Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 3
mh 97. blað J\IV, föstndagiim 17. nóv. 1944, 395 Olafur Jóhannesson: Samvinna í sjávarútvegsmálum Bændur voru brautryðjendur samvinnustefnunnar hér á lándi. Þeir stofnuðu fyrstu samvinnu- félögin og voru framan af helztu viðskiptamenn og stuðnings- menn þeirra. Hlutverk sam- vinnufélaganna fyrir íslenzku bændastéttina hefir verið tví- þætt frá öndverðu. Þau hafa bæði annazt um útvegun á neyzluvörum og séð um sölu á afurðum. Víðast hvar hefir sama félagið haft þetta hvorttveggja með höndum. Sums staðar hefir þó starfsemi þessi verið greind í sundur og mynduð sérstök sölu- félög framleiðenda, til dæmis sláturfélög. Segja má, að hvort- tveggja hafi gefizt vel, en hið fyrrtalda þó betur. Fer þó slíkt eftir staðháttum og öðrum at- vikum. Þýðing samvinnunnar fyrir bændur hefir verið mikil. Talið er, að fyrstu ísl. samvinnufélögin hafi lækkað verðið á útlendum varningi um 20—30%. Verðlag á afurðum þeim, er þau höfðu til sölumeöferðar, hækkaði að mun. Réði þar mestu um aukin vöru- vöndun. Þó að beinn verðmun- ur hafi síðar farið minnkandi af -eðlilegum ástæðum, eftir því sem kappfélögunum hefir vaxið fiskur um hrygg, hefir þó jafn- an verið sama sagan, þ. e., að kaupfélögin hafa haldið verðlagi á hinum útlenda varningi niðri en greitt sannvirði fyrir afurð- irnar. Má því fullyrða, að bætt- ur efnahagur, betri líðan, auk- in menning og meirf mann- dómur fólksins í sveitunum eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekj a til samvinnuf élags- skaparins. Samvinnustefnan hefir smám saman fært út kvíarnar hér á landi. Nú eru ekki aðeins bænd- ur í samvinnfélögunum. íbúar kauptúna og kaupstaða, verka- menn, sjómenn og aðrir, hafa bætzt í hópinn. í samvinnufé- lögunum eru því nú menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Við sjávarsíðuna hefir þó starfsemi samvinnufélaganna einkum beinzt að neytendum, þ e. að sölu á neyzluvörum. Hins vegar hefir þeirra gætt þar minna sem sölufélaga á fram leiðsluvörum, nema að því leyti, sem þau hafa selt landbúnað arvörur. Sömuleiðis hefir þess gætt fremur lítið, að þau útveg- uðu þar nauðsynjar til fram- leiðslu, útgerðar eða iðnaðar. Enn á því samvinnustefnan að nokkru leyti óunnið land við sjávarsíðuna, einkum á meðal útvegs- og fiskimanna. Það landnám má ekki dragast öllu lengur. Allir viðurkenna, að sjórinn i kringum strendur þessa lands sé guilnáma þess. Sjávarútveg urinn er og hlýtur að verða ein meginstoðin undir gengi þjóðar- innar í framtíðinni.Nokkur und- anfarin ár hafa verið einstök góðæri og gróðaár fyrir þann atvinnuveg. Enginn má þó ætla, að slíkt vari að eilífu. Allar lík- ur benda einmitt í þá átt, að það fari að taka enda og að brátt taki að blása á móti. Þá má gera ráð fyrir, að útvegsins bíði erf ið ár. Útgerðarmenn og fiski menn þurfa þá sennilega að halda á öllu sínu, til að geta halðið í horfi og búið við þau lífskjör, sem landsmenn hafa lif- að við hin síðustu ár. Engu skal um það spáð, hvort slíkt tekst eða eigi. Utanaðkomandi og okkur óviðráðanleg atvik ráða þar svo miklu um. En hér skal á því vakin at- hygli, að útvegsmenn og fiski- menn eiga enn eftir eitt bjarg ráð, sem þeir hingað til hafa látið ónotað að mestu. Það er samýinnan eða samvinnufélags skapurinn. Þeir geta losað sig við milliliðina og milliliðagróð' ann. Með samstarfi og samtök' um geta þeir tekið í sínar hend- ur verzlun á nauðsynjum út vegsins og tryggt sér þær fyrir sannvirði. Á sama hátt geta þeir tekið sölu og vinnslu afurða sinna i eigin hendur og tryggt sér sannvirði fyrir þær. Hér er ekki um neiná smá- muni eða hégóma að ræða Vörur þær, sem til útgerðarinn- ar þarf, eru miklar og margvís- legar og kosta árlega stórfé. Má þar til nefna allskonar veiðar- færi, olíur, salt, vélar og vara- hluti ýmiskonar o. fl. o. fl. Verzl- un með þessar vörutegundir hefir að mestu leyti verið í höndum einstaklinga og félaga, sem hafa, rekið hana í atvinnu- og ágóðaskyni, án þess að hafa hagsmuni útgerðarinnar fyrst og fremst fyrir augum. Þó hefir lítið eitt af þessari verzlun verið í höndum vkaupfélaga og sam- vinnufélagá og samtaka útgerð- armanna. Verzlun með allar þéssar vöru- tegundir ætti að vera í hönd- Ólafur Jóhannessqii um útgerðarmanna og sjó- manna sjálfra og miðast fyrst og fremst við það, hvað þeim að- ilum væri hagkvæmaSt og heppilegast. Hverjum einstök- um er þetta ofviða. En með samvinnu og samstarfi er þess- um aðilum auðvelt að leysa þetta verkefni af hendi. Einkum á þetta við smáútgerðarmenn og sjómenn. Hinir stærri útgerðar- menn þurfa síður samhjálpar- innar og samvinnunnar með. Þejr geta frekar staðið einir út af fyrir sig. Ef verzlun með nauðsynjar útvegsins væri í höndunvsam- taka , sjómanna og útgerðar- manna, mundi útgerðinni árlega sparast stórfé. Segja má, að slíkt sé órökstudd fullyrðing. En ef betur er að gáð, renná undir hana margar stoðir. Lítum t. á. á þá aðija, sem við þessa verzlun hafa fengizt. Flestir þeirra, hvort sem um einstaklinga eða félög er að ræða, hafa stórgrætt, sbr. t; d. olíufélög, veiðarfæraverzl- anir, vélasölur o. fl. Hefir þó verzlun með sumar þessar vöru- tegundir átt við ýmsa erfiðleika að etja upp á síðkastið. Þessi verzlunarágóði mundi lenda hjá útgerðarmönnum ‘og sjómönn- um sjálfum, ef þeir eða samtök þeirra önnuðust þessa verzlun, því að vafalaust gætu samtök eða samvinnufélög útvegsmanna rekið hana á eins hagkvæman hátt, eins og þeir aðilar, sem annast hana nú. Hér er í raun inni um svo augljósar stað reyndir að ræða, að óþarft ætti að vera að eyða að þeim mörg um orðum. Um afurðasölu sjávarút- vegsinS gegnir nokkuð svipuðu máli. Að vísu hafa útgerðar- menn haft með sér nokkur sam- tök um afurðasöluna, einkum fyrir sty^jöldina. Lítt munu þó þau samtök vera eða hafa ver- ið með samvinnusniði. Nokkur kaupfélög hafa einnig annazt um sölu þessara afurða fyrir fé- lagsmenn sína. Samt sem áður hefir meiri hlutinn af þessari verzlun verið I höndum ann arra en hlutaðeigandi fram leiðenda. Að vísu hefir sérstakt ástand ríkt í þessum efnum styrjaldarárin og ríkisvaldið haft af þeim meiri afskipti en líklegt er að í frapatiðinni verði, enda hafa öll viðskipti verið hneppt í ákveðna farvegi og aðrar leiðir lokaðar. En sem sagt: skipulagþessara mála virð- ist enn vera langt frá því að vera komið í æskilegt horf. Iðnaður í sambandi við sjáv- arútveginn er og að verulegu leyti í höndum annarra en út gerðarmanna og .sjómanna, t. d. eru flest hraðfrystihúsin, þegar frá eru skilin hraðfrystihús kaupfélaganna, eign sérstakra hlutafélaga, sem útgerðarmenn eiga' að vísu að jafnaði eitthvað í, en sem standa þó ekki í beinu sambandi við útgerðina. Virðist þó eðlilegast, að hraðfrystihúsin, sem eiga að vera rekin í þágu útgerðarinnar á líkan hátt og mjólkursamlög í þágu mjólkur- framleiðenda og kjötfrystihús í aágu kjötframleiðenda, væru eign samvinnufélaga útgerðar- manna og sjómanna. Að öðrum kosti er eigi unnt að tryggja framleiðendum, útgerðarmönn- um og sjómönnum, rétt^erð fyr- ir framleiðslu þeirra. Á meðan rframleiðendurnir annast ekki sjálfir um vinnslu og sölu afurða sinna, geta þeir búizt við því, hvenær sem er, að jeir aðilar, sem annast þau mál, geri sín á milli samtök um að halda verðinu niðri. Niðurstaða hlutlausra hug- leiðinga um þessi efni hlýtur að verða sú, að útgerðarmenn og sjömenn ættu sem fyrst að taka samvinnuna í sína þjónustu og taka verzlunina með nauðsynj ar útvegsins og afurðasölu og afurðavinnslu í eigin hendur. Með því geta þeir sparað marg- ar krónur, sem ekki er ósenni- legt, að full þörf verði fyrir á næstunni. Er líklegt, að augu sjávarbænda fari að ljúkast upp fyrir þessari staðreynd. Bendir ýmislegt í þá átt. Með lögunum um olíusamlög, er samþykkt voru að tilhlutan fyrrvérandi atvinnumálaráðherra, hefir stórt spor verið stigið í rétta átt. Á næstu árum munu verða stofnuð olíusamlög víðsvegar um landið. Meira samstarf og fleiri samtök munu fylgja á'eftir. Álitamál getur verið í hvaða formi þessi samvinna í sjávar- útveginurh skuli vera. Hugsa mætti sér, að kaupfélögin önn- uðust þessa starfsemi. Yrði þá þetta ein grein hinnar fjöl- breyttu starfsemi þeirra. Væri þá eðlilegast, að . innan þeirra yrðu mynduð sérstök útgerðar- samlög. í útgerðarsamlaginu væru aðeins útgerðarmenn. Út- gerðarsamlögin ættu svo að fara með sérmál útgerðarinnar á sama hátt og mjólkursamlag fer með sérmál mjólkurframleið- enda. í öðru lagi má hugsa sér, að í þessu skyni séu mynduð sérfélög, samvinnufélög útgerðarmanna. Á milli hinna einstöku félaga yrði svo samstarf og samband, annað hvort þannig að þau gengu í Samband ísl. samvinnu- félaga eða að þau mynduðu sér- stakt samband — samband út- gerðarsamvinnufélaga. Hvaða leið verður valin í þessu efni, fer að sjálfsögðu eftir þvi, hvort útvegsmenn teldu sér hag- kvæmara og heppilegra. En líkur eru til áþ heppilegast sé, að öll BOKMENNTIR OG LISTIR Lístsýning tveggja kvenna þessi samvinnufélög yrðu inn- an heildarsamtaka samvinnu- manna. Hér hefir aðeins verið rætt um samvinnu í verzlun. En sam- vinna í framleiðslunni getur líka komið til greina. Væri ekki að ýmsu leyti æskilegt að sjómenn- irnir ættu skipin, sem þeir fiska á, og þeir og aðrir, sem vinna við útgerðina í landi, geríiu skipin út í sameiningu? Þá væru þeir eigin atvinnurekendur, bæru úr býtum sannvirði vinnu sinnar á j hverjum tíma og hefðu ótví- ræðra hagsmuna að gæta í sam- bandi við útgerðina. Vinnudeil- ur væru úr sögunni á þeim vett- vangi. Fengi ekki einstaklings- framtakið einmitt að njóta sín í þessu formi? Þessir hlutir geta ekki gerzt nema með samstarfi og sam- tökum sjómanna, með einhvers konar samvinnufélögum þeirra. Vitaskuld eru á þessu margir erfiðleikar. Því þýðir ekki að neita, heldur verður að reyna að gera sér ljóst, hvernig unnt er að sigrast á þeim. Vel má vera, að hreint sam- vinnufélagsform, eða^ins og það hefir tíðkazt hér, eigi ekki að öllu leyti við. Þá verður að breyta því og laga það eftir að- stæðunum og í samræmi við það, sem reynslan kennir. Ýmsir telja ríkis- eða bæj- arútgerð heppilegasta. Ekki skal því neitað, að svo kunni að vera í vissum tilfellum. En í því til- felli, að skip eru gerð út af ríki eða bæjarfélagi, eru þau í raum- inni gerð út af samfélagi sjó- manna og annarra þegna þjóð- félagsins. Ef slíkt getur gefizt vel, hvers vegna skyldi þá ekki gefast vel, að samtök sjómanna sjálfra, sem við þennan atvinnu- veg vinna og á honum hafa vit, geri út. Vissulega mælir flest með þvi, að það sé heppilegra. Að svo stöddu skal ekki frek- ar fjölyrt um þessa tegund sam- vin!iu, en ekki er ólíklegt, að sjó- menn fári að kynna sér hana og fari að gera tilraunir í þá átt á næstunni. Nú hafa þeir einmitt margir hverjir eignazt nauðsyn- legt stofnfé fil slíkra hluta. Að lokum skal svo enn ítrek- uð nauðsyn aukinnar samvinnu í sjávarútveginum. Sjávarbænd- urnir ættu sem fyrst að fylgja fordæmi landbændanna og stofna til þróttmikillar sam- vinnu um útvegun nauðsynja til útvegsins og sölu afurða sinna. Sagan mundi endurtaka sig þar. Meðal þeirra mundi samvinnan einnig leiða til aukinnar og al- mennari velmegunar,bættralífs- kjara, meiri menningar og fé- lagsþroska. Hér geta allir sjáv- arbændur átt samleið, án tillits til viðhorfs þeirra til annarra mála. Listsýningar eru nú aftur hafnar í sýningarskálanum við Kirkjustræti. Var fyrsta sýning- in á þessum vetri opnuð á laug- ardaginn var, og standa að Freskómálverkin fyrir gafli skál- ans sóma sér mjög vel. — Því miður/ hefir blaðið eigi hand- bæra neina mynd af listaverk- um Gretu. Mynd Gunnfríöar af móöur hennar henni tvær listakonur, frú Gunnfríður Jónsdóttir og frú ; Greta Björnsson. Eru þær báðar framarlega í flokki hérlendra listamanna. Verður sýningin að- eins opin< til mánudags næst- komandi. Gunnfríður á tiu höggmyndir á sýningu þessari. Er þar á með- al hin mikla mynd hennar „Landsýn", er gerð er út af þjóð- sögunni um sýn þá, er skip- brotsmenn sáu við Strönd í Sel- vogi og bjargaði þeim heilum á húfi úr háskanum. Þarna er einnig fyrsta mynd Gunnfríð- ar, Dreymandi drengur, mynd af móður hennar og mynd af Gunnari Björnssyni í Minnea- polis, er vera mun eign mennta- málaráðs. Greta Björnsson sýnir 33 olíu- málverk, 58 vatnslitamyndir, 24 teikningar og tvö freskómálverk. Öll málverk hennar lýsa mik- illi litagleöi og kvenlegum næm- leik í vali þeirra og samstillingu. Fjölbreytnin er á vissan hátt mjög mikil, en blærinn ávalt einkar þýður og hugðnæmur. Alþýða manna hér á landi hefir síðustu ár verið vakin til aukins áhuga og skilnings á myndlist. Gildir það þó ef til vill sérstaklega um málara- list. Hefir sýningarskálinn nýi bætt mikið úr þeim erfiðleikum, er listamennirnir áttu við að etja um nothæft húsnæði til listsýninga, og skapað almenn- ingi betri skilyrði en- áður voru fyrir hendi til þess að njóta að nokkru listar þeirra. Næsta spor- ið verður gott og myndarlegt húsnæði handa listasafni ríkis- ins, er verði almenningi opið á hinum hentugasta tíma, og í sambandi við það nauðsynleg listkynning og listfræðsla. , Fólk utan af landi, er kemur til Reykj avíkur þegar listsýning- ar standa yfir, ætti ekki að láta undir höfuð leggjast að koma á þær, ef þeir mega nokkrá stund missa til þess. Og konurnar er sérstaklega vert að minna á það, að það eru tvær af fremstu listakonum landsins, er pú sýna í sýningar- skálanum. J. H. Séra Jakob Jónsson: Skáldið Einar H. Kvaran Einar H. Kvaran var einn af síórskáldum þjóðarinnar, merkur brautryðjandi og snillingur. En fæstar bóka hans hafa verið fáanlegar síðustu ár, og mun unga kynslóðin í landinu eigi þekkja rit hans sem skyldi. En nú í haust gáf Bókaútgáfan Leiftur út ritsafn hans í sex bindum. Eru þár í sögur hans, leikrit og ljóð. Sá Jakob Jóh.' Smári um undirbúning þessarar útgáfu. Séra Jakob Jónsson hefir látið Tímanum í té til birt- ingar allrækilega grein um Einar H. Kvaran og skáld- skap hans. Birtist fyrri hluti hennar hér neðanmáls í dag. I. Fyrir allmörgum árum var ég! staddur á heimili Einars H. Kvaran eina kvöldstund. Við kaffiborðið bar margt á góma. Tíminn var fljótur að líða. Ein- ar og frú Gíslína voru manna gestrisnust og yfir heimili þeirra var hlýr og vingjarnlegur blær. Húsbóndinn sjálfur var lífið og sálin í samræðunúm. Og það var sama hvort hann hlustaði éða talaði. Andlitið var alltaf lifandi. Skuggar alvörunnar og bjarmi glaðværðarinnar liðu til skiptis yfir ennið, — og þó er mér minnisstæðast, hvernig eitt lítið kýmnibros gat smábreiðst út yfir allt andlitið. Oft var það fyrirboði hnittinnar athuga- semdar eða frásagnar um menn eða atburði. Sagan var jafnan sögð undur blátt áfram, án allr- ar tilhneigingar til þess að gera hana „spennandi“ með öfgum eða ofurmælum. En snilldin duldist engum, hvorki í orðfæri, frásagnarstíl né framburði. Áherzlá eins einsatk'væðisorðs gat brugðið upp alveg sérstæðri mynd. Ein stutt þögn gat skap- að eftirvæntingu, sem gaf næstu málsgrein tvöf^lt gildi. Þarna fannst mér ég geta séð svo að segja í einni svípan lykilinn að frægð Einars H. Kvaran. Hann Einar H. Kvaran var afburða upplesari, og sögur hans sennilega alltaf skrifaðar upphátt, ef ég má komast svo að orði. Það þarf ekki að blaða lengi í bókum hans til að finna, hve hin ritaða frásögn er svip- uð mæltu máli, einföld og slétt. Þó er fjölbreytnin mikil, og eft- irtektarvert er það, að stöku sinnum undirstrikar hann orð — venjulega smáorð eins og t. d. þáð. Þetta sýnir, áð honum hefir sjálfum verið það ljóst, að til þess að setningin nyti sín, þurfti hún ekki aðeins að sjást, heldui* heyrast. Til hins sama bendir eitt af stíleinkennum Éinars/er lýslr sér með endurtekinni áherzlu á eitthvað'sérstakt at- riði, þó með æ meiri þunga eða víkkandi hugtaki. Á þessu ber þegar í fyrstu sögum hans, er hann ritar á skólaárum sínum („Orgelið‘\ „Upp og niður“). Þó er yjðvaningsbragurinn á þeim sögum augljós og stíllinn lítt mótaður, svo að sá einn, sem þekkir síðari rit höfundarins, finnur þar votta fyrir a,ðdrag- anda þeirra snilldarverka, er hann átti eftir að rita. Loks veit ég’ dæmi þess, að fólk, sem ekki hafði orðið snortið af sumum sögum Einars við eigin lestur, varð hugfangið af að héyra hann sjálfan lesa þær. Því fannst sem ekki kæmi til fulls fram það,- sem í sögunni fólst, fyr en farið var að lesa hana hátt. Raunaf á þetta við um sögur og ljóð margra höfunda, og stafar að sjálfsögðu oft af því, að fólkið, sem ætlah að njóta skáldskapar- ins, les aðeins með sjálfu sér en ekki upphátt. Og| sumir sýnast ekki hafá lag á þvi að hugsa sér, hvernig setningin mundi hljóma, ef hún væri sögð upphátt. Til þess þurfa menn að æfa sína innri heyrn betur en almennt er gert. En fyrir slíkum lesend- um þarf að opna dyrnar að helgidómi skáldskaparins með þvi að láta þá taka við hon- um með hihni ytri heyrn. Og þegar þær dyr voru opnaðar með þeim töfrasprota, er Kvar- an gat brugðið fyrir sig, var eng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.