Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 4
356
TÍMmN, föstndaginn 23. sept. 1944
89. MafS
s
ÚR BÆIVIJM
Fjórða þingr «.
Sambands starfsmanna ríkis og bæja
yar háð hér í bænum um síðastliðna
helgi. Voru þar rædd ýms hagsmuna-
'mál opinberra starfsmanna og var m.
a. skorað á Alþingi að samþykkja ný
launalög og lög um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna. Forseta íslands
var sent árnaðarskeyti. Stjórn Sam-
bandsins vár endurkosin, en hana
skipa: Sigurður Thorlacius skólastjóri,
formajSur, Lárus Sigurbjörnsson full-
trúi, varaformaður. — Meðstjórnendur:
Ásm. Guðmundsson prófessor, Ágúst
Sæmundsson símritari, Guðjón B.
Baldvinsson deildarstjóri, Kristinn Ár-
mannsson menntaskólakennari og Þor-
valdur Árnason skattstjóri.
Nauðgun.
16 ára gömul stúlka varð fyrir árás
á Ásvallagötu aðfaranótt mánudags
siðastl. Réðst maður aftan að henni,
dró hana inn í húsagarð, og þegar
stúlkan reyndi að hrópa, stakk hann
klút upp í hana og barði hana höfuð-
högg. Hann hafði síðan samræði við
hana. Stúlkan var mjög illa til reika,
er hún komst heim. Ekki þekkti hún
manninn né treystir sér til að lýsa
honum, en heldur að hann hafi verið
útlendingur.
Kveð j usamsöngur.
-Karlakór Reykjavíkur efnir til sam-
söngs í Gamla Bíó í kvöld, með aðstoð
Þorsteins H.^Hannessonar og Kjartans
Sigurjónssonar, en þeir eru báðir é
förum til Englands til söngnáms. Er
hér um að ræða kveðjuhljómleika, því
að báðir söngvararnir eru félagar í
kórnum. Syngja þeir einsöng með að-
stoð kórsins, en einnig sjálfstætt. Und-
irleik annast frú Bára Sigurjónsdóttir,
Dr. Victor von Urbantschitsch og Pritz
Weisshappel.
Árás.
Síðastl. mánudagskvöld varð 13 ára
gömul stúlka fyrir árás á Laugarnes-
vegi. Segir stúlkan, að útlendingur
haíi gengið til sín og ávarpað sig, en
hún kvaðst ekki hafa sinnt þvl. Maður-
inn réðist þá að henni og reyndi að
draga hana út fyrir veginn, en þegar
hún streittist á móti, tók hann upp
hníf og otaði að henni. Stúlkan ætlaði
að bera af sér lagið og skarst við það
á hönd óg hné. í þessum svifum bar
að bifreið, og hljóp þá maðurinn burt,
en stúlkan fór i næsta hús og bað um
aðstoð. Lögreglunni var síðan gert að-
vart, og bundið um meiðsli stúlkunnar
sem var flutt heirn til sín.
Á Landsbókasafninu
er nú sérstök bókasýning í tilefni
af því, aff 100 ár eru liðin síðan fyrsta
bókin var prentuð í Reykjavflt.
Björgun.
Ungur sjómaður, Karl Kristjánsson,
Sjafnarg. 12 Reykjavík, 17 ára að aldri,
vann það afrek fyrra laugardag ,að
bjarga félaga sínum, er fallið hafði
út af v.s. „Jakobi", er skipið var á'
siglingu á Faxaflóa. Var þegar kastað
til hans bjarghring og skipinu snúið
en við fyrstu tilraun mistókst að leggja
því að manninum. Sast um leið, að
hann hafði misst taki á bjarghringnum
og var að sökkva. Karl, sem er háseti
á „Jakobi", kastaði þá af sér sjóstíg-
vélum sínum og stakk sér til sunds
Tókst honum von bráðar að synda með
manninn að bjarghringnum, þar sem
þeir héldu sér, unz þeim var bjargað
um borð. Má þetta teljast mjög íræki-
legt afrek af svo ungum manni sem
Karl er.
Hjúskapur.
gær voru gefin saman í hjónaband
af síra Jóni Thorarensen ungfrú Hanna
Karlsdóttir, Reynimel 40 og Sigurður
Einarsson skrifstoíustjóri, sama stað.
Walterskeppni
'knattspyrnufélaganna lauk síðastl.
sunnudag. Valur og K. R. kepptu til
úrslita og vann Valur með 5:1.
Hjónabönd.
Síðastl. laugardag voru gefin saman
í hjónaband ungfrú Guðfinna Einars-
dóttir, Brávallagötu 46, Rvík, og Jón
Jónsson bóndi að Stóra-Dal í Húna-
vatnssýslu. — Einnig voru gefin saman
systir brúðgumans, ungfrú Hanna
Jónsdóttir frá Stóra-Dal og Sigurgeir
Hannesson frá Blönduósi. Hjónavígslan
fór fram að Stóra-Dal.
Síðastl. laugardag voru gefin saman
í hjónaband ungfrú Sigríður Ólafs-
dóttir (Ólafs Th. Guðmundss. bygg-,
ingameistara) og dr. John MacKenzie,
starfsmaður hjá brezku sendisveitinni.
Heimili þeirra verður 1 Garðastræti 43.
Frv. atvinnnmálaráðh.
(Framh. af 1. síðu)
hvert ár til þess sveitarfélags,
sem hún er rekin i, þó ekki yfir
25% af útsvörum hlutaðeigandi
sveitarfélags. Að öðru leyti er
verksmiðjan undanþegin öllum
sköttum og gjöldum til sveitar-
sjóðs og ríkissjóðs. —
Úr greinargerðinni.
Kjötverðið
(Framh. af 1. síðu)
Enn er ekki víst, hver niður-
staðan verður í þessu máli. Bún-
aðarþing, sem kom saman til
aukafundar í gær, mun taka
þau til athugunar og vafalaust
kynna sér m. a., hvort eigi sé
tryggt, að bændur fái útflutn-
ingsuppbæturnar úr ríkissjóði.
Verði því hafnað, verða það
þeir, sem það gera, en eigi bænd-
ur, er ábyrgð bera á þeirri dýr-
tíðaraukningu, er af því hlýzt.
I greinargerð fyrir frv. segir:
Á undanförnum árum hefir
allmikið verið rætt og ritað um
stofnun áburðarverksmiðju hér
á landi, án þess að þær umræður
hafi þó enn þá hrint af stað
framkvæmdum í málinu. Athug-
anir og rannsókhir hafa þó verið
gerðar til undirbúnings því, að
hafizt yrði handa. Atvinnumála-
ráðuneytið fékk hingað til lands
á s. 1. hausti verkfræðing frá
einu þekktasta verkfræðinga-
firma í þessari grein í Banda-
ríkjunum. Álitsgerð hans ásamt
fleiri -athugunum er prentuð hér
með frumvarpinu sem fylgiskjöl.
Það virðist vera skoðun áhuga-
í landbúnaðarmálum, að rétt sé
og æskilegt að hraða stofnun
áburðarverksmiðju, og telja
ýmsir, að nú sé hinfl hentugi
tími til þess, ekki sízt vegna
hins mikla fjármagns, sem þjóð-
inni hefir fallið í skaut á und-
anförnum árum fram yfir það,
sem áður hefir verið og senni-
lega verður að loknu því stríðs-
ástandi, sem nú er. Ríkisstjórnin
er einnig þeirrar skoðunar, að
ekki megi láta þessa velmegun-
artíma líða hjá, án þess að
gerðar séu fastar ákvarðanir, um
framkvæmdir þessar og mark-
viss undirbúningur að' því haf-'
inn svo fljótt sem verða má.
Um stærð verksmiðjunnar er
gert ráð fyrir, að vinnslugeta
hennar nægi til framleiðslu
köfnunarefnisáburðar þess, sem
þarf í landinu. Munu !ársþarf-
irnar vera 3000—4000 smál. af
þeirri áburðartegund einni, og
er þá miðað við innflutning síð-
ustu ára til landsins og óskir
jarðræktarmanna um kaup á
honum. Ræktaða landið eykst
i árlega, og mörgum verður enn
ljósari nauðsyn þess að bera
nægilega vel og mikið á, og
mætti því búast við, að ársþarfir
yrðu vaxandi. Stærð verksmiðj-
unnar er því hugsuð miðuð við
rúmlega 5000 smál. ársfram-
leiðslu miðað við innihald
20y2% köfnunarefnis.
Jafnframt því að reisa verk-
smiðjuna sjálfa 'er nauðsynlegt
að tryggja henni nægilega orku
til vinnslunnar. Fyrir því er á-
kveðið, að fjárframlag ríkisins
nái einnig til útvegunar hennar.
Ætlazt er til, að verksmiðjan sé
sjálfseignarstofnun, og 'jafn-
framt eru sett ákvæði, sem
tryggi það, að verksmiðjan sé
hvorki seld né veðsett. Að því
lúta ákvæði 2. gr.
Sjálfsagt virðist, að verksmiðj-
an hafi sérstaka stjórn, er skip-
uð sé af ríkisvaldinu .og þeim
aðilum, sem eru fulltrúar þeirr-
ar atvinnugreinar, er mestra
hagsmuna hefir að gæta og
mest á undir því, hversu tekst
um þessa stofnun, en það eru
Búnaðarfélag ísland's og Sam-
band ísl. samvinnufélaga. Mik-
ill meiri hluti tilbúna áburðar-
ins er keyptur af deildum þess
síðarnefnda. Þriðja manninn í
stjórninni er ætlazt til, að land-
búnaðarráðherra skipi. Til þess
að málinu sé ekki frestað um-
fram þörf, er hér gert ráð.Jyrir,
að verksmiðjustjórnin taki til
starfa strax að lokinni lagasetn-
ingu þessari. Að því lúta ákvæði
í 3. gr. frumvarpsins.
Verksmiðjustjórninni er feng-
ið vald í hendur að ákveða,
hvar reisa skuli verksmiðjuna,
og að annast allan undirbúning
um framkvæmdina. Er ætlazt
til þess, að verksmiðjustíornin
hafi hin beztu skilyrði til þess
að hafa þetta hlutverk á hendi.
Á verksmiðjustjórnin síðan að
vera raunveruleg yfirstjórn
verksmiðjunnar, en ræður að
sjálfsögðu framkvæmdastjórn
fyrir hana.
í 8. gr. er ákvæði um, að á-
burðarsala ríkisins kaupi af
verksmiðjunni framleiðslu
hennar fyrir kostnaðarverð.
Verður verksmiðjan þá ekki
verzlunarfyrirtæki sjálf, og virð-
ist réttast, að áburðarsalan ann-
ist þau viðskipti, þar sem líka
einhver aðili verður að hafa á
hendi innflutning og verzlun
með aðrar tegundir áburðar en
Erient yfirlit
(Framh. af 3. síðu)
ur, Lippmann, hefir nýlega í
bók um næstu friðarsamninga,
látið svo ummælt, að Banda-
menn gætu ekki þolað það, að
Þjóðverjar yrðu bandamenn
Rússa og „bolsevisminn', næði
þannig að Atlantshafinu. Lipp-
mann er einn af helztu stuðn-
ingsmönnum Dewey, en svip-
aðra skoðana hefir gætt hjá
fleiri stuðningsmönnum hans.
Blaðamenn, sem voru í Hels-
ingfors í vor, þegar Ribbentrop
kom þangað, segja að hann hafi
lagt megináherzlu á þetta á-
greiningsefni Bandamanna og
Rússa. Ribbentrop á að hafa
sagt í þröngan hóp: Raunveru-
lega höfum við tapað stríðinu,
en við.þerjumst áfram, þyí að
samvinna Bandamanna og
Rússa hlýtur að bresta. Banda-
menn geta ekki þolað kommún-
isma í Þýzkalandi. Þeir verða
að nota Þýzkaland sem vígi gegn
kommúnismanum. Þétta mun
almenningi í löndum Banda-
manna stöðugt verða ljósara og
ljósara og við verðum að þrauka
þangað til sá skilningur er orð-
inn almennur.
í blöðum Bandamanna er
bent á það, að þessar vonir Rib-
bentrops séu falsvonir einar, ef
hann byggi þær á því, að samið
verði við nazista. Það verði
aldrei gert. Þau státa líka af
því, að fullt samkomulag sé
milli Bandamanna og Rússa um
Jþessi mál, en athyglisvert 'er
það samt, að framtíð- Þýzka-
lands skuli' rædd á sérfundi
Churchills og Roosevelts. Gizka
ýmsir á, að það kunni að stafa
af því, að Bahdamenn ætli ein-
if að hernema Þýzkaland.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. siBu)
benzínsölufélagið í bænum, en
nú er það orðið það langstærsta.
Talið er, að olíufélögin græði
200 kr. á hverri benzínsmálest,
sem seld er í Reykjavík, en mik-
ill frádráttur verður á þessu hjá
olíufélögunum, sem selja bgnzín
út um land, því að þar verður
víða tap á sölunni. Hjá Nafta
kemur enginn slíkur frádráttur
til greina. Ætla má, að benzín-
saia Nafta í Reykjavík nemi
daglega 40 smál. og er þá hreinn
hagnaður þess 8000 kr. á dag eða
240 þús. kr. Það er því ekkert
undarlegt, þótt Einar Olgeirsson
og félagar hans hafi hindrað
samúðarverkfallið við Nafta og
reyni að hafa verkfallið hjá hin-
um olíufélögunum sem lengst.
Benzínverkfallið er nú búið að
standa á annan mánuð. Einar
Olgeirsson og félagar hans eru
búnir að græða á 400. þús. þús.
kr. En starfsmenn hinna olíu-
félaganna, sem hefir verið sigað
út í verkfallið, eru búnir að tapa
a. m. k. 100 þús. kr. og það myndi
taka þá ein 2—3 ár að fá það
tap bætt, þótt þeir fengju allar
sínar kröfur fram og kaupgjald
héldist óbreytt þann tíma, sem
litlar líkur eru þó til.
þá, sem framleidd er í verk-
smiðjunni.
Wokkrar upplýsingar
Úr fylgiskjölum frv. þykir rétt
að geta þessara upplýsing:
Ameríski verkfræðingurinn,
sem áður er nefndur, rannsak-
aði skilyrði fyrir starfrækslu
verksmiðjunnar á Svalbarðseyri,
Húsavík og Oddeyri norðan-
lands og á Brekku og Miðsandi
og við Elliðaár sunnanlands. Á-
leit hann Oddeyri bezta staðinn
norðanlands og Elliðaár sunn-
anlands. Til þess að hægt sé að
starfrækja verksmiðjuna á Odd-
eyri þyrfti að auka Laxárvirkj-
unina um nær 6000 árskw. og
virkjunin myndi kosta 7.4 milj.
kr. Til þess, að hægt væri að
starfrækja verksmiðjuna við
Elliðaár, þyrfti að virkja Efra-
Sogið, og áætlar Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri, að 11
þús. ha. stöð þar myndi kosta
22.7 mill. kr.
Stofnkostnaður verksmiðj-
unnar sjálfrar er áætlaður 1.100
þús. dollarar eða ca. 7.15 milj.
ísl. króna. Er þá gert ráð fyrir
efniskaupum vestra og miðað
við núgildandi kaupgjald. Ár-
legur rekstrarkostnaður er á-
ætlaður 328 þús. dollarar eða 2.13
milj. isl. kr. og er þá miðað við
*-
TJARNARBÍÓ
KVENHETJUR
(„So Proudly We Hail")
Amerísk stórmynd um
affek hjúkrunarkvenna í
ófriðnum.
Aðalhlutverkin leika:
CLAUDETTE COLBERT
PAULETTE GODDARD
VERONICA LAKE.
Sýnd kl. 4, 6% og 9.
^JAMLA BÍÓ-
*l*.
BRIJÐKAUPI
AFLÝST -
(Dr. Kildare Goes Home)
LIONEL BARRYMORE
LEW AYRES
LARAINE DEY.. '
Sýnd kl. 7 og 9.
SÖNGMÆRIN.
(Cinderella Swings It)
GLORIA WARREN
(lék í „í hjarta og hug")
HELEN PARRISH
DICK HOGAN.
Sýnd kl. 3 og 5.
? NÝJA EÍÓ.
Hagkvæmt
hjónaband
(„The Lady is Willing")
Rómantísk gamanmynd.
Aðalhlutverk:
MARLENE DIETRICH,
PRED MACMURRAY.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
.o^p-o^o—»(v«»«—."—»;
COLDEN
CENTER
inniheldur öll beztu efni hveit-
isins.
Sérstaklega auðugt af
náttúrulegu B1 vítamín.
Læknar og næringarefna-
fræðingar mæla með ..
GOLDEN CEMTER.
App?e**d %f
ALFRED W.
McCANN
LABORATORŒS
HEILDSOLUBIRGÐIR:
EGGERT KRISTJÁNSSON & Co„ h.f.
Til söiu:
Ný fjárbyssa, sængur, kopar-
rúmstæði, eikarbo^rð. — Hring-
bráut 213, III. hæð til hægri.
TEYGJU-AXLARÖNÐ
HÖRTVINNI
FISKIGARN
HERRASOKKARÖIVD
TÍTUPRJÓÍVAR
OLYMPIA
Vesturgötu 11
núverandi kaupgjald hér og að
kwst. kosti 5 aura. Gert er ráð
fyrir að ársframleiðslan sé 3150
smál. ammoníumnitrats, er að
innihaldi samsvari 5370 smál.
nótrókalki (20y2% N2).
Það sézt á þessu, að framtíð
áburðarverksmiðjunnar er mjög
undir því komin, að auðið verði
að tryggja henni ódýrt rafmagn
og verður að velja henni stað
með tilliti til þess. Sérvirkjun
fyrir hana kemur vart til
greina, a. m. k. á þeim stöðum,
sem hér er minnst á, og mun
hún því þurfa að njóta góðs af
þeim stórfelldu raforkufram-
kvæmdum, sem ráðgerðar eru og
byggjist eiginlega á þeim. Sú til-
laga, að hún geti notazt við af-
gangsrafmagn í Reykjavík að
næturlagi, stenzt ekki að áliti
hins ameríska verkfræðings.
Það er vitanlega ekki útilok-
að, að hægt verði að fá ódyrari
vélar en í Ameríku og lækka
þannig stofnkostnaðinn. Eins
ætti að mega gera ráð fyrir þvf,
að kauþ"gjald lækkaði. Þess
þegna eru nokkrar vonir til
þess, að stofnkostnaðurinn geti
orðið lægri en í áætlun ame-
ríska verkfræðingsins. Eins
kynni að vera hægt að ^finna ó-
dýrari stað en nú er reiknað
með, t. d. stað, sem væri nær
orkuverinu og rafleiðslurnar
yrðu því styttri. Kemur þetta
vitanlega allt til athugunar hjá
fyrstu stjórn verksmiðjunnar.
Orðsendíng
tilbændaá
garnaveikísvæðinu.
Rannsóknastofa Háskólans óskar að kaupa garnir úr garna-
veiku fé í því augnamiði að vinna úr þeim efni til prófana á
veikinni. Prystihúsin á Selfossi, Vopnafirði og Reyðarfirði munu
veita slí.kum görnum móttöku. í Skagafirði tekur Pétur Jónasson
á móti görnum.
Rannsóknastofan sér um flutning á görnum frá frystihúsunum
til Reykjavíkur og mun greiða 10 krónur í þóknun fyrir hverja
görn sem reynist sýkt.
Garnirnar ber að hirða þannig:
Strax eftir að kindinni er slátrað skal görnin rakin á venjuleg-
an hátt. Þá skal hleypa innan úr henni og klippa frá þann hlut-
ann, sem grunaður er um sýkingu. Því næst skal skola sjúka
hlutann að innan og má það annaðhvort gera með því að láta
vatn renna beint í gegn um hana úr krana eða hella inn í hana
úr könnu og hleypa jafnóðum úr görninni vatninu. Þegar ekki er
eftir gamainnihald lengur, er görnin pökkuð inn í smjörpappír
eða líkar umbúðir og henni komið fyrir í frystingu, sem alira
fyrst.
Bezt er að görnin komist í frost samdægurs og ekki síðar en
daginn eftir slátrun, og mun Rannsóknastofan síðan sjá um
flutning á þeim þaðan.
Nauðsynlegt er að görnin sé vel merkt. Skrifa skal nafn og
heimilisfang eiganda, aldur kindarinnar, dánardag og númer ef
hún hafði verið tölumerkt. Bezt er að skrifa greinilega með blý-
anti á pappír, sem þolir raka.
Þess er vænst, að bændur bregðist vel við þessari málaleitan og
láti helzt enga sjúka görn glatast.
Rannsóknastofa Háskólans.
Björn Sigurðsson.
Væri því mikið unnið við það
að fá frv. samþykkt og koma
málinu þannig á nýjan rekspöl.
Undirbúningsverk það, sem at-
vinnumálaráðherra hefir látið
"vinna, mun og vissulega verða
til þess að hrinda því lengra
áleiðis.
1