Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 2
410 l'ÍMLMV, föstudaginn 24. nóv. 1944 99. blalS Föstudagur 24. nóv. 99 Rottuholurnaru Fyrir nokkru síðan hafa verið tilkynntar tvær herferðir gegn rottuholunum í bænum. Önnur er framkvæmd af meindýraeyði bæjarins og verður beint gegn ferfættu rottunum, sem eru orðar sannkölluð bæjarplága. Hinni herferðinni er stjórnað af miklu meira valdamanni, enda verður þar ekki viö neinar smárottur að fást. Það er sjálfur forsætisráðherrann.sem stjórnar henni, og henni er stefnt gegn þeim tvífætlingum, sem tek- izt hefir að safna verulegum spariskildingum á undanförn- um árum. Forsætisráðherra hef- ir i eigin persónu gefið þá yfir- lýsingu á Alþingi, að verði þessir menn ekki fúsir til að leggja fram fé í „nýsköpunina“ marg- lofuðu, þá muni hann sjá um. „að peningarnir verði sóttir í rottuholurnar til þeirra, sem eiga þá“, og fyrst þegar þetta sé um garð gengið. verði hann til viðtals um lækkun dýrtíðar- innar, þ. e. kaupgjalds og verð- lags, en ekki fyrr. Þessi yfirlýsing forsætisráð- herra var gefin.við 1. umræðu um nýbyggingarráðsfrv. stjórn- arinnar, er fram fór í neðri deild 14. þ. m. Eysteinn Jónsson hafði efast um, að menn leggðu fé sitt í nýsköpunina, nema horfur væru á, að framleiðslan gæti borið sig. Forsætisráðherrann vildi taka af allan vafa um, að nokkuð þyrfti að súta um þetta. Þess vegna gaf hann sína borg- inmannlegu yfirlýsingu. Enn hefur ekki orðið annar árangur af þessari yfirlýsingu forsætisráðherrans en sá, að ýms skrautlegustu hús bæjar- ins og nokkrir íburðarmiklir sumarbústaðir, m. a. tveir við Þingvallavatn og einn" uppi í Skorradal, hafa meðal almenn- ings hlotið nafnið „rottuholur." En vafalaust mun forsætisráð- herrann, — og þá ekki síður samstarfsmenn hans í ríkis- stjórninni. — sjá svo um, aðn aðrar og meiri framkvæmdir komi á eftir og nafngiftir al- mennings kunna þá að verða til nokkurrar leiðbeiningar. Áður en forsætisráðherrann gerir þó heimsókn í „rottuhol- urnar“ til þess að fá þar fé til nýsköpunar og eflingar atvinnu- vegunum, þarf hann að gera þar aðrar heimsóknir. Eins og stjórn hans hyggst að ganga frá útgjaldabálki fjárlaganna fyrir næsta ár, þá verður hall- inn 40—50 millj. kr., ef ekki eý aflað neinna nýrra tekna, Þetta smáræði þarf forsætisráðherra að sækja í „rottuholurnar“ áður en hann fer nokkuð að hugsa um nýsköpunina. Það er nefni- lega ekki einn eyri af þessu fé ætlaður til nýsköpunarinnar. Einar 20—30 millj. kr. fara til þess að „borga niður“ dýrtíðina, því að samstarfsmenn forsætis- ráðherrans og hann sjálfur, vilja ekki stöðva hana með öðru móti, 7—8 millj. kr. er launahækkun samkvæmt hinum fyrirhuguðu launalögum og svona mætti halda áfram að telja útgjöld, sem ekkert eiga skylt við ný- sköpun og valda hækkun fjár- laganna. Eftir áramótin þarf svo að gera nýja heimsókn í „rottuholurnar," sem ekki á heldur skylt við nýsköpun at- vinnuveganna, því að þá koma tryggingarlögin nýju, er baka munu rikissjóði og atvinnufyrir- tækjunum tug milljóna króna' útgjöldum. Ef þannig heldur áfram, sem nú stefnir hjá forsætisráðherr- anum og félögum hans, þá má gera ráð fyrir, að nokkuð margar slíkar heimsóknir verði gerðar í „rottuholurnar“ og það er líka nokkur hætta á, að farið verði) í fleiri en stóru „rottuholurnar“ j og jafnvel að stjórnarforustunni sem vill þó vafalaust allt gera samvizkusamlega, sjáist frekar yfir sumar þær stóru en litlu. Það gæti jafnvel hent, að af- skektar „rottuholur", eins og t. d. við Þingvallavatn og upp í Skorradal, gleymdust alveg, og ekki yrði heldur reynt að fást neitt við þá, sem hefðu haft hyggindi til að selja eignir sín- * Á víðavangi 1500 íbúðir á ári. Milliþinganefndin, sem semja átti áætlun um atvinnufram- kvæmdir eftir styrjöldina, en nú verður leyst af hólmi af nýbygg- ingaráði, hefir m. a. látið gera athugun um byggingaþörf landsmanna á komandi árum. Arnór Sigurjónsson hefir aðal- lega urinið að þvi starfi fyrir nefndina og flutti hann fróðlegt erindi um þessa rannsókn sína á byggingarráðstefnunni, er haldin var hér fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Arnór hefir aflað sér, eru um 10.450 íbúðir í landinu, sem ei-u mjög lélegar og þarfn- ast fullkominnar endurnýjunar á næstu árum. Um 3900 þeirra eru í sveitum, um 1200 í kaup- túnum, um 1400 í kaupstöðum öðrum en Reykjavík, og um 3900 í Reykjavík. Ef að því ráði væri horfið, að endurnýja þessar í- búðir á 10 árum, þyrfti að byggja um 1045 íbúðir árlega. Við þetta bætist svo, að vegna fólksfjölg- unar og minnkandi heimila þarf að bæta við 425 íbúðum árlega. Alls þyrfti þannig að byggja ár- lega um 1500 íbúðir næstu 10 ár, ef vel ætti að vera. Arnór telur, miðað við núver- andi byggingarkostnað, myndu slíkar byggingarframkvæmdir kosta um 190 milj. kr. á ári. Af þeirri upphæð eru 130 milj. kr. vinnulaun', 55 milj. kr. erlent efni og 5 milj. kr. vextir. Nær alls staðar erlepdis eru nú i undirbúningi áætlanir um stórfelldar byggingarfram- kvæmdir eftir stríðið. Englend- ingar hafa t. d. ákveðið að reisa margar milj. íbúðarhúsa á fá- um árum. Framangreindar upplýsingar sýna, að hér á landi þurfa bygg- ingarmálin einnig að verða eitt af málum málanna. Ein orsök fólksflóttans úr sveitum og kauptúnum, er einmitt lélegt húsnæði. Það þarf ekki sízt að kappkosta að koma upp nýjum húsum á slíkum stöðum, svo að fólk flýi ekki frá sæmilegum atvinnuskilyrðum þar og þang- að, sem þau eru lélegri, vegna þess, að þar enjþetra húsnæði að fá. Þá þarf einnig að leggja sérstaks kapp 'á,-að, nýbygging- um verði hraðað á þeim st&ðum, sem hafa álitleg afkomuskilyrði. Til þess að hægt verði að ná æskilegum árangri í þessum efnum, þarf að hefjfist handa um að gerá byggingar miklu ó- dýrari en nú. Það þarf að fylgj- ast vel með öllum nýjungum erlendis. Það þarf að senda menn til útlanda til að kynnast slíkum framförum þar. Jafn- framt þarf að auka aðstoð þess opinbera við nýbyggingar ein- staklinga og byggingarfélaga. Mikilvægasta atriðið í þessu öllu saman er þó niðurfærsla dýr- tíðarinnar, þar sem vinnulaunin eru % byggingarkostnaðarins. Byggingartillögur kommúnista. Kommúnistar hafa réttilega séð, að byggingamálin eru í fremstu röð málefna, er almeipn- ingur lætur sig miklu varða. Þess vegna hafa þeir nýlega birt til- lögur um miklar byggingafram- kvæmdir. Þeim er ætlað, eins og öðrúm slíkum skrumtillögum þeirra, að afla þeim lýðhyllis. En táknrænt er það fyrir þessar tillögur þeirra, að þær eru ein- göngu bundnar við Reykjavík. Þeir ætlast til, að bankarnir þar gangi í félagsskap/sem hafi með höndum aðalbyggingafram- kvæmdir í bænum. Sjaldan-hefir það sjónarmið | sést gleggra en á þessu, að margir Reykvíkingar líta orðið á bankana eins og séreign sína. | Það er vitanlega alrangt að ætla að leysa byggingavandamál Reykjavíkúr sérstaklega og áð- i ur en unhið er að hliðstæ^ri j lausn annars staðar. Slíkt myndi. i aðeins draga fólk þangað í enn J i ríkara mæli en nú. Það verður i að láta þau aðalúrræði, sem beitt verður, ná til alls lands- ins og jafnvel fyrst til sveitanna, sjávarþorpanna og kauptún- anna, því að þessir staðir ->í.anda höllustum fæti í samkeppninni um fólkið, þótt atvinnuskilyrði séu þar sízt lakari, jafnvel betri. Kommúnistar hafa með bygg- ingartillögum sínum enn á ný sýnt það, hve lítið þeir hugsa um heill og hag fólksins í dreif- býlinu, í sveitum, sjávarþorpum og kauptúnum. Lýðhyllin í Rvík er þeim fyrir öllu. Sérréttindi fyrir Reykjavík. Það er fleira, sem nú er á döf- inni á Alþingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur en byggingamála- tillögpr kommúnista, er bera þess merki, að margir Reykvík- ingar ætlast til réttinda fyrir Reykjavík, er aðrir staðir eiga jekki að hafa. Borgarstjórinn í Reykjavík beitir sér t. d. fyrir því, að ríkið borgi hálfan kostn- að við byggingu samkomuhúss eða æskulýðshallar í Reykjavík. Frv. um þetta er nú langt komið á Alþingi. Önnur bæjar- og sveitafélög verða hins vegar að annast slíkar framkvæmdir sjálf og þarf þó unga fólkið þar ekki síður sína samkomijstaði. Þar leggja ungmennafélögin eða önnur menningarfélög á sig þungar byrðar til að koma slík- um húsum upp. Þvi geta æsku- lýðsfélögin í höfuðstaðnum ekki á sama hátt beitt sér fyrir æskulýðshöll þar i samvinnu við bæjarstjórnina? Þvi þarf frekar að leita til ríkisins þar en ann- ars staðar um framkvæmd þess- ara mála? Reykjavík á vissulega að eign- ast góð húsakynni, þar sem unga fólkið getur iðkað hollar skemmtanir. En bæjarstjórn Reykjavíkur og menningarfé- lög bæjarins eiga að reisa þessi húsakynni, eins og annars stað- ar er gert, án ríkis hjálpar. Það á að vera óþarft að skapa sér- réttindi fyrir Reykjavík í þess- um efnum. Ef horfið verður að því að byggja æskulýðshöll í Reykjavík með ríkisstyrk, þá hljóta önnur bæjar- og sveita- félög að æskja sömu aðstoðar. „Minniháttar atriði“. Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður Vestur-ísfirðinga, er kunnur fyrir ýms „spakmæli“ um at- vinnumál og fjármál. Eitt sinn lét hann svo ummælt, að fjár- hagskreppur væru eins og vind- arnir, sem engi»n vissi hvaðan kæmu eða hvert færu, og þess vegna væri ekkert við þeim að gera. Þegar Skúli Guðmundsson bar fram þá breytingartillögu við nýbyggingarráðsfrv. stjórn- arinnar, að ráðinu yrði falin al- hliða athugun á því, hverjar ráðstafanir þyrfti að gera til þess, að atvinnuvegirnir gætu borið sig, þá gerðist Ásgeir for- mælandi stjórnarinnar og sagði, að Skúli væri aðeins að gera til- lögu um „minniháttar atriði". Vel má líka vera, að banka- stjóranum, Ásgeiri Ásgeirssyni, sem ekkert þarf við framleiðslu að fást, finnist þetta í raun og ar hér og koma sér upp „rottu- holum“ í Ameríku. En jafnvel slíkt gæti reynzt lán í óláni, því að annars gæti svo farið, að þessar smáheimsóknir hefðu leikið „rottuholur" þannig, aff þar yrffi litiff aff finna, þegar loksins ætti að gera stóru heim- sóknina til þess að fá þar fé í nýsköpunina. Það er vissulega réttmætt og eðlilegt, að þeir, sem hafi „breið- ust bökin“ leggi fram ríkuleg- astan skerf tíl nýsköpunar og eflingar atvinnuvegunum. En þetta verður því aðeins gert, að ekki sé áður búið að eyða þess- um sjóðum með hóflitlum rekst- ursútgjöldum ríkisins, mikilli dýrtíð og hallarekstri fram- leiðslunnar. Þá dugar ekki að tala borginmannlega um að fara í „rottuholurnar" . Þá verður ekki í aðrar „rottuholur" að fara en vasa almennings, er lítt mun þá reynast aflögufær. Þess vegna er almenningi það bezt og far- sælast, að hann sé ekki um of glapinn af gyllingum um óþrjót- andi auðæfi „rottuholanna", heldur sé það fyrir honum brýnt, að hann verði líka að leggja fram sinn skerf, ef nýsköpunin á að takást. veru „minniháttar atriði“? En skyldu framleiðendur í kjör- dæmi hans vera sömu skoðunar? Nazisti hyllir stjórnina. Ríkisstjórninni hefir bæzt liðsauki, sem henni er samboð- inn. Einn af aðalleiðtogum naz- istahreyfingarinnar, sem var hér fyrir styrjöldina, Óskar Hall- dórsson, hefir nú gengið fram fyrir skjöldu og skrifað langan greinaflokk i Morgunblaðið, þar sem stjórnin er lofsungin, en Framsóknarflokkurinn niður- níddur, eins og hugvit greinar- höfundar framast leyfir. Nazistinn Óskar Halldórsson fagnar. vitanlega ríkisstjórninni af sömu ástæðum og kommún- istar. Hann vill hafa veikar og úrræðalausar stjórnir, er enda feril sinn með hruni atvinnulífs- ins og þingræðisins. Hann veit, að þýzku nazistarnir áttu völd sín slíkri upplausn að þakka. Undir slíkum kringumstæðum getur nazismanum skapazt fylgi sem móteitur gegn kom- múnismanum. Annars ekki. Það er nokkuð glöggt merki þess, hvers vænta má af ríkisstjórn- inni, að kommúnistar og nazist- ar skuli þannig sameinast um að hylla hana. Fordæmi frá 1924. íhaldsmenn reyna að rök- styðja þau ósannindi, að Fram- sóknarflokkurinn hafi hafnað allri samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, með því m. a„ að iðu- lega hafi verið tekið fram, að flokkurinn gæti ekki unnið undir stjórnarforustu Ólafs Thors. Þessari blekkingu er svarað í grein, sem Bernharð Stefánsson hefir nýlega ritað í Dag. Bernharð segir, að það \é „alls ekki neitt sjálfsagt, að sá, sem fyrstur er falin stjórnar- myndun, verði forsætisráð- herra, jafnvel þótt flokkur hans myndi stjórn með öðrum flokki“. Bernharð segir síðan: „Árið 1924 fól konungur Jóni sál. Þorlákssyni að mynda stjórn, sem formanni stærsta flokksins á þingi (eíns og Ól. Th. var nú). íhaldsflokkurinn var ekki í meiri hluta á þingi og gat því ekki myndað stjórn, nema með nokkru utanflokks- fylgi. Það fylgi gat Jón Þorláks- son ekki fengið og gafst því upp við stjórnarmyndunina, en flokksbróðir hans, Jón sál. Magnússon, gat fengið það fýlgi, (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT: Leynivopn Þjóðverja Fyrir nokkru síðan lét Harris flugmarskálkur, yfirmaður brezka sprengjuvélahersins, uppi þá skoðun, að vafasamt væri, hvort sprengjuflugvélar yrðu nokkuð notaðar í næstu styrjöld. Harris mun hafa haft hin nýju leynivopn Þjóðverja í huga, þeg- ar hann lýsti þessu áliti sínu. Margir herfræðingar hafa lát- ið uppi þá skoðun, að flug- sprengjur Þjóðverja myndu hafa sömu þýðingu fyrir næstu styrj- öld og kafbátarnir fyrir styrj- öldina 1914—18 og flugvélarnar fyrir styrjöld þá, sem nú stendur yfir. Sumir hafa jafnvel talið, að flugsprengjurnar verði einna áhrifamestar og hættulegastar allra þessara vopna. Kostir flugsprengjanna fram yfir sprengjuflugvélar sem árás- arvopns.eru bæði margir og mik- ilvægir. Framleiðsla þeirra mun sennilega verða tiltölulega ódýr og auðveld, og þær spara allt fluglið. Þegar búið verður að fullkomna stýrisútbúnað þeirra, verður það enn öruggara, að þeir hitti mark en sprengjuflug- vélarnar. Margar líkur benda til að hægt verði að búa þær þann- ig úr garði, að engum eða litl- um vörnum verði við komið. Það var vitanlegt, að Þjóðverj- ar höfðu lengi undirbúið slík vopn og það fleiri en eitt.Banda- menn fengu mikla vitneskju um þennan undirbúning og tókst með sérstakri loftárás síðastlið- inn'vetur að eyðileggja eina helztu bækistöð Þjóðverja, þar sem unnið var að þessari vopna- gerð. Mun það m. a. hafa tafið fyrir, að Þjóðverjar gætu tekið þau í notkun. Það var ekki fyrr en nokkru eftir innrásina í Normandí síð- astl. sumar, er Þjóðverjar tóku fyrsta vopnið í notkun. Það var flugsprengj an, eða mannlaúsa flugvélin, eins og það er al- mennt kallað. Kölluðu Þjóðverj- ar hana V 1 eða hefndarvopn nr. 1, og átti það m. a. að tákna, að þeir hefðu meira af slíku í fórum sínum. Þjóðverjar gáfu þessum vopnum sínum nafnið hefndarvopn, vegna þess, að þeir sögðu, að þau væru notuð til að hefna fyrir loftárásirnar á þýzkar borgir. Mannlausa flugvélin eða V 1 bar þess ljós merki, að hún var frumsmíö. Hún gat aðeins flogið um 250 km. og fór með miklum gný, svo að það var tiltölulega auðvelt að verða hennar var. Flughraði hennar var um 550 —600 krn. á klst. Hún flaug ekki mjög hátt, svo að orustuflug- vélar Bandamanna gátu hæg- lega fundið hana, enda voru margar' mannlausar flugvélar skotnar niður á leiðinni. Stýris- tækin voru ófullkomin, svo að flugvélarnar „viltust“ oft fram hjá markinu og urðu ekki að neinu tjóni. Þrátt fyrir alla þessa ágalla, urðu miklar skemmdir i London og nágrenni hennar af völdum mannlausu flugvélanna, en þangað var þeim eingöngu skotið. Samkvæmt skýrslum Breta virðast þær t. d. hafa vald- ið meira tjóni á húsum þá tæpa þrjá mánuði, sem Þjóðverjar beittu þeim, en aðrar loftárásir Þjóðverja á Bretland til samans allan stríðstímann. Þegar Bandamenn tóku Norð- ur-Frakkland og Belgíu.var tíma bili mannlausu flugvélanna lok- ið. Þjóðverjar höfðu þá ^kki lengur bækistöðvar fyrir þær 'nógu nærri Bretlandi. Auk þess ! voru Bandamenn búnir að koma upp svo öflugum vörnum gegn J mannlausu flugvélunum, að þær J voru orðnar tiltölulega hættu- í litlar. Bretar munu þá hafa gert sér vonir um, að hættan af hefndar- vopnum Þjóðverja væri liðin hjá. En svo reyndist ekki. í október- mánuði byrjuðu Þjóöverjar að nota V 2 eða hefndarvopn nr. 2 og beindu því gegn London og Amsterdam. V 2 er rakettu- sprengja, sem getur farið 600— 700 km. vegalengd. Hún er lík- ust símastaur í laginu, með eins konar uggum aftast. Lengd henn ar er um 20 m. og gildleiki all- mikill. Henni er skotið úr djúp- um, sterklega steyptum brunn- um og kemst hún nær strax í 100 km. hæð. í þeirri hæð flýgur hún, unz hún steypist beint til jarðar. Hún fer hraðar en hljóð- ið og verða menn því ekki varir við hana fyrr en hún springur. Sprengjukraftur hennar er svip- aður og mannlausu flugvélar- innar eða svara til 1000 kg. þýzkrar sprengju. Hún veldur meiri usla, þar sem hún kemur niður. en á minna svæöi en mannlausa flugvélin. Rakettusprengjan er að því leyti hættulegra vopn en mann- lausa flugvélin, að allar varnir gegn henni eru erfiðari, þar sem ekkert heyrist til hennar og hún flýgur mjög hátt. Flugsvið hennar er líka mun meira. Hins vegar er talið, að stýrisútbún- (Framhald á 8. síðu) Alþýðublaðið gerði nýlega að um- talsefni þingsályktunartillögu Eysteins Jónssonar um hlutleysi ríkisútvarps- ins. í tilefni af því fékk útvarps- stjóri birta athugasemd í blaðinu 21. þ. m., þar sem hann reynir að verja gerðir útvarpsins. Alþbl. svarar aftur og segir m. a.:‘ „Það er yfirleitt ekki samrým- anlegt hlutleysi ríkisútvarpsins að flytja áróðurskenndar, póli- tízkar fundarsamþykktir; og það er sízt minna brot á hlutleysi þess, þó að slíkar fundarsam- þykktir séu gerðar til stuðnings stjórn iandsins. Skiptir þar að sjálfsöeðu en|u máli, hver stjórn- in er oa hve mikinn hluta þings eða þjóðar hún hefir að baki sér. En slíkt hlutleysisbrot útvarps- ins er þó enn vítaverðara, ef samtímis er á einn eða annan hátt sveigt að andstæðingum stjórnarinnar, svo að ekki sé nú talað um hitt, ef samtímis er neit- að að flytja samþykktir eða yfir- lýsingar frá þeim. Útvarpsstjórinn vill nú að vísu ekki viðurkenna, að í fundarsam- þykktum þeim, sem rikisútvarp- ið hefir flutt undanfarnar vikur hafi verið að finna nein last- mæli um stjórnarandstæðinga. En flutningsmaðm- áðurnefndrar þingsályktunartillögu er þó ber- sýnilega á öðru máli usr það. Hann vitnar t. d. í þau orð einn- ar fundarsamþykktarinnar, að stefna hinnar nýju stjórnar „muni mæta andspyrnu þeirra þjóðfé- lagsafla, sem andvig eru atvinnu- legum framförum“, og telm, að stjórnarandstæðingum séu gerðar upp nokkuð þungar sakir með slíkum orðum. Og hvers vegna þegir útvarps- stjórinn alveg um þá staðreynd, að fimm þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins var neitað um birt- ingu sameiginlegrar yfirlýsingar í útvarpinu, þess efnis, að þeir stæðu ekki að hinni nýju stjórn, sam- tímis þvi, sem birt var hver fund- arsamþykktin eftir aðra, þar sem lýst var yfir fylgi við stjórnina’. Slík stjórn á fréttaflutningi út- varpsins er ekki hlutlaus. Með henni er útvarpið enn einu sinni gert að áróðurstæki íyrir stjórn arvöld landsins, og þá, sem þau styðja. Og í þvi felst ekki aðeins brot á fréttareglum ríkisútvarps- ins, heldur og alvaHeg hætta fyr- ir lýðræðið í landinu, eins og pólitísk einokun útvarpsins í ein- ræðislöndunum sýnir og sannar. Það er þess vegna, sem Alþvðu- blaðið hefir nú, eins og ævinlega áður, varað ákveðnast allra blaða við misnotkunn ríkisútvarpsins, ekki hvað sízt í þágu stjórnarvalda landsins. Það skiptir í því sam- bandi engu máli, þótt um ríkis- stjórn sé að ræða, sem það sjálft styður." Undir þessi ummæli Alþýðublaðs- ins munu áreiðanlega allir sanngjarn- ir menn taka. í ritstjórnargrein í Degi 16. þ. m. segir m. a. á þessa leið: „Fjöldi manna hér á landi stend- ur agndofa yfir því, að Sjálfstæð- ismenn og sósialistar hafa gengið í stjórnarsamvinnu og sett sér sameiginlega stjórnarstefnu. Á síð- ustu árum hafa þeir, er telja sig f orustumenn S j álf stæðisf Iokksins, hrakyrt Framsóknarmenn fyrir að hafa látið sér koma til hugar að rannsaka, hvort kommúnistar væru hæfir til stjórnarEamvinnu. Sú rannsókn fór fram veturinn 1942 —1943. Að henni lokirini lýstu Framsóknarmenn því yfir í ýtar- legri greinargerð, að kommúnist- ar væru óhæfir til stjórnarsam- vinnu með frjálslyndum, borgara- legum flokkum. Alþýðuflokkurinn, sem þátt tók í rannsókninni, var á sama máli. Þrátt fyrir þetta hefir meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi undir forustu Ólafs Thors hallazt að því máli að taka kommúnista í pólitískt fóstbræðra- lag o" hæla sér drjúgum af þvi afreki. Mikið má það vera, ef Sjálfstæðisflokksmenn óska þess ekki í huga sér, að svörtu striki væri hægt að slá yfir öll last- yrði þeirra í garð Framsóknar- manna fyrir athugun þeirra á innviðum kommúnista. Að því, sem nú er fram komið, mundu Sjálfstæðisforingjarnir helzt óska, að öll stóryrði þeirra um þessi efni grafizt í gleymskunnar djúp.“ Það má segja um Sjálfstæðismenn í þessum efnum, að engin veit sin örlög. Þannig getur líka farið, að þeir eigi eins mikið eftir að iðrast hólsins um samvinnu kommúnista og Sjálfstæðismanna og þeir iðrast nú fyrir lastmælin um kommúnista. * * * Morgunblaðið birtir daglega brígsl- yrði um þá, sem tala um niðurfærslu kaupgjalds og verðlags. í Mbl. sjálfu 28. sept. síðastl. var þó komizt þannig að orði í forustugrein: „Vafalaust er nú að því komið, að ekki aðeins tryggði verkalýður- inn bezt hagsmuni sína með því að falla frá öllum kauphækkunum, heldur benda og sterkar líkur til, að svo fari áður en langt líður, að e i n a ráðið til að tryggja at- vinnu almennings í landinu sé, að hann -eri nauðsynlegar tilslak- anir til þess, að framleiðslan geti borið sig.“ Svona var nú hljóðið í Morgunbl. áður en Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði skoðunum sínum fyrir samstarfið við kommúnlsta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.