Tíminn - 30.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1944, Blaðsíða 2
366 TÓIEVA. langardaginn 30. sept. 1944 92. hláð Lauaarúauur 30. sept. Samstarf fram- leiðendanna Fáir atburðlr hafa vakið meiri . athygli en það, sem nú hefir gerzt í verðlagsmálunum. Hvar- vetna tala menn um þá víðsýni, sem einkennir tillögur trúnað- armanna bændastéttarinnar í málinu. í Það ^stendur ljóst fyrir flest- um hugsandi mönnum, hver af- leiðing þess hefði orðið, ef bændur hefðu nú á úrslitastund tekið á málinu af jafnmikilli þröngsýni og flestir aðrir hafa gert. Niðurborgunarleiðin var lok- uð, ef bændur kröfðust verð- hækkunar nú, og útflutnings- uppbætur einnig ófáanlegar. Hlutfallsleg kauphækkun var ekki fáanleg með samningum né löggjöf. Hér var því um tvennt að velja: Hækkun dýrtíðarinnar eða stöðvun hennar á þann hátt, að bændur tækju foryst- una, án tillits til þess hvað aðr- ir ætluðu sér. Bændur hafa jafnan verið í hópi þeirra, sem barizt hafa gegn verðbólgunni og gegn því, a,ð framleiðslukostnaður í land- inu hækkaði svo, að Utflutning- ur hlyti að stöðvast. ' Þeir hafa reynst þessari stefnu sinni trúir, þegar mest á reyndi. Þeir hafa neitað að hlíta ráð- um þeirra manna, sem kröfðust þess af þeim, að þeir tækju upp vinnubrögð að hætti kommún- ista. Það einkennir marga íslenzka bændur, að þeir líta á mál, sern^ snerta þá sjálfa, frá hærri sjón- arhól en flestir aðrir. Þeir hafa ekki tamið sér þær stárfsaðferðir að einblína á stundarhag sinn, en loka aug- unum fyrir því, hvað þjóðinni er fyrir beztu og sjálfum þeim, þegar lengra er horft. Þess vegna hafa þeir jafnan gert sér far um að velja þær úrlausnir í sínum eigin málum, sem bezt * hafa samræmzt almannahag. Þeir æsingamenn, sem ráðist hafa á trúnaðarmenn bænda- stéttarinnar fyrir að hafa sýnt þjóðhollustu við meðferð dýrtíð- armálsins, hafa ekki getað sýnt fram á það með votti af rökum, að hag bændanna sjálfra hefði verið betur borgið, þótt- þeir hefðu tekið þann kostinn að halda dauðahaldi í fyllstu verð- kröfur og þar með sleppt lausri dýrtíðinní, en engar líkur haft fyrir því, að þetta verð fengist nokkumtíma heim fyrir þær af- urðir, sem senda þurfti á er- lendan markað. Fýrir árásum á trúnaðarmenn bænda standa þeir nú fyrst og fremst Egill Thorarensen í Sig- túnúm og Jónas Jónsson. Þessir menn hafa talað mikið undanfarið um samstarf fram- leiðendanna í landinu og nauð- syn þess, að það samstarf byggðist fyrst og fremst á því að halda niðri ffamleiðslukostn- aðinum og koma í veg fyrir hrun krónunnar. Piltur einn hefir verið sendur • víðsvegar um landið, til þess að tala illa um trUnaðarmenn Fram sóknarflokksins og gera um leið tilraun, til þess að safna pening- um til stofnunar nýs blaðs, seni sagt er að eigi að vera málgagn framleiðenda, ekki sízt við sjó- inn. Lítið hefir orðið ágengt í þessu, en vel hefir sézt hvert stefnt er nú þessa dagana og er ekki illa af stað farið um samstarfið! Engin atvinnugrein á jafn mlkið í húfi um stöðvun dýrtíð- arinnar og sjávarútvegurinn. Hvergi mælist framkoma BUn- aðarþings og Alþingis í þessum málum jafn vel fyrir og meðal útvegsmanna og fiskimanna. Þeim er vel Ijóst hvað í húfi var, ef farið hefði verið eftir tillög- um þeirra, sem nú ráðast á af- stöðu Búnaðarþings til verðlags og dýrtíðarmálanna. Útgerðin hefði verið stöðvuð nú þegar á þessu h'austi, án þess að bændur hefðu haft nokkurn ávinning. Það er gott, að sjávarútvegs- ver ætlar að skerast úr leik? Ræða Sveinbj. Högnasonar í úívarpsumræðunum írá Alþingi 28. þ. m. Baráttan við. dýrtíðina hér á landi er orðin jafnlöng og styrj- öld sú, sem nU stendur, og aðrar þjóðir heyja umhverfis okkur gegn frelsisráni, kúgun og tor- tímingu. Sífelldar sigurfregnir hafa verið að berast undanfarið, sem boðað hafa hinum undirok- uðu að lausnarstundin sé komin eða sé í nánd. En af baráttu okkar við ægi- legasta skemmdarafl styrjald- aráranna hér á landi, dýrtíðina og verðbólguna, sem stríðið hefir í för með sér, hafa fáar sigur- fregnir borizt til þessa.Eigumvér þar þó að mestu við sjálfa oss að eiga. Dýrtíðin hefir tútnað Ut ár frá ári, þrátt fyrír miljónir, sem henni hafa verið fórnaðar, þrátt fyrir stór orð og sterkar ályktanir, þrátt fyrir alla samn- inga, blíðníælgi og kjass. Sumir hafa jafnvel litið til hennar hýru auga, að hún flytti fríðindi og fleiri og fleiri krón- ur með sér, og aðrir hafa mælt henni bót þegar verst gegndi tif að geta komið fram annarleg- um áformum um völd eða að- stöðu, líkt og Sæmundur á seln- um forðum, og er varla tími til að rekja þá raunasögu hér að þessu sinni, þó að full ástæða væri til þess. En það gefst sjálf- sagt tækifæri til að gera það síðar. Nú mun þó vera svo komið, að öllum hugsandi mönnum er far- ið að skiljast, að .lengra verður ekki áfram haldið, ef varanlegt tjón á ,ekki af að hljótast fyrir allar stéttir og þjóðina í heild. Gælur, athafnaleysi og gróða- von er hér ekki lengur um að ræða, fyrir neinn einstakling eða stétt, heldur tap og tjón og smán fyrir alla því lengra, sem haldið er á þessari braut. Fram- undan blasir ekki annað, ef ek£- ert er aðgert, en að þjóð vor bíði fullnaðarósigur um lausn síns fyrsta alvarlega innanlandsmáls, eftir að hún er alfrjáls orðin, og stefnt beint í fjárhagslegt og atvinnulegt hrun, samhliða því sem aðrar þjóðir fagna frelsi og sigri í þeirri ægilegu eldraun, sem yfir þær hafa gengið. Það er ekki leiðinleg byrjun fyrir hið unga lýðveldi. Verður gróðinn gerður verðlaus? Þjóðinni hefir borizt mikill auður í hendur, á fáum árum, meðan öðrum hefir blætt, svo að nú er hUn auðugri'af veraldar- auð en nokkru sinni fyr, í sögu sinni. Og þó verður að sfegja það eins og er, .að hún er nú senni- lega nær fjárhagslegu og at- vinnulegu hruni, ef dýrtíðin væri látin hafa sinn gang, held- ur en á mestu kreppu- og skulda- árunum, sem yfir hana gengu og mörgum hefir orðið tíðrætt um. Nokkur hundruð miljóna, sem nú er í erlendum innstæðum, verða fljótar að hverfa. Þær hverfa fljótar en þær komu, éf þjóðin ætiar að treysta á þær sér til framfæris í stað atvinnu- menn og bændur landsins fá nú að sjá, fyrir sérstaka rás við- burðanna, hvers af þeirri starf- semi er að vænta, sem látið er í veðri vaka, að eigi að vinna, að sameiginlegum málum fram- leiðenda. Það er ekki sá andi, sem sveif yfir æsingafundinum á Selfossi, sem verður undirstaða meira samstarfs og nánara skilnings en ríkt hefir á milli landbænda og sjávarbænda. Það verður aftur á móti sá hugsunarháttur, sem réði af- greiðslu mála á Búnaðarþingi, sem verður grundvöllur að nýju samstarfi þessara stétta. Það verður að vera andi sam- vinnunnar, en ekki ofstækið blint, sem mótar þá starfshætti, ef samstarfið á að takast og verða til góðs. Það var gott, að í ljós komu þegar í öndverðu óheilindi þeirra, sem nú tala fegurst um samstarf framleiðendannaf E. J. lífs síns og framleiðslu. Ef oss tekst því ekki að tryggja gang og afkomu atvinnuveganna, þannig að vér verður samkeppn- isfærir við þær þjóðir, sem brátt taka að sinna sömu störfum og vér, og keppa um sömu markaði, eftir að vopnin eru kvödd, þá verða örlóg næstu árin lík og örkumla manns, sem að vísu á innstæður nokkrar, en hefir misst starfsorku sína til að sjá sér og sínum farborða. Það er engin þörf að l^sa því máli, sem dýrtíðin óheft talar til allra nú, sem vilja heyra. Það hafa aðrir gert nægilega skýrt hér á undan mér í kvöld og áð- ur. Það nægir að benda á það, að enginn mun vilja taka á sig ábyrgðina lengur að láta dýrtíð- ina lausa nú. Jafnvel þeir, sem áður hafa gert gælur við hana, og þeir, sem jafnvel óska full- komins hruns og upplausnar í fjárhags- ogatvinnulífi þjóðar- innar, af einhverjumannarleg- um ástæðum, munu vart viljá vera lengur við hækkun dýrtíð- arinnar kenndir. Og víst er um það, að enginn mun vera fáan- legur-lengur til að sitja eða setj- ast í ráðherrastólana til að stjórna út í hið fyrirsjáanlega hrun fjármála- og atvinnulífs- ins, ef ekkert er að. gert. Þetta eitt ætti að vera nægileg bend- ing þeim, sem máske vilja enn ekki sjá. Þá er hagur ríkissjóðs þannig, eins og bent hefir verið á, að hann verður að skera stórum niður állar verklegar fram- kvæmdir og fella alveg niður all- ar. dýrtíðargreiðslur, ef hann á að standast útgjöld sín, þau, er nU eru, miðað við að greiða vísi- töluna 250, en hún er þegar 272 eins og kunnugt er.- Það er því valt, svo að ekki sé meira sagt, að tala um mikilvægar tr-ygging- ar hjá slíkum sjóði "fyrir at- vinnuvegina, þótt einhverjar samþykktir fengjust um framlög þaðan, ef stórauknar tekjur fást ekki um leið og trygging fyrir því að framlög fáist og örugg framkvæmd til að halda vísi-. tölunni niðri. Ella munu öll framlög, hversu há, sem þau væru til atvinnuveganna, verða blekking ein og verra en það. Blekking hinna Iiáu talna. Ég sé t. d. ekki hvaða gagn bændum er í dálítið hækkuðu afurðaverði, ef vísitala fram- færslukostnaðar eykst margfalt meira en því nemur meðan það hækkaða verðlag er í gildi. Ég fæ heldur ekki séð hvert gagn verkamanninum eða launa- manninum er í því, að fá hækk- að kaup, ef hækkun þess og vísi- tölunnar veldur því, að atvinna þeirja rýrnar stórum og at- vinnuöryggi allt, og þeir verða fleiri og fleiri að fara að ganga auðum höndum. Og ég fæ heldur ekki séð hvert gagn gróðamann- inum er í því að safna fleiri krónum, éf gildi þeirra minnkar í hiutfalli við fjölgunina, eða meira en það. ÖU slík vinnu- brögð og ráðstafanir til þeirra er hrein Kleppsvinna,'Og engum hægt að telja trú um að sé á neinu viti byggt, nema þeim'ein- um, sem stríðsgróðinn og hin mikla velta stríðsáranna hefir gert staurblinda fyrir öllu öðru en hækkandi tölum. En afleið- ing hinna hækkandi talna er eyðing þeirra verðmæta, sem fengin eru og leiðir fyr eða síð- ar til fullkomins hruns. Hér ve,rður því að stinga fót- uní við, og ég hygg að allir séu sammála um, að komin sé ell- efta stund til að gera það. Þing- ið er áfellt leynt og Ijóst fyrir að geta ekki myndað ríkisstjórn og leyst allan vanda þegar i stað. En sannleikurinn er sá, að allar ráðstafanir, sem það hefir reynt að gera, eða einhver hluti þess, hafa verið affluttar og eyðilagð- ar í framkvæmd af þeim sömu mönnum, sem harðast dæma. Allir hafa heimtað áframhald kapphlaupsins fyrir sig, verka- menn hærri laun, framleiðendur hærra verð og gróðamenn og milliliðir meiri gróða og minni hömlur og skatta. En nú er það sannast mála, að hvert það þing og hver sú ríkisstjórn, sem slík- um kröfum vildi lengur þóknast væri vitandi vits að leiða þjóð fiína á helleiðir. Enginn getur tryggt hlut sinn, nenta hagur heildarinnar sé tryggður fyrst. Hér eiga aðallega þrjár hags- munaheildir þjóðfélagsins hlut að máli. Og allar hafa þær vilj- að hafa sinn hlut sem mestan, eins og mannlegt er. Það eru framleiðendur til lands og sjáv- ar, það eru verkamenn og laun- þegar, og það eru eigna- og gróðamenn. Kapphlaupinu um stríðsgróðann er áreiðanlega að verða lokið. Nú hefst kapphlaup- ið um það að tryggja það, sem fengið er. Framleiðendur þurfa að tryggja atvinnurekstur sinn, verkamenn og launþegar þurfa að tryggja atvinnu sina, og eignamenn þurfa að tryggja verðmæti sín. Og enginn getur fengið þá tryggingu, sem hann þarf, nema hagur þjóðarheild- arinnar sé tryggður fyrst og fremst. Ella eiga allir á hættu að tapa öllu. Eðljlegast væri að framlög þessara aðila allra til tryggingar sér og þjóðinni væru að nokkru í hlutfalli við það, hverjir eiga mest á hættu, ef hrunadansinum er áfram haldið til enda. Er þá ekki að efa það, að fyrst kemur róðin að þeim, sem'peningana eða inn- stæðurnar eiga. Fjárhagslegt hrun eyðir þeim með öllu og á- framhaldandi vísitöluhækkun lækkar fyrst kaupmátt þeirra. Nægir þar að benda til*«hversu farið hefir um innstæður þeirra, sem áttu þær áður en kapp- hlaupið hófst. Vinna verka- mannsins og framleiðslutæki og bústofn atvinnurekandans mun hins vegar jafnan verða nokkurs virði, einnig eftir að hrun væri gengið yfir. Þó að þessu sé~ þannig farið, hafa þó hér sem oftast hinir síðustu orðið fyrstir. Bændur landsins'hafa hvað eftir annað boðið fram hlutfallslega lækk- un. Og þegar því hefir ekki veríð sinnt, heldur dýrtíðarald- an verið notuð beinlinis til að níðast á þeim og rétti þeirra, þá bjóðast þeir nú til að ganga í fremstu víglínu og færa fyrstu fórnirnar, til þess að íslenzka þjóðin geti umflúið hinn van^ sæmandi ósigur fyrir sjálfri sér, í dansi kring um gullkálfinn, þar sem hún mun ranka við sér á eyðimörku hérumbil samtímis því, sem aðrar þjóðir umhverfis hana rísa til frelsis og endur- reisnar, er martröð harðstjórn- ar og herriaðar er af þeim létt.. Annar nterkasti athurður ársins. Frumvarp þetta, sem hér ligg- ur nú fyrir, er máske annar merkilegasti viðburðurinn í lög- gjöf þessa árs, og mun vissulega verða talið það, ef það verkar eins og til er ætlast af þeim, sem mest hafa að því unnið. Öllum var ljóst, að stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní s.l. væri nafnið eitt, ef þjóðiri ætti ekki þegnskap, þjóðhollustu og mann dóm til að færa þær fórnir, sem þörfin krefur, þegar sameigin- leg hætta steðjar að. Vér erum að vísu bardagafúsir, íslending, ar, eins og forfeður vorir, og er það ekki nema gott, þegar við á og við viljum útrýma órétti og jafna sakir okkar á milli. En við ættum líka að hafa lært bað af forfeðrunum, að það er háskalegt, að geta ekki snúizt sameiginlega til varnar, látið deilur og óuppgerðar sakir hvíla í bili, ef þjóðin öll er í hættu, iafnt fátækir og ríkir, þeir, sem góða hafa aðstöðú og illa. Ég ' fagna því að frumvarp þetta er fram komið sem fyrsta sáttatilraun í deilu þeirri, er yfir stendur, og ég fagna því, að þeir urðu fyrstir, sem ég tel mig full- trúa fyrir, þó að þeim hafi ekki borið skylda til öðrum fremur. Menn mega kalla það búhygg- indi af bændum að afsala sér stundarhag til að tryggja sjálfa sig og þjóðina alla gegn bráðum voða. Það álita líka sjálfsagt margir bændur að svo sé. En eru það þá ekki líka búhyggindi af launþegum og verkamönnum, eignamönnum og gróðamönnum, að gera slíkt hið sama og feta í fótspor bændanna í þessum efnum. Og víst er um það, að fyrir þjóðina alla eru það bú- hyggindi hin mestu. Og ef aðrir halda að þetta sé ávinningur fyrir bændur, því vilja þeir þá ekki einnig taka slíkán ávinn- ing sér .til handa, gleyma ein- hverju af stundarhagsmunun- um og horfa lengra fram í tím- ann en til næsta dags. I»ví er treyst, að aðrir komi á eftir. Það, sem gert er með þessu frumvarpi, er gert í því örugga trausti að aðrir komi.á eftir í slóðina. Verkamenn og launþeg- ar. slái af kröfum sínum í bili, stöðvi stríðið og snúist. á sveif með þeim öflum, sem vilja vinna að því, að' styrkja- og efla at- vinnuvegi okkar til samkeppn- innar út á við, sem nú er á næsta leiti. Og það ér einnig gert í þeirri von, að þeir, 'sem fjár- munina eiga mesta, vilji leggja fram það f&, sem með þarf, til að snúa við straumi dýrtíðar- innar þannig, að stefnubreyt- ingin þurfi ekki að mæða of þungt á hinum aðilum tveim, vegna of snöggra umskipta og óþæginda, sem þar af leiðir. Það er ætlast til þess af þeim, sem að þessu standa, að fjár- framlög fáist. til að tryggja hag og skuldbindingar ríkisins, og það er ætlast til þess einnig, að örugg framkvæmd þessara mála verði tryggð með stuðningi Al- þingis.-Ef einhverjar af þessum vonum bregðast, sem þannig fylgja frá fulltrúum bændanria, kapphlaupinu .haldið áfram af hinum aðilunum, og hrun því ekki umflúið, þá geta þeir, sem mest hafa áfellst bændur hingað til, snUið geiri sínum annan veg og athugað sinn eigin hlut í því sem á eftir kemur. Bændur munu þá verða knújSir til að táka þátt f þeim dansi til enda,' og þeir munu þá bæði hafa laga- legan og siðferðilegan rétt, og það sterkari og meiri en nokkru sinni fyrr. Mestu búhyggindin. Þáu átök, sem hér eru fram urídan, eru gerð til þess að bjarga í bili þeim verðmætum, sem styrjöldin hefir skolað hér á land, og það eru þau búhygg- indi, sem brýnust og sjálfsögð- ust eru nú. Þegar það hefir á- unnizt og við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum í samkeppni um markaði og viðskipti, þá verður fram að fara það eðlilega eigna- uppgjör, eignajöfnun og upp- bygging nýs atvinnulífs og fram- fara, sem nú vantar samhug og samstarf til að framkvæma á Alþingi. Við verðum að ^tryggja að þessi verðverðmæti ve'rði ekki að engu vegna áframhaldandi verðbólgu, og ef það tekst, er engin hætta á því, að þjóðin vitkist ekki til að nota þau sér til hagsældar, framfara og nýrr- ar sóknar í menningar- og at- hafnalífi sínu. Með frumvarpi þessu hafa bændur lagt fram sinn skerf, og segja nú við hina, sem sameig- inlega hagsmuni eiga með þeim um að vel takist: „Eftir er enn yðvarr hlutur". # Hvað gera aðrar stéttir? Því spyrja menn nú: Hvað gera aðrar stéttir? Ætla t. d. verkamenn að halda áfram vinnustöðvunum og kröfum um hækkað kaupgjald, jafnvel þeir, sem hafa miklu hærri árstekjur en sem nemur meðaltekjum bændanna? T. d. þeir, sem nú hafa gert verkfall við eitt fyrir- tæki hér í bænum, en höfðu i árstekjur s. 1. ár frá 16600 kr. upp í yfir 27 þúsund kr. Telja verkamenn að þetta muni reyn- ast hollt, þjóðfélaginu í heild og þeim sjálfum? Mun það leið- in til að skapa atvinnuöryggi, tryggja öllum vinnu og lífvæn- lega afkomu? Hvað mundi fyrir- tæki þeirra lengi geta veitt þeim það, þegar taka þarf upp sam- keppni við aðrar þjóðir á mörk- uðunum? Eða ætla verkamennirnir að taka sömu stefnu og bændurnir,- slá af kröfunum, til þess að tryggja heilbrigt og samkeppnis- fært atvinnulif, og þar með sína eigin framtíð? Ætla þeir að við- urkenna í orði og verki þá stað- reynd, að til þess að unnt sé að sjá öllum verkfærum mönnum fyrir stöðugri vinnu, þurfa Verkalaunin að miðast við það, hvað framleiðslustarfsemin gef- ur af sér? Enn fremur verður spurt: Hversu fúsir verða fulltrúar eigna- og gróðamanna til að leggja fram og sætta sig við á- lögur, sem með þarf til.að.fram- kvæma það, sem hér er gert ráð fyrir, að afstýra frekari vexti dýrtíðarinnar og standa undir þeim niðurgreiðslum, sem til þess þarf? Þannig er spurt um land allt — og menn bíða óþreyjuf.ullir eftir svörum. En riú er ekki hægt að svara með orðum einum, heldur verk- um. Það verða menn að gera sér ljóst. Þeir, sem hér eftir, meðan þessi barátta et háð til lokasig- urs, gera ekki annað en að auka kröfur sinar um fé og friðindi; eru í blindni leiddir af leiðtog- um og forsvarsmönnum, sem hafa allt annað í huga en að sigrast á þeim sameiginlega ó- vin, sem nú er við dyr íslenzku þjóðarhmar.Og þeir hafa illt í huga, hversu fagurlega og frið- vænlega sem þeir tala. Viljinn til samvinnu' verður frá þessum degi mældur eftir því hvað menn sýna í verki við að fórna, og slá af þrengstu hagsmunakröfum sínum og fríð- indum til að skapa grundvöll fyrir heilbrigt atvinnu- og fjár- hagslíf eftir iðuköst styrjaldar- áranna og vímu stríðsgróðans. Hér eftir verðum við að kepp- ast við að færa þær fórnir, sem þjóðin þarf, til að tryggja fjár- hagslegt og atvinnulegt frelsi, sitt og sjálfstæði. Enn er tími til þess, ef viljinn er fyrir hendi. Hver ætlar að skerast úr leik? Frá Miðbæjarskólanum Mánudagur 2. okt.: Læknisskoðun. Kl. 8 f. h. 13 ára drengir; kl. 9 f. h. 13 ára v stúlkur; kl. 10 f. h. 12 ára stúlkur; kl. 11 f. h. 12 ára dreng- ir; kl. 2 e. h. 11 ára drengir; kl. 3 e. h. 11 ára stúlkur. Þrið.|udagur 3. okt.: Börnin komi sem hér segir: Kl. 9 f. h. 13 ára deildir (þ. e. börn fædd 1931); kl. 10 f. h. 12 ára deildir (f. 1932); kl. 11 f. h. 11 ára deildir (f. 1933). Kl. 2 e. h. börn, sem hefja eiga nám í skólanumihaust. Skulu þau hafa með sér próf- einkunnir, ef til eru. Skólastjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.