Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 5
98. blað TlMITVTV. jirlgjudaglim 21. nóv. 1944 405 Kvennabálkur' Tí mans Köhur, Tekransar. 250 gr. kartöflumjöl 250 — hveiti 250 — smjörlíki 250 — sykur 1—2 eggjarauður. Hveitinu og kartöflumjölinu er sáldað á borð. Sykurinn og smjörlíkið mulið saman við. Hnoðað með eggjarauðunum. Platt út og tekið undan glasi. Því næst er skorið innan úr kök- unni með minna glasi, þannig að krans myndast. Kökurnar þvínæst penslaðar með eggi og bakaðar ljósbrúnar. Heimabakaff rúgkex. 200 gr. smjörlíki 100 — hveiti § 250 — rúgmjöl 1% dl. mjólk 1 tsk. hj artarsalt 1 — sykur. Efnið er hnoðað saman. deig- ið þvínæst flatt þunnt út, gatað með gaffli, sett á vel smurða plötu og bakað ljósbrúnt. Astra-kaka. 250 gr. smjörlíki 500 — hveiti >*•- 250 — púðursykur 100 — egg 1 peli mjólk 40 gr. kúrennur (rúsínur) 35 — súkkat 1 tsk. kanell 1 — negull 1 — sódaduft 12 dropar sítrónolía. Hveitinu og kryddinu sáldað á borð. Sykurinn og smjörið mulið saman við. Hnoðað með egginu og mjólkinni. Deigið látið í vel smurð form og bakað Ijósbrúnt. Rjómakransar. 500 gr. hveiti 300 — smjör 175 — sykur 6 matsk. rjómi. Hnoðist og flytjist út. Tekið undan glasi og því næst tek- ið innan úr því með minna glasi. Setja skal ofan á krans- ana rjóma og sykur. Bakað ljós- brúnt. Piparkökur. 500 gr. hveiti 180 — smjörlíki 250 — sykur 1 dl. syróp * 1 — kaffi 2 tsk. sódaduft 2 — kanell 1 — engifer 1 — negull y4 — pipar 1 — hjartarsalt. Hveitinu og kryddinu sáldað á borð. Sykurinn og smjörlíkið mulið saman við og vætt í með sýrópinu og kaffinu. Flatt þunnt út og tekið undan glasi. Ráð undir rifi hverju. Brúna.skó má lita þannig á auðveldan hátt: Takið hráa kar- töflu og skerið hana í tvennt. Nuddið skóna með sárinu. Burstið þá síðan með skósvertu. Endurtakið þetta eins oft og þurfa þykir, þar til skórnir eru orðnir vel svartir. o Rúskinns-skó, sem orðnir eru svo gljáandi af sliti, að ekki er hægt að hressa upp á þá með vírbursta eða öðrum venjulegum aðfefðum, má gera líka venju- legum, gljáandi skóm, með eftir- taldri aðferð: Burstið skóna vandlega upp úr skósvertu nokkrum sinnum í röð. Nuddið þá síðan með mjúkum klút til að fá á þá fallegan gljáa. Ef burstað er kröftuglega, ættu skórnir að Vjjerða s,em nýir gljá- skór með þessari aðferð. o Brenndar skófir má hreinsa af „emailleraðri" pönnu með því að fylla hana af köldu vatni, láta í það góðan skammt af sóda og láta hana standa þannig í 1—2 tíma. Hitið vatnið síðan við •hægan eld og lá.tið sjóða 1 fáar mínútur. Losna skófirnar þá auðveldlega. o Stífla í vöskum reynist oft erfið viðfangs. Reynið íyrst petta ráð: Látið dálítinn vatns- sopa standa í vaskinum. Setjið Dvottaklút yfir opið og ýtið honum hratt upp og niður litla stund. Sé stíflan ofarlega í vask- pípunni, losnar hún þegár. Reynist hún meiri en svo, að þetta dugi ekki, er reynandi að skrúfa tappann af, sem er neð- an á bognu pípunni, er liggur upp í vaskinn. Látið fötu undir pípuna og skrúfið síðan tapp- ann af með skrúflykli eða töng. Hreinsið pípuna vandlega með langri stöng eða mjóum bursta. o Kámugar rafmagnsperur er gott að hreinsa með því að bera þvottasápu í flónelsklút ög nudda peruna með honum. Þurkið hana síðan yfir með hreinum klút. Ráð þetta er einn- ig gott til þess að hreinsa gler- augu. o Gamia „filt“-hatta má hreinsa á þennan hátt: Fyllið undirskál með köldu vatni og látið drjúpa í það fáeina dropa af ammoní- aki. Vætið síðan klút eða svamp upp úr þessum legi og nuddið hattinn vandlega. Vindið síðan þykka dulu upp úr köldu vatni og leggið hana yfir hattinn. Pressið hana síðan með heitu járni. Gott er að troða hattinn út með dagblöðum eða öðru slíku meðan verið er að pressa. S v o v ar um honur hveðið: Gráturinn er athvarf ófríSra kvenna, en eyðilegging fagurra kvenna. Oscar Wilde. Treystið aldrei konu, sem segir rétt til aldurs síns. Kona, sem segir frá slíku, getur ekki þagað yfir nokkr- um sköpuðum lilut! Oscar Wilde. „Blessaður, giftu þig! Ef þú eign- ast góða konu, verðurðu hamingju- samur; ef þú eignast slœma konu, verðurðu heimspekingur, og það er öllum hollt." Sókrates. Giftu dœtur þínar, þegar þú get- ur, syni þína, þegar þú vilt. Enskur málsháttur. Giftu dœturnar í tíma, annars gifta þœr sig sjálfar! Enskur málsháttur. Konur lilœja, þegar þœr geta, gráta, þegar þœr vilja. ftalskur málsháttur. Ástin mörgum eykur neyð, sem einni játast kúyna. Þó er mannlegt meyjunum að unna. x Gamalt, íslenzkt stef. Frelsisgyðja Bandaríkjanna Kvennabálkurinn birtir að þessu sinni mynd af einu stór- fenglegasta listaverki veraldar- innar, frelsisgyðju Bandaríkj- anna. Frakkar gáfu Bandaríkj- unum þessa styttu, og var hún sett á eyjuna Bedford, og af- hjúpuð þar árið 1886. Þar stend- ur hún sem,ímynd frelsisins, og lýsir sæfarendum með kyndli sínum til hafnar New York borgar. Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD Hákon svarar ekki þessari spurningu. Hann virðist ekki heyra hana; augun flökta til og frá og skima leitandi heim að húsa- hvirfingunni. Hann sér rauðköflótta höfuðskýlu þar upp frá. Hún hefir sézt mjpg lengi núna héðan af akrinum, þar sem hann hefir verið að plægja, og í hvert, skipti, sem hann hefir lokið plógfari og snúið plógnum á landamerkjunum, hefir hann rennt augunum til skýlunnar. Nú danglar Hermann í uxana með stafnum, svo að rák setur eftir á skrokknum — ekki getur hann hætt hér í miðju plógfari. — Farðu inn í bæ, þú færð áreiðanlega eitthvað í svanginn, segir hann við föðurbróður sinn. Hermann töltir hægt af stað. Þá dettur H-ákoni nokkuð í hug: Gamli maðurinn hafði spurt hann, hvað kona Páls Gertssonar héti, og hann hafði ekki svar- að því. Undarlegt, að hann skyldi ekki svara — það var þó ekki neitt leyndarmál. Hann sviptir ekki hulu af neinu, hann kemur ekki upp um neitt, þótt hann segi, hvað kona nýja bóndans heit- ir. Það var ekki neitt til þess að lúra á. Og hann verður gramur við sjálfan sig, eins og hann h^fi gert sig sekan um mestu fiónsku. Hann hrópar á eftir Hermanni: — Hún heitir Margrét, konan hans Páls. Léreft í bleihingu. Hún heitir Margrét, konan nýja bóndans. Og hún er að breiða lakaléreft til bleikingar fyrir utan húsið. Hún beygir fagurskapaðan líkama sinn, teygir úr léreftunum og leggur á þau hnöttótta smásteina hingað og þangað, svo að vorgolan feyki þeim ekki. Hin unga kona innir þetta mikil- væga starf af höndum með skynsamlegri alvöru. í gær tók hún niður vefstólinn, sem var svo rúmfrekur í baðstofunni, og í dag liggja léreftin í varpanum. Þetta eru fyrstu léreftin hennar. Margrét kom hingað dag nokkurn í fyrrasumar. Og þann dag leiddi Páll, maður hennar, hana-út og sýndi henni dálítinn blett framan við bæjarþilið, sem var alblár af blómguðum hör. Þar uxu hennar fyrstu léreft á heimili sjálfrar íiennar. Og hún gladdi^af hinu bláa skrúði hörsins og hvarflaði augunum yfir blettinn. Ég tek fyrst í lökin, hugsaði hún. Nýlegá hafði brúðarlakið hehnar verið notað í fyrsta skipti. Tveim dögum áður en hún kom í Hegralækjarþorp, var hún enn óspjölluð heimasæta í foreldrahúsum. Nú var hún orðin hús- freyja. Hún fór af bernskuheimili sínu á heimili sjálfrar sín. Það var ekki neitt ævintýralegt við það, hvernig hún giftist Páli. Hún var heimili^rækin og foreldrum sínum eftirlát, alvöru- gefin að eðlisfari og fór örsjaldan á mannamót. Hana hafði aldrei langað neitt til þess, og svo dansaði hún illa, og hún vildi ekki láta neinn karlmann segja það á bak, að hann hefði orðið að draga hana á eftir sér. Hún var ung, án þess að hafa mikið saman við unga fólkið að sælda. Og hún var fyrir skömmu orðin tvítug, er Páll kom eitt kvöldið og spurði foreldra hennar, hvort hann mætti fastna sér hana. Hann hefði keypt gott býli við Hegralæk, og hann vildi ekki flytja^þangað hjástoðarlaus. For- eldrar Margrétar spurðu hana, hvort hún hefði nokkuð út á Pál að setja. Hún hafði ekki neitt út á hann að setja. Það hafði aldrei heyrzt neitt misjafnt um hann, og hann hafði þetta hæfi- lega mörg bóndaárin yfir hana. Það var satt — hún hafði aldrei látið sér detta í hug, að Páll yrði maður hennar fremur en hver annar sem vera vildi. Það var satt. En það voru nú einu sinni karlmennirnir, sem völdu sér konuf, en ekki konuxnar, sem völdu sér menn. Trúlofunin fór fram þegar í stað. Páll var henni góður og hug- ulsamur frá fyrsta degi. Og nú er orðið langt síðan brúðkaupið stóð. • Margrét horfir út í bláma hins heiða apríldags. Það koma hrukkur á bjart og hreint enni hennar, og i augum hennar spegl- ast eitthvert hyldýpi undrunar, djúp nákvæmrar íhugunar. Hún húgsar, hugsar til þess, sem áður var, og þess, sem nú er. Á brúðkaupsdaginn í fyrrasumar, þegar hörbletturinn hennar var í blóma, var hún enn full eftirvæntingar. Nú er hörinn orð- in að léreftum, sem liggja hér. í fyrrasumar var hann eins og blómlegt fyrirheit; nú er hann orðinn það, sem honum var á- kvarðað. Daginn, sem hún sá bláa hörbreiðuna, var lífið henni ennþá veglegt fyrirheit. Nú, er hún breiðir léreft sín til bleik- ingar, stendur hún undrandi andspænis sjálfri sér og vill fá að vita, hvað henni hefir hlotnazt. Meðan hún var heimasæta sóttu að henni óljósir draumar og langanir. Mest ónáðaði þetta hana á nóttunni; á daginn kæfði meyjarfeimnin slíkar hugrenningar. Eftir að Páll hafði beðið hepnar, snerist þetta algerlega um. giftinguna, sem í vændum var. Hvernig skvidi þetta verða .. ? Hún reikaði up í óljósri trú á það, að einhver undur myndu bera fyrir hana tiltekng nótt. Undrið, sem allar yngismeyjar vænta sér. Og Margrét var blund- andi mær, sem dreymdi hina síðustu drauma, áður en hún vakn- aði til veruleikans sem kona manns. En það, sem því næst bar fyrir hana, fullnægði ekki vonum hennar. Hún varð brúður Páls, og‘þau gerðu það, sem maður og kona gera um nætur. En eftir á skaut upp þeirri tilfinningu, að liún hefði verið dregin á tálar: að hugsa sér, að það skylái ekki vera öðru vísi! Þetta gat ekki kallazt neitt undur. Það var allt annað, sem hún hafði þráð. Hún vildi láta Lrífa sig brott frá ein- hverju, sem fjöfraði hana og þjakaði — hún vildi komast ú hvirfl- andi flug, svo að hún gleymdi öllu öðru. En hún gat aldrei náð fiuginu almennilega. Páll tók hana, en hann hreif hana ekki með sér. Hún gat aðeins lyft sér ofurlitið, en hrap.aði svo niður aftur. Löngun hennar til þess að lyftast til flugs: og leysast sundur varð ákafari við hverja misheppnaða tilraun. Hafði hún trúað á citthvað, sem ekki var til? En grunsemdirnar vöknuðu. Hún hélt áfram að vona. Þetta var i fyrrasumar. En hörbreiðan gulnaði, er leið að hausti, bláu blómin undust upp og hurfu, og da'g nokkrurn var hörinn rifin upp með rótum í stórum handfyllum og lagður í bundini. í hlöðunni var fræið barið úr með kefli, og síðan voru stönglarnir breiddir í varpann til þess að fúna. Þegar þeir voru orðnir nægj- ANDRl GAULl Eftir KARL EVALD (Barnasaga) FRAMHALD Gekk nú klerkalýður allur á skipsfjöl. Þegar skipið kom til höfuðborgarinnar, gekk allur skarinn í land. Voru þar fyrir prestar allir og prófastar úr nærsveitum. Ráðherra baúð allan klerkaskarann velkominn í einni mestu skrauthöll borgarinnar. Var svo gengið í gistihús eitt og skyldu menn matast. Var komumönnum boðið í sal einn stóran. Settust nú allir undir borð. Ráðherra settist í öndvegi, næstir hon- um sátu biskupar, þá prófastar og svo prestar utar í frá; Andri gamli sat allra yzt, næst dyrum þeim, er vissu I eldhús fram. Kom nú inn fyrsti matsveinninn með fat á lófa. Þeg- ar Andri sá hann, sagði hann eins og við sjálfan sig: „Þar kemur sá fyrsti.“ Sveinninn heyrði þetta og sneri út aftur. Þegar hann kom til félaga sinna, sagði hann; „Hingað fer ég ekki aftur. Næst dyrunum situr öldungur einn, forn- eskjulegur á svip. Stendur mér ótti af honum. Hann sagði, er ég kom ihn: „Þar kemur sá fyrsti.“ “ Varð nú annar matsveinn að fara. Og þegar hann gskk í salinn, tautaði Andri: „Þetta er annar.“ Matsveininum brá, og sneri hann út. Hann sór og sárt við lagði, að hann skyldi aldrei framar inn í salinn koma, meðan þessir gestir væru. Lagði nú þriðji matsveinninn af stað. Hann komst alla leið og bar fram matinn. Glöggt 1; eyrði hann Andra tauta fyrir munni sér: „Þetta er sá þriðji.“ Matsveinninn hnippti í Andra, þegar hann gekk fram hjá honum. Andri skildi þetta svo, að matsveinninn vildi finna sig, og laumaðist út með sveininum. Þegar fram 1 eldhúsið kom, krupu matsveinarnir grát- rndi að knjám Andra gamla. Hann skildi ekki háttsemi þeirra. Stóð hann undrandi um stund og vænti, að þetta sLýrðist fyrir sér. \ Loks stóð upp einn matsveinninn og þerraði tár sín. Hann "sagði: „Ég veit þér er kunnugt hver stolið hefir ft sti ráðherradótturinnar." „Það er ekki ósennilegt,“ sagði Andri, „og þess vegna er ég kominn hingað.“ „Við matreiðslusveinarnir erum þeir seku eins og þú veizt. En ef ráðherra fregnar það, þá verðum við bæði hengdir og flengdir. En ef þú hjálpar okkur 1 þessum i auðum, skulum við gefa þér eitt þúsund krónur.“ „Þetta er sæmilegt. En er nú ekki rétt að þið fáið mér festina,“ sagði Andri gamli. Fengu þeir honum nú festina og þúsund krónur 1 peningum. Hann taldi krónurnar tvisvar sinnum, og leyndust þær rétt taldar. Hy ndaf réttir Churchill kemur heim úr ferðalagi um vígstöðvarnar. Attle varaforsœt- isráðherra er að heilsa honum, en að baki honum stendur Anderson fjármálaráðherra. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna kemur í heimsókn í her- mannaspítala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.