Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 5
97.blað Tfl^IIIVN. föstndaginn 17. nóv. 1944 397 • Um þetta leytl fyrir 940 áruni Brúðmánuður Helgu iogru Framkoma íslendingsins hefir löngum vefið kölluð þumbara- leg, og mun það sannmæli. En undir hrjúfu yfirborði býr áreið- anlega næm og viðkvæm sál. Það er þess vegna sem örlög Helgu jarlsdóttur, Helgu fögru og Ragnheiðar biskupsdóttur, svo að nokkur dæmi séu nefnd, hafa fundið miklu dýpri hljóm- j grunn í þjóðarsálinni en glæsi- I leiki hinna mestu höfðingja og jafnvel ýfirburðir hinna frá- bærustu kappa. Brúðkaup Helgu fögru stóð að Borg að Mýrum að veturnótt- um 1005. Gekk að eiga hana Hrafn Önundarson á Mosfelli syðra, ungur og frækmn höfð- ingjason. En það var flestra sögn, að því er sagan hermir, að „brúðurin væri heldur döp- ur". Mun þó brúðguminn hafa þótt vænn maður og líklegur til frama. En hugur Helgu fögru var, annars staðar, og skal nú aðdragandi þessa brúðkaups rakinn í fám orðum. Helga fagra var dóttir Þor- steins Egilssonar, Skallagríms- sonar, og konu hans, Jófríðar Gunarsdóttur, Hlífarssonar. — Sagan segir svo frá, að Þorsteini hafi dreymt fyrir því, áður en Helga fæddist, hver örlög henni voru búin. Var sá draumur á þá lund, að hann sá álft fagra og væna sitja á húsmæni að Borg. F^aug þá frá fjöllunum örn og settist hjá henni og klakaði við hana blíðlega og þekktist hún það. Þessu næst sá hann annan fugl fljúga til Borgar af suður- átt, og var það einnig örn. Sett- ist hann á húsin hjá álftinni og vildi láta vel að henni, en þá ýfðist hinn örninn við. Börðust þeir, unz báðir féllu dauðir af húsmæninum. Sat þá álftin eftir hnípin mjög, þar til valur einn kom fljúgandi úr vestri og hafði hana á braut með sér. Draumur þessi fékk svo á Þor- stein, að hann hugðist að láta bera út barn það, sem Jófríður kona hans gekk þá með, svo fremi sem það yrði meybarn. Mun slíkt þó hafa þótt í meira lagi óviðurkvæmilegt um barn auðugs manns og höfðingja. Nú bar svo til, að Jófríður varð létt- ári, er hann var sjálfur á Al- þingi. Lét hún smalamann þegar taka barnið og færa á laun vest- ur í Hjarðarholt til Þorgerðar, systur Þorsteins. Þar var Helga í fóstri allmörg ár, unz hún var aftur tekin heim í föðurgarð. Um þessar mundir bjó að Gils- bakka í Hvítársíðu Illugi svarti Hallkelsson. Einn sona hans var Gunnlaugur ormstunga, mikill fyrir sér og allófyrirleitinn. Þeim feðgum varð það til áskilnaðar, að Illugi vildi ekki láta syni sín- um í té fararefni til utanfarar, er hann var tólf ára gamall. Reið þá Gunnlaugur niður til Borgar og vildi ekki heima vera. Bað hann Þorstein viðtöku og var þar hin næstu misseri. Felldu þau Helga snemma hugi saman. Var hann bráðgerr og mikill og sterkur, en hún svo fögur, að sagan segir „að hún hafi fegurst kona verið á ís- landi". Átján ára gamall býst Gunn- laugur til -utanferðar, og biður hann áður Helgu fögru sér til handa. Samdist svo um með feðrum þeirra, að hún skyldi vera heitkona Gunnlaugs í þrjú ár, en niður falla kaupin, ef hann yrði eigi aftur kominn að þeim tíma liðnum eða Þorsteini líkaði eigi skapferli hans þá. Lét Gunnlaugur síðan í haf, fór víða um lönd og sótti heim marga þjóðhöfðingja, er þá réðu nálægum ríkjum. í þeirri för kom hann til Uppsala á fund Ólafs Svíakonungs Mríkssonar. Var þar fyrir Hrafn Önundar- son. Fluttu þeir báðir konungi kvæði, en varð að fjandskapar- máli, hvor fyrr skyldi flytja kvæði sitt. Hrafn fór fyrr heim til ís- lands. Bað hann Helgu fögru á alþingi, og var það ráðið fyrir atfylgi Skafta lögsögumanns Þóroddssonar, að brúðkaup þeirra skyldi standa að vetur- nóttum árið 1005, eins og áður er sagt, enda yrði Gunnlaugur þá eigi til íslands kominn. Voru Vilhelm. Moberg: þá fjögur ár liðin síðan hann fór utan. Helga hugði þegar illt til þessara ráða, en lét þó til- leiðast, þar eð Gunnlaugur var eigi til landsins kominn, en íaðir hennar vildi einn fyrir bæði, eins og sjálfsagt þótti á þeirri tíð. . Þetta sama haust kom<Junn- laugur til íslands á skipi með Hallfreði vandræðaskáldi. Tóku þeir land í Hraunhöfn á Mel- rakkasléttu hálfum mánuði fyr- ir vetur. Gekk Gunnlaugur þar úr liði á fæti í glímu, en eigi að síður bjuggust þeir til ferðar eins^skjótt og þeir máttu. Komu þeir suður í Borgarfjörð laugar- dagskvöldið, er brúðkaupsveizlan stóð að Borg: Vildi Gunnlaugur þegar þangað ríða, en fékk því ekki ráðið, enda vart ferðafær. Að veizlulokum fór Hrafn með hina döpru brúði sína suður til Mosfells. Frétti hún skjótt, að Gunnlaugur var út kominn. Eina nótt, stuttu eftir að þau voru suður komin, dreymdi Hrafn það, að hann væri lagður sverði í faðmi Helgu. Hafði hún vakað og heyrt á svefnlæti hans, og innti hann að draumum, er hann vaknaði. Hann sagði sem var. Hún svaraði: „Það mun ég aldrei gráta, og hafið þér illa svikið mig". Grét hún þá mjög. Gerðist hún svo stirð við mann sinn, segir sagan, „að hann fékk eigi haldið henni heima þar, og fóru þau þá aftur heim til Borg- ar, og nytti Hrafn lítið a^ sam- visljum við hana". SUkur var brúðmánuður Helgu fögru. En harmleiknum var ekki lok- ið. Heitar ástir verða aldrei svo forsmáðar, að eigi hefni sín síðar. Þennan .vetur átti að drekka brúðkaup að Skáney litlu eftir jól. Til þessa boðs fóru þau Hrafn og Helga, og þangað fór og Gunnlaugur ormstunga* fyrir áeggján föður síns. Hugði hann, að þá myndi fyrnást þrá hans til Helgu, ef hann kæmL þar, sem margar fríðar konur voru saman komnar. Bjó Gunnlaugur sig vel til veizlunnar og bar skikkju, sem Sigtryggur silkiskegg, kon- ungur í Dyflinni, sonur Ólafs kvaran og Kormlaðar drottning- ar, hafði honum gefið. Var það í frásögur fært, hve Helga fagra renndi oft augum til Gunnlaugs í veizlunni. En lítil var sögð gleði í boði þessu, og virðist sem ahd- rúmsloftið hafi verið þrungið ógn og kvíða. Síðasta veizludag gekk Gunn- laugur á tal við Helgu. Fór mjög ástúðlega með þeim, og gaf hann henni skikkjuna góðu. En með þeim Hráfni urðu heitingar. Var á milli þeirra gengið, svo að ekki hlutust af stór-vand- ræði að sinni. Segir svo í Gunn- laugs sögu, að Hrafn nýtti „ekki síðan af samvistum við Helgu, þá er þau Gunnlaugur höfðu fundizt". Síðan kemur síðasti þáttur- inn. Fundum þeirra Hrafns og Gunnlaugs bar að nýju saman á Alþingi sumarið eftir, 1006. Þar skoraði Gunnlaugur Hrafn á hólm. Börðust þeir í Öxarár- hólma. Braut Hrafn sverð sitt, en Gunnlaugur skeindist lítil- lega. Var þá á miUi þeirra geng- ið, og undu því báðir illa. Þess er getið, að þau Helga og Gunnlaugur hafi hitzt á þessu þingi, og fúlí ástæða að ætla, að svo hafi oftar verið. Skoraði Hrafn Gunnlaug á hólm á ný. En hólmgöngur höfðu verið af- teknar á þingi um sumarið, svo að þeir gerðu þáð ráð að fara utan. Næst bar fundum þeirra Hrafns og Gunnlaugs saman á Gleipnisvöllum upp frá Veradal í Noregi. Urðu þeir fundir hinir síðustu, því að þar féll Hrafn við fimmta mann, en Gunnlaugur hláut banasár. Er svo frá þeim fundi sagt, að Gunnlaugur hjó um síðir annan fótinn undan Hrafni. Hrökklaðist hann upp að tré, en féll eigi. Sagðist Gunn- laugur þá eigi vilja lengur við hann berjast, örkumlamann. Hrafn kvaðst enn geta varizt um stund, ef hann fengi vatn að drekka. Gunnlaugur bað hann að svíkja sig ekki, ef hann færði honum vatn í hjálmi sínuni. „Ei (Framhald á 7. slöu) Eiginkona FRAMHALD svo þunnt, að fólk verður að ganga hálfbogið fyrst eftir máltíð- irnar, ef það á ékki að ganga strax niður af því. Karna, kona odd- vitans, er úti að lífga eld undir potti. Hún er ein af þeim konum, sem ekki er unnt að gera sér í hugarlund,að nokkurntíma hafi ver- ið ung, aðlaðandi stúlka með mjúka arma og þrýstinn kropp. Það er sjálfsagt ekki til neitt helvíti, en það ætti að komast á stofn, ef það fyndist önnur kerling af sama sauðahúsi og Karna. En hver býr hinum megin við oddvitann? Hver skyldi hafa eign- azt býlið eftir bóndann, sem dó hér í fyrra? Hingað er komið nýtt fólk. Kindargæra hefir verið spýtt á gaflinn á peningshúsinu; það er þá til nýtt kjöt á bænum þeim. Hermann smjattar ofur- lítið, því að honum dettur í hug lambasteik. Og þarna er allt hreint og þokkalegt úti við. Gamla laufið af hlyninum í hlaðvarp- anum hefir verið hreinsað burt, það er búið að stinga upp kál- garðinn og nýjum grenigreinum hefir verið stráð á bæjarstéttina. Og þar er ung kona á ferli úti og breiðir léreft til bleikingar á jörðina. Hún er með rauðköflótta skýlu á höfðinu, hún er há vexti og björt og hrein yfirlitum. Og hreyfingar hennar eru léttar og 115- andi og mjúklegar, er hún lýtur yfir léreftin. Hún hefir aðeins ungmeyjarvöxt, og þó er þetta áreiðanlega húsmóðirin, sem geng- ur þarna um svona roggin og breiðir út léreft sín. Því jafnvel þótt húsmóðirin hefði vinnukonu, myndi hún ekki trúa henni fyrir þessu starfi. / Kona nýja bóndans — það er auðráðið. Stúlka með mikla kyn- festu, sem nú er orðin kona og hefir ekki lengur hyggju ung- meyjar.. Bær Hákonar Ingjaldssonar er fjærst. Hermann gamli kemur auga á bróðurson sinn úti á hvíldarakrinum. Það er ekki vandi að sjá hann, því að*hann er flestum hærri vexti. Hann er að plægja með uxum sínum. Þeir silast áfram svo löturhægt, að til að sjá er hér um bU eins og þeir standi í stað. . Hákon varpar frá s£r taumunum, þegar Hermann kemur. Arður- uxarnir fá að kasta mæðinni, kviðirnir ganga eins og smiðjubelgir. — Þú hér í byggð! Ungi maðurinn heilsar öldungnum eins og hann sé að koma úr langri, langri ferð til ókunnra landa. Hreppurinn er víðlendur, frændur sjást sjaldan. Hermann tyllir sér á plógstöngina og hvílir fæturna. Það stirnir á ósnortna, dökka, nýbylta moldina í sólskininu. — Já, nú er í húsgangurinn í. ættinni kominn. Sá yngri af Ingjaldsættinni réttir úr bakinu, eins og honum finnist miskunr|arlá«us byrði hvíla á herðum sér. Og svo tekur hann til máls: sjálfur eigi hann bráðum ekki meira en hver ann- ar húsgangur. Það er látið heita svo, að hann eigi býlið, en það er allt í skuld, og maður á ekki það, sem er í skuld. Jörðina, sem hann er að plægja, á ríkisbubbi í kaupstaðnum, ef satt skal segja. Kaupmaður íKalmar hafði tekið býlið upp í áfallna skuld. Og af honum hafði Hákon keypti það; hann skrifaði nafnið sitt á eitt- hvert skjal, það var svo auðvelt. En kaupgetan var allt of lítil. Ársvextir af skuldinni urðu fimm hundruð dalir. Hann hefir ekki eitt einasta ár getað borgað meira. Svo skuldin er ennþá jafn mikil og í upphafi og mun áreiðanlega verða það alla hans tíð. Og nú í vor hefir hann alls ekki getað borgað vextina. Það ge$ur því svo farið, að hann verði neyddur til þess að láta jörð- ina af höndum. Það varð ekki hálf uppskera í fyrra. Grasið á, eng- inu var eins og kattarhár, bithaginn skrælnaði allur, og það var lítið annað en fyrirhöfnin að bera sigðirnar út á akurinn. í vet- ur reif hann hálm af þakinu á peningshúsunum handa skepn- unum, og nú eru kýrnar svo mattlausar, að þær geta ekki risið á básunum. Hann verður að hjálpa þeim til þess að standa upp á morgnana, er hann kemur)í fjósið. Þær velta sennilega út af, þegar farið verður að hleypa þeim á gras í vor. Hermann kinkar kolll, Hann sér sjálfur, hve arðurúxarnir eru horaðir — lærin orðin að engu. — En enginn hefir yfir þér að segja, Hákon. — Enginn? Jú, maður er þræll. Og Hákon nístir saman tönnunum. Sá, sem verður að þræla fyrir fimm hundruð ríkisdölum í vexti, hefir strangan húsbónda yfir sér. Og hér kvelur maður bæði sig sjálfan og þessar vesal- ings skepnur, til þess að Schörling kaupmaður geti fengið sína vexti. Væri ekki eins skynsamlegt að leggjast bara niður og sparka sig uppgefinft? Hcsmanh öldungurinn hlýðir á, og öðfu hverju bregður fyrir taísverðri undrun í svip.hans. Bróðursonur hans kvartar og kvein- ar. Það er ekki HákonAíkt að gera sér mikla rellu út af vaxta- greiðslunum. Búskapurinn hefir ekki verið honum áhyggjuefni hingað til. Hákon hefir ekki það lundarlag, sem bóndi þarf að hafa, hann er ekki í þeim réttu tengslum við jörðina, og Ijár, sem ekki fylgir grundinni, hleður aldrei upp háum múga. Hvers vegna var hann að festa sér jörð? En hann getur leyft sér að vona, að uppskeran verði betri,í ár. Hákon er ungur og hraustur, og það er ómögulegt að vorkenna honum. Nei, Hermann horfir á vöxt hans með öfund öldungsins. Hákon er svo sinastæltur og vöðvamikill. Ermar gæruskinnsúlpunnar hafa færzt dálítið upp, og úlnliðirnir sem koma í ljós, eru eins gildir og mjóaleggir flestra annarra. Þykkt, hálmgult hárið nær niður fyrir feyru, skeggið er Ijósjarpt, augun blá. Hann ber svipmót ættarinnar, hann ef af hinni gömlu höfðingjaætt. Nú vill hinn forvitni öldungur vita, hvað borið hefir til tíðinda 1 Hegralækjarþorpi. — Það er kominn nýr bóndi hér í þorpið. — Hann tók við jörðinni í fyrrasumar. • . — Hvað heitir hann? * / — Páll Gertsson. — Ég sá korfuna hans heima við bæinn. Hvernig eru þau? — Þetta er dugnaðarfólk. i _ Þau eru bæði frá Dynjanda, bætir Hákon við. — Já, einmitt. Og konan líka? ' Og Hermann, kinkar kolli. í æsku hans voru stúlkurnar í Dynj- andasókn taldar afbragð annarra kvenna á þessum slóðum. Kona Páls Gertssonar virtist leggja sitt að mörkum til þess að þetta álit héldist, eftir þyí sem hann hafði litið til með sínum gömlu augum. — Hvað heitir kona bóndans? Framlíald. AIVDRl GAMLl Eflir KARI EVALD (Barnasaga) FRAMHALD „Nær hefði verið að fá hjá honum nokkra skildinga", sagði hún. „Við hefðum getað komið þéim fyrir núna, þegar við miisstum kúna. Og eitthvað þarf til að bæta upp óáranina, sem verið hefir í kindaskjátunum". Hún stakk upp á því að selja þessa fataræfla. „Það er betra að selja þá einhverjum fyrir lítið verð, heldur en að láta þá liggja svona", sagði hún. „Enginn getur sagt, hvað fyrir -getur komið", sagði Andri, „en við vitum bæði, að þennan skrúða grípum við ekki upp, hvenær sem við viljum". Andri og Þóra voru búin að vera saman í eitt ár, þegar ráðherradóttirin týndi festinni sinni. Festin var svo dýr- mæt, að enginn gat bætt henni hana. Ráðherradótturinni fannst nú lífið óbærilegt. Lét því láðherra stefna saman öllum andlegrar stéttar mönn- um, biskupum, próföstum og prestum. Þéir áttu að koma samafti í höfuðborginni og brjóta þar heilann um hvarf ícstarinnar. Nú stóð þannig á, að í sókn Andra og Þóru var enginn prestur um þessar mundir. Velgerðarmaður Andra, prest- urinn, var dauður, en nýi presturinn ekki kominn. Þegar Andri heyrði boðskap ráðherra, þá setti hann Mjóðan um stund. En svo hljóp hann inn til Þóru sinnar. „Ráðherradóttirin hefir týnt festinni sinni", sagði hann. „Þess vegna hefir ráðherrann boðið öllum kenni- lýð landsins að koma til höfuðborgarinnar og ráða þar ráðum sínum. Ég held það sé rétt, að ég fari líka, Þóra mín. Fatnaðinn á ég, og um þetta leyti er ekki mikið unnið 'úti við. Krossu okkar ættirðu að selja, og blessuð i greiddu kaupmanninum skuldina meðan ég er í burtu^ En komdu nú með sparifötin, prestsskrúðann ætlaði ég t*.ð ^egja, og dustaðu dálítið úr honum". „Hvað ertu að segja, maður? Hvað átt þú að gera á prestastefnu? Er þetta ekki nokkurs konar „sinadós"?" „Jú, það er auka-sinadós eða prestastefna á alþýðu- máli". „En veiztu hvernig þú átt aj5 haga þér með svona lærð- um mönnum. Þú hefir ekki lesið þ,essar stóru bækur eins og þeir, hjartað mitt. Hún leggst illa í mig, þessi ferð. Hvað átt þú að gera á svona fund?" „Það er nú bágt að segja. En ég get þó talið réttina á borðum ráðherrans og væri það fróðlegt mjög. En ég verð nú að fara að komast af stað, komdu með einkenn- i búninginn, manneskja". Þóra varð að láta undan. Hún sló hempunni við dyra- stafinn, strauk hattinn með lófanum, þvoði stígvélin cg blés af bænakverinu. Stígvélih voru í sundur aftan og framan. Við það gat Þóra ekki gert. En Andri tróð heyi í götin, því hann var vanur að dytta að gættum. Batt hann nú búninginn í knippi.og lagði af stað. Hélt hann nú til kaupstaðarins. Þar ætluðu fjölmargir prest- ar að stíga á skipsfjöl. Andri hafði fataskipti áður en í kaupstaðinn kom. Þegar hann kom þangað, sá hann Itnnimannahóp mikinn. Allir voru prestarnir spekings- J^gir á svip. Andri þekkti engan. Hann setti nú upp þann mesta spekingssvip, er hann átti í eigu sinni. Rann hann svo í hópinn og bar lítið á. Hann opnaði Uæna- kverið sitt, blíndi ofan í það og tautaði eitthvað fyrir rouhni sér. Raunar sneri hann nú kverinu öfugt, en það kom honum ekki að gjaldi. Heyið stóð fram úr öðru stíg- vélinu en aftur úr hinu. Fóru nú allir að veita þessum emkennilega kennimanni eftirtekt. Enginn þekkti hann. Þeim var starsýnt á karl, er hann var að þylja í kverinu. Sumir gægðust yfir öxl honum, en þeir gátu ekki lesið eitt einasta orð. Óx nú karl í auguni þeirra, og þótti sem hann vissi lengra en nef hans náði. Höíuðbólíð Bær Hrútafírðí 1 er til söln, lanst tíl ábúðar í næstn fardög- um. Hlunnindi: Dúntekja, eggjatekja, krognkelsaveiði, mótekja,_reki, selveiði, útræði. . Tillioð í jöroína sendist nndirritnHnm, sem gef ur allar nánari upplýsingar. Sigurgeir Sígurðsson hæstaréttarlögmao'ur, Aðalstræti 8. ~>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.