Tíminn - 29.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIPSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 Og 4373. AFGRFJÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDXJHÚSI. Llndargötu 9A. Slml 2323. " 28. árg. Reykjavík, föstuclaginn 29. sept. 1944 91. blað Nýtt dýrtíðarfrumvarp byggt á íillögum Búnaðarþíngs Það er flutt afi meirihluta f járhagsneradar í neðri deild Meirihluti fjárhagsnefndar neðri deildar, þeir Skúli Guð- mundsson, Jón Pálmason og Ásgeir Ásgeirsson, hafa nú lagt fram frumvarp um (\.ýr- tíðarráðstafanir, sem eru byggðar á ályktunum búnað- arþings um verðlagsmálin. Er frv. flutt sem bráðabirgða- ákvæði aftan við dýrtíðarlög- in frá 1943, enda er þeirri skipun, sem það ákveður, ekki ætlað að gilda nema í eitt ár. Fyrsta umræða um frv. fór fram í gærkvöldi og var henni útvarpað. Frumvarpið er svohljóðandi: „Bráðabirgðaákvæði. 1. Hækkun sú á verði land- ' búnaðarafurða eftir verðlags- vísitölu samkvæmt lögum um dýrtíðarráðstafanír frá 14. apríl 1943, sem ganga átti i gildi 15. sept. 1944; skal falla niður og verð landbúnaðarafurða á tíma- bilinu 15. sept. 1944 til jafn- lengdar 1945 reiknast eftir vísi- tölu næsta tímabils á undan, sbr. þó 2. lið. 2. Verði hækkun á kaupgjaldi á timabilinu 15. sept. 1945, sem áhrif hefir á vísitölu landbúnað- arafurða eða 'vinnslu- og sölu- kostnað þeirra, samkvæmt út- reikningi hagstofunnar, skal verðlagið hækkað í samræmi við það. Breytingar þessar skal hagstofan reikna út mánaðar- lega, og koma þær til fram- kvæmda næsta mánuð á eftir. 3. Ríkisstjórnin leggur fram fé úr ríkissjóði, eftir því sem með þarf, til þess að halda ó- breyttu útsöluverði á landbún- aðarafurðum á innlendum markaði til 15. sept. 1945. Fjár- framlag ríkissjóðs í þessu skyni greiðist mánaðarlega og að öðru leyti á sama hátt og verið hefir. 4. Ríkisstjórnin greiðir verð- uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir á tímabilinu 15. sept. 1944 til jafnlengdar árið 1945, eftir því. sem með þarf, til þess að framleiðendur fái verð fyrir þær samkvæmt 1. og 2. lið þess- ara laga. Verðuppbæturnar greiðist útflytjendum, um leið og kaupendur borga vörurnar. 5. Bráðabirgðaákvæði þessi halda gildi sínu til 15. sept. 1945 þrátt fyrtr ákyæði 3. mál- gr. 4. gr. laganna." Sama daginn og áðurgreint frv. var lagt fyrir þingið, lagði áðurgreindur meirihluti fjár- hagsnefndar n. d. fram þings- ályktunartillögu um dýrtíðar- málið í sameinuðu þingi, er var samþykkt mótatkvæðalaust. Til- lagan var svohljóðandi: „Sameinað Alþingi felur rík- isstjórninni að halda óbreyttu útsöluverði á landbúnaðarafurð- um með ríkisframlagi, þar til frumvarpið á þingskjali 367 hef- ir fengið afgreiðslu í þinginu". Tillögunni fylgdi svohljóðandi greinargerð: Frumvarp það um breytingar á dýrtíðarlögunum frá 14. apríl 1944, sem fram er lagt á Alþingi í dag og byggt er á samþykkt um verðlagsmálin á búnaðar- þingi, felur í sér ákvarðanir um verð á landbúnaðarafurðum til 15. sept. 1945. En þar sem gera má ráð fyrir, að afgreiðsla á frumv. í þinginu taki nokkra daga, er óhj ákvæmilegt að gera bráðabirgðaráðstafanir til að af- stýra hækkun á verðlagi á þess- um vörum, meðan á meðferð málsins stendur. Er því tillaga þessi fram borin. Friðarvilji kommunista í verkí: Þeír halda áfram verkiöll- unum og magna kauphækk- unarbaráttuna Fimmtugui*: Finnur Jónsson albingismaoui* Olíudeilan leyst Kommúnistar hefðu alveg gefizt upn, ef ein- ing atvinnurekenda hefði ekki brostið. í fyrrakvöld náðist samkomulag milli olíufélaganna og verka- lýðsfélagsins Dagsbrún í hinni svokölluðu olíudeilu. Vinna hófst aftur hjá olíufélögunum í gær. Samkomulag náðist á þeim grundvelli, að bílstjórar og fast- ir verkamenn hjá olíufélögunum fengu grunnkaupshækkun sem svaraði 21 kr. á mánuði. Olíufélögin höfðu alltaf boð- izt til að fallast á þessa kaup- hækkun til handa bílstjórunum, þar sem aðrir bílstjórar, er líkt var ástatt um, voru búnir að fá þessa kauphækkun. Hins vegar vildu olíufélögin ekki fallast á kauphækkun hjá fastráðnum verkamönnum, þar sem þeir höfðu sama kaup og' sambæri- legir verkamenn í Dagsbrún. Deilan stóð þvi um kaup þeirra og svo. ýms fríðindi, sem Dags- brún gerði kröfu um. Dagsbrún féll frá öllum kröfum um aukin fríðindi. Starfsmenn olíufélaganna hafa áður notið ýmsra ósamnings- bundinna fríðinda, og vildi Dagsbrún, að þau yrðu gerð samningsbundin nú. Olíufélögin höfnuðu því og féll Dagsbrún að lokum frá þeirri kröfu. Olíu- félögin geta því hæglega svipt verkamennina þessum fríðind- um og yrði þá hlutur þeirra heldur lakari eftir en áður, þrátt fyrir hækkunina. Mun þetta vera til athugunar hjá olíufélögunum og yrði sú niðurstaðan, hefðu verkamennirnir raunverulega tap af þessu verkfalli, sem kommúnistar neyddu þá út í, þótt alveg sé sleppt launatapinu þann tíma er verkfallið stóð\ yfir. Allt benti til þess, að Dagsbrún hefði orðið að falla frá öllum kröfum sínum, ef verkfallið hefði staðið nokkuð lengur. Ástæðan til þess að samið var nú þegar, var aðallega sú, að fyrirtæki Héðins Valdimarsson- ar, Olíuverzlun íslands, hafði i hótunum um að gera sérsamn- ing. Sést hér, sem oftar, að ekki skiptir minna máli fyrir at- vinnurekendur að hafa góða einingu en kommúnistana, ef þeir ætla að veita viðnám gegn þeirri kauphækkunarbaráttú, sem kommúnistar nú heyja gegn fyrirtækjum þeirra og öllu at- vinnulifi landsmanna. Nýr ílugbátur Flngfélag íslands hefir fest kaup á stórum flugbát, 20—24 farþega. Hefir Örn Johnson þeg- ar tekið á móti honum vestra, og mun fljúga honum hingað með aðstoð fleiri manna. Flugbáturinn mun verá lítils- háttar notaður og þarf nokkurra breytinga við, áður en hann verð ur tekinn til notkunar. Einn af helztu leiðtogum Al- þýðuflokksins, Finnur Jónsson alþingismaður, átti fimmtugsaf- mæli í gær. Finnur er íæddur norður á Melrakkasléttu, en er ættaður úr Eyjafirði. Hann ólst upp á Ak- ureyri og stundaði ýmsa vinnu í uppvextinum. Hann lá"uk námi við gagnfræðaskólann á Akmv eyri 1910 og. var árin 1910—18 póstþjónn á Akureyri. Työ næstu árin fékkst hann við verzlun, en 1920 varð hann póstmeistari á ísafirði og gegndi því starfi til 1928. Finnur varð snemma áhuga- samur stuðningsmaður verka- lýðshreyfingarinnar. Varð hann fljótlega forustumaður verka- lýðsfélagsins Baldur á ísafirði eftir að hann kom, þangað og var formaður þess á annan ára- tug. Var félagið næsta veik- burða, er hann tók við forustu þess, en var orðið traust og á- hrifarikt, er hann lét af forustu þess. Barátta hans fyrir eflingu félagsins var einhver sú harðasta og. torsóttasta, sem hér hefir þekkst, og sást þá vel, að Finnur var málafylgjumaður mikill. Fé- lagið Baldur hefir jafnan verið eitt merkasta og ábyrgasta verkalýðsfélag landsins, eins og sást m. a. nú i haust, er það hafnaði þeim fyrirmælum kom*- múnista að segja upp samning- unum. Jafnframt starfi sínu fyrir Baldur, studdi Finnur verklýðshreyfinguna á Vest- fjörðum með ráðum og dáð, stofnaði allmörg félög og síðan Alþýðusamband Vestfjarða, er hann veitti formennsku um all- langt skeið. Árið 1921 var Finnur kosinn í bæjarstjórn ísafjarðar og hef- ir átt þar sæti síðan. Alþýðu- flokkurinn hefir haldið meiri- hluta í bæjarstjórninni þar um jafnlangt skeið. Ýmsum sagðist illa hugur um þessa fyrstu jafn- aðarmannastjórn á íslandi, en þær hrakspár hafa eigi rætzt. Undir forustu Alþýðuflokksins hefir verið ráðizU ýmsar merkar framkvæmdir á ísafirði, er öðr- um bæjarfélögum mætti vera til fyrirmyndar, en merkust þeirra er þó Samvinnufélag ísfirðinga, sem var stofnað 1928 og rétti við aftur útgerðina " í bænum, er frjálsa samkeppnin hafði skilið við hana í kalda koli. Finnur var ráðinn framkvæmdastjóri þess í byrjun og gegnir því starfi enn. Samvinnufélag ísfirðinga hefir verið ísafjarðarbæ ómet- Hvað lengi á marklaust iríðarskraí þeirra að fefja viðræðurnar um stjórnarmyndun? Það hefir aldrei komið betur í ljós en eftir hina drengilegu framkomu Búnaðarþings, að allt skraf kommúnista um frið og stjórnarsamvinnu er fláttskapur einn. Ef friðarvilji þeirra hefði verið á nokkurri alvöru byggður, var það hið minnsta, sem af þeim mátti vænta, að þeir aflýstu öllum verkföllum og leggðu niður alla. kauphækkunarbaráttu, en heiðarlegast hefði það verið, að bjóða fram tilsvarandi lækkun á kaupgjaldi og bændur á afurðaverðinu. En í stað þess að gera nokkuð slíkt, láta kom- múnistar margauglýsa það í blöðum sínum og útvarpinu, að þeir krefjist tveggja ára kaupsamninga um allsherjar lagfæringu, m. ö. o. kauphækkun. Jafnframt halda þeir til streitu í vinnudeil- um, sem yfir standa, ítrustu kröfum sínum um kauphækkun. Það markmið þeirra að gera enga skynsamlega sætt um þessi mál, heldur hækka kaupgjaldið, unz hrunið er óumflýjanlegt, virð- ist þvi eins augljóst og verða má. Kommúnistar hafa um nokk- urra vikna skeið undanfarið dregið viðræðurnar um myndun „allra flokka stjórnar" á því, að þeir væru reiðubúnir til að semja um festingu kaupgjalds í land- inu um tiltekinn tíma, þó með þeim undantekningum, að lægst launuðu félögin fengju hækkun til samræmingar. Fulltrúar at- vinnurekenda hafa ekki tekið þessu fjarri og hafa því dregið viðræðurnar á langinn', áh þess þó að fá nokkuð nánari svör frá kommúnistum. Virðist hér því bersýnilega vera um sÉelmis- bragð kommúnista að ræða til að 'draga allt á langinn og hindra allar raunhæfar aðgerðir. Það, sem virðást tala miklu skýrara máli en þessi hálú fyrir- heit kommúnista í samninga- nefndinni, eru verk þeirra sjálfra í kaupgjaldsmálunum á sama tíma. Þeir siga hverju verklýðsfélaginu á fætur öðru út í verkfall og velja einmitt til þess ýms þau félögin, þar sem launakjörin eru orðin einna bezt. Þessi félög eru ekki látin gera kröfur um einhverjar smáræðis lagfæringar til samræmingar, heidur eru þau látin gera stór- anlegur styrkur og á Finnur vitanlega ekki minnstan þátt í, hve vel það hefir tekizt. Finnur varð þingmaður fyrir ísafjarðarkaupstað 1933 og hefir verið það síðan. Hann hefir ver- ið atkvæðamikill þingmaður, 'einkum í málum sjávarútvegs- ins. Hefir hann átt meiri eða minni þátt í flestum helztu lög- gjafarákvæðum um sjávarút- vegsmál, er sett hafa verið í þingmannstíð hans. Auk framangreindra starfa hefif Finnur haft ýms önnur mikilvæg störf á hendi, t. d. verið formaður síldarútvegs- nefndar, sem komið hefir föstu og hagkvæmu skipulagi á síld- arverzlunina, er var áður í fyllsta öngþveiti. Um alllangt skeið hefir hann átt sæti í stjórn síldarverksmiðj a ríkisins. Þótt menn geti greint á um stefnu Finns Jónssonar og ýms störf hans,og mörgum þyki hann óvæginn sem andstæðingur, verður því ekki neitað, að hann er mikill dugnaðarmaður og framfaramaður og að verkalýðs- stéttin á öruggan og traustan málsvara, þar sem hann er. f elldar kröf ur um kauphækkanir og önnur fríðindi. ' Þegar þau hafa svo komið kröfum. sínum fram, verða önnur félög látin heimta kauphækkanir á eftir. Ef nokkur alvara hefði verið í áðurnefndu tilboði kommúnista í samninganefndinni, hefði á- kvörðun búnaðarþings átt að breyta stórliega afstöðu þeirra í þessum málum. Það hefði verið það alla minnsta, að þeir aflýstu verkföllunum. En því er síður en svo að heilsa. í félögunum, sem njóta nú einna beztra kjara, t. d. járnsmiðafélaginu og prentara- félaginu, hafa þeir aldrei verið kröfuharðari en tiú. Sá dráttur, sem hefir orðið á því í samninganefndinni, að knýja kommúnista til að lýsa þar skýlausri afstöðu í þessum málum og láta úrslit samning-^ anna fara eftir því, gat verið réttlætanlegur meðan beðið var eftir ákvörðun Búnaðarþings.Nú er ákvörðun þess komin og herð- ir kröfuna um aukinn þegnskap forráðamanha verklýðssamtak- anna. Þess vegna verður ekki lengur beðið eftir því, að komm- únistar séu látnir svara skýrt og greinilega: Vilja þeir þann frið, sem þeir lofa svo réttilega og aflýsa þá öllum verkföllum og kauphækkunarbrölti, eða vilja þeir heldur halda áfram kaup- hækkunarbaráttu sinni'til eyði- leggingar öllu atvinnulífi og framtaki í landinu? Úrslit við- ræðnanna um myndun þjóð- stjórnar verður að velta á þessu svari þeirra. Ef þeir taka þann kostinn, sem betri er, þá er það gott og því betra.sem það er fyrr gert. En velji þeir þann kostinn, sem verri er og verk þeirra benda til, að þeir muni velja, þá ættu samtöl við þá ékki að standa lengur í vegi þess, að önnur úrræði séu reynd. „Pctur Gautur" íIðnó á ný Leikfélag Reykjavíkur hefir hafið að -nýju sýningar á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Allmikið hefir verið breytt um hlutverk og leikendur frá því í vor. Frú Gerd Grieg hefir verið hér í Reykjavík og æft leikendur aðmýju og undirbúið sýningar, en hyggst annars að starfa á Ak- ureyri meðan hún dvelur hér á landi. 9 A víðavangi AFSTAÐA FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA. Fjármálaráðherrann hefir-nú bérlega synt, að áhugi hans fyr- ir því að stöðva dýrtíðina' hefir ekki verið slíkur, sem hann hef- ir viljað vera láta. Meðan ekki var nein lausn sjáanleg á dýr- tíðarmálinu, þóttist hann vera fullur af^óðum áhuga og blað hans, Visir, flutti hverja grein- ina á fætur annari um nauð- syn ráðstafana til að stöðva dýr- tíðina. Þegar málið kemst svo á það stig fyrir framsýni og þegn- skap bænda, að öngþveiti og fjármálahruni verður afstýrt, fyllist ráðherrann andúð-og úlf- úð og blað hans gerir allt til að ófrægja gerðir búnaðarþings, brigslar því um undirlægjuskap við kommúnista og gerir sem mestan veg þeirra, sem reyna að » vekja fjandskap bænda gegn þessum ráðstöfunum. Það mætti vel álykta af þess- ari framkomu ráðherrans, að hann vilji helzt sigla dýrtíðar- málunum í fullkomið st'rand. Hann ber fram frv., sem er fyr- irfram vitað, að ekki er þing- meirihluti fyrir. Hann vill ekki leita samvinnu við þingið um neina aðra leið og lætur stjórn- ina biðjast lausnar.Þegar bænd- urnir hafa bent á leið til lausn- ar og þingið fellst á hana, lætur hann ófrægja hana og gengur þar svo vel fram, að hann sendir sérstakan ¦ blaðamann (Arnald Jónsson) á Selfossbíófundinn. Ráðherrann virðist m. ö. o. hafa alveg sömu afstöðuna og kommúnistarnir, þ. e. að látast vilja stöðva dýrtiðina, en vera samt á móti öllu, sem gert er, og gera hana þannig óviðráðan- lega^ Upp úr slíku öngþveiti kynrii vitanlega að geta sprottið einhver Dappóhreyf ing, sem gæti magnazt á andstöðunni við kommúnistana. En yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar vill áreiðanlega vera laus við upp- lausn, kommúnisma og Lappó- mennsku og þess vegna munu þau samtök halda áfram að efl- ast,- sem vinna að því að farið verði að klifra niður dýrtíðar- stigann með nauðsynlegri að- gætni og festu. FRV. STJÓRNARINNAR OG TILLÖGUR BÚNAÐARÞINGS. Til eru þeir menn, sem reyna að halda því fram, að frv. stjórn- arinnar hefði verið hagstæðara fyrir bændur en tillögur Bún- aðarþings. Það mætti þó vera sérhverjum ljóst, að þetta er blekking ein. - Frv. stjórnarinnar gerði ráð fyrir að bændur gæfu alveg eftir 10% verðhækkunina. Launa- stéttirnar áttu að vísu að gefa líka eftir 10% á pappírnum, en ekki í reynd, því að grunnkaup- ið átti að vera óbundið og launa- stéttirnar gátu því hækkað það miklu meira en nam 10% nið- urfærslunni. Landbúnaðarverð- ið mátti ekki hækka, þótt grunn- kaupið hækkaði. Þannig mýndi reyndin vafalaust hafa orðið sú, að bændur hefðu verið fast- bundnir við 10% afsláttinn, en launastéttirnar hefðu meira en haldið sínu óbreyttu. Auk þess gerði stjórnarfrv. ekki ráð fyrir neinum útflutningsbótum, þótt bændurnir gæfu eftir 10% og verðlagið yrði lögbundið. Þannig samkvæmt tillögum búnaðar- þings gefa bændur að vlsu eftir 10%, en þeir fá það jafnframt tryggt, að verði kauphækkanir á umræddum samningstíma, þá verka þær. mánaðarlega til hækkunar á afurðaverðinu. Jafnframt fá bændúr tryggðar fullar útflutningsuppbætur. BÓNDI SPYR. Mælt er að bóndi einn hafi ný- lega komið til Egils á Sigtúnum og spurt hann um eftirfarandi: Hvað myndi ég hafa þurft að (Framh. á 4. síSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.