Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 4
380 Útflutningur á íslenzku dílkakjöti eftir stríð Eftlr Runólf Sveinsson skólastjóra TÍMIM, föstudaginn 10. nóv. 1944 95. blað i. iii. Stundum gera menn saman-1 Um allmörg ár seldum við btirð á þýðingu hinna tveggjá megnið af útflutningskindakjöti aðalframleiðslu- og atvinnu- ' okkar til Noregs, saltað niður í greina íslendinga, landbúnaði tunnur. Vöruvöndun á þessu og sjávarútvegi. Menn'eru oft saltkjöti var mjög af skornum mjög ósammála í þeim saman- jskammti. Aðstöðu og verkun við burði. Fleét fólk sem býr í bæj-’ slátrun var í ýmsu áfátt og unum og við sjávarsíðuna telur j flokkun og mat lélegt, aðallega að sjávarútvegurinn sé miklu ! eftir þyngd, þ. e. stærð kropp- þýðingarmeiri í þjóðarbúskap okkar. Rök fyrir þessari skoðun eru meðal annars þau, að út- flutningsverðmæti sjávarafurða sé mörgum sinnum meiri en landbúnaðarafurða. Slík rök eru þó vitanlega, að verulegu leyti fölsk, því að þýðing hvers at- vinnuvegar í landinu fer vitan- lega ekki eftir því ^inu hversu mikið fæst fyrir útfluttar afurð- ir hans. í slíkum samanburði sem þessum ber að sjálfsögðu að taka tillit hversu mikið af fram- leiðslu atvinnuvegarins er notað í landinu sjálfu og einnig hversu anna. Nú er saltkjötsmarkaður- inn lokaður og má telja líklegt, að hann opnist ekki aftur til neinna muna. Undanfarin ár höfum við flutt dilkakjötið út fryst, til Eng-jands. Það má telja liklegt, að England verði aðal- ef ekki eina mark- aðslandið, sem við getum selt dilkakjöt okkar. \ Enski frystikjötsmarkaðurinn gerir allt aðrar og meiri kröfur til kjötsins heldur en norski salt- kjötsmarkaðurinn gerði. í fyrsta lagi verður að vanda slátrun og allá meðferð og verkun kjötsins, mikið er keypt af vörum erlendis ] mat á þvi og flokkun miklu ná- frá, til reksturs framleiðslunnar. j kvæmari á enska markaðinn. Ennfremur mætti t. d. meta þær , í öðru lagi gera brez>kir neyt- afurðir landbúnaðarins í erlend- ! endur alveg sérstakar kröfur til unp. gjaldeyri, sem fara til þess ’ byggingar og alls vaxtarlags að fullnægja hinni daglégu ikroppanna. Gildir það bæði um neyzlu landsmanna, bæði til stærð, vöðvafyllu og fitu. sjávar og sveita. Ef þetta og fleira væri tekið með í reikning- inn og samanburðinn á milli sjávarútvegs og landbúnaðar, þá hygg ég að landbúnaðurinn yrði ekki undir í þeim samanburði. II. Helztu útflutningsvörur land- búnaðarins eru nú dilkakjöt, ull og gærur, dálítið af loðskinnum, stórgripahúðir o. fl. Stærsti lið- urinn er dilkakjötið. Auk þess kindakjöts, sem neytt er í land- inu, sem skiptir þúsundum smá- lesta, þurfum við að flytja út 2500—3000 smál. dilkakjöts. Það má til sanns vegar færa, að lífsafkoma íslenzkra bænda sé að hálfu leyti háð þessum út- flutningi. Það skiptir því megin máli fyrir þjóðarbúskapinn, hvernig til tekst með sölu á þessum afurðum. Á næstu ár- um hlýtur tilvera og afkoma bændanna að verða að mjög verulegu leyti háð þessum út- flutningi á dilkakjöti, eða þvi verði, sem við getum fengið fyrir það á erlendum markaði. IV. Það má fullyrða, að á undan- förnum árum hafi meðferð og vöruvöndun öll á dilkakjöti batnað stórum, þótt eflaust megi bæta þar um á ýpisan hátt enn- þá. T. d. við slátrun, frystingu, geymslu o. fl. íslenzka sauðféð er því miður fremur illa lagað til þess að full- nægja þeim kröfum, sem ensku neytendurnir ger-a. til kroppanna um vaxtarlag o. fl., sem áður var nefnt. Kropparnir af íslenzku dilkunum eru of beinastórir, vöðvarýrir, flestir of magrir og fitan, sem er, of bráðfeit og of lítiö dreifð um vöðvana o. s. frv. Nokkuð hefir þó verið unnið að kynbótum sauðfjárins síðustu árin, með tilliti til þessara sér- stöku krafa ensku neytendanna. En of lítið hefir þó erln þá á- unnizt í því efni. Því miður er ekki hægt að komast hjá þeirri staðreynd, að þrátt fyrir það, sem gert hefir verið til bóta á verkun og flokk- un kjötsins, kynbætur sauðfjár- ins undanfarin ár o. fl., þá hefir íslenzka dilkakjötið verið og er enn, annars flokks vara á er- lendum markaði. V. • í þessu stríði hafa Bretar auk- ið stórkostlega framleiðslu land- búnaðarafurða, þar á meðal kjöts. Það má því ganga út frá því sem gef-nu, að dilkakjöts- markaður í Bretlandi verður t)rengri eftir stríðið. Samkeppni annarra þjóða á þeim markaði verður og án efa mjög hörð eftir stríð. Okkur ísléndingum er því J lífsnauðsyn að búa okkur vel j undif að standast þá samkeppni. ,Ég vil minna á, að ég álít, að sá undirbúningur þoli enga bið. J Einnig með með tilliti til þeirra sauðfjársjúkdóma, sem nú herja í landinu. I Ég vil nú benda á örfá atriði Jog ræða nokkuð, sem ég tel að okkur séu Aauðsynleg að taka j til athugungr og hafa í huga, er ^við búum okkur undir að geta selt dilkakjötið á erlendum J markaði eftir stríð, í harðri sam- keppni við aðrar þjóðir. VI. Eftir útreikningum sex manna nefndarinnar svo nefndu, þurftu bændurnir haustið 1943, að fá um eða næstum sjö krónur að meðaltali fyrir hvert kg. dilka- kjötsins. Verð þetta er meðal annars miðað við, að bændurnir hafi þá viðunanleg lífskjör og nokkuð í hlutfalli við þær stétt- ir þjóðfélagsins, sem vifina að annarri framleiðslu þjóðarbús- ins. En að sjálfsögðu skapast þó verð þetta fyrst og fremst af framleiðslukostnaði kjötsins. í framléiðslukostnaðinum er vinn- an langstærsti liðurinn. Nú er vitað og þegar fengin nokkur reynsla fyrir, að útilok- að er að fá verð fyrir kjötið á erlendum markaði, sem nokkuð nálgast ofangreint verð, sem bændurnir þurfa að fá. Ekki einu sinni á stríðstímum. Það er því nauðsynlegt fyrir íslenzka bænd- ur, að m i n n k a framleiðslu- kostnáðinn á kjötinu. Það er ein af leiðunum til þess að skapa þeim möguleika á að selja kjötið á erlendum markaði í samkeppni við aðrar þjóðir. Þar sem líkam- leg vinna er stærsti liðurinn í framleiðslukostnaðínum, skiptir mestu máli að minnka þann þáttinn. Það má meðal annars gera á tvennan hátt. í fyrsta lagi með aukinni ræktun og aukinni v é 11 æ k n i við fram- leiðslustörfin, og í öðru lagi að frarqjeiða ekki kjötið nema í þeim héruðum landsins, sem eru vel fallin til sauðfjárræktar. Það má eflaust fullyrða, að þar sem heyskapur er enn þá rekinn með orfi og ljá eingöngu, og á rytjuslægjúm í úthaga og jafnvel á heiðum uppi, verður ekki framíeitt kjöt til sölu á erlendum markaði í samkeppni við aðrar menningarþjóðir. Það er að verða nokkuð al- menn skoðun ýmsra manna, sem um þessi mál hugsa, að í hér- uðum landsins séu skilyrði til sauðfjárræktar mjög misjöfn, svo að í sumum þeirra ^é ekki réttmætt að reka sauðfjárrækt svo að neinu nemi. Um þessi atriði, sem nú voru nefnd og fleiri, viðvíkjandi íram- leiðslukostnaði dilkakjötsins, hefir verið nokkuð rætt og ritað síðastliðinn áratug, en of lítið verið hafizt handa um fram- kvæmdir til úrbóta í þvi efni. VII. Eitt vel þekkt fyrirbrigði úr viðskiptalífinu er það, að því betur sem varan, er selja á, lítur út á markaðinum, því betur sem hún er verkuð, því betri sem allur frágangur hennar er, t. d. umbúðir o. fl., og því betur, sem kröfum neytendanna er fullnægt í einu og öllu, því hægara er að selja hverja vöru og fá hátt verð fyrir. Því miður verður það ekkn sagt íslenzkum bændum til hróss að þeir vandi neitt sérstaklega ’þá vöru, sem þeir selja frá sér eða skilji- til hlítar þá þýðingu, sem öll vöruvöndun hefir í við- skiptalífinu. Viðvíkj andi vöruvöndun dilka- kjötsins eru tvö megin atriði, sem leggja verður áherzlu á. Hið fyrra er þáttur bændanna í með- ferð dilkanna frá því þeir eru teknir úr haga og þar til þeim er slátrað í sláturhúsi. Hið síð- ara er meðferð kjötsins í slátur- húsi, mat, floklAin, verkun og geymsla þess þar til það er selt til neytendanna. Það hefir æði oft verið brýnt fyrir bændum, að hundbeita ekki sláturfé, hárreita það ekki í rétt- um og gæta yfirleitt varúðar í rekstrinum og allri meðferð þess á haustii^. Engu að síður er það um staðreynd, að á hverju hausti kemur fjöldi fjár til sláturhús- anna, sem er illa útleikið eftir miskunnarlausa og bjánalega meðferð úr smölun, réttum og rekstri. Undanfarin ár hefir verið unn- (Framhald. á 6. síðu) FYRSTA DAG GORMANAÐAR tók ný ríkisstjórn við völdum hér á landi. En gormánuð þekkja allir síðan Vil- hjálmur Þ. og sr. Sigurður tóku tal saman í útvarpinu rnn daginn. Þetta er fjölmennasta stjórn, sem setið hef^r á íslandi, sex ráðherrar, þar af fimni, sem ekki hafa fyrr í „stólana" komið. Fyrstu ráðherrarnir, Hannes, Björn, Kristján, Sig. Eggerz og Einar, stjórn- uðu landinu einir, en höfðu landritara sér við hönd. Hann var þó fastur em- bættismaður. 1917. urðu ráðherrar þrír og 1939 var þeim fjölgað upp í fimm. Alls telst mér, að 37 menn hafi setið i ráðherrastólum síðan stjórnin varð innlend árið 1904. Mest hefir ráðherra- viðkoman verið síðan 1942, þá komu fjórir nýir, og nú fimm. NÚ ER HAUSTIÐ Á ENDA, og er margs að minnast frá þeim tíma. Má vera, að eitthvað af því rifjist upp’síð- ar í baðstofuhjali. En það mun þykja hlýða að minnast þess áður en lengra líður, að prentverk féll niður hér á landi allíín októbermánuð. Hafa Reykjavíkurblöðin nú notað þetta tækifæri til að ná sér niðri á almenn- ingi fyrir napuryrði af hans hálfu í þeirra garð fyrr og síðar. Halda þau því óspart fram, að skröksögur í höf- uðstaðnum hafi verið bæði fleiri og fáránlegri í téðum októbermánuði en nokkru sinni fyrr, og stafi það af því, að blöðunum hafi verið varnað að koma fram fyrir hönd sannleikans, þegar hann var verst leikinn. ÖLFUSÁRl^pÚIN hrundi í haust. Tveir menn og tvær bifreiðar steypt- ust niður í jökulelfuna um dimma nótt. Stríður er straumurinn á þessum stað, og einn af brúarsmiöunum fórst þar meðan verið var að byggja brúna. Það var útlendur maður. En í þetta sinn var heppnin með, og enn einu sinni hefir hin ágæta sundíþrótt bjargað mannslífi. Það var einkennileg tilvilj- un, að fáum dögum áður en brúin hrundi var flutt erindi í útvarpið um byggingu hennar sumarið 1891. Fyrir- lesarinn var einn af sjónarvottum þessara framkvæmda, Sigurður Þor- steinsson frá Flóagafli, og var frásögn hans merkileg. Eins og menn vita, er nú búið að draga brúna upp aftur og gera við hana, a. m. k. til bráðabirgða. VIÐBURÚIR Af ÞESSU TAGI mega heita einsdæmi hér á landi og mættu vekja menn til umhugsunar um margt. í öðrum löndum er það ekki ótitt um þessar mundir, að slík mannvirki bresti með voveiflegum hætti og það þegar verst gegnir fýrir þá, sem yfir vötnin fara. Hér á landi er mönnum ekkert nýnæmi að hlusta á slíkt í útvarpi eða lesa það i blöðum og bregða sér varla við. Ógn slíkra atvika deyr út í fjarlg^gðinni. En margur hugsar nú til þess með hrolli, að hafa farið eftir Ölfusárbrú á þessu sumri. Mörgum mun nú koma það í hug, að þetta var fyrsta stórbrúin, sem byggð var á ís- landi, og þó er hún ekki nema 53 ára. Margar hafa verið byggðar síðan. N ORÐURÁLFU ST YR J ÖLDIN tók miklum breytingum á sumrinu er leið. , Bretar og Bandaríkjamenn hertóku mestan hluta Frakklands með undra- , verðum hraða, og sést á því, hve vopnabúnaðurinn ræður miklu um vígsgengi þjóða. Grikkland og Belgía eru frjáls og bandamannaher á norskri grund. Styrjaldarlandafræði ársins 1940 kemur nú aftur upp í hugum manna, | en eldri vígaslóðir, svo sem Norður- Afríkaxog víðáttur Atlantshafsins, eru horfnar úr fréttafyrirsögnum blaðanna. Rússar hafa á þessu sumri lokið end- ' urheimt lands síns, en herir þeirra komnir inn í Pólland og suður á Balk- anskaga. Sjá nú forráðamenn Rússa- veldis rætast draum hinna gömlu Rússakeisara um sókn rússneskra herja j að austanverðu Miðjarðarhafi, sem þeir stefndu að fyrrum í styrjöldum 1 sínum við Tyrkjasoldán, en Tyrkir | voru þá voldugri þjóð en nú og buðu stórveldum Evrópu byrginn svo sem kunnugt er. Komust einu sinni að | hliðum. Vínarborgar, en Pólverjakon- ungur mætti þeim þar með her sinn og stöðvaði framsókn þeirra á lönd hinna kristnu þjóða. í ÞÁ DAGA VAR PÓLLAND STÓRVELDI. En síðan hefur það lotið lágt og líklega aldrei lægra en á síðustu tímum. í þessari styrjöld hefir sennilega engin þjóð orðið að þola áðrar eins hörmungar og Pól- verjar. Hinir voldugu nágrannar þeirra í vestri og austri hafa til skiptis farið eldi um landið, eins og þeir hafa oft gert áður, en þjóðin mun hafa gold- ið meira afhroð í mannslífum og mannvirkjum en nokkru sinni fyrr. Hin fræga og fagra pólska höfuð- borg er að miklu leyti í rústum. því að eigi báru Pólverjar gæfu til að frelsa Varsjá úr óvinahöndum eins og Frakkar Parísarborg, þótt sízt hafi þá skort viljann. > T * FRELSISBÆN PÓLVERJA, sem margir íslendingar hafa kunnað og sungið í þýðingu Steingríms, minnir með tregasárum orðum á raunir hinn- ar pólsku þjóðar fyrr og nú og van- mátt hennar gegn þunga örlaganna: „Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður, alvaldur guð, sem vilt að hún sig reisi (Framhald á 7. síðu) að öðlast fullt þjóðmálalegt frelsi. í staðinn fyrir að öll nauðsynjamál þjóðfélagsins, menningarmál ekki síður en stjórnmál, komi fyrir hinar æðri stéttir einar saman til umræðu og ráðagerða og einvalda kon- .ungsstjórn til úrslita og fram- kvæmda, þá fái nú hinar stétt- irnar líka áhrifa- og úrslitavald með fulltrúum, er þær kjósi á frjálst þjóðþing. Þá spyr hann, hvernig þetta megi verða öðru vísi en til niðurdreps allri sannri menningu, eins og vísindum og listum, ef alþýðustéttirnar sjálf- ar skorti bæði menntun og menningarskilning til þess að geta tekið undir nauðsynjakröf- ur menningarlegs eðlis, sem jafnan séu fyrir hendi. Hvernig á t. d. bóndinn aW geta virt og metið vísindi og listir, ef hann alls ekki veit, hvað vísindi og listir eru? Hafi hann enga hugmynd um þetta, þá verður afleiðingin sú, undir eins og hann fær valdið í hendurnar og fer að framkvæma það, að áhrif haná‘ verða fjandsamleg gagn- vart þeirri siðmenningu, sem hann þekkir ekki og hefir ekkert skilyrði eða tækifæri til að geta skilið að sé nauðsynleg. Sam- kvæmt þessum skoðunum Grundtvigs er það því beinlínis hættulegt siðmenningunni og fá alþýðumanninum í hendur vald það, sem fylgir því, að hann sé gerður að fullveðja borgara í þjóðmálum, nema því aðeins að honum sé jafnframt séð fyrir nægilegri menntun til að fara með það. En þar sem Grundtvig var þeirrar skoðunar, að allt vald ætti að vera hjá þjóðinni sjálfri og ekki í höndum einstakra stétta, sem hefðu sérréttindi, var það í hans augum eðlilegt og sjálfsagt að krefjast mennt- unar alþýðumanninum til handa, til þess að mannréttind- in, sem hann ætti að öðlast, yrðu ekki tvíeggjað sverð í höndum hans, sem vegur að baki hans og særir hann sjálfan, þegar hann ætlar að réiða það fram til sókn- ar. Alþýðumaðurinn verður að finna sjálfan sig og skilja, að hann jafnan er staddur mitt í hinni sögulegu þróun sinnar eigin þjóðar og alls mannkyns- ins. Hann þarf sjálfur að vinna sér þá innsýn í vísindin, að hann skilji, að þeir, sem þau stunda, eru engu síður að vinna fyrir heill hins almenna, en sá, sem jörðina yrkir. Hann verður að tileinka _ sér svo mikið hug- myndaflug, ímyndunarafl og til- finningalíf, að hann geti lyft augunum frá moldinni og horft eftir því fagra og háleita — hin- um eilífu verðmætum mannlífs- ins.Hann mun þá skilja, að það þjóðfélag er snautt að sönnum verðmætum, sem treður listirn- ar undir fótum. — Hann verður að læra að dást að hinu fagra og sanna, sem birtist í listinni, þvi að þar er það einmitt, sem mannlífið og mannsandinn ber blóm sín. — í stuttu máli: til þess að geta verið fullveðja borg- ari, verður hvér maður að hafa öðlast þann menningarskilning, að fleira sé verðmæti en það eitt, sem „í askana verður látið.“ Þessar voru þá m. a. röksemda- leiðslur Grundvigs, þegar hann lagði hugmynd sína um „þjóð- skólann" fyrir konunginn og þjóðina. En að baki þeirra ligg- ur önnur hliðstæð og ennþá mik- ilvægari hugsjón, nefnilega sú, að það eigi ekki að vera fáir einir í þjóðfélaginu, sem hafi forréttindi til menningar og mennta, heldur hafi allir jafn- an rétt ,til að fá sinn skerf af andlegu lífi og andlegum þroska. í stað latínuskólamenntunar og aðalsmenningar skyldi koma al- þýðumenntun og alþjóðarmenn- ing. — En allt byggist það í raun og veru á því dýpsta í jafnréttis- og lýðræðishugsjóninni. II. „Þjóðskólann“, samkvæmt þessum hugmyndum, * vildi Grundtvig láta reisa við bæinn Sorö á Sjálandi. Bæði er þar náttúrufegurð mikil og svo er Sorö-héraðið sérstaklega tengt við ýmsa merkisviðburði úr eldri sögu þjóðarinnar, en eink- um mun það þó hafa ráðið þess- ari uppástungu, að þarna stóðu saman allmiklar eignir, sem upprúnalega höfðu verið lagðar til skóla fyrir syni fátækra að- alsmanna, en voru nú orðnar þjóðareign. — Síðar jók Grundt- vig við þessa skólahugmynd sína og lagði fram tillögur um yfir- lýðháskóla fyrir öll Norðurlönd sameiginlega. SkyldJ hann rísa í Gautaborg, nálægt hinum fqrnu, sögulegu landamærum Norður- landaríkjanna þrlggja. Hvorug þessi hugmynd komst þó í framkvæmd. (Þó má geta þess, að hugmyndin um hinn norræna lýðháskóla í »Gauta- borg hefir aldrei verið fullkom- lega skrínlögð af lýðháskóla- mönnum Norðurlandi). Vonir Grundtvigs um, að konungurinn mundi láta framkvæma skóla- hugmynd hans, brugðust. Kon- ungur mun að vísu hafa fallizt á hugmyndina, en hann dó áður en nokkuð yrði úr framkvæmd- um af hálfu ríkisins. Ráðandi menn menn meðal hærri stétt- anna munu og hafa látið sig tillögur hans litlu skipta. En um Grundtvig myndaðist smám saman flokkur ungra mennta- manna — einkum úr presta- og alþýðustétt — og víðsýnna bænda. Þeir trúðu á kenningar hans. Og það voru þeir, sem stóðu að stofnun lýðháskólanna, þegar að því kom, jafnvel þó þeir yrðu aldrei fullkomlega eins og Grundtvig hafði hugsað sér „þjóðskólann“. En vel má vera, að einmitt það form, sem þeir fengu, hafi verið það, sem bezt átti við skaplyndi þjóðarinnar, og hafi því orðið henni til meiri hamingju og þroska heldur en ef haldið hefði verið fast við hina upprunalegu hugmynd. — Fyrir það fyrsta sýndi það sig, þegar hugmyndin komst til fram- kvæmda, að þjóðin þurfti ekki einn slíkan skóla, heldur marga tugi. Hinir mörgu litlu skólar í einkarekstri, sem voru alger- lega bornir uppi af persónuleika, fórnarlund og eldlegum áhuga einstakra manna — sem oft voru afburðamenn — hafa vafalaust gefið margfalt fjölþættari upp- eldis- og menningaráhrif, held- ur en sú mikla, ríkisstofnun, sem Grundtvig upprunalega hafði hugsað sér, mundi hafa verið líkleg til, eins og viðhorfin voru þá. Aðala,triðið er — og hefir jafn- an verið — að lýðháskólarnir byggðu á þeim hugsjónum — kristilegum, þjóðlegum og þorg- aralegum — sem Grundtvig setti fram, og að þeir alltaf reyndust þessum aðalstefnumálum sínum trúir. Þjóðernisvándamálin \ í syðsta hluta Jótlands urðu til þess, að fyrsti lýðháskólinn var stofnað- ur. Þarna hafði danskt þjóðerni og dönsk tunga öldum samán orðið að heyja baráttu sína gegn ofurefli þýzkra áhrifa við þau erfiðustu skilyrði, sem hugs- ast gat. Snemma á miðöldum hafði þessi landáhluti verið slit- inn frá meginríkinu og gérður að hertogadæmi í nánum tengsl- um við hið þýzka Holsetaland fýrir sunnan. Smám saman hafði svo landshlutinn, við arf- skipti og því um líkt, verið bút- aður sundur í smá höfðingja- dæmi, þar sem þýzkir hertogar og þýzkur aðall réði lögum og lofum. Þjóðernið var ofsótt og allt gert, sem unnt var, bæði af aðlinum og handbendum hans, hinum þýzku embættismönnum, til þess að afmá hina fornu þjóð- tungu alþýðunnar. Öll syðstu héruðin voru þegar orðin þýzku- mælandi og þýzkan breiddi sig hægt en markvisst norður á bóg- inn og lagði undir sig æ fleiri sveitir. En með frelsishreyf- ingunum, sem nú ruddu sér til rúms, vaknaði einnig þjóðernis- vitundin til harðari og mark- vissari baráttu heldur en áður hafði átt sér stað. Baráttu- menn risu upp, hver eftir annan, sem kröfðust fyllsta réttar fyrir þjóðerni ‘sitt og tungu. Þeir fengu engan verulegan stuðning frá dönsku stjórninni. En dönsku frelsisvinirnir í konungs- ríkinu veittu þeim aftur á móti að málum og var Grundtvig þar enn einna fremstur í flokki. Einn af vinum Grundtvigs, Chn-istian Flor að nafni, var þá prófessor við háskólann í Kiel. Þessi háskóli var þá dönsk stofn- un að nafninu til, og mun Flor hafa litið á sig sem yzta útvörð hins danska þjóðetnis. Honum hugkvæmdist að nota mætti skólahugmjynd Grundtvigs sem varnartæki í þjóðernisbarátt- unni. Árið 1840 stakk hann upp á því, að stofnaðUjT yrði lýðhá- skóli í Suður-Jótlandi, er vera skyldi höfuðvígi tungunnar og þjóðernisins. Grundtvig féllst undir eins á þetta og studdi Flor eftir megni. Margir suður- józkir bændur og menntamenn tóku einnig vel undir þetta og á næstu árum söfnuðu þeir nægilegu fé til skólastofnunar- inar. Þann 27. júní 1844 veitti konungur samþykki sitt. Þann 4. júlí var haldinn mjög fjölmenn- ur útifundur — eins konar þjóð- fundur — á Skamlingshæð. Þar var gengið frá stofnun skólans, og skyldi hann standa í Rödding, rétt fyrir sunnan landamæri konungsríkisins og hertogadæm- isins. Grundtvig flutti þar er- indi, sem' í raun og veru varð vígsluræða hinna dönsku lýðhá- skóla. — Þann 7. nóvember um haustið tók svo skólinn til starfa og varð Flor prófessor fyrsti skólastjóri hans. Skóli þessi starfaði þangað til 1864, er Þjóð- verjar lögðu landið undir sig, en varð þá að hætta um 50 ára (Framhaíd á 6. siðu) I 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.