Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1944, Blaðsíða 6
414 TÍMIM, föstudagiim 24« nóv. 1944 99. blað Flmmtwgnr: Kristján B. Eiríksson trésmiður í Súgandaiirði Kristján B. Gíslason, trésmið- ur í Súgandafirði, á fimmtugs- afmæli 26. þ. m. Hann er einn þeirra manna, sem hverju hér- aði er mikils virði að eiga, fjöl- hæfur iðnaðarmaður og félags- lyndur framfaramaður. Hann er ekki gjarn að troða sér í fremstu röð mannvirðinga, og ekki sýnt um að halda á loft því, er hann hefir bezt gert, en þó hygg ég, að fullyrða megi, að hann hafi unnið gagnmerk verk fyrir hér- að sitt, æsku þess og framtið. Ég hefi þá skoðun, að Kristján hefði haft hæfileika til þess að verða mikill fagmaður í iðnaði og smíðum, ef hann hefði notið viðhlítanlegra skilyrða, mennt- unar og aðgangs að tækni nú- tímans. En á uppvaxtarárun um varð hann að þola heima kreppu og fara á mis við þá möguleika, sem nú þykja sjálf- sagðir og eru að mörgu leyti auðsóttir nú á dögum, Svo mjög hafa breyzt þjóðhagir á ekki lengri tíma síðan Kristján og jafnaldrar hans urðu að bæla í sér útþrána, sökum vanefna og skorts á fjölbreytni í fram leiðsluháttum, fátæktar og tæknisleysis. Þrátt fyrir það hefir Kristján tileinkað sér margt af því, sem bezt er í starfsháttum iðnaðarmanna. Kristján er fæddur \á kirkju- staðnum Stað i Súgandafirði 26. nóvember 1894, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Guðfinna Daníelsdóttir og Eiríkur Egils- son. Voru þau systkin 6 að tölu, en faðir þeirra andaðist á bezta aldri snögglega, skömmu eftir aldamótin. Flutti Guðfinna þá aö Botni í Súgandafirði og gift ist nokkru síðar Guðm. Ág. Hall- dórssyni. Kristján hóf járnsmíðanám, en varð að hverfa frá þvi; gekk síðan í Samvinnuskólann skömmu eftir stofnun hans Mun þar hafa mótazt þjóðmála- skoðun hans, því að hann gerð- ist heill samvinnumaður og hefir ekki hvikað frá þeirri stefnu. Á tímabili reyndi tölu- vert á póltískan þroska þeirra sem fylgdu Framsóknarflokkn um í Vestur-ísáfjarðarsýslu um þær mundir, er Ásgeir Ás- geirsson gekk úr flokknum og hvarf til Alþýðuflokksins, Fylgdu Ásgeiri til kosninga eftir sem áður fjölmargir Framsókn armenn, en Kristján var einn þeirra, er fylgdi stefnu en ekki mönnum, sat eftir og myndaði félag með samherjum sínum til framgangs þeim hugsjónum, er hann trúði á. Hann er einn af aðalforystumönnum að stofnun Kaupfélags Súgfirðinga, og hefir verið formaður þess frá byrjun Smíðaði hann sjálfur hús kaup félagsins, verzlunarbúð og geymslur. Þá hefir hann tekið virkan þátt í opinberum mál 'urxí sveitar sinnar, verið skóla- nefndarformaður, hreppsnefnd armaður og mætt sem fulltrúi á þing- og héraðsmálafundum sýslunnar, en jafnframt og engu síður unnið að félagsmálum inn á við. Þar tel ég að hann og nán ir samstarfsmenn, sem einnig er vert að minnast, hafi unnið mesta nytjaverkið fyrir sveitina með byggingu sundlaugar í firðinum fyrir 11-árum. Ein lítil hitauppspretta er í Súganda- firði, mjólkurvolg á yíirborði Þessi uppspretta er nokkra km fyrir innan kauptúnið Suður- eyri. íþróttafélagið Stefnir Suðureyri hafði hreyft því að ræsa fram og dýpka uppsprett- una og reyna hvort takast mætti að auka vatnsmagnið. Margir höfðu vantrú á slíku, en fyrir ötula framgöngu nokkurra Stefnismanna var hafizt handa um verkið. Kristján var einn fremstur í flokki og stjórnaði framkvæmdum. Verkið var haf ið, sundlaug byggð og vígð árið 1933, ein af fyrstu heitu sund laugunum á landinu utan Rvík- ur. Mörg hundruð manns hafa nú lært sund þarna og má telja sundlaugina heilsu- og menn- ingarbrunn sveitarinnar. Þó að ekki séu hér nefndir nánir sam- starfsmenn Kristjáns við verk þetta, er það ekki af því, að þeir séu settir í skugga, þeirra má maklega minnast við önnur tækifæri. — Þá hefir Kristján haft forgöngu fyrir þvi að reynt yrði að nota þarna jarðhitann meira en orðið er og mætti margur segja: Mikil er trú þín, KRISTJÁN B. EIRÍKSSON maður, — því að óvíða munu jafn lítil líkindj vera til mikils árangurs sem þarna, þar sem á annað börð er volgra í jörðu. Margt fleira mætti nefna, sem sýnir trú Kristjáns á fram- tíðarmöguleikana. Hann er hag leiksmaður á tré og járn, smíð- ar hús og húsmuni og er hag- sýnn maður til allra verka. Hann er kvæntur Helgu, dóttur Þórð ar símstjóra Þóröarsonar og Sig ríðar Einarsdóttur, konu hans. Eiga þau 5 börn á lífi: Kristján er heill maður í hverju máli, athugull, fastur fyrir og þung ur í andstöðu, en á hinn bóginn mikill og traustur vinur vina sinna. Ég og fjölskylda mín óska honum og heimili hans alls hins bezta á þessum tímamót- um, og við þökkum jafnframt vináttu hans á liðnum árum. G. M. M. Stnlkur óskast til fiskflökunar eftir áramótin. Hátt kaup. Frítt húsnæði. Hraðirystístöð Vestmaimaeyja Sími 3. V0R1ILTFTIIB Þjóðvínafélags- almanök ANDVARA og fleiri gömul tíma- rit, vil ég kaupa. Sigmundur Kr. Grettisg. 30. * Ágústsson, Reykjavík. Fylgízt med Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, Verða að lesa Tímann. Vér höfum fyrirliggjandi hinar viðurkenndu METEOR- \örulyftur, af mismunandi gerðum, t. d. með sérstökum raf- mótor, sem færir þær eftir brautinni. I Lyftihraðinn er mjög mikill, 33 fet á það vinnuafköstin stórum, eins og sjá má á dæmi: mínútu, og eykur eftirfarandi Unnið er að því að lyfta 50 tonna vörumagni upp í 20 feta hæð. Með venjulegum vörulyftum, sem hér hafa tíðk- ast, sem lyfta hraðast 16 fet á mín., mundi verkið taka 2 klst. og 5 mín., en METEQR-vörulyftan vinnur verkið á 1 klst. Kaupið því METEOK-vörulyí'twr og spat’i® tíiwa og poniwg'a. A. Jóhannsson & Smith h.S. Eiríksgötu 11. — Sími 3887. Hver einn bær á sína sögu (Framhald. af 4. síðu) Laugum. Hún er skáldmælt og ritfær og hafa greinar og ljóð birzt eftir hana, m. a. í Dýra- verndaranum. Halldór stundaði nám í Núps- skóla. Hann er ágætur ræðu- maður, prýðilega ritfær og skáld gott, víða kunnur af fyrirlestr- um, ritgerðum og ljóðum í blöð- um og tímaritum. Kvæntur er hann Rebekku Eiríksdóttur frá Sandhaugum í Bárðardal. Auk eigin barna hefir Bessa á Kirkjubóli alið upp nokkur fósturbörn og auk þess tekið börn til námsdvalar á heimili sitt lengri eða skemmri tíma. Bessa Halldórsdóttir lét af bú- skap á siðastliðnu vori. Var hún búin að fá erfðaábúð á jörðinni og lét hana í hendur Guðmundi Inga, þar sem elzti sonur henn- ar hafði valið sér annað ævi- starf. Ber hún aldurinn vel, þrátt fyrir óvenjumikið andlegt og Ukamlegt erfiði. Líkaminn er að vísu farinn að bogna og þreytu- merki að koma í ljós, og væri margur setztur í helgan stein, eftir slíkt dagsverk, en hún sinn- ir öllum sínum mörgu og erfiðu bústörfum enn, og heldur öllum sínum andlegu eiginleikum ó- skertum: er glaðlynd, gamansöm og trygglynd og góð heim að sækja. í ástúðlegri sambúð við börn sín unir hún í sveit sinni og heimili, þar sem hún hefir 'anga ævi þolað bæði súrt og sætt. Vil ég svo enda þessi orð mín með því, að tilfæra orð Jóhann- esar hreppstjóra Ólafssonar á Þingeyri, er hann mælti á ferð fram Bjarnardal fyrir nokkrum árum: „Konan hérna handan við ána, ætti ekki síður skilið að fá kross( Fálkaorðuna) en ýmsir aðrir, sem krossaðir eru.“ Þessi ummæli vil ég undir- strika. Enda ég svo þessar línur með aðdáun og þökk fyrir ævi- starfið, og einiægri ósk um frið- sæla og góða ellidaga í skjóli ástvina og önfirzka f jallahrings- ins. 21. nóvember, 1944. Jóhannes Davíðsson Tilkynníng írá ríkisstíérninni Brezka flotastjórnin hefir tiikynnt íslenzku ríkis- stjórninni, að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. desember 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 17. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice- konsúlnum. Atvinnu- oy smnyönyumálarú&unetitiS, 17. nóvember 1944. Læknaval Samíagsmenn þeir, sem réttmda njóta í Sjúkrasamlagi Reykja- víkur, og hafa ekki enn valið lækna, bæði heimilislækna, og sér- íræðinga i háls,- nef- og eyrnasjúkdómum og augnsjúkdómum, eru áminntir um að gera það hið fyrsta og eigi síðar en fyrir lok þessa mánaðar í afgreiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, enda liggur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Sérstaklega er vakin athygli á því, að þéir samlagsmenn, sem höfðu Gunnlaug sál. Einarsson fyrir heimilislækni eða háls,- nef- og eyrnalækni og hafa ekki enn valið lækni í hans stað, þurfa einnig að gera það á sama stað og fyrir sama tíma og að framan er getið. Læknaval getur því aðeins farið fram, að samlagsmaður sýni skírteini sitt og skírteini beggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. í Reykjavík, 18. nóv. 1944. . SJÚKRASAMLAG REYKJAVlKUR. Þvottapoiftar VeggHísar Asbest-pakplötur fyrirliggjandi. Síghvatur Einarsson & Co. Garðastrætí 45. ShnI 2847. Kápnbnðin Laagaveg 35 Mikið úrval af SVÖRTUM KÁPUM með skinnum. Verð frá 400 kr. Einnig SVÖRT KÁPUEFNI og ASTRAKAN. Tilbúnir lausir kragar á kápur, blárefir, platinu- og silfurrefir. Einnig Persian og Indian lamb. Mikið úrval af „CAPES“ og nokkrir fallegir PELSAR, kanadiskir moskus, Indian og Persian lamb. Höfum afar mikið úrval af töskum, hönskum og undirfötum af nýjustu gerð. BAÐKJÓLAR með löngum ermum frá 75 kr. SAMKVÆMISKJÓLAR, verð frá 150 kr. Notið þetta sérstaka tækifæri^ Kjólarnir seljast allir með þessu Iága verði fyrir jólin. Sewt gegn póstkröfw nm land allt. Kápnbúðin , SIGURRUR Langaveg 35. GUÐMUJVDSSOY. - Sími 4278. Dansskóli Sii Þórz Rcykjavík. Simi 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhns. - Frystikns. t IViðnrsnðnverksniRSia. - BJúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu; NiÖur- soðiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurö á brauð, mest og bezt úrval á landinu. " HangUcjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœði. Frosiö kjöt allskonar, fryst og geymt í véifrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. j \ \ ' I Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Vegna kenna SKORTS á hentugu húsnæði verður aðeins hægt aö Nýtízku sainkvæmisdansa bæði fyrir unglinga og fullorðna fram að NÝÁRI. — Upplýsingar í síma 2016 daglega til n. k. mið- vikudags kl. 2—4 e. h. SIF ÞÓRZ, danskennari. Tíl auglýsenda Þeir, seui ætla að auglýsa í jólablaði Tímans, ern vinsamlega beðnir að senda auglýsingarnar liið allra fyrsta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.