Tíminn - 15.09.1944, Side 2

Tíminn - 15.09.1944, Side 2
Aukablað TniIW föstadagiiin 15. sept. 1944 Aukablað undirbúin, séu flest í raun og veru pólitísk verkföll, sem stofn- að er til af fámennum hópum, til þess að auka sem mest glund- roðann og ósamræmið og keyra atvinnuvegi landsmanna og fjárhagsmál í sjálfheldu, — allt í því skyni að benda síðan á, hversu gallað þjóðskipulagið sé og óbærilegt. Skapa þannig jarðveg fyrir gerbreytingu, sem þeir ekki treysta sér til þess að koma á eftir venjulegum léið- um þingræðis og lýðræðis. Öll stjórn kommúnista á þeim verkalýðsfélögum, sem þeir hafa ráð á, bendir alveg ótvírætt í þessa átt, og -þá ekki sízt þegar þess er gætt, að jafnframt því, sem þeir reka áfram verkföllin, þá forðast þeir sem heitan eld að eiga nokkurn þátt í því á Alþingi, að bót sé ráðin á aug- ljósum misfellum í löggjöf og framkvæmdum varðandi með- ferð stríðsgróðans og önnur hliðstæð verkefni. Það er einn þátti^rinn í áætlun þeirra að á þessu megi ekki ráða bót, — það þurfi að ha/a ólesturinn, til þess að benda á hann sem grundvöll að ábyrgðarlausri framkomu. Af þessum ástæðum hindruðu kommúnistar myndun ríkis- stjórnar veturinn 1942—43, þótt þeir hefðu hátíðlega lofað stjórnarþátttöku fyrir kosning- arnar. Af þessum ástæðum hafa þeir hindrað stjórnarmyndanir og samtök um framfarastefnu síð- an og bera höfuðábyrgð á því, að öllum tækifærum, til þess að búa í haginn fyrir framtíðina síðastl. tvö ár, hefir verið sleppt. Af þessum ástæðum munu þeir enn koma í veg fyrir sam- tök um framfarastefnu, nema þeim verði næstu daga þrýst til hins gagnstæða af almennings- álitinu.. En það mætti telja til kraftaverka ef svo yrði! Þetta er aðvörun til þeirra, sem Ijá eyru því, sem Einar Olgeirsson heldur fram um samstarfsvilj a kommúnista. En þótt digurt sé talað, eru kommúnistar nú smeykir og nú halda þeir að til kosninga dragi og er komið í þá kosningahljóð- ið. Nú er á nýjan leik farið að tala hátíðlega um vilja þeirra til samstarfs og stjórnarmynd- unar. Við sjáum hvað gerist og bíðum þess, að kommúnistar hefji friðarstarfið. Kommúnistar vilja ekki taka þátt í umbótum. Framundan á dýrðarrikið að blasa við og er auðvitað hverjum sem vill frjálst að trúa á það, enda trúfrelsi í landinu, en þes§ verður að kref j - ast, að það verði stofnað, ef svo á að fara, eftir löglegum leiðum, en ekki með skemmdarstarfi fyrst og síðan ofbeldi. Hitt er svo annað mál, en þessu skylt, að upplýst er, að í því landi, sem fyrirmynd á að vera að dýröarríkinu, er launa- mismunur a. m. k. tuttugfaldur og verkföll bönnuð. Get ég ekki stillt mig um að minna á þetta hér, enda þótt það verði ekki nú rætt til hlítar. Baráttan fyrir ósamræmi. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að allir þeir, sem gera kröfur til launahækk- ana nú, geri það í pólitískum tilgangi eða með þessa áætlun í huga, sem ég hefi á minnst. Því fer fjarri. Kommúnistar hafa haft sérstaka aðferð, til þess að reyna að leyna tilgangi sínum. Aðferðin er sem sé sú, að skapa og viðhalda stöðugt áber- andi ósamræmi í kaupgjalds- málum, til þess að benda á hverju sinni. Hér skulu nefnd dæmi, sem sýna nokkuð, hvern- ig starfað er. Fyrir nokkru sömdu verka- menn í Hafnarfirði um hærra kaup en verkamenn í Reykja- vík. Snemma á þessu ári var háð snörp deila í Reykjavík til þess að samræma kaupið hér Hafnarfjarðarkaupinu. Nú hefir Hlíf í Hafnarfirði hafið deilu, til þess að komast fram úr verkamönnum í Reykjavík, og nú er hafnað í Hlíf tilboði at- vinnurekenda um sömu kjör í Hafnarfirði og í Reykjavík. Að vísu af fámennum hóp úr félag- inu, sjálfsagt aðallega skyldu- liði kommúnista. M. ö. o. það verður að heyja deiluna áfram, til þess að skapa nýtt ósam- ræmi Hvernig lízt^ verkamönnum á þessa forustu óg meðferð á mál- um þeirra? Hvar halda menn að svona vinnubrögð endi? Annað dæmi: Dagsbrún hefur deiiu til kauphækkunar snemma á þessu ári. Þá er ekki hreyft við kaupi eða kjörum mánaðar- kaupsmanna hjá olíufélögunum. Vegna hvers ekki? Var það vegna þess, að þess þótti ekki þörf, eða var það til þess að geta komið af stað annarri deilu síðar á árinu? Ein deila á ári væri ekki nóg. Síðan er ákveðið af örfáum mönnum í félaginu að krefjast kjarabóta fyrir þessa menn og vinnustöðvun á- kveðin til þess að framfylgja kröfunni hjá þremur olíufélög- um, en eitt gekk að kröfunum. Sáttasemjari gerir miðlunar- tillögu um kjör, þessum mönn um til handa,. sem eftir því mér hefir verið sagt, jafnast á við kjör þeirra mánaðarkaups- manna í Dagsbrún, sem ekki hefir verið sagt upp samning- um fyrir, heldur þvert á móti framlengdir samningar fyrir alveg nýlega. Þeirri tillögu er hafnað af Dagsbrún. — í stað þess að samþykkja samræmingu hefir verið lýst yfir af stjórn Dagsbrúnar, að sett verði verk- fall á hjá olíufélaginu, sem hefir samþykkt kröfur Dagsbrúnar, og það er gert í því skyni að stöðva alla vöruflutninga í landinu. Þá er einnig farið fram á, að stöðvaður verði út af þessu all- ur fiskifloti landsmanna og öll fyrirtæki, sem nota benzín og olíu, og allir flutningar bæði á sjó og landi. Af þessu mundi ekki aðeins leiða stöðvun fram- leiðslunnar heldur eyðileggingu miljóna verðmæta. Það er farið fram á, að verkamenn um allt land undirstriki með þessu svo kröftuglega, sem verða má, að þarna sé á málum haldið, að þeirra skapi og eins og vera eigi. Það er stefnt markvisst að því, að misnota samtök verkamanna í pólitísku skyni og á þann hátt, sem meginþorri verkamanna í landin u er mótfallinn. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nema ein leið út úr þessu öngþveiti. Hún er sú, að verkamenn taki málin í sínar eigin hendur, vinni að því af alvöru og festu að tryggja sér réttlátt endurgjald fyrir störf sín á hverjum tíma, miðað við afkomumöguleika þjóðarinnar í heild, en taki jafnframt fullan þátt í því að skipa málum þjóð- arinnar á sem réttlátastan hátt, í samvinnu við umbótamenn úr öðrum stéttum þjóðfélagsins. Á þessum grundvelli verður að starfa hér á næstunni, ef lýðræðið í landinu á að haldast og komast á hjá þeim öfgum í landsmálum, sem meginþorri þjóðarinnar, bæði í verka- mannastétt og annars staðar, vilja í raun réttri ekki líta við, en kommúnistar hljóta að framkalla, fái þeir að móta vinnubrögðin. Frumvarpið. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, gerir ekki ráð fyrir því að kaupgjald verði bundið með lögum. Hins vegar gerir frum- varpið ráð fyrir hlutfallslegri lækkun kaupgjalds og afurða- verðs fyrst í stað. Ég byggi hér á því, að ætlunin sé jöfn hlut- fallsleg lækkun þrátt fyrir á- kvæði 4. gr. frumvarpsins og byggi það á upplýsingum frá ráðherranum. Mér skilst, að orðalag 4. gr. stafi því af ein- hverjum mistökum við meðferð málsins. Mun það vera áætlun hæstv. fjármálaráðherra, að hætta að verja fé úr ríkissjóði til þess að borga niður dýrtíð- ina og láta þessa niðurfærslu koma í hennar stað. Mun hann gera sér vonir um að dýrtíðar- vísitalan verði þá tæp 280 stig um næstu áramót, en þá yrði kaupgjald og afurðaverð miðað við vísitölu 243 eða þar í kring. í frumvarpinu er grunnkaupið látið laust og ekki hvílir frum- varp þetta á neinu samkomu- lagi við atvinnurekendur og verkamenn, sem þó hefði þurft að vera, eins og það er uppbyggt. Ég sé því ekki betur en að svo geti farið, að frumvarpið, þótt að lögum yrði, hefði lítil áhrif á dýrtíðina nema stúttan tíma vegna þess að hækkunum á grunnkaupi gæti orðið komið í framkvæmd, til þess að mæta lækkun verðlagsuppbótarinnar sámkvæmt frumvarpinu. Þá sýnist mér, að þessi ákvæði gætu orðið til þess að skapa ósamræmi milli verkamanna og bænda á nýjan leik, því að bændur gætu ekki hækkað sín- ar afurðir þegar hér væri kom- ið, þótt kaupið hækkaði á ný og ættu því ^illt í óvissu um það, hvort slíkar kauphækkanir kæmu nokkurntíma til greina við verölagningu á þeirra vör- um og áreiðanlega ekki fyr en eftir dúk og disk. Þetta er rang- látt og því óviðunandi. Nokkuð svipað er að segja um afstöðu opinberrá starfsmanna, nema sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar, til þess að koma í veg fyrir að nýtt ósamræmi skapaðist vegna nýrra kaup- hækkana. Þá ber einnig þess að geta, að bændum er, samkvæmt frum- varpinu, ætlað að taka á sig lækkun á afuröum þessa árs, sem þeir hafa framleitt með þeim kostnaði, sem verið hefir nú undanfarið, og þá er ekki síður ástæða til þess að benda á, að ekkert liggur fyrir um af- stöðu hæstv. fjármálaráðherra, tli þess að tryggja útflutnings- verð landbúnaðarafurða. Hæstv. fjármálaráðherra seg- ir í greinarg., að með frv. sé stefnt að því að stöðva verð- bólguna og jafnframt er minnst á, að með frv. sé leitast við að stöðva verðbólguna varanlega. Ég efast ekki um, að þessi er ætlunin með frv., en eins og ég hefi þegar sýnt fram á, þá er engin trygging fyrir því, að þess- um tilgangi frumvarpsins verði náð, þótt að lögum yrði. Til þess að þetta væri tryggt, með frv. hefði ákvæði þess orðið að byggjast á samkomulagi um fastan grundvöll í kaupgjalds- málum, en því fer fjarri, að slíkt liggi fyrir nú, eins og ég hefi áður vikið að. Og það er alveg víst, að ákvæði þessa frumvarps mundu koma af stað nýjum á- tökum í þeim málum, hvérnig svo, sem þau kynnu að enda. Það er því áreiðanlega ekki of mikið sagt né neinn sleggjudóm- ur, þó því sé haldið fram, að fullkomlega er óvíst um það hver eða hvers eðlis áhrifin á dýrtíð^- ina yrðu af frumvarpi þessu. Eignaaiikaskatturiiiii. Ég mun þá víkja örfáum orð- um að síðari kafla frv., sem fjallar um eignaraukaskatt. Þessi eignaraukaskattur er mun lægri en sá, sem hér hafa áður legið fyrir tillögur um og fannst þó mörgum sá skattur, sem ráð- gert var að gæfi 15 millj. kr. tekjur, mætti ekki minna gefa. Þessi kafli þarf því endurbóta við. Auk þess vil ég taka greini- lega fram, að ég tel óréttmætt að setja löggjöf um eignarauka- skatt, nema jafnframt séu gerð- ar ráðstafanir, til þess að hreint allsherjar eignauppgjör geti far- ið fram í landinu, en í þessu frv. eru engin ákvæði í þá átt. Það væri að bæta gráu ofan á svart að leggja á eignarauka- skatt, án þess að gera slíkar ráð- stafanir samhliða. Það yrði til þesss að þeir einir, sem talið hafa samvizkusamlega fram tekjur sínar og eignir á stríðs- árunum, borguðu þann skatt. En það er á almanna vitorði að verulega er ábótavant í þeim efnum. Ber hvorttveggja til, að ekki hafa fengist samtök um að setja í löggjöf nægilega trygg ákvæði, til þess að öruggu eftirliti yrði við komið og svo hitt, að upp- lýsingum hefir verið haldið fyr- ir skattyfirvöldum, sem þau eiga rétt á að fá, og það af opin- berum stofnunum í landinu. Mætti færa fram dæmi um þetta, ef dregið er í efa. Þá voru beinlínis gerðar ráð- stafanir til þess, að löggjöfin um skattadómara yrði ónýt. Framsóknarflokk- urlnn rciðubiiinn til samvinnu um tilgang frumvarfisins. Það mun vera megin tilgang- ur hæstv. ríkisstjórnar með frv. þessu að draga úr verðbólgunni og stöðva hana við ákveðið mark, en gerir þó ráð fyrir, að ekki verði hjá því komizt að hleypa vísitölunni nokkuð lengra en nú er orðið. Það er hin mesta nauðsyn á því, að þessu markmiði geti orð- ið náð með sem heppilegustu Ríkisvaldið gengur á hlut bænda I vetur hækkuðu verkamenn í Reykjavík og víðar kaup sitt, — fengu það samþykkt næstum umyrðalaust af hálfu atvinnu- rekenda. Svona er máttur sam- takanna orðinn mikill hjá verkamannafélögunum og Al- þýðusambandinu, sem orðið er málsvari launastéttanna. Er þetta sannarlega lærdómsríkt fyrir þá einu stétt þjóðfélagsins, sem engin stéttarsamtök hefir um launamál sín, en það eru framleiðendur í sveitum lands- ins. Á síðastliðnu ári var sérstakri nefnd falið að ákveða verðlag á afurðum bænda, og átti það að miðast við tekjur verkamanna. Þannig var þó frá þessu gengið, að bændur fá iðulega enga kaup- hækkun fyrr en löngu eftir að aðrar stéttir eru búnar að fá hana. Á ýmsan fleiri hátt virðist hafa verið hallað á bændur í þessari nefnd. En áður en nán- ar er farið inn á það, er ekki úr vegi að minnast litils háttar á aðgerðir ríkisvaldisins, gagnvart bændum, áður en 6-manna- nefndin kom til sögunnar. Þegar núverandi stjórn tók við völdum, ákvað hún að lækka verð á öllum landbúnaðarvörum, sem seldar voru í landinu. Því var lofað að ríkissjóður greiddi verölækkunina, svo að framleið- endur töpuðu engu. Reynslan hefir þó orðið önnur. T. d. var nautakjöt lækkað um kr. 0,60 pr. kg., og var talið víst, að ríkis- sjóður greiddi þessa lækkun. Það er ógert enn, og eru menn orðnir vonlitlir um, að það verði nokk- urn tíma gert. Ekki tókst betur til með smjör- ið. Þeir bændur, sem svo eru illa settir, að geta ekki sent mjólk í mjólkurbú, verða að búa smjör til heima. Það smjör, sem var umfram heimilisþarfir.selduþeir ýmist beint til neytenda eða í verzlanir fyrir kr. 21,50 kg. Rík- isstjórnin verðfelldi smjörið svo, að eftir verðfellinguna keyptu verzfenir það fyrir kr. 11,00 kg., en rikissjóður átti að borga mis- muninn, samkvæmt loforði rík- isstjórnarinnar. En þegar ríkis- sjóðstillagið seint og síðar meir kom, var það ekki kr. 10,50 pr. kg., eins og búist var við, heldur kr. 5.30 pr. kg., svo að endan- lega verðið, sem bændur fengu eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af smjörverðinu, varð aðeins kr. 16,30 pr. kg., í stað kr. 21,50 áður. Urðu bændur sem á fjárpestasvæðinu búa, og ekki ná til mjólkursölu, sérstaklega hart úti vegna þessara ráðstafana, því að einasta söluvara þeirra margra hverra, er smjör og nautakjöt. Munu þeir s. 1. ár varla hafa fengið yfir 70 aura fyrir mjólkurlítrann, þó að ríkis- skattanefndin skipaði fj'rir að reikna mjólkurlítrann til tekna á 1 kr. Sýnir þetta glöggt dæmi um hve meiinirnir, sem mestu ráða í landinu, — að ríkisskatta- nefnd ekki undanskilinni, hafa litía þekkingu é, atvinnulífi landsmanna. Hve mikið fé hefir verið háft af bændum á þennan hátt, til þess að lækka vöruverð fyrir neytendur, get ég ekki giskað á. En vilja ekki Reykjavíkur-dag- blöðin reikna það út? Þau hafa svo mikið rætt um verð á land- ’oúnaðarvörum, einkum nú hin síðari ár. Eins og áður er að vikið í þess- ari grein, vantar æði mikið á, að móti. Eg hefi gagnrýnt frumvarp þetta nú hér við 1. umr., en eigi að síður munu þingmenn Fram- sóknarflokksins að sjálfsögðu greiða frv. atkvæði til nefndar og þá í trausti þess, að í þeirri nefnd fari fram gagnger athug- un á viðhorfinu í dýrtíðarmál- unum og samstarf verði milli nefndarinnar og ríkisstjórnar- innar um að finna heppilegustu leiðina til þess að ná aðaltilgangi frv., þ. e. að stöðva verðbólguna. Sé ekki hægt að tryggja það að fullu, þá heppilegustu leiðina til þéss að berjast gegn og draga úr vexti verðbólgunnar, unz jarðvegur verður orðinn fyrir ráðstafanir, sem til frambúðar gætu tryggt samræmi á milli út- flutningsverðlags og fram- leiðslukostnaðar í landinu. við verðlagningu landbúnað- arafurða sé fylgt því veröi, sem 6-manna-nefndin ákvað. T. d. ákvað nefndin verð á nautakjöti kr. 6,20 kg., en verð á því til framleiðenda hefir verið kr. 4,00 —5,00 pr. kg. Ærkjöt hefir verið kr. 2,00 kg. í stað kr. 3,50, sem nefndin ákvað o. fl., er eftir þessu. Lög þessi virðast illa haldin, og lítil fyrirmynd til'lög- hlýðni almennt. í kaupstöðunum heyrist varla talað um hátt verð á öðru en landbúnaðarvörum. En bændum finnst nú fiskur. t. d. ekki ódýr vara, þar sem tæpast dugir 1 kg. af I. fl. nautakjöti fyrir 1 kg. af II. eða III. fl. saltfiski og ekki fæst 1 kg. af saltfiski fyrir 2 kg. af ærkjöti. Það er mjög algeng spurning meðal bænda, hvernig eigi að bæta úr þessu. Hvað myndu verkamannafélögin og Alþýðusambandið gera, ef laun launastéttanna væru þegjandi og hljóðalaust færð niður t. d. um af því, sem um hefði verið samið eða ef ríkið hefði samið um lækkun á öllum launum í landinu, með þeim forsendum, að það borgaði niðurfærsluna, en þegar svo sú borgun kæmi væri hún að eins helmingur þess, sem lofað var, svo endanlega láiunalækkunin væri ca. %? Ætli blöðin yrðu ekki með stórum og feitum fyrirsögnum, fundir haldnir með miklum bæglsa- gangi, kröfugöngur o. s. frv., o. s. frv.? Á þessu sést hvernig sú stétt er komin, sem ekki hefir svo sterk samtök, að geta var- ið rétt sinn. Það er sveitafólkiö eitt, sem slík samtök hefir ekki. Þess vegna var því einu boðið það, sem engri annari stétt hefði verið boðið, enda verið þýðing- arlaust að bjóoa, sem sé að draga af löglegum umsömdum tekjum. Ríkisstjórnin hefir ætlað að spara útgjöld ríkissjóðs með því að borga ekki aö öllu leyti þá niðurfærslu á verði á landbún- aðarvörum, sem átti sér stað, þótt það væri nokkuð einkenni- legt, þar sem lofað var að borga mismuninn. Mætti ekki minna vera en að skýrt væri frá ástæð- unum fyrir þeirri' ráðstöfun. Ríkisstjórnin ætlaði líka að spara á öðrum útgjaldalið, eins og t. d. að nota ekki til fulls þá heimild, sem hún hafði viðkom- andi ómaga meðlögin til starfs- manna ríkisins. En launamenn eru voldugir á þingi og launa- stéttin heimtaði að meðlögin væru greidd, enda stóð ekki á þinginu að samþykkja það. Launakröfuflokkarnir virðast eiga öflugára fylgi í þinginu, heldur en sveitafólkið. Er ekki kominn tími til fyrir sveitafólk- ið, að standa betur saman en það hefir gert hingað til, og efla samtök sín, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins gera? Því ekkert annað en sterk- ur og vel skipulagður félags- skapur getur bjargað því frá yf- irgangi annara stétta, eins og þegar er margbúið að sýna sig. Það er víst, að engin stétt þjóðfélagsins hefir farið eins varhluta af hinu mikla peninga- flóði, sem streymt hefir til landsins, og þeir sem vinna í sveit árið um kring, samanborið við hinn langa vinnutíma og fáu frídaga. Það væri mikil þörf að sveitirnar efldu samtök sín til að fá hlut sinn bættan, og þá ekki sízt, þegar margfalt tekju- hærri stéttir heimta launa- hækkun. . Jóhann Guðjónsson, Leirulæk. Greiíinn aí Monte Chrísto, eftir franska skáldsagnahöfundinn Alexandre Dumas, er al- mennt talin frægasta skemmtisaga heims. Lokabindi þessarar miklu sögu er nú komið út í þýðingu undirritaðs. Sagan kom út í átta bindum, sem eru samtals yfir 54 arkir, eða upp undir 900 bls. Bindin eru í Eimreiðarbroti, sett með smáu drjúgu letri. Verð bindanna er sem hér segir: I—II, ca. 7 arkir, 3 kr., IV. bindi 11 arkir, 4 krónur, V.—VI. og VII. bindi, 5 arkir hvert, 3 krónur bindið, og VIII. bindið yfir 9 arkir, 10 krónur. III. bindi, 12 arkir, er uppselt, og verið að endurprenta það. Öll framantalin bindi, að undanteknu III. bindi, verða send pantendum þeim að kostn- aðarlausu, ef peningar fylgja pöntun, 26 krónur fyrir öll, en einn- ig er mönnum gefinn kostur á, að panta alla söguna, og fá hana þá fyrir 35 krónur, ef peningar íylgja pöntun. Nöfn þeirra pant- enda verða skrásett og III. bindið sent þeim að kostnaðarlausu, er það kemur út. Lausasöluverð þess bindis verður hins vegar fyrirsjáanlega ekki undir 10 kr. — Einnig er mönnum gefinn iostur á að panta einstök bindi sögunnar samkvæmt þessari auglýsingu. Mönnum, sem vilja eignast söguna, er ráðlagt að panta hana nú, því að eftirspurn eftir sögunni er mikil, en miklir crfiðleikar á að^fá bækur endurprentaðar fljótlega á þessum tíma. Þess skal getið, að bindin eru öll í sama broti. — (Fyrri utgáfa I.—II. bindis var hins vegar í litlu broti). Pantanir verða afgr. í þeirri röð, sem þær berast. — Sagan t'þýðingu minni fæst c ðeins hjá mér. AXEL HTORSTEINSSON, Pósthólf 956, Reykjavík. Rauðarárstíg 36, aðeins kl. 1—3 og 8—9. P A L Rœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög Crjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A L ræstuluft \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.