Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIDJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIPSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 oK 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 8A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudagiim 22. sept. 1944 89. blað Erlenjt yfirlit; Hvað verður gertvíðÞýska land? Ný ofbeldísverk Þjóð verja í Danmörku Dönsku lögregluþjón- arnir filuttir til Þýzka- * lands Quebecráðstefna þeirra Chur- chills og Roosevelts, sem hófst um miðja seinustu viku, stóð aðeins fáa daga. Aðalmáj ráð- stefnunnar voru meðférð Þýzka- lands eftir stríðið og styrjöldin við Japani. Sagt er, að fullkom- in eining hafi ríkt um bæði mál- in, þót enn hafi ekkert verið gert uppskátt um niðurstöð- urnar. Það þessaratveggja mála, sem nú er aðallega rætt í heimsblöð- unum, er meðferð Þýzkalands eftir stríðið. Er það næsta eðli- legt, þar sem styrjöldin hefir nú borizt inn í Þýzkaland sjálft' og stríðslokin í Evrópu virðast skammt undan. Margra grasa kennir í þeim umræðum, og eru tillögurnar næsta ósam- hljóða. Plestar tillögurnar virðast þó hafa það sameiginlegt, að hafð- ur verði lengi erlendur herafli í Þýzkalandi og reynt verði að uppræta þýzka hernaðarandann til fulls. Hins vegar eru tillög- urnar ósammála um flest annað. Ýmsir halda því fram, að skipt- ing Þýzkalands í. allmörg smá- ríki sé sjálfsögð. RithöfundurT inn Emil Ludvig hefir nýlega rökstutt það mjög öfluglega og sjálfkjörin nefnd 40—50 enskra þingmanna og lávarða hefir einnig gert kröfu um slíka skiptingu. Ýmsir telja, að skipt- ing Þýzkalands sé raunverulega afráðin af stórveldunum og fari hún fram með þeim hætti, að Bandamenn annist hern'aðar- eftirlit í Suður-, Vestur- og Norður-Þýzkalandi, en Rússar í Austur-Þýzkalandi. Ýmsir eru þó þeir meðal Bandamanna, sem hvetja til hóflegrar meðferðar á Þjóðverj- um. Þeir segja: Neyðum ekki Þjóðverja til vinfengis við Rússa. Hinn frægi ameríski blaðamað- (Framh. á 4. slðu) Seinustu fréttír Bandamenn hófu stórsókn í Hollandi á sunnudaginn var. Fjölda fallhlífahermanna var varpað niður við Eindhoven og Nijmegen, sem er sunnan Rínar (Waal) og Arnheim,sem er norð- an Rínar. Jafnframt hóf vélaher sókn. Sóknin hefir nú borið þann árangur, að Eindhoven hefir verið tekin, við Nijmegen hefir verið tekin stórbrú yfir Rín og sótt þaðan fram til Arn- heim, þar sem vélahersveitir hafa verið umkringdar. Þýzka borgin Aachen hefir nú verið umkringd af her Bandamanna, en hún er í útjaðri Sigfried-línunnar. í Frakklahdi hefir ekki orðið veruleg breyt- ing, síðan Bandamenn tóku Nancy. í Brest hefir þýzka setu- liðið gefizt upp og voru um 40 þús. þýzkir hermenn teknir þar til fanga. Þjóðverjar hafa ákveðið að flytja um 2 milj. óbreyttra borg- ara úr héruðunum vestan Rínar. Rússar hafa byrjað sókn i Eistlandi og tekið þar stórt land- svæði. Þjóðverjar munu vera búnir að flytja mest allt lið sitt þaðan. Bandaríkjamenn hafa gengið á land á Palaneyju og Molucca- eyjunum í Kyrrahafi. Miklar loftárásir hafa undan- farið verið gerðar á þýzkar borg- ir. Þjóðverjar halda enn áfram að senda svifsprengjur til Bret- lands, en mjög-hefir þó dregið úr því,. Róstusamt hefir verið í Dan- mörku að undanförnu, því að Þjóðverjar hafa enn beitt Dön- um nýjum þvingunarráðstöfun- um. Róstur þessar hófust með því, að Þjóðverjar tóku að flytja pólitíska fanga til Þýzkalands. Frelsisráð Dana mótmælti þessu atferli með tveggja daga alls- herjarverkfalli, er stóð frá laug- ardegi til mánudags síðastl. Þjóðverjar svöruðu þessu á þriðjudagsmorgun með því að fangelsa alla lögregluþjóna í Danmörku og hafa um 1700 þeirra verið fluttir til Þýzka- lands. Til þess, að almennir borgarar veittu lögregluþjónun- um ekki lið, höfðu Þjóðverjar látið gefa loftvarnarmerki í öll- um helztu borgum áður en hand- tökurnar hófust. Víða kom þó til talsverðra átaka milli lög- regluþjónanna og þýzkra her- manna, einkum þó við Amalien- borg, þar sem óbreyttir borgar- ar og lífvörður konungs hjálp- uðu lögreglunni. Frelsisráðið svaraði fangelsun lögregluþjónanna með tveggja daga allsherjarverkfalli. Hins vegar varaði það .við allsherjar- uppreisn, því að Danir ættu að geyma að neyta krafta sinna til fulls, unz hjálp bærist utan að, en þess myndi eigi langt að bíða. Benda bæði þessar yfirlýsingar og aðfarir Þjóðverja til þess, að innrás í Danmörku geti verið yfirvofandi. Frv„ atvínnumálaráðh. um byggíngu áburðarverksm- Fyrstá síjórn verksmiðjunnar á að ákveða hvar hún verður reist Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir atvinnumálaráðherra lagt fyrir neðri ðeild Alpingis frumvarp til laga um áburðarverk- smiðju og hefir því þegar verið vísað þar til nefndar. Frumvarpinu fylgja ýmsar skýrslur um rannsóknir þær, sem ráð- herrann hefir látið gera viðkomandi stofnun og starfrækslu verk- smiðjunnar, einkum þó frá ámeríska verkfræðingafirmanu Chemi- cal Construction Corporation, er að tilhlutun ráðherrans sendi hingað verkfræðing, W. í. Rosenbloom, á síffastl. vetri til að at- huga þetta mál. Verður hér á eftir skýrt frá efni frumvarpsins, greinargerð þess og niðurstöðum rannsóknanna. ÞÍngkosningar í Svíþjéd Síðastl. sunnudag fóru fram kosningar til neðri deildar sænska þingsins. Samkvæmt fregn frá sænska sendiráSinu hér, hafa úrslitin orðið þessi: Alþýðufiokkur fékk 115 þing- sæti tapaði 19), íhaldsflokkur- inn 39 þingsæti (tapaði 3), Bændaflokkurinn 36 þingsæti (vann 8), Þjóðflokkurinn 25 þingsæti (vann^), Kommún- istaflokkurinn 15 þingsæti (vann 12). . Atkvæðatólur flokkanna urðu sem hér segir: Sósíaldemókratar 1413698 Hægriflokkurinn 466303 Bændaflokkurinn 416121 Þjóðflokkurinn 388330 Kommúnistaflokkurinn 313353 Nazistaflokkar 13247 Róttæka landssambandið 6618 Úrslitin geta breyzt í einstök- um 'atriðum vegna utankjör- staðaatkv. Síðastnefndi flokkurinn er nýmyndaður, af róttækum mönnum og sósíaldémokrötum, er telja sig andstæða stefnu stjórnarinnar. Forsætisráðherrann tilkynnti í Morgontidningen, að þjóð- stjórnin haldi áfram störfum fyrst um sinn. Það yrði rannsak- að þegar aðstæðurnar hefðu breytzt í ófriðarlok, að hve miklu leyti aðrir flokkar vildu vinna með Alþýðuflokknum. Frumvarpið. Aðalefni frv. hljóðar á þessa leið: — Ríkissjóður lætur reisa verksmiðju með fullkomnum vélum og öðrum nauðsynlegum útbúnaði til vinnslu köfnunar- efnisáburðar. Skal vinnslugeta verksmiðjunnar fullnægja þörf- um landsins af þessari áburðar- tegund. Ríkissjóður leggur fram fé til stofnunar verksmiðjunnar samkvæmt ákvæðum fjárlaga, og er fé þetta óafturkræft. Ef fjárveitingar samkvæmt fjárlög- um hrökkva ekki til stofnkostn- aöar verksmiðjunnar, er verk- smiðjustjórninni heimilt að taka það fé, sem á vantar, að láni með ábyrgð rikissjóðs. Verksmiðjan skal ávaxta og endurgreiða slík lán að svo miklu leyti sem það verður ekki gert með fjárfram- lögum úr ríkissjóði, Fjárframlag ríkissjóðs nær og til þess að tryggja verksmiðj- unni nægilega orku til vinnsl- unnar, hvort heldur er með því að reisa orkuver vegna hennar eða tryggja henni orku með öðru móti. Áburðarverksmiðjan er sjálfs- eignarstofnun, er lýtur sérstakri stjórn. Verksmiðjuna má hvorki selja né veðsetja nema með sér- stöku lagaboði. Stjórn verksmið j unnar skal skipuð þremur mönnum. Velur stjórn Búnaðarfélags íslands einn þeirra, stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga annan og ráðherra sá, sem fer með landbúnaðarmál, hinn þriðja. Kjörtímabil stjórnarinnar -. er fjögur ár. Hún skal i fyrsta sinn skipuð, þegar eftir að lög þessi verða afgreidd á Alþingi og náð forsetastaðfestingu. Stjórnin velur sér sjálf. formann úr sín- um hópi. Fyrsta stjórn verksmiðjunnar skal ákveða, hvar hún skuli reist. Hún annast síðan svo fljótt sem verða má um byggingu hennar og útbúnað allan, eftir að fram hefir farið nauðsynlegur undir- búningur. Verksmiðjustjórrfm ræður framkvæmdastjóra til þess að hafa á hendi daglega stjórn verksmiðjunnar og umsjón með rekstri hennar. Framkvæmda- stjóri hefir prókúruumboð fyrir verksmiðjuna og hlítir að öðru leyti ákvæðum erindisbréfs, sem verksmiðjustjórnin setur honum. Áburðarsala ríkisins kaupir af áburðarverksmiðjunni fram- leiðslu hennar fyrir kostnaðar- verð að viðbættum nauðsynleg- um og lögákveðnum tillögum í fyrningar- og varasjóð verk- smiðjunnar. Skal áburðarsalan gefa verksmiðjustjóm til kynna í tæka tíð áætlað áburðarmagn, sem framleiða þurfi hvert ár. Framlag verksmiðjunnar til fastra sjóða hennar skal vera á hverju ári: a. Til varasjóðs 3% af kostn- aðarverði framleiðslunnar. b. Til fyrningarsjóðs 2% af fasteignamati húss, lóða og ann- arra mannvirkja og 7J/2% af kostnaðarverði véla og annarra áhalda. Verksmiðjan greiðir y2^0 af kostnaðarverði framléiðslunnar (Framh. á 4. síðu) Varaiorsetaefni republikana Mynd þessi er af Bricker ríkisstjóra i. Ohio, sem er varaforsetaefni republik- ana í kosningunum í haust. Hann hefir verið landstjóri í Ohio í nokkur kjör- timabil og pótt hagsýnn og öruggur stjórnandi. Margir foringjar republik- ana vildu gera hann að forsetaefni flokksins, og sjálfur sótti hann það allfast. Dewey naut hins vegar meiri almenningshylli, vegna baráttu sinnar gegn glœpamönnum í New York fyrr á árum, og varð hann því fyrir valinu, en Bricker var gerður varaforsetaefni til að afstýra ágreiningi. Bricker er talinn frekar íhaldssamur, en minna er vitað um skoðanir Deweys, sem hefir tamið sér þá baráttuaðferð, að tala frekar óákveðið, en tlins vegar þykir hann samt ákveðinn og harður í horn að taka, þegar því er að skipta. Harðír friðarkostír Finnar hafa orðið að ganga að ógnar- kjörum Rússa Ráðherra fær lausn Einari Arnórssyni ráðherra var veitt full lausn frá ráð- herraembætti á ríkisráðsfundi í gær. Mun Björn Þórðarson forsætisráðherra gegna því embætti fyrst um sinn. Á sama fundi var Einar settur dómari í hæstarétti. Friðarsamningar Rússa og Finna hafa nú verið undirritaðir og birtir. Aðalatriði þeirra eru þessi: 1. Landamærin, er voru á- kveðin milli landanna 'með friðarsamningunum 1940, aftur taka gildi, þ. e. Finnar missa allt Kyrjálaeiðiff og Viborg og nokkurn landshluta í Mið-Finnlandi. Ennfremur fái Rússar allt Petsamohérað og missa Finnar þannig að- gang að Atlantshafi. 2. Finnar leigi Rússum til 50 ára landsvæði umhverfis Porkkala, en með því verffa Rússar með hernaðarbæki- stöðvar í 16 km. f jarlægð frá Helsingfors. 3. Rússar fái flugvelli Finna í Suður- og Vestur-Finnlandi til afnota. 4. Kaupskipafloti Finha verði tekinn í þjónustu Bandamanna og flytji vörur fyrir þá. 5. Finnski herinn verði af- vopnaður og Finnar fá fram- vegis ekki að hafa stærri her en á friðartímum. 6. Finnar greiði Rússum sem svarar 300 milj. banda- rískra dollara í skaoabætur á næstu 6 árum. Þá eiga Finnar að afvopna alla þýzka hermenn í Finnlandi, en þar er enn talsvert þýzkt lið, því að Þjóðverjar hafa eigi efnt það loforð að flytja það burtu fyrir 15. sept. Hefir víða komið til vopnaskipta milli Finna og Þjóðverja og er búizt við að Finnar geti þurft að segja Þjóð- verjum stríð á hendur. Samningarnir hafa vakið mik- inn óhug í Finnlandi. Þykir sýnt, að eftir þetta geti Rússar boðið Finnum alla þá kosti, sem þeim sýnist. Það hefir aukið þennan óhug, að Rússar ætla sér að hafa eftirlit með síma ogpósti í Finnlandi fyrst um sinn. Kjötverðið ¦ Slátrun er nú haf;n hér í bænum og hefir nýtt kjöt komið í búðirnar úndanfarna daga. Verðið er sama og að undan- förnu, kr. 6.50 kg. og mun hald- ast svo til vikuloka, en þá fell- ur niður heimild sú, er Alþingi veitti ríkisstjórninni til að borga muninn á útsöluverðinu og því, sem bændur eiga að fá, en hann er kr. 4.57 kg. Ef ekki verða gerðar ein- hverjar nýjar ráðstafanir fyrir vikulokin, mun útsöluverðið að öllum likindum hækka í kr. 11.07 kg., en það þarf það að vera, ef ríkið hættir' að greiða mismun- inn og bændur eiga að fá vísi- töluverðið. Verði jafnframt hætt að greiða útflutningsuppbæt- urnar úr ríkissjóði og þær fengnar með hækkun verðlags- ins innanlands, þyrfti útsölu- verðið að vera kr. 18.87 kg. Töl- ur þær, sem hér eru nefndar, byggjast á útreikningi kjöt- verðlagsnefndar. (Framh. á 4. siðu) Búnaðarþingið Búnaðarþing kom saman til aukafundar i gær. Allir aðal- fulltrúar voru mættir, nema Sigurður Jónsson í Stafafelli og Þórarinn Helgason í Þykkva- bæ. Sigurður bíður eystra eftir flugferð, en Þórarinn mun ekki eiga heimangengt. Er varamað- ur hans, Sveinn Einarsson á Reyni, mættur í stað hans. 9 A víðavangi KREPPAN OG VERKFÖI^L KOMMÚNISTA. Það þótti mikið á kreppuár- unum, þegar' 300—400 manns voru skráðir atvinnulausir hér í bænum. Nú ægir manni þetta orðið mihna, því að nýr aðili er kominn til sögunnar, sem er miklu afkastameiri við að gera menn atvinnulausa en sjálf kreppan. Þessi nýi aðili eru verkfallsforsprakkar kommún- ista. i Samkvæmt frásögn Þjóðvilj- ans 1 fyrradag hefir kommúnist- um nú tekizt að gera 1300 manns atvinnulausa. Birti blaðið skrá yfir afrekin og leit hún þannig út: „Iðjuverkfallið hófst 1. ágúst. Félagsmenn Iðju eru um 800. Verkfall skipasmiða hófst 1. sept. í félaginu eru um 30 manns. Verkfall Varnar, deildar úr Iðju, hófst einnig 1. sept. Verkfall Skjaldborgar í hrað- saumastofum hófst 1. sept. og nær til um 60 manna. Verkfall járniðnaðarmanna hófst 3. sept. og nær til um 300 manna. Verkfall blikksmiða hófst 11. sept., nær til 20—30 manna. Verkfall hjá klæðskerameist- urum hófst 13. sept. og nær til 80 manna." í þessa skrá kommúnista vant- ar verkfallsmennina hjá olíufé- lögunum, sem eru milli 30—40. Alls munu því verkföllin ná til um 1300 manna. Þetta er þó aðeins byrjun. Um næstu mánaðamót eru allmörg ný verkföll,í undirbúningi. Kommúnistar eru þannig á góðum vegi með að skapa hé'r allsherjar aívinnuleysi og illæri á hinum hagstæðasta góðæris- tíma, er þjóðin hefir nokkru sinni notið. Kreppan og afla- bresturinn á árunum fyrir stríð- ið eru að verða hreinasta „dýrð- arríki" hjá atvinnuleysinu, sem kommúnistar eru að skapa. FRÁ ÍHALDSHEIMILINU. Samkomulagið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er nú sagt sízt betra en endranær. Þar tog- ast á tvö öfl. Annað vill sam- komúlag við kommúnista, því að það muni heppilegast fyrir fylgi flokksins í bæjunum. Hitt vill leita samstarfs við Framsóknar- menn, því að það er talið væn- legast vegna v sveitafylgisins. Hins vegar virðast. bæði flokks- brotin sammála um að draga öll vandamál á frest. Þegar eitt sinn var lokið fundi í þingflokknum, þar sem þessi mál voru rædd, samdi einn þing- maðurinn, sem er í bæjardeild- inni (að sögn Lárus Jóhannes- son) svohljóðanadi fundargerð: Það mun valda bráðum bata að bregða öllum vanda á frest, elska bæði bolsa og krata, en bændaflokkinn mest. Þingmaður úr sveitadeildinni (að sögn Dalasýslumaður) samdi þá svohljóðandi fundar- gerð: Það mun valda bráðum bata að bregða öllum vanda á frest, elska bæði bændur og krata, en bolsaflokkinn mest. SANNLEIKURINN UM „NAFTA". Ýmsir hafa undrast það, að kommúnistar skyldu aflýsa samúðarverkfallinu, sem þeir höfðu fyrirskipaS hjá h.f. Nafta. Skýringin er nú komin fram. Kommúnistar óttuðust ekki að- ems þá andúð, sem stórfelld flutningastöðvun myndi valda. Forsprakkar þeirra hefðu líka tapað fjárhagslega á því, ef Nafta hefði orðið að hætta benzínsölunni. Það eru aðallega kommúnist- ar, sém eiga Nafta. Einar Ol- geirsson á t. d. V? hluta hluta- fjárins, sem er 105 þús. kr. Það hefir áður verið langminnsta (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.