Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 4
348 87. blafS Bandaríkín munu efna loforð sín Detroit Pree Press birti 29. á- gúst ritstjórnargrein um ísland, þar sem tekin er mjög ákveðin afstaða gegn öllum áróðri í þá átt, að Bandaríkin haldi þeim bækistöðvum eftir stríð, sem þau hafa nú. í greininni segir meðal ann- ars: „Með fáum velvöldum orðum vísaði utanríkisráðherra íslands, Vilhjálmur Þór, á bug þeim á- róðri, sem hafður hefir verið í frammi um að Bandaríkin héldu þeim bækistöðvum, sem þau hafa r;ú á íslandi. Oss voru látnar þessar bækistöðvar í té með því skilyrði, að „þegar er núverandi hættuástand í milli- ríkjaskiptum er lokið, verði all- ur slíkur her og sjóher kallað- ur heim“. íslendjingar vænta þess, að vér stöndum við þessa skuldbindingu. Það munum vér gera. Bandaríkjamenn hafa sem þjóð ekki tilhneigingu til að stæla Hitler“. (Samkvæmt fregn frá upplýs- ingaskrifstofu Bandaríkja- stjórnar í Reykjavík). Dauðaslys á Höfðaströnd Norður á Höfðaströnd við Skagafjörð vildi það slys til á sunnudaginn var, að maður úr Reykjavík, Sigurbergur Steins- son að nafni, féll út úr bifreið og beið bana af. Slysið vildi þannig til, að bif- reiðin kastaðist til á vondum vegi. Sigurbergur slengdist við það út að hurðinni, en hún hrökk upp, og hraut hann þá út og féll á veginn. Hann andaðist hálfri annari klukkustund eftir að slysið vildi til. Rannsókn leiddi í ljós, að hann hafði fengið heilablæð- ingu. Maður deyr af völd- um kolsýrings Um hádegisbilið á sunnudag- inn var fannst ungur maður, Emil Kristjánsson að nafni, ör- endur í bifreiðarskúr á Uang- holti við Reykjavík. . Emil heitinn átti heima þar inn frá og hafði hann farið í bæinn kvöldið áður og kom seint heim. Komst hann eigi inn, að því er virðist, því að' húslykill hans fannst brotinn í smekklás útidyrahurðarinnar. Þykir lík- legt, að hann hafi þá lagzt til svefns í bifreið, er geymd var þar í bifreiðarskúr við húsið. En áður virðist hann hafa sett vél bifreiðarinnar í gang, lík- lega í því skyni að ýlja ofur- lítið í bifreiðinni. Við rannsókn kom í ljós, að Emil hefir látizt af völdum kol- sýrings, eiturlofts, er myndazt hefir frá vélinni. Emil var maður reglusamur, og eigi um það að ræða, að hann hafi verið ölvaður. Fjórðungsbandalag Norðlendínga Dagana 10.—11. þ. m. var haldinn á Akureyri þriðji árs- fundur presta, kennara og ann- ara kennimanna. Mættir vöru 14 prestar, 15 kennarar og allmargt annara leikmanna. Biskupinn yfir íslandi sat fundinn. Aðal- lega var rætt um uppeldis- og kristindómsmál. Einnig var rætt um stofnun Fjórðungsbandalag Norðlendinga og hafði sr. Páll Þorleifsson á Skinnastað fram- sögu um það mál. Lagði hann til, að unnið yrði að stofnun slíks bandalags til að hrinda fram framfara- og menningar- málum Norðlendinga. Kosin var þriggja manna nefnd til að leita samvinnu sýslunefnda og bæj- arstjórna um málið. Eiga sæti í henni, auk séra Páls, Snorri Sig- fússon skólastjóri og Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Útbreiðið Tímann! tíR BÆNUW Afkoma Reykjavíkurbæjar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ný- lega birt afkomu bæjarsjóðs fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs. Samkvæmt því námu tekjurnar kr. 10,7 millj! en gjöldin kr. 9,7 millj. Áætlaðar heildar- tekjur fyrir allt árið eru 34,8 millj. kr. en útgjöldin 24,4 millj. kr. Marlene Dietrich, kvikmyndaleikkonan fræga, er nú stödd hér í bænum. Dvelur hún hér á vegum USO-stofnunarinnar til að skemmta hermönnum. Hún mun verða hér í nokkra daga. Þorsteinn H. Hannesson, söngvari hélt söngskemmtun í Gamla Bíó á miðvikudagskvöldið. Nú í kvöld endurtekur Þorsteinn söngskemmtun sína. Verður hún í Gamla Bíó og hefst kl. 11,30. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Slgfúsar Eymundssonar. Kveðjuhljómleikar Eggerts Stefánssonar. Eggert Stefánsson söngvari hélt kveðjuhljómleika í Iðnó síðastl. þriðju- dagskvöld, en hann er nú á förum til Ameríku. Á söngskránni voru m. a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns, bróður Eggerts, og lék hann undir í þeim lög- um Hin lögin voru eftir Árna Thor- steinsson, Pál ísólfsson og Áskel Snorrason. Áður en söngurinn hófst, flutti Vilhjálmur Þ Gíslason skólastjóri forspjall. Auk Kaldalóns aðstoðaði Gunnar Sigurgeirsson með undirleik, en Lárus Pálsson leikari las kvæði. Á- heyrendur, sem voru eins margir og húsrúm frekast leyfði, tóku söng Egg- erts ágæta vel og bárust honum margir blómVendir. Tónlistarmenn fara utan til náms. Tveir efnilegir íslenzkir tónlistar- menn eru nú á förum til Englands til framhaldsnáms þar á blásturshljóö- færi. Menn þessir eru Árni Björnsson, sem fer til að læra á flautu, og Andrés Kolbeinsson, sem ætlar að leggja fyrir sig oboeleik. Fara þeir báðir á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir munu ann- ast kennslu á þessi hljóðfæri við Tón- listarskójann, þegar þeir koma heim aftur. Þeim var útveguð námsvist ytra fyrir milligöngu British Council. Munu þeir dvelja í Manchester og verða ytra í 1—2 ár. ^tta bækur frá ísafold. ísafoldarprentsmiðja hefir nýlega sent 'frá sér átta nýjar bækur. Eru það Rauðskinna, V. hefti, íslenzk fræði, um menningarsamband Frakka og ís- lendinga eftir Alexander Jóhannesson prófessor, Við sólarupprás, smásagna- safn eftir Hugrúnu, Hve glöð er vor æska, sögur eftir Frímann Jónasson kennara, Töfraheimur mauranna, bók með fjölda mynda, þýdd af Guðrúnu Guðmundsdóttur (Finnbogasonar), Spænsk málfræði eftir Þórhall Þorgils- son, Skrifbók I. og II. handa barna- skólum og til heimakennslu og Veg- urinn, nýtt námskver í kristnum fræð- um eftir séra Jakob Jónsson. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út framfærsluvísi- tölu fyrir septembermánuð og er hún 272 stig, það er 6 stigum hærra en hún var fyrir ágúst- mánuð. Stafar hækkun vísitöl- unnar aðallega af verðhækkun á kartöflum. Key hershöfðingi (Framh. af 1. síðu) haft af landi og þjóð. Fór hann hlýlegum orðum ug? sam- skipti sín við fólkið og umboðs- menn þess og lét í ljós þá von, að honum mætti síðar auðnast að koma hingað og ferðast um landið og rifja upp fyrri daga. William Key hershöfðingi hefir nú dvalið hér nokkuð á annað ár. Hann tók, á miðju sumri 1943 við herstjórn hér af Charles Bonesteel hershöfðingja, er aflað hafði sér mikils hlý- hugs íslendinga við það vánda- starf, er hann gegndi hér. Það hefir eins farið um Key hers- höfðingja. Samskipti hans við íslendinga hafa öll verið með sama hætti, að honum munu fylgja héðan af norðurhjaranum góðar óskir og fölskvalaus hlý- hugur margra nafnlausra vina, þegar hann kveður þetta land. Vínar Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Reykjavík, föstMdaglnn 15. scpt. 1944. Tilraun Framsóknar- Slokksíns .... (Framh. af 1. síðu) Tillaga þessi kom til umræðu kl. 5 síðdegis í gær. Fylgdi Bern- harð Stefánsson henni úr hlaði, en síðan urðu stuttar umræður og tillögunni vísað til fjárveit- inganefndar með því fororði, að nefndin skilaði áliti fyrir kl. 9, er hefjast skyldi lokaumræða um tillöguna. Þegar fundur hófst aftur í sameinuðu þingi kl. 9 um kvöld- ið, lágu fyrir tvö nefndarálit frá fjárveitinganefnd. Annað nefnd arálitið var frá Framsóknar- mönnum og var þar lagt til að samþykkja tillöguna óbreytta, en hitt álitið var frá Sjálfstæð- ismönnum og var þar lagt til að „Alþingi fæli ríkisstjórninni að leggja fram fé úr ríkissjóði til þess að halda óbreyttu verð- lagi innanlands til 23. sept. 1944, að þeim degi meðtöldum, á þeim vörum, sem haldið hefir verið niðri í verði að undan- förnu með ríkissjóðstillagi“. Engar tillögur lágu fyrir frá fulltrúum Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins í fjárveit- inganefnd. Hins vegar var lagt fram á þessum fundi frv., sem Ásgeir Ásgeirsson og Áki Jak- obsson stóðu að, þar sem lagt var til, að verðhækkun land- búnaðarafurða, sem átti að ganga í gildi samkvæmt land- búnaðarvísitölunni, skyldi ekki taka gildi fyrr en 1. des. 1944 eða m. ö. o. að samkomulag sex-„ mannanefndarinnar skyldi svik- ið og bændur sviptir verðhækk- un, sem þeir ættu loglegt til- kall til, í 2i/2 mánuð, án þess að fá nokkrar bætur í staðinn. Allmiklar umræður urðu um tillögur þessar, og var síðan gengið til atkvæða. Fór svo, að tillaga Sjálfstæðisflokksins var samþykkt með sameinuðu at- kvæðamagni Sjálfstæðismanna og kommúnista. Gegn tillögunni greiddu atkvæði allir þingmenn Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins. Óvíst er, hvernig ríkisstjórnin lætur sér þetta lynda, en víst er það, að stuttur er gálgafrest- urinn, sem Sjálfstæðismenn og kommúnistar hafa skapað sér í málinu. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) þægilega mikið á Faríseana, sem töluðu mest og hæst um syndir annara, en voru þó sjálfir manna brotlegastir. SKRAF MBL. UM „ÚRELT FYRIRKOMULAG". Morgunblaðið er nú stöðugt að klifa á því, að kosningafyrir- komulagið í Bretlandi og Banda- ríkjunum sé orðið úrelt, en það byggist aðallega á einmennings- kjördæmum, eins og kunnugt er. Stjórnmálaforingjar þessara landa telja þetta fyrirkomulag þó síður en svo úrelt, heldur telja það heppilegasta fyrir- komulagið til að skapa heilbrigt og traust lýðræði. Jón og Valtýr munu ekki held- ur hafa þenhan sleggjudóm sinn frá neinum unnendum lýðræð- isins. Hann mun fenginn að láni frá kommúnistum, sem þeir Bjarni Ben. og Ólafur Thors hafa mest umgengizt undanfar- ið. Þetta sífellda nudd Mbl. styður líka þann orðróm, að kommúnistar setji það sem eitt skilyrði fyrir samvinnu að, af- nema öll einmenningskjördæmi og gera landið að einu kjör- dæmi. Fimmtugur (Framh. af 1. síðu) TJARNAKBlÓ Eídabuska (My Kingdom for a Cook) Bráðskemmtilegur ame- rískur gamanleikur. Charles Coburn, Marguerite Chapman, Bill Carter. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ- HETJUR Á HELJARSLÓÐ (The North Star) ANNE BAXTER, DANA ANDREWS, WALTER HUSTON. Sýnd kl. 7 og 9 Bönnuð »yngri en 16 ára. VELHEPPNAÐ ÆVINTÝRI (Mexican Spitfire’s Blessed Event). Lupe Veles — Leon Errol. Sýnd kl. 3 og 5. ►NÝJA r:ó. Martröð (Nightmare) Dularfull og spennandi mynd. Dianna Barrymore, Brian Dnolevy. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Karlmanna- axlabönd úr teygju. H. Toft Stúlku eða miðaldra konu óskast til vetrarvistar eða ársvistar á gott heimili í Árnessýslu. — Sérherbergi, rafljós og rafhitun. Upplýsingar á Frakkastíg 7, Reykjavík, sími 3987. Skólavörðustíg 5. Sími 1035. JVffleomið ntiktð úrval af: ber mérki um, hefði íslendingar áreiðanlega verið betur á vegi staddir í siglingamálum sínum, þegar stríðið hófst en raun varð á. Nýja Esja er og sönnun þess, að ísl. ríkið þarf fleiri og fleiri skip, sem miðuð eru við að full nægja strandferðasiglingum, ef þeim á að vera komið í heppi- legt og hagkvæmt horf, og er Pálmi áreiðanlega manna fær- astur til að vísa þar á hin réttu úrræði. Pálmi hefir eigi síður unnið merkilegt starf á sviði landhelg- is- og björgunarmálanna. Hann átti meginþáttinn í því, að þessi starfræksla væri sameinuð og framkvæmd af sömu skipum. Sú tilhögun hefir gefizt vel. Hundr- uðum skipa, innlendra og er- lendra, hefir verið veitt marg- vísleg aðstoð og tugum strand- aðra skipa bjargað á hinn fræki- legasta hátt. Útsjónarsemin og hugkvæmnin, sem er mjög sér- kennandi fyrir Pálma, hbfir þar notið sín vel, og myndi mörgum þykja merkilegt að fá frásagnir af ýmsum björgunaraðferðum og úrræðum, sem hefir verið beitt í þessu sambandi.Þá er það og ekki síður lærdómsríkt um úrræðasemi Pálma, hve vel hefir tekizt með eyðingu tundurdufla hér við land, en þau hafa gert sig mjög heimakomin og er þeg- ar búið að eyðileggja hátt á ann- að þúsund þeirra. Mundi sigling- ar og sjósókn hér við land hafa orðið stórum erfiðari, ef þetta starf, sem skipaútgerðin hefir .annazt, hefði eigi tekizt jafn- vel og raun er á. Þessi árangur er eigi sízt ánægjulegur af þeirri ástæðu, að hann hefir fengizt með aðferð, sem hérstaddir hernaðaraðilar efuðust *um að hægt væri að beita. DREIVGJAFATAEFAUM, TEPPUM, allskoitar, LOPA, GARIVI, RARAASKÓM Verkstniðfuúísulan Gefjnn - lðnnn IIAFAARSTRÆTI 4. — Símf 2838. The World’s News Seen Through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newsþaþer is Truthful—Gonstructfvc—Unbiased—Frec from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instruetive and Its Daily Features, Together with the Weeldy Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price #12.00 Yearly, or #1.00 a Month. Soturday Issue, iucludiug Magazine Sectibn, #2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 2$ Cents. K«e--------------------------------------------- SAMPLE COPY ON REQUEST ToIh og: Mör f œst eim. Sendum heim ef tekin eru 10 kg. eða meira. Það mál, sem Pálmi beitir sér fyrir af einna mesta kappi um þessar mundir, er að fá varð- bátunum fjölgað, svo að land- helgisgæzlan og slysavarnar- starfsemin geti fullnægt fyllstu kröfum. Styrjöldinni er nú að Ijúka og von er fjölda erlendra skipa á fiskimiðin hér við land. Pálmi lítur svo á, að einn helzti möguleikinn til þess, að við get- um orðið samkeppnisfærir með fiskafurðir á erlend.um markaði, sé að nota vel þá aðstöðu, sem hin náttúrlegu skilyrði skapa, verja vel okkar eigin fiskislóðir, veiða á ódýrum skip- um á grunnmiðum og fara síð- an með aflann á þann hátt, að hann verði betri en sá fiskur, sem stór skip frá öðrum þjóðum sækja á fjarlægar fiskislóðir. Frystihúsið Herðubreið Sími 2678. ReykjatAk. Simi 1249. Simnefni: SláturfHag. Reykhús. - Frystihús.' IVlttnrsaðnverksniiðia. — RjúgCnagerlS. Framleiöir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- lega að framkvæmdinni, enda munaði mjóu, og einhverntíma hefði það verlð talið líkast æv- intýri, að Pálmi skyldi veita skipinu móttöku á 45. afmælis- degi sínum og sigla því af stað heim samdægurs, réttum 17 dög- um eftir að styrjöldin mikla hófst. Nýja Esja hefir annað ó- hemjumiklu verkefni og er líka fyrsta íslenzka strand- ferðaskipið, sem segja má að fullnægi kröfum frjálsrar, framsækinnar þjóðar. Hefði svipuð forsjá og framtakssemi verið ríkjandi hjá öðrum aðil- um, sem önnuðust siglingamál þjóöarinnar, og smíði nýju Esju Því fer fjarri, að Pálmi hafi ekki sinnt fleiri málum en þeim, sem snerta verkahring hans. Pálmi er maður áhugasamur um framfaramál almennt, og mun það eigi sjaldgæft að til hans hafi verið leitað ráða og hann reynzt úrræðagóður og ráðholl- ur. Er það áreiðanlega ósk 1 þeirra, sem kynnzt hafa Pálma og störfum hans, að þjóðin megi lengi njóta starfskrafta hans og hæfileika og fyrirtæki það, sem hann hefir byggt frá grunni og reyhzt hefir hin mesta þjóð- þrifastofnun, haldi áfram að eflast og aukast undir forustu hans. toðtíf kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvcd. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœði. FrostíS kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Egfiasöliisaialali Reykjavfkwr. Raitækj a vinnustoí an Selfossi framkvæmlr aUskonar rafvirkjastörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.