Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1944, Blaðsíða 5
100. blað TlMim, þrigjudagiim 28. nóv. 1944 421 ±. Kvcnnabálkur'T!T,^*"'“ ____..________I ímans Snotur pey sa úr þ r ef öldu ullar fi arni. Axlir: Fellið nú af 6 1. við upphaf næstu 10 umf. Fellið síðan laus lega af þær 48 1., sem eftir eru. Framstykkið og bakið (eins). Fitjið upp 112 1. með prjón- um nr. 9. Prj. næstu 30 umferðir með 2 sléttum og 2 brugðpum. Prj. síðan röndina þannig: ' 1. umf. Takið 2 1. á auka- prjón og smeygið þeim fram fyr- ir stykkið á meðan þér bregðið næstu 2 1. Prj. síðan 1. á auka- prj. með sl. prj. Endurtakið þetta út' umf. 2., 3., 4. umf. Prj. 2 sl. 2 br. 5. umf. Setjið fyrstu 2 1. á aukaprj., smeygið þeim aftur fyrir á meðan þér prj. næstu 2 1. sléttar. Bregðið síðan 1. á aukaprj. Endurt. umf. út. 6., 7., 8. umf. Eins og 2 umf. 9. umf. Eins og 1. umf. 10. umf. Eins og 2. umf. Prjónið næstu 28 umf. 2 sl. 2 br. Þá er „munstrið" komiij. Aukið nú út um 1 1. hvorum megin í 4. hv. umf., 6 sinnum alls. Aukið síðan út í 2 umf. í röndinni. Þá eru 128 1. á prj. Prjónið síðan áfram upp fyrir 3. rönd. Handvegirnir: Fellið af 4 1. við byrjun á næstu 2 umf., síðan 3 1. við upp- haf á næstu 2 umf. Takið síðan úr eina lykkju við upphaf á hverri umf., þar til 108 1. eru á prj. Prjónið síðan áfram upp fyrir 4. rönd. Prjónið 18 umf. í viðbót. Ermarnar: Fitjið upp 96 1. Prj. fyrstu 30 umf. með 2 sl. og 2 br. Prjónið röndina eins og fyrr er sagt. Fellið nú af 6 1. við upphaf á næstu 2 umf., síðan 4 1. við upph. á næstu 2 umf. Prj. síðan 2 og 2 saman báðum megin, þar til eftir eru 52 1. Prjónið rönd án úrtöku. Síðan takið þér úr báðum megin þar til eftir eru 36 lykkjur. Fellið af. Peysan er síðan saumuð sam- an á venjulegan hátt og pressuð með volgu járni. D o n al d G. C o o l e ?/ : Vinir yðar, bakteríurnar (Þýtt og stytt úr ensku). Flest okkar vanmeta nyt- semi þeirra „húsdýra“, sem eru flest að tölu, þ. e. bakteríanna, sem byggja líkama okkar og heim allan. Aðeins um 1% af þeim má telja skaðlegar bakteríur. Af- gangurinn er annað hvort skað- laus eða blátt áfram nauðsyn- legur til viðhalds líkama okkar. Engar plöntur væru til án bakteríanna. Án plantnanna værum við sjálf ekki til. Allt dýralíf byggist, þegar öllu er á botninn hvolft, á plöntu- fæðu. Urmull af bakteríum, er sitja á rótum plantna, gera köfnunarefnið nothæft plöntun- um og þá um síðir okkur mönn- 'unum. Köfnunarefnið er megin- þáttur þeirra eggjahvítuefna, sem mynda húð, hár, vefi, negl- ur o. fl. Þessar frumeindir (mólekúl) hafa örsmáar nafn- lausar bakteríur fært líkaman- um. Þeim ber að þakka líf okkar. Þeim ber einnig að þakka „vort daglegt brauð“: Hinar svo- nefndu gerjunarbakteríur valda gerð í brauðdeigi og gera brauð- in bragðgóð og girnileg til átu, ella mundu þau seig og tormelt- anleg. Aðrar tegundir vinna á sykri í mjólk og mynda mjólk- ursýru, sem eykur smjörmagn í rjóma og bætir bragðið. Helm- ingurinn af þurra efninu í osti er lifandi smáverur. Vín- og ölgerð byggist einnig á starfsemi gerjunarbaktería. Teblöð eru þurrkuð með gerj- unaraðferð, og kaffibragðið er bætt með því að rækta örlitla sníkjusveppi (skylda bakterí- um) á kaffibaunum. Draga þeir úr hinu bitra bragöi, sem er upp- haflega af baununum. Þegar hið rétta kaffibragð er fengið, eru sveppirnir hreinsaðir af. Skórnir yðar, skinnstakk/.rinn og borðdúkurinn eru starfsvið ótal baktería. Límkennd upp- lausn, er inniheldur margar bakteríutegundir, sem leysa upp eggjahvítuefni, er notuð til sút- unar. Léreft væri ekki hægt að búa til án starfsemi þeirra baktería, sem skilja hörtrefjarnar frá stilk plöntunnar. Þær „melta“ bókstaflega stoðvefina, sem trefjarnar liggja í. Ef réttar tegundir af bakter- íum væru í innýflum okkar, myndi líkaminn vera fær um að framleiða öll þau B-vitamín, er við þörfnumst daglega. Margar skepnur hafa slíkan „bakteríu- gróður“ í innýflunum. Búin hef- ir verið til sírópskennd bakteríu- súpa, er kostar um 2 dollara og er tekinn inn í einum skammti. Sagt er, að hún innihaldi öll B-vítamln, sem einn maður þarf á að halda alla ævi þaðan í frá! Megnið af bakteríugróðri þarmanna hefir það hlutverk að leysa upp eggjahvítuefnin. Kar- töfluhýði, eplahýði og aðrar seigar trefjar, eru að mestu gerðar úr trjákvoðu (cellulose), en æskilegar í fæðunni sökum þess, að þær inniha-lda mikil- væg steinefni, eggjahvítuefni o. fl. Bakteríur hjálpa og til þess að mýkja og teygja þessar trefjar þannig, að við getum rennt þeim niður. Það fólk, sem' stöðugt brýtur heilann um bakteríur og skað- semi þeirra, gerir sér óþarflega erfitt fyrir og uppsker rýran á- v,öxt fyrir ^rfiði sitt. Því að sannleikurinn er sá, að hvernig sem við sótthreinsum matarílát, skolum hálsinn og munninn með sótthreinsunarlyfjum, forðumst að taka á hurðarhúnum, göng- um framhjá strætisvögnum, þá er blátt áfram ómögulegt að forðast bakteríurnar. Þær eru alls staðar á jörðunni — í matn- um, sem við neytum, vatninu, sem við drekkum, í loftinu, sem við öndum að okkur. Þúsundir af þeim streyma inn um nefið á hverjum andardrætti. Þegar allt kemur til alls, er þetta öllum til góðs. Ef einni bakteríu væri leyft að auka kyn sitt óháðri, myndi hún að þrem dögum liðnum eiga afkomendur, 'sem væru jafn margir íbúum jarðarinnar að tölu. Eins og gef- ur að skilja, kemur þetta aldrei fyrir. Það er hinn mikli aragrúi og margbreytileiki bakteríanna, er við „innbyrðum“ dag hvern.er stuðlar að stöðugu ónæmi fyrir þeim, en ekki það að forðast þær, sem enda er ógerlegt. Nef okkar, háls og húð hýsa stöðugt bakteríur, er gætu orðið okkur þungEjr í skauti, ef við værum ekki frá náttúrunnar hálfu fær um að standast árásir þeirra. Að síðustu er vert að minnast þess, að við eigum rotnunar- bakteríunum, „götusópurum gerlaheimsins“, ómetanlegt starf upp að unna. Þær flytja ólíf- rænu efnin af yfirborði jarðar, (Framhald á 7. síðuj Vilhelm Moberg: AXDRl GAILI Eiginkona FRAMHALD hann vill það og þegar hann vill það ekki. Það er gömul mynd, sem kvelur hann og gleði^r, sem hann hefir bæði bölvað og blessað. Hann var þarna niður frá að slá engið í sumar — dagurinn var ósköp líkur öðrum dögum um sláttinn. Hann var ekki neitt sérlega ánægður þennan dag, en kenndi ekki heldur neins eirð- arleysis. Þá sá hann ókunna konu hinum megin við lækinn; hún var að skola þvott sinn í straumvatninu. Þetta var um miðbik heitustu sumarmánaðanna; hún var berfætt @g ekki í öðru en nærbol og pilsi með mittisbelti. Hún var ekki með neipa skýlu á höfðinu, og þykkt, jarpt hárið féll laust niður um hana og. glóði í sólskininu. Konan stóð á flötum steini og deyf flíkunum í lækinn. Hún beygði sig af þeirri eðlismýkt, sem aðeins líkömum ungs fólks er gefin; hún blakaði fötunum til í vatninu, sem skvettist og draup. Brjóstin á henni hvelfdust fyrir ofan bolinn, þrýstin og stinn. Hún laut fram á og lyfti handleggjunum yfir streymandi vatnið; það voru þróttlegir, sívalir handleggir, og hún lyfti þeim ögr- ^ndi mjúklega, eins og hún væri að mynda sig til faðmlags. Hann leit upp við hvert ljáfar og horfði á konuna. Hún missti í lækinn flík, sem barst hægt brott með straumn- um. Hún bretti upp um sig pilsið, festi því úndir beltið og beraði fæturna upp á mið læri. Hún hélt, að enginn sæi til ^ín, en samt tók hún pilsin upp um sig af eins mikilli varfærni og meyjarlegri íeimni og þúsundir augna hefðu starað á hana. Þetta hand- tak gaf henni virðulegan húsmóðursvip. Hún óð gætilega út í lækinn til þess að ná í flíkina, sem hékk á sefbrúski. Hjátrúar- fullur maður hefði getað haldið, að hún væri vatnadís, þar sem hún stóð úti í hnédjúpum læknum með flaksandi hárið. Svo fikraði hún sig upp á steininn aftur, losaði pilsfaldinn og lét hann falla niður um sig; það hrutu vatnsdropar úr fellingunni. Hún beygði sig aftur léttilega niður að vatninu með nýja flík, hún teýgði aftur út hina mjúklegu arma sína eins og til nýs faðm- lags við einhvern, sem var hinum megin við lækinn. Ný húsfreyja var komin í byggðina. t Og þegar Hákon fór heim frá heyskapnum þetta kvöld, hafðii eitthvað gerzt í sál hans, sem ekki hafði fyrr borið við í lífi hans. Eitthvert eirðarleysi sótti á hann — eirðarleysi, sem brenndi huga hans. * Þunnur reykjarlopi liðast upp um strompinn á bæ Hákonar. Það er kominn kvöldverðartími; hann tekur okið af uxum sínum og gengur inn. Elín, vinnukonan, sténdur við hlóðirnar; hún er nýbúin að tendra eld í skíðavöndlum, og hún heldur annarri hendinni fyrir augun, eins og hún sé að gráta, en hún gerir það vegna reyjísins, því að hann kemst ekki allur út um gisinn strompinn; henni súrnar í augum. Vinnukona Hákonar er svarthærð og brúneyg. Búkurinn er vaxtarmikill, en fæturnir eru svo stuttir, að stúlkan sýnist ekki ýkja há. Á viðhögginu í hlóðaskotinu situr Hermann öldungurinn með poka sinn milli fótanna. Á trébakka fyrir framan hann er kar- töflukaka á pönnu, er Elín hefir fengið honum, og hún hefir einnig fengið honum þurrkaðan sauðarlegg, sem enn er hægt að skera fáeina munnbita af. Umrenningurinn sá arni er frændi bóndans á bænum, og fyrsta daginn, sem hann er hér, verður að gefa honum það, sem bezt er til. Elín er á hinn bóginn ekki neitt glöð yfir komu gamla mannsins. Hákon lætur hann auðvitað fá mat; hann er sannarlega ekki neinn svíðingur, sem telur bitana í fólk. En einmitt þess vegna neyðist annar til þess að telja þá fyrir hann. Og Elín sér það í hendi sér, að þess er ekki langt að biða, að allur matur sé til þurrðar genginn í kotinu. Hermann er lengi að matast, því að hann vill njóta þess sem bezt; í þurfalingahælinu eru ekki neinar kartöflukökur á boð- stólum, þar etur enginn svo mikið, að hann verði hökufeitur af því. En meðan hann matast, skotrar hann augum til Elínar við hlóð- in. Hákon hefir ekki barnað vinnukonuna sína í vetur fremui: en áður, að því er séð verður við dagsbirtu. Það væri honum þó kannski fyrir beztu að gera það. Þá myndi þau áreiðanlega gift- ast, og Hákon þurfti að fá roska og duglega eiginkonu, eins og Elín var. Kvenmann, sem heimanmundur fylgdi, gatr hann hvort eð var ekki búizt við að hreppa. Ja, hvers vegna kvæntist hann ekki sjálfur einhverri vinnukonunni sinni; hann vistréði þó allt- ar þær laglegustu, sem hann gat fengið? Hvers vegna tók hann ekki Kæsu eða Heiðveigu? Það hefði ekki getað farið miklu verr fyrir honum heldur en fór. En ef til vill er það þannig, að menn hleypa sér ekki í hjónaband, nema á tveim aldursskeiðum í líf- inu: annaðhvort áður en menn hafa fengið vitið eða þá eftir að menn hafa misst það. Og Hermann varð að hafa það í huga, hve ætt hans naut mikils álits, hann var allt of forsjáll á þeim ár- um. Já, það kastaði fyrst tólfunum, þegar hún kom til skjalanna, þessi bölvuð ráðdeild, sem bannar mönnum að njóta þess, sem gott er, c«j; veldur því, að þeir geta aldrei orðið frjálsir. Öldungurinn furðar sig á því, að Hákon skuli láta vinnukonu sína afskiptalausa. Það er þó sagt um þá af Ingjaldéættinni, að þeir séu upp á kvenhöndina. Það var líka sagt um Hákon hérna á árunum. En það er víst eitthvað, sem amar að honum núna. Hann er ekki sjálfur sér líkur í dag. Það er alkunna, að hann er skap- stríður, en hann hefir þó hingað til verið talinn harðskeyttur náungi og ekki neinn veifiskati, sem lét áhyggjurnar riða sig á slig. Áðan, þegar hann sá Hákon koma heim með arðuruxana, spurði hann stúlkuna aftur, hvernig á þessu stæði. glín talár ekki af sér, þegar húsbóndi hennar á hlut að máli, en gamli maðurinn er nú reyndar ættingi hans .... Jú, hann er uppstökkur og skapvondur, húsbóndinn, og hann er hættur að sinna vinnu sinni. Það má segja, að hann sinni yfirleitt ekki orðið neinu. Stundum er eins og hann sé orðinn heyrnarlaus; hann svarar ekki, þótt yrt sé á hann. En hann byrjaði svo sem ekki í gær, þessi skratti: hún tók fyrst eftir því á slættinum í fyrra- sumar. * Á slættinum, hugsar Hermann, ekki var hann þá farinn að sjá fram á, að uppskeran myndi bregðast. Hann hlaut að hafa við cinhverjar aðrar áhyggjur að stríða en þær, sem vextirnir ollu honum. Eftir KARL EVALD (Barnasaga) FRAMHALD t.ans, og undraði það margan. Læknarnir græddu hund- inn aftur, og komst hann hjá hegningu allri. Ráðherra hrósaði Andra fyyir speki hans. Spurði hann karlinn, hvort hann sæti í lélegu embætti. Andri varð að játa, að hann væri embættislauj., Lofaði nú ráðherra honum því fyrsta prestakalh sem losnaði. Fekk hann Andra peninga, til að kaupa sér ný föt. „Ert þú mak- legur að klæðast betur en nú gerir þú“, sagði ráðherra. Andri tók við fénu og þakkaði ráðherra rausn hans. Fór hann nú heim og sagði Þóru sinni tíðindin. Hún gat varla trúað karli, en nýju fötin Jugu ekki, og þús- und krónurnar sýndi hann henni. „Áður en ár er liðið verður þú orðin prestskona", sagði Andri. „Hefðir þú nú fargað hempunni í fáfræði þinni, pá væri þetta ekki komið á daginn“. Eftir nokkra mánuði dó höfuðborgarpresturinn. Þegar Andri frétti það, lagði hann á fund ráðherra. Hann veitti Andra embættið. Varð nú Þóra prestskona eins og hana hafði lengi langað til. Hún var ánægð í hjarta sínu. En samt var hún hugsjúk öðru hvoru yfir því, að maður hennar þekkti ekki stafina og hafði ekki einu sinni gengið í svartaskóla. Þau hjónin seldu nú kotið og búið. Keyptu þau sér svo hesta og fleira>, sem prestur og prestskona geta ekki verið án. Fluttu þau svo í höfuðborgina. Söfnuðurinn fagnaði spekingnum, sem fundið hafði festi ráðherradótturinnar. Nafn hans var á hvers manns vörum. Kirkjan var troðfull fyrsta daginn, sem séra Andri átti að stíga í stólinn. Allir störðu á nýja prestinn. Ilann stóð lengi þegjandi í stólnum eins og hann væri að biðjast fyrir. Leit hann um síðir upp og flutti svo- hljóðandi ræðu: „Ég kenni eins og fyrirrennari minn kenndi“. „Ég kenni nákvæmlega eins og fyrirrennari minn kenndi“. „Ég kenni bókstaflega alveg eins og fyrirrennari minn kenndi“. Þetta endurtók hann í hálfa aðra klukkustund. Sté hann svo úr stólnum eins ánægður í hjarta sínu og hann liefði flutt stórágæta ræðu. Söfnuðurinn þótti ræðan nokkuð kynjeg. Nokkrir skildu hana ekki, en aðrir bjuggust við að fá útskýringu næsta sunnudag. Einhver ríðlesnasta ástarsaga í rtffri veröld: Ramóna Eftir Helin Hunt Jackson. Sagan af Ramónu er einhver allra víðlesnasta ástarsaga heimsbókmenntanna. Hún er hugþekk og ákaflega spennandi, rituð af slikri samúð og nærfærni, að ávallt mun talið frá- bært. Þessi afburða góða skáldsaga hefir farið sigurför um heim allan. Hún hefir verið þýdd á mál flestra menningarþjóða og kvikmyndin, sem eftir sögunni var gerð, er sýnd aftur og aftur við frábæra hylli. I Amerískt stórblað hefir komizt svo að orði, að Ramóna sé bók ,sem maður vaki yfir heila nótt. Það er vissulega ekki ofmælt. Flestum mun reyn- ast örðugt að leggja þessa óvenjulega hugþekku bók frá sér, fyrr en lestri hennar er lokið. Þetta er bók, sem hver efnastn ang stúlka þráii' að eignast og' lesa. Sagan af Tuma litla hið óviðjafnalega snilldarverk stórskáldsins Mark Twain, kemur í bókabúðir um helgina. Það mun erfitt að benda á drengjasögu, sem nýtur jafn frábærra og óskiptra vinsælda og þessi bók, enda er þetta af- burða listaverk, sem lesið er og dáð á flestum tungumálum heims. Og sagan af Tuma litla á óskipt mál með öðrum snilld- arverkum um það, að hennar njóta jafn ungir sem gamlir. En drengirnir láta ekki taka þessa bók af sér. Þeir eigna sér hana fyrst og fremst, enda skrifaði höfundurinn hana handa þeim. Þetta er bók, sem tlrengurinn yðar les aft- ur og aftur. Eiigm bók veitir honum jafn varanlega ánægju og þessi. Bókaútgáian Ylííngur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.