekki mælt með þeim vélum, sem boðnar voru. Hér hefir þá verið sýnt fram á, hvérsu haldlausar fullyrðing- ar þær eru, sem fram koma í of- annefndri grein, og má nú hverjum verða ljóst, að harla mikils ókunnugleika kenni á máli þessu hjá heimildarmanni greinarhöfundar, svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Um annað það er fram kemur í greininni, er hægt að vera fá- orður. Að um einhverja dular- fulla leynd hafi verið að ræða, fær ekki staðizt: •Þegar er gengið hafði verið úr skugga um hvert af tilboð- unum er borizt höfðu, var hag- kvæmast, var þeim aðilum, er á s. 1. vetri höfðu sótt um að verða kaupendur að bátunum, gefinn kostur á að kynna sér tilboðin í skip og vélar. Óskaði ráðu- neytið að teikningar, útboðslýs- ingar og tilboð fengju að liggja (Framh. á 4. slðu) Páll Zóphóníasson; JSrcf til bæucla Föstudaginn 4. ágúst s. 1. voru á 4. og 5. síðu ísafoldar greinar, sem sérstaklega voru ætlaðar ykkur. Um báðar þessar greinar vildi ég mjög gjarna geta talað við ykkur, en ástæður leyfa það ekki, og því vel ég þá leið, að skrifa ykkur og ræða greinarn- ar þannig. Greinin á ~f jórðu síðunni er eftir dýralækni Sigurð E; Hlíð- ar, og er hún prentuff í ísafold eftir beiðni atvinnumálaráffu- neytisins. Þessi grein, sem er um bráð- dauða í kúm, hefir síðan verið endurprentuð í flestum blöðum landsins, og ég veit að þið munið hafa lesið hana. Greinin er mjög athyglisverð. Sigurður hefir áð- ur verið dýralæknir í því hér- aði, þar sem bráðdauðinn hefir gert mjög vart við sig. Hann þekkir því vel sjúkdóminn. Samt er sumt í grein hans rangt, eins og það, að tilbúinn áburður sé eitur fyrir bakteriulíf jarðvegs- ins, og annað aðeins tilgátur, byggðar á meiri eða minni lík- um. En orsökin til þess, að ég minnist á grein Sigurðar er sú, að ég hef i orðið var við, að menn skilja hana nokkuð sitt á hvað, og margir, að ég hygg, öðruvísi en höfundur hennar ætlast til. Ég verð var við það, að ýmsir halda að eina ráðið til að fyrir- byggja að kýrnar drepist úr bráðdauða, sé að gefa þeim eng- an fóðurbæti, og álíta að Sigurð- ur meini það. Þetta hygg ég al- geran misskilning. Sigurður veit mæta vel, að kýr, sem mjólka mikið, þurfa fóðurbætir með heygjöfinni, til þess að geta haldið holdum og gefið fullan arð, og það er fjarri honum að ætlast til þess, að bændur reyni ekki að hafa fullan arð af skepn- um sínum, þvi að Sigurður er bænda-^ og dýravinur. Hitt er meining hans eftir því, sem ég skil hann, að fóðurbæti handa kúm megi ekki nota einhliða, t. d. tómt síldarmjöl\eða fiski- mjöl, og að menn megi ekki heldur gefa of mikið af honum, því að þá geti fóðrið orðið of megnt. Að öðru leyti skal ég ekki gera grein Sigurðar að umtals- efni nú, en hennar vegna er engin ástæða til að hætta að gefa kúm fóðurbæti; en hann vill að hann sé gefinn blandað- ur og í hófi. Greinin á fimmtu síðu er eftir annan ritstjóra blaðsins, Jón Pálmason. í henni segir hann svo: „Aff kaupa erlent fóffur í slíku landi sem íslandi er hálf- gerff skrælingjamennska og á ekki aff eiga sér staff, nema sem neyffar ráffstöfun í harðindum. Heyið á að vera aðalfóður og ef annað kemur til greina, sem all- títt getur verið, á það að vera innlent kraftfóður". — Þetta kennir Jón ykkur eða er látinn gera, því að sjálfur veit Jón sem búfróður maður, að þessi kenn- ing er alröng, eins og nú er háttaff högum í landi okkar. Jón segir, að þið eigið ekki að nota erlend fóður, líklega ekki einu sinni handa svínum, hænsnum eða loðdýrum, og ef þið gérið það, þá séuð þið hálf- gerðir skrælingjar. Þó telur hann, að ef þið séuð orðnir hey- lausir, þá sé það varla skræl- ingjaeinkenni að nota erlendan fóðurbæti. Helzt á þó að nota innlenda fóðurbætinn, en af honum er ekki til nema síldar- mjöl, fiskimjöl og lýsi, sem allir geta fengið, því sama sem engin kornrækt er i landinu. Þetta eru rammskakkar kenningar, sem þið eigið ekki aff fara eftir. Ég skal nú einungis snúa mér að fóðrun kúnna, og kenning- um Jóns hvað þær snertir. Hann segir, að þið eigið ekki að gefa þeim erlendan fóðurbæti, og ef þið þurfið að gefa þeim fóður- bæti í harðindum, þá eigi hann að vera innlendur. Hvort kýrin þarf fóðurbæti með heygjöfinni eða ekki, fer eftir því, hve mikla og feita mjólk kýrin gefur, hvað hún fæst til að éta mikið af heyi, og hvernig heyið er. Síðustu árin hefir meðalkýrin verið að batna, þ. e. a. s. yngri kýrnar hafa eig- inleika til að umsetja.meira fóð- ur í mjólk en mæður þeirra gátu. Þær eru því arðsamari. Meðalkýrnytin hefir hækkað og fituprósent mjólkurinnar hefir aukizt. Af þessu leiðir, að kýrn- ar þurfa meira fóður • en áður. Árið 1929 voru aðeins 48 kýr í öllum nautgriparæktarfélögun- um, sem skiluðu yfir 3500 kg. ársnyt. Nú, 1943, eru 70 kýr í Hrunamannahreppi einum, sem mjólka yfir 3500 kg., 61 í Öngul- staðahreppnum, o. s. frv. Til að sýna hvernig þörfin fyrir fóðurbætisgjöf með hey- inu'hefir breyzt, skal ég nefna, að 1929 rannsakaði 0g hvað 2336 kýr, sem þá voru í naut- griparæktarfélögunum, kæmust í mesta nyt á dag eftir burð. Nú eru komnar til mín skýrslur um hvað 5041 kýr hefir komizt í mest á dag s. 1. ár. Félögunum hefir á þessum tíma fjölgað, og nýju félögin og yngri félögin eru yfirleitt með til muna verri kýr en eldri félögin, sem lengst eru búin að starfa. Þessi tvö ár kom- ust kýr félaganna í dagsnyt, sem hér segir, talið í kg.: 1929 1943 Dagsnyt Tala kúa % Tala kúa % Undirl2 kg. 626 26,79 261 5,18 12—13 kg. 395 16,91 328 6,51 13—14 — 334 14,30 398 7,89 14—15 — 344 14,73 675 13,39 15—16 — 264 11,30 707 14,02 16—n — 175 7,49 774 15,36 17—18 — 84 3,60 593 11,76 18—19 — -61 2,61 552 10,95 19—20 — 28 1,20 301 5,97 20—21 — 15 0,64 237 4,70 21—22 — 1 0,04 86 1,71 22—23 — 1 0,04 64 1,27 23—24 — 2 0,09 33 0,65 24—25 — 2 0,09 16 0,32 25—26 — 2 0,09 7 . 0,14 26—27 — 1 0,04 5 0,10 27—28 — 0 0,00 4 0,08 29—30 — 1 0,04 0 0,00 Alls kg. 2336 100,00 5041 100,00 Nú má nokkuð um það deila, hvað kýrin þarf að mjólka mikið á dag til þess að nauðsynlegt sé að gefa henni fóðurbæti með heygjöfinni. Um það deildum við Þórir sál. Guðmundsson á sínum tíma. Ég taldi þá, að ef kýrin fengist til að éta 15 kg. af töðu á dag, mætti ætla að hún gæti haldið á sér allt að 15 kg. dagsnyt af meðalfeitri mjólk, væri taðan góð. Hann taldi það varla geta verið meir en 12—13 kg., sem hún gæti haldið á sér. En nú ber þess að gæta, að kringum þriðjung af öllum kúm landsins er gefið úthey að meira eða minna leyti, mörgum um helmingur gjafar, og sumum meir, og að útheyið er verra en taðan, m. a. af því, að það er slegið seinna. Enn ber þess að geta, að kýr sunnan- og austan- lands fást yfirleitt ekki til að éta 15 kg. af töðu á dag. Hvar, sem maður svo vill setja markið og segja: Kýr, sem ekki mjólka yfir þetta eða þetta, þurfa ekki mat með heygjöfinni, þá verður hver einasti maður, sem sér hvað kýrnar fara í eftir burðinn, að viðurk'enna, að það er með eng- um tökum mögulegt að láta mikinn hluta af okkar kúm halda á sér eðlilegri nyt með einni saman heygjöf. Þaff er því alger falskenning aff segja mönnum, aff kúm eigi ekki aff gefa erlendan fóffurbæti. Það eiga menn að gera, því það á aff fóffra kúna svo, aff hún haldist alla ævina í sömu holdunum, hafi alltaf nægilegt af næring- arefnum í fóffrinu til aff halda sjálfri sér viff, og mynda þær af-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.