Tíminn - 30.09.1944, Side 1

Tíminn - 30.09.1944, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 28. árg. Reykjavxk, laugardagiim 30. sept. 1944 Frmnvarpið um ræktunar- og byggingarsampykklir í sveitnms RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 oe 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSENGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Siml 2323. 92. klað Félagsvinna með fullkomnustu tækj- um við ræktun og húsabætur í sveitum Framkvæmdasjóður ríkisins leggi Sram 3 miljón króna stoSnfé til kaupa á ræktunarvélum Eins og áður hefir veriff skýrt frá í blaðinu, hefir milliþinganefnd Búnaffarþings lokiff fyrir | nokkuru síffan athugun sinni á jarffræktarlagafrv. Framsóknarmanna, er miffar aff því aff koma allri heyöflun á véltækt land innan 10 ára. Niffurstaða ncfndarinnar hefir orffið sú, aff hún hefir samiff tvö frumvörp, þar sem meginatriffin í frumvarpi Framsóknarmanna eru lögff til grund- vallar. Annað frv. fjallar um jarffræktar- og húsagerffarsamþykktir í sveitum, en hitt um breyt- ingu á jarðræktarlögunum. Bæffi frv. hafa nú veriff lögff fram í neðri deild og eru þau flutt af Bjarna Ásgeirssyni og Pétri Ottesen. Þ?ir sem frv. þessi tryggja öll affalatriðin í jarffræktarlagafrv. Framsóknarflokksins, mun hann einbeita sér fyrir samþykkt þeirra og gera sitt ýtrasta til þess, aff þau komist fram á þessu þingi. Ætti hin drengilegu framkomu búnaffarþings í dýrtíffarmálunum vissulega aff vera þing- mönnum aukin hvatning til þess að veita landbúnaffinum affstoff til þess aff komast á arð- vænlegan grundvöll, en þaff verffur hann fyrst þegar öll heyöflun fer orðiff fram á véltæku landi. Hér á eftir verffur gerff grein fyrir aðalefni frv. um jarffræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, en hins frv. er getiff A Setiiiiig jarðaræktar- samjxykkta. Búnaðarsamböndum er heim- ilt aff setja sér samþykkt um, að sambandið taki að sér ákveðnar jarðræktarframkvæmdir á sam- bandssvæðinu, til þess að greiða fyrir eflingu . jarðræktarinnar og koma til leiðar, að öll hey- öflun bænda fari fram á vél- tæku landi. Jarðræktarfram- kvæmdir þær, sem hér um ræð- ir, eru: Framræsla. Túúasléttun. Nýrækt. Sléttun engja. Þegar búnaðarsambandsf.und- ur hefir ákveðið'að koma á jarð- ræktarsamþykkt, skal stjórn þess senda frv. að samþykktinni til allra búnpðarfélaga á sam- bandssvæðinu. Frv. skal rætt á almennum fundi í hverju félagi. Þegar frv. hefir hlotið samþykkt meira hluti búnaðarfélaganna, skal það aftur borið undir fund í búnaðarsambandinu og hljóti það stuðning % fundarmanna, skal leita á því fullnaðarstað- festingar landbúnaðarráðherra. Ef búnaðarsamband fellir hins vegar að gera jarðræktarsam- þykkt, er því skylt, ef þess er óskað, að gera tillögur um skipt- ingu sambandsumdæmisins í samþykktarsvæði. Lágmarks- stærð hvers samþykktarsvæðis skal miða við það, að nægilegt verkefni sé fyrir eina vélasam- stæðu um alllangt árabil, að dómi Búnaðarþings íslands. Þegar skiptin hafá þannig hlot- ið staðfestingu Búnaðarfélags* íslands, getur hvert samþykkt- arsvæði gert ræktunarsamþykkt með svipuðum hætti og búnað- arsamband. í ræktunarsamþykktum skal kveða á um: 1. Verkefni, sem sambandið eða ræktunarfélagið tekur að sér. 2. Skipun og valdsvið fram- kvæmdastjórnar. 3. Hvernig framkvæmdum skuli hagað, þar á meðal, að þeir, er minnst véltækt land hafa, sitji fyrir vinnu, eftir því sem við verður komið. 4. Að búnaðarsambandið eða ræktunarfélagið taki þær greiðslur fyrir ræktunar- störfin, að allur kostnaður fáist að fullu greiddur. 5. Fjáröflun og tryggingar fyrir fjárreiðum sambandsins eða ræktunarfélagsins. 6. Reikningshaíd og endurskoð- un. 7. Hvernig samþykkt skuli breytt. á öffrum staff. 8. Hvernig samþykkt verði felld úr gildi. Þegar ráðherra hefir staðfest samþykktina, gildir hún upp frá þvi fyrir alla félagsmenn hreppabúnaðarfélaga á sam- þykktarsvæðinu. Ráðherra skipar fyrir um birtingu samþykktarinnar og tiltekur, hvenær hún öðlist gildi. Mœliiigar og rflirlií. Stjórn sambandsins annast með aðstoð Búnaðarfélags ís- lands um gftirgreindar míeling- ar og athuganir á hverju sam- þykktarsvæði: 1. Stærð túna. 2. Stærð túnþýfis að flatarmáli á hverri jörð,. sbr. bráða- birgðaákvæði jarðræktarlag- anna frá 4. júlí 1942. 3. Ræktunarástand túnanna. 4. Skilyrði til nýræktar. 5. Framræsluþörf jarðarinnar (vegna túnanna, fyrirhug- aðrar nýræktar, engjarækt- ar og til hagabóta, ef þess er sérstaklega óskað). 6. Skilyrði til að gera engi vél- tæk eða auka þau. Kostnaður við athuganir og mælingar þær, er hér um ræðir, ásamt nauðsynlegri kortagerð gréiðist að helmingi úr ríkis- sjóði, en hinn hlutinn greiðist að jöfnu af Búnaðarfélagi ís- lands og hlutaðeigandi búnaðar- sambandi. Ræktunafframkvæmdir, sem gerðar eru samkvæmt lögum þessum, skulu framkvæmdar eftir fyrirsögn trúnaðarmanna, er Búnaðarfélag íslands sam- þykkir. Ef jarðeigandi eða ábú- andi, sé jörðin í leiguábúð, vilí ekki hlíta ákvörðun trúnaðar- manns, getur hann skotið þeim til umsagnar Búnaðárfélags ís- lands, sem fellir fullnaðarúr- skurð um tilhögun verksins. Framlag fi’amkvæmdasjóðs til vclakauixa. Verkfæranefnd ríkisins skal vera stjórn búnaðarsambands- ins eöa framkvæmdastjórn sam- þykktarsvæðis til aðstoðar og leiðbeiningar um kaup og val nauðsynlegra jarðvinnsluvéla og verkfæra vegna hinna fyrirhug- uðu framkvæmda. Hún ákveður og í samráði við'stjórn Búnaðar- félags íslands, hve margar vélar af hverri tegund njóti styjks úr framkvæmdasjóði ríkisins á hverju sambands- eða sam- þykktarsvæði, miðað við eðlilega þörf sambandsins, stærð þess, vélakost og vinnuafköst vélanna. Verja skal úr framkvæmda- sjóði ríkisins allt að 3 millj. kr. til greiðslu helmings af kostn- aðarverði þeirra véla og verk- færa, kominna á ákvörðunar- stað, er verkfæranefnd ríkisins telur þörf á til ræktunarfram- kvæmda samkvæmt lögum þess- um. Styrkur ^þessi greiðist, jafn- óðum og vélarnar eru keyptar. • Fyrningarsjóðnr. Framkværridastjórn samþykkt- arsvæðis ber að taka þá greiðslu fyrir notkun véla og verkfæra, sem keypt eru og notuð sam- kvæmt lögum þessum, að hún nægi fyrir öllum venjulegum rekstrarkostnaði, og sé þar með talið hæfilegt viðhalds- og fyrn- ingargjald, er miðist við, að það nægi til að endurnýja vélar og verkfæri, jafnóðum og þau veröa ónothæf, Verkfæranefnd ríkisins ákveður, hvað sé hæfilegt að leggja til hliðar fyrir viðhalds- kostnaði, meðan vélarnar eru nýjar og nýlegar, og ennfremur ákveður hún fyrningargj aldið. Búnaðarfélag íslands skal inn- heimta fyrningargjaldið í lok hvers reikningsárs og leggja það í sérstakan fyrningarsjóð, er verði í vörzlu þess. Sjóðinn skal ávaxta í Búnaðarbanka íslands. Búnaðarfélag íslands annast reikningshald sjóðsins og ávísar úr honum eftir tillögum stjórn- ar verkfæranefndar ríkisins. Hvert samband heldur séreign sinni í sjóðnum. Fftirlit með vélsim og vélanáiiiskeið. Verkfærakaupanefnd ríkisins skal hafa eftirlit með vélum þeim og verkfærum, sem keypt eru og notuð samkvæmt ákvæð- um laga þessara, viðgerð þeirra og viðhaldi svo og, ef þess er óskað, öðrum vélknúnum tækj- um, sem notuð eru í sambandi við jarðræktarframkvæmdir í sveitum. Skal hún hafa í þjón- ustu sinni nægilega marga vél- fróða menn til að annast eftirlit þetta. Búnaðarfélag íslands og verk- færanefnd ríkisins skulu halda námskeið fyrir þá menn, er eiga að vinna með vélknúnum jarð- vinnslutækjum, enda hafa þeir menn einir rétt til að vinna með slíkum tækjum, sem eru viður- kenndir til þess hæfir af verk- færanefnd ríkisins. Kostnaður samkvæmt 11. og 12 gr. greiðist úr ríkissjóði. Ilúsagerðar- saíisfiykktir. Búnaðarsamböndum er heim- ilt að setja sér samþykkt um, að þau taki að sér byggingu íbúðar- og útihúsa á sambands- svæðinu á þann hátt, að þau ráði til sín flokka byggingarmanna og leggi þeim til fullkomnar vél- ar og tæki við vinnuna. Með samþykktinni skal stefnt að því að hraða húsabótum og öðrum byggingarframkvæmdum í sveit- um og að bændur fái með þess- um hætti svo vönduð, hagkvæm, smekkleg og ódýr hús sem kost- ur er á. Við framkvæmdir þess- ar sé þess gætt, að þeir, er hafa mesta þörf fyrir nýbyggingar, sitji fyrir, eftir því sem unnt er. Byggingarframkvæmdir þær, er hér um ræðir, eru: 1. íbúöarhús. 2. Peningshús. 3. Hlöður og súrheystóftir. 4. Haughús, þvaggryfjur og safnþrær. 5. Geymsluhús. Húsin afhendist fokheld, nema öðruvísi sé um samið. Húsagerðarsamþykktir skulu settar með sama hætti og rækt- unarsamþykktir, og hafa ýms svipuð ákvæði, t. d. um stjórn, fjáröflun, tryggingar og greiðsl- ur. Teiknistofa landbúnaðarins skal veita sérfræðilega aðstoð og skulu byggingarnar reistar eftir tilsögn hennar. Byggingar- sjóður og nýbýlasjóður leggja fram sem styrk y3 hvor af kostn- aðarverði þeirra veggjamóta, véla og verkfæra, sem þessi byggingarstarfsemi útheimtar, en reikna skal sérstakt viðhalds- og fyrningargjald af áhöldum þessum og skal Búnaðarfélag íslands sjá um, að fyrningar- gjaldið sé lagt í sérstakan fyrn- ingarsjóð, er styrkir endurnýj- un vélanna. r Ur greínargerð frv. í greinargerð frv. segir svo: „Árið 1900 telur hagstofan, að íbúar í sveitum og kauptúnum með færri en 300 íbúa hafi ver- ið 62919, en árið 1940 46984. Þeim hefir því fækkað um 15935. Sveitirnar hafa þannig misst á þessu tímabili rúmlega % af mannafla sínum og vinnukrafti. Á sama tíma má telja, ef tillit er tekið til aukinna afurða bú- fjárins á hvern einstakling, að framleiðsla landbúnaðarins hafi aukizt um nálega 50%. Jafn- framt hefir töðufallið meir en tvöfaldazt síðustu 20 árin. Þetta sýnir, að sveitafólkið hefir ekki legið á liði sínu. Þrátt fyrir þessi og'önnur stór átök, miðað við allar aðstæður, vant- ar enn mikið á, að íslenzkur landbúnaður sé rekinn yfirleitt með nýtízkusniði, enda meiri örðugleikum bundið að koma því í kring en víða annars staðar. jÞað, sem nú þjáir landbúnaðinn, er skortur á vinnuafli, síhækk- andi kaupgjald, stóraukinn framleiðslukostnaður, þröngur innanlandsmarkaður fyrir ýms- ar landbúnaðarvörur og loks lágt verð á framleiðsluvörum bænda á erlendum markaði 1 hlutfalli við framleiðslukostnað- inn. Líklegt er, að einhverjar breytingar verði á þessu að stríð- inu loknu, en varlegast er að gera ráð fyrir, að þær verði ekki stórvægilegar. Yfir mjög mörg- um bændum vofir því sú hætta, Frumvarpíð um breytinguna á jarðræktarlögunum 1. gr. Ákvæði til bráðabirgða orðist svo: Næstu 10 ár frá gildistöku laga þessara skal: a. þúfnasléttun í túni styrkt með 100% hækkun frá því, sem ákveðið er í 9. gr. lag- anna, að viðbættri verðlags- uppbót samkv. ákvæðum 10. gr. laganna; b. venjuleg nýrækt styrkt með 100% álagi frá því, sem ákveðið er í 9. gr. laganna, ásamt *. verðlagsuppbót (sbr. 10. gr.), þar til býli það, er styrks nýtur, hefir 600 hesta (100 kg.) heyskap á véltæku landi í meðalári; c. greiða 50 kr. á hektara ásamt verðlagsuppbót fyrir sléttun engjalanda á þeim býlum, sem hafa ekki 600 hesta hey- ákap á véltæku landi. Hámarksákveéði 11. og 13. gr. laganna taka ekki til fram- kvæmda samkvæmt þessu ákvæði. Ráðherra setur reglugerð að fengnum tillögum Búnaðarfé- lags íslands um nánari fyrir- mæli viðvíkjandi mælingu tún- þýfis og úttekt þessara jarða- bóta til styrkgreiðslu, og skal þar m. a. ákveða reglur um, við hvaða stærð 600 hesta heyskap- arland á túni og engjum skuli miðast. í greinargerð frv. segir m. a.: í þeim kafla frv. um jarð- rækt^ vog húsagerðarsamþykkt- ir í sveitum, sem lýtur að jarð- ræktarframkvæmdum, felst meginkjarni þess átaks til auk- inna jarðræktarframkvæmda, sem milliþinganefndin leggur áherzlu á, að nú geti hafizt. Er þetta fólgið í tveimur atriðum: a. Samtökum þeini og samstarfi um þessi mál innan búnað- arsambandanna, sem þar er stefnt að. b. Fjárstuðningi þeim til kaupa á hraðvirkum jarðræktar- verkfærum, sem þar er gert ráö fyrir. Með sérstöku tilliti til þess annars vegar, hve vel unnar og varanlegar jarðræktarfram- kvæmdir eru. kostnaðarsamar, og þess hins vegar, hver þjóðar- nauðsyn það er, að því verði til vegar komið — og það á sem skemmstum tíma —, að bændur geti tekið sem mest af heyfeng sínum á véltæku landi, er í frV. þessu lagt til, að jarðræktar- styrkur til venjulegrar nýrækt- ar sé hækkaður verulega og auk þess veittur nokkur styrkur til þess að gera engjalönd véltæk, en til þeirra framkvæmda er enginn styrkur veittur nú. Skal þessi styrkur veittur til ræktun- ar á hverju býli, þangað til því marki er náð, að þar sé hægt að aflá 600 hesta heyskapar á véltæku landi. Það er svo ákveðið, að ákvæði frv. þessa, ef að lögum verður, gildi í 10 ár miðað við gildistöku þeirra. Er þetta takmark sett með það fyrir augum, að eigi dragist lengur að hrinda í fram- kvæmd þessu mikilvæga ætlun- arverki. Það væri óneitanlega mikilsvert fyrir efnalega afkomu þjóðarinnar og velmegun, ef takast mætti að ná settu marki á skemmri tíma. að aðalsöluvörur þeirra seljist ekki fyrir framleiðsluverð og að framleiðsla þeirra stöðvist af þeirri ástæðu, en það gæti aftur valdið landauðn í sumum sveit- um, ef ekkert væri að gert. Það verður t>ví að leita þeirra úrræða í tíma, sem líklegust eru talin til að sporna við vand- ræðum í þessu efni. Samkv. rannsóknum, sem gerðar hafa verið, er vinnan langstærsti kostnaðarliðurinn í útgjöldum bænda. Jafnframt hefir komið í ljós, að hátt kaup- gjald í landbúnaðarvinnu hér á landi — samfara minni vinnu- tækni og vinnuafköstum en hjá nágrannaþjóðum okkar — veld- ur mestu um, hve samkeppni er íslenzkum bændum erfið á er- lendum mörkuðum. Þegar þessa er gætt, er það augljóst, að liklegasta leiðin til úrbóta er, að bændur fái starfs- skilyrði, er geri þeim kleift að létta mannahald, en auka í þess stað vélanotkun á öllum sviðum og hvers konar tsekni utan bæj- ar sem innan, svo að vinnuhrað- inn og afköstin aukist að mikl- um mun. Tilgangur þessa frv. er að gera bændum fært að koma á hjá sér slíkum starfsskilyrð- um með félagslegum átökum. í frv. er áherzlan lögð á tvö meginatriði: 1) Aukna ræktun samfara því, að heyöflun bænda fari fram á véltæku landi, og 2) að gera bændum kleift að koma upp tiltölulega ódýrum, en vönduðum íbúðar- og útihús- um, þannig gerðum, að öll vinna í þeim verði sem auðveldust og spari vinnu. Þessi síðari þáttur frv. er ný- mæli, en engu minna nauð- synjamál, eins og byggingum í sveitum er víða háttað og örð- ugleikar eru að fá fólk til marg- víslegra innanhússstarfa, jafn- vel enn meiri en til jarðyrkju eða heyvinnu. Kostir þessa skipulags umfram þá starfshætti, er nú tíðkast, eru: 1. Að það ýtir mjög við bænd- um um land allt að hefjast handa um ræktun og bygg- inggr, strax og tök eru á. 2. Að félagsleg samtök, er ná yfir stór svæði,hafa allajafna meira lánstraust og fjár- hagslegt bolmagn til að kaupa stórar og dýrar vélar og starfrækja þær, er eitt- hvað harðnar í ári. 3. Að allir á hverju samþykkt- arsvæði eiga þess kost að fá unnið — og þeir fyrst og fremst, er mesta hafa þörfina og skemmst eru á veg komnir. 4. Að komið er í veg fyrir, að einstök byggðarlög verði ein- angruð og útundan. 5. Að félagsvinna með full- komnum og hentugum vélum verði að öllum jafnaði mun ódýrari. 6. Að tryggt er betur en áður, að ýmsar undirbúningsrann- (Framh. á 4. síSuJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.