Tíminn - 29.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1944, Blaðsíða 2
362 TlMEVN, föstndaginn 29. sept. 1944 91. blað Föstudagur 29. sept. Bíófundurinn á fossbrúninni Á síðastl. vetri hófu þeir Jórí- as Jónsson, Egill í Sigtúnum og einhverjir menn fleiri útgáfu sérstaks blaðs, sem nefndist Bóndinn. Markmiði þess var lýst á þá leið, að það ætti að skapa aukið samstaff bænda um hagsmunamál þeirra og vinna gegn hruni krónunnar og fjárhagsins. Sérstök áherzla var á það lögð, að bændur mættu ekki láta pólitíska spákaup- menn skipta sér þannig í flokka, að þeir stæðu suaidraðir um eigin hagsmunámál sín. Mátti vissulega allt gott um þennan boðskap blaðsins segja, enda naut það óskipts stuðnings Framsóknarmanna, unz það tók að leggja meira kapp á að ó- frægja ýmsa forráðamenn flokksins en að ástunda fram- angreindan málflutning. Það er áreiðanlega ekki ofsagt, að bændur hafi aldrei komizt nær því að fylgja hinni upp- haflega yfirlýstu stefnu „Bónd- ans" en á búnaðarþinginu, sem var háð fyrir nokkrum dó'gum. Aldrei hafa bændur úr tveimur helztu stjórnmálaflokkunum staðið meira einhuga saman og um langt skeið hefir ekki verið stigið stærra skref til að hindra verðfall krónunnar og algert hrun í atvinnumálum landsins. Með eftirgjöfinni á 10% verð- hækkuninni afstýrði búnaðar- þingið því, að dýrtíðin yrði óvið- ráðanleg stra,x á þessu hausti, og skapaði jafnframt fordæmi, sem öðrum stéttum mun reyn- ast erfitt að taka ekki til eftir- breytni. Fari hins vegar svo, að fordæml bændanna verði. ekki fylgt og koma þurfi til stórkost- legrar úrslitabaráttu um þessi mál, hafa bændur með þessari framkomu skapað sér þann siðferðilega grundvöll til að standa á, er mun reynast traust- ari en ábyrgðarleysi og ofsi kommúnista, sera hafa líka þá einu stefnu að skapa sem mest öngþveiti. Það mun því koma ýmsum meira en undarlega fyrir sjónir, þegar áðurnefndir frumkvöðlar Bóndans verða fyrstir manna til að hef jast handá um æsingar og ofsóknir gegn fulltrúum bænda á búnaðarþingi og það með slíku offorsi, að þe'ss eru fá dæmi. Þeir nota tækifærið, þegar sýnt er að búnaðarþingsmenn geta ekki mætti, til að halda æsinga- samkomu í bíói, sem Egill Thor- ¦ arensen hefir komið upp við Ölfusá og búnaðarblaðið Freyr sagði, að fengið hefði nóg bygg- ingarefni samtímis og því var háldið fram, að ekki væri hægt að reisa á sama stað viðgerðar- verkstæði fyrir landbúnaðarvél- ar vegna skorts á byggingarefni. Á bíófundi þessum voru þeir.sem affluttu malstað búnaðarþings- ins, látnir hafa margfaldan 'ræðutíma við þá, sem voru til varnar, og málið var lagt fyrir eins hlutdrægt og rætnisiega og frekast var kostur.Einn ræðu- mannanna notaði t. d. þá sam- líkíngu, að búnaðarþingsmenn hefðu, þegar þeir komu til Reykjavíkur, látið fara með sig eins og þorska, sem væru frystir i íshúsi, og því var óspart haldið á lofti, að þeir væru svikarar, er ættu allt illt skilið. Með þessum og þvílíkum aðförum tókst að fá talsve.rt fundarmanna, 'eða um 50 talsins, til að mótmæla gerð- um búnaðarþings, en vafalaust hefðu flestir þeirra greitt at- kvæði á aðra leið, ef málið hefði verið lagt fyrir skilmerkilega og óhlutdrægt. Þessar aðfarir allar sýna það eins glöggt og verða má, að for- stöðumenn Selfossbíófundarins hafa vissulega aðra stefnu en upphaflega kom fram i Bónd- anum, þá, að treysta sameiningu bændanna og tryggja verðgildi krónunnar. Árásir þeirra gegn ýmsum forráðamönnum Fram- sóknarflokksins í Bóndanum á sínum tíma, sýndi líka glöggt að tijgangurinn var annar og nú hefir það komið enn greini- legar i Ijós. Ef fylgt væri fram Afstaða Búnaðarþings til verð lagsmála landbiinaðarins Ræða Bjarna Ásgeirssonar í útvarpsumræðum frá Alþingi 28. þ. m. Þegar rætt er um frumvarp það, sem hér liggur fyrir, verð- ur ekki hjá því komizt að ræða nokkuð ýtarlega afskipti Bún- aðarfélags íslands, af málum þeim, sem það fjallar um, þar sem það er vitað, að þau afskipti hafa orðið til að koma þessari hreyfingu á málið, og ráðið mestu um þá bráðabrigða- lausn, sem að er stefnt,. — Mun ég einkum snúa mér að þessari hlið málsins. Eins og öllum er kunnugt hvarf Alþingi, árið 1942, frá þeirri skipan, er þá hafði staðið um skeið, að binda með lögum tvö hin veigamestu atriði verð- lagsmálanna, sem sé verkalaun og verð innlendra afurða, eða eins. og líka má orða það: kaup verkamanna og bænda. Þá þegar var tebin sú :stefna, þó að hún væri ekki fastmótuð fyrr en síðar, að freista þess að halda þes'sum tveim áhrifamestu þáttum verðbólgunnar í skefj- um með frjálsum samnmgum við aðila þá, er hér áttu hlut að máli, verkamenn og bændur. Mál þessi komu mjög til umræðu á Alþingi 1943 í sambandi við dýrtíðarfrv. ríkisstjórnarinnar. Þegar frumvarp það var lagt fyrir þingið, voru í því nokkur ákvæði um lögbindingu verðlags og kaupgjalds. En í meðferð málsins á þinginu kom fljótlega í ljós, að ekkert meirihlutafylgi var þar- fyrir því<að ákveða neina lögbindingu kaupgjalds, og kom þá ekki»til greina að binda verð- lag landbúnaðarvara eitt út af fyrir sig. í umræðum um mál þessi voru þá uppi margar radd- ir bæði á Alþingi og 1 blöðum um að eina leiðin til að stöðva aukningu verðbólgunnar, hvað þessi atriði snertir, væri það að fá með frjálsum samningum við bændur og verkamenn, gagn- kvæma lækkun verðlags .og kaupgjalds, — eða að minnsta kosti fulla stöðvun hækkana frá því, sem þá var orðið. Af fram- kvæmdum í þessa átt varð þó ekkert lengi vel. Samþykkt Búnaðar- þings 1943. Meðan þessu fór fram á Al- þingi sat hér á rökstólum Bún.- aðarþing, er fylgdist með má"l- um þessum og tók þau til með- ferðar hjá sér. — Var þá m. a. rædd aðstaða lahdbúnaðarins í bessu sambandi, en hann hafði þá ekki á að skipa neinum heild- ar-hagsmuna-samtökum fyrir bændastéttina, þar sem launa- stéttirnar hins vegar höfðu fast- skipulagðan félagsskap, Alþýðu- samband íslands, til forsvárs og samninga fyrir þeirra hönd, en Búnaðarfélag íslands hafði til þess tíma nær eingöngu látið hin faglegu mál stéttarinnar til sín taka. Niðurstaða þessara um- ræðna og athugana varð sú að Búnaðarþing ákvað að Búnað- arfélag íslands skyldi nú taka í sínar hendur forystuna í hags- munasamtökum bændastéttar- innar, fyrst um sinn, þar sem búaðarfélögin væru eini stétt- arfélagsskapur bændanna, er væri þannig skipulagður, að hann næði til allra bænda landsins. Var um þetta gerð sérstök ályktun á Búnaðarþing- inu, og stjórn Búnaðarfélagsins falið að hafa með höndum framkvæmd þessara mála á milli þinga. Auk þessa samþykkti búnaðarþing sérstaka ályktun í verðlagsmálum, er skýldi vera eins konar starfsgrundvöllur fyrir stjórn félagsins að haga sér eftir. í ályktun þessari segir svo, að ftúnaðarþing telji ekki viðun- andi að lögbundið sé verðlag á landbúnaðarvörum, án þess að jafnframt sé tryggt, að vinna sú, sem lögð er fram við -fram- leiðslu landbúnaðarvara, verði eins vel launuð og önnur sam- bærileg vinna í landinu. Þá ályktar Búnaðarþingið að lýsa því yfir fyrir hönd bænda- stéttarinnar, að það geti eins og þá er ástatt, fallizt á verð það, sem var á landbúnaðarvöru 15. dfes. árið áður verði fært niður, ef samtímis fer fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi. Búnaðarþing tók sér með þessu fyrir hendur nýtt verkefni, er það ekki hafði áður haft með höndum. Varð ekki annars vart en að bændur létu sér þessa á- kvörðun yfirleitt vel líka. Sex-mannanefnclin fyrri. Þegar Búnaðarþing samþykkti ályktun þessa var ástandið á Al- þingi ekki ósvipað því, sem nú hefir verið undanfarið. Dýrtíð- armáíin" höfðu þá um langt skeið legið í nefnd og virtiíst komin í eins konar sjálfheldu. Enda grípur nú Alþingi óðara ályktun Búnaðarþingsins sem björgun til bráðabirgðarlausnar í málunum og afgreiðir þau í samræmi við tillögur Búnaðarfélags íslands. Ákveður það nú að skipa nefnd fulltrúa frá Búnaðarfélagi ís- lands, Alþýðusambandinu og Starfsmannafélagi ríkis og bæja, ásamt tveim sérfróðum mönnum um verðlagsmál — hina svoköll- uðu sex manna nefnd,— til þess að leita að réttu lilutfalli verðlags og kaupgjalds á grund- velli Búnaðarþings-samþykktar- innar. Starf nefndarinnar og niðurstöður eru öllum kunnar og hafa þær síðarí verið sá grund- völlur í verðlagsmálum land- búnaðarins, sem á hefir verið byggt. Er þannig ekki ofsagt, að Búnaðarþing hafi með aðgepðum sínum í verðlagsmálunum 1943 beirri stefnu, sem þeir báru fram á Selfossbíófundinum, myndi það í fyrsta lagi leiða af sér nýjan klofning bændastétt- arinnar eftir að fulltrúar þeirra á búnaðarþingi hafa fylkt sér traustar saman en nokkru sinni fyrr og draumurinn um samein- ingu bændanna um hagsmuna- mál sín virðist þannig vera að rætast. Af stefnu Selfossbíó- fundarins, ef henni yrði fylgt fram, myndi það einnig hljótast, að verðfalli krónunnar yrði eigi afstýrt, heldur myndi kapp- hlaupið milli verðlags og kaup- gjalds haldast áfram og komm- únistum væri þannig tryggð sú upplausn, sem þeir eru að sækj- ast eftir. Er það vissulega ekki ofsagt, að þrátt fyrir allt skraf sitt um andúð gegn kommúnist- unum, séu forsprakkar Selfoss- bíöfundarins fyllstu samherjar og vopnabræður kommúnista, bví að þeir vilja leiða bændur fram af sömu fossbrúninni og kommúnistar verklýðssamtökin, bótt af því geti ekki annað hlot- izt en glötun þjóðfélagsins í hyldýpinu fyrir neðan. Bændum er það lika ljóst, að íeiðsögn Selfossbíómannanna vísar á hreinan helveg. Nokkru eftir að fréttin um Selfossbíó- fundinn var slmuð um landið, kom stjórn Kaupfélags Eyfirð- inga til fundar og lýsti hún sig fullkomlega sammála gerðum búnaðarþings. Slíkar fréttir ber- ast 'nú líka hvaðanæfa frá for- 'ráðamönnum samvinnufél. og bæhdum. Undir forustu búnað- arþings hafa bændur sameinazt um þessi mál og þeir láta ekki kljúfa sig aftur. Menn, sem stjórnast af annarlegum skoð- uríum og sjónarmiðum, munu ekki með bíósamkomum eða öðrum meðulum fá neinar telj- andi undirtektir.ef þeir ætla að fá bændur til að kljúfa samtök sín á nýjan leik og gerast leik- bræður kommúnista við að fella krónuna. Bændur hafa samein- azt og tekið forustu um þá lausn dýrtíðarmálsins, sem er æskileg- ust og þjóðinni væri til mest sóma. Þeir munu hiklaust halda áfram þessu viðnámi gegn því að þjóðfélagið farizt í fossi dýr- tíðarinnar, þótt Jónas og Egill geri óp að þeim úr stríðsgróða- bíóinu á fossbrúninni. átt drýgstan þáttinn í að leysa þau úr þeirri flækju, sem þau voru komin í á Alþlngi og hjálpa til að fleyta þeim fram á þenn- an dag. Með niðurstöðu sex manna nefndarinnar var leystur annar liður þeirrar ályktunar, sem ég skýrði frá að gerð hefði verið á Búnaðarþingi 1943. Þá var enn eftir að reyna til þrautar hitt atriðið, sem var tilboð 'um gagn- kvæma niðurfærslu launa og af- urðaverðs til lækkunar dýrtíð- arinnar. Hinar jákvæðu niðurstöður af starfi sex manna nefndarinnar vóru nauðsynlegur liður, svo ekki sé sagt undirstöðuatriði þess, að gagnkvæmir samningar gætu tekizt um frjálst sam- komulag þessara stétta — bænda og verkamanna — um stöðvun eða niðurfærslu verð- bólgunnar. Nú átti deilunni á milli þessara aðila um hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags að vera lokið, — svo að nú~var orð- ið einfalt reikningsdæmi að á- kveða hvað væri hlutfallsleg lækkun hjá hverjum fyrir sig, ef samkomulag næðist um að fara þá leið. Hitt hlaut öllum hugsandi mönnum að vera ljóst, að næð- ist ekkert samkomulag um stöðvun eða lækkun kaupgjalds'- ins þegar búið var að binda af- urðaverðið við það með lögum, hvað þá ef grunnkaupið héldi áfram að hækka — þá væru lög- in um sexmannanefndarverðið orðin sjálfvirk lögvernduð hækkunarskrúfa, sem fyrr eða síðar hlyti að sprengja allar stíflur gegn verðbólguflóðinu í loft úpp — og að fara sjálf í mola um leið. Þetta sáu allir menn, sem höfðu opin augu. Spurningin var aðeins um það, hversu langt yrði þangað til allt brysti,' ef þannig væri fram 'haldið. Sex>«nannanefndin síðari. Þetta var fulltfúum bænda í Búnaðárfélagi íslancjs ljóst. Þess vegna lögðu þeir tilboð Búnað- arþingsins frá 1943 um gagn- kvæma lækkun verðlags og kaupgjalds fram í hinni síðari sexmannanefnd, er skipuð var um haustið 1943 fulltrúum frá Búnaðarfélagi íslands og Al- þýðusambandi íslands — að til- hlutun ríkisstjórnarinnar, sem þá mun hafa viljað reyna til þrautar, hvort unnt yrði að stöðva eða lækka dýrtíðina eftir hinni frjálsu leið — með sam- komulagi þessara stétta. Lagði nú félagið álit sexmannanefnd- arinnar til grundvallar, enda var það nú orðin lögleg sáttagerð í máli þessu. Fulltrúar Búnaðarfélagsins buðu 5—10% lækkun á landbún- aðarvörum gegn sams konar lækkun á kaupgjaldi — til þess að taka broddinn af hækkunar- skrúfunni. Þessu tilboði var með öllu hafnað af fulltrúum Al- þýðusambandsins — og þar með var þessari tilraun lokið. Síðan hélt skrúfan áfram. Grunnkaup hækkaði í ýmsum greinum — framfærsluvísitalan hækkaði og verðlagsvísitala landbúnaðarvara í beinu áfram- haldi af því. — Búnaðarþing kvatt saman í haust. Þegar svo Alþingi kom saman hinn 15. sept. síðastliðinn og bú- ið var að reikna út hina nýju verðlagsvísitólu landbúnaðar- vara, sem sýndi hækkun um 9,4% frá því sem áður hafði verið, stóð ríkisstjórnin ráðþrota um framkvæmd dýrtíðarlag- anna. Skýrði hún þinginu frá því að nú væri ekki nema um tvennt að gera^ að lækka verðlag á landbúnaðarvörum og kaup- gjald með lögum fyrst það tæk- ist ekki öðruvísi — eða að sleppa dýrtíðinni lausri. Lagði hún svo fram frumvarp, sem nú er kunn- ugt orðið og sem eins og hið fyrra frumvarp hennar hafði inni að halda ákvæði um nokkra bindingu afurðaverðs og . kaup- gjalds. Það kom enn í ljós að enginn meirihlúti var fáanlegur í Al- þingi með frumvarpi þessu og enn síður fyrir því að binda eða lækka kaupgjaldið með lögum. Afleiðingarnar þekkja allir. — Ríkisstjórnin sagði af sér — og flokkar þingsins voru til þess kvaddir af forseta að' gera til- raun um lausn málanna — myndun ríkisstjórnar — og á- kvarðánir.í dýrtíðarmálunum. — Áður en þetta gerðist höfðu þingflokkarnir kosið þfjá menn hver til viðræðna um mál þessi, hina svokölluðu tólfmannanefnd — og tók hún nú við hinu nýja vandamáli. Tólfmannanefndin tók nú upp að nýju leið hinna frjálsu samninga milli stéttanna um kaupgjald og afurðaverðið. Sneri hún sér'til Alþýðusam- bandsins sem fulltrúa launa- manna, Vinnuveitendafélagsins, sem fulltrúa atvinnurekenda bæjanna, og Búnaðarfélags ís- lands sem fulltrúa bændanna. Það hefði óneitanlega verið á- byrgðarminnst og vandaminnst fyrir Búnaðarfélag íslands að víkja sér með öllu undan frekari afskiptum af málum þessum og segja við Alþingi sem svo: „Ber þú sjálfur fjanda þinn". — En það taldi stjórn þess þó ekki fært eins og málum var komið. Búnaðarþingið hafði eins og fyrr er sagt, ákveðið að láta mál þessi til sín taka og falið stjórn félagsins forsvar þeirra. Og Al- þingi hafði með dýrtíðarlögun- um frá 1943 lögfest félagið sem aðila um þessi mál fyrir^hönd bændastéttarinnar, og það hafði þegar haft af þeim margvísleg afskipti bæði í skipun og störf- um sexmannanefndarinnar og á annan hátt. Hvaðanæfa af land- inu höfðu borizt álitsgerðir frá bændum og félögum þeirra, er lýstu ánægju sinni yfif þessar'i nýjung í starfsháttum félagsins. Þetta allt, ásamt eðli málsins, var þess valdandi, að stjórn Búnaðarfélagsins áleit ekki fært að víkja sér undan þessum vanda, en taldi hins vegar sjálf- sagtað kalla saman, sér til full- tingis, fulltrúa Búnaðarþings- ins utan af landi, þar sem henni var ljóst hver alvara hér var á ferðum. — Þegar svo Búnaðar- þingsfulltrúarnir fóru að kynna sér viðhorf þessara mála, kom- ust þeir fljótt að raun urh það hversu ástandið Var orðið alvar- legt. Að sumu leyti var það svip- að og á vetrarþinginu 1943, er "Búnaðarþing hjálpaði til að skera á hnútinn með tillögum sínum, þeim er áður getur. Mál- ið var nú' búið að liggja um sinn í nefndum hjá þingflokkunum, en engin lausn eygjanleg. En þó var allur sjúkdómur þessa máls komin á stórum hærra stig nú en þá. Upplýsingarnar, sem lágu fyrir Búnaðar- þingi. Upplýsingar lágu fljótlega fyrir fulltrúum þingsins er glögglega sýndu, hve hér var komið í óvænt efni: 1. Upplýsingar lágu fyrir um það, að ríkisstjórnin hefði í allt sumar unnið að því að koma saman fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár, en væri ekki buin að leggja það fyr- ir enn, þó að þingið hefði nú setið um þrjár vikur, — vegna erfiðleikavið að fá á því viðunandi niðurstöður. Þó hafði svo mikið frétzt um^fjármálaástandið — að heildargreiðslur yfirstand- andi árs muni nema um 115 miljónum króna, eða meir en fimmfaldri þeirri upp- hæð, sem útgjöld ríkisins námu fyrir styrjöldina — og að útgjöldin færu sí- hækkandi. Ennfremur var það þá þegar vitað, að á hinu nýja fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 10 milj. króna hækkun á rekstrarútgjöld- um ríkisins, og að tekjur og gjöld stæðust þar á með því að allmikið væru niður skorna r verklegar fram- kvæmdir frá því, er væri á fjárlögum þessa árs, og að ekki væri gert ráð fyrir neinum tekjum til að ríiæta niðurgreiðslu vegna dýrtíð- arinnar né til útflutnings- uppbóta, en þessi útgjöld munu nema um 20 milj. kr. / á þessu ári. Þrátt fyrir þetta væru út- gjóldin miðuð við fram- færsluvísitölu 250. Allt þetta liggur nú fyrir í hinu nýja fjárlagafrum- varpi. Þá er einnig vitað, að hver 6 stiga hækkun á vísi- tölu hafa I för með sér einn- ar milj. króna hækkun á rekstrarútgjöldum ríkisáns. 2. Upplýsingar lágu fyrir um það, að ef halda ætti fram- færsluvísitölunni niðri á sama stigi og hún er nú, og grejða áætlaðar útflutnings- uppbætur á landbúnaðar- vörum miðað við hið ný- skráða verð — þyrfti til þess fullar 30 milj. króna — eða um 50% hærri fjárfúlgu en öll fjárlögin námu fyrir stríð. 3. Upplýsingar lágu fyrir um það, að útilokað væri að meiri hluti fengizt á Alþingi fyrir því að samþykkja þessi útgjöld að öllu ó- breyttu og að afla tekna til þeirra. í þessu sambandi er rétt að géra sér þess grein, hver er al- mennastur skilningur manna á rétti bænda tíl að tryggja sér verðlag sexmannanefndarinnar. En hann er þetta: . Ef verðið á innlenda mark- aðnum er sett fast fyrir til- stuðlan stjórnarvaldanna — eins og verið hefir undanfarið, er það skylda ríkisins að bæta bændum upp það, sem á vantar, að þeir fái það verð, er þeim ber samkvæmt sexmannanefndará- litinu, bæði á innlendum og er- lendum markaðí. Neiti ríkið hins vegar að bæta upp verð það, sem fyrir vöruna fæst á erlendum markaði, þannig, að það nái sex-mannanefndar-verðinu, er skýlaus réttur bænda að setja það verð á vöruna á innlenda markaðnum, að sex-manna- nefndarverðið fáist fyrir alla vöruna í heild bæði á útlenda og innlenda markaðnum. Þannig leit kjötverðlagsnefnd á þetta mál haustið 1943, og neitaði því að ákveða útsöluverð á innlend- um markaði fyrr en vitneskja fengist um það, hvort uppbætur yrðu greiddar á útflutningsvör- una — þannig lítur sama nefnd: á málið enn, eða með því að hún hefir nýskeð gefið út reikn- ingslegt yfirlit um það.hve hátt verðið þyrfti að vera á innlenda markaðnum til þess að tryggja bændum sex-manna-nefndar- verðið, ef engar útflutnings- uppbætur yrðu greiddar og eng- ar niðurborganir ættu sér stað. ¦^Til viðbótar þremur áður- greindum atriðum lágu fyrir upplýsingar frá kjötverðlags- nefnd, sem hér segir: 4. Ef greiddar væru útflutn- ingsuppbætur á kjötið, en engar niðurgreiðslur á inn- lendum markaði, þyrfti að selja hvert kjötkg. í smásölu á innlendum markaði á 11.07 kr., en af því fengu bænd- urnir hinar tilskildu 7.76 á kílógr. Kostnaðurinn við að koma hverju kílógr. kjöts í peninga er samkvæmt þessu 3.31 — eða kostnaðurinn á 15 kílógr. skrokk um 50 krónur. Eða með öðrum orðum: Ef kjötverðið væri nú ekki nema tvöfalt við það, sem (Framh. á 3. aíSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.