Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 3
89. blað TlMEViV, föstadaginn 32. sept. 1944 355 Þormóður EyjóHsson: Rauðkumálið enn að gefnn tilefni Blaðið „Neisti" á Siglufirði I birtir 17. þ. m. frásögn um stækkun síldarverksmiðjunnar Rauðku í 10 þús. mála afköst á sólarhring og tillögu þeirra Finns Jónssonar og Jóns Þórð- arsonar, er meirihluta samþykki náði í Ríkisverksmiðjustjórn, um að leyfi til stækkunar yrði veitt „að fengnum þeim upplýs- ingum, að'bæjarstjórn Siglu- fjarðar hyggst nú þegar að haga innkaupum á ýmsum vélum til stækkunar sldarverksmiðjunnar Rauðku þannig, að auðvelt verði að auka afköst hennar upp í 10.000 mála vinnslu á sólarhring og mun hafa nægilega stórt vélahús til slíkrar stækkunar". Eins og allir sjá felst aðeins þetta eitt í þessari tillögu: „Látum bæjarstjórn Siglu- fjarðar gera það sem henni sýnist." Minni hluti verksmiðjustjórn- arinnár og framkvæmdastjóri, leit hins vegar svo á, að í því skyni leitaði ríkisstjórn álits verksmiðjustjórnar um verk- smiðjubygginguna, að verk- smiðjustjórnin færði fram rök fyrir því hvað rétt væri og skyn- samlegast að gera frá þjóðhags- legu sjónarmiði í verksmiðju- byggingarmálunum. Það var þetta, sem við Sveinn Benediktsson leituðumst við að gera, en þau rök vill „Neisti" vit- anlega ekki birta, því hefði hann gert það, mundi honum veitast örðugra að fullyrða, að þau væru aðeins illgjarn fjandskapur gegn verksmiðjunni eða jafnvel bæj- arfélaginu. En fjölmargir bæjarbúar munu nú samt óska eftir að heyra þau, og skulu þau því birt hér eins og þau eru bókuð í gerðabók Ríkisverksmiðjustjórn- ar þ. i8. júlí s. 1.: „Þar sem því er yfirlýst af stjórn verksmiðjunnar Rauðku, að hún hafi ekki lánsfé né að- stæður til þess að reisa verk- smiðju með 10.000 mála afköst- um á sólarhring, að svo stöddu, en stjórn S. R. telur það eitt af grundvallaratriðum fyrir leyfis- veittingu, að slík aðstaða sé fyrir hendi, þegar leyfi skal veita, þá getur verksmiðjustjórnin ekki mælt með því að hækka leyfis- veitingu til Rauðku úr 5000 mál- um, sem þegar er veitt leyfi fyr- ir, upp í 10.000 mál. Einnig vill verksmiðjustjórnin benda á, að nú þegar hefir verið ákveðið og er verið að vinna aö stórkostlegri aukningu á síldar- verksmiðjuafköstunum í land- inu, bæði með byggingum nýrra verksmiðja og stækkun á þeim, sem fyrir eru. Árið 1942 voru heildarafköst síldarverksmiðjanna í landinu 37.200 mál á sólarhring. Síðan hefir verið reist verksm. á Ing- ólfsfirði með 2000 mála afköst- um. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa þegar hafið undirbúning og framkvæmdir að stækkun S. R. á Siglufirði 3500—4000 mál, sem áætlað er að kosti 1 y2—2 milj. króna. Þá stendur og fyrir dyr- um bygging á 10.000 mála verk- smiðju S. R. á Siglufirði. Einnig er kunnugt, að Kveldulfur hefir hafið framkvæmdir til þess að stækka Hjalteyrarverksmiðjuna úr 5000 rriála afköstum upp í 10.000 mála afköst fyrir næstu síldarvertíð. Loks hefir stjórn Rauðku hafið byggingu á 5000 mála verksmiðju á Siglufirði í stað 800 mála. Sumarið 1946 er því líklegt að heildarafköst síldarverksmiðj- anna í landinu hafi verið aukin um ca. 26.000 mál frá því, sem þau voru 1942. Er gert ráð fyrir, að þá (1946) hafi ekki unnist tími til þess að reisa hinar nýju síldarverksmiðjur samkvæmt á- kvörðun Alþingis 1942 á Raufar- höfn, á .Húsavík, Sauðárkróki, Höfðakaupstað og Hólmavík, með samtals 29. þús. mála af- köstum 4 sólarhring. Ennfremur gerum við ráð fyrir að árið 1946 muni ekki vera búið að fram- kvæma stækkun samkvæmt veittum leyfum til Óskars Hall- dórssonar 5000, Dagverðareyrar 3000 mál, Djúpavík 5000 mál og Ingólfsfjarðar 3000 mál, eða samtals 16.000 mál. En í náinni framtíð gerum við skv. framan- sögðu ráð fyrir eftirtöldum af- köstum síldarverksmiðjanna í landinu: mál Heildarafköst 1942 37.200 Afkastaaukn. 1942—46 25.000 Afkastaaukn. S. R. skv. lögum 29.000 Afkastaaukp. einkaverk- smiðja skv. leyfum at- vinnumálaráðherra 16.000 Samtals 107.200 Samkvæmt þessu er óhætt að gera ráð fyrir að verksmiðjuaf- köstin í landinu verði allt að því þrefölduð í náinni framtíð frá því, sem þau voru 1942. Teljum við, að með þessum ráðstöfunum og ákvörðunum hafi verið vel séð fyrir stækkun á síldarverksmiðjunum í bráð- ina, og að frekari leyfiíveiting- ar geti, eins og sakir standa, orðið til þess að trufla fram- kvæmdir á hinni fyrirhuguöu aukningu.“ Sveinn Benediktsson. Þormóður Eyjólfsson." Þormóður Eyjólfsson lét enn- fremur bóka: . „Auk framanritaðs rökstuðn- ings okkar Sveins Benediktsson- ar fyrir neitun um stækkun Rauðku vil ég taka þetta fram: Ég fæ ekki betur séð en það, að byggja slíka verksmiðju sem þessa á topppunkti dýrtíðarinn- ar, sé hið m*esta fjárhagslegt óvit. Stofnkostnaður hennar mundi verða fjór- til fimmfald- ur við stofnkostnað þeirra verk- smiðja af sömu stærð, sem eru fyrir í landinu. Þær hafa auk þess, sérstaklega í byrjun nú- verandi styrjaldar, haft tæki- færi til að lækka skuldir sínar mjög verulega og safna sér öfl- ugurn sjóðum. Engar líkur benda til að um neinn verulegan rekst- urs-hagnað geti verið að ræða á næstu árum fyrir síldarverk- smiðjurnar í landinu, meðfram þegar þess er gætt, að nú fjölg- ar árlega þeim skipum hjá ríkis- verksmiðjunum, sem leggja síld- ina inn til vinnslu, (1938 var 1 skip í vinnslu, nú eru þau 28), en aðrar verksmiðjur verða vit- anlega að vera samkeppnisfær- ar við ríkisverksmiðjurnar um hráefnisverð. Þá má minna á það að alltaf hlýtur þessi verk- smiðjurekstur að verða öðru- hvoru fyrir þungum áföllum. Það koma veiðileysisár og mark- aðshrun o. fl. Það segir sig sjálft, að verksmiðja, sem er að burð- ast með fjölda margar miljónir króna skuldir, vegna óeölilegs stofnkostnaðar, en hefir enga sjóði til tryggingar, getur ekki staðist slíkt, en bæj arfélagið alls ómegnugt að standa straum af henni. Mundi þá vart geta farið á annan veg en að ríkið yrði að hlaupa undir bagga með Siglu- fjarðarbæ eða yfirtaka verk- smiðjuna með allt of háu verði, samanborið við þann byggingar- kostnað, sem S. R. hefir haft og mun hafa í framtíðinni. Það verður því að teljast þjóðhags- lega séð rangt að leyfa meiri stækkun fyrir Rauðku en hún hefir, því það er þegar 5000 mál- um of mikið, þegar byggingin er framkvæmd á þessum tíma. Þormóður Eyjólfsson.“ í þessu áliti til ríkisstjórnar fer ég ekki neitt út í það, sem hlýtur að vera mikilvægt atriði í augum allra hugsandi Siglfirð- inga, að engin afsakanleg ástæða getur verið til þess fyrir bæinn, að leggja út í áhættu- fyrirtæki til þess að auka sum- aratvinnu, því hana skortir hér yfirleitt ekki. Hitt ætti bæjar- stjórn að telja sitt höfuðvið- fangsefni, að tryggja afkomu og öryggi almennings í bænum með stöðugri, arðgæfri vetrar- atvinnu. Það er íhugunarefni, sem skammarlega hefir verið vanrækt og tækifærum sleppt, sem óvíst er að auðveldlega komi aftur eins og nú er komið mál- um. Fyrsta þætti Rauðkubygging- armálsins virðist nú lokiö með Samhand ísl. santvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar, Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Tílkynníng Landbúnaðarráöuneytið hefir tjáð Kjötverðlagsnefnd, að sam- kvæmt þingsályk-tun frá 14. þ. m. um verðlækkun á vörum inn- anlands, hafi það ákveðið að verð á nýju kindakjöti skuli vera óbreytt frá því sem það var fyrir 15. september s. 1. til 23. sama mánaðar, að þeim degi meðtöldum. Verðið verður sem hér segir: - "J 1) Heidsöluverð til smásala á dilkakjöti kr. 5,75. 2) Smásöluverð á dilkakjöti (súpukjöti) kr. 6,50. Sláturleyfishöfum og trúnaðarmönnum Kjötverðlagsnefndar er skylt að halda nákvæmar skýrslur um kjötsöluna á þessu tíma- bili og senda Kjötverðlagsnefnd skeyti um hana að kvöldi 23. september. Ennfremur er smásölum skylt að færa tvíritaðar frumbækur um alla kjötsölu og' skal annað eintakið afhent trúnaðarmönnum Kjötverðlagsnefndar utan Reykjavíkur og í skrifstofu nefndar- innar í Reykjavík. Ríkissjóðúr greiðir kjötframleiðendum bætur vegna þessara ráðstafana, sé það kjöt sem selt verður til neytenda. Kjoíverðlagsnefnd. Masonite « olíusoðið, 8 mm. þykkt, hentugt í skilrúms- veggi, einnig í stað gólfdúks. H.f. Siíppfélagíð í Reykjavík. íbúdarhús tíl sölu Tll söln cr vandað sícinliii.s í Kópavogi. í húsinii cr rafmagn til ljúsa oj* hitunar. Sömuleiðis vatnsleiðsla. Upplýsingar gefur Búnaðarbaitki íslands. O p A L Rœstiduft — er fyrir nokkru komlð á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög di-júgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. \otið O P A L rœstiduft sigri Rauðkumanna. Svo vel ann ég Siglufjárðarbæ, að þess vildi ég af alhug óska, að þessi I verksmiðjubygging yrði honum ekki slík fjörráð, sem honum ó- neitanlega virðast nú búin. 24. ágúst 1944. Þormóður Eyjólfsson. Bókaskrá: Ritsafn Jóns Trausta I—VI. Fimmta og sjötta bindi ritsafnsins er nú í prentun og koma út síðar á árinu. Eru þá enn óútkomin tvö bindi af heildar- útgáfunni á verkum Jóns Trausta, og koma þau út á næsta ári. — Ritsafnið fæst bæði óinnbundið og í handunnu, for- kunnarvönduðu skinnbandi. Kvæði og sögur, vönduð heildarútgáfa á verkum hins vinsæla skálds Jóhanns Gunnars Sigurðssonar. Eiiiinýall, Framnýall, Viðnýall og Sannýall eftir dr. llelga Pjeturss. Fyrsta bindi Nýals er nú löngu uppselt, en þau fjögur bindi Nýals, sem hér eru talin, fást enn. Sum þeirra eru þó alveg á þrotum. Norðm* um liöf og Suður um höf eru tvær bækur eftir Sigurgeir Einarsson. Fjallar sú fyrri um rannsóknarferðir til Norðurheimskautsins, en sú síðari um rannsóknarferðir til Suðurheimskautsins. Stórfróðlegar bækur og skemmtilegar. Jónmnndiir í Geisladal, skáldsaga eftir Ármann Kr. Einarsson. Þetta er fyrsta stóra skáldsaga Ármanns og gefur góðar vonir um höfundinn. Saga o» dulspeki og Spádómarnir um ísland, eftir Jónas Guömundsson. Síðasta bók höfundarins Vörðu- brot, sem einnig fjallaði um forspár þær, sem grundvall- ast á útreikningum á píramídanum mikla, er nú algerlega uppseld. Stund milli stríða, ljóðabók eftir Jón úr Vör, ungt og efnilegt ljóðskáld. Norðanveðrið og llppliaf Aradætra, tvær skemmtisögur eftir Ólaf við Faxafen. Bláa eyjan eftir William Stead. Einhver allra kunnasta bók, sem rituð hefir verið um framhaldslífið og andaheiminn, þýdd af Hallgr. Jónssyni fyrrv. skólastjóra. FiisTaruir og’ nýr kynstofu bók fyrir sjúka og sorgmædda, þýdd af Hallgr. Jónssyni. \ýr lieimur eftir Wendell L. Willkie. Víðkunn bók um vandamál mann- kynsins og þann heim, er rísa skal úr rústum styrjaldar- innar, þýdd af Jóni Helgasyni blaðamanni. Spænskar smásögur, úrval úr spænskum bókmenntum með bókmenntasögulegum inngangi eftir Þórhall Þorgilsson magister. Glas læknir, skáldsaga eftir Hjalmar Söderberg, einn kunnasta nútíma- höfund Svía, þýdd af Þórarni Guðnasyni lælcni. Sír. Jekyll og mr. Hydc, hin víðkunna og ódauðlega skáldsaga R. L. Stevenson um tvískiptingu persónuleikans, þýdd af Jóni Helgasyni blaða- manni. Sorrcl og sonur, skáldsaga eftir hinn kunna brezka höfund Warwick Deeping, þýdd af Helga Sæmundssyni blaðamanni. * Vlð sem viiinum eldliússtörfin, hin víðkunna og vinsæla skemmtisaga Sigrid Boo. Saga þessi kom út á íslenzku fyrir rúmum áratug og seldist þá upp á einum mánuði. Máfuriun, skáldsaga eftir Daphne du Maurier, höfund „Rebekku". Lady Ilamilton eftir H. V. Schumacher, ævisaga ástmeyjar Nelsons flota- foringja, þýdd af Magnúsi Magnússyni ritstjóra. Milljóiiamæriiigur í atviimuleit, skemmtisaga eftir Oppenheim. trtiiif, handbók í ferðamennsku, tekin saman af Jóni Oddgeir Jónssyni, skrifuð af tíu þjóðkunnum mönnum. Bílabókin, handbók bifreiðarstjóra, ásamt lögum og reglum um bif- reiðaakstur, korti af bílvegum, gistihúsum og benzínsölu- stöðum, og skrá yfir vegalengdir. Barnabækur: Mjaðveig Mánadóttir, Hans Karlsson, Bakkabræður, allar úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, prýddar myndum eftir Jóhann Briem listmálara og Fanneyju Jónsdóttur. — Ólafur lilju- rós, skrautútgáfa á þjóðkvæðinu með myndum eftir Fann- eyju Jónsdóttur. — Eskimóadrengurinn, þýdd af Ragnari Jóhannessyni, prýdd miklum fjölda mynda og litmynda, er í prentun. Eftirtaldar bœhur eru í prentun: Skútuöldin, mikið ritverk í tveim bindum, um sögu þilskipaút- gerðar á íslandi, eftir Gils Guðmundsson, prýtt um 400 myndum og uppdráttum. Kemur út í nóvembermánuði. Ættu menn að tryggja sér eintak af þessari stórmerku og sérstæðu bók hjá útgáfunni. Biskupasögur hinar eldri, búnar undir prentun af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni skólastjóra. Konan og ástin, safn spakmæla, þýdd af Jóni Helgasyni blaða- manni; kemur út fyrir jólin. í straumi örlaganna, ein nýjasta bók hinnar heimsfrægu skáld- konu Vicki Baum. Herbert Crump og kona hans, heimsfræg skáldsaga eftir Ludwig Lewisohn, einn kunnasta núlifandi rithöfund vestan hafs. Fyrirheitna landið, stórbrotin skáldsaga um landnám Búanna 1 Suður-Afríku, eftir Stuart Cloete. Framantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt eða beint frá útgefanda. Bókaúig. Gudjóns Ó. Gudjónssonar Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.