Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 3
87. Mað TÍMDíN, föstwdaglim 15. sept. 1944, 347 Fiinmtngnr: Sveínbjörn Jónsson Snorrastöðum Sveinbjörn Jónsson bóndi á Snorrastöðum í KolbeinsstaSa- hreppl varð^fimmtugur 4. sept. síðastliðinn. Við, sem þekktum hann fyrir 25—30 árum, minnumst hans sem eins hins kátasta og fjör- ugasta manns, er við höfum kynnzt. Þá var hann mesti ær- ingi, hrókur alls góðs fagnaðar, fljótastur og fimastur okkar allra, og í kringum hann var alltaf líf og fjör. Hjá honum var a.llt leikandi og létt, en allir alvarlegir hlutir virtust hon- um óra 'fjarri. Sú minning virðist í fljótu bragði samræmast illa við þá staðreynd, að Sveinbjörn á Snorrastöðum hefir nú um fjölda ára verið oddviti sveitar sinnar, reyndur og ráðsettur bóndi, og er nú orðinn 50 ára gamall. En þó er þetta svo. Og ef farið er-að athuga þetta bet- ur, er þetta ekki svo undarlegt. Eðliskostir hans eru þannig, að hvorttveggja hefir orðiö honum létt og eðlilegt. Á bak við gleði og kæti bjó góð greind og ger- hygli og honum hefir orðið jafn tamt að beita hvoru- tveggju eftir því sem við hefir átt. Sveinbjörn á Snorrastöðum hefir alið aldur sinn að mestu leyti á Snorrastöðum. Þar bjuggu foreldrar hans, Jón Guð- mundsson og Sólveig Magnús- dóttir. Þar var hann hjá móður sinni og systkinum eftir lát föður síns unz hann kvæntist Margréti Jóhannesdóttur frá Haukatungu og fór sjálfur að búa þar. Barnakennari í Kol- beinsstaðahreppi hefir hann verið s. 1. 20 ár. Fjölda ára var hann forustumaður í U. M. F. Eldborg og hann átti . einn drýgsta þátttinn í stofnun Hér- aðssambands ungmennafélag- anna í Snæfellssnesi og var í stjórn þess fyrstu árin. Ég hefi unnið að félagsmálum með fjölda manna, en betri félaga en Sveinbjörn á Snorrastöðum hefi ég ekki fundið. En árin hafa liðið og hann er orðinn 50 ára. Á þeim merkis- degi var fjölmenni á heimili hans. Nemendur hans komu og færðu honum vandað skrifborð. Frændur og vinir komu og færðu honum vind-rafstöð, sem sett var lipp á heimili hans. Vinsælli mann í sveit og héraði getur ekki en hann. Það mun líka vera ein- kennilega gerður maður, sem nokkuð að ráði kynnist Svein- birni á Snorrastöðum, sem ekki verður vel til hans við þá kynn- ingu. í öllu starfi hans fyrir sveit sína og hérað og í öllum félags- málum hefir öll framkoma hans mótast af því að hugsa rétt og vilja vel. Á þessum tímamótum, er hann hefir átt hálfrar aldar afmæli, streyma til hans margar hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á leið hans eftir hinum siðari aldar- helmingi. . ' Guðm. Illugason. Skáldið á Víðivöllum (Framh. af 2. síðu) um orðaleikjum, enda hefir eng- inn verið honum fremri á því sviði meðal Vestur-íslendinga nema Káinn. Alkunn er til dæmis þessi vísa: Komir þú í hús, þar sem kaffi er ekki á borðum kunnirðu ekki vel við að biðja um það með orðum, stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala, strjúktu á henni bakið — og þá fer hún að mala. En þó að hann sé ríkur af léttri og græskulausri kímni, á hann líka til að beina meinyrt- um skeytum að náunganum, ef ' sá gállinn er á honum og við þann að eiga, að maklegt sé. Þar er til dæmis þetta erindi, sem heitir „Sorglegt slys“: Hann upp í sig bara ætlaði að skóða, en ekki að stofna sér í voða, sem stundum er nær en ætlað er — þá brá honum svo að sjá hið Ijóta, varð sjálfrátt að hopa, en missti fóta og datt oní kjaftinn á sjálfum sér. í „Hunangsflugum" er einnig skemmtileg vísa af þessu tagi. Hún er um flokkana í Kanada og vinnubrögð þeirra, að dómi Guttorms, og hljóðar svo: Fylgi sníkja flokkar tveir, fárra en ríkra vinir. Plata, svíkja og pretta þeir pólitíkar-synir. í þessu greinarkorni hefir eingöngu verið dvalið við ljóða- gerð Guttorms. Hann hefir þó einnig innt af höndum merki- legt og allsérstætt starf sem leikritahöfundur, og mundi það eitt skapa honum nokkra skáld- frægð, þótt ekki væri öðru til að dreifa. Væri það út af fyrir sig nægt efnil langa grein að fjalla um leikþætti hans. En það verð- ur ekki gert af mér að þessu sinni. Þessi grein gefur auðvitað litla hugmynd um Guttorm Gutt- ormsson og skáldskap hans, og dæmin, sem nefnd eru, eru öll tekin af handahófi á víð og dreif úr bókum hans. En sú er bót í máli, og það er mín afsökun, að skáldskapur Guttorms mælir sjálfur nógsamlega með sér og höfundi sínum. Ég hefi orðið þess var, að ýmsir hafa að und- anförnu verið að spyrjast fyrir um það, hvort ekki myndi bráð- um að vænta nýrrar bókar frá hans hendi. Og nú er hún kom- in, og þá er skylt, að alþjóð manna viti það. Hitt vænti ég, að bóksalarnir okkar sjá um, ef þeir eru ekki þegar búnir að gera nauðsynlegar ráðstafanir, að bókin komi hingað sem allra fyrst, og nóg verði af henni á boðstólum, svo að unnendur Guttorms og skáldskapar hans eigi þess kost að eignast „Hun- angsflugurnar" hans fljótlega og lesa 'sér til skemmtunar og sálu- bóta. Við íslendingar eru svo fáir og smáir, að við höfum sízt af öllu ráð á að ganga á bí við menningargjafir, sem færð- ar eru að götu okkar. Við ætt- um að gefa okkur tíma til þess að glöggva okkur á þeim víði- völlum andans, er Guttormur J. Guttormsson leiðir okkur um í skáldskap sínum. J. H. Þér skuluð lesa þessa bók. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Sums staðar slógust menn í för með þeim ferðalöngunum, og hópurinn stækkaði eftir því sem sunnar dró. í Úmanak bættust allmargir Danir í lestina, og í íkerasak var etið og sungið og dansað í þrjá sólarhringa samfleytt, og söngkór Jens Fleich- ers kyrjaði fagnaðarljóð meðan nokkur maður gat orði upp komið. Loks komust þeir alla leið til Jakobshafnar. Þar sneri Pétur Freuchen við norður til Týli, en Knútur steig á skipsfjöl. Árið eftir kom hann aftur til Týli á skipinu „Sækonginum“, er sægarpur mikill, danskur, Petersen að nafni, stýrði. En koma skipsins hafði dregizt lengi og var komið langt fram yfir þann tíma, er nokkur dæmi voru til, að heppnazt hafði að sigla skipi norður til Týli. En allir biðu hinir rólegustu. Knútur hafði sagt síðast orða árið áður, að hann myndi koma með skip til Týli næsta sumar. Semigak gamla spurði fótanda sinn að vísu iðulega, hvort Knúts væri von þetta árið, en hann líka svaraði ævinlega hinu sama: „Eru menn hættir að treysta Knúti?“ Árið eftir, 1921, var lagt af stað í hinn mikla leiðangur til Kan- ada, er verið hafði draumur Knúts allt frá því, að hann settist fyrst að í Týli. Þeim gekk flest í mót í upphafi ferðarinnar. Þetta sama ár var mikið um dýrðir í Grænlandi af tilefni þess, að þá voru tvær aldir liðnar frá því, að Hans Egede hóf þar kristniboð sitt. Græn- landsstjórn sendi þangað stórt skip með hvers konar varning og farþega. En svo illa vildi til, að það fórst við Úpernivík. Meðal þess, sem í því var, var allur útbúnaður Knúts og þeirra leið- angursmanna. Kristján, konungur Dana, hafði ráðizt til Græn- landsferðar þetta sumar, og var staddur á skipi sínu skammt þaðan er skip Grænlandsstjórnar fórst. Hann lét þegar halda sem skjótast á slysstaðinn, til þess að bjarga fólkinu. En þrátt fyrir þetta áfall, að allur útbúnaðurinn, sem kom frá Danmörku, skyldi tapast, lét Knútur ekki bilbug á sér finna. Þeir Pétur héldu norður til Týli, viðuðu að sér því, er þeir gátu, í stað þess, sem tapazt hafði, og tók á skip sitt, „Sækonginn“, þrenn Eskimóahjón og einn ungan pilt, Bátsmanninn, sem fyrr hefir Verið nefndur. Þetta fólk skyldi fara með þeim hina fyrir- huguðu langferð vestur til Kanada, ásamt Navarönu, hinni græn- lenzku konu Péturs Freuchen, og nokkrum dönskum vísinda- mönnum. En exrn varð ógæfan á vegi þeirrá. Navarana, kona Péturs Freuchens, dó í Úpernivík. Spanska veikin hafði borizt þangað til byggðarinnar og höggvið stórt skarð í hinar varnarlitlu fylking- er Eskimóanna. Þegar þeir félagar komu til Gódvon, veiktust allir Eskimóarnir, sem voru í fylgd með þeim, og varð ekki annars úrkostar en að þeir leggðust í sjúkrahús bæjarins. Bezti veiði- maðurinn, Iggíangúak, lézt þar, en hinir urðu ekki heilir heilsu íyrr en eftir langan tíma. Þannig voru tveir úr leiðangrinum fallnir í valinn áður en hann hófst. Knútur tók sér þessi dauðsföll mjög nærri. Þegar hann frétti lát Iggíangúaks, gekk hann niður í fjöru, settist þar á stein og grét eins og barn. Með honum hafði hann verið að bjarndýra- veiðum á Melvilleflóa, og með honum hafði hann grandað ná- hveli við nyrztu strendur Grænlands. Þeir voru tengdir svo traustum böndum, að eigi urðu slitin sársaukalaust. Loks varð þó fólkið ferðafært, og þeir gátu látið í haf á „Sæ- konginum“. Þessi ferð var nefnd fimmti Týlileiðangurinn, og með honum er talið, að Knútur Rasmussen hafi unnið stærsta afrek sitt. Þeir hrepptu ísa og torleiði og leit oft illa út um framhald ferð- arinnar, en fyrir harðfengi og dug þeirra allra, en þó fyrst og íremst Petersens skipstjóra, náðu þeir landi vestan Hudsons- sunds. Þar skipuðu þeir farangri sínum upp á ey eina skammt aústan við Southamptoney. Nefndu þeir hana Danaey, og reistu sér þar bækistöð, er þeir kölluðu Vindbefginn, því að dragsúgur þótti þar mikill, ef eitthvað kulaði. í þessu húsi settust þau að í'jórtán, en Petersen skipstjóri og menn hans héldu aftur til Grænlands á „Sækonginum“, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Ætluðu leiðangursmenn að fara á sleðum frá Danaey. Eskimóarnir á eyjunum vestan Davissunds eru að sumu leyti frá- brugðnir grænlenzku Eskimóunum, og meðal annars er mál þeirra nokkuð á annan veg en eskimósku Grænlendinganna. En ekki hafði Knútur verið nema einn eða tvo daga meðal Eskimóaflokk- anna, sem þeir hittu þarna á eylöndunum, er hann skildi þá orðið til fullnustu og gat meira að segja talað reiprennandi við þá. Komst hann og þeir félagar allir í mjög náin kynni við Eskimóa af ýmsum ættstofnum í þessari löngu ferð, enda höfðu þeir mun betri skilyrði til þess en allir hvítir menn aðrir, sem um þessar slóðir hafa ferðazt, sökum langrar og mikillar þekkingar á Eski- móum, siðum þeirra og hugsunarhætti og fullkominnar málkunn- áttu og eskimósks uppruna foringjans. Knútur gat fengið þá til þess að segja sér fjölmarga hluti, sem eigi höfðu áður verið á viti nokkurs hvíts manns. í bókum þeim, sem skrifaðar voru um þessa ferð, var skoðunum og hugmyndum Eskimóa um lífið og tilver- una lýst svo vel, að engin önnur rit eða rannsóknir eru þar til samjafnaðar. Jafnframt gerðu þeir félagar merkar þjóðfræðirannsóknir og söfnuðu miklu af hvers konar verndar- og töfragripum og áhöld- um, sem notuð eru meðal Eskimóa á hinu óravíða svæði, sem þeir búa á, allt frá eylöndunum vestan Grænlandsstrandar alla leið til Beringssunds. Oft var erfitt að fá fólkið til þess að láfa verndar- og töfra- gripi sína af höndum af frjálsum vilja. En Knútur kunni ótal ráð til þess, þótt engum öðrum yrði neitt ágengt. Hér er ein smá- saga, sem sýnir, hvernig viðskiptin fóru stund\pn fram. Gamall særingamaður kom á fund þeirra Knúts. Hann var spakur að viti og hvert hans orö var þrungið spámannlegri vizku. Hann hafði meðferðis margt töfragripa, og var ekki við það komandi, að hann léti neinn þeirra af höndum. Þá bauð Knútur honum að etja kappi við sig. „Ég læt vatn loga“, sagði Knútúr og hellti spíritus á gólfið og kveikti í. Særingamaðurinn horfði undrandi á þessi firn. „Ég læt einnig loftið loga“, ságði Knútur og kveikti í dufti, sem ætlað var til nota við myndatöku i myrkri. Þá sá mannauminginn sitt óvænna. „Nei, nei“, hrópaði Knútur. „Það er ekki allt búið“. Svo þreif hann í annan handlegginn á honum og hljóp með hann þrjá hringi kringum húskofann og öskraði: „Nú svipti ég þakinu af húsinu, ef þú heldur enn, að þínir hjálparandar séu máttugri en mínir“. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Innilega þökkum við öllum, sem sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföð- ur og bróður míns, Ólafs Bergssonar, Skriðufelli. Jóhann Ólafsson. Þórdís Björnsdóttir. Bergný Ólafsdóttir. Guðvaldur Jónsson. Magnús Bergsson. Hjartans þakklæti viljum við flytja öllum þeim, er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Ágústu Jónsdóttui*, frá Lambhústúni Biskupstungum. Fyrir hönd mína og annarra vandamanna BJARNI GÍSLASON. ——— ---------------—.— Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönnum, er heiðruðu mig og glöddu d fimmtugsafmœli mínu 4. sept. s. I., með heimsóknum, gjöfum og afmœlisskeytum. — Nemendum mínum eldri og yngri fœri ég sérstakar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og höfðinglega gjöf. Ég óska ykkur farsœldar og bið Guð að blessa ykk- ur öll! SVEINBJÖRN JÓNSSON, Snorrastöðum. PUDLO vatiisþéttiefni í steinsteypu, múrluiðun og út- kúst (hvíttun), fyrirliggjandi. S0G1N H.F. Höfðatún 3. Sími 5653. Orðsending: til innheimtumanna Tímaus. Þar sem nú er alllangt liðið frá gjalddaga Tímans (1. júlí), þá eru þeir innheimtumenn blaðsins, sem ekki hafa ennþá sent skilagreinar, vinsamlega beðnir að gera það hið allra fyrsta. Innheimta Tínians. Unglínga vantar til að bcra Tímann út til áskrifenda í Austur- hænum, frá 1. sept. n. k. T-alið við afgreitfsl- una, Lindargötu 9 a. Sími 3333. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Fylgízt með Allir, sem íylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. Kaldhremsað Þorskalýsí Heil og hálfflöskur með vægu verði handa læknum, hjúkrun- arfélögum, kvenfélögum og barnaskólum. — Sendum um land allt. — SeyðísSjarðarApótek Vinnið ötullega fyriv Timann,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.