Tíminn - 04.11.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1944, Blaðsíða 4
372 1ÍM1M, laugardagmn 4. nóv. 1944 93. blað Kommúnisfar og stríðsgróðavaldíð (Framh. af 1. siöu) vaxið að afla fjár til daglegs rekstrar. Eini öruggi grundvöllurinn fyrir raunhæfri nýsköpun er að lækka svo kaupgjaldið og verð- lagið innanlands, að atvinnulíf- ið komizt á fjárhagslegan, trygg- an grundvöll. Þá munu menn fúslega leggja fram fé í rtýsköp- unina og þá mun rikinu veltast auðvelt að leggia fram þann skerf, sem því bér. Á „plötunni" er vandlega sneitt fram hjá því máli, sem nú er langstærsta vandamál þjóðarinnar og krefst skjótastr- ar úrlausnar, en það er dýrtíð- armálið. Sýnir það bezt, hversu ábyrgðarlítið er hér haldið á málum, að þetta mál skuli alveg vera látið liggja milli hluta, þeg- ar verið er að gera stjórnar- samning, sem á a. m. k. að gilda til tveggja ára. Á sama hátt er farið um það svo almennum orð- um, hvernig afla skuli ríkinu nægra tekna á næsta ári, að augljóster, að stjórnarflokkarn- ir hafa ekki verið búnir að gera sér neina grein fyrir því eða ráðgast um ákveðnar fram- kvæmdir í þeim efnum. „Platan“ ber það þannig á allan hátt með sér, að ekki hefir verið samið um viðreisn í vanda- málum þjóðarinnar, og þó allra sízt 1 dýrtíðarmálunum. Hún er í rauninni fyrst og fremst áróð- ursplagg, sem á að villa mönn- um sýn á aðalkjarna þess sam- komulags, sem stjórnin hvílir á, en það er samkomulagið milli kommúnista og stórgróðavalds- ins. Kjarni stjórnar* samkomulagsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að allt frá síðustu þingkosningum hefir verið víst samspil milli Moskvadeildarinn- ar í Sósíalistaflokknum og Kveldúlfsdeildarinnar eða auð- kóngadeildarinnar í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta samspil hefir m. a. verið fólgið í því, að báðar þessar klíkur hafa unnið mark- visst gegn myndun viðreisnar- stjórnar. Kommúnistar vissu að slík stjórn myndi vinna að lækk- un verðlagsins og kaupgjaldsins, svo að lífvænlegt yrði fyrir at- vinnuvegina i landinu. Stór- gróðamenn vissu, að slík sfiórn myndi skerða hlut stórgróða- mannanna m. a. með auknum skatta- og verðlagseftirliti. Kommúnistar hafa talið það aðalmál sitt, að vinna að hækk- un kaupgjaldsins og dýrtíðar- innar, því að slíkt myndi leiða til fjárhagslegs hruns, er skapaði jarðveg fyrir byltingu. Stór- gróðamenn hafa talið það aðal- mál sitt, að hafa sem ótak- markaðasta aðstöðu til fjársöfn- unar og fá tíma til að koma gróðanum undan áður en hrunið skylli á. Þeir stjórnarsamningar, sem nú hafa verið gerðir, eru raun- verulega um þessi tvö aðalatriði. Kommúnistar fá að halda kaup- hækkunum áfram. Dýrtíðin verður þannig látin halda áfram að vaxa. Hrunið verður óum- flýjanlegt. Stórgróðamennirnir fá enn um stund að safna aukn- um gróða í skjóli lélegs skatta- og .verzlunareftirlits og fá íiuk- inn frest til að koma honum undan áður en hrunið skellur yfir þjóðina. Þann stutta tíma, sem ríkis- stjórnin hefir starfað, hefir það skýrzt til muna, að þetta eru raunverulega aðalmarkmið stjórnarinnár. Ólafur Thors hef- ir undanfarna daga gengið á milli atvinnurekenda og beðið þá um að hækka kaupið hjá launa- hæstu stéttunum innan Alþýðu- sambandsins, járnsmiðum og prenturum. Þetta hefir tekizt. Báðar stéttirnar hafa fengið kauphækkun og aukin fríðindi. Bilið milli þeirra og annarra stétta hefir aukizt. Aðrar stéttir bera svo von bráðara fram kaup- kröfur „til samræmis" við járn- smiði og prentara og þannig heldur kauphækkunarskriðan á- fram koll af kolli. Kommúnistar hafa svo aftur efnt hinn þáttinn af samning- unum með því að fela Pétri Magnússyni fjármálin og við- skiptamálin. Pétur hefir á því sviði mesta frægð fyrir það að lýsa því yfir í útvarpsræðu, að óhætt væri að leggja fé í Lands- bankann, því að hann gæfi það ekki upp til skatts! Stefna núverandi ríkisstjórn- ar er þannig raunverulega fólg- in í því að gera atvinnuvegina óstarfhæfa og að einstakir menn geti komið stórum hluta stríðs- gróðans undan, svo að hann verði óvirkur í því viðreisnar- starfi, sem framundan er. Þessi stefna er sannarlega hrunstefna í fjármálum og atvinnumálum. Viðnúm og' viðroisn. Myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar er, eins og hér hefir verið lýst, ill og uggvænleg tíð- indi. Rammur óhugur hefir því gripið um sig meðal hugsandi manna um allt land. Því fer samt betur, að þessi óhugnanlegi atburður hefir á- orkað meiru en að skapa óhug og kvíða. Hann hefir ekki aðeins snert þann þátt íslendingseðl- isins, sem hryllir við kulda og myrkri, þegar haustið gengur í garð, heldur einnig til þess ís- lenzka eðlisþáttar, sem vill velta erfiðleil^unum viðnám, rísa gegn þeim og vinna á þeim sigur. Þótt óhugurinn, sem þessi ríkis- stjórn hefir vakið, sé mikill, er þó viðnáms- og viðreisnartil- finningin, sem hún hefir skapað gegn sér og stefnu sinni, miklu ríkari. Mönnum hefir aldrei ver- ið það jafn ljóst og nú og þó mun það vnrða enn ljósara með næstum hverju nýju verki, sem þessi stjórn vinnur, að eigi að tryggja framfarir og frelsi i þessu landi og forða þjóðinni undan ánauð kommúnista eða stríðsgróðavaldsins í framtíð- inni, þá verður að hefjast handa um sköpun víðtækrar viðreisn- arsamtaka og láta gömul flokksbönd eða erjur ekki tor- velda slíkt samstarf. Þessi skiln- ingur nær langt inn í raðir allra stjórnarflokkanna þriggja og hann er sérstaklega sterkur út á landsbyggðinni. Alveg eins og þaðan bárust fyrst hin glæsi- legustu sígurtíðindi i lýðveldis- kosningunum í vor, sem örfuðu aðra landsmenn til að gæta skyldu sinnar og hagsmuna þjóðarinnar, þá mun nú breiðast þaðan sá viðnáms- og viðreisn- arhugur, er mun feykja þessari nýjustu íslands óhamingju úr stóli og tryggja framtíð hins unga lýðveldis á grundvelli framfara og frelsis. Rafmagnskaífikönnur fyrir veitingahús, og f Rennihurðir fyrir verksmiðjubns, bílaverkstæði o. fl., íí'et- um við nú aftur útvegað frá Ameríku. AXiF A Hamarshúsiitu. Sími 5012. Samningarnir um stjórnarmyndun. (Framh. af 2. síöu) tildrað er upp ábyrgðarlaust, stefnulaust og af fullum óheil- indum. Sú stjórnarmyndun, sem nú hefir átt sér stað, er hrundið í framkvæmd af stríðsgróða- mönnum, sem ekki vilja þola auðjöfnun, og kommún- istum, sem á undanförn- um árum hafa staðið gegn myndun umbótastjórnar, en nú mynda stjórn með helztu auð- mönnum landsins án þess að fá fram nokkuð það mál, sem var- anlegt gildi hefir fyrir alþýðu landsins. í stað eðlilegrar skattlagning- ar stríðsgróðans mun koma tekjuhaílarekstur og skulda- söfnun, en þó stórhækkaðir skattar á almenning. í stað lækkunar dýrtíðar og lækkunar á framleiðslukostnaði, munu koma kauphækkanir margra hinna bezt launuðu, til þess að kommúnistar geti orðið skornir niður úr þeirri ól, sem þeir und- anfarið hafa reyrt að hálsi sér, með því að flana út í eitt verk- fallið öðru fráleitara, á sama tíma, sem bændur landsins hafa boðið fram læJckun verðlags af sinni hálfu. Þessi ríkisstjórn er byggð á því, að launastéttir landsins verði keyptar til fylgis við stríðsgróðavaldið um stundar- sakir. Þeir, sem vinna að aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar eiga að borga brúsann. Á þá á að velta byrðunum. Það eina, sem þeim er ætlað, er að eiga kost á því að kaupa gjaldeyri,. til þess að auka atvinnureksturinn við þau glæsilegu skilyrði, sem við blasa framleiðendum eftir að nýja stjórnin hefir komið fjár- lögunum upp í 130 miljónir'eða vel það, hækkað skatta á miðl- ungstekjum og hækkað enn kaupgjaldið eftir kröfum komm- únista. Þetta á að gerast nú rétt í stríðslokin, þegar svo að segja dag hvern er von á lækkuðu út- flutningsverði og þegar svo er ástatt fyrir sjávarútveginum, að mokafli þarf að vera, til þess að sæmileg sé afkoma útvegsins og hlutur fiskimannsins. Og þrátt fyrir styrjaldarverð á fisk- inum er búið að hækka svo framleiðslukostnaðinn í landinu, að borga þarf miljónatugi úr ríkissjóði til þess að koma í veg fyrir, að útflutningsframleiðsl- an stöðvist. Ennþá sem komið er a. m. k. hefir nýja ríkisstjórnin enga stefnu í atvinnumálum, en þeim mun meira er gasprað um mesta nauðsynjamál þjóðarinnar — nýsköpun atvinnuveganna. Mörgum hrís hugur við því, að ábyrgðarlausir menn, úr hópi stríðsgróðamanna og kommún- ista, skuli nú setjast á valda- stóla og hefja framhald þess, sem gerðist 1942, fullir óheil- inda og með það fyrir augum að berjast til úrslita á rústunum, þegar spilaborgin hrynur. Þetta ætti þó að geta orðið til viðvör- unar og snúizt til góðs, ef rétt er við brugðið og því verður að treysta, að svo fari. Vinnandi framleiðendur og umbótamenn í landinu munu nú þegar hefja átökin, sem fram- undan eru við öfgarnar til beggja handa, sem nú hafa tek- ið höndum saman um stundar- sakir. Enginn þarf að efast um úrslitin, ef menn skortir ekki skarpskyggni, til þess að sjá við þeim glæfrabrögðum, sem nú á að leika. Drengja- taubuxur stuttar H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. TJARNARBÍÓ Sonur Greifans af Monte Chrísto LOUIS HAYWARD, JOAN BENNETT, GEORGE SANDERS. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. . Sala aðgöngum. hefst kl. 1. • —o—. —. . -GAMLA BÍÓ« KATHLEEN Skemmtileg og hrífandi mynd. SHIRLEY TEMPLE Laraine Day Herbert MarshaU. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. .-.—fÝJA r:ó——.» Á ELLEFTU STUNDU (She knew all the An- swers). FRANCHOT TONE, JOAN BENNETT. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Almenna fasteignasalan hefir til sölu: Heil hús og einstakar úbúðir; jarðir og býli og ýmis konar stærðir mótorbáta. Tökum að okkur að selja skip og fasteignir. Önnumst ennfremur alls konar lögfræðisstörf. — Almenna fasteignasalan Brandur Brynjólfsson, lögfræðingur. Bankastræti 7. Sími 5743. Hjartans þakJclœti votta ég öllum þeim, er hafa sýnt mér vinarhug í veikindum mínum, með heimsóknum, peningagjöfum, blómum, og öðrum verðmœtum gjöfum. Sérstaklega þakka ég Kvenfélagi Fljótshlíðar þcer iausn- arlegu gjafir, er mér hafa borizt í hendur frá þvi. Guð blessi ykkur öll. MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIRt Hallskoti, Fljótshlíð. i, —-----—---------------—-------------—, r-—~~—---------———------------------— -------------—— Beztu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinar- hót á 70 ára afmœlinu 19. þ. m. Ásbjarnarstöðum, 21. sept. 1944. HALLDÓR HELGASON. —............................................ Spaðkjötid er komið. t Ágætar hálltunnur og kútar Sent heim með stuttum lyrirvara. Samband ísL satnvennufélaga Sími 1080. Verkaskipting rádherranna (Framh. af 1. siðu) sem ekki eru 1 úrskurði þessum falin öðrum ráðherra, þar undir verzlunarskólar, verzlunarfélög, kaupfélög og samvinnufélög. VI. Ráðherrá, Pétur Magnús- son. Undir hann heyra fjármál ríkisins, þar undir skattamál, tollmál og önnur mál. er snerta tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til að afla rik- issjóði tekna. Undirskrift ríkis- skuldabréfa. Fjárlög, fjárauka- lög og reikningsskil ríkissjóðs. Hin umboðslega endurskoðun. Embættisveð. Eftirlit með inn- heimtumönnum ríkisins. Laun embættismarína. Eftirlaun, líf- eyrir embættismanna og ekkna þeirra. Peningamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er snerta fjárhag ríkisins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagstofa íslands. Mæling og skrásetning skipa. Ennfremur viðskiptaríiál, þar undir inn- flutningsverzlun og utanríkis- verzlun, bankamál og sparisjóð- ir, gjaldeyrismál (dýrtíðarráð- stafanir). Landbúnaðarmál, þar undir ræktunarmál, þ.á.m. skóg- ræktar- og sandgræðslumál, búnaðarfélög, búnaðarskólar, garðyrkjuskólar, húsmæðraskól- ar, dýralækningamál, þjóðjarða- mál. Fyrsta verk íiýju rlktsstjóriiariiinar (Framh. f 1. siðu) senöa Sigurð Thoroddsen. Hann mun líka eingöngu hafa farið eftir kröfu frá kommúnistum, sem töldu sig þurfa að hafa eins konar eftirlitsmann ,með störf- um íslenzku nefndarmannanna. Eru .slíkir pólitískir eftirlits- menn alþekktir í „rauða hern- um“. En fyrst utanríkismála- ráðherrann hefir talið sig nauð- beygðan að framfylgja þeirri kröfu kommúnista, að þeir hefðu eftirlitsmann með nefndinnr, hefði verið háttvísara af honum að senda einhvern annan en einn af þeim þingmönnum kom- múnista, er sýndu Bandaríkja- þingi óvináttu og óvirðingu, er það færði hinu nýstofnaða lýð- veldi íslendinga heillaóskir sín- ar. Mun vissulega verða tfekið eftir þessu vestanhafs og það þykja tákna viss stefnuhvörf í utanríkismálaþjónustu íslend- inga. 4. Útvarpið hefir verið tekið í áróðursþjónustu fyrir ríkis- stjórnina. Er þetta gert með þeim hætti, að ýms félög, sem kommúnistar eða stórgróðamenn ráða yfir, (t. d. Dagsbrún, Al- þýðusambandið, kaupmannafé- lagið) eru látin samþykkja traustsyfirlýsingu til ríkis- stjórnarinnar, þar sem henni er sungið lof og dýrð, en andstæð- ingar hennar kallaðir aftur- haldsmenn og öðrum slíkum nöfnum. Yfirlýsingar þessar eru síðan birtar í fréttatíma út- varpsins, þar sem gæta á fyllsta hlutleysis og ekki hafa fengizt birtar af þeim ástæðum hinar meinlausustu tillögur, ef þær þóttu snerta eitthvert ágrein- ingsmál. Þetta framferði ríkis- stjórnarinnar ’ er því hið full- komnasta brot á því hlutleysi, sem hingað til hefir verið gætt við útvarpið. Er þessi verknaður engu betri fyrir það, þótt segja megi, að hann komi ekki að neinni sök, því að almennt er litið á þetta sem „grín“ og ,þyk- ir sýna, að stjórnin finni, að fylgi hennar sé valt og þess vegna reyni hún að tjalda því, sem til er, og auglýsi það eins kröftuglega og frekast er kostur. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Simi 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.