Tíminn - 07.11.1944, Síða 2

Tíminn - 07.11.1944, Síða 2
874 94. blaS Þriðjjudagur 7. nóv. „Stjórn sjávar- útvegsíns<( Það er næsta margt, sem tals- menn hinnar nýju stjórnar reyna að telja henni til ágætis. Það kostulegasta af öllu er samt það, að hún hafi fyrir aðalmark- mið að vinna að viðreisn sjávar- útvegsins og eigi því að réttu lagi að nefnast stjórn sjávarútvegs- ins. Ástandið í sjávarútvegsmál- unum er nú þannig, að það þarf mokafla, bæði á þorskveiðum og síldveiðum, ef útvegsmenn og hlutasjómenn eiga að bera svip- aðan hlut frá borði og verkafólk, sem vinnur í landi. Ef afli verð- ur rétt í meðallagi eða tæplega það, er kominn hallarekstur og hlutasjómenn eru orðnir lang- samlega launalægsta stétt þjóð- félagsins. Ástæðan til þess, að málum út- gerðarinnar er þannig komið, þrátt fyrir hæsta fiskverð, sem þekkst hefir, liggur í því, að kaupgjald landverkafólks, alls- konar verzlunarálagning og op- inberir skattar, draga til sín meginhlutann af arði þess afla, sem útgerðin flytur á land. Ef þessar álögur á útgerðina auk- ast hið minnsta frá því, sem nú er, nægir ekki einu sinni mokafli til að tryggja útgerðinni sæmi- lega afkomu. Til viðbótar þessu ástandi, kemur svo það, að lækkun fisk- verðsins er skammt framundan. Bretar hafa enn ekki viljað end- urnýja fisksölusamninginn fyrir næsta ár, en telja verður þó lík- legt, að þeir muni verða við þeim óskum áður en lýkur, en hitt er of mikil bjartsýni að vonast til þess, að þeir geri það í mörg ár enn. Þegar fiskiskip þeirra og annara þjóða fara aftur af stað fyrir alvöru, er það augljóst mál, að fiskverðið hlýtur að lækka mjög verulega. Hver og einn, sem athugar þær staðreyndir, er hér hafa verið nefndar, hlýtur því að gera sér ljóst, að eigi að tryggja útgerð- inni sæmilega afkomu og búa hana undir þá lækkun fisk- verðsins, sem í vændum er, þá þyrfti nú þegar að hefjast veru- lega handa um lækkun kaup- gjalds og verðlags í landinu, svo að allur arðurinn, sem verður af starfi útgerðarmanna og sjó- manna, lendi ekki í vösum óvið- komandi fólks í landi og lítið eða ekkert verði eftir handa þeim sjálfum. Á slíkum grund- velli verður útgerðin vitanlega ekki rekin til langframa. Hún hlýtur þá að stöðvast og í kjöl- far þeírrar stöðvunar siglir al- gert hrun atvinnu- og fjármála- lífsins í landinu. Slík lækkun á kaupgjaldi og verðlagi í landinu er ekki aðeins nauðsynleg til að tryggja rekst- ur þeirrar útgerðar, sem fyrir er, heldur engu síður til að tryggja þá nýsköpun, sem verða þarf í útgerðinni. Því aðeins fást menn til að kaupa, ný skip, reisa fiski- iðnaðarverksmiðjur og gera aðr- ar framkvæmdir í þágu sjávar- útvegsins, að þeir álíti hann sæmilega arðbæran atvinnu- rekstur. Og því aðeins getur ríkið fengið fé til að veita slíkri nýsköpun nauðsynlegan stuðn- ing, að útgerðin starfi og blómg- ist, því að án þess myndi fljótt þrengjast um fjárráð ríkisins. Hvernig bregst svo hin nýja ríkisstjórn við þessum höfuð- vanda, þessu meginatriði til að tryggja afkomu útgerðarinnar og nauðsynlega nýsköpun henn- ar, en það er lækkun dýrtíðar- innar, — kaupgjaldsins og verð- lagsins — í landinu? Hún bregst þannig við þessum vanda, að hún byggir tilveru sína á því, að kaupgjaldið fari hækk- andi, ríkisútgjöldin stórhækki, vegna launalaga og alþýðu- trygginga, opinberir skattar aukizt. Allar þessar hækkanir, öll þessi aukna dýrtið, mun bitna á útgerðinni í einni eða annari mynd. Af slíkri fjármálastefnu getur ekki leitt annað en stöðvun sjáv- arútvegsins og stöðvun á allri TlMTOV. þrlðlmlaginn 7. nóv. 1944 HERMANNJÓNASSON: Sáttmáli ríkisstjórnarinnar i. Grein hefir verið gerð fyrir því hér í blaðinu, hvernig samn- I ingatilraunum þeim um stjórn- armyndun var háttað, er voru undanfari þess, að núverandi stjórn þriggja flokka var mynd- uð. — Hér mun verða rakinn í megindráttum sáttmáli sá, er stjórnarflokkarnir hafa gert sín á milli og túlka á stefnu ríkis- stjórnarinnar. II. Málefnasáttmálinn hefst á almennum yfirlýsingum um það, að stjórnin vilji tryggja sjálf- stæði landsins, að íslendingar fái að taka þátt í alþjóðasam- starfi og ráðstefnum, og hafi náið samstarf við hin Norður- löndin. Ennfremur kveðst ríkisstjórn- in vilja vinna að því, að íslend- ingar nái sembeztum verzlunar- samböndum við útlönd og að viðurkenndur verði réttur ís- iands til að selja allar útflutn- ingsvörur landsins með tilliti til alþjóðlegrar verkaskiptingar á sviði framleiðslu. — Þá kveðst og ríkisstjórnin ætla að vinna að því að rýmka fisk- veiðalandhelgina Um þennan ásetning er ekki nema gott að segja. Allar ríkis- stjórnir vilja stefna að því að tryggja sjálfstæði þjóðar sinnar, verzlun hennar og viðskipti og sérhver íslenzk ríkisstjórn mun mjög óska eftir rýmkun fisk- veiðilandhelginnar við strendur landsins. Þegar gerð var tilraun til þess að mynda fjögra flokka stjórn á s. 1. vori, án þess að samið yrði um málefni þau, er ágrein- ingur var um milli flokkanna, voru þessi atriði - flest eða öll tekin upp í þá yfirlýsingu, sem stjórnin gæfi, er hún settist í ráðherrastólana. Þau voru valin sem stefnuatriði, er allir gátu að sjálfsögðu sameinast um. En hvernig til tekst að ná settu marki, er undir fram- kvæmdum stjórnarinnar komið, sem og því, hvernig stefnt er og stjórnað í öðrum málum. Út- flutningsverzlun okkiar hlýtur vissulega meðal annars að .veru- legu leyti að vegna vel eða illa eftir því hvernig búið er að framleiðslunni innanlands. III. Þegar til innanlandsmálanna kemur, er sáttmáli ríkisstjórnar- innar allvíða þannig orðaður, að ekki verður um það sagt með neinni vissu, hvernig beri að skilja hann fyr en til fram- kvæmda kemur (sbr. m. a. raunhæfri nýsköpun hans. Þegar á þetta er litið, má vissulega segja, að það sé nokk- uð kaldhæðnislegt, er stjórnin þykist ge?a sjávarútveginum einhvern velgerning pieð því að lofa, að hún skuli halda eftir 200 milj. af þeim nær 600 milj. kr., sem bankarnir eiga í erlendum gjaldeyri, til þess að menn geti keypt fyrir þær skip og vélar í þágu sjávarútvegsins. Það virð- ist vissulega engu líkara en verið sé að gera „grín“ að mönnum, þegar þeim er boðið upp á slíkt á sama tíma og verið er að gera útgerðina óstarflíæfa og engum finnst þvi fýsilegt að leg^ja fé í hana. Það eina, sem hægt er að gera raunhæft og mikilvægt fyrir út- gerðina, er að lækka kaupgjald- ið og verðlagið. Pyrir því hafa stjórnarflokkarnir lokað augun- um. Eini flokkurinn, sem hefir þorað að taka á sig áhættu og aðkast í þeim efnum, er Fram- sóknarflokkurinn, þegar hann sem aðalflokkur bænda átti sinn þátt í þeirri eftirgjöf, sem veitt var á búnaðarþingi. Hiilir flokk- arnir vilja halda hrunadansin- um áfram og hyggjast geta blindað útvegsmenn og sjómenn með þyí að kalla sig stjórn sjáv- arútvegsins meðan þeir eru að koma honum í kalda kol og hindra alla raunhæfa viðreisn hans. skattamálin og stefnuna 1 at- vinnumálum). Um sum atriði er orðalagið þó skýlaust. Þessi atriði eru: 1. „Að sett verði á þessu þingi launalög í meginatriðum í samræmi við frumvarp það, er 4 alþingismenn, einn úr hverjum flokki hafa lagt fyrir efri deild Alþingis með breytingum til móts við óskir B. S. R. B“ (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja). 2. Að „komið^verði á á næsta ári svo fullkomnu kerfi al- mannatrygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta og efnahags, að ísland verði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþj óðanna". 3. Þessa dagana er verið að ljúka samningum um kaup og kjör þeirra iðnaðarmanna, sem höfðu gert verkfall og hafa hæst laun og mest fríðindi. Laun eru yfirleitt hækkuð og fríðindi aukin. — Það virðist því komið í ljós, að ákvæði sáttmál- ans um „vinnufriðinn“ sé fólgið í því, að Alþýðusambandið fái í aðalatriðum þá „samræmingu", er Félag Vinnuveitenda taldi í septembermánuði s. 1. almenna kauphækkun, sbr. grein í Mbl. seinast í septembermánuði s. 1. um það efni. 4. „Að hafin verði nú þegar endurskoðun stjórnarskrárinn- ar með það m. a. fyrir augum, að sett verði ákvæði um réttindi allra þegna þjóðfélagsins til at- vinnu, eða þess- framfæris, sem tryggingarlöggjöfin ákveður, fé- lagslegs öryggis, almennrar menntunar og jafns kosningar- réttar“. Endurskoðun þessari skal lokið svo tímanlega, „að frum- varp verði lagt fyrir Alþingi áð- ur en kosningar fara fram og eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar, og leggur stjórnin og flokkar þeir, er að henni standa, kapp á að frumvarp þetta verði endursamþykkt að afloknum kosningum“. IV. - Hér að framan eru talin fjög- ur ákveðnustu atriði stjórnar- sáttmálans: Launahækkun, kauphækkun, almannatrygging- ar, jafn kosningarréttur. Þegar frumvarp til nýrra launalaga var flutt af alþingis- mönnum úr fjórum flokkum, lágu til þess þau rök, að launa- kjör þeirra embættismanna, sem lægst eru launaðir, eru lítt viðunandi og þarfnast leiðrétt- ingar. í annan stað eru laun og aukatekjur sumra embættis- manna svo há, að óhóf má telj- ast. Nauðsyn ber því til að komið verði á með nýrri. löggjöf rétt- látara launakerfi. — Hitt mun fáum þingmönnum hafa komið til hugar, að frumvarpið yröi ekki aðeins samþykkt í megin- atriðum eins og það liggur fyrir, heldur og e'nn gengið til móts við kröfur B. S. R. B., sem allar eru enn til hækkunar. Einn af þeim mönnum, sem tók þátt í undirbúningi launalagafrum- varpsins hefir reiknað út, hvaða útgjaldaaukningu það muni valda ríkissjóði, og telur að hún nemi mikið «á sjöttu miljón króna. Það er ekki nema gott um það að segja, að löggjöf um- al- mannatryggingar verði hér lög- tekin. En það skyldu menn þó fyrst og fremst hafa hugfast, að ef slík löggjöf á ekki að verða pappírslöggjöf í framkvæmd, þarf undirstaðan (og sama gildir um launalögin) að vera öriiggt og blómlegt atvinnulíf. Það fjármagn sem trygginga- stofnunin fær til umráða, kemur að líkindum frá þremur aðilj- um: Úr ríkissjóði, frá atvinnu- rekendum og frá launþegum. M. ö. o. það kemur allt frá at- vinnulífi þjóðarinnar, beint eða óbeint. >, Ef mikið atvinnuleysi skapast vegna þess að framleiðslan og þá jafnframt annað atvinnu- líf dregst saman, getur engin tryggingalöggjöf staðizt það, hve „fullkomin“ sem hún kann að vera. Á þessu stigi veröur ekki með vissu um það sagt við hvað er átt, með jöfnum kosningarétti. Vitað er að krafa kom fram um þáð frá einum þeirra flokka, er nú standS, að ríkisstjórninni, að landið yrði gert að einu kjör- dæmi. Það var þó ekki tekið upp í stjórnarsáttmálann. En á það má þó benda, að það eru ekki margar leiðir færar að því marki að gera kosningarétt „jafnan“. Meðan til eru fámenn kjördæmi, sem hafa sinn þingmann, verður kosningarétturinn ekki „jafn“, þótt tala uppbótarþing- manna verði takmarkalaus. Með fáum stórum kjördæmum, hlut- fallskosningum og uppbótar- þingmönnum mætti ef til vill nálgast þetta takmark. En raunverulega er ekki unnt að ná takmai-kinu að fullu, nema með því, að gera landið að einu kjör- dæmi. En hvað bak við þetta al- menna orðalag býr, verður ekki sagt með vissu &S svo stöddu. En ljóst er það, að þessi stjórn- arsamvinna á að enda með nýrri kjördæmabaráttu, þar sem enn verði gengið á rétt strjálbýlis- ins og kjördæmanna utan Reykjavíkur undir yfirskyni þess, að kosningaréttur eigi að vera jafn. Höfðatölureglan sem hvergi er talin réttmæt, er það „réttlæti“, sem hin nýja stjórn ætlar að rétta að kjósendum í strjálbýlasta landi veraldar. Þetta er það mál, sem hún lof- ar að standa saman um „að af- loknum kosningum". Það er gott og blessað að hækka kaup.og fríðindi — vel að merkja, ef það er ekki gert þannig að það raski fjár- málakerfi þjóðarinnar, verði því að lokum öllum til böls og engu síður þeim, sem nú fá aukna krónutölu í kaup. V. Sáttmáli stjórnarinnar verður stórum fróðlegri, ef athugað er það, sem ekki er samið um op- inberlega, engu síður en hitt, sem sáttmáli er um gerður. Skulu hér talin upp nokkur slík atriði: 1. Það er ekki um það samið, hvernig háttað skuli verzlunar- málunum. — Um það segir að- eins í stjórnarsáttmálanum, að kapp verði á það lagt að „hafa hemil á verðlagi“, „að sem minnstur kostnaður falli á vör- ur við sölu þeirra og dreifingu“ og að athugað verði „á hvern hátt þessu marki bezt verði náð“. Nú er það vitað, að hinn gengdarlausasti stríðsgróði hef- ir verið á innflutningsverzlun- inni og sennilega aldrei meiri en nú. Ástæðan er sú, að vöru- þurrð fer vaxandioginnkaup eru komin á fárra manna hendur (innkaupahringa) í ' mörgum vörugreinum. Verðlagseftirlitið hefir ekki valdið þessum málum eins og vitað er. Enginn lýsti þessu ástandi með jafp svæsnum orðum og þingmaður kommún- ista við umræðurnar um fjár- lagafrumvarpið nú fyrir nokkru. Framkvæmd í þessum málum öllum er snerta hag alls almenn- ings svo tilfinnanlega, er ekki í höndum ráðherra verka- mannaflokkanna. Það er engin tilviljun né heldur hitt, að um málið er samið með svo almennu og óákveðnu orðalagi, er túlka má eftir geðþótta. 2. í þessari styrjöld hefix.fi öldi manna, sem átti spariféð í bönk- um landsins og hélt uppi at- vinnulífinu með því að leggja þá til rekstursfé, verða rúin inn að skyrtunni með raunverulegri verðfellingu krónunnar. Aðrir, fyrst og fremst þeir, sem höfðu þetta fé að láni og höfðu mikið undir höndum, hafa rakað sam- an fé, sem rekið hefir á fjörur þeirra vegna styrjaldarinnar. 1 Það er ekki einu orði minst á leiðréttingu á þessu. Eigna- jöfnun eða eignaaukaskattur er( ekki nefndur í s'amningnum. 3. Þess ber þó að geta, að í samningunum segir: „Verður leitazt við að leggja skattana á þá, er helzt fá undir þeim ris- ið og þá fyrst og fremst á stríðs- gróðann. Skattar á lágtekjum verða ekki hækkaðir. Eftirlit með framtölum verður skerpt“. Ýms þessara atriða koma bet- ur í ljós næstu daga, þeg- ar stjórnin leggur tekjuauka- frumvarp fyrir Alþingi og skal ekki um þetta fleira sagt að svo komnu. Hver getur líka trúað því, sem vill, að núverandi fjár- málaráðherra muni herða skattaeftirlitið. VI. Það, sem ég tel einkenna þessa stjórnarsáttmála, það, sem ég tel hættulegt og vil næstum segja háskalegt við þá stjórnarstefnu, sem í honum felst, er þetta: Um- boðsmenn launamanna eru keyptir inn í þetta samkomulag með hækkuðum launum til launa manna, loforðum um „fullkomn- ar“ almanna tryggingar og hækk uðu kaupi og fríðindum til handa þeim iðnaðarmönnum, sem áður voru hæst launaðir, gegn því, að verzLunarhringarnir fái að halda áfram að raka stórgróð- anum í sína vasa, og iðnaður- inn einnig meðan hann fær að hækka verðlagið. Fyrir þetta á svo ríkissjóðnuin og framleiðsl- unni að blæða. — Samþykkt Búnaðarþings í dýrtíðarmálinu, sem beðið var um með grátstaf í hálsinum til að bjarga fram- leiðslunni og fjárhag þjóðarinn- ar, er ekki aðeins sniðgengin, heldur breytt þveröfugt við hana með n*ium kauphækkunum. — Stefnuleysið í dýrtíðar- og fjár- málum þjóðarinnar frá 1942 virð ist hafið að nýju. — Mun ég nú leiða nokkru nán- ari rök að þessu. — VII. „Fjárlagafrumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi, er raun- verulega mpð stórkostlegum tekjuhalla“ — segir í stjórnar- sáttmálanum. Telja sumir að þessi tekjuhalli sé um 30 millj. aðrir um 50 millj. (sbr. ummæli þingmanns kommúnista í út- varpsumræðunum). Nú hefir stjórnin lýst yfir því „að ekki verður með nokkru móti hjá því komizt, að hækka útgjöld til verklegra framkvæmda verulega frá því sem þar er áætlað“ (þ.e. í fjárlagafrumvarpinu). Hækk- un á útgjöldum ríkissjóðs vegna nýju launalaganna nemur á sjöttu milljón króna og þegar þar við bætist „verulega" aukið framlag til verklegra fram- kvæmda, getur tekjuhallinn ekki orðið undir 40 milljónum króna. Stjórnin segist muni „gera það, sem unnt er, til að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög". Ákveðn- ar er þar ekki til orða tekið. En frágangssök mun það teljast, að afgreiða nú f járlög með tekju- halla í mesta góðæri og þegar við fáum bezta verð fyrir allar framleiðsluvörur okkar. Hvernig mundi þá ástatt um hag ríkis- sjóðs og hag okkar almennt, er framleðsluvörur okkar falla í verði og tekjustofnar ganga sam- an? — Það þarf því ekki fleiri orðum að því að eyða, að hagur ríkis- sjóðs er nú orðinn þannig, að hann verður tæpast mjög aflögu fær til þess að styrkja franf- leiðsluna á næstunni. Það hnígur, þvert á móti allt að því, að Al-; þingi verði, vegna ríkjandi fjár- málastefnu, að auka álögur á þegnana og það verulega. — Ef ekki á að afla þessara tekna með álögum á verkamenn og launa- menn, sem hafa nú fengið hækk- uð la,un vegna þess að kjör þeirra þóttú ófullnægjandi áður, get- ur aukin tekjuþörf ríkissjóðs væntanlega ekki komið annars staðar niður en á atvinnulífinu: verzlun, iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi. Tvær fyrrnefndar atvinnu- greinar geta minnsta kosti fyrs^ um sinn velt þessum álögum af sér með hækkuðu verðlagi. — En hinar síðarnefndu geta það ekki, vegna þess, að verð á sölu- vörum þeirra, einkum sjávarút- vegsins, er ákveðið á erlendum vettvangi. — Það má því öllum yera aug- ljóst mál, að allur þunginn af hækkuðum útgjöldum ríkissjóðs, kauphækkunum, sem enn auka dýrtíðina, og síðan af almanna- tryggingum, verða lagðar á bak framleiðslunnar ofan á það, sem fyrir er. — Kemur þá að því, sem er grundvallaratriði í öllum stjórn- arstefnum: Hvað er gert til að tryggja framleiðsluna? Það er hún, sem nú og sem ætíð endra- nær verður að halda öllu öðru uppi. Án þess að um þá undir- stöðu sé hugsað fyrst og fremst, hlýtur sérhver stjórnarstefna, hvað gyllt, sem hún kann að vera, að hrynja eins og spila- borg samkvæmt lögmáli, sem engin stjóon fær umflúið. — En hér viö bætast sérstakar ástæður. — Það var ef til vill aldrei ríkari ástæða fyrir neina stjórn, sem sezt hefir að völdum hér á landi að gefa framleiðsl- unni gaum framar öllu öðru. í fyrsta lagi er ástandið í dýr- tíðarmálunum mjög ískyggilegt. Það versnar nú enn vegna kauphækkana þeirra, sem stjórnin beitir sér fyrir. — Þetta veldur síversnandi hag ríkissjóðs svo sem augljóst er. Ennfremúr þrengir þetta svo mjög kosti framleiðslunnar, að við stöðvun liggur í sumum greinum henn- ar. — Vegna þess hve verðlag útflutningsvara okkar er enn hátt og verður að öllum líkind- um um skeið, var mögulegt að skapa hér blómlegt atvinnulíf með því að taka upp rétta og okkur raunar óumflýjanlega, fjármálastefnu. í annan stað hefir þessi stjórn áform um lagasetningu og framkvæmdir, sem kosta stór- felldari álögur en áður hafa þekkzt. Þess vegna er réttmætt að segja, að aldrei hafi verið ríkari ástæða en nú að spyrja um grundvöllinn undir öllu þessu: öryggi framleiðslunnar. Hvað hefir ríkisstjórnin gert eða hyggst að gera í þessu máli, sem allt veltur á, hvort takast megi að framkvæma það, sem hún lofár — nema þá ef til vill aðeins til bráðabirgða? VIII. Spurningunni hér að framan er fljótsvarað. Fyrir framleiðsl- una á ekki að gera neitt — nema að auka dýrtíðina. Það á að vísu að setja á sér- stakan reikning erlendan gjald- eyri, er samsvari um 300 miljón- um í íslenzkum krónum. Þetta er gott og blessað. Þeir, sem vilja kaupa framleiðslutæki, eiga að fá keyptan hluta af þessum gjaldeyri fyrir íslenzka peninga. En svo er- nú málum háttað, að síðan við tókum að safna verulegum innstæðum erlendis undanfarin stríðsár, hefir hver og einn, sem viljað hefir kaupa framleiðslutæki, getað fengið keyptan til þess erlendan gjald- eyri eftir vild. Þetta er því í framkvæmd engin breyting frá því, sem er og verið hefir undanfarin ár. Og þótt innstæðurnar séu settar á sérstakan reikning, mun reynast haldbezt að gera þá ráð- stöfun ekki að neinum dún- svæfli, heldur vera þess minn- ugir að blómleg framleiðsla, seip flytur nægilega mikið út fyrir því, sem við þurfum að kaupa inn í landið, til árlegrar eyðslu, er eina öryggið fyrir því, að erlendu innstæðurnar haldist. Á hvaða reikning, sem innstæð- urnar eru settar, munu þær verða gerðar að eyðslueyri, ef við getum ekki selt framleiðslu- vörur úr landi fyrir því, sem við þurfum erlendis frá til að fæða okkur og klæða. En í framhaldi af ákvæðum stjórnarsáttmálans um það, að framleiðendur fái keyptan er- lendan gjaldeyri, verður annað augljóst af sáttmála ríkisstjórn- arinnar. Stjórnin virðist gera sér það ljóst, sem vænta mátti, að hún hefir ekki valdið því, að ná sam- komulagi um lausn þess máls, sem hefir staðið í vegi fyrir sam- starfi á Alþingi og um ríkis- stjórn undanfarin ár. Þetta mál er dýrtíðarmálið. Það hefir lengi verið öllum hugsandi mönnum ljóst, að jafnvægi annars vegar milli kaupgjalds og vöruverðs innanlands (þ. e. sá hluti fram- leiðslukostnaðar, er við ráðum) og hins vegar verðlags aðal- útflutningsvöru okkar á erlend- um markaði er alveg óumflýjan- leg nauðsyn til þess að fram- (FramhalcL á 3. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.