Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 3
99. Mað TÍMINX, föstadagiim 24. nóv. 1944 411 11 Z ó o n i a s s o n: Aíurðasölulöggjöfin tíuára BOKMENNTIR OG LISTIR Frá samsýníngu Gunnfrídar og Gretu KJ0TL0GIN I. Á ófriðartímanum 1914 til 1918, og þó sérstaklega næstu árin á eftir, hækkaði kaupgjald og framleiðslukostnaður. Verð- lagið náði hámarki sínu 1919, en íramleiöslukostnaður nokkru síðar. Eftir 1920 fór verðlagið ört lækkandi, en kaupgjald og til- kostnaður við framleiðsluna lækkaði lítið, og kom því brátt að því, að framleiðsla landbún- aðarvaranna bar sig ekki hjá öll- um þorra bænda. Nokkru síðar fór á sömu leið fyrir þeim, sem framleiddu sjávarafurðir. Fram- leiðsla þeirra allflestra hætti að bera sig. Skuldir fóru þá að safnast hjá öllum fjölda fram- leiðenda, bæði til sjós og lands. Þegar hér var komið sögu, var aðall'ega rætt um tvö úrræði manna á milli, annað að gera skulda- og vaxtabyrðina, sem henni var samfara, léttbærari, og hitt að reyna að hækka af- urðaverðið, með því að skipu- leggja sölu afurðanna og minnka dreifingarkostnaðinn. Hið fyrra leiddi til setningar kreppulöggjafarinnar og hið síð- ara til samþykktar afurðasölu- laganna. II. Um kosningarnar 1934 var mikið rætt um afurðasölumálin. Þá var svo komið að telja mátti, að saltkjötsmarkaðir okkar væru lokaðir, nema í Noregi, og þar var kjöttollur sífellt yfirvofandi. En 1932 var gerður sérstakur samningur við Noreg, og eftir honum máttum við selja saltkjöt þangað með lægra tolli en aðrar þjóðir, en kjötmagnið, sem þangað mátti selja með hinum lægri tolli, fór minnkandi ár frá ári. Árið 1937 til 1938 átti það að vera komið niður í 6000 tunn- ur, 112 kg. þungar, úr 13000 tunnum, sem það var árið 1932 til 1933, og áður hafði þó selzt þangað enn meira. Fyrir atbeina Framsóknar- flokksins hafði áður, þegar sýnt var hvert stefndi með saltkjöts- markaðina, verið komið upp frystihúsum á helztu slátur- höfnunum, og eitt skip Eim- skipafélagsins hafði verið byggt með frystirúmi, svo að hségt var að flytja í því freðkjöt milli landa. En nú kom líka að því, að tak- markað var, hve mikið freðkjöt við máttum flytja til Englands. Kjötmarkaðirnir voru því að þrengjast, og kjötið þurfti að verkast með mismunandi að- ferðum, eftir því hvar það átti að seljast. Og það þurfti að verka hæfilega mikið kjötmagn með hverri aðferð, eftir því hvað selja mátti á viðkomandi markaði. Af þessu leiddi, að kjöteigendur kepptust við að koma kjötinu út innan lands, og lækkuðu með þvi kjötverðið ó- eðlilega. Árið 1933 fengu bændur lægra verð fyrir nýtt kjöt, sem þeir seldu í Reykjavík, en fyrir sams konar kjöt, sem þeir seldu til Englands. Og áður en kjöt- verðlagsnefnd byrjaði starf sitt, haustið 1934, komu bændur úr Norðurlandi með kjöt af fé, sem þeir höfðu slátrað heima, og seldu það beint í hús til manna í Reykjavík, og fengu fyrir það lægi'a verð en verðið til bænda varð, eftir að kjötverðlags- nefnd hafði ákveðið verðið um haustið. Margir sáu, að slíkt á- stand var með öllu óhafandi. í kosningahríðinni vorið 1934 var meðal annars um þetta rætt, og urðu menn ekki á einu máli. III. Eftir kosningarnar 1934 var ný stjórn mynduð. Eitt af fyrstu verkum hennar var að setja nefnd til að undirbúa löggjöf um afurðasölumálin. Hvað slát- urfjárafurðirnar snerti, varð ár- angur nefndarinnar sá, að sett voru bráðabirgðalög 9. ágúst 1934 um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafurðir og ákveða Verðlag á þeim, og hafa þau lög manna á millum verið kölluð „kjötlögin". Að þeim lögum stóðu Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn"; en þeir voru stuðningsmenn stjórnarinnar. En eins og menn muna, mættu þau allmikilli og harðvítugri mótstöðu úr öðrum áttum, bæði í blöðum og annars staðar. Þessi lög gilda enn með litlum breyt- ingum. Eftir kjötlögunum er 1. sept- ember ár hvert skipuð fimm manna nefnd — kjötverðlags- nefndin — til að skipuleggja kjötsöluna og slátrunina næsta ár. Nefndin veitir sláturleyfi, og má enginn slátra fé til sölu né verzla með kjöt af því í heild- sölu, nema með leyfi nefndar- innar. í sláturleyfunum er ákveðið, hve mörgu fé sláturleyfishafi megi slátra, hvernig hann skuli verka kjötið og á hvaða mark- aði það skuli selt. Með þessu er reynt að tryggja það, að kjöt- verkunin fari eftir markaðs- möguleikunum — að ekki verði of mikið af einu, en of lítið af öðru. — Kjötverðlagsnefnd á- kveður bæði heildsöluverð og smásöluverð af kjöti, sem selt er á innlendum markaði, og er ætl- azt til að því gjaldi sé varið til þess að vei'ðbæta kjöt, sem selt er á erlendum mörkuðum, og til að greiða að öðru leyti fyrir kj ötsölunni. Verðj öfnunargj ald- ið má vera 10 aurar á kg. mest. < IV. Reynsla tíu ára er búin að leiða það í ljós, að af setningu kjötlaganna hefir þjóðin í heild haft mjög mikið gagn, og þó sérstaklega bændastéttin. Þess er enginn kostur að rekja í stuttri blaðagrein allan þann árangur, sem af lögunum hefir leitt. En á nokkur atriði skal þó drepið hér á eftir. V. Kjötlögin hafa mjög stutt að þvi, að neytendur fengju betri vö'ru. Þegar lögin voru sett, var PÁLL ZÓPHÓNÍASSON það siðvenja á nokkrum stöðum á landinu að slátra fénu heima, bg þá við mjög misjöfn skilyrði. Kjötið var síðan flutt til kaup- mannsins eða kaupfélagsins og lagt inn eða selt beint til neyt- enda. Fyrir þetta var tekið. Eng- inn fékk sláturleyfi, nema hann hefði löggilt sláturhús. Jafn- framt var reynt, og sums staðar með árangri, að sameina fleiri sláturleyfishafa um eitt gött sláturhús og með því styðja. að því tvennu, að hægara væri að koma við fullkomnu hreinlæti við slátrunina og að hún yrði ó- dýrari. Kjötverðlagsnefnd varð fyrstu árin fyrir töluverðu aðkasti frá bændum, sem vanir voru að slátra heima hjá sér og flytja kjötið í klyfjuirf á hestum, í kerrum, á bílum eða bátum til kaupstaðarins. Þeim þótti það skerðing á frelsi sínu að mega ekki halda þessum góða sið á- fram. Og þeir, sem höfðu keypt af þeim kjötið, oft nokkru ó- dýrara en gangverð á kjöti var, voru líka óánægðir. Allmargar tilraunir voru þá líka gerðar til að selja kjöt fyrir lægra verð en nefndin ákvað, og allar vóru þær gerðar af mönnum, sem skömmuðu kjötverðlagsnefnd- ina fyrir það, að hennar vegna væri kjötverðið lægra en ella. Nú mun þessi óánægja með öllu horfin. Ég hygg, að engum kæmi til hugar nú, þótt slátrun yrði aftur gefin frjáls, að' fara að taka upp heimaslátrun. VI. Kjötverðlagsnefnd hefir aldrei leyft eins mikla hækkun á kjöt- verðinu frá heildsöluverði til smásöluverðs og leyfð er á öðr- um vörum, og þannig sett búð- arverðið til neytenda lægra en það hefði ella verið. Oftast hefir verið leyfð 12—15% álagning á heildsöluverðið. En nú er á flest- ar matvörur, jafnvel þær sem seldar eru í heilum sekkjum, leyfð 20—30% álagning. Þá hef- ir líka verið sérstakt verð í slát- urtíðinni á skrokkum, sem seld- ir eru í heilu lagi beint til neyt- enda. Með því hafa þeir, sem vilja, átt þess kost að fá kjöt fyrir lítið meira en heildsölu- verð. Á þennan hátt hefir al- menningi í kaupstöðum verið gert kleift að fá sér betra og ó- dýrara kjöt en ella. Með starfi kjötverðlagsnefnd- ar hefir fyrst fengizt glöggt yf- irlit um slátrun í landinu. Vantar þó enn yfirlit um heima- slátrunina. En til sölu hefir ver- ið slátrað sem hér segir, og kjötþunginn alls orðið: Ár: Dilkar Geldfé Mylkar Kjötþ. 1934 355530 19522 ær 20588 alls kg. 5.229.763 1935 345164 12144 12150 5.010.918 1936 355728 9748 13325 5.338.287 1937 396873 21631 31084 6.309.976 1938 351080 6972 13029 6.454.362 1939 337156 5821 9411 5.243.011 1940 362604 8677 17044 5.491.152 1941 359550 10562 21088 5.516.113 1942 389253 12507 30600 6.116.663 1943 408341 24830 45036 6.775.956 1944 338201 13943 23943 5.553.750 V Tölurnar fyrir 1944 ná til 1. nóvember og eiga eftir að hækka eitthvað, því að bæði má búast ’við, að ekki hafi allar skýrslur verið komnar þá, og að síðar hafi einhverju verið slátrað. Athyglisvert er, hve tölur sláturfjárins eru misjafnar og og sýna þær glöggt, hve við Fyrir nokkru var getið hér í blaðinu listsýningar, ’ sem þær frúrnar Gunnfríður Jónsdóttir og Greta Björnsson efndu til á dogunum. Var þá birt mynd af einu listaverki Gunnfríðar, og Var það höggmynd af móður hennar. Að þessu sinni birtist mynd af einu málverki Gretu, sem nefnist „Þvottur," fallegt mál- verk og hugþekkt. Listsýning þeirra Gunnfríðar og Gretu var þeim báðum til mesta sóma og mun auka hróður þeirra sem listamanna. Og hún má einnig vera kvenþjóðinni allri metnaðarauki. Svo mikill er sá skerfur, sem þessar tvær konur hafa lagt til íslenzkra lista. Þessari listsýningu er nú lok- ið. Var aðsókn að henni góð, og munu fjölmörg listaverk hafa selzt. Er gott til þess að vita, að listaverkakaup einstaklinga hafa mjög farið í vöxt á siðari misserum með auknum peninga- ráðum hjá þorra fólks. Það sýnir, með öðru fleiru, að íslendingar eru listelsk þjóð. e n n erum háðir veðráttu og ytri, t— okkur til þessa lítt við- ráðanlegum, — aðstæðum með sauðf j árbúskapinn. En hér þarf að verða breyt- ing á. Bóndinn þarf að koma búi sínu þann veg fyrir, að það gefi honum sem jafnastar og viss- astar afurðir ár hvert. Og skýrsl- ur kjötverðlagsnefndar eiga að flýta fyrir, og hjálpa til, að því marki verði náð. Framh. næst. Pálmi Hannesson: N f m æ 1 i Nú eru miklir breytingatímar, og oft og iffulega berast hingaff út á norffurhjarann fregnir um margs konar nýj- ungar og uppgötvanir, er menn eru að taka í þjónustu sína meffal hinna stiúffandi þjóffa. Þetta er undanfari hinnar miklu og margvíslegu nýtækni, er áreiffanlega mun koma til sögunnar aff stríffinu loknu. - Pálmi Hannesson rektor hefir tekizt á hendur aff skrifa viff og viff í Tímann greinar um þessar nýjungar og nýmæli. I. Þeir, sem náð hafa miðjum aldri eða meir, muna þá tlð, er fátt var til þeirra hluta, sem nú eru nauðsynlegir taldir til þess að lifað verði menningarlífi, eins og það er kallað. Ég man það vel, er fyrsta tún- ið var girt í minni sveit, fyrstu jarðyrkjuverkfærin komu þang- að, fyrstu kerrurnar og skilvind- urnar. Og ég var kominn í há- skóiann, þegar fyrstu sláttuvél- arnar fluttust í héraðið. Þá man ég einnig fyrstu steinhúsin, vatnsleiðslurnar, ofnana, en miðstöðvar þekktust ekki í æsku minni til sveita, nema af af- spurn einni. Á minni ævi hafa vélbátar, togarar og önnur eim- skip, bifreiðar og flugvélar fyrst flutzt til landsins. Sama máli gegnir um síma, loftskeytatæki, kvikmyndir og útvarp. Öll þessi nýmæli hafa haft breytingar í för með sér, svo miklar, að með nokkrum rétti má kalla þær byltingu. Þær hafa orkað mjög á þjóðlífið allt, va.fa- laust meira en ýmsir gera sér ljóst. Þær hafa skapað nýjar stéttir og valdið röskun á jafn- vægi þjóðfélagsins, sem sumir kalla glundroða eða upplausn. Um síðustu aldamót lifðu ná- nægt 68% íslendinga á land- búnaði, en nú aðeins um 30%. Landbúnaðurinn er hin eina stétt með þjóðinni, sem haldizt hefir frá öndverðu. Hinar eru flestar nýjar og hafa naumast staðfest ráð sitt enn, enda má með nokkrum sanni segja, að bæjarbúar, að minnsta kosti margir þeirra, séu enn sveitafólk í kaupstað. Mér virðist mörgum þeirra, er rita og ræða um félagsmál, gleymast þetta, og dæma því harðara en ella mundi ýmislegt þess, sem miður þykir fara. Hinir yngri menn virðast gleyma því, sem gert hefir verið, en þeir eldri ekki ætíð átta sig á hinu, að þróunin heldur áfram, þó að þeir kjósi að setjast í helgan stein. • II. Enginn efi er á því, að eftir þetta stríð verður heimurinn annar en áður. Upp af „blóði, svita og tárum“ þeirrar kynslóð- ar, sem nú berst á banaspjót, ríf nýr heimur. Vandséð er, hvort hann verði betri en fyrr, þó að þess sé að vænta. Hitt er víst, að menn fá þá í hendur margt nýrra tækja, nýrra þæg- inda, sem fáa órar fyrir. Allt bendir til þess, að framfarir um hvers konar tækni verði þá bæði miklu stórstígari og hraðstigari en verið hefir. Hitt er svo annað mál, hvernig tekst að hagnýta þetta til hamingjuauka og æðra lífs. Það er þvi nógu fróðlegt að skyggnast undir fortjald hins ó- komna, ef verða mætti einhvers vísari um það, hvað þar inni er á seyði. Og nú ætla ég að freista þess hér á eftir á stuttu máli. En ef vel tekst, og tóm vinnst til, mun ég reyna aftur öðru hverju framvegis. Og nú skulum við takast ferð á hendur út í þennan buska. III. Við 'erum stödd í nýtízku nú- tíðarborg. Fljótt á litið er hún áþekk okkar eigin höfuðborg. nema hvað húsin eru stærri og rísa í samfelldri röð, göturnar breiðari, og strætisvagnarnir renna eftir spori, tíðast tveir í lest. Tekið er að skyggja og götu- ljósin lýsa líkt og hér, en höfgan gróðurilm leggur ffá görðum og götutrjám. Eitt stingur þó mjög í stúf: Hvarvetna yfir húsunum leiftra lýsandi letur og myndir í öllum regnbogans litum, koma og hverfa í sífellu. Þarna getur að líta hvers konar auglýsingar og fréttir. En yfir hvelfist dimmt loftiði Allt í einu sjáum við hvar maður fer eftir götunni, en hreyfir þó ekki fæturnar. Okkur kemur þetta kynlega fyrir sjón- ir, en verður brátt ljóst, að gang- stéttin færist. Hún rennur líkt og lækur, alltaf í sömu átt. Þetta er'að vísu óvenjulegt, en við venjumst því fljótt, enda sjáum við viða tröppur, sem renna þannig, sumar upp, aðrar niður. Nú ber okkur að dyrum stórrar verzlunar. Hurð er felld að staf, en í sama bili kemur þafna kona. Hún gengur rakleitt að dyrun- um, og þá opnast þær sjálfkrafa. Við reynum sjálf, það er ekki um að villast. Hurðin svífur inn, eins og ósýnileg hönd ýti á hana. Þetta er meira en lítið dular- fullt, en okkur er sagt, að í hurð- inni sé lítið rafauga, og sem skuggi manns falli á það, breyt- ist rafstraumur, er orki á vél, sem opni hurðina. Hér stöndum við frammi fyr- ir einu þeirra undratækja, sem efalaust eiga eftir að koma mjög við sögu framtíðarinnar, raf- auganu. Þið hafið ef til vill séð ijós- mæla, sem myndasmiðir nota. í þeim eru rafaugu, sem eru næm fyrir ljósinu og geta því mælt það. Sums staðar eru rafaugun höfð til þess að mæla umferð á vegum. Þau eru þá sett í miðjan veginn og segja til, þegar skuggi bifreiða eða annara ökutækja fellur á þau. Á sama hátt má telja laxa, sem • fara um laxa- stiga, og hvað annað, sem varp- ar skugga, t. d. fé og hross, sem renna gegn um hlið eða dyr. Auk þessa eru rafaugu höfð í sigti á loftvarnabyssur og önnur ný- tízku morðtól. Um alllangt skeið hafa myndir verið sendar „þráðlaust“ landa á milli og skeýti með rithönd og undirskrift sendanda. Slíkar mynfaasendingar á öldum ljós- vakans væru óhugsandi með öllu, ef rafaugans nyti ekki við. Það er meginþáttur þess tækis, sem tekur myndirnar og breytir þeim í útvarpsöldur. Þetta myndvarp líkist venjulegu út- varpi í því, að það dregur lengst, þeg’ar dirpmt er og er þá skýrast, því að öldur ljóssins orka trufl- andi á það. „En sjónvarpið"? munu menn spyrja. Vitanlega er það ná- skylt þessum myndasendingum, líkt og skuggamyndir kvikmynd um. Það hvilir einnig á rafaug- anu, en fram.að þessu hefir það valdið mestum erfiðleikum að fá nægilega góð viðtæki, sem sýni atburðina skýrt og á svo stórum fleti, að fleiri menn en einn eða örfáir geti horft á sjónvai-pið samtímis. Nú er þessi þraut talin leyst að mestu eða öllu, og er almennt búizt við því, að sjónvarpið verði nothæft fyrir almenning eftir þetta stríð. Ýmsir, sem um þessi mál rita, gera ráð fyrir því, að sjónvarps- tæki framtíðarinnar geti ekki aðeins sýnt myndir, heldur og haldið þeim föstum, prentað þær, og sitji menn þá við sjón- varpstækið á kvöldin, sjái þar sjónleiki eða kvikmyndir af at- burðum, sem útvarpað er, en síðan stilli þeir tækið þannig, að það prenti myndir og letur á nóttunni. Svo þegar komið verði á fætur, taki menn morgun- blöðin út úr sjónvarpstækinu, með myndum, fréttum og ef til vill greinum um almenn mál. Sumum kann að virðast þetta fjarstæðukennt, en þó er það miklu nær sanni en frásagnir eða spár um útvarp voru í síð- asta stríði, enda verður naum- ast sagt, að við «éum enn farin að horfa út yfir endimörk nú- tímans í þes’su spjalli. En fram- tíðina megum við helzt marka af nýmælum nútímans. Munum við því næst athuga nokkur ný efni, áður en lengra er haldið. Nú skulum við aðeins að síð- ustu láta hugann hverfa eitt andartak inn í borg framtíðar- inar. Enn er kvöld, en engin götuljósker lýsa. Þó er albjart um stræti og torg, því að húsin sjálf varpa ljósu skini, líku dagsbirtu. Annað vekur þó miklu meiri furðu. Yfir borginni, á dökkum næturhimninum, skína mörg tungl, sum kringlótt, en önnur aflöng og öll silfurhvít. Okkur er sagt, að þau séu raun- ar loftbelgir, sem festir séu uppi yfir bænum og lýstir frá ljós- verplum, þegar skyggja tekur. Það fylgir sögunni, að menn hafi lært þetta í ófriðnum mikla, þegar ljósbrandar loftvarnar- stöðvanna lentu á loftbelgjun- um, sem voru látnir stíga upp yfir sundursprengdar borgir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.