Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 1
< RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÍJSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 oB 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 14. nóv. 1944 96. blað / J Goðafossí sökkt á Faxaflóa Tuttugu og ffórir menn farast, þar af fjórar konur og f jögur Sföastl. föstudag varð hörmulegasta slys, sem ísleiitlingar hafa orðið fyrir af völdum styrjaldarinnar. Þýzkir kafhátsmenn gerðu sig seka um þann mikla glæp að sökkva ís« lenzku skipi, e. s. Goðafoss, innan íslenzkrar landhelgi. GoðSaf oss sökk á örskömmum tíma, og 24 menn fórust, þar af 4 konur og 4 börn. Hafa þessi harmatíðindi ekki aðeins sært þá, sem misstu þarna ættingja og ástvini, heldur alla þjóðina miklu sári. Mátti greinilega merkja hina óskiptu þjóðarsorg síðastl. laug- ardag, þegar f ánar blöktu við hálf a stöng víðs vegar um allt landið og ölluiu skemmtunum var aflýst. Þó er víst, að þessi ytri tákn hafa eigi getað túlkað harm þjóðarinnar allan. E/s. Goðafoss var á leið frá útlöndum og átti aöeiris 2 y2 klst. siglingu eftir til Reykjavíkur, þegar hann var hæfður tundur- skeyti. Skeytið hitti hann bak- borðsmeginn fyrir aftan miðju og rifnaði skipssíðan allt frá 1. farrými að þriðja lestaropi. | Sjór féll þar inn af svo miklu afli, að skipið sökk á 7—10 mínútum. Gekk skuturinn á undan. j Vélar skipsins stöðvuðust strax og loftskeytatækin eyði- lögðust. Menn þeir, sem vor-u staddir í vélarúmi, munu annaðhvort hafa farizt við sprenginguna, eða ekki kom- izt upp i tæka tíð. Annars var þannig ástatt, að skipverjar aðrir voru flestir eða allir ofan þilja og með björg- unarbelti, en farþegar voru í borðsal, á þilfari eða í göngun- um framan við hann og höfðu flestir eða allir á sér björgunar- vesti. Við sprenginguna munu flestir hafa misst meðvitundina um stund. Möhnum varð strax ljóst, hvað verða vildi og var því gengið kappsamlega að björgunarstarfi. Eini báturinn, sem til náðist og ekki hafði eyðilá'gzt, var losað- ur og einnig nokkrir flekar. Komust nokkrir í bátinn, en all- margir köstuðu sér í sjóinn og komust á fleka. Þeir, sem fóru i bátinn, munu hafa farizt. Þeim, sem komust á flekana, var bjargað af skipum, er komu bráðlega á vettvang. Af 43 manna áhöfn var alls bjargað 20, en. einn þeirra lézt á leið- inni í land. Skipin, sem að björguninni störfuðu, komu ekki hingað til bæjarins með þá, er af kom- ust, fyrr en eftir miðnætti. Var þeirra beðið með mikilli ó- þreyju og hafði fjöldi fólks beð- ið niður við höfn allt kvöldið. Fregnir um slysið bárust hingað um miðjan dag, en enginn vissi fyrr en skipinfkomu, hverjir hefðu bjargazt. Frímann Gudjóns son segir frá: Meðal þeirra, sem björguðust, var Frímann Guðjónsson, bryti. Tíðindamaður blaðsins hefir hitt hann. að máli og fengið hann til að segja frá því, hvernig rás viðburðanna kom honum fyrir sjðnir: „ . — Við höfðum verið 28 daga á leiðinni frá Ameríku. Allt hafði gengið að óskum, menn voru glaðir yfir að vera nú í þann veginn að komast heim. Nóttina áður en slysið varð, hafði skipið tafizt dálítið af óviðráðanlegum orsökum, en við gerðum samt ráð fyrir að koma til Reykjavíkur kl. 4 siðdegis á f östudag. Klukkan, var alveg um 1 e. h. þegar slysið varð. Ég var uppi í reykskála, ásamt fleirum. Þá varð allt i einu ógurleg sprenging, skipið skalf og nötr- aði. „Þar korn það" varð mér að orði eða eittrfvað svipað, en svo mun ég hafa misst meðvitund^ ina í svip. Er ég raknaði við aftur, lá ég á gólfinu, einhver var að ganga yfir mig og kom- ast út. Mér varð þegar ljóst, hvað gerzt hafði og fór út úr reykskálanum, flýtti mér niður í klefa minn, sem var á horni miðskipa. Ég þurfti ekki að opna hurðina, því að hún/var brotin úr og allt herbergið rifið og tætt. Ég tók björgunarbeltið og fór aftur upþ á bátaþilfar. Þegar þangað kom, hugðist ég leysa björgunarfleka, þá varð mér það ljóst, að ég yar gieraugnalaus. Ég fór því aftur niður og sótti gleraugu mín. Er ég kom upp-á bátaþilfarið í annað sinn, heyrði ég fyrirskipun frá skipstjóra um að hj^,lpa farþegum í björgunar- bátinn, Hjálpaði ég nokkrum i bátinn, þar á meðal frú Sigrúnu og börnum hennar, og stökk svo sjálfur upp í hann. En um leið varð mér litið aftur og kom þá auga á fleka, sem ég freistaðl að stökkva á, og það tókst. Brátt komst fleira fólk þangað. Á þessum fleka vprum við i tvær klukkustundý:. Flekinn var svo þungur, að hann maraði í hálfu kafi og auk þess gekk sjór- inn yfir okkur, öðru hvoru. Það var brezkur togari, sem bjargaði og flutti okkur til hafn- ar. Hinir brezku sjómenn tóku okkur tveim höndum og veittu okkur alla þá umönnun, sem hægt var að veita. Við stigum á land í Reykjavík milli kl. 2 og- 3 á aðfaranótt laugar- dags. Þeir sem iórust: Hér fer á eftir skrá um þá, sem fórust, og þá, sem kom«st af. Myndir af þeim, sem fórust, eru birtar hér að ofan. Farþegar: Dr. Friðgeir Ólason, læknir, 31 árs, kona hans, Sigrún Briem, 33 árá ,og þrjú börn þeirra: Óli, 7 ára, Sverrir á þriðja ári og Sigrún á 1. ári. Ellen Ingibjörg Wagle Down- ey, 23 ára, íslenzk kona kvænt Sigrún Briem. Dr. Friðgeir Ólason. Sigrún Friðgeirsdóttir Sverrir og Ól,i. William Downey. Ell^n Ingibj. Downey v Sigr. Pálsd. Þormar. Halldór Sigurðsson. Steinþór Loftsson Þórir Ólafsson. Haíliði Jónsson. Lára Elín Ingjaldsd. Eyjólfur Eðvaldsson. Sigurður Haraldsson. 0 (5 RandveríHallsson. Guðm. Guðlaugsson. Sig.E.Ingimundarson Jakob S. Einarsson. JónK.G.Kristjánsson Pétur Már Hafliðason Ragnar Kærnested. Sigurður Sveinsí-on. Sig Jóh. Oddsson. amerískum hermanni, og sonur þeirra, William, 2 ára. Halldór Sigurðsson, Freyju- götu 43. 21 árs. Ókvæntur. Sigríður Pálsdóttir Þymar, Hringbraut 134. 20 ára. Ógift. Steinþór Loftsson frá Akur- eyri. 21 árs. Skipverjar: Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður, Blómvallagötu 11. 39 ára. Kvæntur, átti 1 barn 9 ára. Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri, Hringbraut 148. 60 ára. Kvænt- ur, átti uppkomin börn. Sigurður Haraldsson, 3. vél- stjóri, Víðimel 54. 27 ára. Ókvæntur. Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri, Bakkastíg 1. 55 ára. Kvæntur, átti 2 uppkomna syni. Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loft- skeytamaður, Bárugötu 34. 48 ára. Kvæntur, átti uppkomin börn. Sigurður Einar Ingimundar- son, háseti, Skólavörðustíg 38. 47 ára. Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 11 ára. Sigurður Sveinsson, háseti, Karlagötu 2. 28 ára. Ókvæntur. Ragnar Kærnested, stýrim., Grettisgötu 77. 27 ára. Kvænt- ur, barnlaus. Randver Hallsson, yfirkyndari, Öldugötu 47. 47 ára. Kvæntur, átti 1 barn 15 ára. Jón K. G. Kristjánsson, kynd-, ari, Þórsgötu 12. 51 árs. Kvænt- ur, átti 3 uppkomin börn. Pétur Már Hafliðason, kynd- ari, — sonur Hafliða 1. vélstjóra, Hringbraut 148. 17 ára. Sigurður Jóhann Oddsson, matsveinn, Vífilsgötu 6. 41 árs. Ókvæntur. Átti aldraða móður og 1 barn 15 ára. Jakob Sigurjón Einarsson, þjónn, Stað við Laugarásveg. 36 ára Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 4 ára. Lára Elín Ingjaldsdóttir, þerna, Skólavörðustíg 26A. 42 ára. Ógift. Átti aldraða móður og eitt uppkomið barn. Þessir komust af: Farþegar: Áslaug Sigurðardóttir, Ás- vallagötu 28, Reykjavík. Agnar Kristjánsson, Hring- braut 132, Reykjavík. Skipverjar: Sigurður Gíslason, skipstjóri, Vesturgötu 16, Reykjavík. Eýmundur Magnússon, 1. stýri- maður, Bjárugötu 5, Reykjavík. Stefán Dagfinnsson, 2. stýri- maður, Hringbraut 132, Reykja-\ vík. Hermann Bæringsson, 2. vél- stjóri, Hringbraut 32. Reykjavík. Aðalsteinn Guðnason, 2. loft- skeytamaður, Dagverðareyri. Sigurður Guðmundsson, há- seti, Vesturgötu 16. Gunnar Jóhannsson, háseti, Ránargötu 10, Reykjavik. ¦ Baldur Jónsson, háseti, Báru- götu 31, Reykjavík. Ingólfur Ingvarsson, háseti, Öldugötu 4, Reykjavík. Árni Jóhannsson, kyndari, Tjarnargötu 10B, Reykjavík. Stefán Olsen, kyndari, Sól- vallagötu 27, Reykjavík. Guðmundur Finnbogason, 2. matsveinn, Aðalstræti 8, Reykja- vík. Arnar Jónsson, búrmaður, Laugavegi 44, Reykjavík. Guðmundur Árnason, þjónn, Laugavegl 11, Reykjavík. Frímann Guðjónsson, bryti, Kaplaskjólsvegi 1, Reykjavík. Jóhann Guðbjörnsson, háseti, Skeggjagötu 14, Reykjavík. . Stefán Skúlason, þjónn yfir- manna, Flókag. 27, Reykjavík. Alþingi minn- íst Goðafoss- slyssins Þegar eftir setningu fundar i sameinuðu þingi í gær, flutti forseti snjalla ræðu, þar sem hann minntist Goðafossslyssins og bað síðan þingmenn rísa.úr sætum í hluttekningarskyni. Að lokinni þessari hátíðlegu athöfn, var þingfundum frestað allan daginn. Forseti íslands hefir í bréfi til framkvæmdastjóra Eim- skipafélags íslands, vottað öll- um þeim, er um sárt eiga að binda, samúð sína. Allir sendimenn erlendra rikja hér, hafa tjáð ríkisstjórninni samúð sína. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.