Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1944, Blaðsíða 3
96. blað TlMIKJy, þrigjwdaginn 14. nóv. 1944 387 Málin, Tilboð það, sem Framsóknar- flokkurinn gerði Sjálfstæðis- flokknum um samstarf að ríkis- stjórn hefir verið birt og vakið mikla athygli. Þykir það stinga í stúf við skrumauglýsingu ríkis- stjórnarinnar um atvinnu- og fjármál landsins, sem spiluð var í Ríkisútvarpið. Framsóknarflokkurinn sting- ur upp á því m. a., að flokk- arnir beiti sér fyrir framgangi jarðræktarfrumvarpsins, eflingu Fiskimálasjóðs og framkvæmd raforkumálsins. Hér eru tekin þau framfara- mál, sem almenningur í land- inu hefir mestan áhuga fyrir og einna mestu varða til undir- stöðu þeirrar nýsköpunar at- vinnulífsins, sem framkvæma þarf í landinu. - í jarðræktarfrumvarpinu er djarfleg áætlun um að auka svo ræktun landsins, að allur hey- fengur verði tekinn á ræktuðu landi eftir nokkur ár. í því skyni er þar ráðgert að auka stuðning ríkisins við félagsræktunina með hentugustu tækjum. Efling Fiskimálasjóðs þýðir aukinn stuðning ríkisins við nýj- ungar í sjávarútvegi: framlög til hraðfrystihúsbygginga, verk- smiðjubygginga og margs konar annara framfara til eflingar og aukningar sjávarútvegi lands- manna. Bygging raforkuvera og dreif- ing rafmagnsins út um sjávar- þorp og sveitir landsins er bók- staflega talað undirstaða þess, að nútímatækni verði komið við v atvinnurekstri landsmanna. Dreifing raforkunnar um landið er svo stórfellt og vandasamt verk, að því verður aldrei komið í framkvæmd,nema ríkið hafi for- göngun^ og unnið sé eftir vand- aðri áætlun, gerðri með það fyrir augum, að sem flestir lands- manna geti haft aðgang að ork- unni, og þó um leið með það í huga, að dreifing raforkunnar er ein af undirstöðum þess, að gæði landsins og hafsins um- hverfis það verði hagnýtt. Hér var gerð tillaga um þrjú hagnýt úrræði, sem öll voru veigamiklir þættir í nýsköpun atvinnuveganna. Hvernig var þessu tekið? Það var eytt tæplega einni klukku- stund af hendi Sjálfstæðis- manna, til þess að ræða þessi mál. Síðan var samningum slit- ið, og þeir sneru sér að öðru, sem þeim þótti þarfara. Það voru samningar við kom- múnista um stjórnarmyndun. Þeir samningar voru léttir. Þar var ekki verið að ónáða með þessum málum. Kommúnistar voru reiðubúnir til þess að mynda stjórn, þótt þessum mál- um væri ekki sinnt, og öðrum hliðstæðum framfaramálum, ef þeir bara fengju sig „skorna niður“ í verkfallsmálunum. i at- vinnumálum var nóg að hafa þokukennt skrum um nýsköpun atvinnuveganna. Helzt þannig, að enginn skyldi. Þá kom að Alþýðuflokknum. Hann hafði sin áhugamál. Hækkun launa, tryggingar og nýja kjördæmaskipun, sem enn drægi úr áhrifum manna í sveit- um og sjávarþorpum landsins á þjóðmálin. Þessi mál fundust Kveldúlfs- mönnum í Sjálfstæðisflokknum þýðingarmeiri, heldur en -þau framfaramál, sem Framsóknar- flokkurinn gerði tillögur um. Að þessu var gengið hiklaust, en hin lögð á hilluna. Ekkert orð er á „plötunni" um ræktunarmálin, raforkumálin né um opinberan stuðning við sjávarútveginn. í stað þess eru þar fyrirheit um hækkaðan framleiðslukostn- að, gífurlega aukningu á út- gjöldum ríkisins til reksturs- kostnað^r og hækkaða skatta. Hinir nýju skattar munu þó hvorki ganga til þess að lækka dýrtíðina frá því sem hún er nú, né til nýsköpunar atvinnu- lífsins. Þeir munu blátt áfram allir hverfa í eyðslu og sukk og ekki hrökkva til, eins og nú er stefnt. Á „plötunni" er talað hástöf- um um „nýsköpun'* atvinnu- lífsins. EYSTEINN JÓNSSON: BOKMENNTIR OG LISTIR sem ekki mátti neina En þrátt fyrií- öll hin mörgu orð, verður með engu móti ráð- ið af „plötunni“, að stjórnin hafi nokkra stefnu í atvinnumálum Djóðarinnar. Svo mikið verður þó séð, að allt það, sem ákveðið er í stefnu- skránni, gengur í þá átt að í- pyngja framleiðslunni í landinu, og er þó hart á því fyrir, að hún sé rekin af fullu afli, þrátt fyrir hátt stríðsverð á aðalútflutn- ingsvörunni. Allt, sem fyrirhugað er, verður til þess að veikja traust manna á fjármálakerfi landsins og framtíð atvinnuveganna. Samt þykist ríkisstjórnin hafa nýsköpun atvinnuveganna að markmiði. Er það nýsköpun byggð á því, að ríkið takist á hendur at- vinnureksturinn, eftir að ein- staklingum og samvinnufélög- um hefir verið gert ókleift að stunda framleiðslustörfin fyrir sinn reikning? Ekkert verður um þetta ráð- ið af „plötunni" beinlínis, þótt hitt sé auðsætt, að stjórnin bú- ist við því, að menn verði ekki mjög bjartsýnir um nýjar fram- kvæmdir, '(sbr. talið um skyldu- lán og skylduhluttöku). Þar er sagt, að menn eigi að geta fengið keyptan gjaldeyri. Það er talað um íhlutun um innkaup tækja og stofnun félaga. En enginn veit hver sú íhlutun á að vera. Enginn veit hvernig á að fram- kvæma nýsköpun eftir auglýs- ingu stjórnarinnar. Stjórnin veit það ekki sjálf. Þá er ekki von að aðrir viti það. Ráðagerðirnar um nýsköpun atvinnuveganna eru enn sem komið er, stefnulaust fálm af hendi stjórnarflokkanna og þess vegna eru auglýsingar Sjálfstæðismanna og kommún- ista í því sambandi auvirði- legt skrum. Það er nógur tím- inn til þess að auglýsa, þegar eitthvað er af að státa. Það er blátt áfram broslegt að heyra þær samþykktir, sem lesnar hafa verið í útvarpið undan- farnar vikur, þar sem menn lýsa sig samþykka stefnu ríkisstjórn- arinnar um nýsköpun atvinnu- veganna. Hvað margir skyldu vita, hver stefna hennar er í atvinnumál- um? Eins og allir vilji ekki gjarna „nýsköpun" atvinnuveganna. Jú, auðvitað.. En er ekki nauðsyn- legt, að gera sér grein fyrir því hvernig þfeirri nýsköpun verði komið í framkvæmd? Það finnst víst mörgum. En það fannst þeim óþarfi, sem standa að ríkisstjórninni. Það er fyllsta ábyrgðarleysi að mynda ríkisstjórn á þessum tímum, án þess að hafa samið um og gert sér grein fyrir stefn- um í atvinnumálum og fjármál- um, og það tekur út yfir, að mynda ríkisstjórn með þessu móti og auglýsa nýsköpun at- vinnuveganna sem höfuðverk- efni þeirrar stjórnar. Það er talið, að margir þeirra, sem lýst hafa fylgi sínu við stefnu stjórnarinnar, byggi það á því, að stjórnin hafi ákveðið að veita 300 miljónir króna til kaupa á nýjum framleiðslu- tækjum. Svo gegndarlausum blekking- um er beitt í þessu sambandi, að jafnvel athugulir menn hafa á- litið, að um væri að ræða 300 miljóna fjárveitingu til nýsköp- unar atvinnuveganna. Sjálfsagt mun mörgum bregða í brún, þegar það er upp- lýst, að ríkisstjórnin ræður ekki yfir einum einasta eyri, til þess að veita í þessu skyni. Hún mun ekki einu sinni verða þess megnug að afla nægilegra fjár- muna til þess að greiða rekstr- argjöld ríkisins eins og þau verða í hennar höndum. Þessi fjárveiting nýju ríkis- stjórnarinnar er ekkert annað en viljayfirlýsing hennar um það, að landsmenn geti fengið keyptan erlendan gjaldeyri af gjaldeyrisbirgðum bankanna, ef þeir vilja verja fé sínu til kaupa á framleiðslutækjum. Af örlæti sínu getur ríkisstjórnin hugsað sér að selja landsmönnum 300 miljónir af 550 miljónum króna erlendum inneignum bankanna. Annað og meira ern þetta þýð- ir ekki það, sem stjórnin lætur uppi um að setja til hliðar á sérstakan reikning 300 miljónir til nýsköpunar atvinnuveganna. Það er skynsamlegt að leggja til hliðar gjaldeyri í þessu skyni, enda hefir Framsóknarflokkur- inn lagt til að 460 miljónir yrðu ætlaðar til framfara, en það er ósvífið að reka áróður um það, að með þeirri ráðstöfun einni saman sé séð fyrir nýsköpun at- vinnuveganna. í tilboði sínu til Sjálfstæðis- manna um stjórnarmyndun gerðu Framsóknarmenn tillögu um raunhæfar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins um veiga- mikla þætti í nýsköpun atvinnu- veganna, jarðræktarfrumvörp- in, eflingu fiskimálasjóðsins og framkvæmd raforkumálsins að frumkvæði ríkisins. Þetta voru málin, sem ekki mátti nefna. í stað þeirra voru tekin önnur mál, sem öll ganga í þá átt að liða sundur grundvöll þess fjár- málakerfis, sem Ólafur Thors og kommúnistar þykjast ætla að byggja á nýsköpun atvinnuveg- anna. Framsóknarflokkurinn hefir háð baráttu sína í dýrtíðarmál- unum undanfarin ár, fyrst og fremst með það fyrir augum, að í stríðslokin væri öruggur fjár- hagsgrundvöllur að aukningu atvinnuveganna í landinu. Dýrtíðarbandalagið frá 1942, sem nú hefir skriðið saman a nýjan leik, hefir komið í veg fyrir þetta. Það, sem nú þurfti að gera, var fyrst og fremst það, að stöðva dýrtíðina og lækka hana síðan, ekki með niðurborgun- um úr ríkissjóði, sem allir gera ráð fyrir, að verði að hætta vegna fjárskorts, þegar verst stendur á, heldur með niður- færslu allra þeirra liða, sem áhrif hafa á dýrtíðina. Þetta hefði þurft að gera nú, til þess að örva menn til fram- kvæmda í atvinnumálum. En dýrtíðarbandalagið fer öf- ugt að. Allar þess ráðstafanir hníga í gagnstæða átt og verða til þess að vekja ótrú á fram- tíðina og hamla því, að menn leggi i nýjar framkvæmdir. Þá var nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir því í sam- bandi við áætlun um atvinnu- líf landsmanna,, hvernig menn telja heppilegast að leysa verk- efnin. Hvers kohar fyrirtæki telja menn eðlilegt að ríkið reki?Hver á að vera þáttur einstaklinga og félaga og hver þáttur bæja og sveitafélaga? Hvern stuðning. vill rikisvald- ið veita borgurum landsins, til þess að koma á fót nýjum at- vinnufyrirtækjum og til fram- fara í atvinnumálum? Vilja menn stuðla að stór- rekstri örfárra einstaklinga eða vilja menn styðja þá stefnu, að sem flestir landsmenn séu þátt- takendur i atvinnurekstrinum Hvernig vilja menn skapa þau skilyrði í landinu, sem hljóta að vera undirstaða fjörmikils at- vinnulífs: Stöðugt verðlag og réttlátt hlutfall milli afkomu framleiðenda og annarra lands- manna? Svörin við þessum og fleiri slíkum spurningum marka stefnu manna og flokka í at- vinnumálunum, en ekki upp- hrópanir um nýsköpun atvinnu- lífsins, sem ekki styðjast við nein úrræði. JVýíí söfiusafn eftir Hagalín. Mörg höfuðskáld okkar senda frá sér nýjar bækur í haust. Frá hendi Guðmundar G. Haga- lín er þegar komin stór bók, yfir fimm hundruð blaðsíður, og eru í henni níu sögur. Sú lengsta Guömundur G. Hagalin þeirra, Kirkjuferðin, væri út af j fyrir sig allvæn bók. í fyrra haust kom út eftir Guðmund skáldsagan Blitt lætur veröldin, og í vetur ádeilu- og gagnrýni- ritið Gróður og sandfok. Þegar vitað er, að Guðmundur hefir ( enn mörg járn í eldinum, eins . og koma mun fram innan! skamms, er sýnt, að hann hefir | eigi auðum höndum setið! þessi misseri. Allir, sem nokkuð þekkja ís- lenzkar bókmenntir, vita, að Guðmundur hefir fyrir löngu skipað sér á bekk með þeim skáldum, sem bezt hafa skrifað stuttar sögur á ísl. tungu. Þarf þar ekki annað en að nefna smásögur éi'ns og „Tófuskinnið" og „Sætleiki syndarinnar“ af mörgum ágætum, er hann hefir skrifað. Það mun því margur opna þessa nýju bók, 21. bókina hans, með eigi lítilli eftirvæntingu. Og það er óhætt. Guðmundi fatast ekki tökin. Hann hefir hér enn á ný sýnt, hvílíkur í- þróttamaður hann er á hinum hála leikvelli skáldsagnagerðar- innar. Þessar sögur eru allar með þeim sama hressilega og þróttmikla blæ, sem Guðmundi er laginn, þrungnar glettni og gamansemi, en þó bjargföst, öfgalaus og björt lífstrú og þunga-alvara bak við hverja setningu. Frásögnin er svo fjör- leg og sögupersónurnar svo fast- a,r í sniðum og skýft mótaðar, að atburðirnir standa lesandan- um ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum að lestrinum loknum. Og þær eru ekki fremur en vant er neinar aukvisar, hinar vest- firzku söguhetjur Hagalíns. Það eru karlar í krapinu og kven- menn sem segja sex og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, mótaðar af mikilleik náttúr- unnar, sem er harðskiptin, en þó gjöful, ef fast er eftir sótt. En oflæti og marglæti, yfirborðs- mennska og yfirdrepsskapur á ekki upp á pallborðið hjá höf- undinum. Hér. eru ekki tök á að skrifa svo um þessa bók eða einstakar sögur í henni, sem vert hefði verið og raunar skylt að gera. Verður þetta greinarkorn að nægja að sinni. Bókin er vel úr garði gerð og í vænu broti og kostar hún 55 kr. óbundin, 70 krónur í shirtings- bandi og 90 krónur í skinnbandi, Útgefandi er Prentstofan ísrún á ísafirði. Sat/a elztu verzlunar- samtakanna. Flestir vita, að á þessu hausti er aldarafmæli Rochdalefélags- ins, er talið hefir verið fyrsta samvinnufélag með nútíma- sniði, sem stofnað hefir verið til í heimi. Hinu munu menn síður hafa kunnað skil á, þótt það virðist standa þeim nær, að á þessu hausti er einnig öld liðin síðan samvinnuhrpyfing ís- lenzkra bænda hófst og þeir komu á fyrstu formlegu verzl- unarfélögunum, sem kunnugt er um hér á landi. Gerist sá at- burður mánudaginn 4. nóvem- ber 1844, er „14 helztu og greind- ustu bændur í Hálshreppi" áttu með sér fund, er þrír fundar- manna höfðu boðað til. Var þar stofnáð „Verzlunarfélag Háls- hrepps“, og litlu síðar voru einn ig stofnuð sams konar verzlun- arsamtök í Ljósavatnshreppi. Var forustumaður þessara sam- taka séra Þorsteinn Pálsson á Hálsi í Fnjóskadal. Um þessa félagshreyfingu og samvinnufélög þau, er síðan risu upp hina næstu fjóra ára- túgi, hefir Arnór Sigurjónsson skrifað merka bók, sem nú er nýkomin út. Heitir hún íslenzk sanwinnufélög hundrað ára. Lýsir hann fyrst rækilega mönnum og högum í vestur- hreppum Þingeyjarsýslu fyrir miðja nítjándu öld og gerir glögga grein fyrir öllum aðdrag- anda að stofnun verzlunarfélag- anna. Síðan rekur hann fram- hald þessarar baráttu íslenzkr- ar alþýðu gegn kaupmanna- valdinu, bæði norðan lands, austan og sunnan, unz Kaup- félag Þingeyinga var stofnað haustið 1882. Eru Verzlunarfé- lagið í Reykjavíkurkaupstað, Gránufélagið, Félagsverzlunin við Húnaflóa og Vörupöntunar- félag Húnvetninga og Skagfirð- inga helztu markavörðurnar á (Framhald á 6. síöu) John Dngdale: Hver verður eSlírmaður Churchills? Það er oft um það rætt, hvaða menn muni taka við af þeim Roosevelt og Churchill, þegar þeir láta af þeim völd- um, sem þeir hafa farið með um skeið, því að ekki verða þeir eilífir augnakarlar. Nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum hafa þó leitt í ljós, að Bandaríkjamenn eru ekki óðfúsir að fá strax nýjan mann í sæti Roosevelts. í þessari grein, sem er eftir enskan þingmann, er rætt um það, hverjir liklegastir séu til þess að taka við af Chur- chill í Bretlandi, þegar sú stund kemur, að hann víkur úr forsætisráðherrasætinu. I. Winston Churchill mun ekki stjórna Stóra-Bretlandi um ald- ur og ævi. Aukakosningaf, sem fram hafa farið í Englandi síð- ustu misseri, hafa sýnt, að ýms veður eru þar í lofti. Friður rík- ir að vísu meðal stóru flokk- anna þriggja, og þeir hafa ekki keppt innbyrðis um þingsætin, sem losnað hafa. En nýir flokk- ar eða samtök hafa sprottið upp, og jafnvel einstaklingar, sem engan flokk hafa á bak við sig, hafa oft komizt mjög nærri því að fella frambjóðendur í- haldsflokksins, og meira að segja tekizt það stundum. Allir þessir gunnreifu nýliðar á sviði stjórn- málanna hafa verið róttækir menn, sem ekki vænta þess, að stjórn undir forsæti Churchills verði athafnamikil til frjáls- lyndra þjóðfélagsumbóta, þegar styi’jöldinni lýkur. Afstaða verkamannaflokksins til Churchills mótast af því, sem gerðist 1940. Þá var báglegt útlit í Bretlandi. Þýzki herinn æddi yfir Danmörku og Noreg og Bretar sjálfir stóðu andspænis mikilli og bráðri hættu. Þing- mennirnir voru í skyndi kvadd- ir saman til fundar, því að stjórn Chamberlains var komin á fallanda fót, en hugðist þó enn að lengja líf sitt. En Chamberlain hlaut ekki þann stuðning, sem honum dygði, til þess að halda völdum. Hann varð að víkja um set, og þjóðin beið eftir’nýjum leiðtoga. Verkamannaflokkurinn var mjög í oddaaðstöðu. íhalds- flokkurinn var klofinn í tvennt, með og móti t Chamberlain. Churchill sneri sér til verka- mannaflokksins og leitaði hóf- anna um stuðning til þjóð- stjórnarmyndunar. Og hon- um tókst að mynda slíka stjórn, eins og öllum er kunnugt, meðal annars með tilstyrk verka- mannaflokksins, er bera varð fyrir borð margt áhugamála sinna til þess, að þessi stjórn kæmist á laggirnar. En þótt ill nauðsyn hafi knúið höfuðflokkana í Bretlandi til slíkrar stjórnarmyndunar á ör- lagastundu, þá fer því þó fjarri, að eining og einskær ánægja riki. Verkamannaflokkurinn hefir hvað eftir annað orðið að sjá hugðarmál sín að engu höfð, og þótt það væri borið með þögn og þolinmæði meðan mesta hættan vofði yfir, hefir óánægja með það magnazt því meira sem betur sækist á vígvöllunum. Innan hans eru þeir menn því að vonum orðnir allfjölmennir, sem jafnvel kysu að rjúfa sam- vinnuna um þjóðstjórnina þeg- ar í stað. En .enn halda þeir þó meiri hluta, sem ekki vilja sker- ast úr leik, eins og sakir standa. En komi upp ný stórdeila innan stjórnarinnar, deyi Churchill eða taili' vörn Þjóðverja skyndilega, er ekki annað líklegra en dagar brezku þjóðstjórnarinnar séu taldir, og almennar kosningar fyrir dyrum. Og undir slíkum kringum- fttæðum má telja eitt alveg víst: íhaldsflokkurinn og verka- mannaflokkurinn munu taka upp hatrama baráttu sín á milli og smáflokkarnir, sem nú láta á sér bæra, hverfa í skuggann. En hverjir verða forustumenn þesá- ara tveggja aðalflokka Bret- lands, þegar hér er komið sög- unni? Churchill er sextíu og níu ára gamall og hefir tvisvar fengið lungnabólgu með stuttu millibili. Hann reykir, og hann neytir áfengis. Fáir láta sér detta í hug, að hann vei’ði forustumaður í því viðreisnarstarfi, sem hefst að stríðinu loknu. Það er varla hægt að gera ráð fyrir, að hann verði sá maður, sem fyrstu kosn- ingarnar eftir stríðið snúast um. En það verða tveir menn, full- trúar tveggja stærstu flokk- anna. Og annar hvor þeirra verður forsætisráðherra. Hvaða menn er líkast, að þetta verði? I II. íhaldsflokkurinn hefir á milli þriggja manna að velja: Butlers, Andersons og Edens. R. A. Butler er yngstur þess- ai'a manna, aðeins fjörutíu og eins árs. Hann er háskólamaður frá Marlborough og Cambridge, og hefir haft afskipti af stjórn- málum á annan tug ára. Eins og fleiri forustumenn íhaldsflokks- ins brezka er hann kominn af ætt, sem lengi hefir verið við stjórnmál riðin. Faðir hans var Sir Montague Butler, er var landstjóri í Mið-Indlandi um langt skeið. R. A. Butler hefir þegar gegnt mörgum störfum í opinberri þjónustu. Hann hefir meðal annars starfað í ráðu- neytum þeim, sem fara með Ind- landsmál, verkamannamál og utanaríkismál, og nú er hann kennslumálaráðherra. Ungir og efnilegir menn eru oft fluttir þannig frá einu emb- ættinu til annars, til þess að þeir geti öðlazt sem mesta reynslu. Er Churchill sjálfur bezta dæmið um það. En Butler er að mörgu leyti mjög ólíkur Churchill. Hann er meðal annars mjög varkár maður og hefir ó- gjarna viljað taka afstöðu, fyrr en allt var tryggt og öruggt. En sem kennslumálaráðherra hefir hann ekki lengur getað hliðrað sér hjá að taka mikilvægar á- kvarðanir, og í því embætti hefir hann meðal annars beitt sér fyr- ir því, að skólaskyldualdur allra barna í Bretlandi skuli hækka upp í sextán ára aldur. Eins og gefur að skilja, er það breyting, se'm ekki verður framkvæmd andstöðulaust, og á framgangi hennar og framkvæmd veltur það að verulegu leyti, hvort til greina kemur, að hann verði næsti forustumaður íhalds- flokksins. Verði hann foringi hans, mun flokksstjórn hans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.