Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 1
Aukablað TtMEVN, föstudaginn 15. sept. 1944. Aukablað Dyrtíðarfrumvarp ríkisstjórnarinnars Framsóknarflokkurinn reiðubúinn til samvinnu um þann megíntilgang f rum varpsins að stöðva dýrtíðina Ræða Eysteíns Jónssonar við útvarpsumræðurnar 11, þ- m* Ekki samningar Iiclclur útvarps- nmræður. , Hinn 30. ágúst s. 1. sendi ríkis- stjórnin þingflokkunum bréf og frumvarp til laga um dýrtíðar- ráðstafanir og óskaði þess, að flokkarnir tilkynntu fyrir 10. september hver væri afstaða þeirra til frumvarpsins. Engin greinargerð fylgdi frumvarpinu og engar upplýsingar. í byrjun þingfunda í þessum mánuði lagði ríkisstjórnin frumvarpið fyrir þingið og bjóst ég þá við, að því myndi, af hálfu fjármálaráðherra, fylgja ítarleg greinargerð um ástæður í dýrtíðarmálunum nú og áhrif þessa frumvarps, ef að lögum yrði. En þessi. von brást alveg. Frv. fylgdu engan upplýsingar og í raun og veru engin grein- argerð. Hefði það þótt tíðind- um sæta fyrir nokkrum árum,' að hin flóknustu fjárhagsmál væru lögð fyrir Alþingi á þenn- an hátt. Fjármálaráðherra hefir ekki átt frumkvæði að viðræðum milli ríkisstjórnarinnar og þingflokk- anna um málið eða tilraunum til sameiginlegrar lausnar. Er þetta ekki einsdæmi um vinnu- aðferðir hæstv. fjármálaráð- herra, en í algeru ósamræmi við þá starfshætti, sem annars hafa tíðkast á Alþingi og líklegastir voru taldir til árangurs. Hefir það nánast verið venja núv. hæstv. fjármálaráðherra að standa í bréfaskiptum við flokk- ana um mál sín, en reyna lítt viðræður. Getur hver og einn gert sér í hugarlund, hvort slík vinnubrögð séu líkleg til árang- urs í hinum erfiðustu málum og þess vegna leyfi ég mér að finna að þessu nú. Ráðherrann hefir nú, í stað þess að leitast fyrir um samn- inga, óskað eftir þessum út- varpsumræðum. Við því er ekki svo mikið að segja, þótt mörgum virðist ekki sérstök þörf kapp- ræðna við 1. umr., ef ekki liti helzt út fyrir að hæstv. ráðherra ætlaði að láta þær koma í stað- inn fyrir samningatilraunir um lausn málsins. Má þó vera, að svo fari ekki, sem á horfðist um það. Áður en ég vik að efni frumv. þykir mér rétt og nauðsynlegt að rifja upp í stórum dráttum sögu hinna svokölluðu dýrtíðar- mála og minna á, hvernig nú er ástatt í þessum efnum. Tillögur um stöðvun árið 1941. Árið 1941 gerði Framsóknar- flokkurinn tilraun til þess að fá samtök um stöðvun verðbólg- unnar með lagasetningu um kaupgjald og verðlag í landinu og skattlagningu stríðsgróðans. Áður hafði verið gerð tilraun, til þess að draga úr verðbólgunni, með því að fá samþykkta lög- gjöf um niðurborgun dýrtíðar, en kaupgjaldi og verði innlendra vara, væri þá ekki skipað með lögum. Sú tilraun kafnaði þegar í fæðingunni vegna þess, að Sjálfstæðismennirnir í þjóð- stjórninni vildu ekki gefa sam- þykki sitt, til þess að hún yrði reynd. Frumvarp Framsóknarflokks- ins um stöðvun dýrtíðarinnar var fellt á Alþingi haustið 1941. Ég benti þá á, að ef verðbólgan fengi að leika lausum hala, þá myndi fara svo áður en lagt um liði, að þau mál yrðu komin í fullkomna sjálfheldu. Kaup- gjaldið og verðlagið myndi hækka á víxl, þangað til ekkert samræmi væri lengur orðið milli verðlagsins á útflutningsvörun- um og framleiðslukostnaði í landinu. — Jafnframt benti ég á, að kauphækkanir og verð- hækkanir myndu eta hvort ann- að upp, þannig, að ávinningur yrði harla lítill, þótt keppt yrði . að hækkunum. Þá benti ég á, ! að verðbólgan myndi auka stór- i kostlega hvers konar brask og I gróðabrall í landinu, en ræna þá, ¦ sem sparað höfðu fé saman. Þá gerði ég grein fyrir þyí, að vísi- talan væri þannig fundin, að litlar eða engar líkur væru til þess, að kaupgjald og verðlag innan Iands Iækkaði aftur sjálf- krafa í hlutfalli við lækkun á er- lendum vörum eða flutnings- gjöldum, og byggði ég þetta á því, að vísitalan yrði þegar verð- bólgan hefði náð hámarki, að mestu leyti byggð upp af kaup- gjaldi í landinu sjálfu og verð- lagi innlendra vara. Þá gerði ég ráð fyrir, að verðbólgustefnan hlyti að leiða til þess, að ríkis- sjóður yrði févana í stríðslokin, þar sem útgjöld hans hlytu að fara stórkostlega hækkandi vegna verðbólgunnar, en hæpið að tekjurnar hækkuðu að sama skapi. Ef menn litast nú um í land- inu, og athuga ástæður allar með stillingu, þá geta menn ekki hjá því kömizt að viðurkenna, l að aðvaranir um hættuna af I verðbólgunni voru ekki út í blá- i inn. Enda gat slíkt ekki átt sér stað, þar sem með öllum öðrum þjóðum höfðu samtök átt sér stað um að fyrirbyggja eða draga úr verðbólgu og stríðs- gróða. Hrunadansinn 1942. Um áramótin 1941—1942 virt- ust Sjálfstæðismenn hafa skipt um skoðun á dýrtíðarmálunum. Það var auðséð, eins og raunar hafði verið haustið áður, að ný verðbólgualda var að skella yfir, enda þá þegar komið til verk- falla. Framsóknarflokkurinn sá, að þá var strax orðið erfiðara fyrir um stöðvun dýrtíðarinnar en verið hafði um haustið, en féllst þó á að gera samkomu- lag við Sjálfstæðismenn um lög- gjöf í þessu skyni. Þeir flokkar, sem töldu sig hafa umboð fyrir verkalýðinn í landinu, snerust hart gegn þessari löggjöf, svo sem kunnugt er, og ekki hafði hún verið í gildi nema nokkra mánuði þegar Sjálfstæðisflokk- urinn snerist einnig gegn henni, og efndi til samstarfs við verka- lýðsflokkana í staðinn um kjör- dæmabreytingu og tvennar kosningar samsumars. Myndaði Sjálfstæðisflokkur- inn stjórn með hlutleysi komm- únista og Alþýðuflokksmanna, en sá stuðningur yar því verði keyptur, að ekkert skyldi gert til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Hófst um þessar mundir hinn svokallaði „smáskæruhernaður" til kauphækkana og var öllum lokum slegið frá í dýrtíðarmál- unum. • Niðurstaðan varð sú, að dýr- tíðarvísrtalan komst upp 1 272 stig, um þær undir, sem stjórn Sjálfstæðismanna fór frá völd- um eftir síðari kosningarnar, og hafði verðlagsvísitalan hækkað um 89 stig meðan hún sat við stýrið. Er skemmst frá að segja, að eftir kosningarnar 1942 voru flestir óánægðir yfir því, hvernig | komið var, en þrátt fyrir það fengust ekki samtök um, það á Alþingi að stöðva verðbólguna. Fyrra frumvarp ríkissjórnarinnar — cngin lausn. í desember 1942 var núv. rík- isstjórn skipuð af ríkisstjóra, I vegna þess að Alþingi hafði ekki getað komið sér saman um myndun stjórnar. . Lagði stjórnin fram frumvarp til dýrtíðarlaga, þar sem gert var ráð fyrir niðurfærslu verð- lagsuppbötar á kaupgjald og af- urðaverðs, en óbundið látið um grunnkaup í landinu. Þótti þá ekki líklegt, að með þvl frum- varpi yrði stöðvuð verðbólgan, þar sem ekki lá fyrir samkomu- lag við verkalýðsfélög um grunn- kaup, og yfir var lýst, að þau myndu gera ráðstafanir, til þess að fá grunnkaupið hækkað sem svaraði þeirri lækkun, er sam- kvæmt frumvarpinu átti að verða á verðlagsuppbótinni. Var þá sú leið farin, að heim- ila ríkisstjórninni að mæta dýr- tíðinni nokkuð með niðurborg- unum á verðlagi landbúnaðar- 1 afurða innanlands. j Jafnframt voru gerðar ráð- i stafanir til þess að skipa sér- i staka nefnd, sem átti að ákveða bindandi verðlag á landbúnað- arvörum, ef hún yrði sammála, og átti að miða það verðlag við kaupgjald og framleiðslukostnað á hverjum tíma, og yfirleitt við það, að bændur hefðu svipaðar atvinnutekjur og aðrir vinnandi menn. Kaupgjaldið var hins vegar látið laust og óbundið eins og áður segir. Vorið 1943 tók ríkisstjórnin að greiða niður verðlagið innan- lands og þokaði á þann hátt nokkuð niður verðlagsvísitöl- unni, þó með ærnum kostnaði, og komst hún lægst í 245 stig í júlímánuði það ár. . Verðlag afurða lcið- rétt og f est viíS vísitölu. Sex manna nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að verðlag landbúnaðarafurða væri of lágt miðað við kaupgjald og tekjur annara en bænda og ákvað að það skyldi hækka talsvert haust- ið 1943. Stakk þessi niðurstaða nefnd- arinnar, sem þá um leið var nið- urstaða fulltrúa launastétt- anna í nefndinni, mjög í stúf við þær fullyrðingar, sem áður hafði verið mjög á lofti haldið, að verðlag landbúnaðarafurða væri allt of hátt og sú væri megin- orsök dýrtíðarinnar. Fékkst nú úrskurður um þetta og voru gerðar ráðstafanir til þess á Alþingi 1943, að þetta samkomulag gæti staðizt í reyndinni eins og lög gerðu ráð fyrir, með því að samþykktar voru uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir. Héldu flestir að um þetta myndi geta orðið sam- komulag, en það brást, þar sem ýmsir þingmenn beittu sér gegn samkomulagi 6 manna nefndar- innar, þótt nefndin hefði haft fullt umboð frá öllum til þess að komast að niðurstöðu um þetta mikilsverða mál. Verður sú saga ekki rakin hér, en hitt er rétt að minnast á, að enn hafa bændur ekki fengið að fullu það verð, sem þeir áttu að fá samkvæmt áliti 6 manna nefndarinnar, og er það atriði nú í athugun hjá þingflokki Framsóknarmanna. Verður að krefjast þess, að úr þessu verði bætt um þær afurðir, sem rík- isstjórnin hefir í raun réttri tek- ið ábyrgð á, með niðurgreiðsl- um úr ríkissjóði og verðlagsá- kvæðum í sambandi við þær. Hér ber að vekja sérstaka at- hygli manna á því, að með úr- skurði 6 manna nefndarinnar var afurðaverð landbúnaðarins fastákveðið við vísitölu og eftir það er kaupgjaldið í landinu eini stóri liðurinn, sem áhrif hefir á verðmyndunina, sem er óháður afskiptum ríkisvaldsins Ilvaði þolir sjávar- útvegurinn? í októbermánuði í fyrra var vísitalan komin aftur upp í 260 stig, og var auðheyrt á forkólf- um kommúnista, sem mestu réðu í verkalýðsfélögunum, og raunar fleirum, að ekki var ætl- unin að láta hér staðar numið um vöxt dýrtíðarinnar. Ég hefi ætíð haldið því fram og hlýt að halda því fram, að framleiðlsukostnaðurinn, þ. e. kaupgjaldið og innl. verðlagið, verði allt af þegar til lengdar lætur að miðast við það, sem hægt er að fá fyrir framleiðslu- vörur okkar á erlendum mark- aði, og þá fyrst og fremst fisk- verðið. Ég reyndi því á haustþinginu 1943 að koma því til vegar að dýrtíðarmálið yrði tekið til sér- stakrar yfirvegunar í sambandi við það, hvernig ástatt var í sjávarútvegsmálum. Ég flutti tillögu til þingsályktunar um að 4 mönnum yrði falið að rann- saka afkomu sjávarútvegsins og f ramleiðslukostnað ¦ sj ávaraf - íirða. Skyldu þeir leggja fram rökstutt álit um það, hvaða verð þyrfti að vera á sjávaraf- urðum, til þess að framleiðsla þeirra veitti þeim, ,er hana stunduðu, lífvænleg kjör og hliðstæð kjörum annarra vinn- andi manna. Ennfremur átti að gera hlutlausa skýrslu um áhrif dýrtíðarinnar á framleiðslu- kostnaðinn og afkomu sjávar- útvegsmanna og fiskimanna. Mér virtist þessi athugun fyllilega tímabær áður en ný dýrtíðaralda yrði reist og von- aði að hún mundi leiða til þess, að menn litu með meiri ró og stillingu á þessi mál en áður. Mér til mikillar undrunar fékk þessi tillaga engan byr í þing- inu, og meira að segja réðist einn hv.. þingmaður harkalega gegn henni. Allir aðrir sýndu henni fullkomið tómlæti, nema flokksbræður mínir. Tillagan fékkst ekki afgreidd á því þingi. Ég flutti hana aftur í janúar þessa árs, en allt hefir farið á sömu leið. Engin slík rannsókn hefir því farið fram, en grunur minn er sá, að erfiðari hefði verið róður- inn fyrir þá, sem haldið hafa uppi mestum æsingum í kaup- gjaldsmálum og verðlagsmálum, ef þessi rannsókn hefði legið fyrir og sýnt svart á hvítu, hvaða afleiðingar vaxandi verðbólga hlaut og hlýtur að hafa í för með sér fyrir sjávarútveginn. Þetta dæmi um tómlæti er lærdómsríkt fyrir útvegsmenn og fiskimenn í landinu. rVý alda reist. Ný kauphækkunaralda var þrátt fyrir allt .jeist á þessu ári og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Hagstofan hefir nú reiknað út vísitölu framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarafurða, sem ákvarðar nú verðið á land- búnaðarvörum lögum sam- kvæmt, og hefir hún hækkað um 9,4%. Stafar sú hækkun nær einvörðungu af kauphækkunum, sem orðið hafa frá því í fyrra. Eimskipafélags- hneykslið. Þá verður getið hér eins at- burðar í málum þessum. — Eins og ég gat um áðan fékk ríkis- stjórnin heimild til þess að borga niður dýrtíðina að vissu marki. Þessi heimild hefir verið notuð. Alþingi samþykkti mjög sterka lagaheimild, til þess að hafa eftirlit með verðlagi í land- inu. Hæstv. fjármálaráðherra hefir löngum látið drjúglega um það, að sterklega yrði á þessum heim- ildum haldið, af hans hendi, og hefir þeim efalaust verið all- verulega beitt í sumum atriðum. En þeim mun meiri furðu vakti þegar það kom í ljós, að hæst- I virtur ráðherra hafði látið það viðgangast, að Eimskipafélag! íslands, sem sér um allan vöru- ! flutning til landsins, græddi á j einu einasta ári 18—20 miljónir ! króna á þessum flutningum. Er | ekki of mikið sagt, að tæplega hafi nokkur tíðindi vakið meiri furðu og gremju en þessi. Á sama tíma, sem hafður er heill her starfsmanna, til þess að líta eftir verðlagi og smásöluálagn- ingu í landinu, og menn eltir með málshöfðun út af smá- skekkjum, leyfist einu hlutafé- lagi að taka 18—20 milj. í hrein- an gróðaaf flutningum þessara sömu vara til landsins, og það á sama tíma, sem ríkisstjórnin ver um það bil 12 milj. króna á ári, til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Gróði félagsins mun vera álíka fjárhæð og andvirði allrar mjólkur og mjólkurvara, sem seldar hafa verið á mjólk- urverðlagssvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar allt síðastliðið ár. Ekkert hefir heyrzt frá hæstv. fjármálaráðherra ufn þetta mál, hvorki fyrr né síðar svo mér sé kunnugt, og ekki er á það rhinnst í sambandi við dýrtíðar- frumvarpið, sem hér liggur fyr- ir. Væri næsta fróðlegt að heyra frá hæstv. ráðherra, hvað hann hyggst að aðhafast í þessu máli. Hvernig nú er ástatt. Ástandið í atvinnumálunum er vægast sagt óglæsilegt en raunar ekki öðru vísi en fyrir- sjáanlegt var, fyrst verðbólg- unni var síeppt lausri. Verð- lagsvísitalan er nú 266 stig eða um 6 stigum lægri en hún var, þegar núverandi ríkisstjórn tók við störfum, og mun þó þurfa um 12 milj. króna framlög úr ríkissjóði árlega, til þess að halda henni í skefjum, þótt eng- ar nýjar hækkanir kæmu til. En hér við bætast svo hækkanir á landbúnaðarvörum samkv. út- reikningi Hagstofunnar. Er því von á aukningu verðbólgunnar, ef ekkert verður aðgert. Jafnframt er svo komið, að við munum naumast geta framleitt nokkra vöru í landinu, sem sam- keppnisfær sé á erlendum mark- aði. Stríðsverð það sem nú er á fiski, hrekkur ekki lengrá en svo, að meginþorri fiskimanna, sem vinna upp á hlut, munu hafa mun lægri tekjur en þeir, sem vinna í landi algenga vinnu, og fullyrða má, að aflabrögð smábátaflotans þurfa að vera með afbrigðum góð, ef rekstur- inn á að færa þær tekjur, sem svara til tekna annarra lands- manna. Stórfé er varið úr ríkissjóði til þess að hindra, að kaupgjaldið og innanlandsverðlagið falli með fullum þunga á útflutnings- framleiðsluna — fyrst og fremst sjávarútveginn. Þessi niðurborg- un er því skýlaus viðurkenning á því, að útflutningsverðið sé ekki einu sinni nú nógu hátt, til þess að standast kaupgjald og verðlag, ef það fengi að koma í ljós að fullu. Þó er það fiskverð, sem við nú búum við, stríðsverð, sem byggist á skorti á þessum vörum á markaðinum, sem enn er ríkjandi í markaðslöndum okkar, en ekki eru horfur á, að svo muni standa til lengdar. Hvað halda menn að þetta geti staðið lengi? Þá er það öllum kunnugt, að veruleg framlög eru greidd úr, ríkissjóði til uppbótar á land- búnaðarvörur, og er það sú fjár- hæð, sem á skortir til þess að verð þessara vara á erlendum markaði svari til framleiðslu- kostnaðarins hér. Um iðnaðinn í landinu þarf ekki að tala langt mál í þessu sambandi. Mest af honum er með engu móti sam- keppnisfært. Nú skyldu menn halda, að sú skoðun væri útþreidd orðin í landinu, að þeir, sem laun taka og endurgjald fyrir þjónustur, hefðu nú náð svo langt, að full- komlega væri sambærilegt við þá, sem stunda þær atvinnu- greinar, er allt þjóðfélagið hlýt- ur að byggja á og gætu nú unn- að sér hvíldar um skeið, nema þar sem bæta þyrfti úr áberandi misrétti. Ekki sízt þegar þess er gætt, að skammt virðist nú til stríðsloka. Auðvitað er þessi skoðun út- breidd, einnig meðal þeirra, sem taka laun. fslendingar væru skyni skroppnari en af er látið, ef svo væri ekki. En það undar- lega skeður, að þrátt fyrir það, er nú enn í undirbúningi ný kauphækkunaralda og þá um leið verðhækkunaralda. Mörg félög hafa sagt upp samningum nú þegar og farið fram á meiri eða minni grunnlaunahækkanir. Meðal þeirra, sem sagt hafa upp samningum, eru margir, sem sannast að segja ættu ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur af því, að þeir fái ekki sinn hlut að fullu frá borði, miðað við það, sem þjóðartekjurnar og framleiðslan leyfa á næst- unni. Kommúnistar róa undir. Með hverjum deginum, sem líður, verður einnig ljósara, að því fer víðs fjarri, að allt sé með felldu um þessi mál. Kom- múnistar hafa víða forystuna í verkalýðsfélögunum og munu fámennir hópar þeirra nú standa fyrir þvi að koma af stað þess- ari nýju skriðu, og áreiðanlega ekki til þess að fullnægja rétt- læti eða koma á samræmi, og rökstyð ég það hér á eftir nokk- uð. Hitt mun sönnu nær, að þessi verkföll,* sem nú eru háð og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.