Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 6
t 398 TÍMIM, föstndaginn 17♦ nóv. 1944 97. blað DAi\ARME\MNGí Jóhanna Jónsdótlír hnsfreyja í Skaftafellf. Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín hófu rannsóknir sínar um fólksfjölda á'íslandi og hag þjóðarinnar í byrjun 18. aldar, var að alast upp í Skaftafelli í Öræfum piltur, er Einar hét. Höfðu þá forfeður hans búið þar í sex ættliðu hver fram af öðrum. Einar. varð síðar bóndi í Skaftafelli og hinn mesti smið- ‘ur. Níutíu árum seinna fór Sveinn Pálsson læknir rannsóknarför um Skaftafellssýslur. Þá bjó í Skaftafelli sonur EinarS, Jón að nafni. Fannst Sveini lækni svo mikið til um þann aldurhnigna bónda í Skaftafelli, að hann kvaðst varla þekkja jafningja hans meðal alþýðu manna. Jón Einarsson hafði'þegar í æsku aflað sér kunnáttu í latneskri, grískri og hebreskri málfræði með því móti einu, að fá lánaðar bækur. Hann skildi prýðilega þýzku.og dönsku og hafði auk þess lagt stund á nauðsynleg- ustu handlækningar, blóðtökur og sáralækningar, ásamt grasa- fræði. En aðaliðja hans, auk bú- sýslunar, var samt að smíða úr járni, tré og látúni. Hann hafði sjálfur smíðað sér byssu, mjög vandaða. Ennfremur hafði hann, ásamt bróður sinum, smíðað vagii á fjórum hjólum, sem einn hestur gat hæglega dregið, þótt vagninn væri hlaðinn tuttugu hestburðum. Á þeim tímum fóru Öræfingar kaupstaðarferðir til Djúpavogs. Mælt er, að Jón hafi eitt sinn séð byssu í fórum kaup- mannsins og látið í ljós, að hon- um þætti lítið til hennar koma. Kaupmaðurinn hafi þá skorað á Jón að koma með aðra betri. Jón kvað þá hafa beðið pilt að sækja hnakkpokann sinn. Er það var gert, tók hann þar upp fall- ega byssu í nokkrum stykkjum og skrúfaði hana saman. Reynd- ist hún betri en hin erlenda byssa kaupmannsins. Sonur Jóns var Bjarni, bóndi í .Skaftafelli. Helga dóttir Bjarna giftist Ingimundi Þor- steinssyni frá Felli i Suðursveit. Börn þeirra voru Þorsteinn hreppstjóri -í Suðursveit, Sig- urður hreppstjóri á Fagurhóls- mýri og Guðlaug húsfreyja í Skaftafelli. Guðlaug giftist Jóni Einarssyni, frænda sínum. Hann var listhagur bæði á tré og járn, og lagði ávallt stund á smíðar fyrir sjálfan sig og sveitung- ana, jafnhliða búskapnum. Munu öll heimili í Öræfum hafa notið þeirra hæfileika hans að meira eða minna leyti. Dóttir. Jóns og Guðlaugar var Jóhanna húsfreyja í Skaftafelli, sem andaðist að heimili sínu 20. maí síðastl. Jóhanna var fædd í Skaftafelli síðla árs 1875, og dvaldi þar alla ævi síðan. Ung að aldri tók hún við búsfor- ráðum í heimilinu ásamt föður sínum, en giftist Stefáni Ben^- diktssyni frá Sléttaleiti í Suður- sveit, er hún hafði þrjá um tví- tugt. 'Börn þeirra eru fjögur: Jón, Ragnar, Guðlaug í Skafta- felli og' Benedikt bókari í Rvík. Eru þau öll miklum hæfileikum og mannkostum búin og synir þeirra hjóna m. a. frábærir hag- leiksmenn. Jóhanna sál. var skýrleiks- kona og vel aö sér ger um marga hluti, en þó einkum búin mörg- um beztu kostum íslenzkrar hús- freyju, hlý í viðmóti, með milda mund, umhyggjusöm og ástrík húsmóðir, nærgætin og raungóð öllum, er garð hennar gistu. Skaftafell er eitt fegursta bæjarstæði á lahdi hér. Bærinn stendur hátt í- skógi skrýddri hlíð, þar sem björkin skýlir rós- um munarmildum. Við þetta umhverfi hafði Jóhanna sál. tekið ástfóstri, og þar var flest það, er hún unni heitast. Heim- ilið eitt var og vettvangur henn- ar og starfssvið. Það Var ekki vandi hennar að hlutast til um þág og hætti annarra eða að berast mikið á, en það duldist þó ekki, að í kringum hana var bjart og hlýtt í senn. Þeim svip er og heimili hennar mótað. Hún eignaðist aldrei mikið af þeim auðæfum, sem flestir girnast, en hún öðlaðist það, sem meira er vert: lífshamingju. í lífi hennar voru engar sviptingar, lífsbraut hennar bein og slétt frá vöggu til grafar. Og að lokum hlotnað- ist henni það hnoss að ljúka, án mikilla umsvifa annarra, hinu gifturíka dagsverki heima á föðurleifð sinni hjá góðum eiginmanni og börnum. Um leið og samferðamennirnir sakna Jóliönnu sál., minnast þeir hennar með þökk og djúpri virðingu fyrir verðleika hennar og viðkynninguna á vegferð lið- inna ára. P. Þ. . (Grein þessi hefir borizt blað- inu fyrir alllöngu síðan en hefir eigi getað birzt fyrr, vegna prentaraverkfalls og af fleiri ástæðum). Stefán Eyjólfsson bóndi á Klcifum í Gilsfirði. Þar sem firðirnir, Bitrufjörð- ur frá norðaustri og Gilsfjörður frá suðvestri, næstum skera landið sundur, er fjalllendi mik- ið, en víða sundurskorið af þröngum dölum. Fjöllin há, mjög brött og sumstaðar girt löngum samfelldum klettabelt- um. Þarna er landið því all- hrikalegt á köflum, en þó víða fagurt. Harðvirðrasamt er á þessum stöðum og snjóþungt á vetrum og vcfrár oft seint. Beit- arlönd eru góð og fénaður gagn- samur svo að óvíða á landinu mun betri. Af bújörðum *um þessar slóðir tel ég jörðina Kleifar í Gilsfirði þá beztu og sérkennilegustu, einkum að því leyti, hvernig hún er í sveit sett, og hvernig húú liggur við þeim mörgu ferðamannaleiðum, sem að og frá henhi liggja og ekki eru færri en 6 að tölu, 2 um sveitir, en 4 um hátt liggjandi, illfæra fjullvegi. Þar sem Kleif- ar eru á sýslnamörkum Dala og Barðastranda, tilheyra að þinghá jSaurbæjarhrepi í Dala- sýslu, en að kirkjusókn Garps- dal í Geiradalshreppi í Barða- strandasýslu, má með nokkrum sanni segja, að bóndinn á Kleif- um standi með sinn fótinn í hvorri sýslu. — Þar sem Kleifa- bærinn stendur fyrir botni Gils- fjarðar, umluktur klettafjöllum, sem þó eru í hæfilegri fjarlægð, á þrjá vegu, stuttan spöl frá há- um tignarlegum fossi, með sléttu túni, og víðáttumikilli cngja- breiðu allt frá túni til sjávar, Stefán Eyjölfsson og silungsána rennandi niður með túninu, getur að líta eitt af vingjarnlegustu og fegurstu sveitabýlum landsins. SemKleif- ar eiga skilið hefir þeim orð- ið gott til manna, þar hafa búið ágætir menn frá ómuna tíð. Sá bóndinn sem síðastur lauk ævi- starfi sínu á Kleifum var Stefán Eyjólfsson, er þar lézt hinn 12. febrúar s. 1. og búið hafði þar við hina mestu rausn í meira en fjóra tugi ára. Stefán var fædd- ur á Gilsfjarðarmúla í Ggxp- dalssókn, sonur Eyjólfs Bjarna- sonar bónda þar og konu hans Jóhönnu Halldórsdóttur. Stefán ólst upp í Múla hjá foreldrum símim. 25 ára gamall kvæntist hann Gnnu Eggertsdóttur bónda Jónssonar á Kleifum, ágætri Afstaða bænda og laimþega til ilýrtíðar- málaima. (Framhald af 4. slöu) fórnfúsari og sýni meiri þegn- skap, þegar á reynir, en laun- 'þegar. í þá átt virðist benda til- boð Búnaðarþings. Og það verð ég að segja, að ég varð hrifinn af þessu tilboði Búnaðarþings, bæði hvað snertir víðsýni Bún- aðarþingsfulltrúa og traust það, er þeir báru til bænda við þá ákvörðun. Ég veit, að bændur yfirleitt eru þakklátir fyrir þetta traust, og ég trúi því, að ef vandamál , hins íslenzka ríkis komast aftur í annan eins hnút fyrir togstreitu milli stétta, sem það var nú, er Búnaðarþing tók þessa ákvörðun, þá muni bænd- ur og aðrir framleiðendu'r ekki láta sinn hlut eftir liggja um að leysa vandann með tilslökun. Hvers vegna gera ekki laun- þegarnir það sama? Af því, að forsprakkar laun- þega bera ekki jáfn mil^ið traust til sinna umbjóðenda. Launþegaleiðtogarnir eru hræddir við að missa einhver atkvæði, ef slakað er á kröfun- um. En er það ekki ímyndun hjá leiðtogum launþega? Eru þeirra umbjóðendur ' ekki víðsýnni en það, þegar úr vandamálum þarf að greiða? Ég er á öðru máli. Ég ber meira traust til launþega en leiðtogar þeirra virðast gera. Við bændur erum hreyknir af því að eiga fulltrúa á Búnaðar- þingi, sem þora að taka mikil- vægar ákvarðanir, þegar á reynir. Eru launþegar jafn hreyknir af tilboðum sinna leiðtoga? Hvorir sýndu meiri samstarfs- vilja til lausnar vandamálun- um? Hefðu verkamenn og bændur getað borið gæfu til að samein- ast um þessi atriði, lækkun af- urðaverðs og kaupgjalds, þá höfðu þeir þriðja þátt dýrtíðar- málanna alveg í hendi sér, þátt- inn að ráðstafa stríðsgróðanum til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 1. október 1944. konu, voru þau hjón bæði-kom- in af merkum prestaættum vestanlands, prestar voru afar þeirra beggja, og skammt er að rekja ætt Stefáns til háttsettra embættismanna. Bæði voru þau Kleifa-hjón vel á sig komin um vænleik og vitsmuni og betra hjónaband en þeirra hefi ég aldrei þekkt. Það, sem Stefáni á Kleifum var sérstaklega til lista lagt umfram flestalla menn aðra, var það, hve mikil og góður r^iðmaður hann var. svo sem faðir hans og fleiri fyrn frændur höfðu verið. Gæðingar Stefáns, sem voru margir, eru þeir beztu, sem ég hefi kynnzt og báru þó skeið- hestarnir þar einkum af. Gildur bóndi var Stefán alla tíð, átti hann vænt bú og vel hirt og arðsamt í bezta lagi. Túnið á Kleifum lauk Stefán við að slétta, en svo vænt þótti honum um gamla portbyggða torfbæinn sinn, að hann hélt honum alltaf við, án þess að breyta formi hans, en byggði ekki nýjan. Jafnvel mun hann hafa sætt ámæli sumra manna fyrir þessa fastheldni, en slíkt lét Stefán sig aldrei neinu skipta. Almennari vinsælda og virð- ingar veit ég engan bónda hafa notið en Stefán á Kleifum, og er þó epginn hörgull góðs mann- vals á þessum slóðum. En Stefán hafði sérstáka aðstöðu, hann sat í mjög fjölfarinni þjóðbraut, var vel að efnum og svo veitull, að hann taldi það skyldu sína, að fullnægja öllum þörfum ferða- manna um beina bæði handa fólki og fararskjótum og það ávallt án endurgjalds. En það var fleirá véitt á Kleifum held- ur en matur og drýkkur fólki og fóður handa hestum. Eins og áður var getið liggja margar leiðir um Kleifar, sumar þeirra oft mjög hættulegar á vetrum vegna svellbunÉa, harðfennis og snjóflóða og hafa bæði menn og hestar oftlega týnzt þarna af völdum hinna grimmu nátt- úruafla, en segin saga var það, að væri farið að ráðum Stefáns bónda og ef samfylgdar hans naut^þá farnaðist vel, enda var hann bæði veðurglöggur og for- Baðstofuhjal (Framhald af 4. síðu) nýrra laga t. d. afurðasölulögin, ný- býlalöggjöfin, alþýðutryggingalögin o. fl. Er bókin því bæði úrelt og ófull- nægjandi nú orðið. Ættu stjórnarvöld landsins að setja rögg á sig. og sjá um, að nýrri útgáfu verði hraðað. Það er nauðsynlegt, að allir geti vitað, -hvað eru lög í landinu, en (hins vegar mjög seinlegt, og jafnvel ógerlegt fyrir ó- vana, ítð hafa upp á þvi í Alþingistíð- indum og Stjórnartíðindum, sem gefin eru út árlega. „SAFNAÐARLIMUR" í Hallgríms- sókn í Reykjavík skrifar: Ég hefi sem fleiri fylgzt með blaðadeilum þeim, er nýlega risu hér í bæ út af ræðu sr. Sigurbjarnar Einarssonar (sem nú er orðinn dósent); heyrði líka ræð- una sjálfa. Ég get ekki fallizt á, að bygging Hallgrímskirkju sé óþörf. Það er engin meining í að hafa kirkju- lausan söfnuð. Nú höfum við verið svo heppin að hafa tvo ágæta presta, sem notið hafa almennra vinsælda, og rækja starf sitt af alúð. Þeir eiga kröfu á því, að söfnuðurinn sjái þeim og sjálfum sér fyrir góðu guðshúsi. Og menn, sem þykir illa varið fé^til kirkjubyggingar, ættu að vera á verði, þegar eytt er stórfé og dýrmætu byggingarefni til að koma upp ýmis- konar húsum, sem vel máttu bíða heildinni að skaðlausu og ekki hafa bætt úr íbúðarvandræðum. Skyldi t. d. menningin hafa farið forgöröum þó menn væru ekki að rembast við að ljúka við leikhúsið núna á allra dýrasta tíma? Er þó sumt fráleitara en það. HALLGRÍMSKIRKJUMÁLIÐ hefir ekki verið tekið réttum tökum. Við þurfum kirkju, en ekki eins stóra og dýra kirkju og gert var ráð fyrir. Mönnum kann að þykja uppdráttur- inn fallegur til að sjá. Og víst á kirkj- an að vera sem fallegust, og ekki síð- ur innan en utan, því að hún á fyrst og fremst að vera fyrir söfnuðinn og prestana, en ekki til að taka af henni myndir á póstkort, þótt það sé gott líka. En söfnuðurinn fær aldrei fé til að byggja svona dýra kirkju. Hún veröur að vera af annarri gerð, og minni. Gæíum við ekki fengið að byggja ' eftir verðlaunauppdrættinum af hinni fyrirhuguðu Neskirkju eftir Ágúst Pálsson? En ef sá uppdráttur fengist ekki eða þætti ekki henta á Skólavörðuholtinu, held ég að bezt væri að fá Ágúst til að teikna nýja kirkju, hæfilega stóra. Ég býst við að hann sé bezti kirkjuteiknari landsins, því að hann hefir oftar unnið verð- laun fyrir kirkjuteikningar í opinberri samkeppni - - -.“ Þetta segir bréf- ritarinn, og því ekki að athuga nýjar leiðir í þessu máli sem öðrum? IJn nú hefir bæjarstjórn tekið málið fyrir að nýju. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. spár, en um hið síðara mun al- menningi ekki hafa verið kunn- ugt. ' Síðast en ekki sízt vil ég geta þeirrar risnunnar, sem ég mat alltaf mest á Kleifum, en það var hið andlega andrúmsloft, sem um mann lék, þegar inn í bæinn var komið, auk þess, sem þar voru rædd öll þaú mál, sem almenningur lætur sig varða, þau urðu að minnsta kosti oft mörg á Kleifum. Voru þar sagð- ar sögur og glímt við gátur, enn- fremur urðu þar stundum til bögur, sem gerðar voru á stutt- um tíma með lítilli fyrirhöfn, því að Stefán var maður vel hagorður og gekk sú gáfa að erfðum til sumra barna hans og gætti þess hjá þeim þegar á unga aldri. Einnig voru synirn- ir snemma til í,það að fara í krók og tuskast, gat þá borið við að stundum yrði dálítið há- vaðasamt, en ekki þurfti hús- bóndinn annað en nefna nafn óróaseggsins til þess að allt færi í gott lag. Þrátt fyrir frjálslynd- ið og glaðværðina, sem ávallt ríkti á Kleifum, duldist það ekki að staðfesta og virðuleikur voru þar innihald hlutanna. Ekki neytti Stefán víns eða tóbaks og veitti það engum. Aldrei kom ég að Hleifum svo þreyttur í ófærð eða hrakinn af illviðrum, að ég losnaði þar ekki við þreyt- una ,og, gle^mdi öllu mótlæti. Lítið kemur*Stefán við sögu almennra mála.Hjá þeim sneiddi hann eftir föngum. Eitt sinn var hann tilnefndur sem hrepps- stjóraefni Sau^bæjarhrepps, en annar maður varð þó fyrir val- inu og fagnaði hann því mjög. Um eitt skeið átti hann sæti í hreppsnefnd Saurbæjarhrepps og reyndist hann þar sem annars staðar tillögugóður,. ákveðinn í (Framhald á 7. síöu) Samband ísl. samvinnufélagn. í Bréfaskóla S. f. S. eru kenndar eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla. Fundarstjórn og fundarreglur. Enska. Skipulag og starfshættir samvinnufél. ísl. réttritun. Búreikningar. * Auk þess verður innan skamms byrjað á kennslu í ísl. bókmenntum. Leitið upplýsinga hjá Bréfaskóla S. í. S., Sambandshúsinu eða hjá kaupfélögunum. ikrifstofa SAMBANDS ÍSLE\ZKRA B EIIK|,ASJÚKLIINGA er flutt í Tryggvagötu 2, Hamarsliúsiö nýja, efstu liætS. ' Sími skrifstofuuar er 1927. Jörðin Valiarhús í Miðneshreppi er til sölu nú þegar. Jörðin er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Allar upplýsingar gefur Guðmundur Úlafsson í Þingholtsstræti 8B, Reykjavík, sími 1747, og sé tilboðum komið til hans fyfir 1. desember n. k. Tilkynnins: Skrifstofurnar eru fluttar i AðSalstræti 7. Heildverzlun y Árna Jónssonar Drengir Svifflugvélar og flugvéla-model nýkomin. Verð 25 og 30 kr. Hver einasti drengur, 8—16 ára, þarf að eignast flugvél. K. EI\ABSSO\ & BJÖR\SSO\. 60--70 þúsund króna lán \ ' V. I ' óskast til stofnunar á nýju iðnfyrirýæki. — Sá er vildi lána þetta, sendi bréf, merkt 100-f-19, til afgreiðslu Tímans. Verða þá nán- ari upplýsingar gefnar til viðkomanda. Fullri þagmælsku heitið. Dáðir vovu dvýgðar Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háfjallanna í Tí- bet og sólheitra stranda Arabíu. Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar". Bókaúfgáfan Fram Stúlkn vantar á Kleppsspítala Upplýsingar í síma 2319. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.