Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRrFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. TÍMIJVN, fösluflaginn 15. sept. 1944. 87. blað Erlent yfirlit: Fyrstu íríðar- samníngarnir 9 Fyrstu friðarsamingarnar, sem Bandamenn hafa gert í þessarl styrjöld, voru undirritaðir í Moskvu 13. þ. m. Þeir voru milli Bandamanna og Rússa annars vegar og Rúmena hins vegar. Þegar ítalir gáfust upp í fyrra, vofu engir sérstakir friðar- samningar gerðir við þá, heldur urðu þeir að fallast á algera uppgjöf. Enn hefir ekki verið gengið frá friðarsamningi milli þeirra og Bandamanna, svo að erfitt er að segja, hvaða kostum þeir muni sæta að lyktum. Rúm- enar eru þvi fyrsta þjóðin, sem gerir slíkan samning við Banda- menn. Samningurinn við Rúmena er í aðalatriðum þessi:- Rúmenar skulu berjast gegn gegn Þjóðverjum og Ungverjum við hlið Bandamanna og leggja fram a. m. k. sex fótgönguliðs- herfylki. Allur herafli Rúmena verður undir stjórn Rússa. Rúm- enar skulu tryggja hersveitum Rússa frjálsa ferð um landið og láta þeim í té afnot allra sam- göngutækja sinna á landi, sjó og í lofti. Rúmenar'skulu kyrsetja alla þýzka og ungverska menn, sem eru í Rúmeníu, og afhenda Rússum allar birgðir og hergögn, sem Þjóðverjar hafa látið eftir. Rúmenar skulu greiða Rússum 600 milj. amerískra dollara í skaðabætur, er greiðist í 6 ár í vörubirgðum. Rúmenar skulu greiða kostnaðinn, sem hlýzt af herstjórn Rússa í Rúmeníu, og einnig tryggja þeim nægar mat- arbirgðir, eldsneyti o. s. frv. Landamæri Rúmeníu og Rúss- lands skulu vera eins og frá þeim var gengið með samkomulagi þjóðanna 28. júní 1940, þ. e. a. s. Rússar halda Bessarabíu og nokkrum hluta Búkóvínu, sem þeir neyddu Rúmena til að af- sala sér þá. Hins vegar er Rúm- enum heitið að fá aftur nokk- urn hluta Transylvaníu, sem " Rúmenar voru neyddir til að af- sala Ungverjum um líkt leyti. Rúmenar skulu láta lausa alla stríðsf anga Bandamanna og pólitíska fanga, sem fylgt hafa •_ málstað Bandamanna. Þeir skulu leysa upp alla flokka, sem eru Bandamönnum andvígir, og handsama stríðsglæpamenn. tft- gáfa blaða og tímarita, póstur og sími skulu háð eftirliti Rússa. Þessi helztu samningsatriði, sem hér hafa verið greind, virð- ast bera það fyllilega með sér, ^ að raunverulega hafa Rússar nú alla yfirstjórn i Rúmeníu. Það getur að vissu leyti talizt eðli- legt, meðan barizt er í landinu, og þjóðin er að jafna sig eftir hin snöggu stjórnarumskipti, sem þar hafa orðið. En því mun vissulega fylgt með mikilli at- hygli, hvernig Rússar hagnýta þessi yfirráð, sem þeir hafa nú öðlazt í Rúmeníu og hversu fús- ir þeir verða til að afsala sér þeim, þegar Rúmenar hafa jafn- að sig eftir styrjöldina. Seinustu fréttir Her Bandamanna er nú kom- inn að Sigfriedlínunni á 100 km. svæði og hefir víða sótt 4—5 km. inn fyrir þýzku landa- mærin og tekið þar smábæi. Hörðust er sóknin við Achen og viðurkenna Þjóðverjar að borgin sé í hættu. Setulið Þ.óðverja í Le Havre hefir verið yfirbugað. De Gaulle hefir endurskipu- lagt stjórn sína. Hann hefir lýst yfir því, að kosningar muni" fara fram strax og stríðsfangarnir séu komnir og muni hann leggja niður völd að'þeim afstöðnum. Tílraun Framsóknarílokksíns tíl að stöðva hækkun dýrtíðarvísítölunnar Fimmtugur á suimiidagimi: Pálml Loftsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Einn af fremstu athafna- mönnum þjóðarinnar, Pálmi Loftsson forstjóri Skipaútgerðar! ríkisins, verður fimmtugur næstk. sunnudag. Pálmi er fæddur að Miðhóli í Skagafirði, 17. sept. 1894, en' þar bjuggu þá foreldrar hans, Ingibjörg Þórðardóttir og Loft- ur Jónsson. Um fermingaraldur byrjaði Pálmi sjósókn á þilskip- um frá Siglufirði og Akureyri. Árin 1912—14 var hann á Stýri- mannaskólanum, en stundaði sjómenhsku á fiskiskútum sunnanlands þann tíma, er skól- inn starfaði ekki, bæði þessi ár. í ársbyrjun 1915 réðst hann í erlendar siglingar og sigldi tvö heimsstyrjaldarárin á dönsku skipi, ýmist við Ameríku eða Ev- rópu, i þjónustu striðsaðilanna. Þegar ríkið keypti Sterling, varð Pálmi yfirstýrimaður á því skipi um nokkurt skeið, en var síðan ýmist á skipum ríkisins eða Eimskipafélagsskipum til 1929, en þá var honum falið að undirbúa stofnun og starfrækslu Skipaútgerðar ríkisins. Pálmi var þá nýlega orðinn skipstjóri á gömlu Esju, er þetta gerðist. Skipaútgerðin tók siðan til starfa í ársbyrjun 1930, undir forustu Pálma, og hefir hann gegnt því starfi jafnan síðan. Meginstarfsemi Skipaútgerð- arinnar hefir verið að annast strandsiglingarnar, en jafnhliða hefir henni verið falið að ann- ast tvær. mikilsverðar fram- kvæmdir, landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi. Hefir þessi yfirgripsmikla starfræksla kraf- izt bæði mikillar framsýni, úr- ræðasemi og dugnaðar af for- stjóra stofnunarinnar, og er ó- hætt að segja, að Pálmi hafi sýnt alla þá kosti í mjög ríkum mæli, enda hefir Skipaútgerðin verið sívaxandi fyrirtæki undir stjórn hans. Fyrstu árin, sem Skipaútgerð- in starfaði, námu vöruflutning- ar hennar um 12 þús. smál., en nú nema þeir um 54 þus. smál. á ári. Ársumsetning stofnunar- innar hefir vaxið úr 3 milj. kr. í 60—70 millj. kr. Frá 10—20 skip eru nú að staðaldri í förum á vegum stofnunarinnar, flest leiguskip, sem erfitt er að út- vega og óhentug eru til flutn- inganna. Þarf vitanlega stöðuga árvekni og útsjónarsemi til að fullnægja hinni miklu flutn- ingaþörf landsmanna með slík- um skipakosti og þurfa jafn- hliða að gæta fulls sparnaðar fyrir ríkissjóð, enda myndi sá maður vandfundinn, er 'leysti þetta verk betur af hendi en Pálmi. Það má líka telja víst, að strandsiglingarnar hefðu lent í fyllsta öngþveiti, ef ekki hefði tekizt að fá nýja Esju áður en stríðið skall á, en það var meira verk Pálma en npkkurs manns annars. Hann átti frumkvæðið að því, að gamla Esja var seld og nýtt skip keypt í staðinn og síðan vann hann mjög kappsam- (Framh. á 4. »iOu) . Ábnrdarverk- sraidjan Atvinnumálaráðh. mun í dag leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um bygg- ingu áburðarverksmiðju, i en hann hefir undanfarið látíð vinna að undirbún- ingi þessa mikla hags- munamáls landbúnaðarins. Efni frv. verður nánar rak- ið í næsta blaði. Óvíst enn, hvort ríkisstjórnin biðst lausnar í útvarpsumræðunum frá Alþingi 11. þ. m. birti forsætisráð- herra þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, „að hún hefði ákveðið, ef þingið eða meirihluti þess hefði ekki fyrir 15. þ. m. bent á nýja stjórn eða lýst því yfir eða samþykkt það að gera þær ráðstaf- anir í dýrtíðarmálunum, sem núv. stjórn telur eftir atvikum að við megi hlíta, áð leggja fyrir forsetann lausnarbeiðni sína, sem væntanlega verður tekin til greina". Yfirlýsing þessa birti forsætisráðherra eftir að fulltrúar þriggja þingflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, höfðu lýst sig andvíga dýrtíðarfrv. stjórnar- innar og ekki heldur bent á neina aðra leið til að koma í veg iyrir hina stórfelldu aukningu dýrtíðarinnar, sem verður 15. september, þegar hin nyja landbúnaðarvísitala gengur í'gildi. Framsóknarflokkurinn hafði þá sérstöðu, að hann gagnrýndi ýms atriði frumvarpsins, en lýsti sig reiðubúinn til samvinnu um að finna þá lausn, sem fullnægði þeim megintilgangi frum- varpsins að' stöðva dýrtíðina. Eins og kunnugt er, hafa und- anfarið verið samtöl milli flokk- anna um stjórnarmyndun og hefir þar eigi sízt verið rætt um ráðstafanir í dýrtíðarmálum, því að tilgangslaust er að mynda nýja stjórn, ef ekkert er gert jafnhliða í þeim málum. Eftir að þrír flokkarnir hafa hafnað lögbindingu, eins og kom fram t útvarpsumræðunum, er ekki um aðra lausn að ræða en frjálst samkomulag milli verkalýðsfé- laganna og atvinurekendanna og eru þá kommúnistar annar helzti samningsaðilinn. Virðist síður en svo horfa vænlega um slíka lausn málsins, þar sem kommúnistar halda nú uppi mörgum verkföllum til að knýja fram kauphækkanir. Þar sem ekki var sýnt um neinn skjótan árangur af þess- um viðtölum, en stór aukning dýrtíðarinnar var í þann veg- inn að koma til framkvæmda, fluttu þeir Bernharð Stefánsson og Skúli Guðmundsson að til- hlutun Framsóknarflokksins svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar í sameinuðu þingi í gærmorgun: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að lækka verff á vör- um innanlands fyrst um sinn með framlagi úr ríkissjóði, til þess að koma í veg fyrir, að vísi- tala framfærslukostnaðar hækki úr 272 stigum". í greinargerð tillögunnar seg- ir: '„Þann 15. þ. m. á verð land- búnaðarvara að hækka allmikið lögum samkvæmt, og mundi það valda nýrri hækkun vísitölunn- ar. Mun flestum vera ljóst, hví- lík hætta steðjar að atvinnu- vegum þjóðarinnar og afkomu hennar, ef nýrri dýrtíðaröldu verður sleppt lausri. Viðræður fara nú fram milli flokka þings- ins um lausn þessa vandamáls, en þeim er ekki lokið. Verður þv að gera "bráðabirgðaráðstaf- anir til að hindra nýja verð- bólgu, a. m. k. á meðan á þessum samningum stendur. Verði tillaga þessi samþykkt, mun óhjákvæmilegt að.afla rík- issjóði tekna til að standast þau útgjöld, sem stafa af fram- kvæmd hennar, og veröa þá til- lögur um það efni lagðar fram". (Framh. á 4. slðu) Kommúoístar gáfust upp við samúðar- verkfallíð hjá Naita Kommúnistarnir í stjórn og trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar hafa nú aflýst samúðarverk- fallinu, sem þeir höfðu boðað við h.f. Nafta, og verður því ekki af flutningastöðvuninni, sem þeir höfðu fyrirhugað. Reis svo mögnuð andúð gegn þessu til- tæki kommúnista meðal bæjar- manna, að kommúnistar þorðu ekki annað en að láta undan síga. Sérstaklega munu bíl- stjórar hafa látið á sér skilja, að þeir myndu geta látið hart mæta hörðu, ef kommúnistar ætluðu að svipta þá atvinnu sinni. Sýnir þetta vel, að eina ráðið, sem dugir við kommún- ista, er að taka mannlega á móti þeim, því að þótt þeir tali borg- inmannlega, brestur þá kjark og úthald, þegar á hólminn er komið. Key hershöfðingi ræðir um brottilutning hersins Herínn mun selja biireiðar sínar hér á landi ¦^¦•^^^^¦^¦^¦^•^¦s^-^ S^ ^^-^^^^^.^ ^-^-¦^¦¦^^•^^ William Key hershöfðingi boðaði blaðamenn á sinn fund í gær, og ræddi við þá ýms mál. Meðal annars skýrði hers- höfðinginn frá því, að þegar til þess kæmi, að herafli Banda- rikjamanna yrði fluttur héðan, myndi það gerast á skömmum tíma. Þótt Bandaríkjamenn þyrftu auðvitað að flytja mikið lið frá ýmsum stöðvum, yrði liðsflutningarnir héðan ekki það stórkostlegir, að þeir tækju langan tíma. Þá lét hershöfðlnginn þess getið, að hann hefði þegar lagt til, að öll tæki hersins og birgð- ir, er eigi þarf að nota annars staðar, verði selt hér, þar á meðal litlu bílarnir, krílarnir eða hépparnir svonefndu. Sagði hann, að herinn hefði að'undan- förnu selt íslendingum talsvert af ýmsum vörum og haft um það samvinnu við ríkisstjórnina íslenzku. Einnig ræddi Key hershöfð- ingi um dvöl sína hér á landi og kynni þau, er ha'nn hefði (Framh. á 4. tíBu) V A víðavangi HVERJIR GRÆÐA Á VERÐ- LÆKKUNARGREIÐSLUM RÍKISSJÓÐS? Það getur verið afsakanlegt, að menn, sem ekkert vita um landsmál, haldi því fram, að fé það, sem ríkissjóður ver til verð- lækkunar innanlands, sé styrk- ur eða uppbætur til bænda. Hitt er ekki afsakanlegt, að al- þingismenn geri sig bera að slíkri fáfræði eða misskilningi. Þetta kom þó fram hjá Emil Jónssyni í útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið. Emil hélt því fram, að land- búnaðinum væri borgað í upp- bætur einar 22—24 milj. kr. Þessa upphæð fékk hann með því móti, að telja með fé það, sem er varið til verðlækkunar innanlands, en það mun alltaf rúmur helmingur upphæðarinn- ar. — Sannleikur þessa máls er sá, að það skiptir engu máli fyrir fjárhagsafkomu bænda, hvort ríkissjóður greiðir þetta fé til verðlækkunar eða ekki, nema að því leyti, sem það er skaðlegt fyrir þá eins og aðra landsmenn, að láta dýrtiðina aukast. Ef þessar niðurgreiöslur ríkissjóðs féllu niður, myndi útsöluverð af- urðanna aðeins hækka að sama skapi og bændur því fá jafn- mikið fyrir afurðir sínar eftir sem áðúr. Hins vegar væri það mikið tjón fyrir t. d. Hafnarfjarðarbæ, bæjarútgerð Hafnarfjarðar og atvinnufyrirtæki Hafnfirðinga almennt, ef niðurgreiðslurnar féllu niður og vísitalan hækkaði tilsvarandi. Þessi fyrirtæki yrðu þá að greiða mun meira fé í dýr- tíðaruppbætur, og jafnvel svo miklu • meira, að þau yrðu að hætta starfrækslu sinni. Ef þess- ar niðurgreiðslur ríkisins hefðU ekki verið inntar af hendi, og dýrtíðarvísitalan hækkað að sama skapi, myndi mörg frysti- hús, smáútgerðarfélög og önnur atvinnufyrirtæki bæjanna hafa lagzt niður. Raunverulega eru það því atvinnufyrirtæki bæjar- manna, sem græða mest á þess- um niðurgreiðslum, þó að þær séu einnig til óbeins hags fyrir alla, þar sem þær halda verð- bólgunni í skefjum. ORSÖK DÝRTÍÐARINNAR. Sú var tíðih, að ymsir sér- fræðingar bæjarmanna töldu, að verðhækkun landbúnaðarvara væri nfeginorsök dýrtíðarinnar. Nú hefir fengizt greinilega úr þessu skorið. Á seinasta hausti var afurðaverðið fastskorðað og mátti ekki hækka, nema kaup- gjald hefði hækkað áður. Það hefir þannig staðið óhaggað i ár og því engu orkað til hækkunar á vísitöluna á þeim tíma. Athug- un Hagstofunnar leiðir hins vegar í ljós, að kaupgjaldið hef- ir hækkað um nær 10% á þess- um sama tíma og þess vegna verður nú að hækka afurða- verðið tilsvarandi. BJÖRN ÓLAFSSON OG EIM- SKIPAFÉLAGSHNEYKSLIÐ. Mikla athygli vakti það í út- varpsumræðunum á mánudags- kvöldið, að Björn Ólafsson hliðr- aði sér alveg hjá því að svara einu orði ádeilum þeim, sem hann sætti fyrir hinn mikla gróða Eimskipafélagsins á síð- astliðnu ár'i. í þess stað notaði hann svarræðutíma sinn til að lesa upp fyrirframsamda, skrif- aða skammaræðu um þingið fyr- ir aðgerðaleysi þess- í dýrtíðar- málunum. Birni skal síður en svo álasað fyrir að deila á þingið fyrir framkomu þess í dýrtíða'rmálun- um, en hitt virtist samt æskilegt, að hann reyndi að hreinsa sig af Eimskipafélagshneykslinu áð- ur en þann færi að gerast siða- meistari í þessum málum. Ann- ars minnir framkoma hans ó- (Framh. á 4..síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.