Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 4
4 ALBÝÐUBLAÐIÐ Skipafréttir. „Esja“ kemur til Vestmanna- eyja kl. 5 í dag og verður hór í fyrra málið. Unglingaregluping Góðtemplara, sem haldið er í sambandi við stórstúkuþingið, byrjar r kvöld kl. 8 í G.-T.-hús- inu. „ípöku“-fundur verður ekki í kvöld. Orsakir þess eru ungiingaregluþingið og undirbúningur undir stórstúku- þingið. Björn Bl. Jónsson hefir beðið Alþbl. að leiðrétta þá missögn í síðasta tbl. „Varð- ar", að skip„herrann“ á „Óðni“ hafi stefnt honum út úr ummæl- um þeim, sem Magnús Magnús- son hafði eftir honum í „Stormi“. Það er ekki rétt. Það er út af ummælum Bjarnar í grein hér i blaðinu, sem skipstjórinn —■ hann fyrirgefur nafnið — stefndi hon- um. Rit„herra“ „Varðar“ er beð- inn að feiðrétta þetta. Söngskemtun Eínars E. Mark- ans verður, sökum veikinda, frest- að um sinn. Keyptir aðgöngumið- ar gilda, þegar söngskemtunin veröur. Um verðið verður auglýst síðar. Leiðrétting. í smágreininni í gær „Margir góðir gestir“ átti að standa: Álf- heiður Einarsdóttir, en nafn henn- ar var rangt í blaðinu. Veðrið. Hiti 10—0 stig. Norðlæg og austlæg átt, víðast hæg. Snjó- korna á Seyðisfirði og mikið regn í Vestmannaeyjum. Þurt annars staðar. Loftvægishæð fyrir norð- an land, en grunn lægð við Suð- vesturland. Útlit: Hægviðri víðast, nema allhvöss norðanátt sums staðar á Austurlandi. Regnskúr- ir víða á Suðurlandi. Þurt veð- ur hér í dag, en sennilega regn í nótt. Þá verður austanátt hér. Krapaél á Austurlandi. Kjósendur Alþýðuflokksins, sem ætla í burtu, eru ámintir um að koma til viötals í kosn- ingaskrifstoíuna í Alþýðuhúsinu, sem opin er allan daginn. Hjónaband. * Nýlega voru gefin saman í hjónaband Áslaug Sveinsdóttir, Árnasonar, frá Hvilft í Önundar- firði, og Sigurður Þórðarson prests Ólafssonar á Þingeyri við Dýrafjörð, söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur og skrifstofumaður hér í borgtnni. 1 ógáti mun það hafa verið, að „Mgbi.“ birti á hvítasunnunni mynd af manni, sem var að saxa fjólur í blaðið, en tveir aðrir voru að skoða hratið, og blöskraði þeim mjög að hvílíkum óhroða blóm- fin væru orðin. Undir myndinni átti víst að standa: Kjör lesenda „Morgunblaðsins“. Brennivíns- 'þorsti sumra „Morgunblaðs"- mannanna var uppmálaður á ann- ari mynd í sama blaði, en norsk- ir menn hafðir í blóra.. Afli og kosningafundaboð. - (Akranesi, FB., 4. júní.) Hinir stærii bátar eru nú að hætta. „Úl- afur Bjarnason", gufubáturinn, kom inn í gær eftir hálfs mán- aðar ferð og hafði líklega rösk 100 skpd. „Hrafninn“ kom í morg- un eftir rúma viku með um 40 —50 skpd. Afli yfirleitt í meðal- lagi upp á síðkastið,. en góður á smábáta, liskur heldur smár. Smá- bátar hafa verið að veiðum vestur undir Þormóðsskeri. — Fram- bjóðendur til þings hafa boðað tii fundar hér 24. þ. m. og halda svo héðan til frekari fundahalda víð- ar um sýsluna. Óhæfilegt er það og vítavert í fylsta máta, pð í síðasta tbl. Lögbirtingabla^ðs- ins, sem gefið er út fyrir hönd rikisstjórnariimar í Jandi, sem að alþjóðarsamþykt er vínbannsland, þrátt fyrir Spánarvínausturinn og aðrar undanþágur þings og stjórna, er birt vörumerkisauglýs- ing fyrir sérstaka whiskytegund. Lögbirtingablaðið ætti þó að vera friðað fyrir slíkum auglýsingum, þótt íhaldsstjórn sé í valdasessi, enda þótt stærsta blað íhaldsins telji við sitt hæfi að flytja slíkar fmg'fý'sirgar. Kunnir Vestur-íslendingar. Svo segir frá í „Heimskringlu" i ritstjórnargrein: „1 vetur greiddu námsmenn við háskóla N.-Dakota atkvæði um það, hverjir væru 50 merkustu menn, er útskrifast hefðu frá þeim skóla. Meðal hinna 50, er valdir voru, eru 3 Islendingar: Vilhjálmur Stefáns- son, Sveinbjörn Johnson og Guð- mundur Giímsson. Samanborið við nemendafjölda er þetta mikiu hærri tala en nokkurrar annarar þjó'ðar.“ (FB.) „Sendiherrann frá Júpiter" verður leikinn íkvöld. Aðgangs- eyrir lækkaður. Hafís. 'Þéttur hafís er sagður 26 sjó- mílur norður til austurs af Horn- bjargi. (Frá veðurstofunni.) Margar af álftunum á Reykjavikurfjörn fóru nýlega íkemtiför upp í sveit, en eru nú komnar aftur. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtaii í morgun við iandlækninn.) Á Austuriandi er dálítiii „kikhósti" og barnakvef og á Norðurlandi voru „kikhóst- inn“ og kvefið lík í s. I. viku Og í næstu viku áður, a!ls stað- ar væg, að heita má, nema á Siglufirði. Fréttir voru ökomnar af Vesturiandi. Qengi erlendra mynta i o.ag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar . . . . 100 frankar íranskir. 100 gyllini hollenzk X00 gullmörk pýzk . kr. 22,15 - 121.90 - 122,21 - 118,43 - 4,56' /2 - 18,04 - 183,04 - 108,19 Hús flutt. Verið er að flytja hús af Klapp- arstígnum og á að setja það sunn- arlega við Bergstaðastíginn. I morgun var það dregið eftir Óð- insgötunni. Dró götuþjapparinn það. 0 iBsmlend tídfndi; Aflabrögð og veðrátta. Kefiavík, FB., 8. júní. Hér hefir ekki verið róið síðan fyrir hvítasunnu. Komu bátar'að Iaugard. fyrir hátíð og hötðu afl- að fremurí Iítið, róa sennilega í dag. Undan farið hefir verið held- ur stormasamt hér suður frá og ekki verið róið í Sandgerði held- ur nýlega, nema e. t. v. í dag. Þjórsártúni, FB., 8. júní. Ágætistíð og grasspretta góð, þó nokkru svalara seinustu 3 daga. Fyrir nokkru var hleypt á Flóann og Skeiðin, og hefir senni- lega gengið vel, a. m. k. hefir ekki heyrst annað hér, en ekki frézt greinilega af áhleypingun- um. Vestur-ísleiizhar fréttir. FB. Byggingar i Winnipeg. Samkvæmt frásögn blaðsins „Lögberg“ verður mikið hygt í Winnipeg í sumar, og er því bii- íst við því, að gott verði þar um ötvinnu í sumar. Segir blaðið, að þeir, sem vinni að byggingum, geri sér von um arðsamt sumar. Eins og kunnugt er, þá eru fjölda- margir íslendingar í Winnipeg, sem vinna að húsabyggingum, efnkanlega trésmiðum. Séra Runólfur Marteinsson, presfur Hallgrímss'afnáðar í Sé- attle í ríkinu Washington, ætlar að koma til íslands i sumar. Fer hann sjóleiðis frá Seattle til New York, um Panamaskurðinn. Séra Runóifur mun koma hingað að öilu forfailalausu seint í júní í suid&r. Hefir hann nýlega hætt prestsstörfum hjá Hallgrímssöfn- Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætl 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alia smáprentun, sími 2170. Góð bók. Ódýr bók. »Frá Vestfjörðum til Vestribyggð- ar« heitir afarskemtileg bók (með mörgum myndum) eftir Ölaf Frlðriksson, sem kemur út í þrem heftum á 1 kr. og 50 aura hvert. Hjarta~ás suHjarlfklð er bezt. Ásgarður. Veigfóðar, yfir 200 teg. að velja úr. — AUra nýjustu gerðir. — Lægsta verð. Málningarv. allskonar. Sigurður Kjartansson, Langavegi 2© B. Sfmi 830. 1. flokks skinnuppsetning. Valgeir Kristfánsson, Lauga* vegi 18 uppi. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Mjólk fæst alian daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Verzltt n/ð Vikar! ÞáÐ oerður notadrúgst. uði í Seattle, en Kolbeinn Sæ- mundsson, sem er að ljúka guð- fræðinámi vestra, er ráðinn í hams stað. Fólksflutningar til Kanada. I apríl kom 400 nxanna hópur frá Norðunbndum og segja blöð- m, að „það sé stærsti hópurinn af norrænum mönnum, sem kom- ið hafi til Manitoba, síðan ís- lenzku frumbyggjarnir komu fyr- ir 50 árum.“ Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.