Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 2
386 TtMlM, þrigjnclaginn 14. iiov. 1944 96. hlað Þriðjjudatfur 14. nóv. »EíHr mjög ná- kvæma íhugim« Á íundl, sem nýlega var hald- inn í einni af Reykj arvíkursell- um Sósíalistaflokksins, kom fram nokkur gagnrýni á flokks- stjórnina fyrir samvinnu hennar við mdstu auðkónga og aftur- haldsöfl landsins. Annar af ráð- herrum Sósíalistafl., Brynjólfur Bjarnason, var þar til andsvara. Hann bað flokksmennina vera áhyggjulausa, því að flokks stjórnin vissi hvað hún væri að gera. Hún hefði aldrei verið staðráðnari í því en einmitt nú að hrinda sósialismanum í fram- kvæmd með snöggu og mark- vissu átaki, og „eftir mjög ná- kvæma íhugun“ hefði hún sann- færst um, að myndun hinnar nýju ríkisstjórnar væri skjót- farnasta leiðin að markinu. Þessi hugsanaferill Brynjólfs og félaga hans er mjög einfaldur og auðskilinn. Það ákjósanleg- asta, sem kommunistar geta nú kosið sér og stefnu sinni til framdráttar, er að halda borg- aralegu flokkunum sundruðum og tryggja áframhald öngþveit- isins í dýrtíðarmálunum, sem fljótlega kemur atvinnuvegun- um á kné. Hvorttveggja þetta hefir þeim tekizt með nýju stjórnarmynduninni. Það var augljóst þegar viðræð- ur flokkanna hófust í haust, að kommúnistar stefndu að því, að mynduð yrði slík stjórn, sem nú er komin til valda. Þeir vildu fyrir alla muni hindra Fram- sóknarflokkinn frá stjórnarþátt- töku. Þeir vita, að Framsóknar-* flokkurinn er sterkasti borgara- legi flokkurinn og líklegastur til forustu um raunhæfar umbætur og viðreisn. Þeir vildu jafnframt fá samstjórn með Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum, því að þeir vissu, að slík sam- vinna myndi skapa óeining og klofnihg innan þessara flokka og gera þá- enn ófærari en áður til allra viðreisnarátaka. Til þess að koma þessum á- formum sínum í framkvæmd, hindruðu kommúnistar í fyrsta lagi samvinnu um þjóðstjórn. Þeir settu fram kröfur um kaup- hækkun launahæstu iðnstétt- anna í Reykjavík, sem raunveru- lega þýddu áframhaldandi vöxt dýrtíðarinnar. Þeir vissu að Framsóknarflokkurinn myndi aldrei að slíku ganga, þar sem hann lagði allt kapp á að stöðva dýrtíðina og hafði því mælt með því við bændur, að þeir gæfu eftir verðhækkun, sem þeir áttu tilkall til. f öðru lagi hindruðu svo kommúnistar, að samstjórn tækist milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um raunhæfar dýrtíðarráðstafanir með því að bjóða Ólafi Thors forsætisráðherratign og mikil stundarfríðindi fyrir stórgróða- menn. Ólafur beit á agnið, sagði skilið við stöðvunarstefnu Sjálf- stæðisflokksins í dýrtíðarmálun- um og keypti meirihluta Alþýðu- flokksins upp í flatsæng sína og kommúnista með loforðum um launalög og alþýðutrygg- ingar. Þannig hefir þetta enn gengið „samkvæmt áætlun“ hjá komm- únistum. Sterkasti borgaralegi umbótaflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, stendur einsamall. Innan Sjálfstæðisflokksins er hver höndin upp á móti annarri, fimm þingmenn á móti fimmtán og Vísir á móti Morgunblaðinu. í Alþýðuflokknum greiða ellefu miðstjórnarmenn atkvæði með stjórnarþátttökunni, en tíu á móti. Borgaralegu öflin eru þannig mjög sundruð, en komm- únistar efla samtök sín. Orsak- irnar eru þó ekki fyrst og fremst herkænska kómmúnista, heldur sambland af ævintýramennsku. valdafíkn og kjarkleysi þeirra forkólfa Sjálfstæðisflokksíns og Alþýðuflokksins, sem hafa látið teyma sig út í þetta nýja stjórn- arævintýri. í skjóli þessa borgaralega sundurlyndis heldur svo dýrtíð- in og óstjórnin áfram að aukast, en reynt er að leyna almenning því með skrumi um „nýsköpun" og alþýðutryggingar. Svo langt r Á víðavangi Það, sem ekki mátti vitnast. Á haustþinginu 1943 flutti Ey- steinn Jónsson þingsályktunar-r tillögu þess efnis, að sérstakri nefnd yrði falið að athuga, hvaða verðlag þyrfti að vera á sjávarafurða, ef útgerðar- menn og hlutasjómenn ættu að bera svipað úr býtum og aðr- ar hliðstæðar stéttir. Jáfnframt skyldi nefndin athuga, hvaða á- hrif vaxandi dýrtíð hefði haft á rekstrarafkomu útgerðarinnar og hvaða áhrif mismunandi lækkun dýrtíðarinnar myndi hafa á bættan hag hennar. Tillaga Eysteins fór m. ö. o. fram á, að hér væri höfð svipuð aðferð og þegar reiknað var út af sexmannanefndinni, hvað bændur þyrftu að fá fyrir af- urðir sínar, ef þeir ættu að búa við lík kjör og hliðstæðar stéttir. Niðurstaðan varö allt önn- ur en sú, að þingmenn kærðu sig um að fá þessa vitneskju. Tillaga Eysteins var fyrst svæfð á haustþinginu 1943, aftur svæfð á vetrarþinginu 1944, enn svæfð á vorþinginu 1944 og loks vísað frá á haustþinginu nú með at- lcvæðum allra þingmanna, nema Framsóknarmanna og Sigurðar Kristjánssonar. Reyndi þing- meirihlutinn að nota sér það til afsökunar, að hin nýstofnaða reikningaskrifstofa Fiskifélags- ins myndi annast þetta verk, en vitanlega er það ekki í verka- hring hennar, enda engar líkur til að þetta verk verði unnið af henni. Það, sem þingmeirihlutanum gekk til með því að afstýra slíkri rannsókn, var vitanlega það, að hann veit, að hag sjávarút- vegsins er nú svo komið vegna síhækkandi dýrtíðar, að smá- útgerðin ber sig tæpast lengur, og hlutasjómenn víða um land eru nú launalægstu menn þjóð- félagsins. Hefðu slíkar upplýs- ingar legið fyrir, byggðar á ítar- legri og óvefengjanlegri rann- sókn, myndi ekki hafa verið jafn auðvelt fyrir hina nýju ríkis- stjórn og nýja þingmeirihluta að stinga höfðinu í sandinn og sameinast um enn meiri aukn- ingu dýrtíðarinnar á kostnað framleiðslunnar. Þá hefði veru- leikinn sjálfur talað svo skýru máli, að ekki hefði verið leng- ur fært að fresta raunhæfum aðgerðum í dýrtíðarmálunum. Því mátti þetta ekki vitnast. Tvísöngur um stjórnina. f þeim blöðum Sjálfstæðis- flokksins, sem styðja stjórnina, er látinn daglega í ljós mikill fögnuður yfir samstarfinu við kommúnista og „viðreisnar- stefnu“ (þ. e. plötu) ríkisstjórn- arinnar. Öðru hvoru kemur þó í ljós, að samvizkan er ekki eins góð og ætla mætti af þessum fagnaðarskrifum og að ritstjór- unum finnst, að ekki sé allt í eins miklu himnalagi með stjórnarsamvinnuna og þau vilja vera láta. Þá er tekið að kyrja þann söng, að eiginlega sé þessi stjórnarsanjvinna ekki Ólafi Thors og félögum hans að kenna, heldur beri Framsóknarflokk- urinn ábyrgð á henni. Hann hafi ekki viljað mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum einum, þótt hann hafi vetið margbeðinn og grátbeðinn um það, og þess vegna hafi Sjálfstæðisflokkur- inn neyðst til þess að taka þenn- an vonda kost að vinna með kommúnistum. Blöðin, sem syngja þennan söng, ættu að gera sér það ljóst, að það er ekki hægt að gera þetta tvennt, að lofsyngja nýju stjórnina og „viðreisnarstefnu“ hennar með sterkustu orðum málsins annað veifið, en vera svo með miklar harmatölur út af því að ekki var mynduð sam- jstjórn Framsóknarflokksins og j Sjálfstæðisflokksins hitt veifið. ; Ef stjórnin er eins góð og blöð- jin vilja vera láta, þá ætti ekki ! að þurfa að harma það, þótt ekki tækist stjórn Framsóknar- manna og Sj álfstæðisflokksins. En sé stjórnin ekki eins góð og af er látið, viðreisnarstefna hennar ekki eins sönn og glæsi- leg og gumað er af, og vinsældir hennar minni en blöð þessi vilja vera láta, þá er skiljanlegt að harmað sé, að samstjórn Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðis- mknna tókst ekki. Þessar harmatölur Mbl. og fleiri íhaldsblaða út af því, að samstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna tókst ekki, er nokkuð glögg vísbending um það, að þrátt fyrir allt gumið og glamrið um nýju stjórnina, séu forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins ekki jafn sannfærðir um á- gæti þessa verks síns og af guminu mætti ætla, heldur horfi þeir til komandi daga með nokkrum kvíða og búi sig því undir að eigna Framsóknar- mönnum þetta afkvæmi Ólafs og kommúnista! Sjálfstæðismenn vildu ekki samstarf. í tilefni af þessum harmatöl- um Mbl. og ísafoldar í sam- b andi við nýju stjórnina, þykir rétt að taka það enn einu sinni fram, að samvinna Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins strandaði ekki á þeim fyrrnefnda. Framsóknarflokkur- inn gerði ákveðið samstarfs- hefir þessi áróður gengið, að ýmsir Sjálfstæðismenn og Alþ,- flokksmenn virðast vera farnir að trúa því, að þetta sé eitthvað annað meira en nýju fötin keis- arans. En kommúnistar eru raunsærri. Þeir sjá, að þessi stjórnarstefna getur aðeins end- að með hruni og þess vegna á- málga þeir það jafn kröftug- lega og þeir tala um „framfara- stefnu" ríkisstjórnarinnar, að þetta sé samt ekki stefna þeirra, kommúnisminn! Þeir vilja hafa fullt svigrúm til að segja, þegar „nýsköpunar“-spilaborg stjórn- arinnar er hrunin: Þarna sjáið þið! Það er ekki hægt að fram- kvæma 'umbætur á grundvelli borgaralegs þjóðfélags! Við höf- um reynt okkar bezta, en það hefir ekki lánast! Nú er ekkert annað eftir en að reyna okkar skipulag, kommúnismann! Þetta er lokaþátturinn í „á- ætlun“ forustumanna Sósíal- istaflokksins. Þegar hrunið er komið og allt er á ringulreið og í öngþveiti, álíta þeir að þessi á- róður með tilheyrandi handafli, muni tryggja þeim lokasigur. Eigi þessi „áætlun“ kommún- ista ekki að heppnast, verða öll viðreisnaröfl borgaralegu flokk- anna að taka höndum saman og mynda trausta fylkingu, sem leysir núverandi óstjórn af hólmi og vinnur að framförum og ný- sköpun atvinnulífsins á trygg- um fjárhagslegum grundvelli. Svarið við ásókn kommúnista er djörf og heilbrigð viðreisnar- stefna, þar sem frjálsri sam- vinnu og einstaklingsframtaki er gefinn þess kostur að njóta sín innan eðlilegra takmarka, en ríkið veitir svo aðstoð sína, er þörf krefur. Það er slík við- reisnarstefna, sem sneiðir hjá öfgum kommúnismans til vinstri og Lappómennskunnar til hægri, er öll viðreisnaröfl borgaralegu flokkanna þurfa að sameinast um. Fyrsti þáttur þess starfs er að efla þann flokk, sem berst fyrir þessari stefnu og er því í andstöðu við núverandi ríkisstjórn, Framsóknarflokk- inn, svo og þau viðreisnaröfl innan Sjálfstæðisflokksins og Alþýöuflokksins og jafnvel inn- an Sósíalistaflokksins, sem eru andstæð stjórninni og vilja raunhæfa endurreisn. Með því að vinna þannig vel og rösklega á breiðum grundvelli og m. a. innan vébanda sjálfra stjórnar- flokkanna, a. m. k. fyrst um sinn, þá mun viðreisnarstefnan eflast að fylgi að sama skapi og ófarn- aðarstefna ríkisstjórnarinnar undir handleiðslu kommúnista verður augljósari, hinir valda- fíknu og voluðu forkólfar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, sem leitt hafa flokkana í bili í flatsæng með kommúnist- um, munu daga uppi eins og nátttröll, „áætlun“ kommúnista mun hljóta sinn Stalingradósig- ur og öflugt viðreisnarsamstarf borgaralegra umbótaafla ætti að geta hafizt að afstöðnum næstu kosningum. tilboð, Sjálfstæðisflokkurinn ekkert. Hann svaraði ekki einu sinni tilboði Framsóknarflokks- ins formlega. Allt skraf Morg- unblaðsins um að Ólafur Thors hafi gert Framsóknarflokknum formlegt samstarfstilboð, eru ó- sannindi ein. Framsóknar- flokknum barst aldrei neitt bréf eða formleg orðsending frá Sjálfstæðisflokknum um sam- starf. Það var aðeins rætt laus- lega um samstarf flokkanna á viðræðufundi, er stóð eina klukkustund, og þá ákveðið, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi síð- ar boða nýjan fund. Þennan fund boðaði hann aldrei. í stað þess gerði hann Alþýðuflokkn- um og Sósíalistaflokknum skrif- legt tilboð og ræddi við þá um stjórnarmyndun í fullar þrjár vikur. Þetta skýrir það bezt, að sam- starf strandaði ekki á Fram- sóknarflokknum. Ef Sjálfstæðis- flokknum hefði verið áhugamál að leita eftir samstarfi til fulln- ustu, myndi hann a. m. k. hafa sent formlegt, skriflegt tilboð, svo að hann gæti sýnt það svart á hvítu, hverjum það var að kenna, að samstarf tókst ekki. En hann gerði þetta ekki, því að forkólfar hans vildu ekki slíkt samstarf, enda hefir Morgun- blaðið lýst yfir því, að helzt hafi mátt vanta Framsóknar- flokkinn úr samstarfi flokk- anna og var þá þessi afstaða þeirra eðlileg. Maðkur í mysunni. Þegar Morgunblaði^ er að bera Framsóknarflokknum á brýn ábyrgðarleysi, afturhalds- semi og ofstæki fyrir að vera í andstöðu við ríkisstjórnina, hlýtur mönnum að koma í huga vísuparturinn: Ekki sér hann sýna menn, Svo hann ber þá líka. Morgunblaðið virðist t. d. í þessu sambandi gleyma alveg fimmmenningunum, sem eru í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og sumir nánir vinir formanns- ins, en neita þó að styðja stjórn hans. Gera þeir þetta kannske (Framhald á 8. síðu) ERLENT YFIRLITs Sjötti strídsveturinn Flestar spár ganga nú í þá átt, aö Evrópustyrjöldinni verði ekki lokið fyrr en næsta vor eða sumar. Þótt. búast megi við mikl- um orustum í vetur, verður vart hægt að búast við því, að úr- slitaátökin geti hafizt fyrr en veðráttan batnar aftur. Þegar varnir Þjóðverja brustu í Normandi í ágústmánuði og og Bandamenn náðu mestöllu Frakklandi, og stórum hluta Belgiu í einni sóknarlotu, bjugg- ust flestir við því, að stríðið í j Evrópu yrði búið fyrir áramót- i in. Þessar vonir virðast nú brostnar. Aðalorsök þess virðist ! sú, að Bandamönnum tókst ekki | strax að ná Ermarsundshöfnum Frakklands og Antwerpen og all- ir aðflutningar til sóknarhersins I urðu því langir og erfiðir. Marg- !ir herfræðingar telja, að hefðu Bandaménn náð þessum höfn- um þá strax, hefðu þeir komizt izt til Berlínar fyrir nóvember- lok og er ekki ósennilegt, að her- ■ stjórn þeirra hafi gert sér nokkrar vonir um það. En or- usturnar um hafnarborgirnar urðu harðari en Bandamenn bjuggust við og þess vegna tafð- ist sókn þeirra inn í Þýzkaland það lengi, vegna ónógra aðflutn- inga, að Þjóðverjum gafst timi ítil að skipuleggja varnir sínar | við landamærin. Hörðust hefir þessi barátta verið um siglinga- leiðina til Antwerpen,og er henni tæpast lokið enn. Hefir sú bar- átta kostað báða aðila miklar fórnir og þó Hollendinga einna mest. Ein frjósamasta eyja þeirra, Walcheren, ér nú að mestu undir sjó, því að Banda- menn sprengdu sjóvarnargarða hennar til að lama varnir Þjóð- verja þar, en þaðan gátu þeir lokað siglingaleiðum til Ant- werpen. Seint í september gerðu Bandamenn tilraun til að binda enda á styrjöldina með því að ráðast inn í Mið-Holland með loftfluttu liði og vinna þannig tvennt í einu, að komast austur yfir Rín og á snið við norðurenda Sigfriedlínunnar. Þessi tilraun misheppnaðist, þráfet fyrir hina hreystilegustu vörn loftflutta liðsins við Arnhem. Því barst nær engin hjálp landleiðina og Þjóðverjar brugðust skjótar við, en gera mátti ráð fyrir. Seint í októbermánuði tókst Bandaríkjahernum að ná fyrstu stórborginni, Aachen, sem her- I numin hefir verið í þessu stríði. Aachen er rétt við belgisku landamærin í yzta virkjabelti Sigfriedlínunnar. Aachen er . mikilvæg iðnaðarborg, sem hafði I um 150 þús. íbúa. Hún er mjög 1 sögufræg. Þar var Karlamagnús i keisari fæddur og grafinn og þar 1 fór fram valdataka þýzku keis- aranna í margar aldir. Þar hafa tveir friðarsamningar verið gerðir. Þjóðverjar munu því af ' mörgum ástæðum hafa þótt illt að missa Aachen í óvinahendur. j ■ Á austurvígstöðvuhum hefir ■ verið frekar tíðindasmátt sein- ! ustu mánuðina. Eftir að Þjóð- verjar misstu Rúmeníu, virðast . þeir hafa ákveðið að yfirgefa al- veg Balkanskagann og mikinn , hluta Ungverjalands til þess að ! stytta víglínu sína. Rússar hafa aðallega snúið sér að því að elta þetta undanhaldslið, Þjóðverja í 1 stað þess, að herða sóknina inn í Þýzkaland um Austur-Prúss- land og Pólland og létta þannig undir með Bandamönnum á i vesturvígstöðvunum. Má vera að Rússar ætli nú Bandamönnum að vinna aðallega á Þjóðverjum. Vafalaust er það, að sjötti stríðsveturinn, sem nú er haf- inn, verður báðum aðilum erf- iður. Þjóðverjar munu þurfa að búa við auknar loftárásir, þeir verða enn að herða sultarólina, því að minna kemur nú frá öðr- um löndum en áður, og til við- bótar kemuij svo aukinn óhug- ur, vegn.a hrakfaranna á þessu ári. Þrátt fyrir þetta er talið, að nazistar hafi enn svo sterk tök á þjóðinni, að vart muni koma til uppreisnar vetr- arlangt. Bandamönnum mun einnig veitast það erfitt að halda margra miljón manna her á meginlandinu, því að megnið af nauðþurftum sínum verður hann að fá aðfluttar, og auk þess verða þeir að bæta úr mikl- (Framhald á 8. síðu) MDD/R NA6RAHNANNA Björn Ólafsson, fyrv. viðskiptamála- ráðherra birti síðastl. fimmtudag ítar- lega grein í Vísi, þar sem hann rök- styður greinilega, að tilgangslaust sé að hugsa um „nýsköpun", nema at- vinnuvegirnir beri sig og þess vegna sé niðurfærzla dýrtíðarinnar aðalatriðið. Björn telur því „nýsköpunar“-loforð stjórnarinnar næsta fánýt. Fyrir þetta hefir Björn hlotið mikla óþökk í öllum stjórnarblöðunum. Alþýðublað- ið segir m. a.: „Það ímyndar sér enginn, að nýsköpun atvinnulífsins verði vandalaus, eins og í pottinn hefir verið búið. En það eru fleiri ráð til að láta hana blessast, en að kúga verkalýðinn og lækka laun hans, eins og Björn Ólafsson vill láta gera. Ný og stórvirk fram- leiðslutæki framleiða ódýrar en gömul og úrelt. Og viðunandi kaup- gjald bæði innanlands og utan er traustari prundvöllur blómlegs at- vinnulífs, en kaupkúgun og nirfils- háttur. Það vissu jafnaðarmenp á Norðurlöndum o°- það vissi Roose- velt Bandaríkjaforseti, þegar i við- skiptakreppunni miklu fyrir ára- tug síðan, þó að Björn Óláfsson viti það ekki enn. Og það vita, því betur, nú einnig flestir þeir, sem til þess eru kallaðir, að byggja upp atvinnulíf þjóðanna að þessu striði loknu.“ Við þessa frásögn Alþýðublaðsins er það fyrst og fremst að athuga, að bæði jafnaðarmenn á Norðurlöndum og Roosevelt hafa sett strangar hömlur til að halda kaupgjaldinu í skefjum. í Svíþjóð er aðeins borguð mjög tak- mörkuð dýrtíðaruppbót og í Bandarikj- unum hefir kaupgjaldið raunverulega verið fest. Sama hefir verið gert af jafnaðarmannastjórnunum í Nýja-Sjá- landi og Ástralíu. Alþbl. skal einnig bent á, hvað snertir ummæli þess um framtíðina, að i atvinnuáætlun breZku stjórnarinnar, sem Bevin verkamála- ráðherra hefir mælt með, er sagt, að hún verðl ekki framkvæmd nema reist- ar séu hæfilegar skorður gegn hækkun á kaupgjaldi og verðlagi. Alþýðuflokksmenn og umbótamenn þessara landa skilja m. ö. o. vel, að það er ekki aðalatriðið, að vekamenn fái margar krónur heldur hvert verðgildi þeirra er. Þetta skilja vafa- laust líka forkólfar Alþýðuflokksins hér, þótt þeir af ótta við kommúnista æpi með þeim, að það sé „kaupkúgun og nirfilsháttur," að vilja ekki láta verfeamenn fá margar verðlitlar krónur í stað færri króna og verðmeiri, er tryggja hag þeirra eins vel, en eru auk þess miklu meiri trygging fyrir blómlegu atvinnulífi. * ‘ * Vísir hefir haldið því fram, að stjórn- arsamningurinn sé mjög þjóðnýting- arkenndur. Morgunblaðið hefir reynt að bera á móti þessu, en farist það óhönduglega. Þjóðviljinn hefir því tal- ið ástæðu til að feoma Mbl. til hjálpar. Segir svo í forystugrein Þjóðviljans 9. þessa mánaðar: „Þjóðviljanum þykir rétt og raun- ar nauðsynlegt að taka fram, að Morgunblaðið hefir á réttu aö standa í þessari deilu. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar felst enginn sós- íalismi og engin þjóðnýting. Sú reynsla, sem fæst af athöfnum þessarar stjórnar verður ekki undir neinum kringumstæðum grundvöll- ur fyrir dóma um sósíalisma og þjóðnýtineu. En er ekki gert ráð fyrir að bær og ríki eeti fengið svo og svo mikið af framleiðslutækjum þeim, sem stjórnin hvggst að útvega, og að þessir aðilar reki þau, og eru þau tæki þá ekki þjóðnýtt? Þannie spyrja margir. Vissulega er gert ráð fyrir þeim möguleika að ríkið og bæjarfélög geti eignazt framleiðslutæki og rek- íð bau, en vissulega er ekki um þjóðnýtingu að ræða, þótt þessir aðilar reki einhver framleiðslutæki innan auðvaldsþjóðfélags og á sama grundvelli og framleiðsla er rekin í auðvaldsþjóðfélögum." Með þessum ummælum viðurkennir Þjóðviljinn raunverulega að samið sé um þjóðnýtingu, en það er bara ekki þjóðnýting eítir kokkabókum Sósíal- istaflokksins'! Þetta vill Þjóðviljinn - taka mjög greinilega fram, þvi að hann er trúlaus á stefnu ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir nýsköpunarglamrið, og vill því geta sagt, þegar hún hefir gengið sér til húðar: Þetta var ekki okkar stefna eins og við tókum líka fram. Við vorum aðeins að reyna að gera um- bætur á grundvelli borgaralegs þjóð- félags. Nú hefir reynslan sýnt, að það er ekki hægt, og þá er ekki annað eftir en að reyna hina réttu þjóðnýtingu! Halldór Kiljan líélt ræðu á bylting- arafmæli kommúnista 7. þ. m., og hefir hún verið bh’t í Þjóðviljanum. Kiljan segir þar, að stjórnarsamvinn- an hér eigi raunverulega upptök sín á Teheranfundi þeirra Stalins, Roose- velt og Churchills eða sé, eins og hann orðar það,. „endurkast frá Teherasátt- málanum." Hann segir ennfremm-: „Sá samningur, sem ríkisstjórn vor byggir á, táknar, eins og Teheransáttmálinn á hinu alþjóð- lega sviði, að verkalýðsstéttin og burgeisastéttin hafa komið sér saman um ákveðna samvinnu í málum sem eru jafnknýjandi fyr- ir alla menn, í stað þess að reisa hér götuvígi og setja þar upp byss- ur nú í stríðslokin." Ummæli Kiljans sýna það, að nú- verandi stjórnarsamvinna byggist a. m. k. að nokkrú leyti á „línú* erlend- is frá, og ekki fáir munu þá freistast til að spyrja: Hvernig færi nú ef Teherangrundvöllurinn í alþjóðamál- unum raskaðist og Stalin tæki t. d. einu sinni enn upp á því að semja við Hitler eins og 1939? Myndi þá ekki einnlg raskast grundvöllur nú- verandi stjórnarsamvinnu hér á landi? Er ekki vert fyrir núverandi samstarfs- menn kommúnista að taka þetta til athugunar? Og finnst þeim ekki lýð- ræðisleg og friðsamleg yfirlýsing um „byssurnar" og „götuvígin", sem Kiljan boðar, ef ekki hefði náðst samkomu- lag um íslenzka „Teheranstjórn" eða ef samkomulagið á eftir að rofna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.