Tíminn - 07.11.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFXIR: ' ÉDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSDTGASKRD7STOFA: EDDUHÚSI. Llndaxgötu »A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 7. nóv. 1944 94. blað Svík Sjálfstæðísflokksíns víð þá yíírlýstu steinu sína að stöðva dýrtíðina Forsetakjörið í Banda- ríkjunum í dag* Orsakirnar til pess, ad samvínna um þjóðstjórn mís- tókst og að ekki tókst samvinna milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins Síðan Morgunblaðið kom út eftir prentaraverkfallið, hefir það | lagt á það megináherzlu að ófrægja Framsóknarflokkinn fyrir að vera ekki þátttakandi í nýju stjórnarsamvinnunni. Það segir, að Framsóknarflokkurinn hafi hætt viðræðunum um þjóðstjórn að tilefnislausu og síðan hafi hann neitað allri samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. -^Þótt þessi mál hafi áður verið ítarlega rakin hér í blaðinu, þykir rétt að gera það einu sinni enn, vegna þessa sifelda áróð- urs Morgunblaðsins. Verður Roosevelt forseti í 4. sinn? í ciag fara fram forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Frank- lin D. Roosevelt býður sig nú fram í fjórða sinn, og ef hann nær kosningu, þá verður það einsdæmi í sögu Bandaríkjanna, að sami maður sé forseti sam- fleytt í 12 ár. Kosningaþaráttan hefir að þessu sinni orðið óvenju hörð, svo hörð, að vart hefir þekkst annað eins í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Um úrslit kosninganna er ekkert hægt að segja, með vissu, en. líklegt er talið að Roosevelt verði kjörinn. Hið þekkta ameríska tímarit „Fortune", hefir oft spáð nærri sanni um úrslit kosninganna. Tímarit þetta fylgir Dewey að málum, en spáir þó Roosevelt sigri og býst við að hann fái 53,6% atkvæða. Jorold Hutchinson, yfirmað- ur fréttaritara þeirra, sem fylgjast með kosningabarátt- unni fyrir United Press, spáir, að Roosevelt fái um 26 miljónir atkvæða, en Dewey 23 miljónir. 1700-1800 menn hafa sótt iundi Framsóknarílokksins Um undanfarnar þrjár helgar hefir Framsóknarfiokkurinn haldið fundi víða um landið, þar sem gerð hefir verið grein. fyrir stjórnaratburðum seinustu vikna og al'síöðu flokksins tU* þeirra. Fundir þessir hafa yfirleitt verið vel sóttir og alls munu hafa sótt þá um 1700—1800 manns. Á flestum fundunum hefir allmargt heimamanna tekið til máls og hefir hvarvetna orðið vart mikils áhuga fyrir eflingu Framsóknarflokksins og and- stöðu við þá stjónarsamsteypu, sem nýlega er komin til valda. Fundirnir hafa verið sem h'ér' segir: Laugardaginn 21. okt. voru haldnir fundir að Hrafnagili í Eyjafirði, á Akureyri, á 'Hofs- ósi, á Sauðárkróki, á Blöndu- ósi og i Reykjaskóla í Hrútafirði. Sunnudaginn 22. okt. voru haldnir fundir í skólahúsinu á Árskógsströnd i., Eyjafirði, að Sælingsdalslaug í Dalasýslu og Berufirði í Barðastrandarsýslu. Laugardaginn 28. okt. voru haldnir fundir að Fáskrúðar- bakka á Snæfellsnesi, í Þykkva- bæ í Rangárvallasýslu og í ' Fljótshlíð. Sunnudaginn 29. okt. voru haldnir fundir i Stykkishólmi, að Heimalandi undir Eyjafjöll- um, að Ásaskóla í Gnúpverja- hreppi, að Flúðum í Hruna- mannahreppi og í Borgarnesi. Föstudaginn 3. nóv. voru haldnir fundir að Kirkjubæjar- klaustri og Herjólfsstöðum í Álftaveri. Laugardaginn 4. nóv. voru haldnir fundir í Vík í Mýrdal og í Hveragerði í Ölfusi. Sunnudaginn 5. nóv. var hald- inn fundur að Skeggjastöðum í Flóa. Alls hafa þannig verið haldnir 22 fundir á vegum Framsóknar- flokksins um síðustu þrjár helg- ar. Tveir fulltrúar frá mið- stjórn flokksins hafa mætt á flestum fundunum. Það hefir verið venja Fram- sóknarflokksins að halda slíka fundi á þessum tíma, en þeir hafa þó aldrei verið haldnir jafn margir og nú og fundar- sókn hefir til jaínaðar aldrei verið eins almenn og nú. Gefur hún glöggt til kynna aukinn styrk Framsóknarflokksins. Stöðvun dýrtföarinnar. Þegar viðræðurnar hófust um myndun þjóðstjórnar, virtist það sameiginleg skoðun allra flokk- anna, að fyrsta og stærsta verk- efnið væri að stöðva dýrtíðina, því að öll viðreisn atvinnulífs- ins værijundir því komin. Alveg sérstaklega virtist þetta sameig- Inlegt álit Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Það var vegna þessarar skoð- unar sinnar, sem Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn mæltu með þvi við Bún- aðarþing, að það gæfi eftir fyrir hönd bænda verðhækkun þá, sem þeimbar samkvæmt sam- komulagi sexmannanefndarifm- ar. — Framsóknarflokkurinn mælti með eftirgjöfinni til Búnaðar- þings m. a. á grundvelli þess, að hann vissi ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn væri hon- um jafn ákveðinn í því að vinna gegn öllum kauphækkunum, n§ma um leiðréttingu hjá lág- launafólki væri að ræða, enda var ' „eftirgjöf" Búnaðarþings gagnslaus, ef kauphækkunum átti að halda áfram eftir sem •áður. Þetta kom hvað eftir annað skýrt fram í tólfmannanefnd- inni. Á fundum nefndarinnar 'seint í september, lýsti Ólafur Thors yfir því, að. hann gengi ekki inn á aðra kauphækkun en dálitla leiðréttingu hjá Iðju, því að allt annað «væri dauði fyrir framleiðsluna og nefhdi hann sérstaklega verstöðvarnar á Suðurnesjum í því sambandt. í Morgunblaðinu kom þessi skoðun einnig mjög skýrt fram. í forustugrein blaðsins 21. sept. síðastliðinn segir m. a.: „Forráðamenn stéttarfélag- anna, sem að verkföllum þess- um standa, vita vel, að á Alþingi standa nú yfir samningatil- raunir um myndun allra flokka stjórnar. Þeim er einnig Ijóst, að þessir samningar eiga að grundvallast á þvf, að dýrtíðin verði með samkomulagi aðila stöðvuð, þar sem hún nú er, og ía"fnframt reynt að tryggja sem bezt framtíðaratvinnu fólksins i landinu." Ennfremur segir í sömu grein Mbl.: „Þeir stjórnmálaleiðtogar, sem telja sig aðallega málsvara verk- lýðss.téttanna, fara ekki dult með þá skoðun, að þeir telja, að nú beri að leggja höfuðáherzlu á, að tryggja öryggi fólksins i framtíðinni. Og vitanlega er það þetta, sem mestu máli skiptir. En ef menn eru sammála um þetta, er óskiljanlegt með öllu, að menn geti ekki einnig orðið sammála um hitt, að frumskil- yrði þess að tryggja atvinnu fólks í framtíðinni, er einmitt það, að dýrtíðarflóðið verði stöðvað".' málum. Á lausn þeirra veltur, hvort takast muni að ná alls- herjarsamkomulagi á Alþingi." Framkoma fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins i tólfmanna- nefndinni og skrif Mbl. bera það þannig ótvírætt með sér, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir allt fram í byrjun októbermánaðar staðið á sama grundvelli og Framsóknarflokkurinn um það, að stöðvun dýrtíðarinnar yrði að vera eitt aðalmarkmið nýrrar ríkisstjórnar. Vegir skiljasí. Á. þessum ummælum Mbl. má gleggst marka, að á þessum tíma hefir Sjálfstæðisflokkur- inn verið á sömu skpðun og Framsóknarflokkurinn um það, að stöðvun dýrtíðarinnar yrði að vera grundvallaratriði nýrr- ar. stjórnarsamvinnu. Það kem- ur líka skýrt fram, að blaðið telur samkomulagið um þetta atriði stranda á verklýðsflokk- unum. Þetta álit Mbl. kemur enn ljós- ara fram í forustugrein þess 24. sept., þar sem rætt er um álykt- anir búnaðarþings. Þar segir: „Nú er eftir að leysa deilumál atvinnurekenda hér í Reykjavík og verklýðsfélaganna. Hin mörgu verkföll, sem nú standa yfir, er stærsti þröskuldurinn i vegi frið- samlegrar lausnar á þessum Þegar komið var fram í byrj- un október, samningaviðræð- urnar höfðu staðið í rúman mánuð, án sýnilegs árangurs, bændur höfðu boðist til að stöðva verðhækkun á afurðum sínum, en launahæstu verklýðs- félögin, sem sagt höfðu upp samningum, héldu fast við kaupkröfur sínar, þótti Fram- sóknarflokknum sýnt, að ekki myndi með slíku háttalagi tak- ast að koma fram þessu höfuð- markmiði: ^töðvun dýrtíðarinn- ar. Hann íýsti þess vegna. yfir því, að hann tæki ekki lengur þátt í tólfmannanefndinni, að óbreyttú viðhorfi. Þar sem Framsóknarflokkur- inn taldi þó eigi að síður mikil- vægt, að áfram yrði unnið að því að ná traustu samkomulagi um stöðvun dýrtíðarinnar, sneri hann sér bréfl^ga til Sjálfstæð- isflokksins eftir að þannig var ljóst orðið, að verklýðsflokkarnir vildu ekki sinna þessu máli, og bauð honum samvinnu um *rík- isstjórn. Þetta frumtilboð Fram- sóknarflokksins byggðist á því, að dr. Birni Þórðarsyni yrði falið að vera forsætisráðherra áfram, en flokkarnir tilnefndu síðan sinn manninn hvor í ríkisstjórn- ina. Var hér vitanlega um full- komna stjórnarsamvinnu flokk- anna, að ræða, þótt forsætisráð- herrann væri hlutlaus, en það fyrirkomulag þótti bezt henta eins og á stóð. Það liggur í augum uppi, að þetta frumtilboð Framsóknar- flokksins var ekkert lokatilboð af hans hálfu. Ekkert var vitað um, hvort dr. Björn vildi veita slíkri stjórn forustu, og hefði þá strax orðið að leita eftir öðrum manni, þótt Sjálfstæðisflokkur- inn hefði á þetta tilboð fallizt. Af niðurlagsorðum hins skriflega tilboðs Framsóknarflokksins er ljóst, að hann leggur aðaláherzl- una á, að forsætisráðherrann sé hlutlaus og þá var ekkert aðal- atriði að fá einhvern tiltekinn mann, heldur mann, sem báðir flokkarnir gátu sætt sig við. Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hafði og skotið fram þeirri hugmynd, að Framsókn- arflokknum yrði gefinn kostur á að benda Na Sjálfstæðismann, sem hann vildi styðja sem for- sætisráðherra. Voru þannig vissulega eftir margir mögu- leikar til samkomulags um for- sætisráðherrann, þótt ekki yrði samkomulag* um dr. Björn eða hann fengist ekki til að taka starfið að sér. Á stað þess að svara þessu til- boði Framsóknarflokksins með nokkru gagntiíboði, höfðu full- trúar frá Sjálfstæðisflokknum aðeins einn stuttan fund með fulltrúum Framsóknarflokksins, þar sem aðeins var lauslega rætt um þessi mál. Á þeim fundi var þó viðræðunum engan vegið slitið, heldur settar undirnefndir til að athuga ákveðin mál og á- kveðið að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi síðan kveðja saman fund allra nefndarmanna. Sá fundur var aldrei kallaður saman og af hálfu Sjálfstæðisflokksins var ekki meira rætt við Framsókn- armenn um þessi mál. f stað þess tók Sjálfstæðisflokkurinn að ræða við fulltrúa verklýðsflokk- anna um myndun ríkisstjórn- ar, sem ekkert hirti um stöðvun dýrtíðarinnar, heldur þvert á móti ynni að þvi að kaupgjaldið héldi áfram að hækka. Stcfnubreyting Sjálf- siæðisflokksiics. Nú munu margir spyrja: Hvað veldur hinni skyndilegu stefnu- breytingu Sjálfstæðisflokksins að hverfa af þeim grundvelli, sem hann hafði staðið á með Framsóknarflokknum að stöðva yrði dýrtíðina, og hætta jafn skjótlega og óvænt viðræðunum við Framsóknarflokkinn og raun varð á? Þessu er fljótsvarað. Ástæð- urnar fyrir þessari skyndilegu stefnubreytingu Sjálfstæðis- flokksins voru þær, að um það leyti, er viðræðum tólfmanna- nefndarinnar hætti, létu komm- únistar Ólaf Thor^ vita, að þeir væru reiðubúnir til að styðja hann sem forsætisráð- herra, ef hann lofaði dýrtíðinni að vaxa áfram, og þeir myndu jafnframt verða mjög eftirláts- samir við stórgróðamennina. Ólafur Thors hefir jafnan lágt á það mikið kapp að verða for- sætisráðherra. Hann gerði sér ljóst, að kæmi til stjórnarsam- vinnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, myndi hann enga von hafa til þess að verða forsætisráðherra. Jafnvel þótt svo færi, að horfið yrði frá (Framhald á 4. slOu). Á víðavangi KJÖRDÆMAMÁLH) OG JÓN PÁLMASON. Jón Pálmason fer á stúfana í Morgunblaðinu á sunnudaginn og þykist ætla að leiða lesend- urna í allan saftnleikann um stjórnarsamningana. Hann seg- ir m. a., að Framsóknarmenn hafi reynt að halda fram, að samið væri um að gera landið að einu kjördæmi, en það er mál, segir Jón, „sem hefir ekki einu sinni komið til orða í stjórnar- samningunum". Þessi skröksaga Jóns, að ekki hefði verið minst á þetta mál í viðræðunum,' hefði máske getað heppnazt, ef Morgunblaðið hefði ekki skýrt frá því daginn áður, að tillaga um þetta hefði komið fram í Alþýðuflokknum, en þá hefði v'erið upplýst, að „ef Al- þýðuflokkurinn setti fram slík- ar kröfur, væri það sama og að neita öllu samstarfi, því að 01- afur Thors myndi aldrei ganga að henni". Hefði vitanlega ekki verið hægt að gefa slíkar upp- lýsingar á fundi Alþýðuflokks- ins, ef ekki hefði verið búið að ræða það áður á samningafundi. Það sézt vel á þessu, að Jón fer með rangt mál, þegar hann segir, að ekki hafi verið á þetta minnst í viðræðunum. Og kyn- legt er það líka, að Mbl. skuli taka þannig til orða, „að Ólaf- ur Thors myndi aldrei ganga að kröfunni". Því gat blaðið ekki sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn gerði það ekki. Þýðir þetta má- ske, að Ólafur ætli enn einu sinni að láta lita þannig út, að flokkurinn þröngvi honum til aðgerða i kjördæmamálinu, líkt og var 1942? Annars væri það æskilegt, ef Jón Pálmason vill halda áfram umræðum um þetta mál, að hann gerði grein fyrir því, hvernig ætlast er til, að ákvæði „plötunnar" um „jafnan kosn- ingarrétt" verði framkvæmd. MET f ÓSVÍFNI. a Það er vafalaust met i ósvífni og ósannindum, þegar Mbl. síð- astl. laugardag birtir tilboð Framsóknarflokksins til Sjálf- ¦ stæðisflokksins um stjórnar- samvinnu og segir síðan: Hér var tekið af skarið. Framsókn neitar að ganga til samstarfs með Sjálfstæðismönnum um st j órnarmyndun". í tilboði Framsóknarflokks- ins er beinlínis boðizt»til að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, þar sem hvor flokk- urinn tilnefni tvo menn, en oddamaðurinn sé hlutlaus. FYRIRSPURN. Morgunblaðið segir á sunnu- daginn, að Framsóknarmenn vinni illt verk með því að styðja ekki ríkisstjórn Ólafs Thors. Hvers konar verk vinna þá fimmmenningamir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem ekki vilja heldur veita stjórn Ólafs brautargengi. KOMMÚNISTAR ÁLÍTA AL- ÞÝÐUFLOKKINN OF KRÖFU- HARÐAN VIÐ ÓLAF. Ekki virðist horfa vel um sam- lyndið í stjórnarherbúðunum. Þjóðviljinn birtir heilsíðugrein á sunnudaginn, þar sem ráðizt er með óvenjulegri grimmd á þá Alþýðuflokksmenn, sem hann kallar Alþýðublaðsklíkuna, • skammar hann þessa klíku einkum fyrir þaðt að hún hafi ætlað að hindra, að samstarf næðist við Sjálfstæðisflokkinn ' með því að setja ýms skilyrði, eins og t. d. um setningu launa- laga og alþýðutrygginga. Verður þessi yfirlýsing vart skilin öðru- vísi en að kommúnistar vilji, að Alþýðuflokkurinn hætti nú öll- um skilyrðum og verði „góða v barnið" við Ólaf, þegar að því kemur að ræða um skattlagn- ingu stríðsgróðans, því að skil- yrði þar að lútandi eru Ólafi erfiðust og viðkvæmust. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.