Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.11.1944, Blaðsíða 8
%. DAGSKRÁ er hezta íslenzlca timaritið um þjóðfélagsmál. 400 REYKJAVÍK freir, sem vilja hynna sér p$óðf élagsmál, inn- lend og útlend, burfa að lesa Dagskrá. 17. HÓV. 1944 97. blað 7 ANNALL Ianlendurs 12. nóverber: Bygging rYeskirkju. Haldinn var safnaðarfundur Nessóknar. Samþykkt var að byggja kirkjuna eftir uppdrætti Águsts Pálssonar. Fé til bygg- ingarinnar er fyrir hendi. 13. nóvember:. , VóHíáíiir sekkur. Vélbáturinn „Sæunn" sökk út af Haganesvík. Báturinn var um 30 smálestir að stærð, eign Jó- hanns Ásmundssonar frá Syðri- Árskógssandi. t 14. nóvember: Lík reka. Tvö barnslík fundust rekin á Snæfellsnesi, annað nálægt Hellum, en hitt nokkru vestar. Talið er að þetta séu lík þeirra Sverris og Óla, soha læknishión- anna, er fórust með Goðafossi. Á svipuðum slóðum hefir fund- izt brotinn bátur og fleira rek- ald úr Goðafossi. ' j 15. nóvember: Vinnudeila leyst. Samningar hafa náðst í kaup- deilu klæðskera í Reykjavík, en verkfall þetta hafði staðið yfir síðan 13. sept. Sveinar 'fengu grunnkaupið hækkað úr 138 kr. í 145 kr. á viku. Erlendur: i 9. nóvember: IVý sókn 3. hersins. Vestúrvígstöðvarnar: , Þriðji ameriski herin,n, undir stjórn Pattons, tók 25 bæi og þorp í Austur-Frákklandi. Mikill þungi er í sókninni. Sex herfylki úr 3. hernum eru komin austur fyrir Seille-ána. Balkanvígstöðvarnar: Rússar tóku 50 bæi og þorp á sléttunum fyrir norðan og austan Búdapest. 10. nóvember: Nýtt leynivopn i»jóðverja. Churchill flútti skýrslu í neðri málstofu brezka þingsins, þar sem hann viðurkenndi, að Þjoð- verjar væru farnir að nota nýtt leynivopn, V 2'. Er það ný flug- sprengja, -fullkomnari og lang- fleygari en V 1. Skjóta Þjóð- víerjar henni á London.. / Ýmsar fréttir: Hinúm kunna danska rithöfundi, Johannes V. Jensen, hefir verið úthlutað bók- menntaverðlaunumNobels fyrir 1944. , Stjörnin í írak hefir beðizt lausnar, vegna þess, að Rússar vildu fá sérréjttindi til olíu- vinnslu. i . » ítalíuvígstöðvarnar: 8. herinn t'ók Forli pg náði þar mikilvæg- um flugvelli. 11. nóvember: Chúrchill í París. Ýmsar fréttir: Churchill var viðstaddur vopnahléshátíð í París, ás^mt Anthony Eáen. Þeir s#tu ráðstefnu íneð de Gaulle, þar sem ákveðið var, að Frakk- ar fengju sæti í Evrópuráðinu. Vesturvígstöðvarnar: Bardag- ar eru harðastir á Solines-svæð- inu. Skriðdrekasveitir eru komn- ar austur fyrir borgina Metz og hafa rofið 'járnbrautarleiðir til hennar. Kyrrahafsvígstöðvarnar: Jap- anar taka borgina Lön-Thas í Kína, en þar er flugstöð Banda- ríkjamanna. Þeir flytja og lið til Leyteeyjar og undirbúa þar gagnsókn. 12. nóvember: Tirpitz sökkt. Brezkar sprengjuflugvélar sökktu þýzka orustuskipinu Tir- pitz, þar sem það'lá í Trömsö- f irði, Tirpitz var um 40 þús. smá- TÍMANS V lestir, stærsta orrustuskip, sem Þjóðverjar áttu eftir. Ýmsar fréttir: Hið nýja þýzka þjóðvarharlið vann Hitler holl- ustueið. Himmler las ávarp frá foringjanum. 13. nóvember:' Sókn Pattons. Vesturvígstöðvarnar: Her- sveitir Pattons halda áfram sókn á Metzsvæðinu. Mikið lið er komið yfir Moselfljót um 20 km. fyrir norðan Nancy. Þjóðverjar segja götubardaga háða í Thion- ville. Ýmsar fréttir: Sænsk gufu- skipafélög hafa farið fram á herskipafylgd, við ** sænsku ströndina.handa skipum þeim.er sigla um Eystrasalt? Þjóðverjar tilkynntu 9. þ. m., að þeir hefðu stækkað hættusvæðið á Eystra- salti. Sænska stjórnin hefir mót- mælt þessari ákvörðun þeirtfa, 14. nóvember: Ný sókn Breta í Hollancti. Vesturvígstöðvarnar: Brezkar hersveitir hófu nýja/sókn í Hol- landi á Eindhoven-svæðinu. Stefría þær til Venlo. Þær hafa þegar sótt nokkuð fram. Hersveitir Pattons eru sagðar 3 km. frá Metz. Hafa þær háð nokkrum virkjum borgarinnar. Þjóðverjar hafa hörfað úr Thionville. Kyrrahafsvígstöðvarnar: Til- kynnt í Chungkihg,. að Jap- anir hafir tekið borgina Lin- chow og Kwéitin, þar sem voru séinustu flugstöðVar Banda- ríkjahersins í Suðaustur-Kína. . Balkanvíg'stöðvarnar: Þjóð- verjar hafa yfirgefið Skople 'í Júgóslavíu og Elbasou í'Albaníu. Ýmsar fréttir: Tílkynnt í London, að 9 þýzkum skipum hafi verið sökkt við Suður-Noreg á sunnudag 12. þ. m. 15. nóverhbér: Sóknin í Hollandi heldur áfram . Vesturvígstöðvarnar: í Hol- landi miðar brezku hersveitun- um, sem sækja til Venlo og Roermond við þýzku landamær- in, allvel áfram. Þriðji herinn hefir að mestu umkringt Metz. Ýmsar fréttir: De Gauelle hefir verið boðið til Moskvu. Vopnaverksmiðjur Renaults í París, ejt unnu fyrir Þjóðverja, hafa verið teknar eignarnámi. Otto prins af Habsburg er kom- inn til Portúgal frá Ameríku. Balkanvígstögvarnar: Rússar hafa tekið borgina ÍTaszberny í Ungverjalandi og mörg þorp. tl b B/EMPW Aðalfundur . i Framsóknarfélags Reykjavíkur verð- ur haldinn í Kaupþingsalnum f immtu- daginn 23. þ. m. Nánar auglýst í næsta blaði. Skemmtun. Skemmtun PramsóknaJrmanna 'i Listamannaskálanum hefst með Fram- sóknarvist kl. 8,30 n. k. föstudagskvöld, 24. þ. m. Framsóknarmönnum, sem ætla að sækja þessa skemmtun er ráðlagt að tryggja sér aðgönfumiða á af- ?reiðslu Tímans sem fyfst, því að- sdkn verður mikil. Leiðrétting: *, ' Misritazt hefir í $íðasta blaði, er. sagt var, að rirauma-Jói hefði lát- izt á Raufarhöfn, átti að vtya Þórs- höfn. Skemmtifund heldur Norrænafélagið að Hótel Borg í kvöld. Þar mun sænski sendi- kennarinn, Peter Hallberg, flytja er- indi, er hánn nefnir „SvíWóð, hlut- leysið og Norðurlönd". Að loknu er- indi Hallbergs munu verða sýndar litmyndir frá \ Stokkhólmi. Þá syng- ur ungfrú Guífrún Þorsteinsdðttir,, einsöng með imdirleik Páls ísólfsson- ar. Að lokum verður stiginn dans. Maður ekur reiðhjóli á stúlku. "13/ þ. m. varð stúlka fyrir reið- hjóli ocr meiddist svo, að hana varð að flyt4a á sjúkrahús. Maðurinn á reiðhjólinu hélt leiðar sinnar, án þess að sinna sttilkunni. Lögreglan hefir enn ekki haft upp á honum, en biður þá sem upplýsingar geta gefið að gera það hið fyrsta. Framtíð Póllaiids (Framhald af 2. síðu) % hófust þá strax handa um, að' reyna að koma aftur á sam- khmulagi milli pólsku stjórnar- innar og Rússa. Ajiar.þessar til- raunir mistókusfe Á síðastl. vori tilkynntu svo Rássar, að þeir hefðu viðurkennt pálska stjórn- arnefnd, er sett hefði verið á laggirnar í Lublin, sem lögmæta stjórn Pðllands og falið henni að annast borgarleg málefni í þeim héruðum Póllands, sem þeir hefðu tekið af Þjóðverjum. Þrátt fyrir þetta, hættu Bandamenn samt ekki Nmilligöngunni milli Rússa og pólsku stjórnarinnar í London, og er talið, að eitt aðalérindi Churchills til Moskvu fyrir skemmstu hafi verið að ræða *um þetta mál, enda var pól§ki fdrsætisráðherrann í London kvaddur þangað um líkt leyti. Samkomulag náðist þó ekkert. , Rússar virðast að undanförnu hafa reynt að koma samkornu- lagsumleitunum á það stig, að samið yrði beint milli pólsku stjórnarinnar í London og pólsku stjórnarinnar í Lublin. Virðis^; þar berá æði margt á milli. Lublinstjórnin vill ganga að öll- um landakröfum Rússa, en hins végar leggja undir Pólland meg- inhluta Austur-Prússlands, Efri- Slésíu og Pommern, ^allt að Oderfljóti. Er hér urh land að ræða, spm er um 26 þús. fer- mílur með 6.5 milj'. íbúa, sem eru aðallegæ Þjóðverjar. Lond- onarstjórnin vill hins vegar ekki ganga . að < öllum landakröfum Rússa, og hún er einnig treg til þess að leggja mikið af þýzku landi undir Pólland. Lublin- stjörnin krefst mikillar þjóðnýt- ingar, er hin stjórnin vill ekki fallast á. - Ágreiningsefnin eru og mörg fleiri. i Það er einkennandi við þessa samninga, að Lublinstjórnin hefur jafnan sett -ný skilyrði, þegar búið var að fallast á ein- hver fyrri skilyrði hennar. Lengi vel setti hún fram þá kröfu,-að Sosnkowski, yfirhershöfðingja pólska hersins, yrði vikið frá. Þegar Londonarstjórnin varð við þessu og skipaði Bor, stjórnanda Varsjárhersins í hans stað, sagði Lublinstjórnin hann enn verri og kvað hann hinn> mesta þjóð- níðing. ^ Uppreisnin í Varsj'á á síðastl. sumri varð mjög til að torvelda samkomulagið. Rússneskar út- varpsstöðvar höfðu lengi hvatt JJSJSCTPBTOjj^.^ffiJffiBiWvqKgBWS^ggS^ Mikolajczyk, forsœtisráðherra pólsku stjórnarinnar í Lundúnum. Pólverja til uppreisnar. Þegar leyniherinn í Varsjá varð svo við áskoruninni, neituðu Russar að veita honum hjálp, og Þjóð- verjar kæfðu niður uppreisnina með dæmafárri grimmd. Allt bendir til þess, að pólska stjórnin í Londoh hafi margfalt meira fylgi í Póllandi en Lublin- stjórnin. Öll leynlhreyfingin þar stendur með henni og þó leyni- herinn fyrst og fremst. Hún er líka aðallega skipuð fulltrúum stærstu flokkanna, jafnaðar- mannaflokksins og bænda-r flokksins, en þeir voru í and- stöðu við einræðisstjórnina, er var í Póllandi fyrir styrjöldina. í Lublinstjórninni eru aðallega kommúnistar. og ævintýramenn, sém gefizt 'höfðu mpp í frelsis- baráttunni óg lofsungið undir- okun Póllands meðan friður var milh\Rússa og Pólverja. Stjórn þessi er því ólíkleg til almanna- fylgis,' auk þess, .sem Rússadek- ur þeirra skapar gegr^ þeim tor- tryggni. Enn verður ekki séð, hvernig þessi ágreiningsmál leysast. En víst er það, að Bandamenn geta ekki svipt pólsku stjórnina í London og óháð, frjálst Pólland stuðningi sínum. Landakröfur Rússa og önnur ágengni þeirra á hendur Pólverjum er alvarleg blika á himni hins komandi heimsfriðar, er menn reyna að gera sér sem 'glæstastar vonir um. •GAMLA Bíó v-. RL0 RITA Söng- og gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: BUD ABBOT Qg LOU COSTELLO. N Sýnd kl. 5, 7 og 9. 4— »NÝJA B^Ó« -t I Ævintýri Prínsessunnar („Princess o'Rourke") Skemmtileg gamanmynd. Robert Cummings, Olivia De Havilland. \ "* Sýnd kl. 5, 7 og ð. Leikfél. Reykjavíkur synir gamanleikinn „H A N N" eftir franska skáldið ALFRED SAVOm í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Aðgangur bannaður fyrir börn. Vinnið ötullega fyrir Tímann. TJARNARBÍÓ ¦?*»** Sfóhetjur (Heroes of the Sea) Rússneskur sjónleikur um Svartahafsflotahn í orustu S. D. STOLYAROV A. M. MAKSIMOVA - A. A. ARKADEV. . Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á víðavangi. (Framhald af 2. síðuj veittu f undarboðendum hæf ilegt tiltal. f Ekki þótti þetta álitleg byrjun. Næst skyldi reyna Norðurland og vita, hvort Norðlendingar væru ekki eitthvað' skárri en Sunn- lendingarnir. Garðar er sendur í kjördæmi sitt. Hann boðar marga fundi í Eyjafirði. Helm- ingur þeirra fellur niður. Bænd- ur létu ekki sjá sig á fundar- stað. Á hinum fékk hann kaldar kveðjur. Verður fýluferð hans lengi í minnum höfð norður þar. Fleira markvert hefir ekki frétzt af fundarhöldum Sjálfstæðis- flokksins í sveitunum. Hann g£?ti lært margt af þessari býrjun. , Fundarferð' Gísla. Litlu betur hefir Sjálfstæðis- flokknum gengið í kauptúnun- um. Til dæmis um það má nefna fpr Gísla Jónssonar í kjördæmi sitt. Hann forðaðist sveitirnar og hélt einungis fundi í þétt- býlinu. Kjósendur syndu honum fullkomið tómlæti og boðskap þeim, er hann flutti. Hann fékk ekki örvandi orð frá einum ein- asta fundarmanni, og það dett- ur^engum.í hug að láta áhægju sína í ijó^með það, sem gerzt hafði með nokkrum hætti. Þegar heim kemur lætur hann svo Mbl. fullyrða, að allir Barðstrending- ar séu mjí^ ánægðir með stjófih- ina og málefnasamninginn. Það þarf kjark og annað meira til þess að bera jafn litla virðingu fyrir kj,ósendum sínum og þessi frásögn Gísla bar vott um. Svona er öll' sagan um fundi Sjálf- stæðismanna. Hún skýrir betur en flest annað geðvonzku Mbl. að undanförnu. Hinir fimm; Mbl. gíeymir að skýra það, er það ásakar Framsóknarflokkinn fyrir að taka ekki þátt í stjórn- inni, hvers vegna % hluti þing- manna Sjálfstæðisflokksins hef- ir opinberlega lýst því yf|r, að hann „fylgi ekki núverandi ríkisstjórn". Og þetta eru ein- mitt þeir menn, sem blaðið hef- ir mjög haldið i'ram og jafnán talið öruggustu talsmenn sveit- anna og framleiðslustéttanna og vegna þessara manna væri bændum óhætt að treysta Sjálf- stæðisflokknum fyrir málum sínum. Það er sennilegt, að bændum þyki fróðlegt að Jó skýringar á því, hvers vegna þessir menn hafa séð sig knúða til þess að lýsa yfir andstöðu við stjórnina. Vill ekki Mbl. skýra frá því? Nýjustu „fjólurnar". Morgunblaðið birti í gær bros- lega forustugrein um fylgi ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt frá- sögn blaðsins, voru a. m. k. fjórtán þingmenn Framsóknar- flokksins með stjórninni, enda þótt þeir hafi tvívegis lyst yfir andstöðu við hana á Alþingi, og einnig þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem ekki styðja stjórnina! - Og Vísir, er daglega hefir flutt ádeilugreinar á stjórnina, er tal- ið eldheitt stjórnarblað!.. Þannig hyggst Mbl. að breiða ,yfir það með slíkum „fjólum", að bæði Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. erú tvískiptir um stjórniná og að sá ágréiningur fer vaxandi. ¦ Vegna fjölda áskorana verður 1 Þ jóðhátíð arkvikmynd ; ' \ i Oskars Gíslasonar sýnd í Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30. Aðgönteumiður í Bókaverzlun Lárnsar Blön- dal off í Gamla Bíó eftir kl. 9,30 í kvöld. Fjármálastefna st jórnarinnar . . . (Framhald af 1. síðu) vinna á móti" nýsköpun, þótt bent væri á, að atvinnuveg- irnir þyrftu að bera sig. Þvert á móti væri verið með því að búa í haginn fyrir nýsköpun. Ríkisstjórnin ætti líka allra sízt að bera öðrum það á brýn, að þeir yhnu gegn nýsköpun. Eng- inn gerði það raunverulega meira en hún. Stefna hennar í fjármálum 'og dýrtíðarmál- um drægi úr áhuga manna fyrir því að afla atvinnutækja. Glam- ur henhar um það, að ríkið skuli framkvæma nysköþunina, ef einstaklingarnir gerðu það ekki, hefði enn dregið úr þessum á- huga. Það væri von, að at- vinnurekendur héldu að sér höndum, þegar horfurnar væru óglæsilegar og ríkisstjórnin lýsti yfir því: Þið þurfið ekki að gera neitt, því að það, sem þið látið ógert, verður allt gert af ríkinu. Sú afsökun ráðherrans á hinu óskýra orðalagi stjórnar- sáttmálans og frumvarþsins, að j Framsóknarmenn hefðu lagt I fram svipaðar tillögur í tólf- mannanefndinni, væri næsta hlægileg. Framsóknarmenn höfðu aðeins lagt fram þessar tillögur sem umræðugrund- völl, þ. e. hann óskaðj eftir 'því, að þessi mál yrðu rædd af full- trúum flokkaniía og síðan geng- ið frá ákveðnum og skýrlega mörkuðum tillögum. Tillögur hans voru frumdrög, sem áttu eftir að ræðast og aldrei voru1 rædd í tólfmannanefndinni, því að mestar umræðurnar urðu þar um dýrtíðarmálin. Það væri al- veg óskylt að bera þannig saman slík frumdrög að umræðugrund- velli og endanlegan stjórnar- samning og stjórnarfrumvarp, sem aðalstefnumál stjórnarinn- ar ætti að grundvallast á. Fyrirspurn , ráðherrans um bað, hvenær mætti ráðast í ný- sköpun, kvaðst ræðumaður vilja svara á þá leið, að það ætti allt- af og æfinlega að stuðla að ný- sköpun eftir því, 7sem frekast væri unnt. Það væri skylda þings og stjérnar að vinKa að sem mestri nýsköpun,' og þess vegna ættu þessir "aðilar að reyna að skapa sem bezt skilyrðJU- fyrir hana, en ekki að torvelda hana, eins og nú væri stefnt að. Ræðumaður endurnýjaði svo þá fyrirspurn, hvað átt væri með í frv., þegar talað væri um, að nefndin ætli að „hlutast til" um kaup á framleiðslutækj- um. Ráðherrann svaraði því að Iokum, en mjög loðið, en'þó mátti skilja, að hefndin myndi engin tæki kaupa fyrir ríkið, nema samþykki Alþingis kæmi til. Frv. var vísað til fjáíhags- nefndar að úmræðunni íokinni. Bannsóknarstöð ) (Framftald af 1. síðu) um og skepnum, á að,vera ís- lendingum hvöt og uppörvun til þess að búa svo í hendur þeim mönnum hér, sem að slíkum málum vinna, að þeir geti þeirra hluta vegna notið sín við þetta erfiða og torleysta viðfa/ngsefni. Með því að reisa fullkomna rannsóknarstofnun á þessu sviði eru kunnáttumönnum okkar í. þessari grein sköpuð svipuð eða sams konar starfsskilyrði og . stéttarþræðrum þeirra víðs veg-4 ar erléndis, og má áreiðanlega » mikils af þeim vænta til úrbótar, eftir að þessu væri hrundið í f ramkvæmd. i ' Gert# er ráð fyrir, að féð til þessara framkvæmda — móti væntanlegum styrk — taki ríkis- A stjórnin af tekjuafgangi þessa árs. -í viðtali við fjármálaráð- herra, Björn Ólafsson, kom það í Ijós, að' hann lítur svo á, að fjárhagsafkoma ríkissjóðs á bessu ári mundi leyfa, að þessari <?reiðslu væri séð borgið með beim hætti. 4skriftar^iald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.