Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 8
Þeir, sem viljju kynnu sér þjóðfélagsmál, inn- % lend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 10. JVÓV. 1944 95. blað / AXAÁLIj Erlendur annáll: 1. nóvember: Landganga á W alcher eney. Vesturvígstöðvarnar: Brezkar víkingasveitir réðust á land á Walchereneyju. Austurvígstöðvarnar: Stór- skotalið beggja lætur mikið til sín taka í Austur-Prússlandi. Allt Petsamó hérað er nú á valdi Rússa. Balkanvigstöðvarnar: Þ j óð- verjar halda áfram undanhaldi sínu í Grikklandi, þeir hafa yf- irgefið Salonike. Rússar tóku 200 bæl og þorp, milli Theiss og Dónár í Ungverjalandi. Þeir tóku einnig 4000 fanga á þessum slóðum. f talíuvígstöðvarnar: Banda- menn tóku Meldole. Hersveitir þeirra nálgast Kavenna. Kyrrahafsvígstöðvarnar: Flug- sveitir bandamanna gerðu árás- ir Japan, m. a. á Tokio. Jap- anskar hersveitir hafa brotizt inn í Kweiten í Suður-Kína. Frá Danmörku: Brezkar Mos- puito flugvélar eyðilögðu aðal- bækistöðvar þýzku leynilög- reglunnar í Danmörku. Ýmsar fréttir: Eden utanrík- isráðherra Breta er kominn til ftalíu. Gort lávarður, hinn nýi landstjóri Palestínu, er kominn þangað. Stillwell, hershöfðingi hefir verið kallaður heim frá Kína, og er ástæðan ágreiningur milli hans og Changs Kai Cheks. Alþjóðaleg flugmálaráðstefna var sett í Chicago. 2. nóvember: Bardögum lokið á Leytcey. Vesturvígstöðvarnar: Barizt af grimmd báðum megln vlð Scheldemynni. Sunnan árinnar verjast Þjóðverjar nú aðeins í smábænum Heyst. Fyrsti banda- ríski herinn hefir byrjað nýjar árásir suðaustur af Aachen. Loftárásir gerðar á ýmsar stöðv- ar í Rínarlöndum, einnig á Vín- arborg, Graz og Berlín. Kyrrahafs vígstöðvarnar: Bar- dögum á Leyteey er að verða lokið. Japanir leitast við að koma undan liði sínu frá hafn- arbæ nokkrum á vesturströnd- inni. 62 japönsk herskip löskuð- ust eða sukku í sjóorustu við Filinpseyjar á dögunum. Ýmsar fréttir: Mc Maighton fyrv. hershöfðingi Kanada- manna hefir verið skipaður landvarnarmálaráðherra Kan- ada. 3. nóvember: ÖII Bclgia á valdi Bandamaiiiia. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar gefast upp sunnan Schelde og hafa Bandamenn nú alla Belgiu á valdi sinu. Bretar tóku Fleshing á Walcheren. Á- framhald á sókn Ameríkumanna við Aachen. Balkanvígstöðvarnar: Rússar eru 35 km. frá Budapest. Herir Titos sækja fram í Júgóslavíu. Kyrrahafs vígstöðvarnar: í Burma hafa Bandamenn tekið mikilvæga járnbrautarstöð. Kín- verjar tóku borg eina, rétt við landamæri Burma. Ýmsar fréttir: Tilkynnt er að brezkar flugvélar hafi varpað 50 þús. smál. af sprengjum á Þýzkaland, en flugher Banda- ríkjanna 40 þús. smál. 4. nóvember: AUt Grikkland á valdi Bandamanna. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn eru komnir að Maasfljóti. Unnið er nú að því að hreinsa siglingaleiðina til Antwerpen. Fluglið Bandamanna gerði mikl- ar árásir á þýzkar borgir, eink- um Hamborg, Bocchum, Saar- brúcken. TlMAAS ^ Balkanvígstöðvarnar: Grikk- land er nú allt á valdi Banda- manna. Rússar eru við úthverfi Budapest. Ýmsar fréttir: Kommúnistar í Frakklandi hafa snúizt önd- verðir gegn de Gaulle, vegna þess, að hann hefir viljað af- vopna skæruliðasveitir, sem framið hafa margskonar of- beldisverk. De Gaulle segir, að kommúnistar séu með þessu að spilla fyrir einingu Frakka. 5. nóvember: Loftárás á Singapore. Vesturvígstöðvarnar: Bánda- menn undirbúa sókn inn í Saar, þrír herir eiga að taka þátt í sókn þessari. Þjóðverjar verjast enn á Walcheren, Bandamenn urðu fyrir miklu tjóni við land- gönguna þar. Þjóðverjar hafa skotið 29 hollenzka gisla. Kyrrahafsvígstöðvarnar: 300 amerískar flugvélar gerðu árásir á stöðvar Japana á eyjunni Lu- zon, sem er stærst Filippseyja. Risaflugvirki gerðu árás á stöðv- ar Japana í Singapore. 6. nóvember: Moyne lávarður myrtnr. Vesturvígstöðvarnar: 3000 flugvélar réðust á þessar borgir í Þýzkalandi: Hamborg, Coblenz, Gelsenkirchen. Bandamenn tóku Middelburg og Veere á Wal- cheren-ey. Vörn Þjóðverja fyrir sunnan Maas er að mestu lokið. Austurvígstöðvarnar: Þjóð- verjar hafa tekið aftur borgina Goldap 1 Austur-Prússlandi. Ýmsar fréttir: Landsstjóri Breta í Egiptalandi, Moyne lá- varður, var myrtur í Kairo. Stal- in flutti ræðu og sagði, að rauði fáninn skyldi blakta yfir Berlín. 7. nóvember: Forsetakosnlngar í IJ. S. A. Vesturvígstöðvarnar: Bardög- um á Walcheren er að heita má lokið. Bandamenn hafa tekið bar um 2000 fanga. Þjóðverjar hafa látið undan síga austur yfir Maas. Ýmsar fréttir:^ Forsetakosn- ingar fara fram í Bandaríkjun- um. Franklin D. Roosevelt er frambjóðandi demokrata, en Thomas Dewey republicana. Kosningabaráttan er sögð ó- venju hörð. 8. nóvember: Roosevelt kjörlnn forseti U. S. A. Vesturvfgstöðvarnar: Her- sveitir Pattons hófu nýja sókn tnilli Nancy og Matz. Þær hafa fekið 13 bæi á þessum slóðum og farið yfir Seilla-ána á þrem stöðum. Ýmsar fréttir: Roosevelt verð- ur forseti U. S. A. í fjórða sinn. 4tkvæðatölur sýna glæsilegan sigur hans. Demokrötum eykst mikið fylgi. Dewey flutti út- varpsræðu í nótt, viðurkenndi ósigur sinn og óskaði Roosevelt heilla. 8ær brennur • Barn brennur inní í gærmorgun, um kl. 9 árdeg- is, brann íbúðarhúsið að Lund- um í Lundareykjadal í Borg- arfirði til kaldra kola. % Það hörmulega slys vildi til, að tveggja ára drengur, sonur hjónanna þar, brann inni. Líklegt er að kviknað hafi í Ut frá reykháf. Stjórnmálaiundir í Barðastrandarsýslu í fyrri hluta síðustu viku boð- aði Gísli Jónsson alþm. til funda á Fatreksfirði, Tálkna- firði og Bíldudal og bauð mið- stjórn Framsóknarflokksins að senda mann á fundina. Mætti Daníel Ágústínusson á þeim af flokksins hálfu. Fundirnir voru vel sóttir og stóðu um 5 klst. á hverjum stað. Þá boðaði Daníel fjórða fundinn á Bakka í Dala- hreppi, en Gísli óskaði ekki eftir að mæta þar. Stjórnarmyndunin og aðdrag- andi hennar var aðal umræðu- efnið. Gísli fékk ekki neinar undirtektir á fundinum við mál sitt og stjórnainnar og til mál- efnasamningsins þótti mönn- um lítið til koma, enda ekki óeðlilegt, að smáútvegsmenn I þorpunum, sem nú berjast i bökkum, horfi með kvíða fram á lækkandi afurðaverð, en jafn- framt hækkandi framleiðslu- kostnað fyrir atbeina Sjálfstæi?- isflo.kksins, sem byggir stjórn sína á kauphækkunum handa hæst launuðustu iðnstéttunum, en hafði áður beðið bændur um verðlækkun á framleiðsluvörum sínum áf þjóðarnauðsyn. Gísli sá líka þann kost vænst- an að lýsa yfir því, að hann yrði á móti nýjum launalögum og myndi flytja breytingartillögu við þau. Einnig taldi hann mikil tormerki á setningu trygging- arlöggjafarinnar eftir jafn litinn undirbúning og nú er fyrir hendi. En þetta eru tvö höfuðatriðin í stjórnasáttmálanum, eins og kunnugt er. Framleiðendur í Barðastrand- arsýslu, sem og annars staðar, munu áreiðanlega fagna því að Framsóknarflokkurinn tók ekki þátt í stjórn til þess að vinna gegn hagsmunum þeirra. Fundirnir skýrðu greinilega hið gerólíka viðhorf flokkanna til framleiðslustéttanna 1 land- inu. Gleymid ekki skugfgabörnunutn Þess hefir löngum gætt í þjóð- félagi voru, að lítið hefir verið gert af hálfu hins opinbera til verndar og styrktar þeim, sem af heilsufarslegum ástæðum hafa ekki aðstöðu til að heyja lífsbaráttuna til jafns við aðra. Framsýnir menn, sem illa hafa unað þessu aðgerðarleysi hafa þess vegna beitt sér fyrir ýmis- konar hjálparstarfsemi fyrir þetta fólk og hefir slík starfsemi náð allmikilli útbreiðslu og vin- sældum meðal almennipgs. Eitt þessara félaga er Blindravina- félag íslands. Það var stofnað 1932 hér í bæ og hefir síðan auk- izt mjög mikið og er nú orðið landsfélag. Félagið hefir rekið bæði vinnustofu og skóla fyrir blinda auk annarar félagsstarf- semi til hjálpar blindu fólki. Fullkomið dvalar- og starfs- heimili fyrir blinda er takmark- ið, sem Blindravinafélag íslands stefnir einhuga að og vonar að geta hafizt handa áður en mörg ár líða. Það þarf mikið fé til slikrar byggingar og hefir fé- lagið undanfarin ár haldið uppi fjársöfnun í þessum tilgangi með merkjasölu o. fl. Þess má nnnig geta, að allar gjafir, sem félaginu berast eru lagðar í Blindraheimilissjóðinn, en ekki notaðar til greiðslu á reksturs- kostnaði. Á sunnudaginn kemur er hinn árlegi merkjasöludagur félags- ins og treysta allir blindravinir, nú sem fyrr, á góðan vilja og skilning á þessu þjóðþrifamáli og vænta þess að fólk kaupi merkin og hvetji börn og ung- linga til að hjálpa til við söl- una. Gleymið ekki skuggabörnum þjóðfélagsins, hjálpið þeim til að byggja upp sinn eigin heim, þar sem þau hafa skilyrði til að njóta hæfileika sinna og þroska þá. Skilningur og framtakssemi alþjóðar er það ljós, sem getur lýst þeim gengum myrkrið. Kristín Jónsdóttir. Gjaldeyrísfrumv. (Frarnhald af 1. slSu) tiltölulega lítinn hluta þeirrar fjárhæðar í erlendum gjaldeyri, sem hér er lagt til, að verði lagður til hliðar á sérstökum reikningum. Enn má minna á það, að á næstu árum þarf að verja miklu af erlendum gjaldeyri til kaupa á efni í rafveitur, til þess að unnt verði að koma rafmagninu í allar byggðir landsins. Er til þess ætlazt, að gjaldeyrir til kaupa á rafveituefni verði tek- inn af því fé, sem á að leggja til hliðar samkv. frumvarpi þessu. Þótt flm. frv. telji rétt að gera þær ráðstafanir, sem frumvarp- ið fjallar um, er það skoðun þeirra, að því aðeins að fram- leiðslustarfsemi þjóðarinnar beri sig, sé hægt að tryggja ör- ugglega, að gjaldeyrisinnstæð- ur landsmanna verði ekki að eyðslueyri. Ef framleiðslan verð- ur til lengdar rekin með tapi og þjóðin lifir um efni fram, hlýt- ur svo að fara, að gjaldeyrisinn- stæðurnar eyðist og komi lands- mönnum ekki að því gagni, sem vera ætti. Það eitt er því ekki nóg að gera ráðstafanir til að inrteignir landsmanna erlendis verði aðallega notaðaT til kaupa á atvinnutækjum, heldur þarf jafnframt að koma í veg fyrir taprekstur aðalatvinnuveganna og að þjóðip noti meira fé til venjulegrar eyðslu en hún aflar á hverjum tíma. Er því nauð- synlegt, að þannig sé haldið á atvinnumálum þjóðarinnar og viðskiptamálunum, að inneign- irnar erlendis verði ekki upp- étnar á skömmum tíma vegna taprekstrar atvinnuveganna og greiðsluhalla í viðskiptunum við önnur lönd. í 1. gr. frv. er ákveðið, að þann gjaldeyri, sem lagður er til hlið- ar samkvæmt fyrirmælum þeirr- ar greinar, megi aðeins selja til að kaupa fyrir hann fram- leiðslutæki og efni til þeirra, gegn sérstökum leyfum við- skiptaráðs. Fyrir sjávarútveg- in er þar fyrst og fremst um að ræða skip og efni til skipasmíða ásamt vélum til skipa, sem smíð- uð eru hér á landi. Vegna land- búnaðarins koma hér til greina m. a. vélar til jarðræktar og enn fremur heyvinnuvélar og aðr- ar vélar, sem nauðsynlegar eru við búreksturinn. Þá er ákveðið, að innflutt efni til rafveitna megi borga af þessum gjaldeyri, og enn fremur vélar og efni til verksmiðja, einkum þeirra, sem vinna vörur úr innlendum hrá- efnum. Af slíkum fyrirtækjum má nefna áburðarverksmiðju, sementsverksmiðj u og verk- smiðjur, sem vinna úr afurðum frá sjávarútvegi og landbúnaði, gvo sem síldarbræðslustöðvar, lýsisherzluverksmiðju, niður- suðuverksmiðjur og frystihús. Samkv. 2. gr. frv. er til þess ætlazt, að í reglugerð verði sett nánari fyrirmæli um fram- kvæmd laganna. Dagskrá (Framhald af 1. síðu) nefnist: Lýðræðið í Evrópu og framtíðarverkefni þess. Þessi heimsfrægi stjórnmálamaður rekur þar breytingar þær, sem hann telur að verða þurfi á lýð- ræðinu í framtíðinni. Gunnlaug- ur Pétursson þýddi greinina. Sjötta greinin er eftir Eystein Jónsson alþingismann, og nefn- ist: Framfaramál sjávarútvegs- ins. Eru þar rakin helztu mál sjávarútvegsins, er lausnar krefjast. Þá er framhald ferða- sögu frá Ítalíu eftir Hörð Þór- hallsson. Loks er ítarleg grein um Wilson forseta, þýdd úr frægri bók um ameríska stjórn- málamenn. Stefán Júlíusson þýddi greinina. Eins og þetta yfirlit ber með sér, er efni þessa Dagskrárheft- is hið merkilegasta. Má fastlega vænta þess af fyrstu heftum Dagskrár, að hún verði hið á- kjósanlegasta fræðirit um stjórnmál og félagsmál, inn- lend og útlend, og ættu því allir, sem vilja fylgjast með þessum málum, að tryggja sór hana. » — NÝJA B+Ó-. —■, Ævintýrí Prinsessunnar („Princess o’Rourke") Skemmtileg gamanmynd. Robert Cummings, Olivia De Havilland. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfél. Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „H A N N“ eftir ALFRED SAVOIR í fyrsta sinn í kvöld kl. 8. Uppselt. Fastir gestir á aðra sýningu (sunnudagssýninguna) eru vin- samlega beðnir að vitja að- göngumiða sinna kl. 4—7 í dag, annars eiga þeir á hættu að þeir verði seldir öðrum. TJAKNARBlÓ ——» Sonur Greífans af Monte Chrísto LOUIS HAYWARD, JOAN BENNETT, GEORGE SANDERS. Sýnd kd. 7 og 9. » — ■——.-OAMLA BÍÓ—. An dy Hardy skerst í leikínn (The Courtship of Andy Hardy). MICKEY ROONEY, LEWIS STONE, DONNA REED. Sýnd kl. 5, 7 og 9. t Það tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir okk ar og tengdamóðir Anna Gr. Kvaran andaðist að heimili sínu á Svalbarðseyri 7. þ. m. Börn og tengdasynir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Gnðgeirs Jóhaimssonar. Lára Guðjónsdóttir og börn. Erlonl yfirlit (Framhald af 2. síðu). ig stjórnað af þeirri „línu“ að leggja allt kapp á, að komast í borgaralegar ríkisstjórnir, eru taldar ýmsar. Með þessum móti er líklegt, að Rússar geti haft fleiri ríkisstjórnir hliðhollar en ella, þegar sezt verður að friðar- samningunum. Með því að lát- ast nú, sem þeim sé mjög um- hugað um endurreisn eftir stríð- ið, og vilji sem skilyrðisminnsta samvinnu við andstæðingana um hana, er og líklegt, að kom- múnistar geti aflað sér meira fylgis, en ef þeir stæðu á ó- grímuklæddum byltingargrund- velli. Viðreisnin mun víðast ganga það erfiðlega, að alltaf mun verða talsverð óánægja og kommúnistar geta því, er þeim bezt hentar, gert sér átyllu til að skerast úr leik og munu þá þykjast geta sagt, að þeir hafi gert sitt ítrasta til að hafa sam- vinnu við borgaralegu flokkana, sem nú hafi brugðizt samkomu- laginu. Loks er það mikilvægt mál fyrir kommúnistaflokkana víða, t. d. í Frakklandi og Belg- íu, að fá skæruherflokkana tekna í fasta herinn, því að þeir eru að verulegu leyti skip- aðir kommúnistum. Er þetta mikið deilumál í Belgíu, þar sem kommúnistar heimta skæru- sveitirnar teknar í herinn, og er bað mál enn ekki útkljáð þar. Upphaflega átti að gera þetta í Frakklandi, en skæruliðarnir reyndust svo uppivöðslusamir, að stjórnin varð að fyrirskipa afvopnun þeirra. Hafa kommún- istar því haft í hótunum um að segja sig úr stjórninni og er enn ekki sýnt, hvernig því máli lyktar. Meðal borgaralegu flokkanna er yfirleitt litið á þennan áhuga Dagskrá kemur út fjórum sinn- um á ári, hvert hefti er um 80 bls. Árgangurinn kostar 20 kr., og er það ódýrt, miðað við rtú- verandi bókaverð. Á víðavangi. (Framliald af 2. síða) lagsmálaráðherra hefir falið þeim að undirbúa þau. Jón og Jóhann eru einhverjir allra kröfuhörðustu menn 'landsins í alþýðutryggingamálunum og má óhætt ganga að því vísu, aðjþeir muni ekki klípa við neglur sér. Sagt er að kjörorð þeirra við samningu frumvarpsins sé: Ól- afur gengur að öllu fyrir ráð- herrastólinn. Flokksfundir Framsóknarmanna. Það hefir verið venja Fram- sóknarflokksins undanfarin 5 ár að halda fundi síðari hluta októ- bermánaðar fyrir flokksmenn og aðra þá, sem kynnast vilja stefnumálum flokksins, á all- mörgum stöðum, sem hægt er að ná til frá Reykjavík á tiltölu- lega skömmum tíma. Þessi fundatími er valinn með tilliti til þess, að fólk til sveita á þá auðveldast með fundarsókn. Þá er sláturtíð lokið, en venjuleg vetrarstörf ekki hafin. Þar sem blöð komu ekki út nú, virtist ekki síður þörf á þessum fund- um en áður. Andstæðingarnir virðast ekki hafa haft svo mikið við þessa fundarstarfsemi að athuga þar til nú, að þeir, einkum Sjálf- stæðisflokkurinn, reka upp slíkt ramakvein yfir fundunum, rétt eins og þeir hefðu drýgt ein- hvern glæp, sem ekki mátti vitnast út í sveitirnar. Fátt lýsir lélegri samvizku. En skyldi það vera ástæðan? kommúnistaflokkanna fyrir stjórnarþátttöku með mikilli tortryggni. Tortryggnin stafar ekki sízt af því, að flokkarnir hafa auðsjáanlega ekki enn heimt sjálfstæði sitt, heldurfara þeir eftir „línu“ og sú „lína“ hefir jafnán reynzt skjótbreyti- leg og stórbreytileg í senn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.